Hefur áhyggjur af landsbyggðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir margt gott í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar. Hann hef­ur þó áhyggj­ur af því að lands­byggðin verði útund­an.

„Ég vil byrja á því að óska nýrri rík­is­stjórn velfarnaðar og hún ger­ir von­andi gott fyr­ir land og þjóð. Hún tek­ur auðvitað við á óvenju­lega góðum tím­um efna­hags­lega og at­vinnu­lega. Stjórn­arsátt­mál­inn ber keim af því,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við mbl.is.

Tvö stefnu­mál Fram­sókn­ar

Hann býst við því að all­ir flokk­ar séu sam­mála um upp­bygg­ingu í heil­brigðimál­um, mennta­mál­um og sam­göngu­mál­um. „Þess vegna líst mér ágæt­lega á það.“ Sig­urður tók eft­ir tveim­ur af stefnu­mál­um Fram­sókn­ar­flokks­ins í sátt­mál­an­um. „End­ur­skoðun pen­inga­stefnu og stöðug­leika­sjóður sem sveiflu­jafn­ari er hluti af þeim efna­hags­mál­um sem ný rík­is­stjórn ætl­ar að beita sér fyr­ir. Ég von­ast til að þetta gangi allt sam­an vel.“

Ekki mikl­ir lands­byggðaflokk­ar

Hann hef­ur áhyggj­ur af áhersl­um, eða áherslu­leysi, flokk­anna gagn­vart lands­byggðinni. „Þessi stjórn hef­ur svona í ljósi stefnu­mála flokk­anna, ekki síst þess­ara nýju sem koma inn í rík­is­stjórn, ekki lagt mikla áherslu né fengið mikið fylgi á lands­byggðinni. Ég hef áhyggj­ur af þeim áhersl­um, eða áherslu­leysi, sem þeir setja á upp­bygg­ingu Íslands alls sem einn­ar þjóðar.“

Sig­urður seg­ir að það sé margt sem ekki sé í sátt­mál­an­um sem hefði mátt vera þar. „Ég tók ekki eft­ir miklu um byggðamál. Þetta er eitt stærsta verk­efnið að tryggja að all­ir lands­menn búi við sam­bæri­leg­ar aðstæður, óháð því hvar þeir búa og hvaða at­vinnu­grein þeir stunda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert