„Það eru örfáir Íslendingar að kaupa þessa risastóru hringa sem við erum með,“ segir Kjartan Örn Kjartansson, eigandi gullsmíðaverkstæðisins Orr, sem hefur verið valin ferðamannaverslun ársins. Markmiðið hafi aldrei verið að stíla inn á sérstakan markhóp, frekar að búa til skartgripi sem sjáist ekki annars staðar. Hann segir Rússa og Bandaríkjamenn oft kaupa óvenjulegar vörur.