Snjallsímaforritinu 112 Iceland er ætlað að auka öryggi ferðafólks. Með því geta ferðamenn bæði kallað eftir aðstoð og skilið eftir sig slóð með mikilli nákvæmni. Slíkar upplýsingar geta skipt sköpum þegar neyðarkall berst en ekki er nauðsynlegt að vera með gagnatengingu til að koma boðunum áleiðis.