Ný gerð "dimmblár"

IBM er með gríðarstóran bás á CeBIT og leggur helst áherslu á rafræn viðskipti á þeim bás. Þar er þó einnig kynntar ýmsar tækninýjungar, meðal annars ný gerð "dimmblár", tölvunnar sem lagði Garry Kasparov i skákeinvígi.

Tölvan sem sigraði Kasparov í einvígi fyrir tveimur árum var RS/6000 með 64 bita Power2 örgjörva. Hún var upphaflega ætluð fyrir stofnanir og rannsóknaraðila sem keyra þurfa stór reiknilíkön, eins og til að mynda vegna veðurrannsókna og spádóma, en með nýrri gerð segja IBM-menn að hún nýtist ekki síst vel í gagnaskemmu. Nýja gerðin heitir RS/6000 SP og er með nýrri gerð PowerPC örgjörvans, Power3, sem skilað getur yfir tveimur milljörðum útreikninga á sekúndu. Að sögn starfsmanna IBM á CeBIT kostar vélin álíka og eldri gerðin.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert