Fréttaskýring: Munu landsmenn hrósa „appi“?

Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið.
Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið. AFP

Orðið „app“ hef­ur vænt­an­lega ekki farið fram hjá mörg­um. Reglu­lega ber­ast frétt­ir af nýju appi sem eig­end­ur snjallsíma og spjald­tölva eru hvatt­ir til að nálg­ast. App, sem er stytt­ing á enska orðinu app­licati­on, hef­ur m.a. verið þýtt sem snjallsíma­for­rit. Nú hef­ur þýðing­in stefja litið dags­ins ljós, en er ekki í lagi að nota orðið app?

Ari Páll Krist­ins­son, rann­sókn­ar­pró­fess­or hjá Árna­stofn­un, seg­ist ekki sjá neina sér­staka mein­bugi á því. App sé ágætt orð að því leyti að það falli að beyg­ing­ar­kerf­inu, en það beyg­ist eins og orðin happ eða klapp. Auk þess sé bæði auðvelt að bera orðið fram og skrifa það.

„Mér heyr­ist ekki vera samstaða um neitt orð, sem er al­ís­lenskt, til að leysa þetta af hólmi,“ seg­ir Ari Páll í sam­tali við mbl.is. Hann bend­ir hins veg­ar á að nýj­asta þýðing­in sé orðið stefja sem komi frá orðanefnd Skýrslu­tækni­fé­lags Íslands.

Ekki gegn­sætt

Það hve mönn­um geng­ur illa að finna ís­lenskt orð yfir app bend­ir til þess að mönn­um sé ekki vel ljóst hvað við sé átt þegar talað sé um app, þ.e. orðið er ekki gegn­sætt, að sögn Ara Páls. Hvað varðar þýðing­una stefja þá megi segja að það sé ekki held­ur nægi­lega lýs­andi.

„App hef­ur þann ókost, eins og mörg töku­orð, að það seg­ir ekki sjálft hvað það er,“ seg­ir Ari Páll. Orðið fái merk­ingu sína af notk­un­inni sem sé al­gengt. „En mér finnst stefja ekk­ert segja mér hvað það er,“ bæt­ir Ari Páll við.

„Í nýyrðadag­bók­inni seg­ir [að orðið app sé] vara­samt. Við erum ekki al­veg til­bú­in að mæla ákveðið með því,“ seg­ir Ari Páll. Það gæti enn ein­hverj­ar tregðu í sam­fé­lag­inu við að samþykkja orðið.

Rit­mál og tal­mál skipta með sér verk­um

App er tölvu­for­rit sem er hugsað fyr­ir snjallsíma á borð við iP­ho­ne og spjald­tölv­ur. Dæmi um slíkt for­rit er 112 Ice­land sem var ný­verið kynnt. Það er snjallsíma­for­rit sem er ætlað að auka ör­yggi ferðafólks.

Orðið app er ætlað að út­skýra að um ein­hvers­kon­ar smækk­un sé að ræða, eða smá­for­rit eða for­ritsstubb­ur. Hug­mynd­in með orðinu stefja er vænt­an­lega svipuð að sögn Ara Páls. Þar sé einnig um smækk­un að ræða, þ.e. stef sem get­ur t.d. þýtt vísupart­ur.

Ari Páll seg­ir mögu­legt að lok­aniðurstaðan verði sú að app verði notað í dag­legu tali og - mögu­lega - stefja í bók­máli. Það sé ekki ósvipað því og segja megi um notk­un orðanna bíll og bif­reið. „Það virðist vera mjög al­gengt í ís­lensk­unni að rit­málið og tal­málið skipti með sér verk­um,“ seg­ir Ari Páll.

Það er aft­ur á móti ljóst að öll umræða um tungu­málið er af hinu góða. „Það er ekki dauðvona meðan maður tal­ar svona mikið um það,“ seg­ir Ari Páll að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert