Listinn yfir þá stærstu í sumar

Laxá á Ásum státaði af stærsta laxinum sumarið 2022. Hér …
Laxá á Ásum státaði af stærsta laxinum sumarið 2022. Hér eru Sturla Birgirsson og Falmouth lávarður með 105 sentímetra fisk sem sá síðarnefndi veiddi í Langhyl 22. júlí. Ljósmynd/SB

Við höfum nú í nokkur ár safnað saman upplýsingum yfir laxa sem veiðast á Íslandi og ná þeirri ofurstærð að mælast hundrað sentímetrar eða lengri. Við munum einnig gera það í sumar. Listinn yfir hundraðkalla 2023 er komin á Sporðakastasíðuna. Spennandi verður að sjá hvenær sá fyrsti veiðist.

Þau þrjú ár sem Sporðaköst hafa haldið þessum upplýsingum til haga hafa fyrstu laxarnir af þessari stærðargráðu veiðst í júní. Sumarið 2020 gerðist það í Víðidalsá strax í opnun. Breski leikarinn James Murray fékk þá 101 sentímetra fisk við kvikmyndatökur fyrir bresku sjónvarpsstöðina ITV.

Sumarið 2021 veiddust þeir fyrstu sama dag, eða þann 29. júní. Báðir mældust þeir 101 sentímetrar og kom annar úr Laxá í Aðaldal og hinn úr Eystri – Rangá.

Í fyrra eru tveir slíkir skráðir 13. og 15. júní, úr Þverá og Laxá í Leirársveit.

Snorri Arnar Viðarsson með þennan líka risavaxna hæng úr Klapparfljótinu …
Snorri Arnar Viðarsson með þennan líka risavaxna hæng úr Klapparfljótinu í Þverá í fyrra. Mældist 104 sentímetrar og veiddist 15. júní. Ljósmynd/SAV

Í ár er stórlaxinn, snemma á ferðinni og vonandi fáum við nokkra slíka í sumar. Töluverð gagnrýni hefur komið fram á listann og einstaka fiska sem þar hafa verið skráðir. Við viljum því brýna fyrir veiðimönnum ef þeir fá fisk af þessu kaliberi, sem gerist ekki oft, að vanda myndatöku og mælingu. Menn þurfa að hafa vitni til að staðfesta mælinguna. Endilega sendið upplýsingar og myndir á netfangið eggertskula@mbl.is ef þið fáið slíkan fisk.

Munið að gefa ykkur tíma fyrir myndatökuna. Eftir að fiskinum hefur verið landað verður hann oft rólegur á meðan að hann er að jafna sig og þá er gott að leggja málband á hann og taka þannig mynd sem staðfestir mælinguna.

Rétt mæling miðast við vaffið í miðjum sporði og fram á trjónu. Ekki að mæla í hornið á sporðinum. Slík mæling tíðkast víða erlendis en ekki hér á landi. Einnig er alltaf áhugavert að taka ummál en um leið og báðar þessar mælingar liggja fyrir er hægt að áætla þyngd laxins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert