Hundraðkallar úr Grímsá og Aðaldal

Peter Roberts með hundraðkallinn sinn úr Grímsá í morgun. Gleðin …
Peter Roberts með hundraðkallinn sinn úr Grímsá í morgun. Gleðin leynir sér ekki. Flugan var Green But. Ljósmynd/Ásgeir Atli Ásgeirsson

Síðasta sólarhringinn hafa veiðst þrír hundraðkallar í laxveiðinni. Marga var farið að lengja eftir fiskum í þessum stærðarflokki. Aðeins tveir slíkir höfðu voru komnir á lista Sporðakasta hér á mbl.is þar sem haldið er utan um veidda laxa í þessum stærðarflokki.

Við greindum í gærmorgun frá 102 sentímetra laxi úr Kjarrá. Svo dró til tíðinda á þessum vettvangi bæði í Grímsá og Laxá í Aðaldal.

Ásgeir Atli Ásgeirsson leiðsögumaður í Grímsá kom með viðskiptavini í veiðistað númer 580 sem er Tjarnarbrekkufljót í gærmorgun. Ásgeir varð var við hreyfingu í veiðistaðnum. „Ég sá gárur og grunaði að þetta væri vænn fiskur. Ég lagði til við Peter Roberts að setja undir Green But sem Markús Darri félagi minn hafði hnýtt. Peter leyst vel á það og setti í þennan flotta fiska,“ sagði Ásgeir í samtali við Sporðaköst. 

Peter var með þrettán punda taum og spilaði fiskinn vel að sögn Ásgeirs og hélt góðu átaki á honum allan tímann. Þetta tók sinn tíma og var fiskinum landað um 150 metrum neðan við veiðistaðinn. „Ég vandaði mig við að mæla hann og gerði það tvisvar þegar ég sá að hann stóð slétta hundrað sentímetra," upplýsti Ásgeir.

Hilli, eins og hann er jafnan kallaður tók þessa mynd …
Hilli, eins og hann er jafnan kallaður tók þessa mynd sjálfur enda var hann einn á ferð þegar hann landaði þessum laxi sem mældist 101 sentímetri. Ljósmynd/Hilmar Hansson

Um svipað leiti var Hilmar Hansson staddur í Miðfosspolli í Laxá í Aðaldal og var búinn að sjá tröll af fiski. Hann sýndi honum þrjár smáflugur og kom stórlaxinn upp í tvær þeirra án þess að taka. Sýndi áhuga en ekkert meira en það. „Svo sýndi ég honum sex sentímetra Sunray og það virkaði. Hann negldi hana og þetta var virkilega erfið viðureign og ég var bara heppinn hvernig hann hagaði sér, að ég náði að landa honum," sagði Hilmar í samtali við Sporðköst.

Þetta er þrettándi laxinn sem Hilmar fær í Laxá sem nær hundrað sentímetrunum. „Ég hef veitt hérna í 26 ár og ætli það séu ekki nálægt 25 dagar á hvern þessara fiska. Þeir eru ekki svo margir og í mínum huga snýst þetta um að fjárfesta í reynslu og þá meina ég að stunda sömu árnar og læra á þær,“ sagði Hilmar.

Fiskurinn hans var númer tvö í þessum flokki sem veiðist í Laxá í sumar. Þrátt fyrir að Laxá hafi gefið eftir í fjölda fiska í gegnum tíðina þá hefur hún haldið því sæti að gefa flesta stórlaxa á Íslandi á hverju ári. Það er einmitt þess vegna sem margir halda órjúfandi tryggð við hana.

Sporðaköst óska þessum veiðimönnum til hamingju með þessa flottu fiska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert