Greinar miðvikudaginn 25. september 1996

Forsíða

25. september 1996 | Forsíða | 213 orð

Herlið með viðbúnað í Jerevan

SVEITIR úr úrvalsliði hersins tóku sér stöðu í gær við mikilvægar byggingar í Jerevan, höfuðborg Armeníu, en mikil ólga er í borginni vegna úrslita forsetakosninga um síðustu helgi. Hefur Levon Ter- Petrosyan forseti lýst yfir, að hann hafi sigrað í kosningunum en helsti andstæðingur hans, Vazgen Manukyan, sakar hann um víðtækt kosningasvindl. Meira
25. september 1996 | Forsíða | 90 orð

Í fullri vinsemd

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, takast í hendur áður en hinn fyrrnefndi ávarpar 51. allsherjarþing samtakanna í New York í gær. Meira
25. september 1996 | Forsíða | 100 orð

Mótmæli í Jerúsalem

REIÐIR Palestínumenn hrópa vígorð gegn Ísraelum á útifundi við Musterishæðina í Jerúsalem í gær. Stjórnvöld létu í gær opna ný jarðgöng í borginni, munni þeirra er í hverfi múslima og liggja göngin að Grátmúrnum í gyðingahverfi í gamla borgarhlutanum. Meira
25. september 1996 | Forsíða | 89 orð

Ok efnishyggjunnar

UM 300 flækingar koma nú saman í Mar del Plata í Argentínu þar sem þeir halda fyrstu heimsráðstefnu sína og ræða meðal annars baráttuna gegn iðjuseminni. Stofnandi Samtaka frjálsra flækinga er 57 ára gamall og heitir Pedro Ribeira. Hann segist hafa skipulagt ráðstefnuna til að ræða brýn hagsmunamál á borð við "lausn undan oki efnishyggjunnar" og "hræódýrt fæði á vegum úti". Meira
25. september 1996 | Forsíða | 314 orð

Rætt um framtíð friðargæslunnar

VARNARMÁLARÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefja tveggja daga fund sinn í Noregi í dag og munu m.a. fjalla um friðarviðleitnina í Bosníu og væntanlega aðild nýfrjálsra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu að bandalaginu sem Rússar eru andvígir. Fulltrúar Noregs, Bandaríkjanna og Rússlands munu á morgun undirrita samning um samstarf vegna geislunarhættu frá kjarnorkuúrgangi í norðurhöfum. Meira
25. september 1996 | Forsíða | 286 orð

Vísa á bug kröfum um afsögn Jeltsíns

STJÓRNARANDSTAÐAN í Rússlandi undir forystu kommúnista herti í gær á kröfum um, að Borís Jeltsín forseti segði af sér ef hann gæti ekki sinnt starfinu vegna heilsubrests. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra sagði hins vegar, að ekki kæmi til greina að Jeltsín segði af sér. Búist er við, að læknar ákveði í dag hvort eða hvenær fyrirhuguð hjartaaðgerð verður gerð á Jeltsín. Meira

Fréttir

25. september 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

130 rútubílar óskoðaðir

ÁÆTLAÐ er að trassað hafi verið að fara með hátt í 130 fólksflutningabíla, þar á meðal nokkra skólabíla, í aðalskoðun á tilskildum tíma. Í skólabílaskoðun er athugað hvort sérreglur um skólabíla séu uppfylltar. Heimilt er að flytja fleiri börn í skólabílum en farþegatala gefur til kynna. Engu að síður verða að vera öryggisbelti í skólabílum og þeir verða að vera sérstaklega merktir. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

51 hús í byggingu

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við 51 íbúð í nýju Súðavíkurþorpi. Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri vonast til að hafin verði vinna við 55 íbúðir fyrir jól og flutt inn í 37. Talið er að búið hafi verið í um 60 íbúðum í Súðavík fyrir snjóflóð. Tveir smiðir frá Selfossi, Erlingur Haraldsson og Gísli Á. Jónsson, voru í gær að smíða grind að húsi í nýja þorpinu. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 56 orð

650.000 til krabbameinssjúkra barna

ÁRNI Samúelsson, eigandi SAM- bíóanna, afhenti Þorsteini Ólafssyni á föstudag 650.000 króna framlag til styrktar krabbameinssjúkum börnum. SAM-bíóin og Íslenska miðlasambandið stóðu fyrir forsýningu á kvikmyndinni Fyrirbærinu með John Travolta í aðalhlutverki og rann ágóði sýningarinnar til styrktar börnunum. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Atvinnulausum fækkað

Í ÁGÚSTMÁNUÐI síðastliðnum voru skráðir rúmlega 115 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, rúmlega 41 þúsund dagar hjá körlum og tæplega 74 þúsund dagar hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um rúmlega eitt þúsund frá mánuðinum á undan og um rúmlega 12 þúsund frá ágústmánuði 1995. Atvinnuleysisdagar í ágúst síðastliðnum jafngilda því að 5. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 346 orð

Ástarfarslýsingar þingforseta vekja undrun

UM FÁTT er meira talað í Finnlandi þessa dagana en lýsingar forseta þingsins á ástalífi sínu, en þær er að finna í bók þingforsetans, sem út kom fyrir helgi og kallast "Eldtungur" Þykir bókin óvenju opinská en höfundurinn, Riitta Uosukainen, fjallar m.a. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Baka kaffisnúða fyrir höfuðborgarbúa

RÁÐHÚSBAKARÍIÐ á Akranesi, sem fyrr á þessu ári hóf starfrækslu sína, hefur að undanförnu annast framleiðslu á kaffisnúðum fyrir Kexverksmiðjuna Frón hf. sem seldir eru í stórmarkaði á Reykjavíkursvæðinu. Þessi framleiðsla hefur skapað mikla atvinnu hjá fyrirtækinu og er að jafnaði unnið á tvískiptum vöktum hvern dag. Það eru þrír athafnamenn sem eiga og reka Ráðhúsbakaríð hf. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 357 orð

Bardot kveðst sammála Le Pen

FRANSKA leikkonan Brigitte Bardot segist að mörgu leyti vera samþykk skoðunum Jeans Marie Le Pens, leiðtoga flokks franskra þjóðernissinna, um hættuna sem Frakklandi er sögð stafa af innflytjendum, einkum frá ríkjum múslima. Le Pen er "töfrandi, gáfaður maður sem hefur, eins og ég, viðbjóð á ákveðnum hlutum", skrifar Bardot meðal annars í endurminningum sínum, sem koma út bráðlega. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 322 orð

Clinton heitir meiri afvopnun

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hét því í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í gær, að beita sér fyrir víðtækari vígbúnaðartakmörkunum, allt frá jarðsprengjum til kjarnorkusprengja. Jafnframt undirritaði hann samning um algjört bann við kjarnorkuvopnum, ásamt utanríkisráðherrum hinna fjögurra yfirlýstu kjarnorkuvelda. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 293 orð

Clinton segist enginn vinstrimaður

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, vísaði í fyrradag á bug þeim ásökunum keppinauts síns, Bob Doles, að hann væri "vinstrimaður á laun" og sagði, að stórsigur repúblikana í kosningunum 1994 hefði haft varanleg áhrif á stefnu demókrata. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Doktor í jarðvísindum

GUÐMUNDUR Heiðar Guðfinnsson varði í júlí á síðasta ári doktorsritgerð sína við Ríkisháskóla Texas í Dallas. Umsjónarprófessor var Dean c. Presnall. Titill ritgerðarinnar er "Melt generation in the system CaO- MgO-Al2O3-SiO2 Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Dvalarheimilið Höfði skoðað

Akranesi-Aðstoðarheilbrigðismálaráðherra Kína, Zhang Wen Kang, er hér á Íslandi í hálf opinberri heimsókn þessa dagana og kynnir sér heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og skoðar jafnframt ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem tengjast henni. Meira
25. september 1996 | Miðopna | 1639 orð

Efasemdaþjóðin sem vill breyta ESB

NÚ, ÞEGAR Svíþjóð hefur verið á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins hátt á annað ár, er ljóst að með Svíum hefur ESB eignazt nýja efasemdaþjóð. Svíar eru raunar orðnir neikvæðari í garð sambandsins en bæði Danir og Bretar, sem yfirleitt hafa átt metið í Evró-efahyggju. Þó er ekki þar með sagt að efasemdir Svía séu nákvæmlega þær sömu og hinna. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Ekið á ljósastaur

ÖKUMAÐUR og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir að bifreið sem þau voru í lenti á ljósastaur á Hörgárbraut um miðjan dag á sunnudag. Bíllinn er óökufær eftir áreksturinn, en staurinn stóð skakkur eftir. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Endurskoðar lög um skemmtanaskatt

MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir að skemmtanaskattur í núverandi mynd standist ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar til skattlagningar. Ráðuneyti mennta- og fjármála hafa falið sérstakri vinnunefnd að endurskoða lögin um skemmtanaskatt. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 535 orð

Enn sýndi Þröstur vígtennurnar

ÞAÐ ríkti víða mikil taugaspenna í Jerevan í gær þegar þar var tefld áttunda umferð Ólympíuskákmótsins. Íslendingar tefldu við Rúmena og er óhætt að segja að á ýmsu hafi gengið í þeirri viðureign. Jóhann Hjartarson tefldi með svörtu gegn Marin, stórmeistara, sem íslenskir skákmenn kannast vel við, og hratt Jóhann snaggaralega öllum sóknartilburðum Marins. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Formaður orðunefndar biðst lausnar

JÓNAS Kristjánsson hefur beðist lausnar frá störfum í orðunefnd af persónulegum ástæðum, að sögn Kristjáns Andra Stefánssonar deildarstjóra í forsætisráðuneyti. Jónas hefur átt sæti í nefndinni hátt á annan áratug og gegnt formennsku. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 471 orð

Fylgi við leið sígandi lukku

GUÐMUNDUR Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að Rafiðnaðarsambandið vilji gera samning til fjögurra ára sem feli í sér 15­18% kaupmáttaraukningu. Þó rafiðnaðarmenn séu í aðstöðu til að hrifsa til sín launahækkanir eins og þingmenn séu þeir á því að sígandi lukka sé best. Rafiðnaðarmenn hafna samfloti með öðrum samböndum innan ASÍ í komandi kjarabaráttu. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 411 orð

Hafa áhyggjur af eftirköstunum

HJARTVEIKI Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, veldur áhyggjum víða um lönd en hugsanlegt er, að lífi hans sé meiri hætta búin af bágu ástandi lifrar, lungna, nýrna og annarra mikilvægra líffæra. Var þetta haft eftir kunnum hjarta- og æðaskurðlæknum í gær en þeir sitja nú á ráðstefnu í Moskvu. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hafnarganga í Sandgerði

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur, í miðvikudagskvöldgöngu sinni 25. september, fyrir hafnargöngu í Sandgerði. Farið verður frá Hafnarhúsinu í Reykjavík kl. 20 með rútu. Gönguferðin hefst kl. 21 við Fræðasetrið í Sandgerði. Þaðan verður farið í fylgd heimamanna með ströndinni suður í Bæjarskersvör við Kirkjuklett og síðan inn Löndin að Efra-Sandgerði og Bakkahúsinu. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Helgarpósturinn kemur út á morgun

PRENTSMIÐJAN Oddi er núverandi eigandi Helgarpóstsins en blaðið hefur verið auglýst til sölu. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Þorgeir Pálsson, forstjóri Odda vona að skammur tími muni líða þar til nýjir eigendur taki við rekstri blaðsins. "Við yfirtókum þær eignir sem við áttum veð í, meðal annars útgáfurétt og áskrifendalista, " sagði Þorgeir. Meira
25. september 1996 | Óflokkað efni | 177 orð

Hjálparsveit skáta fær nýjan LandCrusier- jeppa

HJÁLPARSVEIT skáta í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu fékk á dögunum afhenta nýja bifreið af gerðinni Toyota LandCrusier. Þetta er sjötti jeppinn af þessari gerð sem seldur er til hjálparsveita hér á landi á rúmu ári og þykir reynslan af þeim mjög góð. Bifreiðin er ríkulega sérútbúin svo hún nýtist sem best til þeirra hluta sem henni eru ætlaðir. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 307 orð

Holbrooke spáð Nóbelsverðlaunum

AÐ sögn norsku fréttastofunnar Norsk Telegrambyrå (NTB) er bandaríski samningamaðurinn Richard Holbrooke líklegastur til að hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Tilnefningar um 120 menn og stofnanir bárust en þeim hefur verið fækkað í rúman tug og nk. Tilkynnt verður hver hnossið hlýtur 11. október. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Innbrotamálum að fjölga

ÓLAFUR Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, segir að flest bendi til að þjófnaður sé vaxandi vandamál á landsbyggðinni. Fimm nokkuð stór þjófnaðarmál hafa komið upp á Ísafirði og nágrenni á síðustu 12 mánuðum, þar af er eitt óupplýst. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ítalskir Bandaríkjamenn borða þingeysk eistu

MIKIL eftirspurn er eftir hrútseistum á Bandaríkjamarkaði og þangað eru seld eistun úr öllum þeim hrútum sem koma til slátrunar á Húsavík og Höfn, þeim tveimur sláturhúsum sem leyfi hafa til slátrunar á Bandaríkjamarkað. Frá sláturhúsi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík fara hátt í 20 þúsund eistu á Bandaríkjamarkað í ár. Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 93 orð

Jói kúasmali hreinsar tröðina

Húsavík-"Því ertu alltaf að taka myndir?" spurði Jói kúasmali, vonandi verðandi bóndi á Reynistað í Skagafirði. "Manstu að þú myndaðir mig fyrst þegar ég var að reka kýrnar, svo var ég að gefa kálfunum, og nú er ég að hreinsa tröðina og flórinn og fer bráðum að hjálpa pabba og mömmu við að mjólka. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 193 orð

JÓN EGILSSON

JÓN Egilsson forstjóri, Goðabyggð 3, lést á Akureyri aðfaranótt þriðjudags, 24. september á 80. aldursári. Jón var fæddur 16. september 1917 í Stokkhólmi í Akrahreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Egill Jónasson bóndi í Bakkaseli og á Auðnum, síðar verkamaður á Akureyri og Sigríður Jónsdóttir. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Kafarar losa trollið úr Hvannabergi ÓF

HVANNABERG ÓF 72 varð fyrir því óhappi þegar það var að veiðum úti fyrir Austurlandi að trollið festist rétt fyrir neðan skrúfuna og hætta var á að það flæktist í skrúfuna. Skipverjum tókst þó að ná trollinu inn að mestu og öllum aflanum úr holinu, um einu og hálfu tonni af rækju, og gat skipið siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar í Ólafsfirði. Meira
25. september 1996 | Óflokkað efni | 220 orð

Kaupir sérútbúna bifreið til hálendisferða

Í TENGSLUM við ferðakaupstefnuna Vest Norden, sem haldin var á Akureyri nýlega, fékk ferðaskrifstofan Add Ice í Reykjavík afhenta nýja bifreið af gerðinni Toyota LandCrusier 90. Bifreiðin er sérútbúin til ferðalaga um hálendið og eingöngu ætluð til slíkra nota. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Kínverjar mótmæla fundi með Dalai Lama

JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur samþykkt að ræða við Dalai Lama, útlægan trúarleiðtoga Tíbeta, í Sydney á morgun þótt Kínverjar hafi varað hann við því að fundurinn myndi hafa áhrif á viðskipti ríkjanna. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Kvennakirkjan talar við stjórnmálakonur

KVENNAKIRKJAN heldur kvöldboð í safnaðarsal Digraneskirkju í Kópavogi miðvikudagskvöldið 25. september kl. 20.30. Þar verður söngur og kaffidrykkja og viðræður við þrjár stjórnmálakonur um mismunum í þjóðfélaginu og leiðir til bóta. Stjórnmálakonurnar sem koma eru Guðný Guðbjörnsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Boðinu lýkur með hugleiðingu og bænastund. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Kvöldmarkaður opnaður í Kolaportinu í næstu viku

KOLAPORTSFÓLK efnir til nýjungar í næstu viku en frá mánudeginum 30. september verður markaðstorgið opið á kvöldin alla virka daga frá kl. 16­21 í tvær vikur. Á þessum kvöldmarkaði mun fjöldi nýrra seljenda bjóða upp á vörutegundir sem ekki sjást að öllu jöfnu í Kolaportinu. Um helgar verður Kolaportið opið á hefðbundnum tíma kl. 11­17. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 329 orð

Landsvirkjun samþykkir grundvöll orkusamnings

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á mánudag tillögur forstjóra um grundvöll að raforkusölusamningi við Columbia Ventures Corporation sem hyggst reisa 60 þúsund tonna álver á Grundartanga. Einnig samþykkti stjórnin samkomulag við Reykjavíkurborg um kaup á raforku frá Nesjavallavirkjun sem Landsvirkjun mun m.a. selja áfram til álversins. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Leit hafin að nýjum formanni

LJÓST er að stefnir í formannskjör á ársþingi Landssambands hestamanna í október. Formaður samtakanna Guðmundur Jónsson hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs og varaformaðurinn Guðbrandur Kjartansson mun sömuleiðis ekki gefa kost á sér en hann var endurkjörinn varaformaður á síðasta ári. Er leit hafin að nýjum formanni. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 241 orð

Major reiður vegna ummæla Clarkes

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ævareiður vegna yfirlýsinga Kenneths Clarke fjármálaráðherra um stuðning við þátttöku Breta í hinum peningalega samruna Evrópuríkja, EMU. Stefna stjórnarinnar hefur verið sú að halda öllum dyrum opnum en Clarke sagði í viðtali á sunnudag að það væri "aumkunarvert" að ætla að bíða og sjá hvernig mál þróuðust. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 220 orð

Mjólkursamlag KEA fær GÁMES vottun

MJÓLKURSAMLAG Kaupfélags Eyfirðinga hefur fengið svonefnda GÁMES vottun frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar en hún gengur út á að fyrirtækin ákveða nokkra mikilvæga eftirlitsstaði sem sérstaklega ber að gæta að til að gæði framleiðslunnar verði sem allra best. Heilbrigðisyfirvöld kanna svo reglulega hvort fyrirtækin fylgi gæðastaðlinum eftir. Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 306 orð

Nýir gripavagnar auka hagkvæmni í fjárflutningum

Höfn-Fyrir skömmu flutti Kaupfélag Austur-Skaftfellinga inn tvo gripavagna í samvinnu við Bílabúðina H. Jónsson og co. Annan vagninn notar KASK til að flytja fé fyrir eigið sláturhús en hinn vagninn keypti Sláturfélag Suðurlands. Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 274 orð

Ný útisundlaug og rennibraut á Selfossi næsta vor

Selfossi-Samþykkt var í bæjarráði Selfoss sl. fimmtudag að hefja undirbúning framkvæmda við Sundhöll Selfoss, við nýja 25 metra útilaug, vaðlaug, rennibraut, eimgufubað og tilheyrandi breytingar á útisvæðinu. Meira
25. september 1996 | Miðopna | 1067 orð

Ofveiði eða öfgakennd verndarstefna

RÆKJUVEIÐAR Íslendinga á Flæmska hattinum stefna í það að þrefaldast á þessu ári frá því sem var í fyrra. Þá voru samtals veidd um þrjátíu þúsund tonn og áttu Íslendingar þar af um 7.500 tonn. Nú er afli íslenskra skipa kominn í meira en 17.000 tonn og stefnir í að verða tuttugu þúsund tonn. Heildaraflinn stefnir í yfir fjörutíu þúsund tonn. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Orkuverðið er óhag stætt Landsvirkjun

STURLA Böðvarsson alþingismaður greiddi atkvæði gegn samningi Landsvirkjunar og Reykjavíkurborg um virkjunarframkvæmdir á Nesjavöllum þegar stjórn Landsvirkjunar afgreiddi samninginn á mánudag. Svavar Gestsson alþingismaður sat hjá í atkvæðagreiðslu í stjórninni en aðrir stjórnarmenn samþykktu samninginn. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 128 orð

ÓLAFUR BJÖRNSSON

ÓLAFUR Björnsson, prentari, er látinn á 54 aldursári. Ólafur er fæddur 27. september árið 1942 í Reykjavík. Hann hóf prentnám í Prentsmiðju Þjóðviljans árið 1964. Sveinspróf í setningu tók hann í Prentsmiðju Þjóðviljans árið 1968. Hann vann áfram í Prentsmiðju Þjóðviljans þar til prentsmiðjan var lögð niður árið 1992. Ólafur hætti þá störfum vegna veikinda. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 163 orð

Ráðskona skýrði frá ástkonunum

FYRRVERANDI ráðskona Rodericks Wrights, biskupsins af Argyll, var í gær sögð hafa rætt við æðstu menn kaþólsku kirkjunnar í Bretlandi fyrir þremur árum og sakað hann um að hafa verið í þingum við tvær konur. Ileene McKinney, sem er 67 ára, varð ráðskona Wrights árið 1991, viku eftir að hann var skipaður biskup. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Refsivert að neita um aðgang vegna litarháttar

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp til breytinga á lögum sem gerir refsivert að neita fólki um aðgang, vörur eða þjónustu á grundvelli þjóðernis, litarháttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Varðar slíkt athæfi sektum eða allt að sex mánaða varðhaldi verði frumvarpið að lögum. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 60 orð

Reiðir bændur

RÚMLEGA fimm þúsund írskir bændur efndu í gær til mótmæla fyrir utan Evrópuhótelið í Killarney þar sem að landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins sátu á fundi og ræddu kúariðumálið. Vildu bændurnir mótmæla þeirri ákvörðun Breta að hætta við fjöldaslátrun nautgripa til að útrýma kúariðu. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 394 orð

Samkomulag um aðalatriði orkusamnings

LANDSVIRKJUN og Columbia Ventures Corp. hafa náð samkomulagi um grundvallaratriði raforkusamnings vegna fyrirhugaðrar 60.000 tonna álverksmiðju Columbia á Grundartanga. Samningurinn var samþykktur í stjórn Landsvirkjunar í fyrradag. Kenneth Peterson, eigandi og forstjóri Columbia Ventures, segir að þar með sé einn erfiðasti hjallinn að baki, en enn sé eftir að ganga frá ýmsum öðrum þáttum. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 275 orð

Samþykkt aðalfundar FEIF um kynbótadóma Íslenski

Fundinn sátu af Íslands hálfu Guðmundur Jónsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, og Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur. Sagði Kristinn í samtali við Morgunblaðið að þessi samþykkt væri mjög ánægjuleg en í henni fælist góð viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið hér á landi á síðustu árum. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

Sjóbirtingsveiði glæðist

SJÓBIRTINGSVEIÐI er mjög að glæðast í sunnlenskum ám þessa dagana og virðist vera talsvert magn af fiski á ferðinni enda hafa fiskifræðingar lesið úr teiknum að sjóbirtingsstofnar í landinu séu í uppsveiflu. Í lok síðustu viku dró holl í Tungufljóti 30 birtinga á þurrt og menn voru um líkt leyti að fá góðan afla í Fitjaflóði og Grenlæk. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 389 orð

Skiptar skoðanir á aðgerðum Seðlabanka Íslands

GYLFI Arnbjörnsson, hagfræðingur ASÍ, telur aðgerðir Seðlabankans full harkalegar miðað við tilefni en Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, segir aðgerðirnar skiljanlegar og í samræmi við þau varnaðarorð sem VSÍ setti fram í seinasta mánuði í bréfi til fjármálaráðherra. Skilaboð til stjórnvalda Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 152 orð

Snubbótt heimsókn slysavarnabáts

Skagaströnd-Slysavarnamenn í Húnavatnssýslum fengu góða heimsókn nú nýverið. Var það slysavarnabáturinn Hannes Hafstein sem kom við á Skagaströnd á hringferð sinni um landið. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 445 orð

Snyrtileg sigurskák Helga

Snyrtileg sigurskák Helga SKÁK Armeníu, Jeravan ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við langsterkasta skákmann Kanadamanna í fyrradag, stórmeistarann Kevin Spraggett, en Hannes Hlífar, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson unnu sínar skákir örugglega. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 121 orð

Spenna í Multan

ATHAFNALÍF lamaðist í gær í borginni Multan í miðhluta Pakistans er borgarbúar syrgðu 21 mann sem myrtir voru við bænastund í mosku. Ástandið líktist allsherjarverkfalli, umferð var lítil og fáir á ferli en flestir héldu sig heima af ótta við ofbeldisaðgerðir. Her- og lögreglumenn gættu þess í gær, að ekki kæmi til uppþota, en spenna er mikil í borginni. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 272 orð

Spurning um peninga og metnað

KRISTJÁN Árnason, prófessor og formaður íslenskrar málnefndar, segir ljóst af viðbrögðum talsmanna þriggja kvikmyndahúsa við ályktun nefndarinnar um þýðingar á kvikmyndaauglýsingum, að spurningin snúist um peninga og metnað. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 350 orð

Starfshópurinn skipaður fólki sem átti hagsmuna að gæta

EYÞING, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur samþykkt ályktun þar sem m.a. er sagt að það skjóti skökku við að verið sé markvisst að byggja upp menntun á sviði sjávarútvegs í Reykjavík og að í starfshópi utanríkisráðherra sem fjallaði um sjávarútvegsháskóla Sameinuðu Þjóðanna og undirbjó málið skuli eingöngu hafa verið skipaðir aðilar af höfuðborgarsvæðinu og það m.a. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 667 orð

Stofnkostnaður Nesjavallavirkjunar 5,2 milljarðar

REYKJAVÍKURBORG og Landsvirkjun hafa gert samning um raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. Hitaveita Reykjavíkur reisir virkjunina, sem byggð verður í tveimur áföngum, og viðheldur henni. Hvor áfangi verður með 30 MW afl og orkuframleiðsla hvors áfanga að frádregnum eigin notum Hitaveitu Reykjavíkur verður 200 gígavattstundir á ári. Meira
25. september 1996 | Erlendar fréttir | 139 orð

Stólaskipti í stjórninni í Grikklandi

GRÍSKA ríkisstjórnin verður áfram skipuð sömu ráðherrum að verulegu leyti, einkum þeim, sem farið hafa með efnahagsmálin. Skýrði Costas Simitis forsætisráðherra frá því í gær. Yannos Papandoniou, sem er þakkaður góður árangur í baráttunni við verðbólguna, verður áfram efnahagsráðherra og fær fjármálaráðuneytið að auki. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Stórlúða á færið

ÞAÐ var góður fengur sem Gunnar Ágústsson á Sigurði Pálssyni ÓF 66 kom með að landi nýlega, en hann fékk 45 kílóa stórlúðu á færi út af Siglufirði. Gunnar sagði að lúðan hafi ekki tekið mikið í og þar af leiðandi ekki reynst erfitt að koma henni um borð í bátinn. Gunnar var einnig með nokkur hundruð kíló af þorski úr róðrinum. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tvö reiðhjólaslys

LÍKLEGT er að hjól strætisvagns hafi farið yfir fótlegg reiðhjólamanns sem lenti fyrir strætisvagni í Vesturbergi á sjötta tímanum í gær. Maðurinn hlaut auk þess áverka á höfði en hann var ekki með hjálm. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

"Töpum 15-20% gæðanna"

MEGN ÓÁNÆGJA er meðal fiskverkenda, sem kaupa fisk í nágrannabyggðarlögum og flytja með bílum í vinnslur sínar, með nýsetta reglugerð um meðferð og vinnslu sjávarafurða. Hún bannar allan flutning á óslægðum fiski milli byggðarlaga. Reglugerðin kveður á um að slægja skuli fiskinn um leið og honum er landað. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 658 orð

Útflutningur á orku með nýju sniði Húsvíkingar flytja inn tré frá Bandaríkjunum og framleiða harðvið fyrir Evrópumarkað.

UPPBYGGINGU fyrsta áfanga timburverksmiðju Aldins hf. á Húsavík er lokið. Tilraunavinnslu sem staðið hefur yfir í allt sumar er lokið og framleiðsla á harðviði til útflutnings hafin. Allar áætlanir hafa gengið eftir, að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Varað við kaupkröfum

VINNUMÁLASAMBANDIÐ samþykkti nýlega á framhaldsaðalfundi ályktun þar sem varað er við þeim hugmyndum sem uppi eru um almennar launahækkanir. Það ítrekar jafnframt fyrri samþykktir sambandsins um kjaramál. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 277 orð

Varsla barnakláms gerð refsiverð

RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um nýtt frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir vörslu efnis sem flokkast undir barnaklám refsiverða. Í frumvarpinu er gengið út frá þeirri skilgreiningu að börn séu sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Frumvarpið verður lagt fram til kynningar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 331 orð

Vegagerðin er ábyrg gagnvart landeigendum

VEGAGERÐ ríkisins er ábyrg gagnvart landeigendum í Botni í Súgandafirði vegna tjóns sem varð í Botnsá og Botnslóni þegar verktaki sem vann að gerð Vestfjarðaganganna haustið 1991 ruddi miklu magni af jarðvegi og grjóti út í ána. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 196 orð

Veitir VMSÍ ekki umboð

HALLDÓR Björnsson, formaður Dagsbrúnar, segir að stjórn félagsins hafi markað þá stefnu að afhenda Verkamannasambandi Íslands ekki samningsumboðið að svo stöddu heldur stefna að því að ná kjarasamningum án samflots með öðrum félögum. Dagsbrún stefni hins vegar að því að vera samstiga verkakvennafélaginu Framsókn, en félögin hafa verið í viðræðum um sameiningu. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 784 orð

Verðlaunaður fyrir uppgötvun á nýjum sýklahópi

Gunnsteinn Haraldsson líffræðingur stundar mastersnám hjá Peter Holbrook prófessor í örverufræði við sýkladeild Háskóla Íslands. Hann fékk fyrstu verðlaun á tannlæknaþingi fyrir unga efnilega vísindamenn í Berlín nýlega, fyrir rannsóknir sínar á bakteríum í munnholi en þær eru taldar geta valdið tannholdsbólgu. Meira
25. september 1996 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Vetrarstarfið hafið

VETRARSTARF Kórs Glerárkirkju er nýhafið og eitt af fyrstu verkum kórsins var að fara í messuheimsókn til Húsavíkur um liðna helgi, en slíkar heimsóknir eru fastur liður í starfi kórsins. Vetrardagskrá Kórs Glerárkirkju verður með líku sniði og undanfarna vetur en í kórnum eru um 45 kórfélagar sem skipt er í þrjá messuhópa og skiptast þeir á að syngja við athafnir í Glerárkirkju. Meira
25. september 1996 | Landsbyggðin | 95 orð

Viðurkenning fyrir innra eftirlit

Keflavík-Nýlega veitti Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja eldhúsi Íslenskra aðalverktaka viðurkenningufyrri gottinnra eftirlitsem byggist ásvokölluðuG´AMES-kerfi,en það stendurfyrir greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Friðrik Eiríkssoner forstöðumaður mötuneytisins og hefur verð það sl. 40 ár. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 448 orð

Vilja að Íslendingar veiði minna en 7.000 tonn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir kanadísk stjórnvöld krefjast þess að Íslendingar veiði minna en sjö þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni á næsta ári. Raunar kjósi Kanadamenn helzt að banna allar veiðar úr rækjustofninum um sinn. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Yrðlingur í smalamennsku

LEIFUR Ágústsson, refaskytta í Mávahlíð, elur stundum yrðling sér og öðrum til gamans. Í vor tók hann heim yrðling úr greni við Hólahóla sem eru innan væntanlegs þjóðgarðs undir Jökli og er hann nú í góðu yfirlæti í Mávahlíð, kátur og fjörugur eins og þessir rebbar hans hafa alltaf verið. Yrðlingurinn er þó lélegur smali, réttara sagt kærulaus. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Þing kemur saman á þriðjudag

FORSET Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur að tillögu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra kvatt Alþingi saman þriðjudaginn 1. október. AÐ venju hefst þingsetningarathöfnin í Dómkirkjunni kl. 13,30. Að því búnu ganga forseti og þingmenn til Alþingishússins, þar sem Alþingi verður sett. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 307 orð

Þjófar þekktu til aðstæðna

HLJÓÐFÆRUM og öðrum tækjabúnaði, sem metinn er á nær 2 milljónir króna, var stolið nýlega frá Jónasi Þóri Jónassyni tónlistarmanni. Tækin voru geymd í húsnæði Nýja músíkskólans við Laugaveg og höfðu verið reistir stillansar við bygginguna í sumar vegna viðhalds. Innbrotsþjófarnir hafa líklegast fundið opinn glugga og komist að honum með því að klifra upp vinnupallana. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ættum að minnast fyrsta hvíta mannsins sem fæddist á Vínlandi

INDRIÐI G. Þorsteinsson rithöfundur telur að á þúsund ára afmæli Vínlandsfundar ættu Íslendingar að snúast til varnar gegn tilraunum Norðmanna til að eigna sér Leif Eiríksson og aðra þá sögufræga menn sem við teljum íslenska en þeir segja norska. Vænlegast til árangurs telur hann að fjalla um fleiri en Leif Eiríksson einan í tengslum við Vínlandsferðir Íslendinga. Meira
25. september 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

25. september 1996 | Staksteinar | 341 orð

»"Leggja inn góð orð til almættisins" ÞINGMAÐUR Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi

ÞINGMAÐUR Alþýðubandalagsins í Vestfjarðakjördæmi, Kristinn H. Gunnarsson, skrifar grein í "Bæjarins besta", sem út kom síðastliðinn miðvikudag. Þar fjallar hann um vegamál á Vestfjörðum og segir að hvort tveggja verði ekki gert að "byggja veg og bryggju fyrir sama peninginn". Meira
25. september 1996 | Leiðarar | 582 orð

ÞJÓÐMENNING Í SAFNAHÚSI

ÞJÓÐMENNING Í SAFNAHÚSI AFNAHÚSIÐ við Hverfisgötu fær í næstu framtíð nýtt hlutverk samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Það verður gert að þjóðmenningarhúsi og verður ætlað að hýsa fastar og tímabundnar sýningar frá helztu söfnum þjóðarinnar. Hugmynd um að gera Safnahúsið að svonefndu Þjóðmenningarhúsi kom fram fyrir nokkrum árum. Meira

Menning

25. september 1996 | Fólk í fréttum | 41 orð

Bakhlið og bros hjá Andie

LEIKKONAN glaðlega Andie McDowell sýndi aðdáendum bakhliðina og brosti lúmskt á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum nýlega en þar var hún stödd til að kynna mynd sína "Multiplicity" þar sem hún leikur eiginkonu manns sem fjölfaldar sjálfan sig. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Bjørnvig, Rushdie og Ransmayer hrepptu hnossið

DANSKA skáldið Thorkild Bjørnvig hlaut þýðingarverðlaun Evrópusambandsins, Aristeion- verðlaunin, fyrir þýðingar á verkum þýska skáldsins Rainer Maria Rilke. Breski rithöfundurinn Salman Rushdie og austurríski rithöfundurinn Christoph Ransmayer skipta í þetta skipti bókmenntaverðlaununum með sér. Þetta er í sjöunda skiptið sem verðlaununum er úthlutað. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 33 orð

Borgarsteingervingur

BRESKI listamaðurinn Donald Hyams spókar sig fyrir framan "Borgarsteingerving" sinn. Listaverkið er VW-bjalla frá árinu 1965 sem þakin hefur verið steinsteypu. Henni hefur verið komið fyrir við St. James Street í miðborg Lundúna. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 206 orð

Evrópskt menningarsetur í Reykholti?

Á RÁÐSTEFNU um menningararfinn í tilefni menningararfsdags Evrópu sem haldinn var í Þjóðminjasafninu um helgina varpaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra fram hugmynd um menningarsetur í Reykholti. Björn sagði m.a. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 201 orð

Fjölskyldumaðurinn Garcia læsir dyrum

"ÉG HEF upplifað það að konur falla fyrir fætur mér úti á götu og fylgja mér síðan eftir á hótelin sem ég gisti. Þar hef ég aukalás á hurðinni því ég veit um kollega mína sem hafa kannski komið á herbergið eftir vinnudag og þar hefur ókunnug kona beðið allsnakin í rúminu," segir kúbanskættaði leikarinn Andy Garcia, 40 ára. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 296 orð

Fólk starir á borðsiði Ungfrú Alheims

"ÉG ER ekkert fituskrýmsli," segir ungfrú alheimur, Alicia Machado frá Venesúela, en hún hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu eftir að menn fóru að taka eftir aukakílóum á henni en á tímabili var talið að hún þyrfti að losa sig við 12 kíló á einni viku, að öðrum kosti ætti hún það á hættu að tapa titlinum. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Guðjón Bjarnason sýnir á Sóloni

NÚ stendur yfir myndlistarsýning Guðjóns Bjarnasonar á Sóloni Íslandusi við Bankastræti. Guðjón nam byggingarlist og myndlist við Rhode Island School of Design University í New York á árunum 1981­1989. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 1544 orð

Heimur listaverkanna og endalok listarinnar

ARTHUR Danto er einn af þekktustu heimspekingum Bandaríkjanna um þessar mundir. Einkum hafa skrif hans um listir, listaverkið og listahugtakið vakið athygli, en með þeim hefur hann náð til lesenda langt út fyrir raðir heimspekinga og getið sér orð sem listfræðingur og myndlistargagnrýnandi ekki síður en sem heimspekingur. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Herra og frú Kennedy

JOHN F. Kennedy jr. og unnusta hans, Carolyn Bessette, gengu í það heilaga um helgina á Cumberland- eyju í Georgíu eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Á þessari mynd sjást þau ganga út úr kirkjunni eftir giftinguna. Brúðurin klæddist perluhvítum silkikjól en brúðguminn dökkbláum kjólfötum. Hjónin hafa í hyggju að setjast að í New York. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 192 orð

Hollywood leikkonan Dorothy Lamour látin

BANDARÍSKA Leikkonan Dorothy Lamour lést um helgina, 81 árs að aldri. Dorothy er best þekkt fyrir hlutverk sitt sem kynþokkafullur og rómantískur fylginautur Bobs Hope og Bings Crosbys í röð svokallaðra "vega" mynda sem nutu mikilla vinsælda á árum áður. Hún lést á St. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Jazz 96

NÚ stendur yfir jazzhátíðin RúRek 96 og stendur hún út vikuna. Miðvikudag 25. september Kl. 17. Jómfrúin: Bergmenn: Frítt. Kl. 22. Leikhúskjallarinn: Nýr íslenskur jazz. Hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar og Brunahanarnir. Kr. 1.000. Kringlukráin: Í minningu Guðmundar Ingólfssonar. Tríó Jon Webers. Kr. 1.000. Píanó: Djasskvartettinn Djamm. Frítt. Meira
25. september 1996 | Kvikmyndir | 421 orð

John 220volta

Leikstjóri John Turtletaub. Handritshöfundur Gerald Di Pago. Kvikmyndatökustjóri Phedon Papamichael. Tónlist Thomas Newman. Aðalleikendur John Travolta, Kyra Sedgwick, Forest Whitaker, Robert Duvall, Richard Kiley, Tony Guaro. Touchstone. Bandarísk. 1996. 123 m. Meira
25. september 1996 | Bókmenntir | 548 orð

Kópavogsskáld

Ljóð 19 skálda úr Kópavogi. Formáli eftir Sigurð Geirdal bæjarstjóra. Útgefandi: Ritlistarhópur Kópavogs, 1996. Prentun: G.Ben. Edda prentstofa hf. 80 bls. SKÁLDIN sem leggja til ljóð í Glugga, eiga það sammerkt að hafa verið búsett um lengri eða skemmri tíma í Kópavogi. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 730 orð

Kvöldstund með Pétri mikla

Píanó: Tríó Péturs Östlund trommuleikara lék píanódjass. Hornið: Tríó Hilmars Jenssonar gítarleikara, Matthíasar M.D. Hemstock trommuleikara og Péturs Grétarssonar slagverksleikara lék nýja tónlist og spuna. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 122 orð

Málþing um Birting

FÉLAG íslenskra háskólakvenna heldur í samvinnu við Heimspekideild Háskóla Íslands málþing um Voltaire og Birting í Odda, fimmtudaginn 26. september kl. 20 í stofu 101. Fyrirlesari er Þorsteinn Gylfason prófessor. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Meistarakeppni í skeggrækt

ELLEFTA heimsmeistarakeppnin í skeggrækt fór fram í svissnenska bænum Chur nýlega. Sigurvegari varð Silvio Thoeny í miðið, í öðru sæti varð Geni Schumecher til hægri og í því þriðja Josef Egli til vinstri. Í baksýn sést í aðra keppendur. Í keppninni er það ekki lengd skeggsins sem skiptir aðalmáli heldur klipping þess, form og litur. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Risaflauta

TÓNLISTARMENN við æfingar fyrir svokallaða Colourscape-tónlistarhátíð, sem útleggjast má sem Litalags-hátíðin. Leika þeir m.a. á stærstu panflautu sem leikið hefur verið á en hugmyndina áttu tónskáldin Simon Desorger og Lawrence Casserley. Flutningur verksins fór svo fram í 100 herbergja völundarhúsi sem reist var á hátíðinni. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Rúrek-djasshátíðin

RÚREK-djasshátíðin var sett í tónleikasal FÍH við Rauðagerði um helgina. Djassáhugamenn fjölmenntu á setninguna og hlustuðu á Jon Weber píanista, tríó Péturs Östlunds og hljómsveit Stefáns S. Stefánssonar spila og spinna. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 149 orð

Sinfóníuhljómsveitin ríður á vaðið

NORRÆNIR músíkdagar 1996 hefjast í kvöld klukkan 20 með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói. Á hátíðinni, sem stendur til 1. október, verða sextán tónleikar með verkum fyrir einleikshljóðfæri, sinfóníuhljómsveit og allt þar á milli. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Stjörnur á MTV hátíð

STJÖRNUR tónlistarheimsins fjölmenntu á afhendingu MTV verðlaunanna í New York nýlega en eins og kunnugt er vann hljómsveitin Smashing Pumkins til flestra verðlauna á hátíðinni. STEVEN Tyler, söngvarirokkhljómsveitarinnar Aerosmith, fór í sinni fínustumúnderingu á hátíðina endavar hann einn af kynnumkvöldsins. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 475 orð

Stormur í vatnsglasi

Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöfundur Tom Robinson, Chuck Gieg, byggt á endurminningum Giegs. Kvikmyndatökustjóri Hugh Johnson. Tónlist Jeff Rona. Aðalleikendur Jeff Bridges, Caroline Goodall, John Savage, Scott Wolfe, David Selby, Bandarísk. Hollywood Pictures 1996. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Tógapartí og busaball

BUSABALL Menntaskólans í Reykjavík var haldið á skemmtistaðnum Tunglinu nýlega. Mikill fjöldi ungmenna sótti dansleikinn og komust færri að en vildu. Ljósmyndari Morgunblaðsins fór í "tógapartí" áður en ballið byrjaði og myndaði glaða menntskælinga en smeygði sér inn á Tunglið þegar rökkva tók. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 198 orð

Tónlistarsyrpur tveggja danskra tónlistarhópa

FIMMTA starfsár verkefnisins Tónlist fyrir alla er hafið með tónleikasyrpum tveggja danskra tónlistarhópa. Ny Dansk Saxofonkvartet leikur fyrir öll skólabörn í Árnessýslu til föstudags og heldur svo almenna fjölskyldutónleika í lok heimsóknarinnar í Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 27. september kl. 20.30. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Tónsmiðurinn Hermes talar við börnin

GUÐNI Franzson í líki tónsmiðarins Hermes leiddi börn um undraveröld tónanna í Gerðubergi um helgina. Á tónleikum sem ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér á fjallaði Hermes um frumstæða og þjóðlega tónlist frá ýmsum heimshornum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á EFTIR tónleikunum geta börnin litað og teiknað. Meira
25. september 1996 | Menningarlíf | 122 orð

Verk Halldórs Péturssonar í Ráðhúsinu

OPNUÐ VERÐUR sýning á verkum Halldórs Péturssonar, myndlistarmanns, í Ráðhúsi Reyjavíkur á morgun, fimmtudag, en hann hefði orðið 80 ára þann dag. Halldór nam myndlist við Kunsthaandværkerskolen í Kaupmannahöfn en hélt svo til frekara náms í Bandaríkjunum. Eftir fjögurra ára dvöl þar fór hann aftur heim til Íslands þar sem hann stundaði list sína í meir en 30 ár. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Vor og sumar í Róm

VOR- OG sumartíska ítalskra tískuhúsa var kynnt á tískusýningu í Róm í vikunni. Sýningin fór fram á hinu sögulega torgi borgarinnar Piazza Navona og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er léttleikinn allsráðandi. KVÖLDKLÆÐNAÐUR eftirtískuhönnuðinn Valentino. Meira
25. september 1996 | Fólk í fréttum | 227 orð

Zack þyngist á methraða

"SUMA daga get ég beinlínis horft á hann vaxa og þegar fólk segir: mikið ertu orðinn stór, þá er það ekki hrósyrði heldur meinar það það bókstaflega," segir Laura móðir Zacks 17 mánaða frá Noregi en hann er þegar orðinn stærri en fjögurra ára systir hans og vegur 32 kíló. Meira

Umræðan

25. september 1996 | Aðsent efni | 555 orð

Forseti Íslands á ekki að úthluta falsvonum

Í FULLRI vinsemd er ástæða til þess að biðja virðulegan forseta Íslands að gæta hófs í yfirlýsingum. Forseti Íslands á ekki að gefa fólkinu í landinu falsvonir, hann á ekki að bjóða skjól sem er óraunverulegt. Forseti Íslands á ekki heldur að etja landsmönnum saman. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 1073 orð

Hreint land

FLESTIR munu vera sammála um að fegurðar lands okkar eða ferðalaga um það verði eigi notið sem skyldi nema landið sé laust við þann sora og úrgang sem óhjákvæmilega fylgir mannaferðum. "Hreint land ­ fagurt land" er með sanni undirstaða ferðamennsku á Íslandi. Ekki verður því þó móti mælt að margt þarf að færa til betri vegar um hreinlætismálefni í óbyggðum lands okkar. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 1014 orð

Hvenær linnir þessari aðför að eldri borgurum?

LÍFEYRISKERFI það sem við búum við í dag er tvíþætt, annarsvegar sú grunntrygging, sem almannatryggingar veita og hinsvegar greiðslur lífeyrissjóða, sem miðast við þau réttindi, er menn hafa öðlast vegna greiðslu iðgjalda af atvinnutekjum. Þetta tvennt átti að skapa mönnum öryggi í ellinni, þannig að þeir gætu lifað eins áhyggjulaust ævikvöld og unnt væri. Meira
25. september 1996 | Bréf til blaðsins | 569 orð

Hvers vegna ekki að brosa í umferðinni?

Kæru ungu ökumenn, Við erum hópur sem sótti námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum nú fyrr í september. Á þessu námskeiði fórum við vel í gegnum þá þætti sem ungt fólk er oft að lenda í vandræðum með í umferðinni. Mörg okkar hafa sjálf slæma reynslu eftir umferðaróhapp. Við höfum verið að skoða nokkur atriði sem við viljum miðla ykkur af. 1. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 256 orð

Spurning stendur - spurning vaknar

BJÖRN Bjarnson menntamálaráðherra svarar grein minni í Morgunblaðinu 29. ágúst sl. á heimasíðu sinni, en ekki í Morgunblaðinu þar sem allir geta lesið hana. Það er slæmt því æskilegt væri að sem flestir gætu lesið heimasíðu menntamálaráðherra því hún er ágæt heimild um hann sem ráðherra. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 646 orð

Spörum með íþróttum

ÞEGAR einstaklingur veikist greiðir ríkissjóður til allrar hamingju stærsta hlutann af lækniskostnaði. Hið sama gildir um ýmis félagsleg vandamál, þ.e. hið opinbera stendur undir kostnaðinum. Sá kostnaður er vissulega mikill. Þjóðin er einhuga um að verja hluta skattpeninga sinna til samhjálpar þegar slys, veikindi og bágar aðstæður kalla. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 747 orð

Til Jerúsalem Guðs ríki er ekki staður, segir Njörður P. Njarðvík, heldur staðreynd.

ÍHINU mikla flóði kvikmynda sem hellist yfir okkur, ber mest á formúlukenndri amerískri ofbeldisafþreyingu. En stöku sinnum skolast þó á fjörur okkar myndir sem eru gerðar af alvöru, þar sem tekið er á viðfangsefnum sem snerta mann djúpt. Meira
25. september 1996 | Bréf til blaðsins | 413 orð

Um dómara

KNATTSPYRNA er ein vinsælasta íþróttagrein sögunnar. Nýafstaðin Evrópukeppni sýndi vel hve knattspyrna er stór hluti af lífi heilla þjóða. Flestir voru ánægðir með framkvæmd hennar en margir lýstu áhyggjum sínum vegna dómaranna. Menn gagnrýndu dómgreindarleysi og geðþóttaákvarðanir þeirra sumra sem í raun réðu úrslitum í stórum leikjum. Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 826 orð

Um yfirfæranleg rekstrartöp

Um yfirfæranleg rekstrartöp Fyrirtæki "brenna inni", segir Guðmundur Jóelsson, með "yfirfæranlegt tap". Í UMRÆÐUM um skattamál hin síðari ár hefur athygli af og til beinst að því, sem á skattamáli kallast "yfirfæranlegt rekstrartap". Meira
25. september 1996 | Aðsent efni | 488 orð

Verndun minja og náttúru við Nesstofu

DEILISKIPULAG á nýju byggingarsvæði á vestanverðu Seltjarnarnesi er til kynningar þessa dagana. Samkvæmt þessu skipulagi er fyrirhugað að reisa 24 íbúðarhús á 20 þúsund fermetra svæði norðan Nesstofu. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð og parhús á tveimur hæðum. Áðurnefndar áætlanir hafa vafalítið komið fleirum en undirrituðum á óvart. Meira

Minningargreinar

25. september 1996 | Minningargreinar | 706 orð

Arnþrúður Jónsdóttir

Mér er hún í barnsminni, svipsterk, snör og virðuleg í fasi, konan í húsinu gegnt barnaskólanum á bernskustöðvum mínum í vesturbæ Reykjavíkur. Ósjaldan sá ég hana á ferð minni í hverfinu og vissi að hún væri móðir eins stráksins í bekknum. En hitt vissi ég ekki, að hún ætti eftir að verða elskuleg tengdamóðir mín. Síðan eru liðin u.þ.b. fjörutíu ár. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 159 orð

Arnþrúður Jónsdóttir

Elsku amma Dúa. Ég veit að þú varðst að fara. Þetta gerðist bara alltof fljótt og ég átti eftir að segja þér svo óskaplega margt. Ég á erfitt með að skilja hvað þetta er endanlegt. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst kannski orðin þreytt og tilbúin að hitta afa Ólaf og Maju systur þína sem dó 16 ára gömul. Þú talaðir svo oft um þau. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 355 orð

Arnþrúður Jónsdóttir

Tengdamóður mína, Arnþrúði Jónsdóttur, sem lést af heilablóðfalli 16. september síðastliðinn, hitti ég fyrst fyrir hartnær 30 árum, þá konu í blóma lífsins. Ég hafði að vísu heyrt hennar að góðu getið því það var vinátta á milli foreldra minna og hennar og eiginmanns hennar, Ólafs Jónssonar stórkaupmanns. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 384 orð

ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR

ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR Arnþrúður Jónsdóttir fæddist í Saltvík á Tjörnesi 21. október 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Snjólaug Guðrún Egilsdóttir, sem fæddist 9. júlí 1894 á Laxamýri og lést 18. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 488 orð

HELGI TÓMASSON

MIÐVIKUDAGINN 25. september 1996 verða liðin 100 ár frá fæðingu dr. Helga Tómassonar, yfirlæknis og skátahöfðingja. Hann kynntist skátahreyfingunni ungur af lestri erlendra blaða og gerðist félagi í fyrsta skátaflokki sem starfaði hérlendis haustið 1911. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 376 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Okkur langar til að minnast skólasystur okkar Ragnhildar Petru sem lést af slysförum 16. sept. sl. Okkar fyrsta tilfinning er verkur í hjartanu. En þegar við fórum að hugsa um gamlar og góðar minningar ­ sem ylja hverfur verkurinn smám saman og okkur fer að líða betur í hjarta okkar. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 193 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Þegar okkur bárust þau sorgartíðindi, að Petra "okkar" væri látin fór um okkur kuldahrollur, þetta gat ekki verið satt! Petra var sú lífsglaðasta manneskja sem við höfum þekkt og var alltaf til í allt. Hún var mjög lagin í höndunum og við nutum góðs af hennar hæfileikum í vinnunni. Hún talaði oft um að fara í myndlistarnám, en myndlist var hennar aðal áhugamál. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 277 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Elsku Petra mín. Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun, þegar ég fékk símtal heiman frá Íslandi og mér tilkynnt að góð vinkona mín hefði látist af slysförum. Það er oft erfitt að skilja hvers vegna Drottinn tekur til sín ungt fólk í blóma lífsins. En af eigin reynslu þekki ég að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 364 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Frétt um banaslys hefur alltaf áhrif á mann og það er ekki síður átakanlegt að heyra að það er "gamall sveitungi" sem er fórnarlambið að þessu sinni. Hugurinn hvarflar til fyrri tíma þegar Petra fluttist með fjölskyldu sinni að Brekku og þau byggðu sér nýbýlið Rauðaskóg. Þá vorum við litlar og áhyggjulausar en þó var ekki vandalaust að koma í nýjan skóla. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 176 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Hún Petra er dáin. Mig langar með fáeinum orðum að minnast fyrrum starfsfélaga og vinkonu minnar, Petru. Ég kynntist Petru fyrst árið '92 þegar hún byrjaði að vinna á Álfaheiði. Ég var fljót að átta mig á því að þarna var góð og skemmtileg stelpa á ferðinni. Petra var alltaf hress og kát og stutt í húmorinn hjá henni. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 479 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Þær sorglegu fréttir bárust mér að morgni 17. sept. að Petra væri dáin. Í djúpri þögn heyrði ég hjarta mitt berjast um, augum fylltust tárum og minningar um þessa yndislegu konu flæddu um huga minn. Eitt skref í mykri leiddi af sér hörmulegt slys sem gerði engin boð á undan sér. Ég kynntist Petru á Suðureyri við Súgandafjörð fyrir fáeinum árum. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 304 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Elsku Petra, nú þegar þú hefur kvatt okkur svo snögglega sem raun ber vitni langar okkur að minnast þín í fáum orðum. Þú ert ekki bara farin frá okkur heldur drengjunum þínum litlu, Bergþóri og Sigþóri. Já, það veit enginn hvenær kallið kemur, en er við hugsum til þeirra stunda er við áttum saman birtir í huga okkar því þú varst alltaf ljós í myrkrinu. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir

Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir sjá, lausnarinn brautina greiðir. Þótt líkaminn falli að foldu og felist sem stráið í moldu, þá megnar Guðs miskunnarkraftur af moldum að vekja hann aftur. Í jörðinni sáðkornið sefur, uns sumarið ylinn því gefur. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 195 orð

RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR

RAGNHILDUR PETRA HELGADÓTTIR Ragnhildur Petra Helgadóttir fæddist á Selfossi 3. nóvember 1968. Hún lést af slysförum 16. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hólmfríður Óskarsdóttir, f. 20. júní 1947, og Helgi Þórarinsson, f. 7. maí 1949, fósturfaðir Sigurður Guðmundsson, f. 20. febrúar 1943. Albróðir Petru er Jóhannes, f. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 45 orð

Ragnhildur Petra Helgadóttir Elsku Petra, við þökkum þér fyrir samveruna og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku Bergþór,

Elsku Petra, við þökkum þér fyrir samveruna og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku Bergþór, Sigþór, Júlli, foreldrar og aðrir aðstandendur við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þínir vinir, Helma, Elvar og dætur. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 463 orð

Stefán R. Gunnarsson

Það hendir tíðum Íslending úti í löndum um óttuskeið, er tindrar af heitu myrkri, að svefn hans er rofinn svölum, skínandi væng, sólhvítu bliki, sem lýstur hans skynjun og fyllir allt andrúmið sævarseltu og heiðablæ. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 481 orð

Stefán R. Gunnarsson

Þær sorglegu fréttir bárust mér sunnudaginn 15. september að vinur minn og félagi Stefán R. Gunnarsson væri látinn. Þessi frétt fékk mikið á mig þar sem ég var farinn að gera mér góðar vonir um að Stefán mundi ná að yfirstíga sjúkdóminn sem hann hafði barist við mjög hetjulega og stöðugt í nær sex mánuði. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 285 orð

Stefán R. Gunnarsson

Stefán Ragnar Gunnarsson fluttist til Lúxemborgar árið 1971 og hóf þar störf sem flugvirki hjá Loftleiðum. Ári síðar réðst hann til Cargolux, fyrst sem hleðslustjóri og fljótlega upp úr því sem flugvélstjóri. Eins og fleiri á þessum fyrstu árum hjá Cargolux átti hann ríkan þátt í að koma þessu flugfélagi á laggirnar, lagði á sig langa vinnudaga og miklar vökur. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 111 orð

Stefán R. Gunnarsson

Látinn er langt um aldur fram Stefán Ragnar Gunnarsson, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux. Eflaust hefur engan grunað að tíminn væri svona naumur, er veikindi hans komu í ljós í febrúar sl. Og víst var haldið í vonina, vonina um bata. En því miður var ekki unnt að vinna bug á sjúkdómi þeim er lagði Stefán að velli. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 30 orð

STEFÁN R. GUNNARSSON

STEFÁN R. GUNNARSSON Stefán R. Gunnarsson fæddist á Sauðárkróki 28. febrúar 1945. Hann lést í sjúkrahúsi í Brussel 15. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. september. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 573 orð

Örn Gunnarsson

Ég minnist Arnar föðurbróður míns með söknuði, hlýhug og virðingu. Þar fór maður sem margt hafði til að bera sem gott er að taka sér til fyrirmyndar. Hann var sómakær maður, viljasterkur, hreinskiptinn, lítillátur og heiðarlegur. Örn var vinnusamur, gerði til sín miklar kröfur og hlífði sér ekki. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 886 orð

Örn Gunnarsson

Elsku pabbi minn, oft hef ég hugleitt að ég hljóti að vera heimsins heppnasta manneskja að hafa átt þig fyrir föður. Þig sem kenndir mér að sjá ævintýraveröldina í skýjunum, tröllin í fjöllunum, álfana í klettunum, lífið í gróðrinum, kraftinn í sjónum og fegurðina í fólkinu. Frá því ég man fyrst eftir mér þá fórum við í langferðir á sumrin. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 196 orð

Örn Gunnarsson

Þegar ég var fimm ára varð ég ástfangin í fyrsta skipti. Hann var með svo falleg brún augu sem glömpuðu þegar hann brosti. Þetta var fósturpabbi minn, Örn Gunnarsson, sem giftist móður minni á þessum tíma. Karlmenn geta orðið feður en það að vera raunverulegur pabbi þýðir að vera til staðar þegar á þarf að halda. Örn var mér slíkur pabbi. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 706 orð

Örn Gunnarsson

Við erum það fámenn þjóð, Íslendingar, að tök eru á að minnast flestra í prentuðum fjölmiðli við leiðarlok. Þetta er ekki gert í fjölmennum löndum og heldur ekki gerlegt með góðu móti. Hér á landi kveðja jarðlífið nú um 1700 manns árlega, eða fjórir til fimm að meðaltali alla daga ársins. Þetta er mikið mannfall. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 446 orð

ÖRN GUNNARSSON

ÖRN GUNNARSSON Örn Gunnarsson var fæddur á Krónustöðum í Eyjafirði 4. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum 15. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Árnason, bóndi frá Skuggabjörgum í Dalsmynni, f. 24. okt. 1883, d. 22 mars 1969, og Ísgerður Pálsdóttir frá Brettingsstöðum í S-Þingeyjarsýslu, f. 1. des. 1885, d. 24. nóv. 1971. Meira
25. september 1996 | Minningargreinar | 84 orð

Örn Gunnarsson Elsku afi minn. Þó að samband okkar væri ekki eins og venjan er milli afa og barnabarns náði fjarlægðin aldrei

Elsku afi minn. Þó að samband okkar væri ekki eins og venjan er milli afa og barnabarns náði fjarlægðin aldrei að aðskilja okkur. Ástæðan fyrir því að ég dvaldist hér á Íslandi sumarlangt var sú að mig langaði til að kynnast ættingjum mínum og eiga stund með þeim hverjum og einum. Við Karl bróðir minn munum aldrei gleyma því þegar við borðuðum með þér í vinnunni. Meira

Viðskipti

25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Alcatel vill sameinast Thomson

ALCATEL Alsthom SA í Frakklandi hefur skýrt frá fyrirætlunum um að gera ríkisrekið hergagna- og rafeindafyrirtæki, Thomson SA, að öðrum helzta hergagnaseljanda heims og öflugum neytendarisa. Serge Tchuruk stjórnarformaður sagði að tilboð Alcatel í Thomson hefði verið kynnt frönsku ríkisstjórninni. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Búnaðarbanki fær Unisys kerfi

FORSVARSMENN Búnaðarbanka Íslands og fjölþjóðlega upplýsinga- og tölvufyrirtækisins Unisys undirrituðu í gær samning um endurnýjun á hugbúnaði sem notaður er við afgreiðslu viðskiptavina hjá gjaldkerum og þjónusturáðgjöfum bankans. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 277 orð

Hagnaður nam 39 milljónum króna

HAGNAÐUR Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri nam tæpum 39 milljónum króna á fyrri árshelmingi eða sem nemur tæpum 8,7% af veltu. Velta fyrirtækisins nam rúmum 445 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en allt árið í fyrra nam hún 835 milljónum. Helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins eru sýndar á meðfylgjandi korti. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Heimasíða Oz hf. verðlaunuð

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Oz hf. hlaut í gær viðurkenningu Samtaka tölvu- og fjarskiptanotenda fyrir bestu heimasíðuna á alnetinu. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra afhenti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á fundi samtakanna í gær sem bar yfirskriftina "INFO 2000 Upplýsingadagur á Íslandi 1996". Auk Oz fengu fimm aðilar viðurkenningar fyrir heimasíður sínar á fundinum. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Ný sýn á upplýsingasamfélagið

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögur nefndar um stefnumótun um upplýsingasamfélagið. Frá þessu var skýrt á fundi Samtaka íslenskra tölvu- og fjarskiptanotenda (SÍFT) í gær sem bar yfirskriftina "INFO 2000 upplýsingadagur á Íslandi 1996". Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra mun á næstu dögum gera tillögurnar opinberar með formlegum hætti. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 280 orð

Tap Sumitomo er enn meira en ætlað var

SUMITOMO fyrirtækið í Japan hefur skýrt frá því að það hafi tapað enn meir á koparviðskiptum en ætlað var, en mörgum spurningum um dularfulla stöðu þess á málmmarkaði heimsins er ósvarað. Heimskulegt væri að ætla að málinu sé hér með lokið," sagði sérfræðingur verðbréfafyrirtækis Brandeis í London. Sumitomo segir að tapið hafi hækkað í 2.6 milljarða dollara úr 1. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Vilja hvíld á ferðalögum í viðskipta- erindum

EVRÓPSKA kaupsýslumenn dreymir um að nota viðskiptaferðir til sjálfsbetrunar, lesa skáldsögur eða sofa, en sárafáir gera það samkvæmt skoðanakönnun. Fimmtíu og sex af hundraði ferðamanna verja tíma sínum til að vinna þegar þeir ferðast, þótt 90% þeirra telji að hvíld og afslöppun mundi bæta frammistöðu þeirra í starfi samkvæmt könnun greiðslukortafyrirtækisins Visa. Meira
25. september 1996 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Vísitala byggingar kostnaðar óbreytt

VÍSITALA byggingarkostnaðar er óbreytt milli mánaðanna ágúst og september, 217,5 stig, samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands. Vísitalan gildir fyrir október 1996 en miðað við eldri grunn er vísitalan 696 stig. Meira

Fastir þættir

25. september 1996 | Dagbók | 2753 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 20.-26. september eru Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 og Holts Apótek, Glæsibæ, Álfheimum 74, opin til kl. 22. Auk þess er Garðs Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
25. september 1996 | Í dag | 166 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 25. sep

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 25. september, er níræðSigurbjörg Hoffritz, Ártúni 14, Selfossi. Hún tekur á móti gestum í Hjarðarbóli í Ölfusi milli kl. 17 og 20 í dag, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 26. Meira
25. september 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. ágúst í Dómkirkjunni af sr. Gísla Kolbeinssyni Ágústa Kristín Bjarnadóttir og Sigurður Þór Jónsson.Heimili þeirra er í Þverbrekku 4, Kópavogi. Meira
25. september 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Einhugur um leigu og rekstur á stóðhestastöðinni

Hrossaræktarsamtök Suðurlands voru stofnuð á sunnudag með samruna Hrossaræktarsambands Suðurlands og deildum Félags hrossabænda á Suðurlandi. Formaður Félags hrossabænda Bergur Pálsson setti og stjórnaði stofnfundinum. Meira
25. september 1996 | Fastir þættir | 37 orð

Hvað skal segja? 21 Væri rétt að se

21 Væri rétt að segja: Honum hlakkar til jólanna. Rétt væri: Hann hlakkar til jólanna. Ég hlakka til jólanna. Þú hlakkar til jólanna. Hann hlakkar til jólanna. Barnið hlakkar til jólanna. Börnin hlakka til jólanna. Meira
25. september 1996 | Í dag | 199 orð

Leita upplýsinga VIÐ erum nokkrir nemendur í Tjarnarskóla og erum að skrifa sögu hússins sem skólinn okkar er í, Lækjargötu 14b,

VIÐ erum nokkrir nemendur í Tjarnarskóla og erum að skrifa sögu hússins sem skólinn okkar er í, Lækjargötu 14b, eða gamla Búnaðarfélaginu. Húsið var byggt um 1906 og er því 90 ára. Ætlunin er að halda sýningu, gera bók og heimildamyndband. Þeir sem geta gefið upplýsingar, eiga gamlar myndir eða muni, sem komið gætu að gagni, eru beðnir að hringja í Tjarnarskóla s. Meira
25. september 1996 | Fastir þættir | 718 orð

Ný frímerki 17. september 1996

EFTIR nær þriggja mánaða hlé gaf íslenzka póststjórnin út tvö ný frímerki 17. sept. sl., til þess að minnast tveggja merkra atburða í þjóðlífi Íslendinga. Á öðru frímerkinu, að verðgildi 65 kr., er þess minnzt, að nú eru hundrað ár liðin, síðan fjórar St. Jósefssystur komu hingað til lands til hjálparstarfa. Meira
25. september 1996 | Í dag | 34 orð

SAUTJÁN ára sænsk stúlka með m

SAUTJÁN ára sænsk stúlka með margvíslega áhugamál: Jessica Danielsson, Skorstensvägen 82, S-393 63 Kalmar, Sweden. SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á íþróttum, bréfaskriftum og blásturshljóðfærum: Kumiko Sato, 2-1-7 Higashihama , Oita-shi, Oita-ken, 870 Japan. Meira
25. september 1996 | Fastir þættir | 506 orð

Sigurbjörn efstur í þremur greinum

SIGURBJÖRN Bárðarson er efstur á afrekslista F.E.I.F í þremur greinum af sjö á listanum. Skýtur hann þar aftur fyrir sig ekki ómerkari andstæðingum en Jolly Schrenk Þýskalandi sem er heimsmeistari í bæði tölti og fjórgangi á Ófeigi hinum fræga. Þá er hann í öðru sæti í fimmgangi. Meira

Íþróttir

25. september 1996 | Íþróttir | 116 orð

Ajax endurgreiðir áhorfendum

HOLLENSKU meistararnir Ajax gerðu miklar endurbætur á leikvangi sínum fyrir nýhafið keppnistímabil. En í gær ákvað stjórn félagsins að endurgreiða 1.400 ársmiðahöfum miða sína þar sem þeir sjá ekki völlinn nægilega vel úr nýjum sætum sínum. Þeir sem eiga miða í fyrstu fimm sætaröðunum fyrir aftan mörkin fá endurgreiddan fjórðung af verði ársmiðans vegna þessa. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 71 orð

Ágætt hjá Sigurjóni

SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, er kominn til Bandaríkjanna á ný þar sem hann hyggst keppa í Tommy Armour mótaröð atvinnumanna í golfi í vetur. Á mánudaginn tók hann þátt í fyrsta mótinu, eins dags móti á Remington-vellinum, sem er par 72 en með erfiðleikastuðul (SSS) 74. Sigurjón lék á 70 höggum, tveimur undir pari og varð í fimmta sæti af 45 keppendum. Besta skor var 68 högg. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 123 orð

EINAR Þór Daníelsson

EINAR Þór Daníelsson var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar KSÍ í gærkvöldi vegna brottvísunar í leik KR og Stjörnunnar um helgina. Hann missir því af leik KR-inga á Skaganum á sunnudag og á þá eftir að taka út eins leiks bann. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 189 orð

ELVERUN

ELVERUN, liðið sem Gunnar Gunnarsson þjálfar í Noregi, byrjaði ekki vel í fyrstu umferð norska handboltans. Liðið tapaði fyrir Herkules 23:18 á heimavelli sínum, en Herkules er nýliði í deildinni. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 205 orð

Hill bætti stöðuna

BRETINN Damon Hill varð í öðru sæti í portúgalska Formula 1 kappakstrinum á eftir Kanadabúanum Jacques Villenueve á sunnudaginn. Báðir aka Williams keppnisbílum. Þetta þýðir að hann hefur styrkt stöðu sína í stigakapphlaupinu um heimsmeistaratitilinn. Hill er með 87 stig en Villenueve 79. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 29 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður:Stjanan - Valur20 Framhús:Fram - ÍR20 Strandgata:Haukar - Grótta20 KA-hús:KA - HK20 Selfoss:Selfoss - FH20 Rúta fer frá Kaplakrika kl. 18.30. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 546 orð

Klinsmann lét verja vítaspyrnu

UEFA-meistararnir síðustu tveggja ára, Bayern M¨unchen og og Parma eru úr leik í keppninni. Bayern vann Valencia í síðari leiknum á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen í gærkvöldi 1:0 en tapaði fyrri leiknum á Spáni 3:0 og því samanlagt 3:1. Parma, sem vann fyrri leikinn á móti Guimaraes frá Portúgal 2:1, tapaði í gær 2:0 og er úr leik. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 697 orð

Knattspyrna

UEFA-keppnin Fyrsta umferð, seinni leikir: Kerkrade, Hollandi: Roda JC - Schalke2:2 Edwin Vurens (25.), Gerald Sibon (74.) ­ David Wagner (15.), Marc Wilmots (72.). 14.000. Schalke vann samtals 5:2. Búkarest, Rúmeníu: National - C. Odessa2:0 Danut Moisescu (48.), Radu Niculescu (57.). 7.000. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 56 orð

KNATTSPYRNASkammgóður vermir

RUGGIERO Rizitelli til vinstri og Christian Ziega fögnuðu gífurlega þegar Valencia gerði sjálfsmark á annarri mínútu í seinni leik liðanna í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða á ólympíuleikvanginum í M¨unchen í gærkvöldi. Mörkin urðu ekki fleiri og þar sem spænska liðið vann 3:0 í fyrri leiknum eru UEFA-meistararnir úr leik. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 308 orð

KR-ingar kalla á Ásmund

KR-INGAR reyna nú allt sem þeir geta til að fá Ásmund Haraldsson frá Bandaríkjunum til að koma inn í liðið aftur fyrir Evrópuleikinn á móti AIK í Stokkhólmi á morgun og eins úrslitaleikinn við Skagamenn um næstu helgi. Ásmundur er við nám í Bandaríkjunum og leikur knattspyrnu með liði skólans. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 116 orð

"Léttir að Heimir leikur ekki með

"ÉG verð að viðurkenna að líðan mín væri betri ef við hefðum unnið KR-inga tvö núll í Reykjavík. Það er aftur á móti léttir fyrir okkur að Heimir Guðjónsson er í leikbanni, hann er stjörnuleikmaður," sagði Erik Hamrén, þjálfari AIK, mótherja KR-inga í Evrópukeppni bikarhafa, í viðtali við sænska knattspyrnublaðið Football Ekstra. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 715 orð

Málefni ÍSÍ-ÓÍ

Í starfi íþróttahreyfingarinnar er farsælast, segir Magnús Oddsson, að leita fordæma og fyrirmynda á hinum Norðurlöndunum. Að undanförnu hafa orðið nokkur blaðaskrif vegna málefna ÍSÍ og Ólympíunefndar Íslands. Af því tilefni þykir mér rétt að koma nokkrum skýringum og ábendingum á framfæri. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 735 orð

Miklar breytingar hjá liðum í Meistaradeildinni

MARGIR snjallir knattspyrnumenn verða illa fjarri góðu gamni, þegar önnur umferð í meistaradeild Evrópu verður leikin í kvöld. Portúgalska liðið Porto, sem lagði AC Milan óvænt að velli í Mílanó, 2:3, hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Brasilíumaðurinn Domingos Oliveira meiddist á hné um síðustu helgi og fer að öllum líkindum í uppskurð, þannig að hann leikur ekki meira með Porto fram að Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 167 orð

PORTÚGALSKI

PORTÚGALSKI landsliðsmaðurinn Paulo Sousa, sem Dortmund keypti frá Juventus fyrir 304 millj. ísl. kr. mun ekki leika meira með liðinu fyrr en í febrúar. Hann er meiddur á hné og verður skorinn upp í París í vikunni. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 368 orð

Portúgalskt félag vill fá íslensku torfærukeppnina

PORTÚGALSKUR akstursíþróttaklúbbur hefur sýnt því áhuga að fá að skipuleggja torfærumót á Algarve í Portúgal á næsta ári. Klúbbur þessi var stofnaður árið 1920 og hefur skipulagt ýmiss konar akstursíþróttamót í nágrenni ferðamannabæjarins Algarve. Hefur klúbburinn þegar átt í samningaviðræðum við Landsamband íslenskra akstursíþróttafélaga vegna þessa máls. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 200 orð

Sjö leikir markalausir SJÖ leikjum hef

SJÖ leikjum hefur lyktað með markalausu jafntefli í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Tveir leikjanna voru í 11. umferðinni, viðureign Fylkis og Stjörnunnar og Breiðabliks og Grindavíkur. Raunar lauk báðum leikjum síðarnefndu liðanna með markalausu jafntefli. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 541 orð

Skagamenn bestir í síðari umferð Íslandsmótsins

HREINN úrslitaleikur verður um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á milli ÍA og KR á Skipaskaga á sunnudaginn. Bæði lið eru með 37 stig, KR hefur hagstæðari markamun og telst því ofar og dugar jafntefli. Meira
25. september 1996 | Íþróttir | 123 orð

Stórleikur í fyrstu umferð bikarkeppni

STÓRLEIKUR verður í fyrstu umferð bikarkeppninnar í handknattleik, því í 32-liða úrslitum, miðvikudaginn 13. nóvember, taka Haukar á móti Aftureldingu en lið þessara félaga eru talin tvö þeirra þriggja bestu í 1. deild karla í vetur. Meira

Úr verinu

25. september 1996 | Úr verinu | 187 orð

Aukinn afli og meira verðmæti

FISKAFLINN í lok ágúst varð meiri en nokkru sinni áður á þessu tímabíli, eða alls um 1,6 milljónir tonna. Síðustu tvö árin hefur aflinn á þessu tímabili verið um 1,2 milljónir tonna og hafa bæði árin reynzt með þeim gjöfulli. Ljóst er að aflinn á almanaksárinu verður meiri en nokkur sinni áður, eins og á nýloknu fiskveiðiári. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 412 orð

Bannað að flytja óslægðan fisk milli byggðarlaga

SAMKVÆMT reglugerð um meðferð og vinnslu sjávarafurða er kveðið á um að ekki megi flytja óslægðan fisk á milli byggðarlaga, heldur skuli slægja hann um leið og hann kemur að landi. Fiskverkendur segja þessar reglur nánast óframkvæmanlegar enda komi þær mjög niður á gæðum afurðanna. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 29 orð

EFNI Fiskvinnsla 3 Verksmiðja Nord Morue í Frakklandi Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 OLÍS

Verksmiðja Nord Morue í Frakklandi Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 OLÍS haslar sér völl á þrifamarkaði í fiskiðnaðinum Greinar 7 Ólafur S. Ástþórsson Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 420 orð

"Ein helzta sýning í heimi"

"OKKUR fannst mikið til Íslenzku sjávarútvegssýningarinnar koma. Hún er ein þeirra allra mikilvægustu í sjávarútveginum í heiminum, enda kemur fólk á hana til að fylgjast með því helzta sem er að gerast í sjávarútvegi og ná samböndum við íslenzka aðila innan sjávarútvegsins. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 115 orð

Evrópsku veiðarfæra samtökin stofnuð

FYRIRTÆKIN Netagerðin INgólfur í Vestmannaeyjum, Refa frá Noregi og Marine Supplies & Oceansafe á Hjaltlandi hafa nú stofnað samstarfshóp undir heitinu European Fishing Gear Group - Evrópsku veiðarfæra samtökin. Með þessu samstarfi er ætlunin að styrkja stöðu fyrirtækjanna á veiðarfæramarkaðnum í Evrópu. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 284 orð

Fishmaster með nýja flokkara fyrir síld og loðnu

FYRIRTÆKIÐ Fishmaster er nú að hefja sölu á nýjum endurbættum flokkurum fyrir síld, loðnu og makríl. Fyrirtækið hefur selt um 60 flokkara af eldri gerð til Íslands til þessa, en hefur nú samið um 6 flokkara af nýju gerðinni um borð í nótaskipið Þórshamar. Þá hafa verið seldar vélar til Eistlands og víðar. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 140 orð

Fjórir nýir í stjórn SF

NOKKRAR breytingar urðu á stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva á aðalfundi samtakanna í haust. Þrír stjórnarmanna gáfu ekki kosta sér til endurkjörs og einn hætti þrátt fyrir að eiga rétt til setu eitt ár til viðbótar. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 156 orð

Fleiri erlend skip landa hér

KOMUM erlendra fiskiskipa til hafnar í Reykjavík hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Árið 1992 komu 105 fiskiskip með afla til löndunar í Reykjavík, en 158 á síðasta ári. Í lok ágúst á þessu ári höfðu 82 erlend fiskiskip landað afla sínum í Reykjavík. Það eru einkum fjórar þjóðir, sem skera sig úr í þessu dæmi. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 264 orð

Gekk vel á sýningunni

GENGIÐ var frá fjölda sölusamninga á bás Ísgata hf. á sjávarútvegssýningunni í Laugardal. Ísgata hf. selur ýmsan búnað fyrir loðnuveiðiskip og segir Helgi Thorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, mikillar bjartsýni gæta innan greinarinnar. Meðal þess sem Ísgata sýndi á sýningunni voru Petrel-þilfarskranar og fiskidælur, sem dæla um 4.000 tonnum á klukkutíma. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 138 orð

Glæsilegasti sýningarbásinn

MAREL var með glæsilegasta sýningarbásinn á Íslenzku sjávarútvegssýningunni að mati stjórnenda sýningarinnar. Fékk Marel sérstaka viðurkenningu fyrir vikið, en básinn er að miklu leyti hannaður og smíðaður af starfsmönnum fyrirtækisins sjálfs. Básinn var tveggja hæða. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 260 orð

Heildarsalan um 29 milljónir króna

GENGIÐ var frá fjölda sölusamninga á bás Ísgata hf. á sjávarútvegssýningunni í Laugardal. Ísgata hf. selur ýmsan búnað fyrir loðnuveiðiskip og segir Helgi Thorsteinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, mikillar bjartsýni gæta innan greinarinnar. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 191 orð

ÍSLENSKIR STAFIR Á TÖLVUPÓST SKIPA

SKIP fjarri Íslandsströndum geta brátt farið að senda og taka á móti tölvupósti með íslenskum stöfum. Póstur og sími kynnti þessa nýju þjónustu í bás sínum á sjávarútvegssýningunni í gær og tóku þeir Halldór Blöndal, samgönguráðherra, og Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, þátt í þeirri kynningu. Hugbúnaðarkerfið er hannað af Netverki hf. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 285 orð

Kemst Kjell Inge Røkke yfir þorskinn í Lófóten?

MARGIR íbúar í Norður-Noregi hafa af því áhyggjur, að veruleg breyting sé að verða á stefnu stjórnvalda í sjávarútvegsmálum landshlutans. Hingað til hafa þeir setið einir að veiðum og vinnslu en nú er óttast, að allt verði gefið frjálst, til dæmis með því að hleypa stórútgerðarmanninum Kjell Inge Røkke í Vesturálinn. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 59 orð

NORD-MORUE SKOÐAÐ

NORD-MORUE, verksmiðja Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. í Jonzac í Suður-Frakklandi, var formlega opnuð sl. laugardag eftir gagngera endurbyggingu sem tekið hefur rúmt ár. Í tilefni af þessum tímamótum stóð SÍF fyrir skipulagningu ferðar til Suður-Frakklands um síðustu helgi. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 158 orð

Nýjar vélar frá MAJA

MAJA ísvélarnar framleiða ís sem helst stöðugur við -7 til -8C, en það tryggir að ísinn helst mun lengur kaldur, varan helst lengur fersk og rýrnun í geymslu verður í lágmarki. Ísinn er laus í sér og heldur eiginleikum sínum í langan tíma í tönkum og geymslu. Maja ísvélar með kælipressum eru tilbúnar til notkunar og er afkastagetan frá 60­6.000 kg af ís á sólarhring. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 747 orð

OLÍS hefur haslað sér völl á þrifamarkaði í fiskiðnaðinum

OLÍS býður nú viðskiptavinum sínum heildarlausnir hvað varðar rekstrarvörur til daglegra nota í öllum fyrirtækjum. Félagið kynnti nú í fyrsta sinn á Sjávarútvegssýningunni ICE CLEAN, sem er íslenskt háþrýstiþvottakerfi með sótthreinsi- og kvoðunarbúnaði frá VS-þjónustunni í Kópavogi, Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 121 orð

Reykjavík er stærsta botnfiskhöfn landsins

REYKJAVÍK er stærsta botnfiskhöfn lands. Á nýloknu fiskveiðiári var landað nærri 66.400 tonnum af botnfiski í Reykjavíkurhöfn. Það er rúmlega 30.000 tonnum meira en landað var af botnfiski í næstu höfn, en það er Sandgerði. Þar var landað 35.000 tonnum á fiskveiðiárinu. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 267 orð

Sevryba stefnir að endurnýjun flotans

RÚSSNESKA útgerðarfyrirtækið Sevryba í Múrmansk hefur tekið upp samstarf við Dani og Grænlendinga, annars vegar með stofnun Sevryba International Limited ásamt skipasmíðastöðinni Ørskov Christensen's Skibsværft í Frederikshavn og hins vegar með stofnun Royal Ryba A/S í samvinnu við Royal Greenland. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 800 orð

SFleiri þjóðir í ESB til að tryggja frið

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Frakklands segist ekki vilja skipta sér af pólitískum deilum á Íslandi varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aftur á móti leyni hann ekki þeirri skoðun sinni að hann kjósi að breikka sambandið með aðild fleiri þjóða til þess að tryggja frið. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 378 orð

Síldin farin að veiðast

FYRSTA SÍLD vertíðarinnar barst á land á mánudag en Börkur NK landaði þá um 105 tonnum á Neskaupstað. Leiðindaveður var hinsvegar á síldarmiðunum í Berufjarðarál í gær. Tvö skip voru skip komin á miðin í fyrrinótt, Börkur NK og Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði, en þau voru bæði komin í land um hádegisbilið í gær, Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 1335 orð

"Sóknarandi er hér mikill"

MIKIL umskipti hafa orðið hjá Nord-Morue, dótturfyrirtæki Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf., í Frakklandi. Að lokinni endurbyggingu verksmiðjunnar, sem staðið hefur yfir í rúmt ár, uppfyllir fyrirtækið nú ítrustu kröfur skv. heilbrigðisreglum ESB. Afköst verksmiðjunnar aukast um 40-50%, úr rúmum 10 þúsund tonnum upp í 14-15 þúsund tonn á ári. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 1138 orð

Um starfsemi Alþjóðahafrannsóknaráðsins

DAGANA 27. september til 4. október verður haldinn í Reykjavík ársfundur Alþjóðahafrannsóknaráðsins og af því tilefni er ekki úr vegi að kynna lítillega starfsemi þessara elstu alþjóðasamtaka á sviði hafrannsókna. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 308 orð

Villilax frá St. James Park í Newcastle

ÞVÍ FYLGIR góð tilfinning að snæða á efstu hæð St. James Park í Newcastle - jafnvel fyrir hörðustu aðdáendur Manchester United. Leikmenn liðsins eru á meðal fastagesta staðarins og þarf fáum að koma á óvart að margir þeirra velja sér fisk á diskinn sinn. Kólumbíski snillingurinn Faustino Asprilla er einn þeirra. Meira
25. september 1996 | Úr verinu | 73 orð

Vinningshafar í léttum leik

Hér fara á eftir nöfn vinningshafa í getrauninni Peltor, léttur leikur, sem Dynjandi stóð fyrir á Íslenzku sjávarútvegssýningunni: Páll Ingvarsson Safamýri 27, Reykjavík. Ingvi Ingólfsson Smárarima 96, Reykjavík. Gunnar Halldórsson Holtsbúð 23, Garðabæ. Njáll Helgason Dvergholti 20, Mosfellsbæ. Dröfn Jónsdóttir Hjallabraut 13 Þorlákshöfn. Bjarki Björnsson Hamrahlíð 5 Vopnafirði. Meira

Barnablað

25. september 1996 | Barnablað | 75 orð

Blöðrukapphlaup

KAPPHLAUP með blöðrur; hafið þið prófað það? Hver þátttakandi fær eina blöðru, ekki má halda á henni þegar kappið hefst, aðeins ýta henni á undan sér í loftinu, slá áfram, blása á eftir henni, skalla hana. Þið ákveðið lengd kapphlaupsins, en ein regla gæti verið sú, að sá sem missir blöðruna á byrjunarreit er úr leik. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 145 orð

Frá Hvammstanga

HILDUR Valsdóttir, 10 ára, Gunnar Valsson, 8 ára, og Hafdís Ýr Óskarsdóttir, 10 ára, öll frá Hvammstanga, eru listafólkið á bak við þessar myndir. Myndin af bakaranum skýrir sig sjálf, en Hildur amma þremenninganna, sem sendi myndirnar, lætur fylgja með eftirfarandi skýringu við tvær myndanna: Pabbi Gunnars á smá landskika fyrir neðan Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 131 orð

Guffagrín

BÍÐIÐ nú við! Er þetta eitthvert allsherjar grín. Myndin er í tætlum. Átti þetta ekki að vera litaleikur? Hægan, hægan! Þetta er grín. - Auðvitað er Guffaleikur grín, Guffi og félagar hafa létt börnum og fullorðnum lífið í áratugi og halda því áfram í glænýrri Guffateiknimynd í Sambíóunum. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 62 orð

Haustið er komið

HAUSTIÐ með rigninguna, rokið og kólnandi veður hefur heilsað okkur. Eva María Magnúsdóttir, 6 ára, Laufengi 44, 112 Reykjavík, er höfundur myndar af vel klæddri stúlku (Evu sjálfri) með útbreiddan faðm og bros á vör. Munum eftir að klæða okkur eftir veðrinu - þá eru minni líkur á, að við þurfum að liggja í rúminu með kvef og hita. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 119 orð

HLJÓMPLÖTUR ­ Hvað er nú það?

VITIÐ þið hvað eru margar skorur á hljómplötu? Þær eru í rauninni bara tvær, ein á hvorri hlið. Hljómplata - hvað er nú það? Það eru plastskífurnar í plöturekkunum hjá foreldrum ykkar í pappaumslögum, oft með myndum á. Þau taka þessar svörtu plastskífur stundum úr umslögunum og setja á einkennilegt verkfæri sem nefnist plötuspilari (það er ef ekki er búið að henda honum). Meira
25. september 1996 | Barnablað | 226 orð

PENNAVINIR

Eftirfarandi bréf barst Pósti og síma, sem leitaði til Myndasagna Moggans - og þið sem eruð læs og skrifandi á ensku getið eignast pennavinkonu á Ítalíu: Dear Central Post Administration of Iceland. I am an Italian little girl, I am 9 years old and my name is Serena. I attend elementary school and study English. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 49 orð

Selfoss, fólkið og fjöllin í fjarska

SVANBORG María Guðmundsdóttir, 4 ára, Miðtúni 16, 800 Selfoss, er mikill teiknari og sýnir okkur það með mynd af húsum, fjöllum, fólki, sól og tsja, sennilega karlinum í tunglinu. Svanborg tekur sig vel út fyrir miðri mynd og við þökkum henni fyrir myndina. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 49 orð

Sjáið sæta naflann

ERLA Sif Kristinsdóttir, 7 ára, Staðarflöt, Hrútafirði, gerði þessa skemmtilegu mynd af stelpu í stuttum bol með mynd af hjarta. Buxurnar eru flottar og þegar þær og bolurinn ná ekki saman blasir naflinn við. Kuldaboli síkkar sennilega boli og peysur, annars verður naflanum svo skelfing kalt. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 89 orð

Sjónminni og sjónmynd

SÁ, sem er hann, fær að líta yfir leikvanginn í 5 sekúndur. Þarnæst er bundið fyrir augu hans og hann látinn feta sig áfram yfir afmarkað göngusvæði, sem þakið er af hinum margvíslegustu hlutum. Ekki er ráðlegt að nota brothætta hluti, oddhvassa eða sem geta á einhvern hátt verið skaðlegir fólki eða fatnaði. Sigurvegarinn hróflar við fæstum hlutum. Meira
25. september 1996 | Barnablað | 97 orð

Standið á eigin fótum

ÞESSAR tvær myndir eftir einhvern teiknara í útlöndum eru til þess gerðar, að athuga hvort þið eruð athugul og getið einbeitt ykkur. Fimm atriði á efri myndinni er einnig að finna á þeirri neðri. Meira

Ýmis aukablöð

25. september 1996 | Blaðaukar | 355 orð

Bestu leikirnir

1.Gabriel Knight 1 & 2 (King's Quest 1 -cga-)Bestu ævintýraleikir sem framleiddir hafa verið. Þeir innihalda mikla dýpt og ná að skapa rétt og ógnvekjandi andrúmsloft. Ég var ekki í rónni fyrr en ég náði að ráða í gáturnar. Fyrri leikurinn var brautryðjandi í ævintýraleikjum með tali þegar Sierra réð Tim Curry sem rödd Gabriels. 2. Meira
25. september 1996 | Dagskrárblað | 171 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.0

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30T-Rex 14.00Krydd í tilveruna (A Guide For The Married Man)Gamanmynd fyrir fullorðna. Tryggum eiginmanni stendur ýmislegt til boða sem kann að brjóta í bága við hjónabandssáttmálann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.