Greinar þriðjudaginn 22. apríl 1997

Forsíða

22. apríl 1997 | Forsíða | 152 orð

Duttlungafullt vor

SNEMMSPROTTIÐ hveiti gulnar og veslast upp á ökrunum í Austur-Englandi, vorfrost hafa valdið miklum skaða á sykurrófnaekrunum í Serbíu; á Spáni rigndi í síðustu viku í fyrsta sinn í þrjá mánuði og í Frakklandi eru bændur í öngum sínum vegna langvarandi þurrka og frostnótta að auki. Meira
22. apríl 1997 | Forsíða | 256 orð

Ítrekar stefnu stjórnarinnar

ÍSRAELSKA stjórnarandstaðan krafðist þess í gær, að hæstiréttur landsins höfðaði mál á hendur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingar en ríkissaksóknaraembættið tilkynnti á sunnudag, að ekki væru fyrir hendi nægar sannanir gegn honum. Meira
22. apríl 1997 | Forsíða | 139 orð

Ræðið málin við reifabörnin

NÝJAR rannsóknir í Bandaríkjunum á starfsemi heilans sýna, að fólk getur aukið vitsmuni eða vitsmunalegan þroska barna sinna með því að tala við þau. Það má hins vegar ekki dragast neitt því að strax á fyrsta árinu mótast hæfileiki barnsins til frjórrar hugsunar síðar á ævinni. Meira
22. apríl 1997 | Forsíða | 445 orð

Vill fá umboð fyrir EMU og niðurskurð

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, leysti í gær upp þingið og boðaði til kosninga 25. maí og 1. júní. Sagði hann, að nauðsynlegt hefði verið að flýta kosningunum til að franskur almenningur fengi tækifæri til að taka afstöðu til þeirra miklu breytinga, sem vænta mætti á næstu fimm árum, ekki síst myntbandalagsins, EMU, og nánari samvinnu Evrópusambandsríkjanna. Meira
22. apríl 1997 | Forsíða | 107 orð

Öngþveiti í London

SAMGÖNGUR fóru meira eða minna úr skorðum í London í gær vegna sprengjuhótana, sem Írski lýðveldisherinn, IRA, er grunaður um. Var fimm járnbrautarstöðvum og þremur millilandaflugvöllum lokað með þeim afleiðingum, að umferð í borginni stöðvaðist næstum í þrjár klukkustundir. Meira

Fréttir

22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

11 þúsund sjóðsfélagar eiga 7,1 milljarð

FÉLAGAR í séreignarlífeyrissjóðum, sem verðbréfafyrirtæki reka, voru um 11 þúsund um síðustu áramót. Eign þeirra í sjóðunum nam rúmlega 7,2 milljörðum króna. Heildareign í lífeyrissjóðum er hins vegar áætluð um 300 milljarðar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð

15 ára á vínveitingastöðum

VÍNHÚSAEFTIRLITIÐ tilkynnti lögreglu um 15 ára stúlku inni á vínveitingastað við Lækjargötu aðfaranótt laugardags. Seinustu vikur hafa nokkur sambærileg tilvik komið til kasta lögreglu og hafa viðkomandi vínveitingastaðir verið undir eftirliti af þeim sökum, auk þess sem leyfi þeirra til skemmtanahalds með vínveitingum eru í athugun. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 270 orð

Aðalfundur Vinafélags SR

VINAFÉLAG Sjúkrahúss Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 4. mars sl. í matsal Borgarspítalans í Fossvogi. Fundarstjóri var Magnús Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri SR. Í skýrslu formanns, Egils Skúla Ingibergssonar, sem verið hefur formaður félagsins frá stofnun 1983, kom fram m.a. að gengið var frá kaupum á listaverki fyrir kapellu spítalans. Meira
22. apríl 1997 | Landsbyggðin | 95 orð

Aðalskoðun hf. til Reyðarfjarðar

Reyðarfirði-Fyrirtækið Aðalskoðun hf., sem er með skoðunarstöðvar í Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi, hefur nú hafið skoðun bíla á Reyðarfirði í samstarfi við viðgerðarverkstæðið Bíley hf. Starfsmaður fyrirtækisins kemur til Reyðarfjarðar einu sinni í mánuði, tvo daga í senn. Boðið er upp á skoðun allra farartækja og gjaldið er 2.900 kr. fyrir fólksbíl og 4. Meira
22. apríl 1997 | Óflokkað efni | 58 orð

Akureyrarmót í skíðagöngu

AKUREYRARMÓT í skíðagöngu verður haldið sunnudaginn 20. apríl nk. við efra gönguhúsið í Hlíðarfjalli. Keppni í flokki 13 ára og eldri hefst kl. 11.00 en keppni í flokki 12 ára og yngri kl. 13.00. Nægur snjór er ofan Stórhæðar og er göngufólk hvatt til að koma að taka þátt í keppni og leik á sunnudag. Meira
22. apríl 1997 | Landsbyggðin | 38 orð

Áman opnuð á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Áman, verslun með víngerðarvörur, hefur opnað útibú að Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Verslunin selur allar vörur og nauðsynleg áhöld sem þarf til víngerðar. Verslunarstjóri er Margrét Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Anna IngólfsdóttirMARGRÉT Kristjánsdóttir verslunarstjóri Ámunnar á Egilsstöðum. Meira
22. apríl 1997 | Fréttaskýringar | 2926 orð

Á tímamótum í máli Sophiu Við tímamót í forræðismáli Sophiu Hansen hitti Elín Pálmadóttir hana í Istanbúl. Með lokadómi

Hæstaréttardómurinn sem staðfesti endanlegt forræði Halims Als yfir dætrunum tveimur, Dagbjörtu Vesile og Rúnu Aysegul, 15 og 16 ára, var nýkominn og hlaut að vera reiðarslag fyrir Sophiu Hansen. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Bankamenn samþykktu

BANKAMENN samþykktu kjarasamninga sem undirritaðir voru 3. apríl sl. í atkvæðagreiðslu og hefur verkfalli Sambands íslenskra bankamanna, sem frestað var til 5. maí, því verið aflýst. Alls tóku 3.010 þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 89,69% félagsmanna á kjörskrá. 2.249, eða 74,7%, samþykktu samningana, en 709, eða 23,6%, höfnuðu þeim. Auðir og ógildir seðlar voru 52, eða 1,7%. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 83 orð

Barist við elda og vatn í Dakóta

Reuter Barist við elda og vatn í Dakóta FJÖLMÖRG hús í Grand Forks í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum hafa orðið eldi að bráð, þrátt fyrir að þar sé nú allt á kafi í vatni eftir að Rauðá flæddi yfir bakka sína. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Bifhjólaslys á laugardag

ÖKUMAÐUR bifhjóls er talinn hafa slasast mikið í umferðaróhappi á Akureyri sl. laugardag. Óhappið varð á mótum Hólabrautar og Gránufélagsgötu og er talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á hjóli sínu og lent á gangstéttarbrún og ljóastaur. Bifhjólið mun síðan hafa kastast nokkra vegalengd og hafnað inn í nærliggjandi húsagarði. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Bifreið stolið til fíkniefnakaupa

LÖGREGLAN stöðvaði bifreið sem lýst hafði verið eftir sem stolinni á laugardaga. Mennirnir sem í bílnum voru höfðu fengið bifreiðina lánaða á bílasölu og voru samkvæmt upplýsingum lögreglu á leið til Keflavíkur til að kaupa fíkniefni. Þeir voru færðir á næstu lögreglustöð til frekari rannsóknar. Ítrekuð tilvik Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Breikkun vegar og brúarsmíð

VINNA við þriðja áfanga framkvæmda við Vesturlandsveg, frá Elliðaám að Skeiðárvogi, er nú hafin af fullum krafti á vegum verktakafyrirtækjanna Vala og Sveinbjörns Sigurðssonar hf. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að því að breikka Vesturlandsveginn frá Höfðabakka niður Ártúnsbrekku og nú er þriðji áfanginn hafinn. Í honum verður m.a. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 323 orð

Bændur á fundi með landbúnaðarráðherra

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur hafið fundaröð þar sem málefni bændastéttarinnar eru kynnt og hvernig ráðuneytið vinnur að því að móta samræmda landbúnaðarstefnu til framtíðar. Á fundi í Ýdölum sl. föstudagskvöld, sem var fyrsti fundur Guðmundar Bjarnasonar ráðherra með bændafólki í þessum tilgangi, var vel mætt og líflegar umræður um stöðu atvinnugreinarinnar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 335 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 23. til 26. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Miðvikudagurinn 23. apríl: "Ásjónur skáldsins - Málverk, teikningar og höggmyndir af Halldóri Laxness" er yfirskrift á sýningu sem verður opnuð kl. 16. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 422 orð

Dæmdur fyrir dreifingu kláms

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 42 ára gamlan mann til greiðslu sektar fyrir að dreifa klámefni á alnetinu. Þetta er í fyrsta skipti sem dreifing kláms með þessum hætti kemur til kasta íslenskra dómstóla. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

Einar sneri við vegna veikinda

EINAR K. Stefánsson, einn þremenninganna sem stefna að því að ganga á topp Everest, neyddist til að snúa til baka í gær vegna veikinda. Hann hefur eins og fleiri fengið slæmt kvef sem gerir honum ókleift að halda áfram að sinni. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fiskibátur fann hlustunardufl

ÞÓRSNES rakst á dufl út af Rifi og kom með það til Stykkishólms um áttaleytið á föstudagskvöld. Munu starfsmenn Landhelgisgæslunnar líta á það eftir helgina. Lögreglan í Stykkishólmi tók duflið í sína vörslu en báturinn skemmdist ekki né stafaði honum hætta af duflinu. Er talið að um gamalt, rússneskt hlustunardufl sé að ræða. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fjallað um gullleit og ferð á Suðurskautslandið

VORRÁÐSTEFNA Jarðfræðingafélags Íslands verður haldin í Borgartúni 6 í dag, þriðjudaginn 22. apríl, og hefst kl. 9 með skráningu. Á dagskrá eru 23 erindi. Þau fjalla m.a. um gullleit á Íslandi, notkun nýrrar tækni til ákvörðunar á íshreyfingum í Vatnajökli, eldfjallafræði, bergefnafræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði, náttúruvernd, laus jarðlög og íslaldir. Auk þess mun dr. O. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fleiri sækja um félagslegar íbúðir

UMSÓKNUM um félagslegar íbúðir hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hefur fjölgað umtalsvert frá síðasta ári. Frá 1. ágúst 1996 til 9. apríl í ár bárust 664 umsóknir en 495 á sama tímabili árið áður. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Forsetabifreiðin verður endurgerð

BYRJAÐ er að gera upp Packard forsetabifreið frá forsetatíð Sveins Björnssonar. Þetta var tilkynnt á aðalfundi Bílgreinasambandsins síðastliðinn laugardag. Sérstakir gestir fundarins voru forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Packard-bifreiðin er sú fyrsta sem keypt var til forsetaembættisins. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fríhöfnin með 500 milljóna hagnað

HAGNAÐUR fríhafnarverslunarinnar á Keflavíkurflugvelli nam rúmum 500 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1995 nam hagnaðurinn 585 milljónum króna. Velta fríhafnarverslunarinnar nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aukist um 17,45% frá árinu 1995 en þá nam veltan 2,2 milljörðum króna. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fræðslusíðdegi á Astró

ÆSKULÝÐSSAMBAND Íslands gengst fyrir síðdegisuppákomu á Astró við Austurstræti í dag, þriðjudaginn 22. apríl, milli kl. 17­19. Þetta skemmti- og fræðslusíðdegi ber yfirskriftina "Obbi 97, Ofbeldi sem tjáningarform" og þar munu Mummi í Mótorsmiðjuni, Gabriela Sigurðardóttir sálfræðingur og Þorbjörn Broddason nálgast þetta málefni á annan hátt. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fugees til Íslands

BANDARÍSKA tríóið Fugees er væntanlegt hingað til lands í næsta mánuði og heldur tónleika í Laugardalshöll 20. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem rapp-hljómsveit heldur tónleika hér, en hljómsveitin er með vinsælustu erlendu hljómsveitum hér á landi. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fundað með fjárfestum

ÍSLENSKUM stofnanafjárfestum verða í dag kynntir möguleikar varðandi fjámögnun væntanlegs álvers Norðuráls á Grundartanga, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag hafa fimm tilboð í fjármögnun álversins borist frá fjórum evrópskum bankasamsteypum. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fundur um konur og stjórnmál

HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur opinn fund í Valhöll á þriðjudaginn kl. 17 með yfirskriftinni: Af hverju eru karlmenn ríkjandi í stjórnmálum? Ræðumenn fundarins verða Tuula Öhman, borgarstjórnarfulltrúi í Helsinki, sem talar um konur og stjórnmál í Finnlandi, Geir Haarde, þingmaður, talar um konur og stjórnmál í alþjóðlegu samhengi, Sólveig Pétursdóttir, þingmaður, Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Færeyskir jafningjar fræddir

RÍFLEGA þrjátíu manna hópur ungmenna á vegum jafningjafræðslu framhaldsskólanema var glaður og reifur eftir að hafa fundað með framhaldsskólanemum og fulltrúum menntamála í Færeyjum í seinustu viku. Þar sagði fyrrverandi fíkill frá reynslu sinni og færeyskir unglingar fengu færi á að spyrja Íslendingana spjörunum úr. Meira
22. apríl 1997 | Miðopna | 864 orð

Gagnrýnt hvernig valið er til stjórnar

PÉTUR Blöndal, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, kveðst hafa sett sig upp á móti skorti á lýðræði í sjóðunum. "Ég boðaði það að ég myndi flytja breytingatillögu um að sjóðirnir séu eign sjóðfélaganna og að þeir kjósi stjórn beint án milliliða á aðalfundi eða með bréflegri kosningu. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 355 orð

Hagnaðurinn jókst um liðlega fimmtung

HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. nam alls 320 milljónum króna eftir skatta á árinu 1996, en árið áður nam hagnaðurinn 265 milljónum. Markaðurinn var hagstæður félaginu á margan hátt á síðasta ári sem kemur m.a. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 331 orð

Haughey þáði 140 milljónir

VÍÐTÆK rannsókn á peningagreiðslum til írskra stjórnmálamanna hófst í Dyflinni í gær. Við það tækifæri var Charles Haughey, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, í fyrsta sinn bendlaður við hneykslismál, sem þegar hefur kostað einn ráðherra embættið. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Heimspekideild vill lengri frest

Á FUNDI heimspekideildar föstudaginn 18. apríl lagði deildarforseti fram til kynningar frumvarp um háskóla sem menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi og Háskólinn hefur nýlega fengið til umsagnar. Ætlast er til að Háskólinn skili umsögn ekki síðar en 2. maí. "Viss ákvæði frumvarpsins (m.a. að ráðherra skipi rektor, sjá 14. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hugað að nagladekkjanotkun

LÖGREGLUMENN eru teknir að huga að ákvæði reglna um notkun nagladekkja, en samkvæmt þeim má ekki aka um á slíkum búnaði eftir 15. apríl nema aðstæður geri það nauðsynlegt. Ekki hefur verið gripið til sérstakra aðgerða enn á grundvelli ofangreindra reglna, en við því er að búast að svo verði gert innan skamms, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hörpuhátíð í Gjábakka

SÍÐASTA vetrardag, 23. apríl nk., kveðja eldri borgarar í Kópavogi veturinn og fagna hörpu. Hátíðin verður í Gjábakka, Fannborg 8, en það er félags­ og tómstundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Margt verður á dagskránni, sem hefst kl. 14, til skemmtunar og fróðleiks. Fyrst má nefna að eldri borgari, Inga Gísladóttir, les ljóð um vorið. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 367 orð

IRA reynir á þolrif bresks almennings

ALGERT umferðaröngþveiti ríkti í rúmar þrjár klukkustundir í London og næsta nágrenni, vegna sprengjuhótana, sem talið er að Írski lýðveldisherinn, IRA, hafi staðið á bak við. Fimm járnbrautarstöðvum og þremur stórum flugvöllum var lokað á meðan fjölmennt lið lögreglu leitaði að sprengjum. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Í fyrsta sinn í sögu HÍ

HELGA Kress prófessor var kjörin forseti heimspekideildar Háskóla Íslands á fundi deildarinnar föstudaginn 18. apríl sl. Fékk Helga 33 atkvæði en mótframbjóðandi hennar, Njörður P. Njarðvík prófessor, hlaut 16 atkvæði. Þetta er í fyrsta sinn í 86 ára sögu Háskólans sem kona er kjörin deildarforseti. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Kaldrifjuð skipaútgerð Scandinavian Star Brask og von um skattafrádrátt réðu því að ferjan Scandinavian Star var notuð til

ÁBLAÐAMANNAFUNDINUM, sem haldinn var strax eftir brunann í Scandinavian Star 7. apríl 1990 sagði Ole B. Hansen, framkvæmdastjóri ferjuútgerðarinnar, að eigendur ferjunnar væru bandaríska fyrirtækið SeaEscape og að útgerðin ætti ekki að taka við skipinu fyrr en eftir nokkra daga. Andrúmsloftið á fundinum varð ekki betra þegar það rann upp fyrir viðstöddum að Ole B. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 239 orð

"Kirkjan okkar í herkví átaka"

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Bjarna Karlssyni, sóknarpresti í Vestmannaeyjum: "Ég hef verið kjörinn lögmætri og bindandi kosningu á kjörmannafundi til að vera sóknarprestur í Garðaprestakalli. Með lýðræðið að yfirvarpi hefur fólk sem á ítök og kann pólitík beitt sér fyrir undirskriftasöfnun og náð að knýja fram almennar prestskosningar í sóknunum. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 592 orð

Kosið um sameiningu í byrjun júní

SAMEININGARNEFND sveitarfélaga í utanverðum Eyjafirði hefur mælt með því við sveitarstjórnir Hríseyjar, Dalvíkur, Svarfaðardals og Árskógsstrandar að kosið verði um sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga laugardaginn 7. júní næstkomandi. Íbúafjöldi sameinaðs sveitarfélags yrði 2.342 íbúar miðað við 1. Meira
22. apríl 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sækir Flateyri heim

Flateyri-Flateyrarkirkja var fjölsótt þegar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt síðbúna sólrisutónleika sem voru felldir niður í mars vegna veðurs. Til Flateyrar kom kórinn eftir að hafa sungið á Þingeyri. Þrátt fyrir þrengsli tókst kórmeðlimum 76 að tölu að koma sér fyrir við altari Flateyrarkirkju og halda prýðistónleika fyrir íbúa Flateyrar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Kvöldvaka um Hornstrandir

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til síðustu kvöldvöku sinnar í vetur í félagsheimilinu Mörkinni 6 á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Kvöldvakan verður helguð Hornströndum. Þetta er samfelld dagskrá í myndum, tali og tónum, auk kaffiveitinga að lokinni dagskrá. Meðal atriða verða bernskudagar á Búðum í Hlöðuvík, eftir Herdísi Guðmundsdóttur, lesið af Sigurjóni Jóhannessyni. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 1501 orð

Landsmótið verður lyftistöng

Töluverðar hræringar hafa verið í stuttri sögu bæjarstjórnar Borgarbyggðar. Eftir sameiningu var gerð róttæk uppstokkun í veitumálum. Meirihlutinn féll vegna deilna um endurskipulagningu á rekstri bæjarfélagsins. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN um afmæli Lúðrasveitar Reykjavíkur í sunnudagsblaði misritaðist nafn Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Undirleikari hjá Kvennakór Suðurnesja er Ragnheiður Skúladóttir, nafn hennar misritaðist á sunnudag. Þá var meinleg villa í myndatexta í frétt um Neyðarlínuna s.l. laugardag. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Leikfangakynning

LISTAMAÐURINN George Hollanders heimsækir foreldra ungra barna á mömmumorgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 23. apríl frá kl. 10 til 12. George er af breskum og hollenskum uppruna og hefur búið á Íslandi frá árinu 1989. Hann smíðar leikföng úr tré fyrir börn. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 125 orð

Málefni axlarklemmubarna rædd

FORELDRAFÉLAG axlarklemmubarna heldur almennan félagsfund að Suðurlandsbraut 6, 7. hæð, í fundarsal Umhyggju miðvikudaginn 23. apríl kl. 20. Á fundinum verður fjallað um hvað er að gerast í málefnum axlarklemmubarna og hvað félagið getur gert til stuðnings þeim. Almennar umræður verða og kaffiveitingar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 718 orð

Merkismaður á sautjándu öld

RÁÐSTEFNA verður haldin í Lýðháskólanum í Skálholti í tilefni af þrjú hundruðustu ártíð Þórðar Þorlákssonar biskups dagana 3. til 4. maí nk. Að ráðstefnunni stendur Lýðháskólinn í Skálholti í samvinnu við nokkra aðila, svo sem Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Félag um 18. aldar fræði og fleiri. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Miðar að seljast upp

SALA miða á hljómleika bresku sveitarinnar Skunk Anansie hefur gengið mjög vel og í gær voru aðeins 500 miðar óseldir. Miðasalan hófst fyrir rúmri viku og hafa á þeim tíma selst 4.500 miðar. Hefur miðasalan gengið betur en á tónleika Blur og David Bowie í fyrra. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll laugardaginn 10. maí. Meira
22. apríl 1997 | Landsbyggðin | 106 orð

Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga greiðir framleiðendum arð

Laxamýri-Verðlaunaafhending fyrir úrvalsmjólk á samlagssvæði Kaupfélags Þingeyinga fór fram á Hótel Húsavík fyrir helgina en að þessu sinni fengu þrjátíu framleiðendur verðlaun. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 99 orð

Morgunblaðið/GolliÓtímabært vorbló

ÖFGAR íslensks veðurfars eru alræmdar og hvort sem sést til sólar fáein andartök eða ekki sést út úr augum í hríðarbyl, er öruggast að spyrja að leikslokum. Þannig töldu sumir vorið komið á sunnudag, eins og ungmennin sem börðu trumbur í einkavorblóti á Austurvelli í sólríku en svölu veðri, en skiptu snarlega um skoðun þegar snjó tók að kyngja niður í gær uns jörð var algrá. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/KristinnRósemd við Ægissíðu ÆGISSÍÐAN er vinsælt útivistarsvæði margra höfuðborgarbúa, hvort sem þeir vilja stunda þar hjólreiðar á einum örfárra stíga sem afmarkaðir eru sérstaklega til þeirra nota í borginni, leggja til atlögu við aukakílóin með fyrirbæri því sem skokk nefnist, Meira
22. apríl 1997 | Fréttaskýringar | 149 orð

Móðir ársins 1997

SOPHIU Hansen var nýlega boðið að hitta tyrklandsdeild alþjóðlegra kvennasamtaka í Istanbúl, sem hafði valið hana "móður ársins 1997" og skyldi útnefnding fara fram á sérstökum hádegisverðarfundi 10. maí. Sophia vissi ekki nöfn þessara kvenna og vísaði til Mine Ozbec, aðstoðarkonu þáttagerðarmannsins Ugurs Dunbars. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Nauðsynleg ákvæði afgreidd fyrir mánaðamót

SAMKOMULAG náðist í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær um að aðskilja þá hluti tekju- og eignarskattsfrumvarps ríkisstjórnarinnar sem bundnir eru við næstu mánaðamót frá meginhlutanum og samþykkja þá þegar í þessari viku. Ákvæðin sem skilin verða frá varða breytingar á innheimtuhlutfalli í staðgreiðslu, persónuafslátt og sjómannaafslátt. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

Námskeið um matjurtir

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verður með námskeið laugardaginn 26. apríl frá kl. 10­16 fyrir áhugafólk um matjurtir í heimilsgarðinum. Leiðbeinandi verður Gunnþór Guðfinnsson kennari við skólann og umsjónarmaður útimatjurtanna á staðnum. Hann fjallar um flest sem viðkemur matjurtum og afhendir þátttakendum veglegan bækling um efnið. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 481 orð

Ný ákvæði um bakvaktir en sömu hækkanir og hjá öðrum

ÁÆTLUN Flugleiða komst í samt lag í gær eftir verkfall flugmanna hjá félaginu sem stóð í rúman sólarhring. Fulltrúar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða skrifuðu undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara um hálftvöleytið aðfaranótt sunnudagsins. Báðir aðilar hafa lýst sig sátta við samninginn. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð

Nýtur virðingar og trausts

KUMAR Gujral sór í gær embættiseið forsætisráðherra landsins, sá fjórði sem það gerir á einu ári. Var skipan hans víðast hvar fagnað, m.a. í nágrannaríkinu Pakistan en ríkin tvö hafa háð þrjú stríð frá því að þau fengu sjálfstæði frá Bretum fyrir hálfri öld. Spáðu dagblöð þar í landi að skipan hans yrði til þess að það slaknaði á spennunni á milli landanna. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Olíustöð breytt í útivistarsvæði

VINNA stendur nú yfir við að fjarlægja tanka og olíuleiðslur af lóðinni þar sem áður var olíustöð Skeljungs í Skerjafirði. Reykjavíkurborg keypti lóðina af fyrirtækinu fyrir 117 milljónir króna í desember sl. og samkvæmt gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þar verði útivistarsvæði í framtíðinni. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Opið hús á morgun

OPIÐ hús verður í húsnæði Menntasmiðjunnar að Hafnarstræti 95, 4. hæð, síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00-18.00. Kynning verður á skólastarfinu ásamt sýningu á list- og handverki nemenda. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 118 orð

Peningaskápur fannst aftur

VEGFARENDUR í Heiðmörk tilkynntu til lögreglu um peningaskáp sem þar lægi í gærmorgun, og bar hann öll ummerki þess að hafa verið opnaður af einhverjum sem ekki þekkti til skápsins. Þegar málið var kannað kom í ljós að um var að ræða peningaskáp sem stolið var frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda í innbroti í janúar síðastliðnum. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Rafmagnslaust í klukkutíma

RAFMAGN fór af í hluta Hlíðahverfis og Norðurmýrar í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna háspennubilunar í jarðstreng milli Landspítala og Þorfinnsgötu. Vel gekk að gera við bilunina, að sögn Stefáns Ólafssonar hjá bilanavakt Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og var rafmagn að fullu komið á aftur innan klukkustundar. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 177 orð

Ráðist gegn flóttafólki

ZAIREMENN, vopnaðir hnífum og sveðjum, réðust í gær gegn hjálparstarfsmönnum og flóttamönnum frá Rúanda og sökuðu þá um að hafa drepið sex íbúa í þorpi skammt frá flóttamannabúðunum í Kasese. Þá rændu þeir vöruflutningabíla sem fluttu matarbirgðir til flóttafólksins, sögðust gera það að áeggjan skæruliðanna, Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Ráðstefna um byggðaþróun

ÞRÓUN byggðar á Íslandi ­ þjóðarsátt um framtíðarsýn, er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í dag, þriðjudag og á morgun miðvikudag. Fjölmörg erindi verða flutt báða ráðstefnudagana en auk þess mun Davíð Oddsson forsætisráðherra flytja ávarp við setninguna. Ráðstefnustjórar eru Einar Nálsson, formaður Eyþings, og Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 4689 orð

Reglubundinn sparnaður og tryggingar að auki

Séreignasjóðir, líf- og lífeyristryggingar Reglubundinn sparnaður og tryggingar að auki Eftir að núverandi kerfi almennra lífeyrissjóða var komið á var greiðsla iðgjalda til þeirra algengasta form lífeyrissparnaðar. Það er enn svo, en séreignasjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg hin síðari ár. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 209 orð

Rektorskjör í Háskóla Íslands

REKTORSKJÖR í Háskóla Íslands fer fram á morgun. Kosið verður frá kl. 9­18 á eftirtöldum stöðum: Í aðalbyggingu Háskóla Íslands (hátíðasal): Kennarar og aðrir starfsmenn. Stúdentar, aðrir en stúdentar í læknadeild og tannlæknadeild. Í Eirbergi (norðurálmu, gengið inn um 3. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 454 orð

Rólegt fyrir utan ölvun

HELGIN var tiltölulega róleg ef undan er skilin ölvun fólks og ölvunartengd mál. Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af 47 einstaklingum vegna ölvunar á almannafæri og þeir þurftu 22 sinnum að fara á vettvang eftir að kvartað var um hávaða og ónæði að kvöld- og næturlagi. Í langflestum tilvikum reyndist vera um ölvað fólk að ræða er ekki kunni að taka tillit til annarra. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Sameiningarkosning úrskurðuð ógild

KJÖRNEFND sem skipuð var eftir að tvær kærur höfðu borist vegna sameiningarkosninga Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps og Tunguhrepps 29. mars síðastliðinn, hefur kveðið upp úrskurð vegna kosninganna og úrskurðað þær ógildar. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 966 orð

Samkomulag í burðarliðnum í tveimur bæjum Ótímabundið verkfall flestra verkalýðsfélaga innan Alþýðusambands Vestfjarða hófst á

VERKFALLIÐ á Vestfjörðum nær til um 800 félagsmanna sem starfa einkum í fiskvinnslu og við ræstingarstörf á Hólmavík, Drangsnesi, Súðavík, Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Bíldudal og Patreksfirði. Ekki hafði verið boðað til annars sáttafundar í gær. Pétur Sigurðsson, forseti ASV, segir mikið bera í milli deiluaðila og á hann von á að verkfallið geti orðið langt. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 400 orð

Samkomulag liggur að mestu leyti fyrir

FULLTRÚAR flestra þeirra tólf verkalýðsfélaga innan VMSÍ, sem felldu kjarasamningana er gerðir voru 24. mars sl., komu til samningafundar með viðsemjendum hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í gær. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 136 orð

Samningar samþykktir í Kísiliðjunni

KJARASAMNINGUR sem undirritaður var 14. apríl sl., milli VSÍ fyrir hönd Kísiliðjunnar hf. og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga var tekinn til afgreiðslu og samþykktur með 87,5% atkvæða á starfsmannafundi um seinustu helgi. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 352 orð

Santer til varnar myntbandalagi

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), snerist í gær til varnar Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og evróinu, hinum sameiginlega gjaldmiðli þess, í kjölfar vaxandi gagnrýni og efasemda, sér í lagi meðal frambjóðenda Íhaldsflokksins í Bretlandi í tengslum við komandi þingkosningar þar í landi. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 199 orð

Segir N-Kóreumenn hafa glatað voninni

HWANG Jang-yop, sem var einn helsti hugmyndafræðingur stjórnar Norður-Kóreu og sótti um hæli í s-kóreska sendiráðinu í Peking um miðjan febrúar, kom um helgina til Suður-Kóreu og sagði að Norður- Kóreumenn hefðu "glatað voninni". Kvaðst hann vilja koma í veg fyrir styrjöld, sem kommúnistastjórn N-Kóreu virðist staðráðin í að hefja. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sexfaldur lottóvinningur

ENGINN var með fimm tölur réttar í Lottóinu á laugardagskvöld, en þá var upphæð fyrsta vinnings um 19,5 milljónir króna. Potturinn verður því sexfaldur næstu helgi í fyrsta sinn í sögu Íslenskrar getspár og býst Bolli Valgarðsson markaðsstjóri við að vinningurinn verði 30-35 milljónir. Tíu manns hlutu hins vegar bónusvinninginn og fékk hver rúmlega 130.000 krónur. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Sinfóníuhljómsveitin á kirkjulistaviku

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands sótti Akureyringa heim um helgina og lék á tónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudag. Tónleikarnir voru liður í dagskrá Kirkjulistaviku sem stendur fram á næstkomandi sunnudag. Sinfóníuhljómsveitin flutti þrjú frönsk verk ásamt kór Akureyrarkirkju. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Skeifudagur Bændaskólans á Hvanneyri

HINN árlegi skeifudagur Bændaskólans á Hvanneyri verður sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl nk. Dagurinn hefst á keppni í barna- og unglingaflokkum og í A- og B-flokkum gæðinga um morguninn en þátttökurétt í keppninni eiga allir Hvanneyringar, bæði staðarbúar og nemendur og íbúar í Andakílshreppi. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 159 orð

Skorinn á háls með glasi

RÁÐIST var á hálfþrítugan mann á veitingahúsinu Kaffibarinn við Bergstaðastræti aðfaranótt sunnudags, og honum veittur alvarlegur áverki á hálsi með glasi. Tilkynnt var um árásina til lögreglu klukkan rúmlega eitt aðfaranótt sunnudags, og þegar laganna verðir komu á vettvang var þeim vísað á mann sem var mikið blóðugur inni í eldhúsi á annarri hæð. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 114 orð

Stjórnarkreppu afstýrt á Grænlandi

TEKIST hefur að leysa stjórnarkreppu, sem var yfirvofandi á Grænlandi, eftir að þingforseti Landsþingsins, Kurt Sørensen úr hægriflokknum Atassut, sagði af sér. Samstarfsflokkur Atassut í heimastjórninni, jafnaðarmannaflokkurinn Siumut, hafði gert kröfu um afsögn Sørensens vegna vanhæfis hans. Meira
22. apríl 1997 | Óflokkað efni | 115 orð

Sýningu Rögnu að ljúka

UM helgina lýkur sýningu Rögnu Hermannsdóttur í Galleríi + í Brekkugötu 35 á Akureyri. Galleríið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14­18 eða eftir samkomulagi. Ragna er fædd í Bárðardal 1924. Hún er ljósmyndari og hefur lært myndlist í Myndlista- og handíðaskólanum, nýlistadeild, í Bandaríkjunum og í Ríkisakademíunni í Amsterdam. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 166 orð

Tilnefningar til Foreldraverðlauna 1997

LANDSSAMTÖK foreldra, Heimili og skóli veita í vor viðurkenningu sem hefur hlotið heitið Foreldraverðlaunin. Tilgangur Heimilis og skóla með þessari viðurkenningu er að vekja jákvæða eftirtekt á grunnskólanum og því gróskumikla starfi sem þar er unnið á fjölmörgum sviðum. Meira
22. apríl 1997 | Óflokkað efni | 32 orð

Tónleikar í Freyvangi

KARLAKÓR Dalvíkur heldur tónleika í Freyvangi laugardagskvöldið 19. apríl kl. 21.00. Á söngskránni eru bæði innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins er Jóhann Ólafsson og undirleikar Helga Bryndís Magnúsdóttir. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tveir prestar vígðir

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði tvo presta og einn djákna við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudag. Vígsluþegar voru Skúli Sigurður Ólafsson, sem vígðist sem aðstoðarprestur í Ísafjarðarprestakalli, Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir, sem vígðist til að vera fræðslufulltrúi kirkjunnar með aðsetur á Akureyri, og Svala Sigríður Thomsen, Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 277 orð

Umbótasinnar fá meirihluta

LÝÐRÆÐISFYLKINGIN, UDF, flokkur umbótasinna í Búlgaríu, hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum sem fram fóru í landinu á laugardag, eða 52%. Standa sigurvegararnir nú frammi fyrir því erfiða verkefni að koma efnahag Búlgaríu á réttan kjöl. Reiknað er með að þessi meirihluti UDF skili flokknum 137 þingsætum af 240. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Undirskriftalistar afhentir

SÉRA Gunnari Kristjánssyni, prófasti í Kjalarnesprófastsdæmi, var á laugardag afhent áskorun liðlega 2.000 sóknarbarna í Garðaprestakalli, þess efnis að almennar prestskosningar fari fram í prestakallinu. Til þess að hægt sé að fara fram á almenna kosningu þurfa 25% atkvæðisbærra sóknarbarna að óska þess, í þessu tilfelli um 1.700 manns. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 384 orð

Vangaveltur hafnar um eftirmann Majors

ERJUR innan Íhaldsflokks Johns Majors forsætisráðherra um áherzlur í Evrópumálum blossuðu upp á ný í gær og vöktu upp vangaveltur um að baráttan um eftirmann Majors væri nú þegar hafin í flokknum. Samkvæmt nýjustu skoðankönnuninni, sem birt var í gær, hefur forskot Verkamannaflokksins á Íhaldsflokkinn heldur dregizt saman, úr 19% í 16%. Meira
22. apríl 1997 | Erlendar fréttir | 148 orð

Van Miert vill banna lágmarksverð á bókum

Van Miert vill banna lágmarksverð á bókum KAREL van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hyggst skera upp herör gegn samningum útgefenda og bókaverzlana um lágmarksverð á bókum. Meira
22. apríl 1997 | Miðopna | 2060 orð

Varnaðaráhrifin aðalatriði

Árið 1993 - árið sem embætti skattrannsóknarstjóra var sett á fót - kom út svonefnd skattsvikaskýrsla þar sem því var haldið fram að árleg skattsvik hér á landi næmu um það bil 11 milljörðum króna. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Vel haldið á málum sjóða Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, vísa á bug gagnrýni

GAGNRÝNI utanríkisráðherra kom fram í frétt Morgunblaðsins á sunnudag. Sakaði hann forsvarsmenn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins m.a. um tilhneigingu til miðstýringar og tregðu til breytinga á lífeyrissjóðakerfinu. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 383 orð

Viðbrögð við Spaugstofuþætti of hörð

HALLDÓR Reynisson, aðstoðarprestur í Neskirkju, sagði í útvarpsmessu á Rás 1 á sunnudag að honum þætti að viðbrögð nokkurra fulltrúa kirkjunnar við Spaugstofuþættinum, sem sýndur var í Sjónvarpinu laugardagskvöldið fyrir páskadag, hafi verið alltof hörð. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Viðskipti við bæjarblöð skoðuð

NESTOR Markaðsþjónusta hefur óskað eftir því að Samkeppnisstofnun taki til athugunar viðskipti Kópavogsbæjar við frétta- og bæjarmálablöð útgefin í Kópavogi og grípi til viðeigandi aðgerða ef ástæða þyki til í þeim tilgangi að frjáls útgáfa frétta- og bæjarmálablaða þar njóti jafnræðis á við slík blöð sem útgefin eru af stjórnmálaflokkum eða samtökum. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 288 orð

VR mótmælir nýju skattakerfi ASÍ

SAMÞYKKT var á fundi sambandsstjórnar ASÍ á miðvikudag að breyta aðferð við skattlagningu aðildarfélaga. Breytingin hlaut víðtækan stuðning, því 80% fundarmanna, eða 58, voru henni meðmæltir og 7 voru á móti en nokkrir sátu hjá," sagði Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ. Fulltrúi Verslunarmannafélags Reykjavíkur lagði fram bókun og mótmælti breytingunni. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 318 orð

"Ætti að vera um borð í hverju einasta fiskiskipi"

LANDHELGISGÆSLAN í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands hefur gefið út nýtt kennslumyndband sem ber heitið "Björgun með þyrlu" og er einkum ætlað sem kennsluefni í Slysavarnaskóla sjómanna. Myndin er hálftíma löng og sýnir dæmi um það hvernig ber að standa að björgunaraðgerðum á sjó með þyrlu. Meira
22. apríl 1997 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Ölvaður á stolinni bifreið

ÖLVAÐUR ökumaður á stolinni bifreið var handtekinn á Akureyri snemma á sunnudagsmorgun. Bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi í Varmahlíð í Skagafirði sl. föstudag. Þá hafði ökumaður lent í árekstri á henni og hann reyndist ekki hafa réttindi til aksturs bifreiða. Meira
22. apríl 1997 | Innlendar fréttir | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Séreignasjóðirnir bjóðafélögum sínum að kaupa sérstakar tryggingar Iðgjöld lífeyristrygginga mynda séreign sem greidd er út í einu l Meira

Ritstjórnargreinar

22. apríl 1997 | Staksteinar | 318 orð

Gróska í efnahagsmálum

"HAGVÖXTUR var meiri en um langt árabil, verðbólga var lítil, atvinnuleysi fór minnkandi og ráðstöfunartekjur vaxandi. Jafnframt var viðunandi jafnvægi í fjármálum þegar á allt er litið og afkoma fyrirtækja var almennt með bezta móti..." [Þjóðarbúskapurinn, aprílhefti 1997, útg. Þjóðhagsstofnun]. Þjóðhagsspá 1997: Í RITINU Þjóðarbúskapnum segir m.a. Meira
22. apríl 1997 | Leiðarar | 630 orð

LeiðariLÝÐRÆÐI Í LÍFEYRISSJÓÐUM UMRÆÐUM að undanfö

LeiðariLÝÐRÆÐI Í LÍFEYRISSJÓÐUM UMRÆÐUM að undanförnu um lífeyrissjóðina hafa sjónir manna m.a. beinzt að því fyrirkomulagi, sem er við stjórnun þeirra. Nú eru það verkalýðsfélögin og vinnuveitendur, sem skipa stjórnir sameignarsjóðanna svonefndu. Meira

Menning

22. apríl 1997 | Tónlist | 404 orð

Að leika á sína litlu flautu

Svanurinn kvaddi Gísla Ferdinandsson á vortónleikum sveitarinnar og lék hefðbundna lúðrasveitartónlist. Einleikarar: Andrés Björnsson, er lék á flygelhorn og Gísli Ferdinandsson, er lék einleik á piccoloflautu. Stjórandi var Haraldur Árni Haraldsson. Laugardagurinn 19. apríl, 1997. Meira
22. apríl 1997 | Kvikmyndir | 488 orð

Á ystu nöf með Cronenberg

Leikstjóri: David Chronenberg. Kvikmyndataka: Peter Suschitzky. Handrit: David Cronenberg. Byggt á skáldsögu J.G. Ballards. Tónlist: Howard Shore. Aðalhlutverk: James Spader, Deborah Kara Unger, Elias Kotreas, Holly Hunter, og Rosanna Arquette. 100 mín. Kanadísk/ frönsk/bresk. Crash Productions/Alliance Communications. 1996. Meira
22. apríl 1997 | Tónlist | 340 orð

Bassi, gítar, tromma og Egill

Flutt voru verk eftir Björn Thoroddsen og Egil Ólafsson. Flytjendur: Egill Ólafsson söngur, Björn Thoroddsen gítar, Ole Rasmussen kontrabassi og Per Arne Tollbom trommur. Laugardaginn 19. apríl 1997. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 55 orð

Bateman mettar 4.200

LEIKKONAN glaðlega, Justine Bateman, sem er eini kvenkynsleikari sjónvarpsþáttanna "Men Behaving Badly", skellti á sig svuntunni um páskana og eldaði mat handa heimilislausum í Los Angeles á árlegri fjáröflunarsamkomu þar í borg. Með henni við eldamennskuna voru kollegar hennar, leikkonurnar Bonnie Hunt og Jayne Meadows Allen, en alls útbjuggu þær 4.200 máltíðir. Meira
22. apríl 1997 | Kvikmyndir | 525 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Lesið í snjóinn Kvikmynd Bille August fer vel af stað, andrúmsoftið er ógnvekjandi og útlitið drungalega fallegt. Því miður dregur afleitur leikur flestra leikaranna og heimskuleg þróun sögunnar, myndina niður. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 127 orð

Bonino þekkti sjálfa sig

EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fékk nýlega sendar skopmyndir eftir Sigmund sem klipptar höfðu verið úr Morgunblaðinu. Á annarri myndinni sést Emma ásamt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra, þegar hún kom hingað til lands í september síðastliðnum í boði hans, Meira
22. apríl 1997 | Tónlist | 387 orð

Borgfirzkar raddir

Ýmis kórlög o.fl. Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla; Clive Pollard, píanó; Samkór Mýramanna undir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur. Laugardaginn 19. apríl kl. 16. HINN SEXTÁN ára gamli Samkór Mýramanna hefur að vitund undirritaðs ekki dillað hlustum höfuðborgarbúa áður nema einu sinni fyrr í vetur á skemmtikvöldi á Hótel Íslandi. E.t.v. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 271 orð

Djass og þjóðlög frá ýmsum löndum

DANSKA hljómsveitin Bazaar heldur tónleika á Íslandi í apríl og maí, þá fyrstu í Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 19.30. Bazaar hefur starfað í tuttugu ár og hvarvetna vakið athygli og verið vel tekið. Tónlistin sem hljómsveitin flytur er sérstæð og flutningurinn persónulegur þótt fyrirmyndir séu kunnar. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 76 orð

Einföld Claudia í Perú

FYRIRSÆTAN Claudia Schiffer er nú stödd í Lima, höfuðborg Perú, þar sem hún kemur fram, bæði á tískusýningum og kynnir perúskt greiðslukort meðal annars. Aðspurð af þarlendum fréttamönnum sagðist hún vera afar upptekin manneskja. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 125 orð

Eistneskt leikhúslíf

Eistneskt leikhúslíf ¨ULEV Aaloe, leikhúsmaður frá Eistlandi, mun halda fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu, þriðjudaginn 22. apríl kl. 17.00. Í fyrirlestrinum fjallar hann um eistneskt leikhús og sýnir myndbandsupptökur. Aaloe hefur lagt gjörva hönd á margt í eistnesku menningarlífi. Meira
22. apríl 1997 | Tónlist | 542 orð

Fagur söngur og samstillt túlkun

Judith Gans, og Jónas Ingimundarson fluttu ítölsk, íslensk og frönsk söngverk. Sunnudagurinn 20. apríl 1997. JUDITH Gans hefur "uppgötvað" Ísland og íslendingar "uppgötvað" góða söngkonu og það sem hlýtur að vekja hlýju, að hún hefur lagt sig eftir að syngja á íslensku, með aldeilis frábærum árangri, bæði er varðar framburð og túlkun ljóðanna. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 88 orð

"Græn sveifla" í Íslensku óperunni

"Græn sveifla" í Íslensku óperunni FYRSTU opinberu tónleikar Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir þriðjudaginn 22. apríl kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er "Græn sveifla". Léttsveitin sem er skipuð rúmlega 100 konum er yngri systir Kvennakórs Reykjavíkur. Sveitin hefur starfað frá hausti 1996 undir stjórn Jóhönnu V. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Hnappheldan á O'Donnel og Fentress

HÉR sést leikarinn og hjartaknúsarinn Chris O'Donnel, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinn í "Scent of a Woman" og í "Batman Forever" ásamt brúði sinni, Caroline Fentress, á leið frá kaþólsku kirkjunni St. Patrick's eftir að þau höfðu látið gefa sig þar saman. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Húnvetnskir kórar í Seljakirkju

SAMEIGINLEGIR tónleikar þriggja kóra verða haldnir í Seljakirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 21. Þar koma saman kórarnir Lóuþræll og Sandlóur frá Miðfirði í Vestur­Húnavatnssýslu og Húnakórinn í Reykjavík. Söngstjóri kóranna að norðan er Ólöf Pétursdóttir og undirleikari er Elínborg Sigurgeirsdóttir. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 86 orð

Karlakór Keflavíkur heldur vortónleika

KARLAKÓR Keflavíkur heldur vortónleika fyrir áskriftarfélaga. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju 27. apríl, Ytri­Njarðvíkurkirkju 30. apríl, 7. maí og 14. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Einnig verða tónleikar í Fella­ og Hólakirkju í Reykjavík 11. maí og hefjast þeir kl. 17. Kórinn mun heimsækja Vestmanneyinga 2.­4. maí og halda tónleika í Hvítasunnukirkjunni 3. Meira
22. apríl 1997 | Kvikmyndir | 228 orð

Kvikmyndaverðlaun MTV

"INDEPENDENCE Day" og "William Shakespeares's Romeo and Juliet" hlutu flestar útnefningar fyrir kvikmyndaverðlaun MTV sem verða veitt 7. júní í Santa Monica í Kaliforníu. Það eru áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar sem velja hverjir komast í úrslit. Þetta er sjötta árið í röð sem MTV heldur slíka verðlaunahátíð. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 93 orð

Kynning á listamönnum í Leifsstöð

Kynning á listamönnum í Leifsstöð Í FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar stendur nú yfir kynning á verkum Guðrúnar Kristjánsdóttur. Félag íslenskra myndlistarmanna og Leifsstöð standa sameiginlega að þessari kynningu á verkum félagsmanna FÍM. Guðrún sýnir sex olíumálverk sem öll heita Fjallshlíðar og eru unnin á árunum 1994­95. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 84 orð

Léttsveitarsöngur í afmæli

JÓHANNA V. Þórhallsdóttir, söngstjóri Léttsveitar Kvennakórs Reykjavíkur, hélt upp á fertugsafmæli sitt í húsakynnum Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7 síðastliðinn föstudag. Fjölmenni mætti til veislunnar og þáði veitingar og hlýddi á skemmtiatriði sem meðal annars voru framreidd af Léttsveitinni. Meira
22. apríl 1997 | Myndlist | 394 orð

Lind litanna

Daði Guðbjörnsson. Opið virka daga frá 10­18. Laugardaga frá 10­17. Sunnudaga frá 14­17. Til 27. apríl. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Daði Guðbjörnsson lætur ekki deigan síga um sérstakt myndmál sitt, sem hann lagði útaf í árdaga. Er hér óvenju staðfastur af íslenzkum myndlistarmanni að vera, þótt mjög færist í vöxt nú um stundir að þaulkanna eitt afmarkað myndefni. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 75 orð

List leiksins

Reuter List leiksins ÞETTA olíumálverk, sem er rúmir 3 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd, kom nýlega fyrir almenningssjónir í Manchester, en það kallast "List leiksins". Meira
22. apríl 1997 | Skólar/Menntun | -1 orð

Markvisst starf á leikskólunum en sveigjanlegt Víða var komið við í umræðum á fjölmennu málþingi leikskólakennara fyrir nokkru

FYRSTA erindið á málþinginu, sem haldið var í Rúgbrauðsgerðinni, var flutt af Þórhöllu Guðmundsdóttur leikskólasérkennara. Hún fjallaði um heildtæka skólastefnu og hvernig hægt er að mæta þörfum allra barna hvort sem þau væru fötluð, ófötluð, hvít, svört, stór eða lítil eins og hún orðaði það. Meira
22. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 313 orð

Norskum nemendum leiðist

UM 60% nemenda í Noregi leiðist í skólanum og finnst námið of einhæft. Er þetta oft orsök hegðunarvandamála, að sögn fræðimanna. Thomas Nordahl og Mari-Anne Sørlie við Rannsóknarstofnun uppeldis, velferðar og öldrunarmála í Noregi, NOVA, hafa kannað ástand mála í grunnskólum og framhaldsskólum. Um 1.100 nemendur tóku þátt í rannsókninni ásamt kennurum og foreldrum nemenda. Meira
22. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 161 orð

Ný kennsluforrit

NÁMSGAGNASTOFNUN hefur gefið út ný kennsluforrit bæði fyrir PC-tölvur og Machintosh. Leikverheitir kennsluforrit í móðurmáli fyrir PC-tölvur eftir Birgi Edwald, Hildigunni Halldórsdóttur og Sophie Kofoed Hansen. Í þessu forriti eru þjálfuð hugtök, form, fjöldi, samlagning, mengi, bókstafir, mynstur o.fl. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Opið hús í X-inu

UM SÍÐUSTU helgi var opið hús í félagsmiðstöð unglinga í Stykkishólmi, X-inu, en hún er til húsa í gamla samkomuhúsinu í bænum. Á opna húsinu var foreldrum og öðrum bæjarbúum gefinn kostur á að skoða félagsaðstöðuna, en á undanförnum árum hefur hún verið bætt mikið. Keypt hafa verið hljómflutningstæki, ljósabúnaður og sett upp ýmis leiktæki. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 216 orð

Sambíóin sýna myndina Michael

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Michael með John Travolta, Andie McDowell, William Hurt og Bob Hoskins í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Nora Ephron. Kvikmyndin er sýnd í Sambíóunum Álfabakka og Kringlunni, Nýja Bíói í Keflavík og Borgarbíói á Akureyri. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 151 orð

Shields og Agassi í hjónaband

LEIKKONAN Brooke Shields, 31 árs, og tennisleikarinn Andre Agassi, 26 ára, sem hafa verið trúlofuð í tvö ár, gengu í hjónaband um helgina. Athöfnin var látlaus og viðstaddir voru vinir og fjölskyldumeðlimir, alls um 100 manns. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Skagfirska söngsveitin með vortónleika

Skagfirska söngsveitin með vortónleika VORTÓNLEIKAR Skagfirsku söngsveitarinnar í Reykjavík verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 24. apríl og laugardaginn 26. apríl, og hefjast kl. 17. Flutt verða verk eftir íslenska höfunda og erlenda höfunda. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 1461 orð

Skúlptúr úr hljóði

Skúlptúr úr hljóði Á þrítugsaldri var Max Neuhaus orðinn víðkunnur ásláttarleikari sem ferðaðist um heiminn og sérhæfði sig í flutningi samtímatónlistar. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 650 orð

Skyldu menn blóta á laun, ef vildu

Skyldu menn blóta á laun, ef vildu Fyrir jólin kom út í Osló bókin Blote kan ein gjere om det berre skjer i løynd eftir Gunhild Kværness. Þar kemst hún að annarri niðurstöðu um tengsl íslenskra og norskra laga en fræðimenn hafa gert hingað til. Kjartan Árnason kannaði þetta mál. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 144 orð

Steinunn, Vigdís, Friðrik og Hannes tilnefnd

STEINUNN Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir hafa verið tilnefndar til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna í ár og Friðrik Rafnsson og Hannes Sigfússon til Evrópsku þýðingarverðlaunanna. Steinunn er tilnefnd fyrir skáldsögu sína Hjartastaður og Vigdís fyrir skáldsöguna Z. Ástarsaga. Meira
22. apríl 1997 | Kvikmyndir | 226 orð

Stór nöfn á Cannes

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes á fimmtugsafmæli í ár. Undirbúningur er á fullu fyrir hátíðina og beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða myndir verði valdar til sýningar. Kvikmyndaleikstjórar eins og Oliver Stone, Zhang Yimou, Ang Lee, Wong Kar-wai og Abbas Kiarostami eru allir með nýjar myndir í farteskinu sem eru líklegar til að vera frumsýndar á Cannes. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 82 orð

Uppáhalds listamennirnir verðlaunaðir

HIN árlega verðlaunahátíð, Kid's Choice Awards fór fram í tíunda skiptið í Los Angeles um síðustu helgi en á henni veita börn og unglingar uppáhalds kvikmyndaleikurum og tónlistarmönnum sínum verðlaun. Kynnir á hátíðinni var fyrirsætan Cindy Crawford en meðal vinningshafa á hátíðinni var háðfuglinn Jim Carrey. Meira
22. apríl 1997 | Fólk í fréttum | 332 orð

Valgerður andlit ársins

ÁRLEGA er valið No Name andlit ársins til þess að kynna samnefndar snyrtivörur. Fyrir skömmu var tilkynnt að Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og fjölmiðlakona, myndi bera þennan titil í ár og tekur hún við af Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Valgerður sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mjög skemmtilegt að vera andlit No Name snyrtivaranna. Meira
22. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 297 orð

Vaxandi menntun kvenna skilar sér illa í æðstu stöðum

ATHYGLI hefur vakið við rektorskjör Háskóla Íslands hversu fáar konur eru prófessorar við skólann eða aðeins 7%. Hefur hlutfall þeirra lítið breyst á undanförnum 18 árum, því á árunum 1979­1995 voru 4% prófessora við skólann konur. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 132 orð

Vorvaka Emblu

Vorvaka Emblu FÉLAGIÐ Embla í Stykkishólmi heldur sína árlegu vorvöku síðasta vetrardag, 23. apríl. Vakan, sem ber yfirskriftina "Vor við sæinn", er tileinkuð sjónum og sjómennsku og hefst í Stykkishólmskirkju kl. 20.30 með söng karla úr kór kirkjunnar og munu þeir syngja sjómannalög frá ýmsum áttum. Meira
22. apríl 1997 | Skólar/Menntun | 444 orð

Þroskandi nám og tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi

"ÉG MÆLI tvímælalaust með því, að skólar taki þátt í samevrópsku verkefni, því það er mjög þroskandi að eiga samvinnu við nemendur í öðrum löndum. Auk þess er slík samvinna mikil tilbreyting frá hefðbundnu skólastarfi," sagði Þröstur Freyr Gylfason, nemandi á öðru ári í Menntaskólanum að Laugarvatni (ML) í samtali við Morgunblaðið. Meira
22. apríl 1997 | Tónlist | 599 orð

Þú dýra alþýðulist

Þjóðleg tónlist frá Mið-Svíþjóð. Tríóið Vendelkråkorna (Annika Ekstav & Cajsa Ekstav, lyklahörpur og söngur; Mickael Näslund, gítar og söngur. Föstudaginn 18. apríl kl. 20.30. FRAMANDFÍKN þessarar eyþjóðar er undarlega misskipt. Meira
22. apríl 1997 | Menningarlíf | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

22. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 277 orð

Á tóbaksekrunni

MIKIÐ er nú gott að eiga menningarstofnun sem vakir yfir andlegri og siðferðilegri velferð þegnanna og sér þeim fyrir nauðsynlegri fræðslu um þau efni sem mestu skipta. Sjónvarpið okkar allra mataði okkur á upplýsingum um stórkostlegan hugsjónamann suður í Frans sem ann sér tæpast svefns eða matar vegna áhugans á að efla fagurt mannlíf með því að breyta vínberjalegi í fíkni- og vímuefnið Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 643 orð

Engin sátt um stjórnkerfi fiskveiða

Í FYRRI svargrein til Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, var ítarlega rætt um ranglætið í gildandi kvótakerfi í þorskveiðum, svo sem hann hefir réttilega bent á, og hefði átt að leiða til niðurfellingar þessa kerfis fyrir löngu. Meira
22. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 714 orð

Forfeðurnir I.

UNDANFARIÐ hefur talsvert verið talað um múhameðstrú, eða íslam sem er hið rétta nafn á trú þeirra múslíma. Jafnframt hefur komið fram að lítið sem ekkert er til á prenti, sem getur upplýst fróðleiksfúsa um þessa trú. Það er ef til vill ekki svo undarlegt, þar sem trúarrit múslíma ­ Kóraninn er aðeins skrifaður á arabísku, en þó viðurkenndur á tyrknesku að mér skilst. Meira
22. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Hrossaræktarráðunautur kvaddur

Hrossaræktarsamband Vesturlands og vinir Þorkels Bjarnasonar héldu fyrir nokkru kveðjuhóf að Brún í Bæjarsveit en Þorkell er nú hættur störfum sem hrossaræktarráðunautur eftir 35 ára starf. Margur hefði viljað að hann hefði ekki sagt starfinu lausu fyrr en eftir 2 ár þegar aldurshámarki væri náð. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 980 orð

Hvað hafa verið byggð mörg tónleikahús á Íslandi?

ÞESSI spurning kom upp í hugann þegar ég las í Degi-Tímanum 26. mars sl. (á baksíðu blaðs 1) að fyrirhugað væri að byggja yfir skautasvellin á Akureyri og í Reykjavík. Í Reykjavík hefur verið samþykkt að veita 160 milljónum króna til verksins en á Akureyri er verið að semja við Akureyrarbæ vegna kostnaðar upp á 44 milljónir. Meira
22. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Hvar endar hin sífellda skerðing til handa öryrkjum þessa lands?

ÞAÐ er nokkuð sérstakt að heyra stjórnmálamenn hrósa velferðarkerfinu á sama tíma og sama kerfi býður hluta fólks að lifa langt undir fátæktarmörkum. Hafa menn gjörsamlega misst sjónir á íslenskum raunveruleika? Fagrar lofræður innihalda allajafna loforð um að standa vörð um þá er minna mega sín. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Kjósum Pál Skúlason sem rektor

VIÐ undirrituð höfum ákveðið að styðja Pál Skúlason í kjöri til rektors Háskóla Íslands miðvikudaginn 23. apríl. Við teljum að Páll hafi kosti til að bera sem munu nýtast háskólanum afar vel við núverandi aðstæður. Hann hefur mikla yfirsýn og er frábær ræðumaður. Hann hefur skrifað vinsælar bækur sem höfða jafnt til fræðimanna sem almennings. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 788 orð

Meinatæknafélag Íslands 30 ára

UM þessar mundir er Meinatæknafélag Íslands 30 ára. Meinatæknar eru hluti af stærri heild sem nefnist heilbrigðisstéttir. Það veltur mikið á nákvæmum vinnubrögðum þeirra að áreiðanlegar niðurstöður fáist úr rannsóknum sem eru notaðar til greiningar og meðferðar á sjúkdómum. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 800 orð

Miðborg með framtíð?

MIÐBORGARSAMTÖK Reykjavíkur eru heildarsamtök hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur og hafa samtökin það að markmiði að efla miðborgina sem helsta og virkasta verslunar-, viðskipta- og þjónustusvæði landsins. Sú þróun sem hefur átt sér stað í miðborg Reykjavíkur á undanförnum árum og sérstaklega í Kvosinni, er vel þekkt erlendis. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 1031 orð

Mikil arðsemi af fjárfestingum í gæðaeftirliti

Á UNDANFÖRNUM árum hefur mikil þróun átt sér stað í gæðaeftirliti með framleiðsluvörum, sérstaklega í matvælaiðnaði. Þrátt fyrir þessar breytingar eru enn margir kostir til aukinnar hagræðingar með bættu gæðaeftirliti ónýttir. Meira
22. apríl 1997 | Bréf til blaðsins | 707 orð

Nokkur orð um erfðafjárskatt

Nokkur orð um erfðafjárskatt TILEFNI þessarar greinar er að vekja athygli á frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi og varðar breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Mikil ástæða er til að frumvarp þetta nái fram að ganga og langar mig að útskýra hvers vegna með því að leggja hér fram raunverulegt dæmi: Mæðgur hafa búið saman alla ævi (í þessu tilviki rúm 5 Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 1083 orð

Ómskoðun á meðgöngu

FYRIR nær 13 árum var byrjað að bjóða þunguðum konum ómskoðun við 18-19 vikna meðgöngulengd. Starfsemin hófst á kvennadeild Landspítalans og landsbyggðin fylgdi eftir á næstu 2-3 árum. Almennar leiðbeiningar til lækna og ljósmæðra um tilgang og framkvæmd ómskoðunar voru birtar í árslok 1986. Áður höfðu námskeið verið haldin á Landspítalanum til að kenna frumatriði ómskoðunar hjá þunguðum konum. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 404 orð

Páll Skúlason ­ okkar maður!

MIÐVIKUDAGINN 23. apríl verður gengið til síðari umferðar í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í fyrri umferðinni varð Páll Skúlason efstur en þar sem enginn fékk hreinan meirihluta þarf að kjósa nú á milli hans og Jóns Torfa Jónassonar, sem lenti í öðru sæti. Embætti háskólarekstors er geysilega mikilvægt fyrir háskólasamfélagið. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 1184 orð

Páskadagar hjúpaðir hvítri skikkju

VIÐ vorum fimmtán ferðalangar frá Ferðafélagi Íslands sem lögðum af stað síðdegis úr bænum 26. mars í þeim tilgangi að ganga páskadagana á skíðum um Síðumannaafrétt; sjá Lakagíga, Hverfisfljót og Skaftárdal. Ferðinni var heitið fyrsta kvöldið að Múlakoti austan við Kirkjubæjarklaustur en þar gistum við í svefnpokaplássi í Múlakotsskóla, gömlum barnaskóla. Meira
22. apríl 1997 | Aðsent efni | 710 orð

Stjórnarskráin og kvótar

STJÓRNSKIPUNIN skiptist í þrjár megingreinar, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Að vonum er óhugsandi, að um algjöra þrískiptingu sé að ræða. Þannig er það framkvæmdavaldið, sem skipar dómara hér á landi. Alþingi getur framselt af löggjafarvaldi sínu í hendur framkvæmdavaldinu, venjulega í hendur ráðherra. Meira

Minningargreinar

22. apríl 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Andlátsfrétt vinkonu minnar Ágústu Ágústsdóttur barst mér símleiðis vestur um haf 13. apríl sl. Fréttin kom mér ekki á óvart, svo lengi hafði hún barist við erfiðan sjúkdóm. Hvíldin var henni því kærkomin. Við hjónin áttum í fjöldamörg ár mikla samleið með Gústu og Ástmundi. Allt eru það ljúfar endurminningar sem nú koma upp í huga minn. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Nú þegar Ágústa hefur kvatt sitt jarðlíf er mér bæði ljúft og skylt að votta henni, fyrir hönd SÍBS og Reykjalundar, virðingu og þökk fyrir áratuga langan stuðning og velvild. Tengsl Ágústu við SÍBS voru af ýmsum rótum runnin, urðu til á sínum tíma af ýmsum ástæðum. M.a. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 924 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Nú þegar tengdamóðir mín er fallin frá, er mér ljúft og skylt að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var ekki laust við kvíða í brjósti ungs manns, sem í fyrsta skipti kom á Grenimelinn til að hitta foreldra unnustunnar fyrir tuttugu og fimm árum. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 392 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Það er mér bæði ljúft og skylt að fara nokkrum orðum um hana ömmu mína í kveðjuskyni, sem ég er nefnd eftir. Fáir báru nafn sitt með eins mikilli reisn og hún amma Ágústa; hún var hin virðulega og konungborna fram í fingurgóma. Hún er einn sá sterkasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 237 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Árið var 1960, ég 16 ára og á föstu. Strákurinn sem ég var með og seinna varð eiginmaður minn, vildi endilega kynna mig fyrir fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans var auðvitað mamma hans og pabbi, en ekki síður föðurbróðir hans Ástmundur og hans kona, Ágústa, sem nú er kvödd. Já, fjölskyldur bræðranna, Ástmundar og Sveins, voru sem ein stór fjölskylda í lífi og leik. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 480 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Þá er hún elsku amma öll. Líkamlegri og andlegri heilsu hennar hrakaði ört hin síðustu ár og henni leið ósköp illa yfir vanmætti sínum, því amma var skapmikil og stjórnsöm kona. En hún var enn þá í fullu fjöri haustið 1992, þegar ég flutti til Bandaríkjanna. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 256 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Við kynntumst Ágústu og Ástmundi frænda okkar sem börn og ólumst upp við að hafa þau sem fastan punkt í tilveru okkar. Það var ekki slæmur kostur að geta reitt sig á slíka öðlinga, enda reyndust þau sem klettar er veittu skjól og öryggi, auk sérstakrar kímni þeirra sem yljar enn í dag. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 410 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Hún er oft nöpur norðangjólan á þorranum í Vesturbænum. Það fékk ég, sveinstauli úr Skjólunum, að finna á leið minni í Verslunarskólann. Það sem bjargaði heilsu minni var að komast í skjól og hlýju á Grenimel 1. Þar fann ég svo sannarlega fyrir hlýju, ekki einungis húsahlýju heldur einnig hjartahlýju, hjartahlýju, sem geislaði frá Ágústu alla hennar tíð. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 1114 orð

Ágústa Ágústsdóttir

Heiðurskonan Ágústa Ágústsdóttir hefur lokið lífsgöngu sinni eftir nokkurra ára heilsuleysi. Hún var eiginkona Ástmundar föðurbróður míns og vinkona Helgu, móður minnar. Líf þessara tveggja fjölskyldna var sameinað í einni kærleikskeðju frá því ég man fyrst eftir mér. Þeir bræður, Ástmundur og Sveinn, faðir minn, voru einstaklega nánir í leik og starfi. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 227 orð

ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR

ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR Ágústa Ágústsdóttir, húsmóðir, fæddist í Reykjavík 8. október 1914. Hún lést á Reykjalundi 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingigerður Sigurðardóttir og Ágúst Guðmundsson. Hún var næstyngst sjö systkina. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 123 orð

Ágústa Ágústsdóttir Elsku amma mín. "Því með mikilli hryggð og harmþrungnu hjarta og mörgum tárum skrifaði ég yður, ekki til

Elsku amma mín. "Því með mikilli hryggð og harmþrungnu hjarta og mörgum tárum skrifaði ég yður, ekki til að hryggja yður, heldur til þess að þér sæjuð þá miklu elsku, er ég hef til yðar." (Úr Biblíunni.) Það er komið vor. Daginn er tekið að lengja og allt er í blóma hér í Kaupmannahöfn. Farfuglarnir eru lagðir af stað í sína árlegu ferð norður á bóginn og þú farin í þína hinstu ferð. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 164 orð

Fannar Sverrisson

Ég var að vona að þeir hefðu bjargast. Um kvöldið skildi ég að það var ekki þannig. Af hverju Fannar? Hann sem var alltaf skemmtilegur og glaður, aldrei í fýlu. Enginn annar hefði til dæmis gefið okkur Óskari allt poppkornið sitt og sódavatnið líka. Hann sagði kannski ekkert mikið í orðum, heldur bara með brosinu og því. Guð hefur viljað fá hann strax af því hann var svo skemmtilegur. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Fannar Sverrisson

Vinur okkar, Fannar Sverrisson, hóf sig til lofts á Sandskeiði ungur að árum enda tíður gestur þar frá blautu barnsbeini. Hann var haldinn einlægri flugþrá, stundaði svifflug af krafti og fór fljótt að miðla af reynslu sinni sem kennari og keppnismaður. Vélflugi gerði hann einnig góð skil og sótti til þess skólun hérlendis sem og víða erlendis. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Fannar Sverrisson

"Hæ, strákar, það eru komnar hérna stelpur, þær ætla að fá að fljúga." Þetta var um verslunarmannahelgi fyrir sjö árum. Stelpurnar sem um var rætt voru vinkonur sem höfðu, að áeggjan vina, ákveðið að prófa svifflug á Sandskeiði. Ég var þarna komin vegna þess að mér fannst það þjóðráð til að losna við flughræðslu en Ída vinkona mín vegna þess að hana hafði dreymt um að læra flug. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 535 orð

Fannar Sverrisson.

Kæri Fannar. Okkur langar að kveðja þig með fáeinum orðum, þegar þú hefur flogið þitt hinsta flug í þessari jarðvist. Í flestum vinahópum er einn einstaklingur sem hefur orku og kraft umfram aðra, geislar frá sér og drífur aðra með sér. Þú varst slíkur maður. Þú bjóst yfir innri krafti og bjartsýni sem smitaði frá sér og þú hvattir okkur hina til verka, hjálpsamur og drífandi. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Fannar Þ. Sverrisson var sonur hjónanna Sverris Þorlákssonar matreiðslumanns og svifflugkennara, og Kristjönu Guðmundsdóttur. Hann kynntist því sviffluginu frá því hann var barn að aldri. Það var því ekki undarlegt að hann fetaði í fótspor föður síns og yrði líka svifflugkennari þegar tímar liðu. Hann hafði líka einkaflugmannspróf og hafði að auki lokið atvinnuflugmannsprófi í Bandaríkjunum. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 197 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Á sunnudagsmorgun fékk ég þá sorgarfrétt að Fannars frænda væri saknað eftir flugslys. Á slíkri stundu hugsar maður margt, skrítið að við sem vorum leikfélagar sem börn og áttum svo góðar stundir saman, hittumst ekki í mörg ár og síðan skyndilega hittumst við úti á götu um daginn; til að kveðjast? Við sem skemmtum okkur svo vel á Austurbrúninni hjá Elsu frænku, Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson) "Tilvera okkar er undarlegt ferðalag," segir Tómas Guðmundsson þegar hann veltir fyrir sér lífshlaupi manna og er það vel til fundið. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 929 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Um jökla vafðist júnínóttin blá, úr jörðu spruttu silfurtærar lindir. Við áttum vor sem aldrei líður hjá og elda sína bak við höfin kyndir. (Davíð Stefánsson) Elsku vinurinn minn, brátt kemur hin bláa júnínótt með sínar silfurtæru lindir. En þá ert þú genginn inn í eilífðarvorið sem aldrei líður hjá frekar en okkar fornu vor. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

"Mjök erum tregt tungu at hræra." Félagi og hæfileikamaður, prýddur fleiri mannkostum en títt er, hefur verið kallaður burt frá samferðamönnum, sem standa eftir með söknuð og sorg í hjarta. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns Fannars Sverrissonar, einkum með þakklæti í huga fyrir að hafa borið gæfu til að hafa kynnst honum. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 198 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Nú þegar leiðir okkar skilja um sinn og mér finnst ég verði að kveðja þig er mér títt hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við áttum saman. Ég er ævinlega þakklátur fyrir þann sanna vinskap og heiðarleika sem þú ávallt sýndir mér og fjölskyldu minni, elsku vinur minn. Aldrei hef ég átt, eða mun eignast, betri vin en Fannar Sverrisson. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 155 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

"Per ardua ad astra." Ég vitna í þessa latnesku setningu sem flugmenn RAF hafa sem "mottó" og þýðir: Gegnum erfiðleika til stjarnanna. Tveir fyrirmyndarmenn, Þorgeir Logi Árnason og Fannar Sverrisson, eru fallnir með reisn. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 243 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Um hádegi sunnudaginn 6. apríl barst mér hörmuleg frétt hingað til Los Angeles. Fréttin var sú að Fannar Sverrisson, fyrrum bekkjarfélagi og vinur, væri látinn. Ég ætlaði vart að trúa þessu. Ég bjóst ekki við að hann myndi kveðja okkur svona ungur að aldri, í blóma lífsins. Ég kynntist Fannari þegar ég var 14 ára eða sama sumar og ég flutti á Garðaflöt 33 í Garðabæ. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 121 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Kveðja frá ömmu Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka, allt sem var en orðin eru fá sem finnast þó fylli hjartað minningar. Ég man þín bernsku brosin hlýju þá bjarmi sólar lék um hár ungan dreng í örmum mínum, æskumann með von og þrár. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 219 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, vinur minn, Fannar Sverrisson, eða Fannsý Boy eins og ég kallaði þig alltaf. Það kemur alveg rosalega margt upp í huga minn núna þegar ég byrja að skrifa þessar fáu línur. Það voru alltaf Fannar og Árni eða Árni og Fannar, þið tveir voruð eins og eitt og ekkert gat skilið ykkur að. Þið skilduð alltaf hvor annan þó að enginn annar skildi ykkur. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Kæri vinur, aldrei hefði mig órað fyrir því að þú færir svona snemma inn í eilífðina og aldrei mun ég skilja af hverju ég var ekki með þér í vélinni eins og við vorum búnir að skipuleggja í morgunkaffinu á laugardaginn 5. apríl. Þú varst glaður eins og ávallt og fórst nákvæmlega yfir þær æfingar sem við ætluðum að gera enda var þér öryggið mjög ofarlega í huga. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 267 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Þú ert fallinn fagri trausti hlynur og fengið hefur endanlega ró, en eftirsjá er mikil að þér, vinur, og einhver neisti innra með mér dó. (G.R.) Ég vil í fáum orðum minnast míns góða vinar og félaga, Fannars Sverrissonar. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 507 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson

Á ekki að fara á Hellumótið í sumar? spurði Fannar okkur með keppnisglampa í augum snemma vors á síðasta ári. Við héldum það nú, því Fannar sjálfur ætlaði að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í svifflugi og ekki kom annað til greina en að fara og styðja við bakið á okkar manni. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 100 orð

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON

FANNAR ÞORLÁKUR SVERRISSON Fannar Þorlákur Sverrisson fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1968. hann lést af slysförum 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sverrir Theodór Þorláksson matreiðslumeistari, f. 2.6. 1933, og Kristjana Guðmundsdóttir, f. 7.3. 1939. Systkini hans eru Margrét, f. 22.11. 1961, og Þórarinn Gunnar, f. 23.8. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 71 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson Elsku Fannar minn. Ég vil ekki skrifa minningargrein um þig því ég vil ekki trúa að þú sért farinn

Elsku Fannar minn. Ég vil ekki skrifa minningargrein um þig því ég vil ekki trúa að þú sért farinn að eilífu. Ég þakka þér það traust og þann trúnað sem þú sýndir okkur. Þú deildir með okkur gleði þinni og erfiðleikum. Þú varst svo stór hluti af fjölskyldu okkar að mér finnst ekki einungis að ég hafi misst vin heldur bróður! Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 41 orð

Fannar Þorlákur Sverrisson Svo snöggt, eins og hendi sé veifað í kveðjuskyni, brosmildur og upprifinn að kvöldi. Um hádegi

Svo snöggt, eins og hendi sé veifað í kveðjuskyni, brosmildur og upprifinn að kvöldi. Um hádegi næsta dags kemur kallið, síðasta flug TF CCP. Kraumandi hlátur, beittar athugasemdir barþjónsins, mannleg samskipti á hlýju nótunum. Þannig varstu. Kveðja, Steinþór Jóhannsson. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 351 orð

Fannar Þ. Sverrisson

Þótt væri vor í lofti, verður laugardagurinn 5. apríl 1997 dimmur dagur í minningu okkar svifflugmanna. Skarð er fyrir skildi í félaginu. Tveir af færustu svifflugmönnum landsins hrifnir á brott í einu vetfangi. Fannar Þorlákur Sverrisson var fæddur inn í svifflugfjölskyldu, sem hefur jafnan staðið saman að því áhugamáli. Strax og hann gat gengið fékk hann að fljúga. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 199 orð

Fannar Þ. Sverrisson

Birta, gleði, tryggð. Jákvæðari og fallegri hugtök finnast vart í mæltu máli ­ en þessi þrjú orð einkenndu einmitt vin okar, Fannar. Fjallmyndarlegur, bjartur yfirlitum og brosmildur stendur hann okkur fyrir hugskotssjónum, þannig var hann þegar við sáum hann fyrst og þannig var hann þegar við sáum hann síðast. Sú útgeislun sem stafaði af honum fór ekki framhjá neinum sem þekktu hann. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 1670 orð

Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir

Foreldrar Halldóru Rannveigar voru Guðmundur Gestsson frá Þyrli í Hvalfirði, síðar Ferstiklu, og Vilborg Bjarnadóttir frá Steinsmýri í Meðallandi. Vilborg missir föður sinn þegar hún er fimm ára, þá ræðst móðir hennar til vistar hjá Sigurði Ólasyni sýslumanni á Kirkjubæjarklaustri. Þegar Sigurður flytur í Kaldaðarnes, þá fylgja mæðgurnar fjölskyldunni. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 31 orð

HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

HALLDÓRA RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Halldóra Rannveig Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1909. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 11. apríl. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 169 orð

Jónatan Ólafsson

Elsku afi minn, ég veit að ég mun alltaf sakna þín, en eins og sagt var við mig þegar ég sá þig svona veikan á spítalanum og grét, að þegar einhver fæðist er vitað að hann mun einhvern tímann deyja. Ég veit líka að núna ert þú kominn til Maju ömmu og þar sem þú ert núna líður þér miklu betur, ert hraustur og kátur. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 364 orð

Jónatan Ólafsson

Góður vinur er genginn. Jónatan Ólafsson var einn af mínum bestu vinum og nær sú vinátta til ársins 1978 er hann og við hjónin, Hjalti heitinn Ágústsson, hittumst í páskafríi á Kanaríeyjum. Þar var Jonni, eins og hann var kallaður af vinum og vandamönnum, í fríi að ráði konu sinnar, Maríu Jensdóttur, sem hafði heimsótt staðinn, ekki fundist hann henta sér en tilvalinn fyrir mann sinn, Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Jónatan Ólafsson

Sláttumaðurinn slyngi hefur skárað stórum í raðir íslenskra hljómlistarmanna og tónskálda undanfarin misseri og nú hefur Jónatan Ólafsson hljómlistarmaður og fulltrúi lotið í lægra haldi fyrir honum. Með Jónatani er genginn einn af vinsælustu lagahöfundum okkar sem fyrr á öldinni og allt til þessa dags setti mark sitt á tónlistarlíf okkar Íslendinga sem hljóðfæraleikari, Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 875 orð

Jónatan Ólafsson

Með söknuði og þakklæti kveð ég afa minn og nafna með þessum skrifum. Það er margs að minnast frá langri vegferð. Hann fæddist á Grettisgötu 27 í Reykjavík, ólst upp í vesturbænum, fyrst á bænum Mávahlíð og síðan í Akurgerði, þar sem Brávallagata er nú. Hann var því Reykvíkingur þótt foreldrar hans teldu sig ætíð Snæfellinga. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 583 orð

JÓNATAN ÓLAFSSON

JÓNATAN ÓLAFSSON Jónatan Ólafsson, 17.2 1914­11.4. 1997. Jónatan Ólafsson, hljómlistarmaður og tónskáld, var fæddur í Reykjavík 17. febrúar 1914. Hann andaðist á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jónatansson, f. 8.5. 1880, d. 2.12. 1963, og Þuríður Jónsdóttir, f. 6.1. 1873, d. 20.1. 1941. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 241 orð

María Friðfinnsdóttir

Við fráfall Maríu Friðfinnsdóttur nem ég staðar til að kveðja og þakka, þakka góð og göfug kynni. María var mikilhæf kona. Þann tíma, sem við störfuðum saman, urðu mannkostir hennar mér æ ljósari. Hún var bráðgreind, yfirveguð, hjartahlý og hjálpsöm. Athafnasöm var hún, vel verki farin og drífandi. Allt lék henni í höndum, enda var hún eftirsótt til starfa, víkingur að dugnaði. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 187 orð

María Friðfinnsdóttir

Amma María er dáin. Af hverju, af hverju þurfti hún að fara svona snemma til Guðs? Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Okkur langar að kveðja hana og þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Hún var alltaf svo góð við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Hjálpaði okkur við heimanámið og las fyrir okkur. Fór með okkur í göngu, sund og hjólaferðir. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 104 orð

MARÍA FRIÐFINNSDÓTTIR

MARÍA FRIÐFINNSDÓTTIR María Friðfinnsdóttir var fædd í Hafnarfirði 9. júní 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Steinþóra Sigríður Einarsdóttir og Friðfinnur Guðmundsson. Systur Maríu voru Sigríður Friðfinnsdóttir fædd 27. ágúst 1923, látin, og Guðbjörg Friðfinnsdóttir, fædd 4. marz 1926. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 59 orð

María Friðfinnsdóttir Kveðja frá tengdadóttur Nú er sál þín rós í rósagarð Guðs kysst af englunum döggvið af bænum þeirra sem

Nú er sál þín rós í rósagarð Guðs kysst af englunum döggvið af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnh. Ófeigsd.) Elsku María. Þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Þakka þér fyrir ástúð þína og umhyggju í okkar garð. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 188 orð

Nikulás Már Brynjólfsson

Elsku Nikki. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 191 orð

NIKULÁS MÁR BRYNJÓLFSSON

NIKULÁS MÁR BRYNJÓLFSSON Nikulás Már Brynjólfsson fæddist á Akranesi 9. september 1936. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Brynjólfur Nikulásson, skipstjóri, f. 1890, d. 1979, og Sigfúsína Ólafsdóttir, f. 1900, d. 1986. Þau áttu fjögur börn, Guðmund, f. 1933, d. 1933, Bryndís, f. 1934, d. 1934, Auði, f. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 431 orð

Sigríður Anna Stefánsdóttir

Kær mágkona hefur kvatt, sjúkdómsstríðinu er lokið. Kynni okkar eru orðin löng, hafa staðið í meira en hálfa öld. Fundum okkar bar fyrst saman er ég var barn að aldri og hún kom inn í okkar fjölskyldu sem eiginkona elsta bróður míns, Gunnlaugs. Hún reyndist mér strax vel og bar aldrei skugga á okkar kynni. Minningar streyma fram, allar á einn veg. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 83 orð

SIGRÍÐUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ANNA STEFÁNSDÓTTIR Sigríður Anna Stefánsdóttir fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal 7. desember 1911. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 14. janúar sl. Anna var elst átta barna hjónanna Rannveigar Jónsdóttur og Stefáns Rögnvaldssonar. Eftirlifandi eru fimm systkinanna. Árið 1945 giftist Anna Gunnlaugi Tryggva Kristinssyni, f. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 368 orð

Sigríður Bjarnadóttir

Sigríður var af góðum foreldrum komin, þeim Guðrúnu Magnúsdóttur og Bjarna Gíslasyni formanni, sem drukknaði ásamt syni sínum í róðri. Systkini Sigríðar voru sex alsystkin, allt mikið manngæskufólk og duglegt. Eru núna öll dáin, nema Magnea Þórarinsdóttir hálfsystir hennar, sem enn er á lífi. Sigríður giftist árið 1932 Jóni Magnússyni, mesta glæsimenni, en þótti sopinn góður. Meira
22. apríl 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR

SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1910. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 24. mars. Meira

Viðskipti

22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 356 orð

500 milljóna hagnaður af Fríhöfninni

HAGNAÐUR fríhafnarverslunarinnar í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli nam rúmum 500 milljónum króna á síðasta ári. Árið 1995 nam hagnaðurinn 585 milljónum króna. Velta fríhafnarverslunarinnar nam 2,6 milljörðum króna á síðasta ári og hefur aukist um 17,45% frá árinu 1995 en þá nam veltan 2,2 milljörðum króna. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Ársfundur Iðnlánasjóðs

ÁRSFUNDUR Iðnlánasjóðs verður haldinn á Hótel Loftleiðum í dag kl. 16.00 Á fundinum mun Johan Bergendahl, framkvæmdastjóri J.P. Morgan, flytja erindi um endurskipulagningu íslensks fjármagnsmarkaðar. Bergendahl er hagfræðingur frá Stokkhólmsháskóla og hóf störf hjá J.P. Morgan árið 1986. Hjá J.P. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Frönsk bréf lækka vegna óvissu

»SKÖRP lækkun varð á verði hlutabréfa og skuldabréfa í Frakklandi í gær vegna stjórnmálaóvissunnar þar í landi og aukinna efasemda um hina sameiginlegu mynt Evrópuríkjanna. Gengi bandaríkjadollars lækkaði ennfremur gagnvart þýsku marki um meira en 1 pfennig vegna óvissunnar í Frakklandi og dvínandi bjartsýni gagvart fyrirhuguðu myntsamstarfi. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Fundur um ferðakostnað

LÆKKUN kostnaðar í viðskiptaferðalögum er yfirskrift síðdegisfundar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl kl. 16.30 á Hótel Sögu, þingsal A. Á fundinum mun Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi, kynna útreikninga á kostnaði í viðskiptaferðalögum. M.a. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 154 orð

"Hag hluthafa bezt borgið á þann hátt"

SÍF hefur nú verið skráð á Verðbréfaþingi Íslands um mánaðartíma, en það er fyrst hinna stóru sölusamtaka í sjávarútvegi, sem skráð er þar. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir það eðlilega þróun að skrá fyrirtæki á Verðbréfaþinginu, en það hafi áður verið á opna tilboðsmarkaðnum. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Heildareignir 4,5 milljarðar

HEILDARHAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins hf. á árinu 1996 nam 758 milljónum króna. Þar af var hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 105 milljónir króna og aukning á óinnleystum gengishagnaði um 653 milljónir króna. Heildareignir sjóðsins námu í árslok 1996 um 3.512 m.kr. Þar af nam hlutabréfaeign sjóðsins 2.175 milljónum króna og skuldabréf og laust fé 1.333 milljónum króna. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 366 orð

Löggæsla á alnetinu

ÞÝSK lögregluyfirvöld hafa komið á laggirnar sveit lögreglumanna sem hefur þann starfa að leita uppi ólöglegt efni á alnetinu. Stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af framboði á ólögmætu efni á netinu, svo sem barnaklámi og áróðursskrifum öfgahópa. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Nýr símarisi stefnir á Ameríkumarkað

BRESKA símafyrirtækið British Telecommunications, BT, og bandarískt samstarfsfyrirtæki þess, MCI, hafa tekið upp samvinnu við spænska símafyrirtækið Telefonica de Espana. Stefna fyrirtækin inn á evrópska og suður-ameríska símamarkaðinn en sá síðarnefndi er í örum vexti. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Ráðstefna um öryggismál á netum

HVAÐ á að gera við boðflennur á tölvunetum og hvernig á að verja verðmætar upplýsingar fyrir tölvuhökkurum? Um þetta verður fjallað á ráðstefnu sem Tæknival hf. heldur á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag. Ráðstefnan er ætluð tölvustjórnendum fyrirtækja og öllum þeim sem bera ábyrgð á eða taka ákvarðanir sem snerta staðarnet og tölvusamskipti fyrirtækja jafnt inn á við sem út á við. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Skýrr í samstarf við Tölvuþjónustu sveitarfélaga

SKÝRR hf. og Tölvuþjónusta sveitarfélaga hafa tekið upp samstarf un öryggismál tölvukerfa. Sveitarfélög eiga á nú kost á öryggishandbók sem sérstaklega er gerð með öryggismál tölvukerfa þeirra í huga. Um er að ræða handbók og meðfylgjandi námskeið þar sem farið er yfir aðgangs- og rekstraröryggi tölvukerfa sveitarfélaganna, þ.á.m. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 257 orð

Sláturfélagið býður út 67 milljóna kr. hlutafé

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur í dag útboð á nýju hlutafé í B-deild stofnsjóðs að nafnvirði rúmlega 67 milljónir króna. Félagsmenn í A- deild stofnsjóðs og eigendur hlutabréfa í B-deild stofnsjóðs hafa forkaupsrétt til kaupa í útboðinu í réttu hlutfalli við inneignir á tímabilinu 22. apríl til 6. maí, en þeir félagsmenn sem ekki nýta forkaupsréttinn geta framselt hann að hluta eða öllu leyti. Meira
22. apríl 1997 | Viðskiptafréttir | 516 orð

Veltan jókst um 37%

AÐALFUNDUR Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað, sem haldinn var á laugardag, ákvað að auka hlutafé félagsins um 100% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt samþykkti fundurinn að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins um 10% til viðbótar með útgáfu nýrra hluta og ákveðið var að greiða 10% arð vegna ársins 1996. Meira

Daglegt líf

22. apríl 1997 | Neytendur | 92 orð

Áfyllingar í bleksprautuprentara

KOMNAR eru á markað áfyllingar í Hewlett Packard bleksprautuprentara. Áfyllingarnar eru frá fyrirtækinu Fullmark og henta fyrir HP 500/600 prentara. Í fréttatilkynningu frá J. Ástvaldssyni hf., sem er umboðsaðili, segir að umbúðirnar séu vistvænar og að um gæðablek sé að ræða. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 120 orð

Fyrirtækjaklúbbur Herragarðsins og Herranna

FYRIR skömmu sameinuðust fyrirtækin Herragarðurinn og Herrarnir. Ein nýjung sem bryddað var upp á í kjölfarið er svokallaður fyrirtækjaklúbbur. Hann er ætlaður þeim fyrirtækjum sem vilja bæta klæðaburð starfsmanna sinna. Er fyrirtækjum og starfsmönnum boðinn afsláttur af vörum verslananna og hins vegar stendur til boða ráðgjöf og aðstoð við val á fatnaði. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 82 orð

Hnéspelkur úr koltrefjaplasti

STOÐ hf. stoðtækjasmíði hefur sett á markað nýja tegund af hnéspelkum. Um er að ræða hnéspelku sem er sérsmíðuð úr koltrefjaplasti. Smíðað er á einstaklinga eftir gifsmóti sem tekið er af fótlegg þeirra. Í fréttatilkynningu frá Stoð hf. segir að Townsend GS hnéspelkan sé létt og hönnuð til að nota vegna liðbandaáverka fyrir og eftir aðgerð. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 180 orð

Kjötvörur Hagkaups í nýjum umbúðum

VERIÐ er að taka í notkun nýjar umbúðir og skipuleggja á ný uppröðun á kjötvörum í verslunum Hagkaups. Óðals kjötvörur í bökkum eru nú aðgreindar með mismunandi litum eftir því um hverskonar kjöt er að ræða. Viðskiptavinir geta gengið að því vísu að allt svínakjöt er í bláum bökkum, lambakjöt í grænum bökkum og ungnautakjöt í svörtum bökkum. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 65 orð

Kynningarverð í hverjum mánuði

FYRIRTÆKIÐ Purity Herbs mun frá og með þessum mánuði vera með kynningarverð í hverjum mánuði á einhverjum þeirra fjörutíu tegunda sem fyrirtækið framleiðir. Tilboð aprílmánaðar er 15% afsláttur af handáburði og hákarlakremi. Þessar vörur eru sérstaklega merktar á útsölustöðum. Krem og olíur frá Purity Hergs eru framleiddar án kemískra rotvarnarefna og eru úr náttúrulegum efnum. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 288 orð

Léttar mjólkurvörur minnka fituneyslu um mörg kg

"Sá sem er vanur að borða eina dós af engjaþykkni daglega getur minnkað fituneyslu sína um 3,5 kg á ári með því að skipta yfir í létt engjaþykkni," segir Brynhildur Briemnæringar-, og matvælafræðingur. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 79 orð

Seltzer með nýju bragði

FARIÐ er að selja drykkinn Seltzer aftur hér á landi. Bragðtegundum Seltzer hefur fjölgað og eru þær nú tíu talsins. Fyrst verður boðið upp á fjórar tegundir, Seltzer með sítrónu, mandarínu, ferskju og bananakeim. Seltzer er framleiddur í Wales og í drykknum eru einungis náttúruleg efni s.s. lindarvatn, ávaxtasykur og náttúruleg bragðefni. Í Seltzer eru engin rotvarnarefni. Meira
22. apríl 1997 | Neytendur | 326 orð

Vörugjaldslækkun skilar sér illa

STARFSFÓLK Neytendasamtakanna hefur fylgst með því hvernig vörugjaldslækkunin hefur skilað sér til neytenda og að sögn Jóhannesar Gunnarssonar framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna er það í afar takmörkuðum mæli. "Við sendum frá okkur fréttatilkynningu í janúarlok þar sem við bentum á vörugjaldslækkun sem tók gildi 1. febrúar sl. Áttu m.a. filmur og snyrtivörur að lækka í verði um 13%. Meira

Fastir þættir

22. apríl 1997 | Í dag | 289 orð

Afmælisbarn dagsins: Þú ert lífsglaður og kappsfullur en átt það til a

Afmælisbarn dagsins: Þú ert lífsglaður og kappsfullur en átt það til að vera hörundsár. Þú ert ekki allra. Nú er kominn tími til að sýna sig og sjá aðra. Komdu þér líka í samband við vini í fjarlægð með símtali eða bréfaskriftum. Þér gengur vel að þéna peninga núna og ættir að geta greitt upp gamlar skuldir. Meira
22. apríl 1997 | Dagbók | 2895 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík vikuna 17.­24. apríl: Ingólfs Apótek, Kringlunni, er opið allan sólarhringinn en Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, er opið til kl. 22. »APÓTEKIÐ IÐUFELLI 14: Opið mád.-fid. kl. 9-18.30, föstud. 9-19.30, laug. 10-16. S: 577-2600. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 88 orð

Ást er. . . að prjóna vetrarpeysu á hann.

Ást er. . . að prjóna vetrarpeysu á hann. að hugsa um hann dag og nótt. göngutúr á stjörnubjartri vetrarnóttu. að finnast þú þurfa að hringja í hann mörgum sinnum á dag. að líða vel hvoru í félagsskap annars. þegar hann kemur þér á óvart með miðum á tónleika með uppáhalds hljómsveitinni þinni. Meira
22. apríl 1997 | Fastir þættir | 766 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bikarkeppnin 1997

ÞÁ ER hafin skráning í bikarinn þetta sumarið. Mótið verður með hefðbundnu sniði. Skráning er til 12. maí og verður dregið þann 13. Umferðunum á að vera lokið sem hér segir: 1. umf. 22. júní, 2. umf. 20. júlí, 3. umf. 17. ágúst, 4. umf. 7. september. Undanúrslit og úrslit spiluð 13. og 14. september. Skráð er á skrifstofu BSÍ s. 587 9360, fax. 587 9361 og e-mail isbridgeÞislandia. Meira
22. apríl 1997 | Dagbók | 613 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 164 orð

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með margavíslega

FIMMTÁN ára japönsk stúlka með margavíslega áhugamál: Hitomi Watanabe, 2-14-12 Kameda, Koriyama-shi, Fukushima-ken, 963 Japan. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum, bókmenntum og pótkortum: Chrissie Myles- Abadoo, P.O. Box 49, Oguaa Town, Ghana. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 30 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Barnaspítala Hringsins og varð ágóðinn 2.356 krónur. Þær heita Arndís Bjarnadóttir, 10 ára, Guðrún Hrönn Jónsdóttir 10 ára og Katrín Thoroddsen 7 ára. Meira
22. apríl 1997 | Fastir þættir | 889 orð

HM-útsláttarmótið í Hollandi?

Alþjóðaskáksambandið FIDE hefur lýst því yfir að umdeilt útsláttarmót um heimsmeistaratitilinn í skák verði haldið í Hollandi. FORSETI FIDE, Kirsan Ilumsjínov, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Moskvu. Hann er forseti rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmykíu, sunnarlega í Rússlandi og upphaflega stóð til að halda keppnina þar um næstu jól og áramót. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 60 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 178 orð

Neikvæður áróður AÐ UNDANFÖRNU hafa birst greinar frá Tóbak

AÐ UNDANFÖRNU hafa birst greinar frá Tóbaksvarnarráði í Morgunblaðinu og hafa þær komið umræðu af stað, m.a. hér í Velvakanda. Sýnist þar sitt hverjum en mest hefur borið á því að fólki hafi ekki líkað tónninn í greinunum. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 55 orð

Tapað/fundið Gylltur hnappurtapaðistGYLLTUR

GYLLTUR stór hnappur af jakka tapaðist í eða við Hjallakirkju á tónleikum hjá Söngvinum laugardaginn 12. apríl. Skilvís finnandi hringi í síma 554-1645. Dýrahald Grænn páfagaukurfannstGRÆNN páfagaukur fannst fyrir utan Háskólabíó á laugardagskvöld. Upplýsingar í síma 554-2783 eða 553-6905. Meira
22. apríl 1997 | Í dag | 306 orð

YRIR skömmu staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála niðurs

YRIR skömmu staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála niðurstöðu samkeppnisráðs þess efnis, að samningur Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um takmörkun á aðgengi lækna að samningi um sérfræðilæknishjálp væri andstæður samkeppnislögum. Viðbrögð eins talsmanns Tryggingastofnunar við þeirri niðurstöðu áfrýjunarnefndar var undarleg. Meira

Íþróttir

22. apríl 1997 | Íþróttir | 544 orð

30. mark Ronaldos

BRASILÍSKI framherjinn Ronaldo skoraði 30. mark sitt á keppnistímabilinu þegar Barcelona sigraði Athletic de Bilbao með tveimur mörkum gegn engu á sunnudagskvöldið í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Með sigrinum endurheimti Barcelona annað sætið sem Real Betis hafði náð daginn áður með enn einum heppnisigri á útivelli. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 272 orð

Atli Hilmarsson ráðinn þjálfari meistara KA

Atli Hilmarsson, starfsmaður HSÍ og fyrrum landsliðsmaður, var í gær ráðinn þjálfari Íslandsmeistara KA í handknattleik til næstu tveggja ára. Hann tekur formlega við liðinu 1. júlí og þá hefjast æfingar á fullu. Árni Stefánsson verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins. "Ég er fyrst og fremst stoltur yfir því að KA-menn hafi boðið mér starfið. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 484 orð

ÁHUGI »Stjórnendur knatt-spyrnufélaga þurfa aðhugsa sinn gang

Enska knattspyrnan á ótrúlega miklum vinsældum að fagna um víða veröld. Beinar útsendingar í sjónvarpi hafa fært leikinn til æ fleiri áhugamanna um íþróttina og stöðugt fjölgar þeim sem vilja kynnast stemmningunni af eigin raun með því að mæta á völlinn og sjá stjörnurnar. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 21 orð

Bikarmót í kumite Kvennaflokkur: Edda Blön

Kvennaflokkur: Edda BlöndalÞórshamri Sólveig KristaÞórshamri Karlar -74 kg: Bjarki BirgissonKFR Kristján HilmarssonUMFS Karlar +74 kg: Ingólfur SnorrasonUMFS Ólafur Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 527 orð

Bjóst LærlingurinnFREYR BRAGASONvið fimmta Íslandsmeistaratitlinum í keilu?Kom alls ekki á óvart

LIÐ Lærlinga varð fyrir síðustu helgi Íslandsmeistari karla í keilu í fimmta sinn á síðustu sex árum að loknu jöfnu og skemmtilegu einvígi við Keilulandssveitina. Úrslitaleikir liðanna um titilinn urðu fimm og eftir að hafa verið undir 2:1 að loknum þremur viðureignum bitu Lærlingar heldur betur frá sér í lokin. Sigruðu auðveldlega í fjórða leiknum en mættu meiri mótspyrnu í 5. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 210 orð

CELLESTINI Babayaro,

CELLESTINI Babayaro, 18 ára varnarleikmaður og landsliðsmaður Nígeríu, sem leikur með Anderlecht í Belgíu, hefur ákveðið að ganga til liðs við Chelsea eftir keppnistímabilið. Kaupverð er 2,25 millj. punda. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 125 orð

Elfsborg á toppnum

Elfsborg, lið Kristjáns Jónssonar, hélt áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Liðið vann Halmstad 3:1 og er nú eina liðið sem hefur unnið alla þrjá fyrstu leiki sína. Kristján lék í vörninni hjá Elfsborg allan leikinn og þótti standa sig vel. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 700 orð

Enn óvæntur sigur hjá Udinese

UDINESE heldur áfram að stríða toppliðunum í ítölsku deildinni. Um síðustu helgi lá Juventus á útivelli og nú fékk Parma að kenna á því, gestirnir frá Udine gerðu tvö mörk gegn engu. Með tapinu eru titilvonir Parma sáralitlar því Juventus sigraði Bologna 1:0 og er með 6 stiga forskot. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 315 orð

Fjögur heimsmet til viðbótar í Gautaborg

Fjögur heimsmet og eitt Evrópumet var sett á heimsmeistaramótinu í sundi tvo síðustu keppnisdagana. Þar með urðu heimsmetin sjö á mótinu og Evrópumetin tvö. Jenny Thompson frá Bandaríkjunum bætti verulega heimsmetið í 100 m flugsundi er hún kom í mark á 57,79 sek. Fyrra metið var í eigu japönsku stúlkunnar Ayari Aoyama, 58,24, sett 28. mars sl. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 50 orð

Guingamp í bikarúrslit í Frakklandi

LITLA borgarliðið Guingamp tryggði sér rétt til að leika í fyrsta skipti til úrsita um franska bikarinn, þegar það lagði Montpellier eftir framlengdan leik, 2:0. Guingamp mætir Nice, sem vann Laval 1:0, í París 10. maí. Guingamp hefur fagnað þrisvar sigri í framlengingu í fimm bikarleikjum. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 109 orð

Gunnar Berg og Arnar frá ÍBV

ALLT bendir til þess að Gunnar Berg Viktorsson landsliðsmaður og Arnar Pétursson, tveir af burðarásum handkanttleiksliðs ÍBV, leiki ekki með félaginu á næsta vetri. Báðir stefna þeir drengir á háskólanám á næsta vetri, annaðhvort í Reykjavík eða á Akureyri og telja sig ekki geta leikið með liði ÍBV samhliða því. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 99 orð

Halla María spilar á Íslandi

HALLA María Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, leikur á Íslandi næsta vetur. Hún lék með norska liðinu Sola sl. vetur, en liðið féll niður í 2. deild. "Forráðamenn félagsins vildu gera við mig tveggja ára samning en ég hafnaði honum og ákvað að koma heim. Ég veit ekki hvaða liði ég kem til með að spila með næsta vetur. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 345 orð

Heppnin með Bayern

Heppnin var með okkur, við náðum ekki að sýna okkar bestu hliðar," sagði Giovanni Trappatoni, þjálfari Bayern M¨unchen, eftir jafntefli í Dortmund, 1:1. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund, var ekki ánægður ­ við fengum óskabyrjun og skoruðum, en andartaki síðar voru leikmenn Bayern búnir að jafna. Við vorum betri en náðum ekki að nýta okkur það. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 1073 orð

HM í Gautaborg 100 m flugsund karla: 1. La

100 m flugsund karla: 1. Lars Frolander (Svíþjóð)51,95 2. Geoff Huegill (Ástralíu)51,99 3. Michael Klim (Ástralíu)52,02 4. James Hickman (Bretlandi)52,22 5. Denis Silantiev (Úkraínu)52,63 6. Nate Dusing (Bandar.)52,64 7. Eddie Parenti (Kanada)52,71 8. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 120 orð

Í eigin búningum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik leikur í nýjum búningum á móti Króötum annað kvöld. Kvennalandsliðið hefur aldrei áður leikið í eigin búningum því það hefur alltaf þurft að nota búninga karlalandsliðsins, sem oftar en ekki hafa verið allt of stórir. Það er Hoffell, umboðsaðili Berri á Íslandi, sem hefur gert samning við kvennalandsliðið um búningamálin. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 61 orð

Íslandsgangan Ólafsfjörður: Karlar, 5 km:

Ólafsfjörður: Karlar, 5 km: Steinþór Þorsteinsson, Ólafsfirði11,51 Svavar B. Magnússon, Ólafsfirði19,26 Konur, 5 km: Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Siglufirði15,03 20 kmKarlar 17 til 34 ára: Einar Ólafsson, Akureyri50,27 Helgi Jóhannesson, Akureyri55,38 Jón Ívar Rafnsson, Fljótum56, Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 75 orð

Íslenskur læknir aðstoðaði Elínu

ELÍN Sigurðardóttir veiktist að kvöldi fyrsta keppnisdags. Fyrir metsundið morguninn eftir hjálpuðu læknar þýska liðsins Elínu, en þegar henni fór að elna sóttin síðar um daginn bað Hafþór Guðmundsson landsliðsþjálfari sænsku mótshaldarana um að útvega mótslækni handa henni. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 215 orð

Jason til Granollers?

"SPÁNN heillar, því er ekki að neita. Forráðamenn Granollers hafa fengið spólur með mér og eru að velta málunum fyrir sér þessa dagana," sagði Jason Kristinn Ólafsson, handknattleiksmaður Leuterh¨ausen í Þýskalandi í gær. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 388 orð

KNATTSPYRNAHalldór stofnar

HEIMSKLÚBBUR áhugamanna um knattspyrnu, World Soccer Supporters Club, var hleypt af stokkunum á fundi með fréttamönnum fyrir helgi og verður hann formlega kynntur í hátíðasal Valsheimilisins 29. apríl. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 127 orð

Landsliðshópur Englands

Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englands, valdi í gær 25 manna hóp sem æfir fyrir leik Englands og Georgíu, en þjóðirnar mætast í undankeppni HM miðvikudaginn 24. apríl. Markverðir eru Ian Walker (Tottenham), Tim Flowers (Blackburn), Nigel Martyn (Leeds) og David Seaman (Arsenal). Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 434 orð

LUIGI Simoni

LUIGI Simoni þjálfari Napoli tekur við þjálfun Inter Milan í sumar af Roy Hodgson sem flytur sig heim til Englands og tekur við knattspyrnustjórastöðu hjá Blackburn sem kunnugt er. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 352 orð

Macari hættir hjá Stoke

Uppsögn Lou Macaris kom okkur mjög á óvart og við höfum vart áttað okkur á henni ennþá," sagði Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður Stoke, en á laugardaginn tilkynnti knattspyrnustjóri félagsins, Lou Macari, að hann hefði ákveðið að hætta hjá félaginu við lok leiktíðarinnar í maí. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 199 orð

NBA-deildin

Leikið aðfaranótt fimmtudags: Boston - Charlotte102:108 Cleveland - Orlando78:63 Detroit - Millwaukee92:85 New Jersey - Philadelphia105:113 New York - Atlanta96:92 Washington - Indiana103:90 Miami - Chicago102:92 Minnesota - Dallas77:92 Portland - Denver107:63 Leikið aðfaranótt föstudags: Denver - Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 64 orð

NHL-deildin Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: AUSTU

Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: AUSTURDEILDINNY Rangers - Florida3:0 Hvort lið hefur sigrað einu sinni en það lið kemst áfram sem fyrr sigrar í fjórum leikjum. VESTURDEILDINChicago - Colorado4:3 Það þurfti að tvíframlengja til að ná fram úrslitum og nú hefur Colorado 2:1 yfir. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 343 orð

Ólafur og Dagur hetjur Wuppertal

"ÞETTA var einn erfiðasti leikur, sem ég hef tekið þátt í," sagði Viggó Sigurðsson, eftir að Wuppertal hafði lagt Nordhorn að velli í Wuppertal, 27:24. "Jochen Fraatz og félagar leiddu leikinn, það var ekki fyrr en á síðustu fimm mínútunum að við náðum að snúa leiknum okkur í hag." Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 439 orð

Ragnheiður með á ný

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Króatíu í undankeppni HM í Víkinni annað kvöld kl. 18.30. Þetta er fyrri leikur liðanna en síðari leikurinn fer fram í Virovitica í Króatíu 27. apríl. Landslið Króatíu varð í 6. sæti á Evrópumótinu í Danmörku fyrr í vetur og er eitt sterkasta lið sem hingað hefur komið. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 641 orð

Reiðin nýttist Eydísi í baksundinu

EYDÍS Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, setti Íslandsmet í 200 m baksundi á síðasta keppnisdegi heimsmeistaramótsins í sundi í sem lauk á sunnudaginn. Eftir að hafa verið óánægð með árangur sinn í 100 m flugsundi á laugardaginn lagði hún þá óánægju í baksundið og synti á 2.16,40 mín. og bætti eigið Íslandsmet um 39/100 úr sekúndu. Árangurinn fleytti henni 20. sæti af 31 keppanda. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 1036 orð

Reykjavíkurmót

Fram - Valur2:0 Ágúst Ólafson, Helgi Sigurðsson. Fram og KR leika til úrslita 11. maí. Deildarbikarkeppnin D-riðill Grindavík - Víkingur Ó.13:0 Sinisa Kekic skoraði fimm mörk í leiknum, Ólafur Ingólfsson þrjú. Leiknir R. - Víkingurt Ó. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 126 orð

Sammer ekki með á Old Trafford

MATTHIAS Sammer mun ekki leika seinni Evrópuleik Dortmund gegn Manchester United á Old Trafford á morgun, vegna meiðsla ­ vöðvaþræðir í nára eru slitnir. Sammer, sem var í leikbanni í fyrri leiknum, sem Dortmund vann, hefur ekki náð að leika þrettán leiki af 28 leikjum Dortmund í Þýskalandi, vegna meiðsla. "Við munum gera allt til að Sammer verði leikhæfur á ný. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 700 orð

Sigur Þróttar aldrei í hættu

LIÐ Reykjavíkur-Þróttar varð bikarmeistari karla í blaki í tólfta sinn eftir að hafa lagt lið Stjörnunnar úr Garðabæ í þremur hrinum í íþróttahúsinu við Austurberg á laugardaginn. Leikurinn varð líka einn sá stysti í sögu bikarkeppninnar en hann tók aðeins 64 mínútur sem þykir ekki mikið í úrslitaleik, en hrinurnar enduðu 15:3, 15:5 og 15:11. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 123 orð

Spánverjar og Þjóðverjar sterkir SPÁNVE

SPÁNVERJAR og Þjóðverjar stóðu sig best í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik í vetur, hvor þjóð fékk tvo meistara. Síðari leikirnir í úrslitunum voru leiknir um helgina og í Evrópukeppni meistaraliða varð Barcelona frá Spáni meistari, sigraði lið 1862 Zagreb frá Króatíu, 30:23, og samanlagt 61:45. Áhorfendur voru 11. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 38 orð

Steve Davies lagði McLellan STEVE Da

Steve Davies lagði McLellan STEVE Davies, Englandi, vann Skotann David McLellan 10-2 í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í snóker í Sheffield í gær. Darren Morgan, Wales, vann Gary Wilkinson, England, 10-5. Ronnie O'Sullivan, Englandi, vann landa sinn Mick Price 10-6. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 36 orð

Svíþjóð AIK - Gautaborg0:0 Örgryte - Vasterås2:1 Elfsbor

Svíþjóð AIK - Gautaborg0:0 Örgryte - Vasterås2:1 Elfsborg - Halmstad3:1 Malmö - Degerfors2:0 Ljungskile - Helsingborg0:1 Öster - Trelleborg3:3 Örebro - N Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 751 orð

Sögulegt á Highbury

EKKERT nema kraftaverk getur nú komið í veg fyrir að Manchester United verði ekki Englandsmeistari í fjórða skipti á fimm árum. Liðið gerði góða ferð til Liverpool, vann á Anfield Road 3:1. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði í viðtali við BBC-útvarpsstöðina eftir leik liðsins gegn Blackburn á laugardaginn, Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 264 orð

ÞÆR fréttir

ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum Barcelona, að Louis van Gaal, þjálfari Ajax, tæki við stjórninni hjá liðinu eftir þetta keppnistímabil. Meira
22. apríl 1997 | Íþróttir | 51 orð

Örebro mætir Kalmar AIK

ÖRGRYTE, liðið sem Rúnars Kristinsson leikur með, mætir 2. deildar liðinu Kalmar AIK í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar þegar leikið verður 8. maí. Leikið verður á heimavelli Kalmar. Örebro sem Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen og Hlynur Birgisson leika með mæta hins vegar 1. deildarliðinu Geffle einnig á útivelli. Meira

Fasteignablað

22. apríl 1997 | Fasteignablað | 149 orð

Áfram- haldandi samdráttur

GERT er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í íbúðarbyggingum í Þýzkalandi og að á þessu ári og því næsta verði byggðar álíka margar íbúðir og á árinu 1993. Kemur þetta fram í nýrri hagspá fyrir byggingariðnaðinn frá hagkönnunarstofnuninni Ifo. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 45 orð

Blóm fyrir ofnæmissjúklinga

BRÁÐUM er komið vor og þá styttist í þann tíma þegar frjókornaofnæmið fer að herja á fórnarlömb sín. Það fólk hefur sjaldan blómstrandi blóm í híbýlum sínum en þessi blóm á myndinni eru hættulaus. Þau eru úr tré og eru reglulega skemmtilegt borðskraut. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 26 orð

Churchill á grænni grein".

Churchill á grænni grein". ÞESSI höfuðmynd af Churchill er umlukin sígrænum greinum og ekki spillir kertastjakaskreytingin áhrifunum. Þetta er fremur óvenjulegt umhverfi fyrir styttur af frægum stjórnmálamönnum. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 234 orð

Gistiheimili í Kópavogi

HJÁ fasteignasölunni Hóli er til sölu 230 ferm. hús að Borgarholtsbraut 44 í Kópavogi og því fylgir 60 ferm. bílskúr. Húsið er mikið endurnýjað og nú rekið sem gistiheimili og því fylgir allt til rekstrarins. Húsið stendur á stórri fullfrágenginni lóð og hefur mikla stækkunarmöguleika. Einnig gæti húsið hentað vel sem tveggja íbúða hús. Ásett verð er 19,8 millj. kr., en áhvílandi eru 10 millj. kr. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 199 orð

Gott hús í Grafarvogi

HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu einbýlishús að Garðhúsum 41 í Grafarvogi. Þetta er nýlegt steinhús, byggt 1990 og 265 ferm. alls með tvöföldum innbyggðum bílskúr. Húsið er ekki alveg fullfrágengið. Það vantar aðallega gólfefni en allt sem gert hefur verið er mjög vandað," sagði Ingólfur Gissurarson hjá Valhöll. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Himinsæng í nútímastíl

Himinsæng í nútímastíl NÚTÍMAFÓLK er ekki síður hrifið af himinsængum en fólk á fyrri tímum. Þessi himinsæng er ný af nálinni og er úr bæsaðri furu með bómullartjöldum. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 669 orð

Húsnæðispunktar

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum, að einhverjir munu í framtíðinni hugsanlega geta farið út að borða, farið í leikhús eða jafnvel til útlanda með því að beina innkaupum sínum vegna daglegrar neyslu til tiltekinna verslana. Lykillinn að þessu er að safna punktum á nokkrum stöðum við kaup á helsu nauðsynjavörum og ýmsu fleiru og framvísa um leið svonefndu fríkorti. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 612 orð

Lítið eitt af feimnismálum

ÞAÐ er sama hve háþróuð mennveran verður, það mun ætíð verða svo að mannslíkaminn verður að fá fæðu til að sjá sér fyrir orku og efnum til eigin viðhalds og uppbyggingar, það hefur óhjákvæmilega í för með sér að líkaminn verður að losa sig við úrganginn, eftir að vinnsla hefur farið fram, í fljótandi eða föstu formi. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 66 orð

Óinnleyst húsbréf 228 millj. kr.

ALLTAF er nokkuð um, að útdregin húsbréf séu ekki innleyst. Í marzlok höfðu útdregin og innleysanleg húsbréf samtals að innlausnarverði um 228,4 millj. kr. ekki borizt til innlausnar. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 1869 orð

Permaformíbúðirnar hafa sannað gildi sitt

ÍBÚÐIR byggðar með permaformaðferðinni eru stöðugt að vinna sér fastari sess hér á landi. Langflestar eru þær þó hlutfallslega í Mosfellsbæ. Þar er að verki Álftárós, eitt af stærri byggingarfyrirtækjum landsins. Um síðustu áramót byrjaði fyrirtækið á nýjum áfanga með smíði 41 íbúðar af permaformgerð við svonefnda Hjallahlíð fyrir neðan Vesturlandsveg. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 30 orð

Pottablóm í eldhúsgluggann

Pottablóm í eldhúsgluggann ÞAÐ er heimilislegt að hafa pottablóm í eldhúsglugganum hjá sér. Hægt er slá tvær flugur í einu höggi með því að hafa plönturnar ætar kryddjurtir, svo sem steinselju. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 39 orð

Pósthúsið sem varð íbúðarhús

ÞETTA myndarlega hús var áður járnbrautarstöð og pósthús. Nú er það heimili Gottliebsfjölskyldunnar í Nærum í Danmörku. Hjónin Vibeke og Jasper Gottlieb eru bæði arkitektar og dvöldu lengi í Mexico. Nú hefur húsið fengið mexikanskt yfirbragð. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Rúmgott einbýlishús í Smáíbúðahverfi

HJÁ fasteignasölunni Miðborg er til sölu steinsteypt einbýlishús að Byggðarenda 14 í Smáíbúðahverfinu, reist 1974. Húsið er á tveimur hæðum, alls 256 ferm. að flatarmáli með 30 ferm. innbyggðum bílskúr. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 28 orð

Steindir gluggar eru gersemar

Steindir gluggar eru gersemar Í meiri háttar kirkjum eru gjarnan steindir gluggar. Þeir geta farið ekki síður vel í heimahúsum og ekki spillir að hafa glæsilegan kristall í f Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 206 orð

Stórt hús við Norðurbraut

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamri er til sölu stórt og glæsilegt hús við Norðurbraut 35A í Hafnarfirði. Það er 307 ferm. með innbyggðum tvöföldum bílskúr, reist 1983. Þetta er mjög fallegt og vandað hús," sagði Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri. Það er steinhús á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er forstofa, sjónvarpsskáli, gestasnyrting, eldhús og þvottaherbergi. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 61 orð

Tarmac treystir sig í sessi

BRESKA byggingarfyrirtækið Tarmac hefur treyst sig í sessi eftir nýlega endurskipulagningu og skýrt frá auknum hagnaði fyrir skatta og góðum horfum á þessu ári. Þar sem tölurnar eru betri en búist hafði verið við og þar sem framtíðarhorfur eru góðar hækkaði verð hlutabréfa í fyrirtækinu um átta pens í 112 pens á nokkrum klukkustundum. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 934 orð

Ungmennafélögin lyftu Gettistaki

Smiðjan Ungmennafélögin lyftu Gettistaki Það er aðdáunarvert, hve margar skólabyggingar risu á fyrstu árum aldarinnar, segir Bjarni Ólafsson Oft voru sundlaugar byggðar um leið.Íslensk þjóð sem óx úr grasi eftir síðustu aldamót var ólík þeirri er nú byggir landið. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 143 orð

Vandað einbýlishús í Árbæjarhverfi

HJÁ fasteignasölunni Ásbyrgi er til sölu einbýlishús að Fagrabæ 2 í Árbæjarhverfi. Þetta er einlyft hús, 139 ferm. að stærð auk 32 ferm. bílskúrs. Húsið er reist 1967. Þetta hús er vandað frá fyrstu gerð," sagði Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi. Það skiptist í fjögur góð svefnherbergi, stofu og borðstofu, gott eldhús með borðkrók, baðherbergi, snyrtingu og þvottahús. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 200 orð

Vel hannaðar íbúðir í Víkurhverfi

HJÁ Húsakaupum eru til sölu tuttugu íbúðir í nýju fjölbýlishúsi við Breiðuvík 35-39 í Víkurhverfi. Þetta er þriggja hæða hús, þar sem allar íbúðirnar eru með sérinngang frá svölum. Íbúðirnar verða boðnar ýmist tilbúnar til innréttinga, fullbúnar án gólfefna og flísalagna eða alveg fullbúnar. Byggingaraðili er Húsvirki hf. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 31 orð

Virðuleg bókahilla á hjólum

Virðuleg bókahilla á hjólum ÞAR sem veggpláss er lítið undir bókahillur gæti svona hilla verið góð lausn, Þetta er sannarlega ekki ný hugmynd heldur ensk bókahilla frá 1880. Gripurinn er úr mahagoni. Meira
22. apríl 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

22. apríl 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

22. apríl 1997 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

22. apríl 1997 | Fasteignablað | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

22. apríl 1997 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

22. apríl 1997 | Úr verinu | 276 orð

Rangar stjórnunaraðferðir?

UM það bil einu sinni á hverjum áratug hefur komið upp kreppa í sjávarútveginum á austurströnd Kanada með alvarlegum afleiðingum fyrir þúsundir manna og allt efnahagslífið á þessum slóðum. Útgjöld stjórnvalda vegna þess hlaupa á tugum milljarða króna. Meira
22. apríl 1997 | Úr verinu | 335 orð

Tilraunaveiði hafin á skrápflúru í Skjálfanda

ARON ÞH 105 frá Húsavík hefur síðustu daga stundað tilraunaveiðar á skrápflúru í dragnót inn í Skjálfandaflóa. Jón Örn Pálsson, fiskifræðingur frá útibúi Hafrannsóknastofnunar á Akureyri, hefur verið um borð, en að sögn Guðmundar A. Hólmgeirssonar, útgerðarmanns, er verið að kanna útbreiðslu skrápflúrunnar á hrygningartímanum. Ekki reynt áður fyrir Norðurlandi Meira

Ýmis aukablöð

22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 172 orð

10.30Alþingi Bein útsen

10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. [12049445] 16.20Helgarsportið (e) [715480] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. (626) [8725209] 17.30Fréttir [86648] 17. Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 174 orð

17.00Spítalalíf (MAS

17.00Spítalalíf (MASH)[4667] 17.30Beavis og Butthead [7754] 18.00Ofurhugar (Rebel TV) [67342] 18.40Enski boltinn Bein útsending frá leik Middlesbrough og Chesterfield í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar (FA Cup) en leikurinn fer fram á Hillisborough í Sheffield. Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 694 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Leifur Þórarinsson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.50 Daglegt mál. Gunnar Þorsteinn Halldórsson flytur þáttinn. 8.00Hér og nú. Að utan. 8.30 Fréttayfirlit. 8. Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 43 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 95 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 757 orð

ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl BBC PRIME

ÞRIÐJUDAGUR 22. apríl BBC PRIME 4.30 The Learning Zone 5.00 BBC World News 5.35 Bodger and Badger 5.50 Get Your Own Back 6.15 Kevin's Cousins 6.45 Ready, Steady, Cook 7.15 Kilroy 8.00 Style Challenge 8. Meira
22. apríl 1997 | Dagskrárblað | 146 orð

ö9.00Línurnar í lag [84445]

9.15Sjónvarpsmarkaðurinn [29067716] 13.00Blanche (e) (11:11) [33938] 13.45Morðgáta (Murder She Wrote) (e) (3:22) [1924990] 14.30Sjónvarpsmarkaðurinn [1938] 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.