Greinar fimmtudaginn 9. apríl 1998

Forsíða

9. apríl 1998 | Forsíða | 141 orð

Dýrkeypt sýndargæludýr Marseil

ÖKUKONA í Frakklandi varð hjólreiðamanni að bana og slasaði annan er hún leit af veginum til þess að huga að Tamagotchi-sýndargæludýrinu sínu, að því er lögregla í Marseille greindi frá í gær. Konan er tæplega þrítug. Athygli hennar beindist að rafræna "gæludýrinu", sem hékk á lyklakippunni hennar, þegar það hóf að gefa frá sér merki um að það væri í hættu. Meira
9. apríl 1998 | Forsíða | 137 orð

Rússar hóta Lettum

LETTAR gagnrýndu í gær harðlega þá ákvörðun Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að leita leiða til þess að flytja olíu frá Rússlandi vestur á bóginn án þess að farið yrði um Lettland. Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, sagði "einhliða ákvörðun sem þessa" ekki í neinu samræmi við tvíhliða samskipti landanna. Meira
9. apríl 1998 | Forsíða | 419 orð

Tekst að brúa bilið á síðustu stundu?

MARJORIE Mowlam, N-Írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sagðist í gær staðráðin í því að sjá friðarsamkomulag í höfn fyrir miðnætti í kvöld en þá rennur út frestur sem George Mitchell, stjórnandi friðarviðræðnanna, setti deiluaðilum. Helstu aðilar viðræðnanna sögðust eftir viðamiklar viðræður í gær bjartsýnni en áður á að mjaka mætti samningi í höfn á tilsettum tíma. Meira

Fréttir

9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

AA-samtökin halda afmælisfund í Laugardalshöll

AFMÆLISFUNDUR AA-samtakanna verður haldinn að venju föstudaginn langa, 10. apríl 1998, í Laugardalshöllinni kl. 21, og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Fundurinn verður túlkaður fyrir heyrnarlausa. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 402 orð

Athugasemd frá formanni Dagsbrúnar- Framsóknar

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Halldóri Björnssyni, formanni Dagsbrúnar- Framsóknar: Í grein í Morgunblaðinu miðvikudaginn 8. apríl krefur Björgvin Þorvarðarson undirritaðan skýringa á ólýðræðislegum og einræðislegum vinnubrögðum í Dagsbrún og Framsókn ­ stéttarfélagi. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Auglýst eftir nemendum

LÆKNISFRÆÐIHÁSKÓLINN í Varsjá í Póllandi auglýsti eftir stúdentum í sex ára M.D.-nám í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Einar Stefánsson, deildarforseti í læknadeild, segist ekki hafa séð slíkar auglýsingar fyrr, en ljóst sé að háskólar víða um heim bjóði upp á menntun á alþjóðavettvangi og þar á meðal læknaháskólar. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 455 orð

Aukinn áhugi hjá fyrirtækjum

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR námsmanna styrkir í sumar 178 stúdenta til að vinna við 136 rannsóknarverkefni, sem er svipaður fjöldi og hefur verið undanfarin ár. Hins vegar hefur orðið sú breyting á sl. tveimur árum, að fyrirtækjum, sem vilja samstarf, hefur fjölgað. Sömuleiðis hafa þau í ríkara mæli komið til móts við sjóðinn og greitt laun námsmanna í einn mánuð á móti tveimur mánuðum frá Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 4486 orð

Á hraðbraut lífsins Hann var talinn með sterkari mönnum, var á sjó í 35 ár, gat gert við bilaðar vélar öðrum betur, drakk

SUMIR menn eru óneitanlega skemmtilegri en aðrir ­ hvers vegna veit enginn. Um þetta hugsa ég þegar ég sit við dúkað borð hjá Gísla Sigurðssyni og borða vöfflur, sem ég aldrei man hvort eru franskar eða hollenskar. Gísli er að segja mér frá konunni í næsta húsi. Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Álftagerðisbræður í Sjallanum

BRÆÐURNIR syngjandi frá Álftagerði í Skagafirði, Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir, skemmta í Sjallanum á Akureyri í kvöld, skírdagskvöld, og verða þeir með söng, grín og gleði. Hugsanlega verða þeir bræður kveðnir í kútinn, því með þeim í för eru margslungnir skagfirskir hagyrðingar, bræðurnir frá Frostastöðum, Gísli Rúnar og tvíburarnir Kolbeinn og Þorleifur Konráðssynir. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 243 orð

Bjóða Íslendingi til Þýzkalandsdvalar

RITSTJÓRI dagblaðsins Landeszeitung, sem er stærsta fréttablað norður-þýzka sambandslandsins Schleswig-Holstein, gefið út í Kiel, hefur ritað Morgunblaðinu bréf, þar sem hann lýsir hneykslan sinni á lokun Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík, sem hann frétti af í gegnum umfjöllun þýzka sjónvarpsins um hana. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 734 orð

Blendnar tilfinningar til verndarsvæðanna

FRUMBYGGJARNIR í Norður- Ameríku, indjánar, búa flestir á verndarsvæðum, á landi sem alríkisstjórnin tók frá fyrir þá á síðustu öld. Skelfileg meðferð hvítra manna á indjánum allt fram á þessa öld, sjúkdómar og harðindi eru ástæða þess að þeir eru nú aðeins um 1% bandarísku þjóðarinnar og taldir með öðrum lituðum minnihlutahópum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Borgaraleg ferming í tíunda sinn

UM 900 manns voru viðstaddir borgaralega fermingu sem fór fram í Háskólabíói sunnudaginn 29. mars. Þetta er tíunda árið í röð sem borgaraleg ferming er haldin. Mörg fermingarbörn tóku virkan þátt í hátíðinni með hljóðfæraleik, ljóðaupplestri, ávarpi og flutt var frumsamin tónlist. Hátíðinni stjórnaði Þorleifur Hauksson, íslenskufræðingur. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 551 orð

Bretaprins vill koma með syni sína til Íslands

Bretaprins vill koma með syni sína til Íslands KARL Bretaprins sagði að hann vildi koma til Íslands og veiða lax ásamt sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, og lýsti yfir eindregnum stuðningi við tilraunir Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF) til að draga úr laxveiðum í sjó á fundi, Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 159 orð

Brezkir viðskiptajöfrar sameinast gegn EMU

RÚMLEGA 100 brezkir viðskiptajöfrar hyggjast á næstunni hleypa af stað áróðursherferð gegn hinu fyrirhugaða Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), með því að vekja athygli á hagfræðilegum rökum gegn því. Samkvæmt frásögn The Daily Telegraph hyggjast þessir frammámenn brezks viðskiptalífs gefa út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir tíunda áhyggjur sínar af EMU-áformunum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Bæjarstjórn Selfoss samþykkir að veita drengnum skólavist

BÆJARSTJÓRN Selfoss samþykkti einróma í gær tillögu Ingunnar Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa um að veita dreng úr Reykjavík, sem býr á fósturheimili í Villingaholtshreppi, skólavist í grunnskóla á Selfossi. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um málefni drengsins sem hefur enga skólavist fengið í vetur. Ingunn hafði áður borið tillöguna upp í skólaráði Selfoss en þar var henni hafnað. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1113 orð

BÆTIST Í BRÆÐSLUPOTTINN Bandaríkjamenn eru ein fjölbreytilegasta þjóð veraldar en árlega bætist um ein milljón innflytjenda í

ÞVÍ ER spáð að árið 2050 verði enginn kynþáttur lengur í meirihluta í Bandaríkjunum, þessu gríðarstóra landi, sem gyðingurinn Israel Zangwill kallaði "bræðslupottinn" í samnefndu leikriti í byrjun aldarinnar. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1459 orð

Dagar ósýrðu brauðannaÍ Nýja testamentinu er greint frá því hvernig Jesús og lærisveinar hans minntust brottfararinnar úr

Á FÖSTUDAGINN langa halda gyðingar hátíðlegan einn mesta hátíðisdag sinn Pesach eða páskahátíðina til minningar um brottförina úr Egyptalandi. Þessar tvær hátíðir eru reyndar haldnar um svipað leyti ár hvert enda var Kristur krossfestur á páskahátíðinni, sem í Nýja testamenntinu er nefnd hátíð hinna óseyddu brauða. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 790 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands 14.­18. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http: //www.hi.is Þriðjudagurinn 14. apríl: Sigríður Þorgeirsdóttir, lektor í heimspeki, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum kl. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 648 orð

Deilt um uppruna flugskeytisins örlagaríka

RÁÐGÁTAN um dauða forseta Rúanda og Búrundis fyrir fjórum árum er nú til umfjöllunar í franskri þingnefnd en frönsk flugvél, sem þeir voru með, var skotin niður með flugskeyti þegar hún var að koma inn til lendingar í Kigali, höfuðborg Rúanda. Varð þessi atburður kveikjan að fjöldamorðum hútúa á tútsí-mönnum. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 354 orð

Draumur Gríms skipstjóra

"ÞETTA var erfið sjóferð og ég man að ég svaf ekkert allan túrinn," sagði Grímur Karlsson, skipstjóri á Sigurkarfa, sem bjargaði skipbrotsmönnum af Súlunni AK. Grímur var 28 ára þegar þessir atburðir áttu sér stað og var þá nýorðinn skipstjóri á Sigurkarfa. Hann kvaðst hafa verið til sjós alla sína starfsævi, en er nú sestur í helgan stein og býr í Njarðvík. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 391 orð

Draumurinn að verða ballerína

UNNUR Elísabet Gunnarsdóttir er 13 ára og stundar nám í klassískum ballet í Listdansskóla Íslands. Hún byrjaði í ballett hjá Eddu Scheving fjögurra ára að aldri. "Vinkona mín var í ballett og ég var í raun bara að elta hana, ég vissi ekkert hvað þetta var en svo fannst mér svo gaman að ég hélt áfram". Tíu ára tók hún inntökupróf í Listdansskólann og komst inn. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 266 orð

Dráttarvél af vatnsbotni

Hvammstanga-Björgunarsveitinni Káraborg á Hvammstanga tókst fyrir nokkru að bjarga dráttarvél úr Vesturhópsvatni. Eins og mörgum er í fersku minni lentu hjónin Ragna Sigurbjartsdóttir og Konráð Jónsson á Böðvarshólum í þeim hremmingum í febrúar að festa stóra jeppabifreið í vök á vatninu og við björgun hennar fór dráttarvél þeirra niður um ísinn. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 297 orð

Dregið verður úr óþægindum íbúa eftir föngum

BORGARVERKFRÆÐINGUR efndi til opins fundar með Grafarvogsbúum á þriðjudag til að kynna fyrirkomulag á framkvæmdatíma við breikkun Gullinbrúar og frummatsskýrslu vegna umhverfismats. Að sögn Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings var fundurinn haldinn til að komast í samband við næstu nágranna við framkvæmdina og gera þeim grein fyrir tímasetningum og ýmsum praktískum atriðum í sambandi við hana. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 142 orð

Dæmd til að bæta tjón á verðlaunapeningum

FYRRVERANDI sambýliskona fyrrverandi afreksmanns í íþróttum hefur verið dæmd í héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða skaðabætur fyrir tjón sem hún olli á verðlaunapeningasafni hans. Atvikið átti sér stað í heimahúsi við sambúðarslit í lok júní 1996. Að íþróttamanninum fjarstöddum dró konan saman í haug m.a. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 2355 orð

ÐÞegar Halldór Kiljan Laxness og Ólafur Thors voru sama sinnis Aftaka tveggja ítalskra stjórnleysingja, þeirra Saccos og

ÞEIR menn, sem nefndir eru í fyrirsögn greinar þessarar settu báðir svip á öld þá, er senn hefir runnið sitt skeið. Þótt engin vinátta tækist með þeim, og stundum gæti hent, að þeir köstuðu kaldyrðum hvor að öðrum, þá eru þess mörg dæmi, Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 272 orð

Eidesgaard herðir takið á stjórn Nyrups

JÓANNES Eidesgaard, sem situr fyrir færeyska jafnaðarmenn á danska þinginu, herðir nú takið á ríkisstjórn jafnaðarmanna. Segir hann í viðtali við Sosialurin að fái Færeyingar ekki hagstæða niðurstöðu í Færeyjabankamálinu geti Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra "allt eins boðað til kosninga". Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 333 orð

Einn besti veturinn í ferðaþjónustunni

GERT er ráð fyrir að mikill fjöldi gesta heimsæki Akureyri um páskana og reyndar hefur þegar orðið vart við mikinn fjölda ferðafólks. Guðmundur Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar Akureyri, sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla annað en páskarnir framundan yrðu með þeim bestu í ferðaþjónustunni í langan tíma. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 179 orð

Enginn hrossaútflutningur fyrr en í maí

HITASÓTT í hrossum er nú á undanhaldi á höfuðborgarsvæðinu en breiðist út í Rangárvallasýslu og í Borgarfirði sunnan Skarðsheiðar. Í frétt frá yfirdýralækni segir að ljóst sé að ekki verði um útflutning á hestum að ræða til landa Evrópusambandsins fyrr en í fyrsta lagi í maí. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 215 orð

Erfitt að rifja þetta upp

"ÞAÐ er vissulega erfitt og sárt fyrir mig að rifja upp þennan atburð því þarna fórust fimm félagar mínir," sagði Ingólfur Sigurðsson, sem var skipstjóri á Súlunni í þessari örlagaríku ferð í apríl 1963. Ingólfur býr nú á Akureyri og er sestur í helgan stein, enda komin á eftirlaunaaldur. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 372 orð

"Ég elska Bandaríkin"

ÞÆR sakna hitans og stórfjölskyldunnar í heimalandinu en daglega lífið minnir engu að síður um margt á það sem þær yfirgáfu. Hópur kvenna frá Jemen, Írak og Líbanon situr í skólastofu í Dearborn í Michigan og lærir ensku, svo þær standist prófið sem þær þurfa að gangast undir til að verða bandarískir ríkisborgarar. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fangelsisdómur fyrir nytjastuld

TUTTUGU og tveggja ára gamall Reykvíkingur var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs mánaða fangelsi fyrir að hafa rofið reynslulausn og að hafa tekið í heimildarleysi bifreið frá húsi í Kópavogi í október í fyrra og ekið henni þaðan, án ökuréttar, til Reykjavíkur og aftur til baka. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 761 orð

"Fáa leiðir gott af forvitninni"?

LOFTUR Guttormsson hefur fengist við rannsóknir á félags- og hugmyndasögu uppeldis á Íslandi á nýöld með aðaláherslu á átjándu öld. Þessar rannsóknir hófust með athugun á þróun læsis og lestrarkunnáttu frá siðaskiptum og fram til 1800. "Því næst beindist athyglin m.a. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 772 orð

Fengi um helming dæmdra skaðabóta

MIÐAÐ við núgildandi lög er óvíst að ekkja manns sem ráðinn var bani í Heiðmörk í byrjun október síðastliðins fái greidd nema um 50% af þeim bótum sem henni voru dæmdar í Hæstarétti á fimmtudag. Ekki er talið að mennirnir sem báru ábyrgð á dauða hans séu borgunarmenn fyrir bótunum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Ferðafélag Íslands með páskaferðir

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til nokkurra ferða um bænadaga og páska og er rútuferð frá Reykjavík í þær frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Ferðafélagshúsinu, Mörkinni 6. Á skírdag, fimmtudag 9. apríl, kl. 10.30 er bryddað upp á skemmtilegum nýjungum í ferðum en þá er höfð samvinna við Ferðamálafélag Ölfushrepps í tveimur ferðum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 484 orð

Fíkniefnaneysla virðist áþekk og hjá sænskum ungmennum

"MÉR sýnist að fíkniefnaneysla sé álíka útbreidd hjá íslenskum unglingum og í Stokkhólmi. Eiturlyf eru í tísku í Svíþjóð hjá ungu fólki. Ungt fólk virðist ekki vilja læra af reynslu fyrri kynslóða. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Fínn miðill ehf. Bandarískt fyrirtæki kaupi

ÚTVARP FM hf., fyrirtæki feðganna Árna Samúelssonar og Björns Árnasonar í Sam-bíóunum, keypti í gær 50% eignarhlut Aflvakans hf. í Fínum miðli ehf. sem rekur fimm útvarpsstöðvar. Árni og Björn áttu fyrir helmingshlut í félaginu. Gengið var frá kaupunum á hádegi í gær og hálftíma síðar framseldu Árni og Björn svo 50% eignarhlutann til bandarísks fjölmiðlafyrirtækis. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 161 orð

Fjörkippur við Lófót

EFTIR langvarandi fiskileysi og lélegar gæftir hefur lifnað yfir þorskveiðinni við Lófót í Noregi og má nú heita, að fiskur sé á hverjum króki. Vegna þessa hefur norska sjávarútvegsráðuneytið leyft veiðar á skírdag en oft hefur vertíðinni verið að ljúka um þetta leyti. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 992 orð

Forsetaslagurinn að hefjast í Finnlandi Finnsku forsetakosningarnar árið 2000 munu reyna á lýðræðið, skrifar Lars Lundsten,

FORSETAEMBÆTTI Finna er ótvírætt valdamesta embætti þjóðarinnar. Martti Ahtisaari forseti á eftir tæp tvö ár af fyrsta sex ára kjörtímabili sínu. Líklega reynir hann að ná kjöri aftur í ársbyrjun árið 2000 en að minnsta kosti tvær sterkar konur eru taldar líklegar til að velgja honum undir uggum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 751 orð

Fráleitt að hafa gagnagrunn í höndum einkafyrirtækis

"MÉR fyndist fráleitt að miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði yrði í höndum einkafyrirtækis en hins vegar má telja eðlilegt að einkafyrirtæki geti samið við vörsluaðila gagnagrunna um aðgang að ákveðnum gögnum til ákveðins tíma. Varsla á slíkum gagnagrunnum ætti að mínu mati að vera á höndum Háskóla Íslands," sagði Reynir Arngrímsson læknir í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs

NORÐURLANDARÁÐ veitir í ár nokkra ferðamannastyrki sem norrænir fréttamenn geta sótt um. Styrkjunum er ætlað að auka áhuga fréttamanna á og möguleika til að skrifa um málefni annarra Norðurlanda svo og um norræna samvinnu. Styrkur er veittur í hverju Norðurlandanna og er fjárhæðin 70.000 danskar krónur fyrir Ísland í ár. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fræðslufyrirlestur um geðheilsu barna og unglinga

FRÆÐSLUFYRIRLESTRAR um geðheilsuvanda barna og unglinga á vegum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Í tilefni af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi þann 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings mánaðarlega í tíu skipti. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 431 orð

Fræðslurit og nýtt tjáskiptatæki

PARKINSONSAMTÖKIN kynntu nýlega útgáfu fræðslurits um Parkinsonveiki og nýtt tjáskiptatæki fyrir málhamlaða. Alþjóðlegi Parkinsondagurinn er laugardaginn 11. apríl. Fræðsluritið er ætlað sjúklingum, aðstandendum og þeim sem annast þá sem þjást af sjúkdómnum. Meira
9. apríl 1998 | Smáfréttir | 205 orð

FUNDUR í stjórn Verkmannafélagsins Hlífar haldinn fimmt

FUNDUR í stjórn Verkmannafélagsins Hlífar haldinn fimmtudaginn 26. mars 1998 bendir á að óeðlilega fá stöðugildi ríkisins séu í Reykjaneskjördæmi miðað við önnur kjördæmi landsins. Fundurinn fer fram á að úr þessu verði bætt með fjölgun stöðugilda ríkisins í Reykjaneskjördæmi svo eðiliegt jafnvægi náist milli kjördæma landsins hvað þetta varðar. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 66 orð

Fært í Árneshrepp

BYRJAÐ var að moka veginn frá Bjarnarfirði og norður í Árnreshrepp 2. apríl og lauk Kristján Guðmundsson ýtustjóri störfum seinnipart 5. apríl, en hann sagði þetta hafa verið leiðinlegan snjó að moka, harðfenni enda oft búið að blotna í snjónum og margsíga. Vegurinn verður aðeins fær fjórhjóladrifsbílum fyrst um sinn og er vegurinn fær um mánuði fyrr nú en í fyrra. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 68 orð

George Michael handtekinn

POPPSTJARNAN George Michael var handtekinn í Beverly Hills í Los Angeles í gærdag og ákærður fyrir "ósæmilegt athæfi" á almenningssalerni. Michael var sleppt að loknum yfirheyrslum. Rétt nafn Michaels er Georgios Panayiotou og mun hann ekki hafa stafað það rétt við yfirheyrslur og því gat lögreglan í Beverly Hills ekki staðfest strax hvort hér var um hinn fræga söngvara að ræða. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 502 orð

Get ekki án dansins verið

KATRÍN Á. Johnson er tvítug og hefur dansað með Íslenska dansflokknum síðast liðin tvö ár. Hún byrjaði fimm ára í ballett hjá Eddu Scheving að frumkvæði móður hennar sem sjálf hafði verið mikið í dansi. Þegar hún var níu ára hóf hún nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins þar sem hún var við nám þangað til hún var sextán ára. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 501 orð

Getur verið jafnmikil í flugi og kjarnorkuverum

"ÉG HEF bent á að full ástæða væri til þess að menn kynntu sér geislun í háloftunum og áhrif hennar á mannslíkamann og hefðu jafnvel af henni nokkrar áhyggjur en það hefur gengið hægt að vekja áhuga flugmálayfirvalda og flugfélaga á því," segir Robert J. Barish, eðlisfræðingur frá Bandaríkjunum, sem ræddi um þessi mál á fundi hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í fyrrakvöld. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 125 orð

Grunnskólinn á Hellu Hafið til umfjöllunar

Hellu-Hefðbundin kennsla var brotin upp í síðustu viku fyrir páskafrí hjá nemendum og kennurum Grunnskólans á Hellu en í hennar stað fengu börnin að vinna að margvíslegum verkefnum í tengslum við hafið. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Grunur um falsanir hefur styrkst

ARNAR Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Rannsókarlögreglustjóra, segir að grunsemdir hafi styrkst um að tiltekin málverk af þeim sem kærð hafi verið til embættisins séu fölsuð. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hafnarsaga á Hafnarbakkanum

REYKJAVÍKURHÖFN hefur fest kaup á og sett upp listaverkið "Hafnarsaga" á Miðbakkanum. Verkið er eftir Guðrúnu Øyahals myndlistarkonu og sýnir grunnmyndir af hafnarsvæðinu frá sex ólíkum tímabilum eftir að uppfyllingar hófust við Örfirisey og Granda. Verkið var unnið í kjölfar verkefnis sem málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands tók þátt í um umhverfi hafnarinnar. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 481 orð

Hávaði frá viftum verður minnkaður

KJÖTUMBOÐINU hf., sem rekur kjötvinnslu við Laugarnesveg í næsta nágrenni við þrjú ný íbúðarhús við Kirkjusand, hefur verið gert að minnka hávaða frá fyrirtækinu vegna kvartana íbúa við Kirkjusand og hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefið fyrirtækinu frest til úrbóta til 1. maí nk. og til 15. apríl nk. til að leggja fram framkvæmdaáætlun um endanlega lausn hávaðavandamálsins. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 395 orð

Héraðsskjalasafnið á Húsavík 50 ára

Húsavík-Héraðsskjalasafn Suður-Þingeyinga og Húsavíkurkaupstaðar er nú 40 ára og tók á veglegan hátt þátt í kynningu Héraðsskjalasafnsins síðastliðinn laugardag, enda hefur það margt að sýna. Hvatamaður að stofnun safnsins var Páll H. Jónsson, þá kennari að Laugum. Hann hvatti sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu 1955 til að koma á fót Héraðsskjalasafni skv. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hjálparsveit skáta á Akureyri kaupir snjóbíl

HJÁLPARSVEIT skáta á Akureyri festi nýlega kaup á nýjum snjóbíl. Um er að ræða bíl af gerðinni Tucker Sno-cat árgerð 1998 með sæti fyrir allt að átta farþega. Kaupverð snjóbílsins nam tæplega 11 milljónum króna. Forsvarsmenn Hjálparsveitar skáta telja að með kaupunum sé stigið stórt skref í eflingu öryggismála í þessum landshluta. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hverinn í Öskjuhlíð gýs um páskana

GOSHVERINN í Öskjuhlíð hefur notið sívaxandi vinsælda borgarbúa og gesta sem til borgarinnar koma, bæði innlendra sem erlendra. Vegna þess fjölda sem daglega kemur að skoða hverinn hefur verið ákveðið að lengja tímann sem hverinn gýs nú um páskana og mun hann þá gjósa frá kl. 13­17 dag hvern. Fyrst um sinn mun hverinn einnig gjósa á sama tíma allar helgar. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Hættur vegna bráðnunar

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands vill vekja athygli almennings á hættu þeirri er fylgir bráðnun á ísilögðum vötnum og pollum. Eftir harðan frostkafla fyrr í vetur og veðurblíðu undanfarna daga vill Slysavarnafélagið minna á að bráðnun gerist mjög skjótt. Ísilögð vötn, pollar og önnur svæði þar sem snjóa leysir og vatn safnast saman geta verið slysagildrur og verið sérstaklega hættuleg börnum. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 268 orð

Indónesía semur við IMF í þriðja sinn

INDÓNESÍA hefur náð samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um ný úrræði til að rétta við efnahag landsins. Þetta er þriðji samningur Indónesíu við IMF síðan í október og er ætlað að minnka erlendar skuldir og tryggja eftirlit með markmiðum efnahagsáætlunar sem IMF hafði frumkvæði að. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 198 orð

Indverjar hvergi bangnir

FORSÆTISRÁÐHERRA Indlands, Atal Behari Vajpayee, ítrekaði í gær að hann sæi enga hættu fólgna í yfirlýsingu Pakistana frá því á þriðjudag um að þeir hefðu gert tilraunir með langdrægustu flaug sína. Indversk yfirvöld hafa sagst reiðubúin að mæta hvaða ógn sem er við öryggi landsins og hafa jafnframt sakað Kínverja um að sjá Pakistönum fyrir tækjabúnaði til að smíða eldflaugar. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 2249 orð

Í helgreipum Kára og Ægis

"SJALDAN er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni", segir Matthías Johannessen í upphafi ferðapistilsins Í Skaftafellssýslu úr ritinu Ferðarispur. Matthías vitnar þar í gamalt máltæki Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 235 orð

Jeppatorfæran í útbreiddu bílablaði

AUTOMOBILE, eitt af stærstu og útbreiddustu bílatímaritum í Bandaríkjunum, ver fimm blaðsíðum í aprílhefti blaðsins undir umfjöllun um íslenska jeppatorfæru. Í greininni segir frá síðustu keppninni 1997 sem fram fór á Hellu og er frásögnin skreytt með teikningum úr keppninni og af keppendum og áhorfendum. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 259 orð

Karadzic í Rússlandi? GETGÁTUR eru uppi um að Bosníu

GETGÁTUR eru uppi um að Bosníu-Serbinn Radovan Karadzic, sem eftirlýstur er af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna, hafi yfirgefið bækistöðvar sínar í Pale og sé nú í Rússlandi, að því er AFP- fréttastofan segir. Sendifulltrúar í Sarajevo hafa hins vegar vísað þessum fregnum á bug. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 195 orð

Kirkjuskóli á snældu

KIRKJUSKÓLINN minn heitir ný snælda sem gefin hefur verið út af útgáfufyrirtækinu September ehf. en það rekur m.a. stafrænt hljóðver. Eigendur þess eru Þórður Guðmundsson, Hafþór Guðmundsson og Siggeir Pétursson. Um er að ræða nokkurs konar sunnudagaskóla þar sem bæði eru sungið og talað, segir í fréttatilkynningu. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 157 orð

Kiwanismenn stofna hljóðfærasjóð

Hrunamannahreppi-Félagar í Kiwanisklúbbnum Gullfossi, sem starfar hér í Hreppum, gáfu nýlega 100 þúsund krónur til að endurnýja mætti hljóðfæri Félagsheimilisins á Flúðum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 78 orð

Klæðning bauð lægst

KLÆÐNING efh. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í vegaklæðingar á Norðurlandi vestra í sumar. Bauð Klæðning efh. 13.906.300 kr. í verkið en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 13.894.085 kr. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða efh. á Selfossi næstlægsta tilboðið, sem var 14.111.600 kr. Borgarverk efh. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 747 orð

Kynþáttahatur fylgir valdi

VÍS maður sagði að aðskilnaður kynþáttanna væri mestur á sunnudagsmorgni klukkan 11, þegar fólk héldi til kirkju. Ein af þeim sem undir þetta tekur er Alice Thompson, framkvæmdastjóri hjálparstofnunarinnar Black Family Developement í Detroit. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 427 orð

Laxveiðihneyksli Þjóðviljanum óviðkomandi

Í UMRÆÐUM á Alþingi um laxveiðikostnað Landsbanka Íslands á mánudag og ummælum í fjölmiðlum síðan nefndi Davíð Oddsson forsætisráðherra skuld Þjóðviljans við Landsbankann sérstaklega og sagði Svavar Gestsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT Í Morgunblaðinu í gær var Einar K

LEIÐRÉTT Í Morgunblaðinu í gær var Einar Karl Haraldsson sagður framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Hann var framkvæmdastjóri flokksins frá 1992 til haustsins 1996, en gegnir því starfi ekki lengur. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

LEIÐRÉTTRangur opnunartími Í BLAÐINU í gær miðv

Í BLAÐINU í gær miðvikudag birtist myndlistardómur Gunnars J. Árnasonar um sýningu Jónasar Braga Jónassonar í Stöðlakoti. Rangur opnunartími var greininni og er beðist velvirðingar á því. Réttur opnunartími er að það er opið alla daga frá kl. 14-18. Stjórnvöld mega ekki Í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag 8. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 495 orð

Líta á okkur sem hryðjuverkamenn

STÆRSTA samfélag múslima í Bandaríkjunum er í Michigan. Talið er að um 250.000 múslimar búi í ríkinu, flestir í Dearborn, útborg Detroit. Henni hefur verið líkt við skiptistöð, þar sem flestir flytji þangað fyrst í stað, komi undir sig fótunum og dreifist síðan um allt land. Alls eru arabar í Bandaríkjunum um 2-3 milljónir og koma frá 27 löndum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lægri kostnaður við snjómokstur

KOSTNAÐUR Vegagerðarinnar við snjómokstur frá sl. áramótum var 227 milljónir. Í samanburði við árið í fyrra er kostnaðurinn öllu lægri, en frá áramótum 1997 og fram á vor greiddi Vegagerðin 284 milljónir króna í snjómokstur. Kostnaður við snjómokstur fyrir allt árið 1997 var 730 milljónir en 530 milljónir fyrir árið 1996. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mastrið risið

LOKIÐ er við að reisa sendi- og móttökumastur Tals við Síðumúla 28. Mastrið er 30 metra hátt og var það sett upp í heilu lagi og gekk verkið vel. Því er ætlað að þjóna stórum hluta af dreifingarsvæði félagsins á miðsvæði Reykjavíkur. Þegar búið verður að tengja sendi- og móttökubúnað mastursins hefjast prófanir á búnaðinum en áætlað er að opna dreifikerfi Tals í byrjun næsta mánaðar. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 322 orð

Málið sent fulltrúadeildinni

KENNETH Starr, óháður saksóknari í málunum gegn Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, er kominn langt með skýrslu um ávirðingar forsetans varðandi Monicu Lewinsky og mun senda hana fulltrúadeild þingsins. Ef réttar reynast gætu þær hugsanlega verið næg ástæða til að krefjast afsagnar hans. Kom þetta fram í The Washington Post í gær. Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Messur

ÓLAFSFJÖRÐUR: Skírdagur, messa í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Föstudaginn langi, krossljósastund í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Páskadagur, hátíðarmessa kl. 8.00, morgunverður í Sandhóli eftir messu. Helgistund á skíðasvæðinu kl. 13.30. Annar í páskum, hátíðarmessa á Hornbrekku kl. 14.00. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Miklar breytingar á Bíóborginni

AÐALSALUR Bíóborgarinnar við Snorrabraut var opnaður að nýju í gær eftir miklar breytingar sem hafa staðið yfir undanfarinn mánuð. Búið er breyta salnum til að hægt verði að reka þar leikhús og halda tónleika samhliða kvikmyndasýningum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 1839 orð

MINNISBLAÐ LESENDA UM PÁSKANA

Slysadeild Borgarspítalans: Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími slysadeildar er 5251700. Heimsóknartími á sjúkrahúsum: Sjúkrahús Reykjavíkur: Allir dagar frá kl. 15­16 og 19­20, eða eftir samkomulagi. Landsspítali: Alla daga kl. 15­16 og 19­20. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 315 orð

Mótmæla ummælum fjármálaráðherra

FRAMKVÆMDASTJÓRN Verkamannasambands Íslands lýsir furðu sinni á ummælum sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur látið falla um atvinnulaust fólk, segir í ályktun frá stjórninni. "Á hádegisverðarfundi Verslunarráðs, sem haldinn var á Akureyri 31. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 162 orð

Murdoch gagnrýnir BBC

FJÖLMIÐLARISINN Rupert Murdoch gagnrýndi harðlega í fyrradag þá miklu vernd í breska stjórnkerfinu sem breska ríkissjónvarpið BBC nyti. Hann sagði "vini og vandamenn" stofnunarinnar í breskum stjórnmálum og bresku stjórnkerfi hygla BBC á kostnað einkastöðva. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Norðurlönd taki forystu gegn þátttöku barna í hernaði

RAUÐI krossinn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum hefur skorað á forsætisráðherra landanna að eiga frumkvæði að mótun alþjóðalaga um verndun barna undir 18 ára aldri gegn þátttöku í vopnuðum átökum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 140 orð

Norskur predikari í heimsókn

NORSKI leikpredikarinn Gunnar Hamnoy kemur hingað til lands um næstu helgi. Hann hefur í mörg ár verið starfsmaður Kristniboðssambandsins í Noregi og hefur haft mikil áhrif víðsvegar í heimalandi sínu. Hamnöy hefur komið áður til Íslands. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Nýtt heiti á "Mömmumorgna"

KARLANEFND Skrifstofu jafnréttismála hefur sent biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, bréf er varðar nafngift og kynningu samverustunda sem söfnuðir þjóðkirkjunnar standa að fyrir foreldra með ung börn. Í bréfi karlanefndar kemur fram að samverustundir þessar hafi í flestum söfnuðum, með undantekningum þó, hlotið nafnið "mömmumorgnar" eða "mömmufundir". Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ný vefnaðarvöruverslun í Hlíðarsmára

OPNUÐ hefur verið ný vefnaðarvöruverslun, Saumalína, í Hlíðasmára 14, Kópavogi, þar sem áhersla er lögð á vönduð efni í saumaskapinn. Eigandi verslunarinnar er Halla Sveinsdóttir. Verslunin flytur inn efni frá Belgíu, Þýskalandi og Hollandi ásamt fleiri aðilum. JÓNA Guðmundsdóttir, Magdalena Kristinsdóttir og Halla Sveinsdóttir, eigandi. Meira
9. apríl 1998 | Miðopna | 1959 orð

Ofbeldi í sjónvarpi Aukin umræða um neikvæð áhrif ofbeldis í sjónvarpi á börn og unglinga hefur spunnist á undanförnum dögum í

FÉLAGS- og fjölmiðlafræðingar hafa um árabil rannsakað áhrif ofbeldis í sjónvarpi og kvikmyndum á börn og unglinga og komist að fróðlegum niðurstöðum þó aldrei hafi fengist afgerandi svar við þeirri einföldu spurningu hvort ofbeldi í sjónvarpi valdi auknu ofbeldi í samfélaginu. Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Passíusálmarnir lesnir í Grímsey

PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Grímseyjarkirkju á morgun, föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 10.00 og lýkur seinni part dags. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sálmarnir eru lesnir í Grímey. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1723 orð

Raddir frá Slóvakíu Hvað eru rithöfundar að fást við í Slóvakíu og hvernig er búið að þeim?Lárus Már Björnsson segir frá

"Shaharazade svaraði: "Verði ég á lífi aðra nótt mun ég segja þér nokkuð snöggtum furðu- og kynlegra en þetta." Úr Þúsund og einni nótt. Lungann úr sumrinu 1996 dvaldi ég í Slóvakíu, einkum í höfuðborg hins nýja lýðveldis, Bratislava. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 206 orð

Rangt að tala um beinar áætlanir

BRESKA dagblaðið The Financial Times birti á þriðjudag frétt um "miklar áætlanir" Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og sagði að fengi hann sínu framgengt yrði Ísland bankaparadís. Davíð sagði í fyrrakvöld að í fréttinni hefði ekki verið nákvæmlega eftir sér haft og rangt væri að tala um beinar áætlanir. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 367 orð

Ráðherra láti búa til starfslýsingu

FANGAVARÐAFÉLAG Íslands samþykkti ályktun á aðalfundi sínum 4. apríl síðastliðinn, þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að beita sé fyrir því að látnar verði í té starfslýsingar fyrir fangaverði, sem kveðið sé á um í lögum. Þá skoraði félagið á Fangelsismálastofnun að taka upp "eðlileg samskipti við starfsfólk fangelsanna, sem sé nauðsynleg forsenda þess að vinnufriður haldist. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 183 orð

Ráðuneyti skrá skoðanir blaðamanna

MIKILL trúnaðarbrestur hefur orðið milli finnskra fjölmiðla og nokkurra ráðherra vegna frétta af því að að minnsta kosti þrjú ráðuneyti hafi látið skrá mat á umfjöllun einstakra blaðamanna um málefni sem varða ráðuneytin. Úttekt atvinnumálaráðuneytisins á skrifum blaðamanna hefur verið birt eftir þrýsting frá fjölmiðlum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 634 orð

Reisa á Þjóðhildarkirkju á Grænlandi

VESTNORRÆNA þingmannaráðið er skipað sex þingmönnum frá hverju Vestur-Norðurlandanna, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Hver landsdeild kýs sér formann sem skiptast á um að vera formenn Vestnorræna ráðsins. Nú er Grænlendingur formaður en Svavar Gestsson er fyrri varaformaður ráðsins og formaður Íslandsdeildarinnar. Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 22 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 25 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 22 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

SkemmtanirÁ MÓTI SÓL er komin á fullt skrið eftir smá

SkemmtanirÁ MÓTI SÓL er komin á fullt skrið eftir smávetrarfrí. Hljómsveitin leikur á Gjánni Selfossi föstudagskvöld frá kl. 00­4 og Höfðanum, Vestmannaeyjum laugardags- og sunnudagskvöld. Þess má geta að hljómsveitin er nú í hljóðveri að taka upp tvö lög sem verða á safnplötu sem Skífan sendir frá sér í byrjun júní. Meira
9. apríl 1998 | Landsbyggðin | 164 orð

Slátrun páskalamba á Hvammstanga

Hvammstanga­Hjá sláturhúsinu Ferskum afurðum á Hvammstanga var um helgina slátrað um 400 dilkum sem Ferskir fjárbændur selja til Hagkaups í Reykjavík. Að sögn Eyjólfs Guðmundssonar á Bálkastöðum, formanns Ferskra fjárbænda, var slátrað tæpum fjögur hundruð dilkum sem eru smálömb frá liðnu hausti. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 105 orð

"Snorri" reynir aftur

ÁHÖFNIN á "Snorra", eftirmynd af víkingaskipi, ætlar að gera aðra tilraun í sumar til að sigla í kjölfar Leifs Eiríkssonar frá Grænlandi til Nýfundnalands. Í fyrrasumar varð hún að gefast upp þegar stýrið brotnaði. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1800 orð

Spánskt fyrirsjónir

TRÚLEGA er hún 15 ára og hún heitir næstum því ábyggilega Esperanza. Nú líkt og flest kvöld er hún komin út í dyrnar heima hjá sér við Manuel de la Revilla-götu í austurhluta Málaga-borgar og bíður, sýnilega vongóð. Skellirnir og drunurnar gefa til kynna að kærastinn sé á leiðinni og sjá þar kemur hann hraðþjótandi á nöðru sinni, klæddur stuttbuxum og hvítum bol. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 110 orð

Spennandi úrslitaleikir framundan

FRAM sigraði FH, 24:22, í æsispennandi, framlengdum leik, í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik í Framheimilinu í gærkvöldi. Fram mætir því Val í úrslitum um Íslandsbikarinn og verður fyrsta viðureign félaganna í Framheimilinu á laugardaginn. Meira
9. apríl 1998 | Smáfréttir | 46 orð

STJÓRN Bandalags háskólamanna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu s

STJÓRN Bandalags háskólamanna lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í heilbrigðisþjónustu vegna víðtækra uppsagna hjúkrunarfræðinga. Stjórn bandalagsins skorar á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi að laða þá til starfa við heilbrigðisstofnanir, segir í ályktun. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Strandamenn undrandi á flutningi sýslumanna

STJÓRN Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur sent Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra bréf þar sem lýst er yfir furðu á þeim hugmyndum að flytja sýslumanninn á Hólmavík til Akraness og sýslumanninn þar til Hólmavíkur. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 119 orð

Svar ekki tilbúið

SVAR við fyrirspurn Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem hann sendi bankaráði Landsbanka Íslands á mánudag og óskaði eftir skýringum á því hvers vegna bankaráðið hefði veitt rangar upplýsingar um kostnað bankans af laxveiðum, var ekki frágengið í gær. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 388 orð

Svertingjar verst settir allra minnihlutahópa

NAACP, Framfarasamtök svartra, eru ein elstu réttindasamtök svartra í Bandaríkjunum, stofnuð árið 1904. Wendell Paris er svæðisstjóri þeirra í Missisippi og segir réttindabaráttuna enn eiga langt í land, mun lengra en margir vilji viðurkenna. Hann segir meiri mun á efnahag svartra og hvítra nú en á 7. áratugnum. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

TUTTUGU og fjögurra ára gamall Garðbæingur var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af ákæru um að hafa í apríl í fyrra veist að jafnaldra sínum í Austurstræti og veitt honum hnefahögg. Óþekktir félagar ákærða hafi síðan fylgt árásinni eftir með höggum og spörkum með þeim afleiðingum að blóðæxli myndaðist í heilastofni árásarþolans og sex tennur brotnuðu, auk annarra áverka. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Tekur við embætti 1. maí

GEORG Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segist munu taka við embætti varalögreglustjóra í Reykjavík frá og með 1. maí næstkomandi. "Það var að vísu misvísandi frétt í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi (sl. þriðjudagskvöld) en samkvæmt skipunarbréfinu ber mér að taka við embætti varalögreglustjóra 1. maí," segir Georg. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 755 orð

Tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg

HEIMSÓKN forsetahjónanna hófst með hressingardvöl í Huatulcu, á Kyrrahafsströnd Mexíkó, þar sem Ernesto Zedillo Mexíkóforseti á sumarhús. Að því búnu var haldið til Mazatlán og Gyayamas, þar sem íslensk sjávarútvegsfyrirtæki voru heimsótt og fundur haldinn með forseta Mexíkó í Mexíkóborg. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 229 orð

Unnið verði við frumvarpið í sumar

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segist telja rétt að unnið verði að málum í tengslum við gagnagrunn á heilbrigðissviði í sumar þannig að málið geti hlotið afgreiðslu á haustþingi. "Ég tel mikilvægt að þetta flókna og mikilvæga frumvarp fái góða umfjöllun og fagna þeirri miklu umræðu sem er þegar hafin um frumvarpið. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Útvarpsráð hafnar kröfum MH

ÚTVARPSRÁÐ hafnaði í gær kröfum Nemendafélags Menntaskólans í Hamrahlíð um að keppnisliði MH í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, yrði dæmdur sigur í keppninni. MH-ingar fóru fram á til vara að úrslitakeppnin gegn liði Menntaskólans í Reykjavík yrði endurtekin. Meira
9. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 192 orð

Valdið frá seðlabanka til ECB

FRANSKA þjóðþingið samþykkti í gær að breyta lögum um seðlabanka landsins, en þessar breytingar voru nauðsynlegar til að Frakkland uppfyllti öll ákvæði Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins (ESB) um skilyrði fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Varðskip á leiðinni að flotkvínni

ÁÆTLUN um björgun flotkvíar Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, sem rekur stjórnlaust suður í Atlantshafi, var breytt í fyrrinótt þegar varðskip fór til að freista þess að ná kvínni í tog. Til stóð að senda annan dráttarbát frá Englandi en að mati Tryggingar hf. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 782 orð

"Vér páskahátíð höldum"

Skírdagur er runninn upp. Þar með er höfuðhátíð kristinna manna í raun og veru gengin í garð. Skírdagur er hinn fyrsti fimm daga, sem allir eru helgaðir síðustu stundum Jesú á jörðu, innsetningu heilagrar kvöldmáltíðar, kvöl frelsarans, krossdauða hans og upprisu frá dauðum. Hátíðin er samfella. Enginn hluti hennar verður frá heildinni skilinn. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 784 orð

Vísirinn að því sem koma skal

Í MYNDVERI í kjallara Odda sitja um 40 nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands og taka þátt í gagnvirkri kennslustund sem fram fer frá Háskólanum á Akureyri, með hjálp fjarkennslubúnaðar háskólanna beggja. Á skjá í Reykjavík sjá nemendur kennara sinn á Akureyri, en kennarinn sér nemendurna í Reykjavík á sínum skjá á Akureyri. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1020 orð

Vor í Flórída

Margir norðanmenn, sem hingað flytja í sólarlandið, segja oft, að þeir sakni árstíðanna. Mest segjast þeir sjá eftir vorinu, sem loks kemur eftir harðan vetur. En eftir að hafa verið hér í nokkur ár sér athugult fólk greinilega allar mögulegar breytingar í náttúrunni, þegar ein árstíðin tekur við af annarri. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 1159 orð

Þar sem Guðsmóðir birtist börnunum Norðan við Lissabon er bærinn Fatima. Fyrir rúmum áttatíu árum var þetta syfjulegt

HINN 13. maí árið 1917 fullyrtu þrír barnungir fjárhirðar frá Fatima í Portúgal, að heilög Guðsmóðir hefði birst þeim fyrr um daginn. Börnin hétu Lucia, Francisco og Jacinta. Einungis hin 10 ára Lúcia heyrði hvað Guðsmóðir sagði, þar á meðal að hún óskaði þess að þau snéru aftur til þessa staðar þar sem þau sáu meyna, á þrettánda degi hvers mánaðar, næstu sex mánuði. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 184 orð

Þeir sem fórust

GUNNAR STEFÁNSSON, 44 ára, ókvæntur. SIGVALDI STEFÁNSSON, 48 ára, kvæntur og átti 3 ung börn. Af vélbátnum Hafþóri frá Dalvík: TÓMAS PÉTURSSON, formaður, 32 ára, kvæntur og átti 3 ung börn. Bjarmar Baldvinsson, 24 ára, kvæntur og átti 1 ungt barn. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 2077 orð

Þrotlaus vinna ­þúsund draumar

Þrotlaus vinna ­þúsund draumar Ballerínur hafa löngum verið rómaðar fyrir liðleika sinn og léttleika. Þær virðast hafa fullkomið vald á líkama sínum og engin takmörk virðast þeim sett. Meira
9. apríl 1998 | Fréttaskýringar | 478 orð

Ætlaði að verða leikkona

MARÍA Gísladóttir var ellefu ára þegar hún hóf nám í Ballettskóla Þjóðleikhússins. Þar áður hafði hún verið í ballettskóla Katrínar Guðjónsdóttur. Þegar hún var sextán ára fór hún til London og stundaði nám við Royal Ballet School í tvö ár. María segir að upphaflega hafi sig ekki dreymt um að verða ballerína. "Ég ætlaði að verða leikkona sem gæti sungið og dansað. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

FARÞEGAÞOTA frá kanadíska flugfélaginu Air Canada lenti á Keflavíkurflugvelli í gær vegna veikinda Kanadamanns um borð. Maðurinn var fluttur á Heilsustofnun Suðurnesja en hann var kominn aftur um borð í vélina að klukkustund liðinni og hélt hún áfram ferð sinni. Vélin var á leið frá London til Vancouver í Kanada. Meira
9. apríl 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

25% munur reyndist á hæsta og lægsta verði hjólbarðaskiptingar, umfelgunar og jafnvægisstillingar þegar starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna gerði verðsamanburð á 27 verkstæðum fyrir skömmu. Hinn 15. apríl næstkomandi rennur út frestur til að skipta yfir á sumardekk. Meira

Ritstjórnargreinar

9. apríl 1998 | Leiðarar | 612 orð

PÁSKAR ­ SIGURHÁTÍÐ LÍFSINS ROSSINN var ekki endalok Jes

PÁSKAR ­ SIGURHÁTÍÐ LÍFSINS ROSSINN var ekki endalok Jesú," segir Sigurbjörn biskup Einarsson í bók sinni Haustdreifum, "heldur nýtt upphaf, nýr sáttmáli, nýtt, skapandi máttarverk Guðs, opinberað í upprisunni." Þetta eru orð að sönnu. Páskarnir eru sigurhátíð lífsins yfir dauðanum. "Dauðinn dó, en lífið lifir," segir í kunnum sálmi. Meira

Menning

9. apríl 1998 | Tónlist | 595 orð

Af djasstónleikum

Minningartónleikar um Gunnar Ormslev. Salur FÍH 22. mars. Öðlingar FÍH. Múlinn, Sólon Íslandus. 29. mars. Girl talk. Norræna húsið. 2. apríl. Veigar Margeirsson/Jóel Pálsson. Múlinn, Sólon Íslandus. 2. apríl. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 51 orð

Allra síðasta sýning á Hamlet

VEGNA mikillar aðsóknar verður ein aukasýning á Hamlet í Þjóðleikhúsinu og verður það allra síðasta sýningin á verkinu. Verður hún miðvikudaginn 15. apríl kl. 20. Leikstjóri sýningarinnar er Baltasar Kormákur. Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð frá skírdegi til og með annars páskadags en verður opnuð aftur á þriðjudag. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 315 orð

Ást á lífinu

SÝNING á verkum 17 ungra myndlistarmanna verður opnuð í Listaskálanum í Hveragerði laugardaginn 11. apríl kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Ungir myndlistamenn og mun þetta vera í þriðja sinn sem slík sýning er haldin hér á landi. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 156 orð

Bók Elínar um Gerði Helgadóttur endurútgefin

NÆSTKOMANDI laugardag 11. apríl verða liðin 70 ár frá fæðingu Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Af því tilefni verður opnuð viðamikil sýning á verkum hennar í Gerðarsafni. Í tengslum við sýninguna verður ævisaga Gerðar eftir Elínu Pálmadóttur blaðamann endurútgefin. Bókin kom út árið 1985. Hún var metsölubók á sínum tíma og seldist strax upp og hefur verið algjörlega ófáanleg síðan. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 166 orð

Börn í Þykkvabæ setja upp leikrit

Börn í Þykkvabæ setja upp leikrit Hella. Morgunblaðið. VERIÐ er að setja upp leikritið "Stóra klunnalega blórann með uppsnúnu uggana" í samkomuhúsinu í Þykkvabæ eftir danska kennarann Björge Hanson en þýðandi verksins er Emil Emilsson. 23 börn á aldrinum sex til þrettán ára úr Grunnskólanum í Þykkvabæ leika í verkinu undir stjórn G. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 95 orð

Einleikarapróf í Fella- og Hólakirkju

TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einleikaraprófs Ingólfs Vilhjálmssonar klarínettuleikara frá skólanum. Píanóleikari er Lára S. Rafnsdóttir. Á efnisskrá eru Sónatína fyrir klaríenettu og píanó eftir Bohuslav Maryinu, Fjögur stykki fyrir klarínettu og píanó op. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 951 orð

Enginn lyfseðill til á bókmenntir Skáld frá Kúbu, Norberto Codina Boeras, hafði stutta viðdvöl á Íslandi, las úr ljóðabókum

NORBERTO Codina Boeras er skáld frá Kúbu sem kom til Íslands og las upp ljóð sín og hélt erindi í boði Vináttufélags Íslands og Kúbu dagana 26.­28. mars, en hélt eftir það til Stokkhólms til að sitja hliðarstefnu við menningarráðstefnu UNESCO þar. Í fyrra var hann gestur á ljóðadögum í Malmö í Svíþjóð sem skáldið Lasse Söderberg stjórnar. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 232 orð

Evrópsku bókmennta- og þýðingarverðlaunin Mat

Evrópsku bókmennta- og þýðingarverðlaunin Matthías, Þórarinn, Pétur og Scudder tilnefndir MATTHÍAS Johannessen og Þórarinn Eldjárn hafa verið tilnefndir til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna, Aristeion, og Bernard Scudder og Pétur Gunnarsson til Evrópsku þýðingarverðlaunanna fyrir hönd Íslands. Meira
9. apríl 1998 | Bókmenntir | 604 orð

Gengið að Clark vísri

Mary Higgins Clark: Láttu sem þú sjáir hana ekki. "Pretend You Don't See Her". Pocket Books 1997. 318 síður. BANDARÍSKI glæpasöguhöfundurinn Mary Higgins Clark vermir iðulega fyrsta sæti bandaríska metsölulistans með sögum sínum um morð og meiðingar á meðal betri borgaranna vestra. Hún á eflaust tilkall til þess að vera kölluð drottning spennusagnanna. Meira
9. apríl 1998 | Tónlist | 520 orð

Glæsilegur samleikur

Áshildur Haraldsdóttir og Einar K. Einarsson fluttu verk eftir Guiliani, Poulenc, Villa-Lobos, Ibert, Piazolla og Lárus Grímsson. Mánudagurinn 6. apríl 1998. BÆÐI gítarinn og flautan, sem eiga sér mjög langa sögu og gegndu stóru hlutverki bæði á endurreisnar- og barokktímanum, voru undarlega fjarri áhugasviði stóru klassísku og flestra rómantísku tónskáldanna, Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 279 orð

H.C. Andersenverðlaunin veitt

Á FÆÐINGARDEGI H.C. Andersens, 2. apríl, var tilkynnt hverjir hlytu að þessu sinni verðlaunin sem við hann eru kennd og IBBY-samtökin veita annað hvert ár. Fyrir valinu urðu rithöfundurinn Katherine Paterson, tilnefnd af Bandaríkjunum, og myndlistarmaðurinn Tomi Ungerer sem Frakkar tilnefndu. Katherine Paterson fæddist í Qing Jiang í Kína árið 1932 en foreldrar hennar voru trúboðar þar. Meira
9. apríl 1998 | Myndlist | 582 orð

Í Hellisgerði hugmyndanna

Opið 10 til 18 alla daga. Aðgangseyrir 300 kr. Stendur til 12. apríl. SÝNING Ólafs Elíassonar á Kjarvalsstöðum er að mörgu leyti umfangsmeiri en flestar þær innsetningarsýningar sem áður hafa verið settar upp hér á landi. Meira
9. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 515 orð

Klækir og bellibrögð

JACKIE Brown er nýjasta myndin sem Quentin Tarantino leikstýrir en handrit myndarinnar gerði hann eftir spennusögunni Rum Punch eftir metsöluhöfundinn Elmore Leonard. Myndin er í aðra röndina gamansöm glæpasaga en hún fjallar annars um fólk sem fer annað slagið út af hinni beinu braut heiðarleikans. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 919 orð

Konur sýna

Til 19. apríl. Aðgangur ókeypis. Nikolaj-kirkjan, sunnan við Brimarhólm, er með þekktustu sýningasölum Kaupmannahafnar og steinsnar frá Østergade, nyrsta hluta Striksins fræga. Það er langt síðan guðsþjónustur lögðust þar af og borgin fór að nota skipið til sýningahalds. Nú er þar risastór kvennasýning sem kallast "Boomerang", með verkum tuttugu og tveggja kvenna. Meira
9. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 430 orð

Líf leiðtogans

ÁRIÐ 1937 var tveggja og hálfs árs gamall drengur að nafni Tenzin Gyatso úr alþýðufjölskyldu í Tíbet viðurkenndur sem fjórtánda endurholdgun Búddha og var honum skapað það hlutskipti að verða andlegur og pólitískur leiðtogi þjóðar sinnar. Í Kundun færir leikstjórinn Martin Scorsese raunverulega sögu Dalai Lama á hvíta tjaldið en söguna segir hann út frá sjónarhorni Dalai Lama sjálfs. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 154 orð

Ljúfur söngur á afmælishátíð

Ljúfur söngur á afmælishátíð Morgunblaðið. Hrunamannahreppi. YNGSTI karlakór landsins, Karlakór Hreppamanna, sem stofnaður var fyrir ári, minntist afmælisins með tónleikum laugardagskvöldið 4. apríl. Söngmenn eru 30 úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppi. Stjórnandi kórsins er Edit Molnár en undirleikari Miklós Dalmay. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 303 orð

Með passíuna í blóðinu ÞESS eru no

Með passíuna í blóðinu ÞESS eru nokkur dæmi að fjölskyldutengsl finnist meðal þátttakenda í flutningi Mattheusarpassíunnar. Hjón syngja saman í kórnum, og jafnvel feðgin og mæðgin. Hjónin Daði Kolbeinsson, óbóleikari, og Sesselja Halldórsdóttir, víóluleikari eru að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar í þriðja sinn. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 165 orð

Nóttin skömmu fyrir skógana

NÓTT & dagur frumsýnir leikritð "Nóttin skömmu fyrir skógana" eftir franska leikskáldið Bernard-Marie Koltés, mánudaginn 13. apríl kl. 21. Leikritið verður sýnt í Leikhúsvagninum. Leikhúsvagninn er strætisvagn sem keyrir um götur Reykjavíkur á meðan á sýningunni stendur. Allrahanda hópferðir leggja til strætisvagninn, en lagt verður af stað frá Lofkastalanum út í dularfulla nóttina. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 122 orð

Nýjar bækurPERLUR og steinar

PERLUR og steinar eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur er komin út á ný eftir að hafa verið ófáanleg frá því hún seldist upp fyrir jólin 1993. Í bókinni leitast höfundur við að gefa sem sannasta mynd af árum sínum með rithöfundinum Jökli Jakobssyni og þeim persónum sem þar koma við sögu. Á þessum árum skrifaði Jökull flest af sínum bestu verkum m.a. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Nýjar bækurÚT er komið

ÚT er komið ritið Náttúrufar á Seltjarnarnesi. Hér er á ferðinni rit sem segir í máli og myndum frá jarðmyndun, lífríki og náttúru Seltjarnarness. Bókin er ætluð áhugafólki og fræðimönnum um þessi efni. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 251 orð

Pastelmyndir Louisu Matthíasdóttur

SÝNING á pastelmyndum Louisu Matthíasdóttur verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, fimmtudaginn 9. apríl kl. 14. Verk Louisu eru löndum hennar vel þekkt þótt hún hafi um margra ára skeið búið erlendis. Margar sýningar á verkum hennar hafa verið settar upp hér á landi áður, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hér er sett upp sýning á pastelmyndum hennar eingöngu. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 124 orð

Páskakantata í Egilsstaðakirkju

KAMMERKÓR Austurlands heldur tónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn fyrir páska. Flutt verður kantatan "Christ lag in Todesbanden", eftir J.S. Bach og fimm sálmalög við passíusálma eftir W. Keith Reed, stjórnanda kórsins. Kantatan var samin til flutnings á páskadag og er efni hennar páskaboðskapurinn. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 843 orð

Píslarsagan skynjuð upp á nýtt Um páskana

MATTHEUSARPASSÍAN verður að þessu sinni flutt á þrennum tónleikum í Langholtskirkju; á skírdag, föstudaginn langa og nk. laugardag, 11. apríl, kl. 16 hvern dag. Passían tekur hátt á þriðju klukkustund í flutningi. Hljóðfæraleikarar eru 40 og kórarnir tveir, 90 manna Kór Langholtskirkju og 50 manna Gradualekór unglinga upp að 18 ára aldri. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Samkór NorðurHéraðs syngur á Brúarási

Samkór NorðurHéraðs syngur á Brúarási Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. ÁRLEGIR vortónleikar Samkórs Norður-Héraðs voru haldnir á Brúarási nú fyrir páskana. Á dagskrá tónleikanna voru lög eftir bæði íslenska og erlenda höfunda, sum eru nýútsett fyrir blandaðan kór af stjórnendum kórsins, Rósmari og Julian Hewlett. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 119 orð

Samsett verk í 20 fm

HELGI Ásmundsson opnar sýningu í Galleríi 20 fm, Vesturgötu 10a, kjallara, laugardaginn 18. apríl kl. 16. Hann sýnir nú samsett verk, annars vegar úr íslenskum grásteini þar sem einföldum og jöfnum formum er raðað saman þannig að úr verður bergstuðull er myndar innbyrðis andhverfu líkt og mótstæðir kraftar takist á en skapa jafnframt jafnvægi sín í milli, Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 78 orð

Skógarlíf sýnt fyrir heyrnarlausa

3. BEKKUR Leiklistarskóla Íslands sýnir nú leikritið Skógarlíf (Jungle Book) eftir Rudyard Kipling. Leikgerðina annaðist Illugi Jökulsson og leikstjóri sýningarinnar er Viðar Eggertsson. Nú þegar hafa verið sýndar 15 sýningar fyrir fullu húsi og ákveðið hefur verið að bæta við sýningum út apríl. Fimmtudaginn 16. apríl kl. Meira
9. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 473 orð

Skytturnar saman á ný

LANGT er mum liðið síðan skytturnar frægu, Aramis, Athos, Porthos og d'Artagnan, börðust saman og voru hugrökkustu og fræknustu skytturnar í liði Frakkakonungs. Athos (John Malkovich) lifir nú kyrrlátu lífi og einbeitir sér að uppeldi sonar síns, Pathos (Gérard Depardieu) saknar fortíðarinnar og nýtur lystisemda lífsins og Aramis (Jeremy Irons) hefur fylgt köllun sinni og orðið prestur. Meira
9. apríl 1998 | Myndlist | 560 orð

Spáð í lófa

Opið alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 13. apríl. SPÁKONUR hafa lengi gegnt sérstöku og mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og hafa kannski á vissan hátt verið miðja hvers samfélags, leyst úr vanda fólks og greitt úr framtíð þess. Aðferðirnar við spádóminn eru margar, en algengast hefur líklega verið hér á landi að spá í bolla, á spil eða í lófa. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 65 orð

Sýning í Hruna

OPNUÐ hefur verið sýning í safnaðarheimilinu Hruna. Systurnar Jóhanna og Þórdís Sveinsdætur sýna. Jóhanna sýnir grafíkmyndir, stálætingu og dúkristur. Verkin fjalla um hringferð jarðar, birtu og lit. Dúkristurnar eru unnar sérstaklega með náttúru Íslands í huga. Þórdís sýnir textílverk, handþrykkta dúka og silkislæður. Hún notar mynstur af gömlum tréútskurði í verk sín. Sýningin stendur til 1. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 34 orð

Sýningu lýkur

LJÓSMYNDASÝNING Kjartans Einarssonar í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Sýningunni lýkur svo miðvikudaginn eftir páska, 15. apríl. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar í Nepal á síðasta ári. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Sænsk og litháísk list í gallerí Kúnna

SÝNING Díönnu Storåsin og Símonar Skrabulis opnar föstudaginn langa í gallerí Kúnna, Skólavörðustíg 6 kl. 20.00. Á sýningunni eru teikningar og innsetningar. Díana er frá Svíþjóð og Símon frá Litháen og bæði eru þau nemar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin frá 16-18. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 248 orð

Söngleikurinn Oliver Twist frumsýndur að Ýdölum

OLIVER Twist var frumsýndur um helgina í félagsheimilinu að Ýdölum í Aðaldal fyrir fullu húsi og miklu lófataki. Það var langþráður draumur tónlistarkennaranna við Hafralækjarskóla, Roberts og Juliet Faulkner að koma Oliver á svið og með samstilltu átaki skólans og Leikfélagsins Búkollu gat sýning þessi orðið að veruleika. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 445 orð

Tímarnir kalla á andsvar

Í ANDDYRI Hallgrímskirkju stendur nú yfir sýning á stórum blýteikningum eftir Valgerði Bergsdóttur undir heitinu Passíuteikningar. Myndirnar eru unnar sérstaklega fyrir Hallgrímskirkju og lýsa atburðum dymbilvikunnar, aðallega föstudagsins langa. Það eru Listasafn Hallgrímskirkju og Listvinafélag kirkjunnar sem standa að sýningunni, en henni lýkur 14. maí nk. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 383 orð

Tónlist og myndlist í Seltjarnarneskirkju

LISTAHÁTÍÐ á Seltjarnarnesi er tvíæringur sem nú er haldinn fjórða sinni í Seltjarneskirkju og hefst á páskadag. Yfirskrift hátíðarinnar er Gleði trúarlífsins. 16 listamenn sýna saman verk sín í kirkjunni ásamt verkum nemenda í Mýrarhúsaskóla. Að kvöldi annars í páskum, kl. Meira
9. apríl 1998 | Bókmenntir | 393 orð

Tvö byrjendaverk

eftir Kjartan Jónsson, eiginútgáfa, 1997 ­ 32 bls. LÍF MITT Í HNOTSKURN eftir Helgu Jenný Hrafnsdóttur, eiginútgáfa 1998 ­ 61 bls. FYRSTU sporin á ritvellinum eru aldrei auðveld. Menn feta sig misjafnlega varlega út á þá braut. Sumir taka jafnvel undir sig stökk og gefa út heilar ljóðabækur. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Um eðli kvenna

Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur flytur rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands þriðjudaginn 14. apríl kl. 12.00 í stofu 201 í Odda. Nefnist rabbið Heimspekingar um eðli kvenna: Frá Aristótelesi til Gunnars Dal. Eru allir velkomnir. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 118 orð

Umsóknir um styrki til dagskrárgerðar

STJÓRN Menningarsjóðs útvarpsstöðva auglýsti eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til dagskrárgerðar í janúar sl. Umsóknarfrestur rann út 16. febrúar. Hlutverk sjóðsins er skilgreint þannig í útvarpslögum að hann skuli "...veita framlög til eflingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu". Meira
9. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 215 orð

Vefengir ekki ákæruna

ROKKARINN Tommy Lee vefengdi ekki ákæru um líkamsmeiðingar á eiginkonu sinni, Pamelu Anderson, þegar málið var tekið fyrir í Los Angeles í vikunni. Samkvæmt lögum í Kaliforníu er litið svo á að Tommy hafi viðurkennt sök sína og á hann yfir höfði sér allt að eins ár fangelsi. Lágmarksrefsing er sex mánaða fangelsisvist. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 275 orð

Vestfirskar hetjur

LJÓSMYNDARINN Spessi opnar í dag, skírdag, kl. 16 sýningu á ljósmyndaverkum sínum í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Sýninguna nefnir hann Hetjur og þar eru ljósmyndaportrett af vestfirskum konum. Ljósmyndaverk Spessa nú koma í beinu framhaldi af eldra verkefni þar sem hann ljósmyndaði gamla vestfirska sjómenn á spariklæðum. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 383 orð

Við höfðum ekkert vit á stríði Sjómennirnir sem

Við höfðum ekkert vit á stríði Sjómennirnir sem gleymdust Í KVÖLD verður á dagskrá Sjónvarpsins ný heimildamynd eftir Einar Heimisson sem nefnist "Við höfðum ekkert vit á stríði", og fjallar um íslensku sjómennina sem færðu Bretum fisk á stríðsárunum. Meira
9. apríl 1998 | Menningarlíf | 970 orð

Þetta er mikið átak

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir Markúsarguðspjall á Renniverkstæðinu við Strandgötu á föstudaginn langa, 10. apríl, kl. 16. Sýningin er einleikur Aðalsteins Bergdal og í tilefni af 30 ára leikafmæli hans verður sérstök hátíðarsýning á verkinu kl. 20.30 að kvöldi annars páskadags. Sérstök forsýning verður á verkinu á miðvikudagkvöld, 8. apríl. Meira

Umræðan

9. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 377 orð

Allir aki eftir aðstæðum um páskana Frá Umferðarráði: PÁSKAR og

PÁSKAR og bænadagar eru eitt lengsta samfellda frí sem Íslendingar njóta á árinu. Þess vegna er ekki ólíklegt að margir leggi land undir fót og njóti þess að vera úti í náttúrunni ef veður leyfir eða heimsæki vini og kunningja sem búa í öðrum landshlutum. Undirbúningur ferðalags skiptir verulegu máli til að vel takist. Meira
9. apríl 1998 | Aðsent efni | 681 orð

Dagur vonar

HÚN heitir Dymbilvika, vikan sem hefst með pálmasunnudegi. Nafnið ber hún af því að þá voru kólfarnir teknir úr kirkjuklukkunum og settur trékubbur í staðinn, dymbill. Þetta var gert til að gefa klukkunum mattan, þungan hljóm. Fimmtudagur og föstudagur dymbilviku, það er skírdagur og föstudagurinn langi, kallast einu nafni bænadagar. Meira
9. apríl 1998 | Aðsent efni | 646 orð

Gangan til lífsins

FANGELSI eru hús aðskilnaðar. Hugur er beygður í því húsi þar sem fólk er slitið frá sínum nánustu, frá vandamönnum og vinum; háttbundinn gangur hins daglega lífs hefur verið rofinn og skyndilega er önnur klukka farin að slá og telja mínútur, klukkustundir, daga og ár. Meira
9. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 301 orð

Heimssýningin í Portúgal og kristnitökuafmælið 2000 Frá Jóhanni Friðfinnssyni

Í FERÐABLAÐI Morgunblaðsins, sunnudaginn 5. apríl voru Lissabon gerð góð skil í ágætri grein Einars Fals Ingólfssonar. Það styttist í opnun Heimssýningarinnar, sem að þessu sinni verður í Portúgal. Þar á bæ ætla þeir m.a. að tengja Ár hafsins við sýninguna og opna stærsta sædýrasafn heimsins með 25.000 tegundum úr undirdjúpunum. Meira
9. apríl 1998 | Aðsent efni | 1173 orð

Kross og upprisa daglegs lífs

DAG hvern heyjum við okkar glímu við raunveruleikann. Stundum er hann okkur ljúfur og góður en aðra daga nístir hann okkur og sviptir okkur öryggi. Þetta er saga daganna okkar, lífsins okkar. Samspil birtu og skugga, gleði og sorgar. Erindi kirkjunnar er að tala inn í okkar margbreytilegu aðstæður. Að ganga inn í myrkur þeirra sem líða og benda á von. Meira
9. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 733 orð

Listir eyjaskeggja Frá Sverri Ólafssyni: ALLT frá landnámstíð ha

ALLT frá landnámstíð hafa Íslendingar haft ríka þörf til að brjóta af sér átthagafjötra eylandsins og leggjast í víking til fjarlægra landa. Þetta hefur ekki síst átt við um íslenska listamenn. Þeir öðlast með því betri yfirsýn yfir eigin verk og fá hollan samanburð við það besta sem gerist annars staðar á jarðarkringlunni. Meira
9. apríl 1998 | Aðsent efni | 909 orð

Nálægð við Jesúm Ég þekki fólk sem finnst það upplifa nálægð við Jesúm á páskum, segir Yrsa Þórðardóttir, sem í grein þessari

Þessi söngur hljómaði á páskum bernsku minnar, þegar ég sótti næstum allt mitt helgihald í Hjálpræðisherinn og var þar "með í þeim skara sem fagnandi fer, í hin sælu og dýrlegu lönd". þessi för okkar til himna var Meira
9. apríl 1998 | Aðsent efni | 1061 orð

Sáttfúsir fornmenn Íslendingar þykja menn þrætugjarnir ­ en tileinkuðu þeir sér til forna sérstaka málamiðlunartækni sem gerði

Sáttfúsir fornmenn Íslendingar þykja menn þrætugjarnir ­ en tileinkuðu þeir sér til forna sérstaka málamiðlunartækni sem gerði miðstýrt framkvæmdavald í landinu nánast ónauðsynlegt í þrjár aldir? Að hve miklu leyti getum við byggt á Íslendingasögunum til að gera okkur grein fyrir samfélagsgerð þjóðveldisaldar? Þessum spurningum og fleirum mun J Meira

Minningargreinar

9. apríl 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Bernie Sampson

"Hann er farinn," voru orðin hennar Böggu þegar hún hringdi og tilkynnti að maðurinn hennar væri látinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur um morguninn. Farinn eins og hún orðaði það, farinn yfir móðuna miklu. Það er sú ferð sem liggur fyrir okkur öllum að fara. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 357 orð

Bernie Sampson

Mig langar að minnast Bernie með örfáum orðum. Það er svo margs að minnast eftir langar samverustundir. Mér eru svo minnisstæðar ferðir mínar til Florída hversu Bernie mágur minn tók alltaf glaðlega á móti mér. Alltaf vildi hann gera allt fyrir mig til að hafa dvöl mína sem skemmtilegasta. Það var oft glatt á hjalla því Bernie átti gott með að koma hlátri okkar af stað. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 107 orð

BERNIE SAMPSON

BERNIE SAMPSON Bernie E. Sampson var fæddur í Flatrock í Alabama í Bandaríkjunum 13. nóvember 1922 en ólst að mestu upp í Tennessee. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Florída hinn 31. mars síðastliðinn. Bernie var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, sem hann missti, eignaðist hann tvær dætur og einn son, Pat, Jeana og Bernie Jr. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 215 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

"Amma er dáin." Þessi frétt barst okkur bræðrum til Danmerkur mánudagskvöldið 30. mars. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért horfin úr þessum heimi, elsku amma, en við vitum að þú ert komin á betri stað þar sem þú hefur öðlast frið. Þú varst ætíð styrk stoð. Alltaf var hægt að líta inn hjá ykkur afa þar sem manni var tekið opnum örmum og þú vildir ætíð allt fyrir alla gera. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 732 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Amma var búin að vera veik. Maður vissi að hún færi ekki heim aftur og einhvern veginn fannst mér þegar ég heimsótti hana í síðasta sinn áður en ég flutti yfir hafið til suðurlanda að við myndum ekki hittast aftur í þessu lífi. Þegar pabbi hringdi svo og sagði mér að amma væri dáin hélt ég að ég væri undir það búinn. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Mig langar að minnast hennar Gauju frænku minnar í nokkrum línum. Guðfinna Guðlaugsdóttir eða Gauja, eins og hún var kölluð, var ein af 15 börnum móðurafa míns. Samskipti okkar hófust að einhverju ráði þegar ég, landsbyggðarbarnið, þurfti að koma til höfuðborgarinnar að mennta mig, eins og svo margir aðrir af landsbyggðinni. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 198 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Elsku amma okkar. Nú er komið að kveðjustund og ýmsar góðar minningar koma upp í hugann, tengdar þér. Við eigum margar góðar minningar með þér og afa. Í garðinum í Auðarstræti, sem þú hugsaðir svo vel um, ferðirnar út á land með ykkur og ekki má gleyma bæjarferðunum með þér. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 847 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Að kvöldi 30. mars sl. lést tengdamóðir mín, Guðfinna Guðlaugsdóttir, 74 ára að aldri. Hún hafði átt við alvarleg veikindi að stríða síðastliðið ár og hefur því verið leyst undan þrautum sínum. Nú að leiðarlokum langar mig til þess að rifja upp lífshlaup hennar. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 520 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja hinstu kveðju elskulega tengdamóður mína, Guðfinnu Guðlaugsdóttur, en hún verður til moldar borin frá Víkurkirkju í Mýrdal laugardaginn 11. apríl. Guðfinna fæddist á úthallanda sumri árið 1923 í Vík í Mýrdal og voru foreldrar hennar sæmdarhjónin Guðlaugur Gunnar Jónsson og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir. Hún var hin 6. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 343 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Tengdamóðir mín, Guðfinna Guðlaugsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Hún var ákaflega hlý og glaðlynd kona. Sjaldan féll henni verk úr hendi. Hún var samviskusöm og vandvirk við það sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var við barnauppeldi eða önnur störf, enda sótti ungviðið í hennar hlýja faðm. Guðfinna hafði mikið dálæti á garðrækt. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 466 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Ég kynntist þér, Guðfinna mín, fyrir rúmlega 12 árum, nokkru eftir að ég fór að venja komur mínar í Auðarstrætið til hennar Gullu dóttur þinnar. Þið Björgvin bjugguð á miðhæðinni en Gulla í kjallaranum. Við Gulla fundum það fljótlega að við áttum vel saman og því kom að því óhjákvæmilega; að vera kynntur fyrir tengdó! Ekki er hægt að segja að ég hlakkaði til þessarar stundar. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 229 orð

Guðfinna Guðlaugsdóttir

Elsku besta amma! Ég trúi ekki enn að þú sért dáin, alveg sama hvað ég reyni. Þú varst svo stór hluti af lífi mínu og mér þótti mjög vænt um þig. En þú varst orðin mikið veik og ég veit að þér líður núna vel hjá Guði og öllum englunum. Þú varst mér alltaf svo góð, gafst þér alltaf tíma til að hlusta á mig og tala við mig þegar ég þarfnaðist þín. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 322 orð

GUÐFINNA GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐFINNA GUÐLAUGSDÓTTIR Guðfinna Guðlaugsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 22. ágúst 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gunnar Jónsson (f. 8.2. 1894, d. 24.4. 1984) og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir (f. 24.8. 1892, d. 6.2. 1938). Systkini Guðfinnu: Jakob (f. 6.7. 1917, d. 4.6. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 714 orð

Guðgeir Guðjónsson

Það var komið undir jól árið 1951. Ég var nýlega átta ára, hafði verið í Skuggahlíð um tæplega mánaðar tíma. Ég er eitthvað að sýsla í eldhúsinu, kannski vorum við Sigrún að spila, eða myndast við að hjálpa Valgerði móður hennar við verkin. Úti var fimbulvetur, einhver hinn snjóþyngsti sem komið hafði í manna minnum, hvítur freri yfir öllu. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 75 orð

GUÐGEIR GUÐJÓNSSON

GUÐGEIR GUÐJÓNSSON Guðgeir Guðjónsson fæddist í Skuggahlíð í Norðfirði 21. janúar 1931. Hann lést 3. apríl síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Foreldrar hans voru Guðjón Hermannsson, bóndi í Skuggahlíð, og kona hans Valgerður Þorleifsdóttir. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 459 orð

Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson, skipamiðlari, er látinn. Með honum er genginn einhver besti frændi sem ég hef átt. Guðmundur var um margt einstakur maður. Hann fór ekki um lífið með hávaða eða fyrirferð, heldur með hægð og gætni. Hann þvældist ekki fyrir fólki að óþörfu. Hann bað aldrei um neitt. Ætlaðist aldrei til neins af einum eða öðrum. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 529 orð

Guðmundur Kristjánsson

Að sýnast, að vera. Þessi hugtök eru ólík en ganga þó eins og rauður þráður í gegnum líf okkar. Við viljum svo gjarnan vera góðir menn, sanngjarnir menn, miklir menn, en þegar við finnum vanmátt okkar grípum við til hins, að sýnast. Rósin opnar ekki blóm sitt til að sýnast, fegurð hennar er fullkomin án vitundar hennar sjálfrar. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Guðmundur Kristjánsson

Okkur systkinin langar til að minnast elsku afa okkar sem nú hefur yfirgefið okkur, en hann mun ætíð vera í huga okkar. Minningarnar um þig eru svo ótal margar og ógleymanlegar. Okkur er það sérstaklega minnisstætt hvað það var notalegt að koma og heimsækja þig og ömmu og fara í sund með þér á morgnana, en þú varst með morgunhressari mönnum sem við þekktum. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 745 orð

Guðmundur Kristjánsson

Afi okkar Gumbur tók í nefið, fór heljarstökk bæði aftur og fram, gekk á höndum sem fótum, spilaði gítarsóló á hægri fótlegg með miklum tilþrifum, sigldi seglum þöndum á skíðum eftir jöklum og snjóbreiðum, stakk sér fimlega til sunds úr hæstu hæðum, synti í brimi sem blíðalogni, barði á kassann, hrópaði bravó, fékk sér einn lítinn og kannski annan til. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON

GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Guðmundur (Gumbur) Kristjánsson, fyrrverandi skipamiðlari, fæddist á Flateyri við Önundarfjörð hinn 21. nóvember 1909. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. apríl. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 448 orð

Gunnar Árnason

Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda og þraut. Mér komu þessar línur í hug, er ég frétti andlát Gunnars Árnasonar. Í desember á sl. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 26 orð

GUNNAR ÁRNASON

GUNNAR ÁRNASON Gunnar Árnason fæddist í Reykjavík 3. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum 23. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 2. apríl. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 797 orð

Jónas Árnason

Jónas Árnason, tengdafaðir minn, glataði að mestu lífslöngun sinni fyrir tæpu ári þegar hann missti lífsakkeri sitt, hana Gunnu sína. Og nú á lönguföstu féll tjaldið eftir lokaþáttinn í hóflega löngu en afar viðburðaríku lífsdrama. Aðalpersónan í því drama var stórbrotin og nokkuð öfgakennd. Jónas var ekki aðeins stór maður vexti og neflangur. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 235 orð

Jónas Árnason

Eigi má sköpum renna. Ein ögurstund er liðin frá því mágkona mín og skólasystir í Reykholtsskóla kvaddi þennan heim. Þá var við kveðjuathöfnina gamall en ungur í anda frá löngum kynnum, Jónas Árnason skáld og samstarfsmaður okkar í milli. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 685 orð

Jónas Árnason

Ef einhver gæti talist pólitískur lærifaðir minn þá er það Jónas Árnason, rihöfundur og fyrrverandi alþingismaður sem andaðist 5. apríl sl. Jónas var ótvírætt mikill örlagavaldur í mínu lífi enda með öllu óvíst að ég hefði lent svo ungur í fremstu víglínu stjórnmálanna ef hann hefði ekki ýtt mér út í slaginn. Ég kynntist Jónasi fyrst fyrir 40 árum, haustið 1958. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 350 orð

Jónas Árnason

Um tvítugsaldur hafa kynni af fólki mótandi áhrif á opinn huga og minningar frá því æviskeiði eru litríkar og ljóslifandi eins og kvikmynd sem rennur fyrir hugskotssjónir. Kynni okkar af Jónasi Árnasyni ollu straumhvörfum í lífi okkar og starfi. Hann var skemmtilegasta og unglegasta "gamalmenni" sem við höfðum kynnst. Hann var reyndar aðeins 45 ára, en okkur þóttu þau ár mörg. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 375 orð

Jónas Árnason

Jónas hafði stundum þann formála á heimsóknum sínum í Iðnó, árin sem hann sat á þingi, að sér leiddist svo í hinu leikhúsinu, þessu við Austurvöll. Honum fannst stundum fullmikið fjasað um lítil efni. Og leikhús er vissulega líðandi stund. En stundin sú er líka minningar, tilfinningar og kenndir, harmur og hlátur, svo horft sé til þekktra kennileita. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 658 orð

Jónas Árnason

Maður hættir að muna eftir þeim sem eru lengi í burtu. Við erum farin að tala mest um Eiríksjökul við Kristínu, og hún svarar með því að segja okkur frá Snæfellsjökli. Þessar línur rakst ég á í gömlu bréfi frá Jónasi Árnasyni til Rögnvaldar sem þá dvaldist í Skotlandi og hafði verið nokkra mánuði erlendis. Þetta kann að vera satt. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Jónas Árnason

Kveðja frá Félagi tónskálda og textahöfunda Með Jónasi Árnasyni er genginn frumlegur og skemmtilegur textahöfundur sem setti svip sinn á íslenska sönghefð og textagerð um áratuga skeið. Söngtextar Jónasar eru margir hverjir hrein snilld og hann fór oft ótroðnar slóðir í þeim skáldskap sínum. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 120 orð

JÓNAS ÁRNASON

JÓNAS ÁRNASON Jónas Árnason fæddist á Vopnafirði 28. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Jónasdóttir og Árni Jónsson, ritstjóri og alþingismaður. Systkini hans eru Valgerður, Jón Múli, Guðríður (dó 1988) og Ragnheiður. Eiginkona Jónasar var Guðrún Jónsdóttir, fædd 22. september 1923. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 598 orð

Pétur A. Ólafsson

Þegar ég bjó á Ísafirði á árunum 1966-1970 kynntist ég fljótt nágrönnum mínum við Fjarðarstræti. Meðal þeirra var Pétur A. Ólafsson og kona hans Helga, en þau bjuggu þá nánast í næsta húsi við okkur hjónin og voru á svipuðum aldri. Pétur var þá á sjónum, ýmist sem vélamaður og eða kokkur, þó það hljómi einkennilega, en hann var jafnvígur á báðum vígstöðvum. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 195 orð

PÉTUR A. ÓLAFSSON

PÉTUR A. ÓLAFSSON Pétur A. Ólafsson fæddist í Valhöll á Patreksfirði 28. desember 1937. Hann lést 22. mars síðastliðinn á sjúkrahúsi í Nyköbing, Svíþjóð. Foreldrar hans voru Stefanía Erlendsdóttir, f. 21.11. 1896, d. 18.2. 1943, og Aðalsteinn P. Ólafsson, f. 19.9. 1899, d. 18.6. 1980. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 924 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

"Fögnuður hjarta vors er þrotinn, gleðidans vor snúinn í sorg." Þegar Sigurður Randver bróðir minn er allur þeytast um hugann minningar tengdar honum. Ekkert er mér þó ofar en það hversu feginn ég varð, þá sjö ára snáði, þegar hann fæddist. Búinn að vera árum saman einn í fans fjögurra systra. Móðir okkar var lögst á sæng fáum dögum fyrr og við hlið hennar stóð uppbúin karfan. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 523 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Enn hefur verið höggvið skarð í þann samstillta hóp kennara, sem í áraraðir starfaði saman í Barnaskólanum á Selfossi/Sandvíkurskóla. Dagfríður Finnsdóttir lést 1989, síðan Aldís Bjarnardóttir 1991 og Ólöf Sigurðardóttir 1995, allar eftir langvarandi veikindi, og nú Sigurður Randver Sigurðsson við störf sín í skólanum, aðeins 47 ára gamall. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 296 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Látinn er félagi og samherji til margra ára langt um aldur fram. Sigurður Randver var baráttumaður fyrir bættum heimi. Í brjósti hans brann eldur réttlætis og hjarta hans sló sannarlega vinstra megin, eins og við allaballar á Selfossi segjum gjarnan. Okkar fyrstu kynni voru í starfi fyrir Foreldrafélag þroskaheftra, sem síðar varð Þroskahjálp á Suðurlandi. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 714 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Móðurbróðir minn Sigurður Randver Sigurðsson lést langt um aldur fram 1. apríl síðastliðinn. Að lýsa því hvernig mér varð innanbrjósts við að fregna skyndilegt og ótímabært andlát frænda míns er mér um megn enda fremur ætlun mín í nokkrum fátæklegum orðum að minnast Sigurðar frænda og þess sem ég tel að hafi gert hann að manni meiri sanda en margir samferðamenn hans. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 322 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Þau hörmulegu tíðindi bárust út að kvöldi miðvikudags 1. apríl, að vinur okkar og félagi Sigurður Randver hefði orðið bráðkvaddur ­ hnigið niður í miðri önn dagsins og verið allur. Okkur setti hljóð. Gat þetta verið satt? Hann Siggi dáinn svona fyrirvaralaust. Hann sem spjallaði við mig í símann kvöldið áður, hress og ráðagóður að vanda. En því miður, þetta var satt. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 441 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Minn kæri bróðir Sigurður Randver er látinn, það er víst tilgangslaust að neita að trúa því lengur að hann sé farinn úr þessu jarðlífi og ekki í kallfæri. Þar sem mér finnst enn fjarstæðukennt að skrifa minningargrein um hann svo ungan, ætla ég að skrifa á blað nokkrar minningar sem leita upp í huga minn. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Sár eru þessi sannindi okkur sem eftir lifum, en þó jafnframt nokkur huggun harmi gegn. Og víst er það, Siggi, að með lífi þínu ávannst þú þér elsku og traust, ekki aðeins guðanna, heldur og okkar dauðlegra. Verkalýðsbarátta og stéttarvitund bar okkur saman á hafi lífsins, stundum skerjóttu og oftast vandsigldu. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 621 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Eftir áramótin 1951 var mikið um að vera í litlu húsi við Langholtsveg hér í Reykjavík. Von var á nýjum fjölskyldumeðlim. Við höfðum beðið með óþreyju í nokkra daga. Fæðingin gekk seint. Heilan sólarhing biðum við systkinin ásamt föður okkar þögul frammi. Flestir reyndu að sinna einhverju verki, en hugurinn var inni hjá móður okkar og barninu sem barðist fyrir lífi sínu. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 219 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Það er dálítið einkennilegt að festa á blað orð um mann sem maður hefur ekki séð í hartnær þrjátíu ár. En í eilífðinni skiptir árafjöldinn ekki máli þegar öðlingur á í hlut. Við Sigurður vorum bekkjarbræður og samstúdentar frá MH 1971. Það fór ekki mikið fyrir Sigurði í daglegri umgengni í skólanum. En það leyndi sér ekki að þar fór prúðmenni sem hann fór. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 316 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Það er miðvikudagur, vor í lofti og spenningur því páskafrí er framundan. Hópur nemenda og kennara í Sandvíkurskóla er að vinna að undirbúningi árshátíðar elstu bekkja skólans. Eins og venjulega er Sigurður Randver í fararbroddi sem kennari, aðstoðarmaður og stjórnandi, allt í senn. Skyndilega breytist allt, skólinn okkar hljóðnar og allt lífið skiptir um lit. Hann Siggi er dáinn. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 974 orð

Sigurður Randver Sigurðsson

Eins og hendi væri veifað og með bylmingshöggi er eitt líf úr þessari jarðvist tekið. Manni finnst óþyrmilega að vegið, er ósáttur og illa minntur á hve lífsins þráður er endasleppur. Og nú stóð það mér nær en oftast, því nú var höggvið í systkinahóp minn og það yngsta okkar systkinanna af sex fyrirvaralaust tekið á braut. Það veldur óbærilegum sársauka og hugarangri. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 545 orð

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON

SIGURÐUR RANDVER SIGURÐSSON Sigurður Randver Sigurðsson var fæddur í Reykjavík, 28. febrúar 1951. Hann varð bráðkvaddur við kennslustörf á Selfossi 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson múrari og kona hans Guðbjörg Guðbrandsdóttir. Sigurður Ólafsson, faðir hans, var fæddur í Reykjavík, 29. ágúst 1908, d. 9. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 170 orð

Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir

"Hún amma mín það sagði mér..." Það var nú margt sem amma okkar sagði og kenndi okkur. Við minnumst hennar brosandi og gefandi. Amma unni heitt öllu sem var lifandi. Náttúran var henni mikils virði. Hún elskaði fuglana sem sungu í fallega garðinum hennar og afa. Fuglana kallaði hún litlu vinina sína. Stundum þegar við vorum lítil fór amma með okkur að gefa hestunum sínum brauð. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 444 orð

Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir

Elsku amma. Okkur systurnar langar að þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum hjá þér á Njarðvíkurbrautinni. Þú gafst okkur svo margt og ef það væri haldin keppni um bestu ömmu landsins, svona eins og keppnin um ungfrú Ísland, þá myndir þú áreiðanlega vinna hana. Það var alltaf svo frábært og yndislegt að koma í Njarðvíkina til þín og afa. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 1152 orð

Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir

Núna er yndislega amma mín farin, hvíldinni fegin. Mig langar að þakka elsku ömmu minni þann tíma sem ég átti með henni, en ég get aldrei lýst því hve heitt ég sakna hennar og það er ekki hægt að túlka þá tómleikatilfinningu sem myndaðist í hjarta mínu þegar móðir mín hringdi og tilkynnti mér andlát hennar. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 95 orð

Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir

Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Óðum sólin ævi minnar lækkar, alltaf heimsins gleðiljósum fækkar, breytist allt og hverfur þá og þá, ­ þú sem aldrei breytist, vert mér hjá. Bend mér upp og yfir tjöldin skýja upp mig tak. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 223 orð

SÓLBJÖRG JÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR

SÓLBJÖRG JÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR Sólbjörg Jórunn Vigfúsdóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 20. júní 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Jónsdóttir, f. 28. júlí 1878, d. 30. júní 1959, og Vigfús Guðmundsson, f. 10. október 1884, d. 15. nóvember 1963. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Vigfús Vigfússon

Móðurbróðir minn, Vigfús Vigfússon, er látinn. Móðir mín talaði oft um þennan eina bróður sinn, þótt þau hafi ekki alist upp saman. Er ég kynntist honum fyrst, 14 ára gömul, bjó hann í Reykjavík, en við úti á landi. Ég þurfti að gangast undir aðgerð í Reykjavík og eftir hana þurfti ég að vera í gipsi um tíma. Meira
9. apríl 1998 | Minningargreinar | 30 orð

VIGFÚS VIGFÚSSON

VIGFÚS VIGFÚSSON Vigfús Vigfússon fæddist í Tungu í Nauteyrarhreppi 12. febrúar 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 23. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 31. mars. Meira

Viðskipti

9. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 225 orð

»Uggur um heldur minni hagnað fyrirtækja

STAÐA hlutabréfa var misjöfn í Wall Street í gær, en fyrsta flokks bréf lækkuðu í verði vegna uggs um minni hagnað. Síðdegis í Evrópu hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 26,90 punkta í 8929,35. Nasdaq vísitalan hækkaði um 9,43 punkta í 1808,14 punkta vegna bættrar stöðu tæknibréfa eftir lækkanir í tvo daga. Meira

Daglegt líf

9. apríl 1998 | Neytendur | 371 orð

25% verðmunur

VERÐMUNUR á hæsta og lægsta verði hjólbarðaskiptingar, umfelgunar og jafnvægisstillingar reyndist 25% þegar starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna gerði verðsamanburð fyrir skömmu á sumarhjólbörðum og vinnu við dekkjaskipti. Þann 15. apríl rennur út frestur til að skipta yfir á sumardekk svo framarlega sem landið er ekki ísi lagt. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 48 orð

A1 steikarsósur

KOMNAR eru í verslanir bandarísku steikarsósurnar A1. Sósurnar eru notaðar til að marínera í kjöt eða hafðar á borðum til að krydda með steikur. Það er Rolf Johansen & co ehf. sem flytur sósurnar til landsins en þær fást í matvöruverslunum um land allt. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 49 orð

Blóðþrýstingsmælir

ÞESSA dagana er verið að dreifa nýrri tegund af Medisana blóðþrýstingsmæli. Mælirinn er sveiflusjármælir á upphandlegg og hefur aðeins einn stýritakka. Í fréttatilkynningu frá i&d kemur fram að mælirinn henti jafnt fyrir helsugæslu og heimanotkun. Nokkrar lyfjaverslanir eru þegar farnar að selja mælinn og er verð um 8.700 krónur. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 52 orð

Breskur fatnaður í KÁ

UM þessar mundir er verið að taka upp fatnað og sérvöru sem pöntuð er beint frá Bretlandi fyrir KÁ. Í fréttatilkynningu frá KÁ segir að með þessu móti geti KÁ boðið fatnað og sérvöru á hagstæðu verði. Á næstu vikum munu verslanir KÁ fá reglulegar sendingar af slíkum vörum. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 137 orð

Element Skynjaratækni fær gæðakerfi vottað

Í SÍÐUSTU viku gaf Vottun h.f. út vottunarskírteini til rafeinda- og hugbúnaðarfyrirtækisins Element ­ Skynjaratækni h.f. á Sauðárkróki. Þar með fékkst staðfest að gæðakerfi fyrirtækisins uppfyllti staðalinn IST EN ISO 9001. Í fréttatilkynningu frá Element ­ Skynjaratækni h.f. kemur fram að fyrirtækið er fyrsta íslenska hátæknifyrirtækið, sem fær gæðakerfi sitt staðfest hjá Vottun h.f. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 45 orð

Föt í stórum stærðum

VERSLUNIN H&M Rowells á Íslandi hefur hafið sölu á fatnaði í stórum stærðum undir vörumerkinu BB eða "big is beautiful". Fatnaðurinn er bæði til sölu í versluninni og hægt að panta hann eftir póstlista. Fötin eru hönnuð af danska hönnuðinum Jytte Meilvang. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 50 orð

Ísskál

FYRIR skömmu setti Emmessís hf. á markað nýjan ís í 1,75 lítra umbúðum. Þetta er vanillu­ og súkkulaðiskafís með súkkulaði-hnetumulningi og hefur hlotið nafnið ísskál. Í fréttatilkynningu frá Emmessís kemur fram að ísinn dragi nafn af skálinni sem hann er í. Hún er margnota og þolir að fara í örbylgjuofn. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 50 orð

Kexkökur

INNNES ehf. hefur hafið innflutning á kexi frá bandaríska fyrirtækinu Keebler. Um er að þrjár mismunandi tegundir í þessum flokki, kex með kókos og súkkulaðibitum, kex með súkkulaðibitum og kex með litríku sælgæti og súkkulaðibitum. Kexið sem fæst í 453 g pakkningum er fáanlegt í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 360 orð

Ofnæmi undan úrakeðjum og ólum algengara

SÍFELLT er algengara að konur fái ofnæmiseinkenni undan úrakeðjum og ólum hér á landi og erlendis. Óskar Óskarsson, úrsmiður hjá Jóni og Óskari, segir að sérfræðingar reki ofnæmið til vaxandi notkunar á rotvarnarefnum í fæðu. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 38 orð

Ólífuolía

HAFINN er innflutningur á kaldpressaðri ólífuolíu frá Umbria á Ítalíu. Um er að ræða svokallaða jómfrúrolíu eða "extra vergine di Oliva" og fæst hún í misstórum pakkningum. Kísill hf. sér um innflutning jómfrúrolíunnar, sem fæst í ýmsum matvöruverslunum. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 38 orð

Pastasósur

UM þessar mundir eru að koma í verslanir nýjar pastasósur frá bandaríska fyrirtækinu Healthy choice. Í fréttatilkynningu frá innflytjandanum, Innnes ehf., kemur fram að engu salti sé bætt í vöruna og nýju tegundirnar eru hvítlaukssósa og sveppasósa. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 37 orð

Pastasósur

FÁANLEGAR eru nú í verslunum tvær nýjar tegundir af pastasósum frá danska fyrirtækinu Oscar. í fréttatilkynningu frá innflytjandanum, Rolf Johanssyni & co ehf., er um að ræða osta og beikonsósu og tómat­ og kryddsósu. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 71 orð

Tómatkryddsósur

KOMNAR eru á markað tómatkryddsósur frá Hunts. Um er að ræða þrjá mismunandi tegundir sem allar eru chili-kryddaðar. Ein tegundin er mjög sterk, önnur sterk og sæt og þriðja tegundin er sjávarréttasósa. Sósurnar eru tilbúnar á diskinn en þær má líka blanda út í tómatþykkni og aðrar sósur til að fá fram sterkara bragð. Sósurnar fást í helstu matvöruverslunum landsins. Meira
9. apríl 1998 | Neytendur | 59 orð

Vor­ og sumarlínan

KOMINN er út bæklingur með vor­ og sumarlínu frá danska fyrirtækinu GreenHouse. Í fréttatilkynningu frá umboðsmanni GreenHouse hér á landi, Björgu Kjartansdóttur, er um að ræða tískufatnað fyrir konur sem seldur er í heimahúsum á kynningum og heima hjá sölukonum. Þá er hægt að hringja og panta flíkur. Fyrirtækið er til húsa að Rauðagerði 26 í Reykjavík. Meira

Fastir þættir

9. apríl 1998 | Í dag | 382 orð

AÐ hefur orðið æ stærri þáttur í páskahaldi landans að sæ

AÐ hefur orðið æ stærri þáttur í páskahaldi landans að sækja ýmiss konar list- og menningarviðburði. Ber að fagna þessu enda eru engin mannanna verk jafn vel til þess fallin að lyfta andanum og listirnar. Meira
9. apríl 1998 | Dagbók | 3313 orð

APÓTEK

»»» Meira
9. apríl 1998 | Í dag | 36 orð

ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 10. apríl, verður áttræ

ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 10. apríl, verður áttræður Ormur Ólafsson, fyrrum starfsmaður Flugfélags Íslands og Flugleiða hf. og fyrrum formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Safamýri 54, Reykjavík. Eiginkona hans er Alfa Guðmundsdóttir. Þau verða að heiman í dag. Meira
9. apríl 1998 | Í dag | 245 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Hinn 11. apríl

Árnað heilla ÁRA afmæli. Hinn 11. apríl nk. verður áttatíu og fimm ára Ingibjörg Jóhannsdóttir, Hrafnistu v/Laugarás, C-gangi, herb. 222. Ingibjörg verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á föstudaginn langa, 10. Meira
9. apríl 1998 | Í dag | 28 orð

Dýrahald Högi týndist frá Laufásvegi GULBRÖNDÓTT

Dýrahald Högi týndist frá Laufásvegi GULBRÖNDÓTTUR högni týndist frá Laufásvegi sunnudaginn 5. apríl. Hann er eyrnamerktur R- 7H128. Þeir sem hafa séð kisa hafi samband í síma 5525064. Fundarlaun. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 727 orð

Er borgarstjórinn stikkfrí?

INGIBJÖRG Sólrún borgarstjóri sýnist njóta mikilla vinsælda nú um stundir og fátt virðist geta komið í veg fyrir sigur hennar og R-listans í komandi borgarstjórnarkosningum. Eflaust er Ingibjörg Sólrún um margt makleg að vinsældum sínum, hún hefur ýmsa augljósa kosti til að bera sem stjórnmálaforingi og áreiðanlega ýmislegt skörulegt gert í borgarstjóratíð sinni. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 3432 orð

Guðspjall dagsins: Upprisa Krists. (Mark. 16) »ÁSK

Guðspjall dagsins: Upprisa Krists. (Mark. 16) »ÁSKIRKJA: Skírdagur: Guðsþjónusta og altarisganga kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Föstud. langi: Guðsþjónusta kl. 14. Jóhann Fr. Valdimarsson syngur einsöng. Þjónustuíbúðir aldraðra v/Dalbraut: Guðsþjónusta kl. 15.30. Meira
9. apríl 1998 | Í dag | 51 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, 9. apríl, eiga gullbrúðkaup hjónin Unnur Guðmundsdóttir Proppé og Jóhannes Haraldur Proppé, Hæðargarði 33, Reykjavík. Það var séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík, sem gaf hjónin saman 9. apríl árið 1948. Unnur og Jóhannes fagna þessum merkisáfanga ásamt nánustu afkomendum sínum í Hótel Örk, Hveragerði, í dag. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 871 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 948. þáttur

948. þáttur BERGÞÓR Erlingsson og Bessi Skírnisson á Akureyri vildu gjarna vita sem mest um orðasambandið að spóka sig. Skal þá reynt að tína hér til það helsta úr heimildaritum. Hér á landi er þetta kunnugt af bókum frá því á 17. öld og talið merkja labba um, sýna sig, láta á sér bera. Meira
9. apríl 1998 | Í dag | 263 orð

Kannast einhver við fólkið? KRISTINN hafði samb

KRISTINN hafði samband við Velvakanda og hefur hann áhuga á að vita hvort einhver kannast við fólkið á þessum myndum. Aftan á annarri myndinni stendur "Börn Bjarna Guðmundssonar læknis". Þeir sem hefðu upplýsingar um þessar myndir eru beðnir að hafa samband við Kristin í síma 4214145. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 562 orð

Páskarnir og vorið

VIÐ hjónin tókum pálmasunnudaginn snemma og fórum í fuglaskoðun niður að Skógtjörn, sem er vestan Garðaholts sem við búum á. Þar höfðum við daginn áður séð um 20 lóur á ræktuðum túnbletti norðan Skógtjarnarinnar. Það tún var nú hvítt yfir að líta og stirndi á hrímið í morgunsólinni. Enga lóu var þar að sjá. Meira
9. apríl 1998 | Dagbók | 654 orð

Reykjavíkurhöfn: Helga RE og Lagarfoss

Reykjavíkurhöfn: Helga RE og Lagarfoss voru væntanleg í gær. Lette Lill, Hringur ogPuente Sabaris fóru í gær. Fréttir Félag eldri borgara í Reykjavík. Silfurlínan, síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara, er opin alla virka daga kl. 16­18, sími 5616262. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 327 orð

Safnaðarstarf Páskamessa í Holti í Önundarfirði Á

Á PÁSKADAG, 12. apríl næstkomandi, verður sungin hátíðarmessa í Holtskirkju í Önundarfirði kl. 14. Sóknarpresturinn, sr. Gunnar Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Brynjólfur Árnason á Vöðlum. Talið er að kirkja hafi verið reist í Holti fljótlega eftir að kristni var lögtekin á Íslandi. Kirkja og grafreitur hafa hlotið endurbætur á undanförnum árum. Meira
9. apríl 1998 | Fastir þættir | 1888 orð

(fyrirsögn vantar)

Ferming í Áskirkju annan í páskum kl. 11. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Ásdís Nordal Snævarr, Laugarásvegi 11. Ágeir Jónsson, Ferjuvogi 19. Ásta Lovísa Jónsdóttir, Kleppsvegi 74. Baldur Leifsson, Réttarholtsvegi 63. Grímur Helgason, Trönuhólum 16. Harpa Gunnarsdóttir, Sæviðarsundi 35. Meira

Íþróttir

9. apríl 1998 | Íþróttir | 742 orð

Af fingrum fram

Bandaríska meistarakeppnin er að margra mati stærsta einstaklingsmót heims í golfi. Alla fremstu kylfinga heims dreymir um að sigra á þessu boðsmóti, sem ávallt fer fram á sama stað ­ Augusta National-vellinum nærri bænum Augusta í Georgíuríki. Völlurinn er einn sá allra frægasti í veröldinni, eflaust annar tveggja þekktustu valla heims. Hinn er væntanlega St. Andrews í Skotlandi. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 1134 orð

Baðst fyrirgefningar á að hafa tekið við Juventus

LIÐ Juventus frá Tórínó er á mikilli siglingu þessa dagana og stefnir hraðbyri að ítalska meistaratitlinum auk þess sem liðið er afar sigurstranglegt í Evrópukeppni meistaraliða. Komist liðið í úrslit í ár verður það í þriðja skipti í röð sem þjálfarinn Marcello Lippi kemur því þangað og verður það að teljast frábær árangur Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 242 orð

Bannað að sýna...

Bannað er að sýna frá leik á fyrstu sex brautunum í bandarísku meistarakeppninni. Stjórn Augusta National-klúbbsins tók þessa ákvörðun þegar sjónvarpsútsendingar hófust frá mótinu og hefur ekki séð ástæðu til að breyta því síðan. Jack Nicklaus hefur unnið oftast allra í meistarakeppninni, eða sex sinnum. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 74 orð

Beinar sendingar á SýnSJÓN

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn mun sýna beint frá bandarísku meistarakeppninni í golfi á laugardag og sunnudag. Útsending hefst kl. 19.30 á laugardag og þá verður þriðja keppnisdegi af fjórum fylgt til loka. Kl. 19 á sunnudag verða sýndar svipmyndir, en bein útsending frá lokadegi hefst kl. 20. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 271 orð

Bein útsending frá Landsmótinu

LANDSMÓTIÐ í golfi fer fram á þremur völlum næsta sumar, en það er nýlunda. Meistara- og fyrsti flokkur karla og kvenna leika á Hólmsvelli í Leiru, 2. flokkur karla í Sandgerði og 3. flokkur í Grindavík. Kom þetta fram á fréttafundi Golfsambands Íslands, sem haldinn var í húsakynnum Golfklúbbs Suðurnesja á þriðjudag. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 340 orð

Björn sigraði Sigurstein landsliðsþjálfara

Björn Þorleifsson úr Ármanni sigraði örugglega í efsta flokki karla, svart belti, á Íslandsmótinu í tae Kwon do sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardaginn. Aðeins voru tveir keppendur í þeim flokki, en með svart belti, það er hæsta gráða sem hægt er að ná í íþróttinni. Björn mætti Sigursteini Snorrasyni, Fjölni, og lék aldrei vafi á hvorum megin sigurinn myndi hafna. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 393 orð

Boðskortin Eftirtaldir hafa þátttökurétt

Eftirtaldir hafa þátttökurétt í bandarísku meistarakeppninni í ár. Tölur í sviga eru skýrðar að neðan. Tommy Aaron(1) Billy Andrade(10) Stuart Appleby, Ástralíu(9,13) George Archer(1) Paul Azinger(4) Ken Bakst, áhugamaður(9) Seve Ballesteros, Spáni(1) Phil Blackmar(11, Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 149 orð

Danir taka curling fram yfir knattspyrnu DANIR

DANIR vilja frekar horfa á útsendingu frá keppni í curling en frá knattspyrnu. Þetta kom í ljós sl. sunnudag þegar danska ríkissjónvarpið var með útsendingu frá dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sama tíma og stöð tvö sýndi beint frá viðureign danska kvennalandsliðsins og kanadíska á heimsmeistaramótinu í curling. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 188 orð

Fram meistari í fimm leikjum!

FRAM verður Íslandsmeistari í fimm leikjum samkvæmt spá sagnfræðingsins og sögukennarans við MR, Árna Indriðasonar, þjálfara Víkings, sem spáði rétt fyrir Morgunblaðið um úrslit allra leikja í úrslitakeppninni til þessa. Reyndar taldi hann að FH hefði betur á móti Fram en gat þess að færi leikur í framlengingu kæmi það niður á FH-ingum en yrði vatn á myllu Framara. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 484 orð

Glæsilegar æfingar

ÍSLANDSMÓTIÐ í kata var haldið á laugardaginn. Grétar Halldórsson úr Karatefélagi Reykjavíkur (KFR) varð Íslandsmeistari í karlaflokki og Edda Lovísa Blöndal úr Þórshamri í kvennaflokki. Í hópkata sigraði sveit Þórshamars, bæði í karla- og kvennaflokki. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 164 orð

Hvaðsagðirðu? GÖMLU meistarar

GÖMLU meistararnir Gene Sarazen, Sam Snead og Byron Nelson slá jafnan fyrstu teighögg bandarísku meistarakeppninnar á fimmtudagsmorgni, en þeir eru allir á níræðisaldri. Sjálfsagt kemur sá tími að Jack Nicklaus og Arnold Palmer verða í hópi þeirra sem slá fyrstu teighögg mótsins líkt og þeir Sarazen, Snead og Nelson. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 191 orð

Ince telur að Liverpool eigi enn möguleika PAUL Ince

PAUL Ince, fyrirliði Liverpool, segir að baráttan um Englandsmeistaratitilinn standi á milli þriggja liða. "Við eigum tvo leiki til góða og enginn á Anfield telur að möguleikarnir séu ekki fyrir hendi," sagði Ince. "Þvert á móti segjum við að baráttan sé á milli þriggja liða ­ United, Arsenal og okkar. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 116 orð

Inga Gerða efnilegust

Inga Gerða Pétursdóttir, 14 ára glímustúlka úr HSÞ, var af stjórn GLÍ valin efnilegasti glímumaður landsins árið 1997. Á grunnskólamóti Glímusambandsins, sem haldið var í Varmahlíð fyrir skömmu, afhenti Jón M. Ívarsson, formaður GLÍ, Ingu Gerðu bikar í viðurkenningarskyni. "Inga Gerða er fremst í flokki ungra glímukvenna á landinu," sagði Jón við þetta tækifæri. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 271 orð

LENNART Johansson, forseti Knattspyrnu

LENNART Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og Sepp Blatter, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, voru einu umsækjendurnir um stöðu forseta FIFA en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 126 orð

Loksins skíðamót

Helgina 28.-29. mars hélt skíðadeild Víkings afmælismót í tilefni 90 ára afmælis deildarinnar. Samhliða afmælismótinu var haldið Reykjavíkurmeistaramót 12 ára og yngri. Tíðarfarið hefur verið með slíkum eindæmum í vetur að ekki hefur verið að hægt að halda skíðamót í Reykjavík fyrr en nú. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 218 orð

Minni munur í Argentínu? TIL tíðinda gæti dregi

TIL tíðinda gæti dregið í formúlu-1 kappakstrinum um páskana en þriðja mót ársins verður þá haldið í Argentínu. Allt eins má búast við því að McLaren-bílarnir hafi þá ekki eins mikið forskot og í fyrstu tveimur mótunum. Kappakstursbrautin í Buenos Aires er frábrugðin öðrum að því leyti að hún er mjög bugðótt og beinir kaflar stuttir. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 81 orð

Nokkrir til Japans NOKKRIR karatemenn hyggja á ferð

NOKKRIR karatemenn hyggja á ferð til Japans um miðjan ágúst þar sem þeir munu fylgjast með heimsmeistaramótinu og fara síðan í æfingabúðir með meisturunum og mun þetta vera í fyrsta sinn í tuttugu ár sem karatemenn fara til Japans. "Þetta er spennandi því við munum fylgjast með HM og ef til vill keppa í bardaga þar. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 261 orð

Nýr þjálfari velur landsliðshópinn í fyrsta skipti

KEILUSAMBAND Íslands hefur ráðið Svíann Mats Wetterbergh landsliðsþjálfara Íslands til næstu tveggja ára. Theódóra Ólafsdóttir mun verða aðstoðarþjálfari og staðgengill Mats hér á landi, en hann mun áfram verða búsettur í Svíþjóð. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 433 orð

Reynslan skildi á milli

Edda Lovísa Blöndal úr Þórshamri var sigursæl á Íslandsmótinu í kata um helgina, fékk gull bæði í einstaklings- og hópkata. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Edda sigrar því hún varð Íslandsmeistari í fyrra og hitteðfyrra þannig að þetta var í þriðja sinn í röð sem hún verður meistari í einstaklingskata. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 61 orð

Róbert á heimleið RÓBERT Þór Rafnsso

RÓBERT Þór Rafnsson, handknattleiksmaður, sem lék með KIF Kristiansand í norsku úrvalsdeildinni í vetur, er á heimleið eftir vetursetu í Noregi. Róbert lék með Gróttu í tvo vetur áður en hann fór til Noregs en þar áður lék hann með ÍR enda fæddur ÍR-ingur. Róbert hefur ekki ákveðið með hvaða liði hann leikur hér á landi næsta vetur. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 81 orð

Sigur og tap ungmennaliðsinsÍSLENSKA ungmennal

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, vann í gær San Marínó 5:0 á alþjóðlegu móti á Ítalíu. Þórarinn Kristjánsson úr Keflavík skoraði þrennu og KR-ingurinn Stefán Gíslason og Stefán Helgi Jónsson úr Val gerðu sitt markið hvor. Í fyrradag tapaði íslenska liðið fyrir Belgum, 2:0. Ísland tapaði tveimur leikjum í mótinu og vann aðeins einn. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 292 orð

Stjórnleysi hjá Stoke

"Þessi skipti koma alls ekki á óvart, það hefur vægast sagt gengið rysjótt hjá okkur síðan Kamara tók við," sagði Lárus Orri Sigurðsson leikmaður hjá Stoke en í gær var knattspyrnustjóri félagsins, Chris Kamara, látinn taka poka sinn. Hann tók við af Chic Bates í janúar og hefur Stoke vægast sagt vegnað illa undir stjórn Kamara, aðeins unnið einn leik af fjórtán og fallið úr 15. sæti í 24. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 126 orð

SUNDLíf og fjör í Haf

SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar hélt svokallað Hópbílamót laugardaginn 14. mars síðastliðinn í sundhöll Hafnarfjarðar. Mótið hefur yfir sér töluvert frábrugðinn blæ en gengur og gerist um venjuleg sundmót. Yngstu sundmennirnir eru þátttakendur og er skemmtun megintilgangur mótsins en minna fer fyrir harðvítugri keppni. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 314 orð

Þórshamar sigursæll

Karatefélagið Þórshamar var mjög sigursælt á unglingameistaramóti Íslands í karate sem haldið var fyrir skömmu. Mótið var haldið í tveimur hlutum; annars vegar keppt í kumite og hins vegar í kata. Helsta ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er sú, að betra er að kata-hlutinn fari fram síðar vegna þess að þá hafa byrjendur frá haustinu möguleika á að keppa. Meira
9. apríl 1998 | Íþróttir | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

FYRIR skömmu fór fram hið árlega unglingamót sunddeildar KR, sem verður 75 ára 16. apríl nk. Mótið var haldið í sundhöll Reykjavíkur og voru þátttakendur 330 frá 15 liðum víðs vegar af landinu. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu þótt engin met hafi fallið. Mótið var hið fjórtánda í röð unglingamóta sem sunddeild KR hefur haldið árlega. Meira

Sunnudagsblað

9. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 538 orð

Buck's Special og Irish Rubber

VORVEIÐIN hefur yfirleitt gengið vonum framar og víðast þar sem opnað hefur verið, hafa menn verið að setja í 'ann. En hvað hefur vorsilungurinn verið að taka? Eins og fyrri daginn er það eitt og annað. Stórveiðin sem tekin var í Eldvatni um síðustu helgi, 23 sjóbirtingar í beit í einum af neðstu hyljum árinnar, var t.d. öll tekin á spón sem heitir Bucks Special. Meira
9. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 868 orð

Ein borg í tveimur bæjum Þegar Gauti Sigþórsson segist búa í Tvíburaborgunum spyr fólk iðulega: "Jæja? Og hver er munurinn á

ÞETTA olli mér smá furðu, fyrst í stað, og mér fannst þetta hreint út sagt óhentugt að sama borgarsvæðið skuli rekið sem tvær aðskildar borgir. Það væri kannski skiljanlegt ef borgirnar hefðu vit á því að halda sig sín hvorum megin Mississippi. Austan megin væri St. Meira
9. apríl 1998 | Sunnudagsblað | 2243 orð

Kristin saga uppeldis Hvernig var að vera barn á 18. öld? Hvernig var sambúð þjóðar og kirkju í 1000 ár? Loftur Guttormsson

SAMBÚÐ þjóðar og kirkju í 1000 ár er viðfangsefni kristnisögu sem út verður gefin á næsta ári. Verkinu verður skipt í fjóra bálka sem spanna tímann frá upphafi byggðar til okkar daga. Loftur Guttormsson er aðalhöfundur bálksins Meira

Úr verinu

9. apríl 1998 | Úr verinu | 357 orð

"Óttast framtíð grásleppuveiða"

MIKIL óánægja ríkir meðal grásleppukarla, sem eru í meiri óvissu en oftast áður með hvað verður úr vertíðinni. Hún mátti hejast 20. mars, en sjómenn stóðu saman um tíu daga seinkun þar sem sölumálin voru óljós. Ekkert hefur rofað til, verksmiðjurnar hér á landi hafa boðið trillukörlunum svo miklu lægra verð fyrir hráefni en áður, að alger óvissa ríkir. Meira
9. apríl 1998 | Úr verinu | 117 orð

Ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar

RÁÐSTEFNAN "Ábyrgar fiskveiðar og framkvæmd varúðarleiðarinnar" verður haldin í tilefni af Ári hafsins miðvikudaginn 15. apríl næstkomandi. Það er sjávarútvegsráðuneytið sem stendur fyrir ráðstefnunni og fer hún fram á Hótel Loftleiðum. Meira

Viðskiptablað

9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 406 orð

Arðsemi eiginfjár Globus-Vélavers hf. 25%

HAGNAÐUR Globus-Vélavers hf. nam 24 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 12 milljón króna hagnað á árinu 1996. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 44 milljónir. Velta félagsins nam 937 m.kr. á síðasta ári, samanborið við 771 m.kr. á árinu 1996 og er það um 22% aukning frá fyrra ári, eða sambærileg aukning og var á milli áranna 1995 og 1996. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 240 orð

Aukin netþjónusta hjá Nýherja

Aukin netþjónusta hjá Nýherja NÝHERJI hf. hefur bætt tengingu sína við alnetið í 4 Mb/s. Internetþjónusta Nýherja hefur tengingu bæði við Internet á Íslandi og Landssímann og næst með því aukið rekstraröryggi þar sem hægt er að halda uppi sambandi þótt önnur tengingin bregðist. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 1882 orð

Ár vonbrigðanna hjá olíusölum Þrátt fyrir aukna eldsneytissölu og útþenslu á öðrum sviðum varð 1997 ár vonbrigða hjá

Hagnaður allra olíufélaganna minnkaði frá fyrra ári Ár vonbrigðanna hjá olíusölum Þrátt fyrir aukna eldsneytissölu og útþenslu á öðrum sviðum varð 1997 ár vonbrigða hjá olíufélögunum. Hagnaður þeirra minnkaði frá árinu á undan. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 350 orð

Danól kaupir Duni DANÓL hefur keypt öll hl

DANÓL hefur keypt öll hlutabréf í Fönnum hf. sem meðal annars hefur umboð fyrir servíettur, dúka og kerti frá Duni. Fyrirtækið verður rekið með svipuðu sniði og verið hefur en eftir tvö ár, þegar vörudreifingarhús Danól við Skútuvog hefur verið stækkað, mun starfsemi Fanna flytjast þangað. Einar Sverrisson hefur haft umboð fyrir sænska fyrirtækið Duni frá 1961 og stofnaði Fannir hf. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 629 orð

Evrópureglugerðir um mat og eftirlit með áhættu af skráðum

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópubandalagsins um mat og eftirlit með áhættu af skráðum efnum. Um er að ræða efni sem sett voru á markað fram til ársins 1981 og flutt voru inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins eða framleidd hér á landi á tímabilinu frá mars 1990 til mars 1994. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 837 orð

Fjarskiptatækni framtíðar Nýjungar á sviði

HLUTVERK ATM í nánustu framtíð í þróun fjarskiptatækni, var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var hér á landi í síðustu viku. Ráðstefnan var liður í fundi sem helstu sérfræðingar í Evrópu sátu og ræddu um stöðu James-verkefnisins ­ og var hún liður í að kynna almenningi á hvaða leið þróunin er. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 324 orð

FólkRáðnir til Landsbanka Íslands hf.

DAVÍÐ Björnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptatengsla, fyrirtækja- og stofnanasviðs Landsbanka Íslands. Hann er fæddur 1958 og lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 og MBA- námi frá Western Illinois University árið 1993. Davíð starfaði sem fjármálastjóri hjá Plastos hf. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 59 orð

Fundur um einkaleyfi SAMTÖK um vernd einkaréttinda á sviði

SAMTÖK um vernd einkaréttinda á sviði iðnaðar (SVESI) halda fund í B-sal Hótel Sögu 16. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 8.15. Efni fundarins verður tvíþætt. Rætt verður um fyrirhugað frumvarp til laga um smáeinkaleyfi og mun Ásta Valdimarsdóttir lögfræðingur Einkaleyfastofunnar kynna málið. Síðan verða pallborðsumræður um stöðu og þróun verndar eignarréttinda á sviði iðnaðar hér á landi. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 320 orð

Færri og stærri verðbréfamarkaðir í framtíðinni

VERÐBRÉFAÞINGI Íslands stendur til boða að samtengjast öðrum verðbréfaþingum á Norðurlöndum og mörkuðum þeirra í framtíðinni. Þetta kom fram í erindi Sænska hagfræðingsins Bengt Rydéns, stjórnarformanns sænsku kauphallarinnar í Stokkhólmi, á ársfundi Verðbréfaþings á fimmtudag. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 149 orð

Gjaldeyrisforðinn 27,3 milljarðar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans jókst um tæpan milljarð króna í mars og nam 27,3 milljörðum í lok mánaðarins að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum. Á gjaldeyrismarkaði námu nettó gjaldeyriskaup Seðlabankans í mars rúmum 0,2 milljörðum króna. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 1070 orð

Hundruð Íslendinga á vinnuvélasýningu Íslendingar voru áberandi gestir á vinnuvéla- og byggingariðnaðarsýningunni BAUMA 98 í

EINNI stærstu vörusýningu í heimi, vinnuvéla- og byggingariðnaðarsýningunni BAUMA 98 í München í Þýskalandi, lauk á laugardaginn var. Þessi sýning er haldin þriðja hvert ár og hefur vaxið jafnt og þétt að umfangi og aðsókn, enda hálfgerð Mekka þeirra sem tengjast verktakaiðnaði á einhvern hátt eða hafa áhuga á vélum og tækjum (og eiga GSM-síma). Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 833 orð

Innrásin frá Akureyri

NOKKUR titringur er nú á meðal reykvískra matvörukaupmanna vegna áforma Kaupfélags Eyfirðinga um að opna KEA-Nettó lágverðsverslun í Reykjavík. KEA hefur tekið stórt verslunarhúsnæði á leigu í Mjóddinni þar sem nú er rekin versunin Kaupgarður og hyggst opna nýja verslun þar undir merkjum KEA-Nettó með haustinu. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 236 orð

Intersport verslunarkeðjan kemur til Íslands

ALÞJÓÐLEGA íþrótta- og útilífsvöruverslunarkeðjan, Intersport, mun hefja rekstur í kjallara Húsgagnahallarinnar á Ártúnshöfða 18. apríl næstkomandi. Eigandi fyrirtækisins hér á landi er einkahlutafélag Jóns Hjartarsonar og fjölskyldu en framkvæmdastjórar verslunarinnar eru hjónin Herdís Jónsdóttir og Sverrir Þorsteinsson. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 121 orð

Mikil áhugi á hlutabréfum í Járnblendinu MIKI

MIKIL ásókn hefur verið í hlutabréf ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu síðustu daga, en lokadagur útboðsins var í gær. Davíð Björnsson, forstöðumaður hjá Viðskiptastofu Landsbankans, segir menn almennt ánægða með útkomuna sem virðist vera svipuð og búist var við fyrirfram. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 221 orð

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ Nýju

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mun standa fyrir námskeiði um hagnýtingu upplýsingatækni í vörustjórnun fimmtudaginn 16. apríl nk. Námskeiðið er ætlað stjórnendum bæði fyrirtækja og stofnana, segir í frétt frá Endurmenntunarstofnuninni. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 297 orð

Nýir starfsmenn hjá Opnum kerfum hf.

GYLFI Árnason hóf störf sem sölustjóri söludeildar Opinna kerfa 1. mars sl. Gylfi er doktor í vélaverkfræði frá Washington State University og er alls ekki ókunnugur fyrirtækinu því hann starfaði í söludeild á árunum 1986­1989. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 238 orð

Nýjung á íslenskum verðbréfamarkaði

KAUPÞING hf. býður nú einstaklingum nýjan fjárfestingarkost, valréttarbréf, en þeim er ætlað að sameina öryggi skuldabréfa og ávöxtun hlutabréfa. Kaupandi valréttarbréfa fær höfuðstólinn tryggðan hjá Kaupþingi en ávöxtun þeirra miðast við vísitölur á erlendum hlutabréfamörkuðum. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 95 orð

Sækjum á brattann TINDUR ­ sækjum á brattann, er y

TINDUR ­ sækjum á brattann, er yfirskrift atvinnuvegasýningar Vestfjarða sem haldin verður í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði 13. og 14. júní næstkomandi. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. stendur að sýningunni, eins og hliðstæðri sýningu fyrir ári. Meira
9. apríl 1998 | Viðskiptablað | 720 orð

Vottun verkefnisstjóra SjónarhornVottun verkefnisstjóra er fyrst og fremst staðfesting á hæfni og fenginni reynslu umsækjandans

VERKEFNASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands er nú að hleypa af stokkunum í annað sinn IPMA vottun verkefnisstjóra. Vottunin er staðfesting á reynslu, þekkingu og hæfni verkefnisstjórans á sviði verkefnastjórnunar og hefur alþjóðlega viðurkenningu sem slík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.