Greinar föstudaginn 31. júlí 1998

Forsíða

31. júlí 1998 | Forsíða | 113 orð

Flugvélar skullu saman í Frakklandi

ÓTTAST er að fimmtán manns hafi farist sunnarlega á Bretagne- skaga í Frakklandi í gær þegar tvær litlar flugvélar skullu saman í miðju flugi og hröpuðu í hafið við Quiberon-flóann. Voru tólf farþegar í Beechcraft- flugvél Proteus-flugfélagsins, auk tveggja áhafnarmeðlima, Meira
31. júlí 1998 | Forsíða | 204 orð

Mennirnir enn á lífi?

Mennirnir enn á lífi? Vín. Reuters. VONIR hafa vaknað um að 10 menn, sem lokuðust inni í námu í Austurríki fyrir 14 dögum, séu enn á lífi. Telja björgunarmenn sig hafa heyrt frá þeim hljóð og í gær var vonast til, að unnt reyndist að ná til þeirra í dag eða á morgun. Meira
31. júlí 1998 | Forsíða | 382 orð

Segist ætla að stöðva stórsókn hersins

STÓRSÓKN serbneskra hersveita gegn skæruliðum Frelsishers Kosovo er lokið að sögn Slobodans Milosevic, forseta Sambandslýðveldisins Júgóslavíu. Þetta kom fram á fundi hans með erindrekum Evrópusambandsins (ESB) í Belgrad í gær. Meira
31. júlí 1998 | Forsíða | 338 orð

Var líflátinn fyrir ummæli sín

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL á Bretlandi hreinsaði í gær nafn þroskahefts unglings sem fyrir fjörutíu og fimm árum var hengdur fyrir aðild að morði á lögreglumanni í einu umdeildasta réttarmorði sem átt hefur sér stað á Bretlandi. Meira
31. júlí 1998 | Forsíða | 141 orð

Vinsældir Clintons þær sömu

VINSÆLDIR Bills Clintons Bandaríkjaforseta hafa ekki breyst að ráði þrátt fyrir það sem gerst hefur undanfarna daga í tengslum við rannsókn Kenneths Starrs á meintu misferli forsetans, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir CNN og USA Today sl. miðvikudag. Meira

Fréttir

31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

22 einstaklingar greiða meira en sjö milljónir

22 EINSTAKLINGAR í Reykjavík greiða meira en sjö milljónir króna í opinber gjöld álagningarárið 1998. Samtals eru gjöld manna 16 ára og eldri rúmlega 29,5 milljarðar króna, en gjöld barna rúmlega 6,7 milljónir króna. Á skattskrá í Reykjavík eru 83.843 menn. Tekjuskattur er lagður á 45.340 einstaklinga og nemur samtals 13,9 milljörðum, útsvar er lagt á 81. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 267 orð

68 milljarðar í álögð gjöld einstaklinga

SAMANLÖGÐ álagning tekjuskatts og útsvars á árinu 1998 nemur rúmlega 66 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrá vegna opinberra gjalda einstaklinga sem lögð verður fram í dag og liggur frammi til 14. ágúst. Álagðir eignarskattar einstaklinga nema rúmum 1,8 milljörðum kr. Á síðasta ári nam samanlögð álagning tekjuskatts og útsvars tæplega 60 milljörðum kr. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 420 orð

91% vill 16 ára aldurstakmark á útihátíðir

UM TVEIR þriðju hlutar svarenda, í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir verkefnastjórn áætlunarinnar Ísland án eiturlyfja 2002, telja þá niðurstöðu að 80% 15 ára unglinga hafi drukkið áfengi, mjög alvarlega og 91% þeirra, sem tóku afstöðu, taldi að takmarka ætti aðgang unglinga að útihátíðum við 16 ára aldur. Meira
31. júlí 1998 | Landsbyggðin | 198 orð

Aukning á farþegum hjá Eyjaferðum

Stykkishólmi­ Margir eiga mikið undir veðráttunni komið. Það á m.a. við um ferðaþjónustuaðila. Tíðarfar á Snæfellsnesi hefur verið sérstaklega hagstætt ferðamönnum, margir góðir dagar komið, bjartir og hlýir. Þess vegna hefur verið mikið um ferðamenn sem heimsótt hafa Snæfellsnes. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 333 orð

Ágreiningur um eldvarnir

MIKIÐ tjón varð þegar eldur kom upp í gærmorgun í Austurstræti 22b þar sem Nýja bíó var lengi til húsa. Húsið er mjög illa farið ef ekki ónýtt. Eldvarnaeftirlitið hafði gert alvarlegar athugasemdir við eigendur hússins vegna þess að það uppfyllti ekki ákvæði reglugerðar um eldvarnir. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 423 orð

Álagðir tekjuskattar lækka en útsvar hækkar

ÁLAGÐIR tekjuskattar einstaklinga nema 33,4 milljörðum króna árið 1998 og lækka um 2,7 milljarða króna frá fyrra ári, þrátt fyrir 7% hækkun á tekjuskattsstofni á milli ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Niðurstaða álagningarinnar er nokkurn veginn í samræmi við áætlun fjárlaga. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 189 orð

Álandseyjar úr Evrópusambandinu vegna munntóbaks?

ÁLANDSEYINGAR hafa nú hótað úrsögn sinni úr Evrópusambandinu (ESB), ef þeim verður ekki veitt undanþága frá banni sem ESB setti við sölu munntóbaks. Þegar Svíar sömdu um aðild að sambandinu tókst þeim að fá undanþágu frá banninu, en þar sem samningamenn Finnlands ­ sem Álandseyjar tilheyra þótt þær njóti vissra sjálfstjórnarréttinda ­ fóru ekki fram á slíka undanþágu, Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Áttræðisafmæli Auðar Laxness

FJÖLMENNI var í veislu í tilefni áttræðisafmælis Auðar Sveinsdóttur Laxness sem haldin var í Hlégarði í Mosfellsbæ í gær. Meðal gesta voru skólasystur Auðar sem útskrifuðust með henni úr Gagnfræðaskóla Reykjavíkur árið 1934. Á myndinni eru Anna Þórarinsdóttir, Laufey Hulda, Hildur Pálsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Auður og Nanna Kaaber. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Barnadagur í Kiðagili

BARNADAGUR verður haldinn í Kiðagili, barnaskólanum í Bárðardal, sunnudaginn 2. ágúst nk. Kl. 14 verður sílaskoðun í síkjum við Skjálfandafljót. Síðan verða brauð bökuð yfir eldi og á kaffihlaðborðinu verður lögð áhersla á veitingar fyrir börn. Guðrún Sveinbjörnsdóttir verður með tóvinnu sem öllum er velkomið að taka þátt í. Ólafur Héðinsson leikur á hljómborð. Meira
31. júlí 1998 | Miðopna | 1307 orð

Betra er seint en aldrei Sólin hefur lítið látið sjá sig á Norðausturlandi í sumar. Kalt hefur verið í veðri og vætusamt í

SÍÐBÚIÐ SUMAR Á NORÐAUSTURLANDI Betra er seint en aldrei Sólin hefur lítið látið sjá sig á Norðausturlandi í sumar. Kalt hefur verið í veðri og vætusamt í júlímánuði. Vöxtur gróðursins hefur ekki verið ýkja mikill og lítið um sólbaðsiðkanir. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Botnaleið SKÍÐADEILD Leifturs og Ferðamálaráð Óla

SKÍÐADEILD Leifturs og Ferðamálaráð Ólafsfjarðar efna til gönguferðar næstkomandi laugardag, 1. ágúst. Er það önnur ferðin á þessu sumri og verður gengin svonefnd Botnaleið til Siglufjarðar. Lagt verður upp frá gömlu hitaveitumannvirkjunum í Skeggjabrekkudal, gengið fyrir Héðinsfjarðarbotn og komið í Hólsdal í Siglufirði. Leiðin er greið, en nokkuð löng, gera má ráð fyrir 7-8 klukkustunda göngu. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 317 orð

Brunavörnum ekki ábótavant, segir eigandi

"VIÐ viljum ekki viðurkenna að brunavörnum í húsinu sem slíku hafi verið ábótavant," sagði Leó Löve lögfræðingur, annar eigenda Austurstrætis 22b sem stórskemmdist í bruna í gærmorgun, í samtali við Morgunblaðið. "Hitt er annað mál að sérhæfður rekstur, eins og t.d. rekstur veitingahúss, krefst ákveðinna brunavarna sem er ekki á okkar könnu að sjá um. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 273 orð

Dagskrá í Jökulsárgljúfrum

LAUGARDAGUR 1. ágúst. Vesturdalur-Ásbyrgi. Kl. 13­17/18 verður farið í gönguferð frá Vesturdal og gengið í Ásbyrgi. Nauðsynlegt er að hafa með sér nesti og vera vel skóaður. Tjaldgestum í Ásbyrgi er bent á möguleikann að taka rútu úr Ásbyrgi kl. 11.30 eða 12.15 og kostar fargjaldið í Vesturdal 300 kr. Lagt er af stað í gönguna frá húsi landvarða í Vesturdal kl. 13. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 522 orð

"Ef ég dett hér niður finna þeir mig aldrei"

"ÉG var orðinn mjög loftlaus og datt oftar en einu sinni. Ég hugsaði bara, ég verð að koma mér út. Ef ég dett niður hér þá finna þeir mig aldrei," sagði Brynjar Friðriksson slökkviliðsmaður, sem var hætt kominn við slökkvistarf í Nýja bíóshúsinu í gærmorgun. "Við voru tveir saman við slökkvistörf við dansgólfið á Tunglinu rétt við innganginn í Rósenberg kjallarann. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 151 orð

Eignir jukust um 67 milljarða en skuldir um 28 milljarða

HEILDAREIGNIR framteljenda hafa aukist um 67 milljarða króna frá árslokum 1996 til loka síðasta árs og skuldir jukust á sama tíma um 28 milljarða króna. Skv. álagningarskrá fyrir árið 1998 nemur eignarskattsstofn einstaklinga tæpum 497 milljörðum kr. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 327 orð

Eldur í Reykjavík

FRÁ því að Reykjavík tók á sig bæjarmynd hafa orðið nokkrir stórbrunar í miðbænum, sá síðasti í gærmorgun. Árið 1944 brann Hótel Ísland, sem stóð við Austurstræti 2. Hótel Ísland var einn helsti samkomustaður Reykvíkinga um árabil og þótti mjög glæsilegt hús. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Ferðast um Norðurland með stórbaggavél

Ferðast um Norðurland með stórbaggavél Mun meiri afköst Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið TÆKNIN hægir lítið á sér í landbúnaðinum. Skagfirðingurinn Bessi Vésteinsson í Hofsstaðaseli ferðast nú um meðal bænda á Norðurlandi með svokallaða stórbaggavél. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fíkniefni fundust í Eyjum

LEITARHUNDURINN Flóki sannaði sig í gær þegar hann fann hass og amfetamín hjá farþega sem var að koma með Herjólfi til Vestammaneyja. Ekki var um mikið magn að ræða en málið telst upplýst og fer sína hefðbundnu leið í gegnum dómskerfið. Þetta er í fyrsta sinn sem farið er með slíkan hund til Eyja í þessum tilgangi. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fjalla um skógrækt og bindingu koltvísýrings

NÁMSTEFNA um tengsl skógræktar og koltvísýringsbindingar (Forest Management Linked to Carbon sequestration: An Ecosystem Management Approach) verður haldin í húsnæði Landgræðslusjóðs í Suðurhlíð 38 í dag, föstudaginn 31. júlí. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 202 orð

Fjórir efstu Ísfirðingar

FJÓRIR efstu á listanum yfir tíu gjaldhæstu einstaklinga á Vestfjörðum árið 1998 eru Ísfirðingar, en það átti aðeins við um einn af fjórum hæstu árið áður. Álögð gjöld á einstaklinga að börnum frátöldum nema alls 2,2 milljörðum króna í Vestfjarðaumdæmi árið 1998. Álagning hvílir á 6.441 einstaklingi á Vestfjörðum að frátöldum börnum. Álagning á börn nemur 1,9 milljónum, en lagt var á 214 börn. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 367 orð

Fjöldagröf í Angola

STARFSMENN Sameinuðu þjóðanna hafa fundið fjöldagrafir í Angola með líkum 105 manna, sem drepnir voru í árás á þorp í síðustu viku. Segja stjórnvöld, að liðsmenn UNITA-hreyfingarinnar hafi verið að verki og fellt alls 215 manns en talsmaður hreyfingarinnar segir, að fólkið hafi fallið í átökum tveggja glæpamannahópa, sem stundi demantagröft á svæðinu. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 258 orð

Fjöldi fólks kominn til Eyja

Fjöldi fólks kominn til Eyja RÚMLEGA 2.200 farþegar höfðu í gær bókað far eða voru þegar farnir með Íslandsflugi og Flugfélagi Íslands til Vestmannaeyja frá Reykjavík. Flugfélögin fluttu í gær 7­800 manns til Eyja og ráðgerðu að flytja á annað þúsund manns í dag. Flugfélag Íslands hyggst einnig flytja um 200 farþega þangað á morgun. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fjölskyldumót aðventista SJÖUNDA dags aðventistar

SJÖUNDA dags aðventistar á Íslandi halda fjölskyldumót á Laugarvatni 31. júlí ­ 3. ágúst, við Íþróttamiðstöð ÍSÍ. Þessa helgi verða engar samkomur í kirkjum aðventista. Á mótinu verður fjöldi ræðumanna og margt til skemmtunar fyrir börn og unglinga. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fótbrotnaði á Arnarnúpi

MAÐUR fótbrotnaði á skipinu Arnarnúpi, sem var á rækjuveiðum fyrir norðan Kolbeinsey, í gærmorgun. Slysið vildi til er stálbiti féll á fót mannsins eftir að spotti sem hélt bitanum slitnaði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til hjálpar og var hún komin á staðinn um tíuleytið. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 781 orð

Frestur Eldvarnaeftirlits útrunninn

ELDVARNAEFTIRLITIÐ hafði krafist úrbóta á húsinu Austurstræti 22b, sem brann í gærmorgun. Frestur sem eigendur hússins höfðu fengið til úrbóta var runninn út. Veitingastaðurinn á jarðhæð hafði bráðabirgðaleyfi til rekstrar og segir Bjarni Kjartansson, umsjónarmaður eldvarna hjá Eldvarnaeftirlitinu, Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 139 orð

Færri gjaldendur en hærri gjöld

OPINBER gjöld einstaklinga á Norðurlandi vestra nema samtals 2,1 milljarði árið 1998, en þar eru 7.389 manns á skattskrá. Gjöldin námu samtals 1,8 milljörðum árið áður, en þá voru fleiri á skattskrá eða 7.556 einstaklingar. Samkvæmt upplýsingum frá skattsjóra á Norðurlandi vestra fá 1.772 einstaklingar barnabætur að upphæð 72 milljóna króna og 1. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 958 orð

Geisla-klukk vinsælt meðal barna á öllum aldri

NÚTÍMAVÆDDUR byssuleikur nýtur sívaxandi vinsælda meðal ungs fólks á öllum aldri á höfuðborgarsvæðinu. Leikurinn heitir "Lazer-tag" upp á enska tungu, en hefur verið kallaður Geisla-klukk á íslensku og fer fram í sérútbúnu rými með hindrunum, skilrúmum, ljósabúnaði og tónlist sem saman skapa stemmningu fyrir eltingaleikinn. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 605 orð

Gengið að flestum skilyrðum Clintons Forsetar Bandaríkjanna hafa nokkrum sinnum borið vitni, en þetta verður í fyrsta sinn sem

BILL Clinton hefur fallist á að gefa eiðsvarinn vitnisburð í Hvíta húsinu vegna rannsóknar Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, og verður Clinton fyrstur bandarískra forseta til að veita rannsóknarkviðdómi slíkan vitnisburð vegna ásakana sem beinast að honum sjálfum. Vitnisburður forsetans verður gefinn í Hvíta húsinu og sýndur kviðdómendum á myndbandi. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Gjöld á einstaklinga 3,4 milljarðar

ÁLAGNING gjalda á einstaklinga á Vesturlandi nam samtals 3,4 milljörðum króna árið 1998 og er fjöldi á skrá 10.369 manns. Þar af greiða 5.109 manns tæpa 1,5 milljarða í tekjuskatt og 10.232 einstaklingar rúmlega 1,6 milljarða í útsvar. Barnabætur til 2.441 einstaklings nema 205 milljónum króna og vaxtabætur til 2.014 einstaklinga 125 milljónum. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Gönguferð um Fjöru og Innbæ GÖNGUFERÐ um Fjöruna o

GÖNGUFERÐ um Fjöruna og Innbæinn verður farin undir leiðsögn Harðar Geirssonar safnvarðar á Minjasafninu á Akureyri, sunnudaginn 2. ágúst næstkomandi. Lagt verður af stað frá Laxdalshúsi, Hafnarstærti 11 kl. 14. Gengið verður um gömlu kaupstaðarlóðina og inn eftir Fjörunni og saga byggðarinnar og húsanna rakin. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund og er þátttaka ókeypis. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Heildarálagning 3,3 milljarðar

HEILDARÁLAGNING gjalda á einstaklinga á Suðurlandi nam 3,3 milljörðum króna árið 1998, en þar af greiða einstaklingar yngri en 16 ára þrjár milljónir króna. Hæstu gjaldtegundir í umdæminu eru tekjuskattur, 1,3 milljarðar, og útsvar, 1,6 milljarðar. Barnabætur greiddar til einstaklinga á Suðurlandi nema 273 milljónum króna og vaxtabætur 144 milljónum króna. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hlutabréfaeign jókst um 8 milljarða

HLUTABRÉFAEIGN einstaklinga jókst töluvert á síðasta ári, skv. álagningarskrá ársins 1998, þrátt fyrir að skattafrádráttur vegna kaupa á hlutabréfum hefði dregist saman vegna skerðingar hans um 25%. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 330 orð

Hundur prestsins hugsanlega meðsekur?

KAÞÓLSKUR prestur var á þriðjudag ákærður í Guatemala fyrir að myrða Juan Jose Gerardi biskup sem fannst látinn í bílskýli sínu 26. apríl síðastliðinn. Presturinn, Mario Orantes Najera, var handtekinn fyrir viku ásamt matselju sinni en tilkynnt var í gær að hún yrði einungis ákærð fyrir að vera meðsek í glæpnum. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Húsdýragarður í Blómavali BLÓMAVAL á Akureyri ver

BLÓMAVAL á Akureyri verður, í samvinnu við bændur í Eyjafirði, með húsdýragarð við verslunina um helgina. Um er að ræða sýningu á þeim dýrategundum sem algengastar eru á íslenskum bóndabæjum nú og verður húsdýragarðurinn opinn dagana 1. til 3. ágúst frá kl. 12 til 19 en aðgangur er ókeypis. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 815 orð

Húsið alelda á skömmum tíma

MIKIÐ tjón varð þegar Austurstræti 22b, Nýja bíós-húsið, brann í gærmorgun. Allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík og Hafnarfirði barðist við eldinn í á þriðja klukkutíma við mjög erfiðar aðstæður. Einn slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar brennandi loftstokkur féll yfir hann um það leyti sem loft á súrefniskútum hans var að klárast. Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir en grunur leikur á íkveikju. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 1986 orð

Hægt að fara margar leiðir sem útiloka ekki hver aðra

GEIR Haarde fjármálaráðherra segir að útfærsla þess hvernig staðið verður að sölu ríkisbankanna sé í höndum viðskiptaráðherra. Hvað varði einstaka möguleika í þessum efnum, eins og til dæmis að sameina Búnaðarbankann og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og að fá erlenda banka sem eignaraðila inn í Landsbankann, þá finnist sér það allt koma vel til greina. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Íslendingadagur á Hofsósi

UM verslunarmannahelgina verður haldinn Íslendingadagur á Hofsósi í tengslum við Vesturfarasetrið þar. Í fréttatilkynningu frá Vesturfarasetrinu er áhugafólk um vesturfara og vesturferðir hvatt til að nota tækifærið og hitta Ameríkumenn af íslenskum uppruna. Hátíðahöldin hefjast í kvöld og standa fram á laugardagskvöld. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 203 orð

Jafningjafræðslan á ferð um helgina

ÞRJÚ ungmenni frá Jafningjafræðslu framhaldsskólanema munu heimsækja nokkrar útihátíðir um helgina, en þau verða á Akureyri í kvöld frá kl. 19. Á laugardag er ferðinni heitið til Vopnafjarðar og loks Neskaupstaðar á sunnudag. Hafsteinn Snæland hjá Jafningjafræðslunni sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem farið væri á útihátíðir á vegum hennar og væri um tilraun að ræða. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Jónas Viðar sýnir JÓNAS Viðar myndlistarmaður opna

JÓNAS Viðar myndlistarmaður opnar sýningu í Galleríi Svartfugli í Grófargili á laugardag, 1. ágúst. Hann hefur haldið sýningar víða, hér heima og erlendis. Yfirskrift sýningarinnar er Portrait of Iceland. Sýningin er opin á afgreiðslutíma gallerísins og frá kl. 14 til 18 um helgar. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Krabbameinsfélagið með tilboð frá 2 aðilum

BÆÐI Íslensk erfðagreining og aðilar sem hyggjast stofna nýtt erfðarannsóknafyrirtæki hér á landi hafa óskað eftir samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands. "Báðir þessir aðilar hafa lýst áhuga sínum á krabbameinsrannsóknum og samvinnu við félagið í þeim efnum en það hafa engar ákvarðanir verið teknar og þetta er á algeru byrjunarstigi," segir Guðrún Agnarsdóttir, Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 782 orð

Lagt til að Skólavörubúðin verði seld

NAUÐSYNLEGT er talið að Námsgagnastofnun sinni hlutverki sínu áfram samkvæmt úttekt á starfsemi stofnunarinnar sem Verkfræðistofan VSÓ gerði fyrir einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar. Hins vegar er lagt til að Skólavörubúðin verði skilin frá öðrum rekstri Námsgagnastofnunar. Hjá Námsgagnastofnun vinna nú 42 starfsmenn. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Lá við stórslysi er rúllubaggi féll af vagni

LITLU munaði að illa færi í gærmorgun þegar rúllubaggi féll af heyflutningsvagni á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt skammt frá Grímsá á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var illa gengið frá rúllunum, sem voru þungar og losnaði ein þeirra í þann mund sem farartækin mættust. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í fr

Í frétt um albinóa-lóuungann á bls. 2 í gær var rangt farið með nafn mannsins á myndinni. Hann heitir Böðvar Haukdal Jónsson og er beðist velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Í frétt um nýtt erfðafræðifyrirtæki á bls. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 290 orð

Liður í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins

JEAN-BAPTISTE Delpierre SA, sem er í eigu Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf., hafa skrifað undir samning um fjármögnun FBA á laxareykingaverksmiðju í Frakklandi. Um er að ræða stærstu verksmiðju sem vinnur og reykir lax þar í landi. Samkvæmt samningnum mun FBA kaupa verksmiðjuna og leigja eigendunum hana aftur til 7 ára. Meira
31. júlí 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Liggur og bíður lágfótu

Vaðbrekku, Hrafnkelsdal-SVEINN Pálsson, grenjaskytta á Aðalbóli, bíður sallarólegur, grár fyrir járnum, eftir að refurinn birtist heima á greninu. Þegar refurinn birtist er að vita hvor hefur betur, maðurinn eða refurinn. Leikurinn er að vísu býsna ójafn, en þó svo sé hefur refurinn með slægð sinni oft betur í þeirri viðureign. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 373 orð

Lægsta tilboðið í nýja ferju frá Stálsmiðjunni

ÁTTA tilboð bárust í smíði á nýrri ferju sem notuð verður til siglinga milli Hríseyjar og Árskógsstrandar. Tilboð voru opnuð í gær. Alls bárust tilboð frá sex innlendum skipasmíðastöðvum og tvo frá erlendum stöðvum. Stálsmiðjan í Reykjavík átti lægsta tilboðið, 129 milljónir króna, þá kom tilboð frá Skipasmíðastöðinni Ósey í Hafnarfirði upp á 134 milljónir króna og Skipasmíðastöðin hf. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Margt um að vera í uppsveitum Árnessýslu

ÝMISLEGT er í boði í uppsveitum Árnessýslu um verslunarmannahelgina. Á Flúðum í Hrunamannahreppi er boðið upp á afþreyingu fyrir fjölskyldufólk. Meðal þess sem þar er á dagskrá er furðubátakeppni og kajaksiglingar á Litlu- Laxá. Í Torfdalnum verður varðeldur, brekkusöngur, diskótek og grænmetishlaðborð. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 483 orð

Mok í Laxá á Ásum

MOKVEIÐI er þessa dagana í Laxá á Ásum samkvæmt upplýsingum Jóhönnu Kristjánsdóttur, veiðivarðar við ána. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að veiðst hefðu 20 til 30 laxar á dag að jafnaði að undanförnu og voru komnir 580 laxar á land á hádegi í gær. Á sama tíma í fyrra voru komnir 307 á land og þá var dagveiðin um það bil bil tíu laxar á dag. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 165 orð

Náðu 700 m hæð

FÉLAGARNIR þrír úr íslenska Alpaklúbbnum, sem fóru til Grænlands í byrjun mánaðarins til að klífa eitt hæsta samfellda granítbergstál í heimi, náðu ekki að klára ætlunarverk sitt. Komust þeir í um 700 metra hæð af 1.100 en urðu þá frá að hverfa sökum veðurs og tímaskorts. Meira
31. júlí 1998 | Landsbyggðin | 115 orð

Nýr bæjarstjóri í Grindavík

Grindavík-Einar Njálsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, verður næsti bæjarstjóri í Grindavík. Gengið var frá ráðningu hans nú á síðustu dögum. Að sögn Hallgríms Bogasonar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs, stóð valið að lokum milli tveggja einstaklinga úr annars stórum hópi enda umsækjendur alls 18. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Ný stjórn Varðar NÝ stjórn Varðar, félags ungra s

NÝ stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, var kjörin á aðalfundi um helgina. Arnljótur Bjarki Bergsson var kjörinn formaður, Laurent F. Somers, varaformaður, Davíð Þorláksson, gjaldkeri, Jón Garðar Steingrímsson, ritari, og Rut Sverrisdóttir, meðstjórnandi. Fyrir aðalfundinn gróðursettu Varðarfélagar í svonefndum Varðarlundi í Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 304 orð

Obuchi kjörinn forsætisráðherra

KEIZO Obuchi, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins (LDP), tók í gær við embætti forsætisráðherra Japans. Hann tilnefndi jafnframt ráðherra í nýja ríkisstjórn, sem bíður það erfiða verkefni að reisa við efnahag landsins. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 28 orð

Opið í Árbæjarsafni um helgina

Opið í Árbæjarsafni um helgina ÁRBÆJARSAFN verður opið alla verslunarmannahelgina. Sunnudaginn 2. ágúst verður lagt á hesta bæði trúss og póstkassar og hestalest fer um svæðið. FRÁ Árbæjasafni. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 41 orð

Reuters Sex fórust SEX man

SEX manns að minnsta kosti fórust og tuttugu slösuðust er pakistönsk herþota hrapaði í íbúðahverfi í Karachi í gær. Mjög þéttbýlt er í þessu hverfi. Þotan var af gerðinni F7­P, smíðuð í Kína en byggð á sovéskri MiG frumgerð. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 342 orð

Ríkið hefur ekki virt launajafnrétti í 13 ár

KANADÍSKA alríkisstjórnin hefur greitt næstum 200.000 núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum of lág laun sl. 13 ár. Hefur mannréttindadómstóllinn í Kanada kveðið upp þennan tímamótaúrskurð en forsenda hans er sú, að í lögum segi, að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu. Við það hafi ekki verið staðið, einkum þegar konur hafi átt í hlut. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 212 orð

Ríkir verða ríkari og fátækir sjúkari

RÍKA fólkið í Bandaríkjunum er að verða ríkara og hraustara á meðan fátæklingarnir sitja uppi með meira en sinn skammt af sjúkdómum. Kemur þetta fram í opinberri skýrslu, sem birt var í gær. Bandaríkjastjórn birtir árlega skýrslu um heilsufar þjóðarinnar og þeir, sem að henni unnu nú, segja eftirtektarvert hve náin tengsl eru með líkamlegu heilbrigði og tekjum og menntun. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 391 orð

SE-bankinn í Svíþjóð vill kaupa meirihluta

SE-BANKINN í Svíþjóð, sem áður nefndist Skandinaviska Enskilda Banken, hefur lýst áhuga á að kaupa hlut í Landsbanka Íslands hf. og jafnframt hefur sænski bankinn lýst sig fylgjandi hugmyndum um, að Landsbankinn kaupi þann helmingseignarhlut í Vátryggingarfélagi Íslands hf., sem bankinn á ekki nú. Yrði sá eignarhluti greiddur með hlutafé í Landsbanka Íslands hf. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sex skipstjórar meðal tíu efstu

SKIPSTJÓRAR og útgerðarmenn eru atkvæðamestir á listanum yfir tíu skatthæstu einstaklinga í Vestmannaeyjum. Ein kona er á listanum, Hanna María Siggeirsdóttir lyfsali. Tíu gjaldhæstu einstaklingar í Vestmannaeyjum eru: Kristbjörn Árnason skipstjóri ........ 6.893.410 Jóhann Halldórsson útgerðarmaður ..... 5.948.023 Matthías Óskarsson útgerðarmaður ..... 5.325. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Sj´onv., 38,7SJÓNV

Sj´onv., 38,7SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Skattskrár einstaklinga lagðar fram

Skattskrár einstaklinga lagðar fram SKATTSTJÓRAR á landinu leggja í dag fram skattskrár einstaklinga árið 1998 (tekjur 1997) og liggja þær frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra til og með föstudegi 14. ágúst. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Skoðunarferð um Sólheima

BOÐIÐ verður upp á árlega sögukynningu og staðarskoðun á Sólheimum í Grímsnesi um verslunarmannahelgina. Lagt verður af stað í staðarskoðun frá Listhúsi Sólheima kl. 15 á laugardag og sunnudag. Verslunin Vala og Listhús Sólheima eru opin alla helgina kl. 13­18. Sólheimar eru fyrsta vistvæna byggðahverfið á Íslandi sem er aðili að alþjóðasamtökunum Global Eco-Village Network. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 128 orð

Sprenging við spenni í Búrfelli

SPÓLA sem tengist spenni sprakk í Búrfellsvirkjun síðdegis í gær. Við sprenginguna fylltist stöðvarhúsið af þykkum reyk og fékk einn maður snert af reykeitrun. Hann var að vinna við loftræstikerfi og komst því ekki frá reyknum í tæka tíð. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en leyft að fara heim að lokinni rannsókn. Ekki urðu miklar skemmdir og var unnið við að reykræsta fram eftir kvöldi. Meira
31. júlí 1998 | Landsbyggðin | 347 orð

Staðfest hvort virkjanleg orka eða önnur verðmæti séu í jörðu

SAMSTARFSSAMNINGUR um rannsóknarverkefni vegna mögulegrar nýtingar jarðhita og annarra verðmæta í jörðu fyrir botni Öxarfjarðar var undirritaður sl. þriðjudag af fulltrúum Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Jarðborana hf., Kelduneshrepps, Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsavíkur, Rafmagnsveitna ríkisins, Rafveitu Akureyrar og Öxarfjarðarhrepps. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 389 orð

Stjórnin sökuð um mannréttindabrot

STJÓRNIR Bretlands og Bandaríkjanna hafa fordæmt mannréttindabrot herforingjastjórnarinnar í Burma gegn Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðishreyfingarinnar (NLD), þegar hún var færð með valdi til síns heima eftir sex daga mótmælasetu í bifreið sinni, sem stóð á brú rétt fyrir utan höfuðborgina Rangoon. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sýningar á Hróa í Húsdýragarðinum

LEIKRITIÐ Hrói höttur verður sýnt í Húsdýragarðinum á sunnudaginn kl. 14. Leikritið, sem Þór Tulinius leikstýrir, var frumsýnt 10. júlí sl. Sýningin fer fram í sirkustjaldi sem rúmar um 200 manns. Sýnt hefur verið 5 daga vikunnar frá upphafi og hefur verið húsfyllir á öllum sýningum. Rúmlega 2.000 manns hafa því séð sýninguna á aðeins 3 vikum, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 864 orð

Sængurlega stytt og þjónusta skert

ÚTLIT er fyrir að flestar þeirra fjörutíu ljósmæðra sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum mæti ekki til vinnu á morgun. Ljósmæðurnar hittust á fundi síðdegis í gær þar sem fulltrúar þeirra, sem fyrr um daginn höfðu fundað með stjórnarmönnum spítalans, sögðu frá því sem þeim fór á milli en að sögn eins fulltrúans, Sólveigar Friðbjarnardóttur ljósmóður, Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 492 orð

Til umhugsunar áður en farið er að heiman

FRAMUNDAN er mesta ferðahelgi ársins og á mörgum stöðum verður enginn heima. Þá er meiri hætta á innbrotum og því vill lögreglan benda á nokkur atriði sem rétt er að skoða. Undirbúningur Það þarf að kappkosta að það líti út fyrir að einhver sé heima. Þar má benda á: að hafa þvott á snúru, að hafa bíl á bílastæðinu (kannski er nágranni aflögufær með bíl). Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

UNESCO styrkir fjögur íslensk verkefni

Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, er fé til verkefnastyrkja sem stofnanir, félög eða samtök í aðildarlöndunum UNESCO geta sótt um. Verkefnin þurfa að falla undir viðfangsefni UNESCO á sviði menntamála, menningarmála, vísinda og fjölmiðlunar. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Uppselt í tjaldstæði á Búðum

BÚIÐ er að forselja í öll tjaldstæði á Búðum á Snæfellsnesi fyrir verslunarmannahelgina. Selt var í stæði fyrir á þriðja hundrað manns en aðgangur er mjög takmarkaður til samræmis við salernisaðstöðu, bílastæði og eins til að hlífa viðkvæmum gróðri Búðahrauns. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Útsvar einstaklinga hækkar um 44%

ALLS greiða 55.078 manns skatt í Reykjanesumdæmi álagningarárið 1998, þar af 969 börn undir 16 ára aldri. Gjöld lögð á einstaklinga (börn ekki meðtalin) nema rúmlega 21,3 milljörðum króna, en var 18,4 milljarðar árið áður. Á börn nemur álagning tæplega átta milljónum króna. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Verslunarmannahelgin í Mýrdalnum

Í MÝRDALNUM eru ýmsir afþreyingarmöguleikar um verslunarmannahelgina. M.a. er boðið upp á jöklaferðir á sleðum, snjóbílum og jeppum, siglingar með hjólabátnum, kvöldferðir með hjólabátnum á sjóstangaveiði, trukkaferðir um Höfðabrekkuafrétt yfir í Heiðardal, gönguferðir með leiðsögumönnum, rútuferðir um Mýrdalinn frá Víkurskála og Skógum, hestaferðir, reiðtúrar, veiði, Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 71 orð

Viðskiptavinir fá ráðgjöf

Í BOÐI var ráðgjöf við matarinnkaupin í Nýkaupum á Eiðistorgi og Garðatorgi í gær. Þeir Rúnar Marvinsson, veitingamaður Við tjörnina, og Jakob Magnússon, veitingamaður á Horninu, aðstoðuðu viðskiptavini, en jafnframt voru matreiðslumeistarar til aðstoðar í kjötborði. Harmonikkuleikararnir Reynir Jónasson og Karl Jónatansson spiluðu hressileg íslensk lög til að gera innkaupin ánægjulegri. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Þeim sem greiða hátekjuskatt fjölgar um 28%

ÁLAGNING sérstaks 5% tekjuskatts einstaklinga (svokallaðs hátekjuskatts) hefur hækkað nokkuð milli áranna 1997 og 1998, samkvæmt greinargerð fjármálaráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda árið 1998. Þá hefur framteljendum sem greiða þennan skatt fjölgað úr 7.272 í 9.320, eða um rúm 28% á milli ára. Meira
31. júlí 1998 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Þriðja Fosshótelið á Akureyri

FOSSHÓTEL ehf. tekur á morgun, 1. ágúst við rekstri Hótel Akureyrar, en það er í eigu veitingahússins Fiðlarans, sem séð hefur um rekstur hótelsins síðastliðin tvö ár. Fosshótel Akureyrar er ellefta hótelið í rekstri Fosshótela víðs vegar um land og það þriðja á Akureyri, en fyrir eru Fosshótel KEA og Fosshótel Harpa. Páll L. Sigurjónsson verður hótelstjóri þeirra allra. Meira
31. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Þrír sálfræðingar hafa þegar sagt upp störfum hjá RSP

KOLBRÚN Baldursdóttir, formaður stéttarfélags sálfræðinga, kveðst í samtali við Morgunblaðið eygja örlitla von um að viðsemjendur sálfræðinga hjá Ríkisspítölunum (RSP) muni koma til móts við þá kröfu sálfræðinga um að fastir yfirvinnutímar verðir teknir inn í grunntaxtana eins og gert hefði verið hjá öðrum ríkis- og borgarstofnunum sem sálfræðingar starfa á. Meira
31. júlí 1998 | Erlendar fréttir | 230 orð

Öryggisgallar í tölvupóstinum

KOMIÐ hafa í ljós glufur í tölvupóstshugbúnaði frá Microsoft og Netscape og þeir, sem það hafa í hyggju, geta nýtt sér þær til að smygla með póstinum forriti til að eyðileggja eða stela gögnum. Nú þegar hefur verið sýnt fram á, að þessa glufu er að finna í þremur af fjórum vinsælustu tölvupóstsforritunum: "Microsoft Outlook Express", "Outlook 98" og "Netscape Navigator". Meira

Ritstjórnargreinar

31. júlí 1998 | Leiðarar | 808 orð

EINKAVÆÐING BANKANNA

leiðariEINKAVÆÐING BANKANNA firlýsingar Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, hér í Morgunblaðinu í gær um bankamálin og þær hugmyndir, sem ráðherrann lýsti þar um hugsanlega erlenda eignaraðild að Landsbanka Íslands hf., vöktu mikla athygli og jafnframt spurningar. Meira
31. júlí 1998 | Staksteinar | 402 orð

»"Gegnum gatið" BLAÐIÐ Skessuhorn, sem Gísli Einarsson ritstýrir og heimili á

BLAÐIÐ Skessuhorn, sem Gísli Einarsson ritstýrir og heimili á í Borgarnesi kom út um það leyti, sem Hvalfjarðargöng voru opnuð. Öllum, sem komu út úr göngunum norðanmegin var afhent eintak af blaðinu opnunardaginn. Meira

Menning

31. júlí 1998 | Tónlist | 505 orð

Djassklassík í sól og sumaryl

Sigurður Flosason, altósaxófónn, Björn Thoroddsen, gítar, og Gunnar Hrafnsson, bassi. Jómfrúnni, 26. júlí. ÞEGAR saxófón/klarinett-, gítar- og bassatríó koma upp í huga djassmanns fara fyrstu tónarnir í The Train And The River með Jimmy Giuffre-tríóinu að hljóma. Guiffre, Jim Hall og Jim Atlas eru holdtekja þessarar hjóðfæraskipunar ­ og hún er spennandi. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 260 orð

Er ekki fórnarlamb ástarinnar

LEIKKONAN Minnie Driver er löngu hætt að sleikja sárin eftir skilnað sinn og leikarans Matts Damons en fjölmiðlar hafa sýnt sambandsslitum þeirra mikinn áhuga. Skiptir litlu þótt margir mánuðir séu liðnir frá því Damon lýsti því yfir í þætti Oprah Winfrey að skammvinnu sambandi hans og Driver væri lokið. "Það þarf allt að vera svo goðsagnakennt. Ég varð að vera fórnarlambið. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 85 orð

Fegurðar- og hæfileikakeppni

CALYPSO-stjörnukeppnin var haldin í Bangkok á dögunum en keppendur eiga það allir sameiginlegt að hafa gengist undir kynskiptaaðgerð. Algengt er að keppendur séu dansarar í hinum ýmsu kabarettum borgarinnar og klæðist þá glæsilegum búningum þegar þeir taka sporið. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 331 orð

Framtakið vekur viðbrögð í Þýskalandi

GOETHE-stofnunin hefur verið opnuð að nýju tímabundið í Reykjavík. Tilefnið er samsýning 13 þýskra og íslenskra myndlistarmanna í Nýlistasafninu í Reykjavík, Leitin að Snarkinum, sem opnuð verður í kvöld, föstudagskvöldið 31. júlí, kl. 20. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 786 orð

Frá miðöldum til barokks

Löng tónleikahelgi er framundan á Sumartónleikum Skálholtskirkju, sem hefst á morgun, laugardag. Fluttar verða sex sónötur eftir Bach og sönghópurinn The Clerks' Group syngur enska miðaldatónlist. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 515 orð

FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Sjónvarpið20.35 Gamlar glæður (Home Fires Burning, '88). Frumsýning sjónvarpsmyndar um lífið hjá blökkufólki í Suðurríkjunum á tímum síðari heimsstyrjaldar. Maltin segir hana yfir meðallagi. Altént ættu ágætisleikararnir Robert Prosky og Bill Pullman að hressa upp á sýninguna, sem er í gamalreyndum höndum Glenns Jordans. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 26 orð

Gunnar sýnir í Nesbúð

Gunnar sýnir í Nesbúð NÚ stendur yfir sýning Gunnars Í. Guðjónssonar í Nesbúð á Nesjavöllum í Grafningi. Sýningarsalirnir eru opnir alla daga milli klukkan 8 og 22. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 75 orð

Handaför Hanks í steypu

LEIKARINN Tom Hanks naut meðal annars aðstoðar eiginkonunnar Ritu Wilson við að halda bindinu hreinu þegar hann setti hendurnar í steypu fyrir utan Mann's Chinese kvimyndahúsið í Los Angeles á dögunum. Það þykir talsverður heiður að vera gerður ódauðlegur með þessum hætti og Hanks ánægður með viðburðinn. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 592 orð

Heiftúðug tengdamóðir

HELEN (Gwyneth Paltrow) hefur hitt draumaprinsinn sinn, Jackson Baring (Johnathon Schaech), en hann er myndarlegur, ástríkur og vel ættaður ungur maður sem virðist eiga framtíðina fyrir sér í fjármálaheimi Wall Street. Þetta unga og ástfangna par ákveður að eyða jólunum á heimili móður Jacksons í Kentucky, en hún býr á hinu glæsilega herrasetri Kilronan þar sem hún stundar hrossarækt. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 63 orð

Jóhann sýnir á 22

MYNDLISTARMAÐURINN Jóhann Valdimarsson opnar sýningu á veitingastaðnum 22 á Laugavegi 22 laugardaginn 1. ágúst. Jóhann lauk námi frá MHÍ árið 1990 og hélt þaðan til Hollands til frekara náms. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar sem og tekið þátt í fjölda samsýninga. Boðið verður upp á veitingar við opnun sýningar og mun hljóm-gjörningasveitin INRI heiðra viðstadda. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 79 orð

"Kjöraðstæður" í Gallerí 20 fermetrar

HELGI Hjaltalín Eyjólfsson sýnir í Gallerí 20 fermetrar dagana 1.­23. ágúst undir yfirskriftinni "Kjöraðstæður". Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 16. "Sýning með sömu yfirskrift og frá hendi sama myndlistarmanns var sýnd á Sjónarhól fyrir rétt rúmlega ári. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 88 orð

Kynningarfundur hjá Íslandi 2000

ÞÓRUNN Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000, og Einar Benediktsson, sem fer fyrir Landafundanefnd, héldu á dögunum kynningarfund fyrir nokkra starfsmenn utanríkisþjónustunnar. Fór fundurinn fram í húsakynnum Íslands 2000 í Aðalstræti 6. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 152 orð

LÁGFIÐLA OG PÍANÓ

HELGA Þórarinsdóttir lágfiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 1. ágúst kl. 16. Á efnisskrá eru verk eftir: Marin Marais: Fimm franskir dansar, Jórunni Viðar: Tilbrigði við íslenskt þjóðlag, Amy Beach: La Capativ op 40 nr. 1 og Berceuse op 40 nr. 2, Maria Theresa: Sicilenne, Luise Adolpha Le Beau: Drei Stücke. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 157 orð

Máluð vattteppi í Gallery ash, Lundi

RÓSA Kristín Júlíusdóttir opnar sýningu á máluðum vattteppum í Gallery ash, Lundi í Varmahlíð í Skagafirði, laugardaginn 1. ágúst kl. 14. Rósa Kristín útskrifaðist frá listaakademíunni í Bologna á Ítalíu árið 1972, úr málunardeild. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 271 orð

Michael Flatley dregur sig í hlé

ÍRSKI dansarinn Micheal Flatley, sem er fóttryggður upp á þrjá milljarða, hélt nýlega sína seinustu sýningu ásamt eitt hundrað dönsurum á risastóru sviði í Hyde Park í London. Um 25 þúsund aðdáendur komu til að kveðja "The Lord of the Dance". Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 144 orð

Mótaði nútíma listdans

JEROME Robbins, einn kunnasti listdanshöfundur, dansstjórnandi og listrænn stjórnandi aldarinnar, lést á miðvikudag á heimili sínu í New York, 79 ára að aldri. Robbins fékk heilablóðfall á laugardag og var lagður inn á spítala, en fékk að fara heim á mánudag. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Nanna og Mark sýna í Perlunni

LISTAMENNIRNIR Nanna Dýrunn Björnsdóttir og Mark Dickens opna málverkasýningu í Perlunni sunnudaginn 2. ágúst. Á sýningunni kennir ýmissa grasa, m.a. eru myndir frá Íslandi eða undir áhrifum frá íslensku landslagi og hugmyndaheimi. Nanna Dýrunn hefur búið í London um árabil en er fædd og uppalin í Reykjavík. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 190 orð

Ný sýning í Fiskinum

ÖNNUR myndlistarsýning hins nýstofnaða gallerís, Fisksins, á Skólavörðustíg 22c verður opnuð á morgun, laugardaginn 1. ágúst, kl. 16. Þar sýna austurrísku myndlistarmennirnir Franz Graf og Eva Wohlgemuth ásamt tónlistarmönnunum Jóhanni Eiríkssyni og Guðmundi Markússyni. Saman hafa listamennirnir unnið tölvuverk þar sem myndlist og tónlist mætast. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 468 orð

Ólíkir straumar Það voru brosandi og fallegir ungir herramenn sem hrifu alla í Kaffileikhúsinu með sér. Það var klappað, hrópað

LAUGARDAGSKVÖLDIÐ sl. voru margir mættir til að hlýða á "Flugu" eins og tónleikarnir nefndust því hún flýgur og kemur víða við eins og þeir félagar Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Håvard Øieroset gítarleikari gerðu í lagavali sínu þetta kvöld. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 389 orð

Sjálfsleit Huntings Hunting velviljaði (Good Will Hunting)

Framleiðandi: Lawrence Bender. Leikstjóri: Gus Van Sant. Handritshöfundar: Ben Affleck og Matt Damon. Kvikmyndataka: Jean-Yves Escoffier. Tónlist: Danny Elfman. Aðalhlutverk: Robin Williams, Matt Damon, Ben Affleck, Minnie Driver og Stellan Skarsgård. (122 mín.) Bandarísk. Skífan, júlí 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. Meira
31. júlí 1998 | Fólk í fréttum | 581 orð

Skynlausi vinnufíkillinn

DARRYL Witherspoon (Marlon Wayans) er fátækur en skarpgreindur viðskiptafræðinemi sem sýslar í ýmsu til að komast yfir peninga fyrir skólagjöldunum og uppihaldi einstæðrar móður sinnar og systkina. Hann er svo upptekinn af því að þéna peninga fyrir fjölskylduna sína að hann er orðinn algjör vinnufíkill og í hans augum er ekkert starf þess eðlis að hann vilji ekki taka það að sér. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 42 orð

Sólveig sýnir í Þrastarlundi

SÓLVEIG Eggerz Pétursdóttir opnar sýningu í Þrastarlundi um helgina. Þar sýnir hún aðallega nýjar olíumyndir á rekavið, nokkrar vatnslitamyndir og þrjár olíumyndir á striga frá sjöunda áratugnum. Sýningin stendur þar til Þrastarlundi verður lokað í haust. MYND eftir Sólveigu. Meira
31. júlí 1998 | Tónlist | 403 orð

Stormandi Schumann

Verk eftir Grieg, Barkauskas, Madetoja, Sibelius og Schumann. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó; Auður Hafsteinsdóttir, fiðla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló; Martynas , fiðla; Gréta Guðnadóttir, fiðla; Guðmundur Kristmundsson, víóla. Reykholtskirkju, sunnudaginn 26. júlí kl. 17. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 267 orð

Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju

Á FIMMTU tónleikum tónleikaraðarinnar "Sumarkvöld við orgelið 1998" í Hallgrímskirkju, sunnudagskvöldið 2. ágúst nk. kl. 20.30, kemur fram svissneski organistinn Ulrich Meldau. Á efnisskrá hans eru tvö verk eftir Bach og fjögur frönsk orgelverk eftir Widor, Dupré og Demessieux. Að lokum leikur hann svo þrjú verk eftir belgíska tónskáldið Joseph Jongen. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 36 orð

Sýning framlengd

SÝNING spænska myndlistarmannsins Manuels Moreno í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, hefur verið framlengd til miðvikudagsins 12. ágúst. Á sýningunni er m.a. málverk sem hann gaf nýverið Reykjavíkurborg. Innangengt verður um veitingahúsið alla daga kl. 11­24. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU á myndverkum á hjólabrettum lýkur núna um helgina í Gallerí Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SÝNING á málverkum eftir Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur á sunnudag. Safnið er opið daglega, nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Í tilefni af 10 ára starfsafmæli safnsins er ókeypis aðgangur. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 97 orð

Sýnir í Borgarnesi og Reykjavík

VILHJÁLMUR Einarsson verður með málverkasýningu um verslunarmannahelgina á Hótel Borgarnesi og í Ráðhúsi Reykjavíkur frá þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi og fram í vikuna þar á eftir. Áður hefur hann á þessu sumri sýnt í Grindavík, þá í Eden, Í kynningu segir m.a. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 120 orð

Sýnir í Vesturfarasetrinu á Hofsósi

Í TILEFNI af fyrsta Íslendingadeginum sem haldinn er hátíðlegur á Íslandi verður opnuð myndlistarsýning Patriciu Guttormson Peacock í fyrirlestrasal Vesturfarasetursins á Hofsósi laugardaginn 1. ágúst kl. 17. Patricia er af íslenskum ættum en fædd og uppalin í Gimli, Manitoba. Foreldrar hennar voru James Guttormson og Lára Anderson. Meira
31. júlí 1998 | Tónlist | 585 orð

Sögulegt meistaraverk TÓNLIST

J. S. Bach: Goldberg tilbrigðin. Risto Lauriala, píanó. Reykholtskirkju, sunnudaginn 26. júlí, kl. 20. BÓNUSVINNINGUR Reykholtshátíðar var utandagskrárflutningur finnska píanóleikarans Ristos Laurialas á Goldberg-tilbrigðum Bachs, þar sem hátíðin naut óvænt góðs af því að gestapíanistinn skyldi vera með verkið á eigin verkefnaskrá. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 222 orð

Tímarit SLÆÐINGUR e

SLÆÐINGUR er annar árgangur rits þjóðfræðinema við Háskóla Íslands. Í ritinu er fjölbreytt efni sem viðkemur þjóðháttum, þjóðsögum, þjóðlífi og þjóðtrú. Meðal greina í blaðinu eru: "Fossvallabóndinn og hvarf silfursalans", eftir Þór Hreinsson þjóðfræðing. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 76 orð

Tríó Natasza Kurek á Jómfrúnni

NÍUNDU sumarjazz tónleikar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu fara fram á laugardaginn 1. ágúst kl. 16-18. Að þessu sinni leikur tríó pólsku jazzsöngkonunnar Natasza Kurek, en auk hennar skipa hljómsveitina Gunnlaugur Guðmundsson bassaleikari og Ástvaldur Traustason píanóleikari. Gunnlaugur og Natasza hafa búið í Hollandi undanfarin ár þar sem þau hafa verið nám og störf. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 114 orð

Vatnslitamyndir í Eden

NÚ stendur yfir í Eden í Hveragerði sýning á verkum Ólafar Pétursdóttur myndlistarkonu. Ólöf sýnir 64 vatnslitamyndir á þessari sýningu, þar sem fengist er við mismunandi viðfangsefni. Listakonan Ólöf Pétursdóttur hefur alla tíð fengist við ýmis listform. Undanfarin 12 ár hefur hún fengist mikið við vatnsliti. Meira
31. júlí 1998 | Menningarlíf | 771 orð

Þegar skelin opnast

Hugmyndavinna og smíði Bohemia-húsbílsins nýstárlega hefur staðið yfir frá áramótum, en hann er verkefni sjö nemenda Myndlista- og handíðaskóla Íslands í tilefni af hátíðahöldum í Stokkhólmi sem er menningarborg Evrópu 1998. Meira

Umræðan

31. júlí 1998 | Aðsent efni | 74 orð

Endurskipuleggja þarf kennaramenntunina

Í kynningu greinarinnar Endurskipuleggja þarf kennaramenntunina, eftir Eystein Þorvaldsson, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, hafa blaðamanni orðið á þau mistök að snúa við megininntaki greinarinnar. En eins og fram kemur við lestur greinarinnar er í henni lögð áhersla á að hlutur sérgreina í kennaranámi sé of smár, Meira
31. júlí 1998 | Aðsent efni | 1133 orð

Hver vill vera á biðlista?

ÉG HEF undanfarnar vikur fylgst með orðasennum þeirra Orra Haukssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra, og Ágústs Einarssonar, þingmanns, á síðum Morgunblaðsins. Deila þeirra hefur snúist um hvernig túlka beri skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá apríl sl. um málefni aldraðra, m.a. um biðlista eftir vistrými og vil ég gjarnan koma með innlegg í þá umræðu. Orri vitnar í þessa skýrslu í grein sinni 23. Meira
31. júlí 1998 | Bréf til blaðsins | 809 orð

Löggildingarstofa brýtur stjórnarskrá Frá Sigurði Magnússyni: "

"SKÝRSLA gerð fyrir 122. löggjafarþing 1997­98. Þskj. 440­305. mál." Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar um eftirlit með raforkuvirkjum. "Svörin eru byggð á upplýsingum frá Löggildingarstofu og gögnum sem hún hefur aflað hjá rafveitum." 1. Meira
31. júlí 1998 | Aðsent efni | 388 orð

Samtaka nú! Foreldrar verða að vera vakandi á verðinum gagnvart hvers

SUMARIÐ 1997 hafði Reykjavíkurborg frumkvæði að hvatningarátaki sem var ætlað að efla og styðja foreldra í baráttunni gegn áfengis- og annarri vímuefnaneyslu barna og unglinga og eftirlitslausum ferðum þeirra á útihátíðir. Hvatningarátakið var undirbúið og skipulagt af Vímuvarnanefnd Reykjavíkur í samvinnu við Akureyrarbæ og fleiri aðila sem lögðu málinu lið. Meira
31. júlí 1998 | Aðsent efni | 1206 orð

Sighvatur, Sverrir og kvótakerfið

MARGIR hafa á síðustu misserum orðið til þess að blanda sér í umræður um stjórn fiskveiða, kvótakerfið svonefnda. Réttmæt reiði almennings með þá augljósu ágalla sem eru á því kerfi fer ekki framhjá neinum. Reyndar er það ekki nema að litlu leyti stjórnkerfið sjálft, þetta tiltekna fyrirkomulag við stjórn fiskveiða, eða vernd fiskstofna, sem óánægju veldur og nærir umræðuna. Meira

Minningargreinar

31. júlí 1998 | Minningargreinar | 904 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Sú tilfinning leitar oftlega á huga minn þegar ég heyri um fráfall fólks sem fætt er á fyrstu áratugum þessarar aldar, að með hverjum og einum glatist heill sagnasjóður. Fólk þetta hefur lifað meiri breytingar á þjóðlífi og lífskjörum en gengið hafa yfir Ísland nokkurn tíma áður og e.t.v. eiga aldrei eftir að verða aðrar eins. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 422 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Elsku afi. Það eru ótal margar minningar sem streyma fram í hugann er við hugsum til þín. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu og alltaf tekið jafn hlýlega á móti okkur. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil þegar við dvöldum hjá ykkur á sumrin er við bjuggum úti í Flórída. Allar ferðirnar í Laugafell eru ógleymanlegar. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 714 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Þegar ég frétti lát Angantýs var ég orðinn einum ágætum vini fátækari. Þegar árin færast yfir finnum við alltaf betur og betur sannindi orða Jónasar Hallgrímssonar: Og vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 409 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Nú er komið að leiðarlokum hjá honum afa mínum. Hann var fyrir margra hluta sakir dálítið merkilegur karl. Ég ætla ekki að tíunda hér ritstörf hans, kennslustörf eða önnur störf sem hann vann í þágu ýmissa félagasamtaka, til þess eru vafalaust aðrir betur fallnir en ég. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 337 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Við vorum sex í hóp, frændfólk, sem lögðum leið okkar sumarið 1996 upp frá Villingadal og gengum upp á Miðásinn á Nýjabæjarfjalli sem er í 1150 m hæð. Fararstjórinn var Hjörvar frændi og fræddi hann okkur um mikinn fjölda örnefna og forna búsýslu þar í dalnum, einnig greindi hann okkur frá erfiðum svaðilferðum Skagfirðinga yfir Nýjabæjarfjallið. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 413 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Þá er afi haldinn á vit ævintýra. Hann var jú alla tíð mikill ferðagarpur og hafði yndi af að sjá nýja staði og öðlast nýjan fróðleik. Hann var virkur meðlimur í ferðafélögum og naut þess að ferðast um hálendi Íslands. Það var eins og hann fyndi þar til sérstakra tengsla við náttúruna og umheiminn, sem ekki var unnt að öðlast annars staðar. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 1243 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Angantýr Hjörvar vinur minn og frændi að langfeðgatali er allur. Hann hefur lokið göngu sinni hér í jarðlífinu og hafið nýja göngu á nýjum leiðum. Hann stóð meðan stætt var og kvaddi með reisn í faðmi elskulegra dætra sinna, varð að lúta í lægra haldi fyrir hinum níðhögga skaðvaldi nútímans, krabbanum. Kynni okkar Hjörvars, eins og ég kallaði hann, ná yfir langt árabil og ber ekki skugga á. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 599 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Í ágústmánuði árið 1994 lagði 18 manna hópur upp frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík í ferð með Ferðafélagi Íslands. Ferðinni var heitið í Landmannalaugar þaðan sem gengið skyldi eftir "Laugaveginum" til Þórsmerkur. Að þessu sinni var hópurinn samsettur úr nokkrum minni hópum einstaklinga sem þekktust innbyrðis og höfðu tekið sig saman um þessa ferð. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 628 orð

Angantýr Hjörvar Hjálmarsson

Ég var á fimmtugsaldri þegar ég kynntist Angantý og hann rúmum 20 árum eldri. Vegna aldursmunar hefði hið margfræga kynslóðabil getað skilið okkur að, en því fór þó víðs fjarri, við urðum sérlega góðir vinir og áttum samleið allt frá fyrstu tíð. Það var eitthvað sem dró okkur saman, einhver ósýnilegur þráður, þannig að mér fannst ég eiga fáa betri vini. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 328 orð

ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON

ANGANTÝR HJÖRVAR HJÁLMARSSON Angantýr Hjörvar Hjálmarsson fæddist í Hólsgerði í Eyjafirði hinn 11. júní 1919. Hann lést á heimili sínu, Vallartröð 5 í Eyjafjarðarsveit, 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjálmar Þorláksson, f. 27. marz 1874, d. 17. feb. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 676 orð

Cýrus Hjartarson

Vort er líf í herrans hönd hvar sem endar dagatal. Að láni hafa allir önd ungur má en gamall skal. (H.P.) Þegar ég kom heim til mín úr ferðalagi fimmtudagskvöldið 23. þ.m. sá ég á síðum Morgunblaðsins að Cýrus hafði kvatt jarðneskt líf og að útförin færi fram daginn eftir. Hér verður því um síðbúin kveðjuorð að ræða. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 27 orð

CÝRUS HJARTARSON

CÝRUS HJARTARSON Cýrus Hjartarson fæddist á Hellissandi 20. mars 1927. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 24. júlí. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 81 orð

Lóa Karen Konráðsdóttir

Elskulega amma, njóttu eilíflega guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá, þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Lóa Karen Konráðsdóttir

Elsku amma Lóa, mig langar til að segja bless við þig þó að ég skilji ekki alveg af hverju ég get ekki farið í heimsókn til þín, eins og ég og mamma gerðum svo oft þegar ég var að fara heim eftir leikskólann. Þá var svo gaman að skoða í dótaskúffuna þína og fá lánaðan símann, sem hét alveg eins og ég og heyrðist svo skemmtilega í. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 165 orð

LÓA KAREN KONRÁÐSDÓTTIR

LÓA KAREN KONRÁÐSDÓTTIR Lóa Karen Konráðsdóttir fæddist 23. desember 1938. Hún lést í Landspítalanum 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Konráð Þorsteinsson og Kristín María Sigurðardóttir. Lóa átti fjögur alsystkin. Jóhannes, f. 1937, Leví, f. 1940, Þorstein Valgeir, f. 1941, og Guðrúnu Maríu, f. 1943. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 363 orð

MAGNÚS GUÐBJÖRNSSON

MAGNÚS GUÐBJÖRNSSON Samkvæmt bókunum er vinur minn Magnús Guðbjörnsson, fyrrv. skrifstofumaður, Suðurhólum 26, áttræður í dag, og mér finnst ekki mega minna vera en að ég sendi honum smá hamingjuósk í tilefni þessa. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 810 orð

Ólafur Jónsson

Síminn hringdi að kvöldlagi fyrir nokkrum dögum. Í honum hljómaði kunnugleg rödd vinkonu minnar og sveitunga á æskuárum, Þórunnar Eiríksdóttur. Hún tilkynnti mér lát eiginmanns síns, Ólafs Jónssonar á Kaðalsstöðum. Við slíkan atburð verður manni fyrir að rifja upp liðinn tíma, áratugi til baka þegar við öll þrjú vorum búsett í Borgarfirði. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Ólafur Jónsson

Kveðjuorð frá mágkonum ­ Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 632 orð

Ólafur Jónsson

Jón bóndi á Kaðalsstöðum faðir Ólafs var góður smiður. Til voru á Húsafelli húsgögn sem hann gerði, óvenjulega vel smíðaðir gripir. Ingibjörg móðir hans var stjórnsöm og góð kona sem verndaði börn og smælingja. Hún leið af heilsuleysi og lést fyrir aldur fram árið 1934. Jón bóndi naut ekki heldur elli. Hann lést árið 1939. Meira
31. júlí 1998 | Minningargreinar | 167 orð

ÓLAFUR JÓNSSON

ÓLAFUR JÓNSSON Ólafur Jónsson var fæddur á Kaðalsstöðum 24. febrúar 1918. Hann lést 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson, bóndi, Kaðalsstöðum í Stafholtstungum, og kona hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Húsafelli í Hálsasveit. Hinn 19. ágúst 1949 kvæntist Ólafur Þórunni Eiríksdóttur, frá Glitsstöðum í Norðurárdal, fædd 20. Meira

Viðskipti

31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 216 orð

12 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Guðmundar Runólfssonar hf. á fyrstu 6 mánuðum ársins nam rúmum 12 milljónum króna. Það er verulegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra, þegar tap af reglulegri starfsemi nam tæpum 11 milljónum króna. Rekstrartekjur námu alls 257 milljónum króna, mest af fiskvinnslu 212 milljónum og útgerð 98 milljónum. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 686 orð

Afkoma af reglulegri starfsemi batnaði um 64%

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Eimskipafélags Íslands og dótturfélaga þess, eftir reiknaða skatta, nam 401 milljón króna á fyrri helmingi ársins, samanborið við 244 milljónir milljónir á sama tíma í fyrra, og nemur aukningin 64%. Annar hagnaður, að teknu tilliti til skatta, nam 741 milljón króna. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 107 orð

BSkyB fyrst með stafræna þjónustu

BREZKA gervihnattasjónvarpið British Sky Broadcasting Group Plc ætlar að taka upp stafræna þjónustu 1. október. BSkyB kveðst verða fyrsta fyrirtækið, sem muni taka upp stafræna sjónvarpsþjónustu. Að þess sögn verður núverandi viðskiptavinum boðið að fá tæki sín lagfærð fyrir 1. október svo að þau geti tekið við stafrænu sjónvarpi. Þessi þjónusta verður ókeypis. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Finnar finna ólöglega vöru frá Kína

FINNSK tollyfirvöld hafa lagt hald á 80 tonn af íþróttafatnaði með frægum vörumerkjum, sem grunur leikur á að Kínverjar hafi framleitt í óleyfi og reynt að selja. Finnar hafa aldrei áður lagt hald á jafnmikið af ólöglegri framleiðslu sem þessari. Farmurinn fannst í tveimur flugvélum, sem komu frá Suður-Kóreu og voru á leið til Rússlands. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Lokagengi bréfa hækkar í Evrópu

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær vegna góðrar afkomu fyrirtækja á fyrri hluta ársins og bata í Wall Street. Í gjaldeyrisviðskiptum fengust 80,50 jen fyrir markið á sama tíma og varað var við því í Tókýó að efnahagsástandið í Japan væri alvarlegt og færi versnandi. Í London hækkaði lokagengi FTSE 100 um 1,14% og FTSE 250 hlutabréfavísitala meðalstórra fyrirtækja hækkaði einnig. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Samið í GM verkfalli

STARFSMENN verksmiðju General Motors í Flint í Michigan hafa samþykkt samning um laun og kjör, sem bindur enda á 48 daga verkfall að sögn félags verkamanna í bílaiðnaði. Að sögn talsmanns United Auto Workers verkalýðsfélagsins samþykktu 76% starfsmanna verksmiðjunnar að staðfesta samninginn. Vinna getur því fljótlega hafizt aftur í verksmiðjunni, sem framleiðir bílaparta. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Stefnir í eitt besta rekstrarár félagsins

KROSSANES hf. skilaði 45,3 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 5,5 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Þetta er svipuð afkoma og á sama tíma árið 1996 en það var besta rekstrarár í sögu félagsins. Batnandi afkomu má rekja til mikillar veiði á loðnu og síld og hás afurðaverðs. Meira
31. júlí 1998 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Veikt jen bætir hag Sonys

VEIKARA jen og bætt afkoma leikja-, tónlistar- og tryggingardeildar stuðluðu að því að nettótekjur Sony Corp. í Tókýó jukust um 18% á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins til júníloka. Nettótekjur námu um 41 milljarði jena, eða 290.4 milljónum dollara, á sama tíma og gengi dollars var 141 jen. Meira

Daglegt líf

31. júlí 1998 | Bílar | 266 orð

Toyota á HM

TOYOTA bílaframleiðandinn selur Corolla bíla í 152 löndum og er merkið það söluhæsta í heiminum. Í Þýskalandi er keppnisdeild liðsins og 290 manns starfa þar, m.a. við smíði fjórhjóladrifinna rallbíla, í 17.000 fermetra húsnæði. Þrír atvinnuökumenn keppa fyrir hönd Toyota í heimsmeistaramótinu í rallakstri, Carlos Sainz og Didier Auriol. Meira

Fastir þættir

31. júlí 1998 | Í dag | 40 orð

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Mánudaginn 3. ágúst verður níræð Jóhanna Eiríksdóttir, áður til heimilis á Sólvallagötu 72, nú til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í salnum Helgafelli á Hrafnistu á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Meira
31. júlí 1998 | Fastir þættir | 318 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ágæt þátttaka

MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 27. júlí var spilaður Mitchell tvímenningur. 32 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum í umferð. Meðalskor var 364 og efstu pör urðu: NSTorfi Ásgeirsson ­ Eggert Bergsson 422 Stefán Garðarsson ­ Guðlaugur Bessason 403 Jóhann Magnússon ­ Kristinn Karlsson 401 Sigurjón Tryggvas. ­ Steinberg Ríkarðss. 394 AVÓlöf H. Þorsteinsd. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP

BRÚÐKAUP Gefin voru saman 11. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Halldóra Jóna Snorradóttir og Guðlaugur Kr. Birgisson. Heimili þeirra er á Marbakkabraut 1, Kópavogi. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í hjónaband í Romsdals Museum í Molde, Noregi, Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Sekkesæter og Harry Martin Sekkesæter. Heimili þeirra er Bj.Bj.onsveg 5, 6400 Molde, Noregi. Meira
31. júlí 1998 | Fastir þættir | 1232 orð

Hestaferð á Íslandi er góð fjárfesting Besta leiðin til að kynnast íslenska hestinum og læra á hann er að fara í hestaferð á

Hestaferð á Íslandi er góð fjárfesting Besta leiðin til að kynnast íslenska hestinum og læra á hann er að fara í hestaferð á Íslandi. Þessu halda þau Holly Nelson og Brad Vogel frá New York fylki í Bandaríkjunum statt og stöðugt fram og hafa sett á stofn ferðaskrifstofuna Horses North sem sérhæfir sig í hestaferðum á Íslandi. Meira
31. júlí 1998 | Fastir þættir | 438 orð

Hestamót Storms

HIÐ árlega hestamót Hestamannafélagsins Storms á Vestfjörðum var haldið að Söndum í Dýrafirði dagana 17.­18. júlí. Á föstudegi fór fram undankeppni og val í keppnisflokka sem síðan var keppt um á laugardegi. Blíðviðri var alla mótsdagana og telja mótshaldarar að það kunni hafa haft áhrif á dræma aðsókn þetta árið miðað við aðsókn árið áður. Meira
31. júlí 1998 | Fastir þættir | 406 orð

Jón og Magnús í 16 liða úrslitum í Spingold

Sumarbridsþing Norður-Ameríku fer fram í Chicago dagana 23. júlí til 2. ágúst. Íslenskir spilarar eru meðal þátttakenda. JÓN Baldursson og Magnús Magnús Magnússon spiluðu í gærkvöldi í 16 liða úrslitum Spingold-sveitakeppninnar, sem er hápunktur N- ameríska sumarbridsþingsins sem nú fer fram í Chicago. Þeir voru einu Íslendingarnir sem eftir voru í aðalmótunum. Meira
31. júlí 1998 | Dagbók | 127 orð

Kross 1LÁRÉTT: 1 bolur, 4

Kross 1LÁRÉTT: 1 bolur, 4 þrautir, 7 sprikl, 8 kjánum, 9 vesæl, 11 kvak, 13 grasflöt, 14 tómur, 15 drakk, 17 haka, 20 blóm, 22 venslamaður, 23 Gyðingum, 24 víkka, 25 kliður. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 829 orð

Orðsending VELVAKANDA barst eftirfarandi: "ÉG ER með or

VELVAKANDA barst eftirfarandi: "ÉG ER með orðsendingu til stjórnmálamanna og forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Þeir sem eru með 200­300 þúsund krónur á mánuði og ekki hafa átt fyrir salti í grautinn, eftir að hafa borgað húsaleigu sína og keypt föt á börnin, geta komið til mín og fengið eitt glas af mjólk gegn framvísun launaseðla. Meira
31. júlí 1998 | Dagbók | 602 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór olíuskipið Þórir Knutsen

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór olíuskipið Þórir Knutsen ogStapafellið kom og fór aftur í gær. Lagarfoss fór í fyrrinótt. Farþegaskipið World Renaissance fór í gær og Brúarfoss og Helgafellið fóru í gærkvöldi. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom togarinn Ernir. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 180 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND C HVÍTUR leikur og vinnur Danski víkingurinn Bent Larsen (2.515) hafði hvítt og átti leik gegn Zhu Chen(2.490) frá Kína á móti í Bad Homburg í Þýskalandi sem er nýlokið. 25. Hxe6! ­ Hb8 (Eftir 25. ­ fxe6 26. Dxg6+ ­ Bg7 27. Dxe6+ ­ Kh8 28. Rg5 ­ Dd2 29. Dh3+ ­ Kg8 30. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 575 orð

Ú ER allaf verið að auglýsa orku. Ekki bara til að hita upp hús

Ú ER allaf verið að auglýsa orku. Ekki bara til að hita upp hús eða knýja vélar, heldur líka allskyns fæðubótarefni og orku til manneldis. Það er hægt að kaupa allskyns vítamín, gingsen og eðalgingsen, með eða án rótarenda. Auglýsingarnar lofa góðu. Þú færð þér bara pillu eða flösku af orkudrykk og verður á eftir eins og nýhreinsaður hundur. Meira
31. júlí 1998 | Í dag | 216 orð

VESTUR leggur niður tígulás gegn fimm laufum, en blindur

Eftir sögnum að dæma á suður sexlit í spaða og fjórlit í laufi. Makker lét tígulsjöu í fyrsta slaginn, sem þú túlkar sem fimmlit. Ef það er rétt túlkun, þá er skipting suðurs væntanlega 6-2-1-4. Hverju ætlarðu að spila í öðrum slag? Ef þú ættir ekki hjartagosann kæmi til greina að spila undan ásnum. Meira
31. júlí 1998 | Fastir þættir | 868 orð

Víndrykkja er menning "[Viskí] drykkju þeir einsog þegar börn væru að drekka mjólk, þángað til þeir væru farnir að veifa

Er þjóðaríþrótt Íslendinga að kunna sér ekki hóf? Eitt sem stutt gæti slíka kenningu er hvernig áfengi er meðhöndlað hérlendis; bæði af neytendum og yfirvöldum. Meira

Íþróttir

31. júlí 1998 | Íþróttir | 150 orð

1:0Á 20. mínútu lék Rastislav Lasorik upp völlinn hægra megin, fór

1:0Á 20. mínútu lék Rastislav Lasorik upp völlinn hægra megin, fór þaðan inn á miðjuna og gaf góða sendingu á Pál Guðmundsson sem skoraði með fallegu skoti rétt utan vítateigs í hornið hægra megin. 2:0Kári Steinn Reynisson sendi fyrir mark Grindvíkinga á 26. mínútu, Uni Arge átti í baráttu við Sævar Albertsson markvörð. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 87 orð

1:0Guðmundur Benediktssontekur við sendingu frá Einari Þór Da

1:0Guðmundur Benediktssontekur við sendingu frá Einari Þór Daníelssyni rétt utan við miðjan vítateiginn og rekur knöttinn inn í teiginn. Þar fellur hann við eftir baráttu við Þóri Áskelsson og Bragi Bergmann dæmir umsvifalaust vítaspyrnu. Guðmundur tekur spyrnuna sjálfur og sendir knöttinn með föstu skoti í hornið vinstra megin. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 315 orð

Aftur met hjá Einari Karli

Einar Karl Hjartarson, hinn 17 ára hástökkvari úr ÍR, gerði sér lítið fyrir í gær og setti Íslandsmet í hástökki, stökk 2 metra og 18 sentímetra. Árangrinum náði Einar Karl á heimsmeistaramóti unglinga 19 ára og yngri, sem fram fer í Frakklandi. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 188 orð

BRAGI Bergmann, milliríkjadómari frá Aku

BRAGI Bergmann, milliríkjadómari frá Akureyri, dæmdi leik KR og Fram í gær og var þetta þúsundasti knattspyrnuleikurinn sem hann tekur þátt í sem dómari. BRAGI er einn af fjórum milliríkjadómurum hér á landi. Hann tók dómarapróf haustið 1973 og er á sinni 25. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 209 orð

Brasilíumenn vilja halda HM 2006 FRA

FRAMMÁMENN knattspyrnuyfirvalda í Brasilíu sögðust í fyrradag ætla að sækja um að halda heimsmeistarakeppnina árið 2006. Í kjölfarið fengu þeir stuðning Bandalags knattspyrnusambanda þjóða Suður- Ameríku, CSF. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 594 orð

Einhver var með mér

Ísfirðingurinn Auðunn Einarsson setti glæsilegt vallarmet á golfvelli Ísfirðinga í Tungudal á sunnudaginn. Hann lék þá 18 holur á 62 höggum sem er átta höggum undir pari vallarsins. Vallarmetið var 70 högg og höfðu nokkrir ísfirskir kylfingar náð því. Það skemmtilega við met Auðuns er að hann náði því á minningarmóti um föður sinn, Einar Val Kristjánsson, sem lést fyrir tveimur árum. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 29 orð

Evrópukeppni félagsliða Valletta, Möltu: Birkirkara - Donetsk (Úkraínu0:4 - Yuriy Seleznev 39., Valeriy Kriventsov 50., Sergey

Evrópukeppni félagsliða Valletta, Möltu: Birkirkara - Donetsk (Úkraínu0:4 - Yuriy Seleznev 39., Valeriy Kriventsov 50., Sergey Kovalev 80. og 88. Frakkland: Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 83 orð

Eyjamenn fá Júgóslava á miðjuna ÍSL

ÍSLANDSMEISTARAR Eyjamanna hafa fengið til liðs við sig júgóslavneskan leikmann. Hann heitir Zbiljic Sinisa og er 33 ára miðvallarleikmaður. Hann kom hingað til lands fyrir tveimur vikum og lék tvo leiki með Örnum á Ísafirði sem leikur í 3. deild. "Okkur vantar tilfinnanlega miðvallarleikmenn í lokabaráttuna. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 61 orð

Gríska liðið PAOK hefur áhuga á Ólafi

FORRÁÐAMENN gríska félagsins PAOK hafa sýnt mikinn áhuga á að fá Valsmanninn Ólaf Stígsson til liðs við félagið. Fulltrúi félagsins sá leik Vals og Þróttar í fyrrakvöld og er þetta í annað sinn sem hann kemur til landsins til að fylgjast með Ólafi. Að sögn Valsmanna hefur ekkert verið ákveðið enn um framhald mála. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 73 orð

Guðmundur Benediktsson, KR.

Guðmundur Benediktsson, KR. Páll Guðmundsson, Andri Marteinsson, Rastislav Lasorik, Baldur Bragason, Leiftri. Milan Stefan Jankovic, Vignir Helgason, Grétar Hjartarson, Grindavík. Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason, Marco Tanasic og Gunnar Oddsson, Keflavík. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 45 orð

Hlaup

Laugavegshlaupið Haldið laugardaginn 25. júlí: Karlar: Steinar J. Friðgeirsson5:27.29 Arnaldur Gylfason5:36.04 Ágúst Kvaran5:36.36 Bjartmar Birgisson5:41.00 Dagur B. Egonsson5:45.19 Guðjón E. Ólafsson5:52.19 Þórhallur Jóhannesson5:58.00 Þórður G. Sigurvinsson5:59.38 Kristján E. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 123 orð

Kluivert til United HOLLENSKI leikma

HOLLENSKI leikmaðurinn Partrick Kluivert leikur með Manchester United á næstu leiktíð. Martin Edwards, stjórnarformaður enska liðsins, staðfesti þetta í gær. United hefur þegar samið um kaupverðið, 9 milljónir punda, við AC Milan. Enska félagið á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við Kluivert, sem er 22 ára. Arsenal hafði m.a. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 391 orð

KR-ingar saxa á forskot toppliðanna

KR-ingar tryggðu sér í gærkvöldi þrjú mikilvæg stig í efstu deild karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Framara að velli, 2:0, í Frostaskjólinu. KR-ingar hafa því náð að saxa á forskot ÍA og ÍBV á toppnum og hafa nú hlotið átján stig, einungis fjórum stigum færra en efstu liðin. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 43 orð

Kristinn setti vallarmet í Hvaleyrinni

KRISTINN Árnason, 18 ára kylfingur úr GR, setti í gær vallarmet á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði þar sem unglingameistaramót Íslands stendur nú yfir. Hann lék á 68 höggum og bætti rúmlega vikugamalt vallarmet Friðriks Oddssonar, Keili, um eitt högg. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 46 orð

Kvartmíla

Haldin í Kapelluhrauni um helgina: Ofurbílaflokkur: Auðunn Stígsson Valur Vífilsson Agnar H. Arnarsson Götubílaflokkur: Friðbjörn Georgsson Viðar Þór Viðarsson Bracket-flokkur: Torfi Sigurbjörnsson Sigurgjörn Torfason Hjól að 750 cc: Unnar Már Magnússon Pétur Jensson Þröstur Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 149 orð

KÖRFUBOLTI Tap fyrir Dönum Íslendingar biðu ós

Íslendingar biðu ósigur fyrir Dönum á Polar Cup í körfuknattleik; lokatölur 84:63. Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og nýtti langskotin vel. Liðið hafði forystu lengst af í fyrri hálfleik, komst í 23:12, en Danir gerðu ellefu stig gegn fjórum rétt fyrir leikhlé og höfðu eins stigs forystu, 34:33, í hléi. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 220 orð

Körfuknattleikur

Heimsmeistaramótið í Grikklandi A-riðill: Kanada - Senegal70:57 Martin Keane 14, Sherman Hamilton 10, Joey Vickery 9 - Raymond Carvalho 12, Dia Cheikh 9. Grikkland - Ítalía64:56 Frangiskos Alvertis 18, Dimitris Papanikolaou 14, Angelos Koronios 11 - Gregor Fucka 19, Andrea Meneghin 11. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 101 orð

LEIÐRÉTTING Laufey var á ferðinni Í my

Í myndartexta og umfjöllun Morgunblaðsins um leik Vals og Stjörnunnar í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu, sem birtist á miðvikudag, var Valsstúlka sem geystist upp völlinn með knöttinn sögð heita Hjördís Símonardóttir. Hið rétta nafn er Laufey Ólafsdóttir, en hún gerði fyrra mark liðsins í 2:0 sigri með glæsilegum hætti, skoti af um 25 m færi. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 22 orð

»Morgunblaðið/Björn Gíslason BÁÐIR þes

»Morgunblaðið/Björn Gíslason BÁÐIR þessir leikmenn skoruðu í gærkvöldi. Uni Arge hjá Leiftri er til vinstri og Milan Stefan Jankovichjá Grindavíkingum er til hægri. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 360 orð

Ólafur færði Keflvíkingum stigin þrjú

Keflvíkingar sigruðu ÍR-inga með einu marki gegn engu í Keflavík í gærkvöldi og skoraði Ólafur Ingólfsson sigurmarkið á upphafsmínútum leiksins. Leikurinn enkenndist af mikilli baráttu, sem bar knattspyrnuna ofurliði. Með sigrinum er Keflavík í 4.­5. sæti ásamt Leiftri, en ÍR vermir botnsætið, með tíu stig eins og Fram, Grindavík og Valur. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 77 orð

Pantani enn með forystu KEPPENDUR í

KEPPENDUR í Tour De France-hjólreiðakeppninni ákváðu að taka hana alvarlega á ný eftir að hafa hjólað í einum hnapp til að mótmæla tillitslausum rannsóknum lögreglu á hótelherbergjum keppenda. Belginn Tom Steels kom fyrstur í mark í átjánda legg í gær, en Ítalinn Marco Pantani heldur enn forystunni í keppninni. Fimm keppnislið drógu sig úr keppni í kjölfar aðgerða lögreglu. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 594 orð

Schumacher á heimavelli

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher verður á heimavelli um helgina þegar hann keppir á Hockenheim- brautinni í Þýskalandi, aðeins viku eftir að hann varð að lúta í lægra haldi fyrir McLaren-ökumönnunum Mika H¨akkinen frá Finnlandi og Skotanum David Coulthard í keppni í Austurríki. H¨akkinen og Schumacher berjast um titil ökumanna, staðan er 66­58 H¨akkinen í vil. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 129 orð

Slagsmál í klefa ÍBV

EFTIR leik Eyjamanna við júgóslavneska liðið Obilic í fyrra kvöld lenti tveimur leikmönnum ÍBV-liðsins saman í búningsklefa eftir hvöss orðaskipti. Gunnar Sigurðsson, markvörður, vildi kenna Zoran Miljiovic um annað markið sem liðið fékk á sig. Zoran vildi ekki sitja undir því og þeim lenti saman með þeim afleiðingum að Zoran brákaðist á handarbaki eftir að hafa slegið í hurð. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 184 orð

SUND/EM UNGLINGA Örn og Kolbrún Ýr sett

Íslensku sundmennirnir tveir sem kepptu á heimsmeistaramóti unglinga í Antverpen í gærkvöldi mega svo sannarlega vera ánægðir með sinn hlut, því þrjú Íslandsmet litu dagsins ljós. Í gærmorgun setti Örn Arnarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar Íslandsmet í 200 metra fjórsundi, synti á 2.08,30 mínútum. Gamla metið átti Arnar Freyr Ólafsson, 2.08.83 sett á Smáþjóðaleikunum 1996. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 75 orð

Valsmenn fá annan Englending VALSMÖ

VALSMÖNNUM hefur bæst liðsauki því tveir enskir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær mun Mark Willam Word leika með liðinu, en hann er 35 ára miðvallarleikmaður og lék síðast með liði í Hong Kong. Nú hefur annar leikmaður, Richard Burgess, gengið frá félagaskiptum yfir í Val. Hann lék áður með Stoke. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 346 orð

Verðskuldað

Leiftur bar sigurorð af Grindavík er liðin mættust í Ólafsfirði í gærkveldi, lokatölur leiksins urðu 3:2. Leikurinn var lengstum ágætlega leikinn og var sigur heimamanna verðskuldaður. Sigurinn færir Leiftri þrjú dýrmæt stig í deildinni og liðið er nú í fjórða sæti með 17 stig. Staða Grindavíkur er aftur á móti slæm en liðið er sem fyrr í botnbaráttunni með 10 stig ásamt fleiri liðum. Meira
31. júlí 1998 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0Þórarinn Kristjánsson átti skot utan vítateigs á 8. mínútu sem Ólafur Þór Gunnarsson markvörður varði en missti boltann klaufalega frá sér og þar kom Ólafur Ingólfsson á ferðinni og skoraði með hægri fæti frá markteigslínu. Meira

Sunnudagsblað

31. júlí 1998 | Sunnudagsblað | 1313 orð

Geggjun Hitchcocks Bandaríski leikstjórinn Gus Van Sant ætlar að endurgera spennumyndina Geggjun eða "Psycho" eftir meistara

Endurgerðum bíómynda eru greinilega engin takmörk sett. Það varð ljóst þegar fréttist af því að leikstjórinn Gus Van Sant ætlaði að endurgera spennumynd Alfreds Hitchcocks Geggjun eða "Psycho". Tökur eru þegar hafnar á myndinni en hugmynd leikstjórans mun vera sú að endurgera myndina sem nákvæma eftirlíkingu af frummyndinni, hreinlega taka hana upp á nýtt, töku fyrir töku. Meira

Úr verinu

31. júlí 1998 | Úr verinu | 283 orð

Fimm þúsund tonn eru enn óveidd

ÚTHAFSKARFAAFLI Íslendinga á Reykjaneshrygg á árinu er nú orðinn um 40 þúsund tonn og því eru enn eftir um 5 þúsund tonn af heildarúthafskarfakvóta Íslendinga á hafsvæðinu. Nú eru aðeins þrír íslenskir togarar enn að veiðum á Hryggnum og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur lítil veiði verið í þessari viku en skipin fengu þokkalegan afla innan grænlensku lögsögunnar í síðustu viku. Meira
31. júlí 1998 | Úr verinu | 494 orð

Sóknardagakerfið verði áfram við lýði

STJÓRN Landssambands smábátaeigenda lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldri fækkun sóknardaga hjá fjórðungi allra smábáta. Smábátaútgerðin, sem orðið hafi fyrir þungum áföllum á undanförnum árum, mætti ekki við þeim þrengingum sem óbreytt lög fælu í sér. Stjórn LS skorar á stjórnvöld að leysa aðsteðjandi vanda þannig að sóknardagakerfi, sem þau komu á, verði áfram við lýði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 668 orð

Álagapúði og kista úr barnæsku

VIÐ Laugaveginn leigja saman tveir piltar rúmgóða íbúð, sem er yfir hundrað fermetrar, með þriggja metra lofthæð og timburgólfi. Þeir hafa sankað að sér hlutum og húsgögnum víðsvegar að og það er gaman að sjá sjálfsbjargarviðleitnina blómstra hjá strákunum. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 761 orð

Einstök sex ára og myndskreytir bækur

SAGT er frá því í Hávamálum hvernig Óðinn Alfaðir náði skáldamiðinum frá jötni, eiganda hans, með svikum og vélaði mær þá er gætti hans í Hnitbjörgum: "Suttung svikinn/ hann lét sumbli frá/ og grætti Gunnlöðu." Óðinn lét sér auðvitað ekki nægja að dreypa á heldur sturtaði í sig og tæmdi ílátin þrjú. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 482 orð

Elskendur og gamall bangsi

RAGNA Kjartansdóttir, eða Cell-7 eins og hún er kölluð, er búin að leigja stúdíóíbúð í austurhluta Kópavogs síðan í vor. Þetta er einungis tilraun því hún mun flytja aftur til foreldra sinna í lok sumars, enda bara átján ára og hálfnuð með menntaskólann. Hún er þekkt fyrir að vera besti kvenkyns rapparinn á Íslandi og er í hljómsveitinni Subterranian. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 525 orð

Jákvæð uppreisn í þjóðarminni

HÚN er runnin upp, eina ferðina enn, helgin sem kennd er við frídag verslunarmanna. Þessi óopinbera þjóðhátíð á sér langa sögu: hún er í raun afsprengi Þjóðhátíðarinnar 1874 og byrjaði fyrir síðustu aldamót sem eins konar "þjóðhátíðarminning" í anda þjóðernisvakningar. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 907 orð

Myndar konur í sturtu og felur vélina innan klæða Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari kemur víða við með linsuna. Hún myndar gamla

ÞEGAR ég var beðin að taka myndir af norska landsliðinu í knattspyrnu rétt fyrir HM var ég mjög efins því ég hef hverfandi áhuga á fótbolta," segir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari. "Svo ákvað ég að slá til enda er íþróttaljósmyndun Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 954 orð

Salat í húsi og púrra í heitri mold

ÞEGAR sólin skín og hlýtt er í veðri er fátt betra en að fá sér brakandi nýtt salat, með hverju sem er ­ fiski, kjöti, öðru grænmeti, osti, brauði ­ eða bara eitt og sér með góðri salatsósu eða -olíu. Salat gengur með öllu, alltaf, alls staðar. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 21 orð

SPARISTELL Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM/2-3SEX ÁRA OG MYNDSKREY

SPARISTELL Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM/2-3SEX ÁRA OG MYNDSKREYTIR BÆKUR/2-3INNANSTOKKS HJÁ UNGUM ÍSLENDINGUM/4-5UMBYLTI TILVERUNNI AF EIGIN RAMMLEIK/6-7MYNDAR KONUR Í STURTU MEÐ VÉLINA INNAN K Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 899 orð

Sparistell á þjóðlegum nótum Af og til hafa sést í blöðum myndir af gömlum kaffistellum með íslenskri myndskreytingu. Ekki hefur

Sparistell á þjóðlegum nótum Af og til hafa sést í blöðum myndir af gömlum kaffistellum með íslenskri myndskreytingu. Ekki hefur hefur þar alltaf verið farið rétt með tilurð bollastellanna og nýverið var mynd af kaffistelli með Þingvöllum réttilega sagt vera málað í Japan, en fyrir Alþingishátíðina 1930. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 497 orð

Sykur á priki

FYRIR fjörutíu árum hannaði Salvador Dali vörumerki fyrir Chupa Chups spænska sleikibrjóstsykurinn, sem Spice Girls sleikja nú í tíma og ótíma á opinberum vettvangi samkvæmt samningi. Önnur nútímaleg og árangursrík markaðssetning felst líka í samstarfi við McDonalds og Nike og núna ku þeim sem ekki reykja og tilheyra tískuliðinu í London og New York þykja "smart" að sleikja Chupa Chups. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 885 orð

Umbylti tilverunni af eigin rammleik

HÚN á afmæli í dag. Er 44 ára og vill alveg segja frá árafjöldanum. "Endilega, það kannski hvetur konur á mínum aldri til þess að gera eitthvað svipað, rífa sig upp," segir Sigrún Halldórsdóttir, einstæð móðir sem tók sig til eftir átta ára kennslustarf og hóf háskólanám. Meira
31. júlí 1998 | Daglegt líf (blaðauki) | 618 orð

Ömmustíll með skemmtilegu ívafi

Á BESTA stað í vesturbænum býr Ásgerður Júníusdóttir óperusöngkona í snyrtilegri og rúmgóðri fimm herbergja íbúð, sem hún og eiginmaður hennar eru nýlega búin að festa kaup á. Ásgerður er sérstaklega þekkt fyrir fallegan óperusöng (ásamt því að vera gift Sjón). Það kom greinarhöfundi ekki á óvart að uppáhalds húsgagnið hennar er píanó frá byrjun aldarinnar. Meira

Ýmis aukablöð

31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 147 orð

13.25Skjáleikurinn [85

13.25Skjáleikurinn [85072615] 16.25Fótboltakvöld Sýnt frá leikjum gærkvöldsins í íslensku knattspyrnunni. (e) [4352035] 16.45Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. [9158290] 17.30Fréttir [51073] 17. Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 216 orð

17.00Hraðmót í knattspyrnu

17.00Hraðmót í knattspyrnu (1998 International Football Tournament) Bein útsending. Sjá kynningu. [2484801] 18.50Heimsfótbolti með Western Union [3791770] 19.15Hraðmót í knattspyrnu (1998 International Football Tournament) Bein útsending. Sjá kynningu. [7675702] 21. Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 553 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.05 Morguntónar. 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Svavar A. Jónsson flytur. 7.05 Morgunstundin. 7.31 Fréttir á ensku. 8.10 Morgunstundin. 9.03 Óskastundin. 9. Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 763 orð

Föstudagur 31. júlí ANIMAL PLANET 9

Föstudagur 31. júlí ANIMAL PLANET 9.00 Kratt's Creatures 9.30 Nature Watch 10.00Human/Nature 11.00 Blue Reef Adventures 11.30Wild At Heart 12.00 Rediscovery Of The World 13.00 Horse Tales 13.30 Wildlife Sos 14. Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 95 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 108 orð

utvfr 51,7

utvfr 51,7 Meira
31. júlí 1998 | Dagskrárblað | 204 orð

ö13.00New York löggur (13:22) (e) [25412] 13.50

13.50Grand-hótel Breskir þættir sem gerast á Grand- hótelinu. (2:8) (e) [363783] 14.45Fáni Hilmars Upptaka frá útgáfutónleikum sem Stefán Hilmarsson hélt 1996. (e) [6658054] 15.35Punktur.is (9:10) (e) [5488239] 16.00Töfravagninn [29509] 16. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.