Greinar miðvikudaginn 2. september 1998

Forsíða

2. september 1998 | Forsíða | 453 orð

Clinton stappar stálinu í Jeltsín

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, lagði að Borís Jeltsín, forseta Rússlands, að halda ótrauður áfram nauðsynlegum efnahagsumbótum í Rússlandi þrátt fyrir andstöðu heima fyrir. Borís Jeltsín lofaði starfsbróður sínum að hvika hvergi frá settu marki um efnahagsumbætur í Rússlandi, þótt framundan séu erfiðar deilur við neðri deild rússneska þingsins, Dúmuna. Meira
2. september 1998 | Forsíða | 212 orð

Dow Jones rýkur upp

DOW Jones-vísitalan í Bandaríkjunum náði sér á strik í gær og hækkaði um 288 punkta eða um 3,8%, sem er önnur mesta hækkun hennar á einum degi frá upphafi. Nýtt met var slegið í viðskiptum með hlutabréf í kauphöllinni í New York í gær er 1,21 milljarður hlutabréfa var seldur. Meira
2. september 1998 | Forsíða | 188 orð

"Konungsríkið Patagónía"

MINQUIERS-eyjar í Ermarsundi hafa verið lýstar "konungsríkið Patagónía". Þar er að verki Jean nokkur Raspail sem vill með uppátækinu mótmæla yfirráðum Breta á Falklandseyjum. Raspail dró fána hins nýja konungsríkis að húni á sunnudag og tók niður breska fánann, sem blakt hafði við hún fram að því, enda eru eyjarnar breskt landsvæði. Meira

Fréttir

2. september 1998 | Innlendar fréttir | 415 orð

60 hjúkrunarfræðinga vantar á Landspítala

HJÚKRUNARFRÆÐINGA vantar í um 60 stöðugildi á Landspítala fyrir utan geðdeildir. Hrund Scheving Thorsteinsson, staðgengill hjúkrunarforstjóra, sagði að fara þyrfti 8­10 ár aftur í tímann til að finna viðlíka skort á hjúkrunarfræðingum. Hún sagði það sína skoðun að þetta ástand væri afleiðing af því að of litlir fjármunir færu til heilbrigðismála hér á landi. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

9% af sameiginlegum tekjum

HALLI á rekstri sveitarfélaganna virðist hafa vaxið úr 600 milljónum króna á árinu 1996 í 2,4 milljarða króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í Hagtölum mánaðarins sem Seðlabanki Íslands gefur út. Halli á rekstri 13 stærstu sveitarfélaganna var á síðasta ári 9% af sameiginlegum tekjum þeirra. Það svarar til þess að ríkissjóður væri rekinn með um 15 milljarða kr. halla. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Aðalfundur Eyþings

AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, verður haldinn á Hótel Húsavík og hefst hann á morgun, fimmtudaginn 3. september. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum er tillaga að samstarfssamningi og erindisbréf heilbrigðisnefndar um heilbrigðiseftirlit í Norðurlandskjördæmi eystra, Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 509 orð

Aflahrota í Stóru-Laxá

MIKIL aflahrota er byrjuð í Stóru- Laxá í Hreppum. Veiðihópur á tveimur neðstu veiðisvæðunum hafði á mánudagskvöldið landað 34 löxum á fjórar stangir á einum og hálfum degi. Áin var mjög vatnsmikil eftir flóðrigningar helgarinnar, en var að sjatna og greinilegt að mikill lax hafði notað tækifærið og gengið upp úr Iðu. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 720 orð

Aksel Larsen talinn sovéskur njósnari

LEYNILEGAR upplýsingar voru veittar af dönskum kommúnistum gegn peningaflæði frá Austurblokkinni og einn af þeim sem kom upplýsingum áfram var kommúnistaleiðtoginn Aksel Larsen. Þetta segir Bent Jensen prófessor í sagnfræði í Árósum en hann hefur kynnt sér heimildir í austur-þýskum skjalasöfnum um samband danskra kommúnista við stjórnir Austur-Þýskalands og Sovétríkjanna. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | 187 orð

Aldarafmæli Grafarkirkju í Skaftártungu

Hnausum í Meðallandi­Grafarkirkja í Skaftártungu er 100 ára á þessu ári, byggð árið 1898. Verður þessa afmælis minnst við hátíðamessu, sunnudaginn 6. september. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, tekur þátt í messunni ásamt sóknarpresti, Hönnu Maríu Pétursdóttur. Fleiri prestlærðir, er þjónað hafa sókninni, munu koma þar að. Meira
2. september 1998 | Miðopna | 995 orð

Algjör aðskilnaður milli kaupenda og seljenda

Kvótaþingi ætlað að gera viðskipti með aflamark skilvirkari Algjör aðskilnaður milli kaupenda og seljenda Meginmarkmið með lögum um Kvótaþing Íslands sem sett voru í haust var að gera viðskipti með aflamark sýnileg og auka skilvirkni í viðskiptunum. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Almanak Háskólans 1999 komið út

ÚT ER komið Almanak fyrir Ísland 1999 sem Háskóli Íslands gefur út. Þetta er 163. árgangur ritsins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

ARNE STANGELAND

LÁTINN er í Stavanger, Noregi, Arne Stangeland, 79 ára að aldri. Arne var alinn upp á Fáskrúðsfirði og stundaði nám í Verzlunarskóla Íslands en fluttist með foreldrum sínum til Noregs 1939. Arne átti marga ættingja og vini á Íslandi. Útför hans fer fram í dag, miðvikudaginn 2. september, í Stavanger. Ekkja hans er Ingrid Stangeland, Gamlev. 19, N 4030 Hinna (Stavanger), Noregi. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 168 orð

Áhrifin á stækkunaráform lítil

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins greindi frá því í gær, að stjórnmála- og efnahagsöngþveitið í Rússlandi ætti ekki að spilla áformum um stækkun sambandsins, en tíu ríki í Mið- og Austur-Evrópu bíða nú inngöngu. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Árleg pokasala að hefjast

ÁRLEG pokasala Lionsklúbbsins Aspar á Akureyri er nú að hefjast en undanfarin ár hafa klúbbfélagar leitað til bæjarbúa vegna fjáröflunar til líknarmála. Lionsklúbburinn Ösp hefur á þessum árum styrkt deildir FSA og lagt fé til endurhæfingardeildar að Kristnesi og Heislugæslustöðvarinnar á Akureyri. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Áætlaður kostnaður við flutninginn 580 milljónir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti samkomulag milli borgarstjóra f.h. Reykjavíkurborgar og fjármálaráðherra, samgönguráðherra og heilbrigðisráðherra f.h. ríkisstjórnarinnar um færslu á Hringbraut neðan við Landspítalann. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist sumarið 2001 og ljúki haustið 2002. Heildarkostnaður er áætlaður 580 millj. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

Barnakerru fatlaðrar stúlku stolið

BARNAKERRU sem hafði verið sérútbúin fyrir mikið fatlaða 12 ára gamla íslenska stúlku, Freyju Haraldsdóttur, var stolið sl. laugardag frá gistihúsi í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi þar sem stúlkan var í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Boðið upp á pylsur eftir leik

AKUREYRARMÓTI yngri flokka í knattspyrnu er nú lokið en þriðja og síðasta umferð mótsins fór fram á moldarvellinum svokallaða austan Akureyrarvallar en hann er nú iðagrænn, eftir að gerðar voru á honum lagfæringar. Akureyrarvöllur, Bautabúrið og Pizza 67 sáu um þriðju umferðina og eftir að stúlkur í 6., 5. og 4. flokki og drengir 5. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Bogi Ágústsson aftur fréttastjóri

BOGI Ágústsson hefur ákveðið að koma aftur til starfa sem fréttastjóri Sjónvarpsins um næstu áramót. Hann hefur verið í starfsleyfi frá síðastliðnu hausti og hefur á þeim tíma gegnt stöðu forstöðumanns markaðs- og þjónustusviðs Sjónvarpsins. Helgi H. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 443 orð

Bæta skólastarfið og auka möguleika til að ná árangri

ÁTAK til að fækka í námshópum, aukinn tölvukostur, tilraunir með næðisstundir í hádegi, lengdur skóladagur og námskeið fyrir foreldra sex ára barna eru helstu nýjungar sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur kynnti í gær, á fyrsta skóladegi um 15 þúsund nemenda í grunnskólum borgarinnar. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Dagsferð að Hagavatni

HIÐ íslenska náttúrufræðafélag efnir til dagsferðar að Hagavatni laugardaginn 5. september þar sem hugað verður að jöklabreytingum og landgræðslumálum. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni (sunnanverðri) kl. 9 og ekið að skála Ferðafélagsins við Einifell. Gengið verður frá skálanum að Hagavatni og þaðan yfir í Mosaskarð þangað sem bíllinn kemur. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 172 orð

Dæmdur í 4 mánaða fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt 46 ára gamlan mann í 4 mánaða fangelsi, sem ekki þótti fært að skilorðsbinda vegna sakaferils ákærða. Hann hlaut dóminn fyrir að hafa ráðist að félaga sínum með höggum og skotið úr riffli í áttina að honum að morgni laugardagsins 7. febrúar 1998 í íbúðarhúsi í Æðey. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 97 orð

Ekki mánaðargjald fyrir SMS-smáskilaboð

HÆTT verður að taka mánaðargjald, 157 kr., fyrir SMS-smáskilaboð frá og með 1. september og einungis borgað fyrir notkunina, 10 kr. á hverja sendingu. Að undanförnu hafa þeir sem vilja geta fengið úrslit leikja í Landssímadeildinni send sem smáskilaboð í GSM-símann sinn og hafa á annað hundrað manns notið þeirrar þjónustu í tilraunaskyni, segir í fréttatilkynningu. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 225 orð

Erlent herlið fari frá Kongó

Erlent herlið fari frá Kongó Jóhannesarborg. Reuters. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær erlent herlið til að verða á brott frá Lýðveldinu Kongó og sagði slíkt vera forsendu friðarsamkomulags milli stjórnar Laurents Kabilas og uppreisnarmanna af tútsíættbálki. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fannst látinn eftir mikla leit

VÍÐTÆK leit björgunarsveita að manni, sem lýst hafði verið eftir á rauðri bifreið af Nissan-gerð, bar árangur á fimmta tímanum í gær. Fannst maðurinn látinn í bifreið sinni í Grímsnesi. Leit björgunarsveita svæðisstjórnar Suðurlands hófst í gærmorgun í Árnessýslu og Rangárvallasýslu og leitað var við alla vegaslóða á því svæði. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

Farsímaruglarar

FARSÍMAR eru litnir hornauga á veitingastöðum, leikhúsum og lestum og hafa nú eignast nýjan andstæðing: rafmagnstæki sem ruglar talsambandið eða setur bjöllur í gang til að koma farsímaeigandanum í bobba. Á að minnsta kosti tveim veitingastöðum í London hefur verið komið upp farsímaruglurum til að koma í veg fyrir að hringt sé í gesti eða þeir geti hringt. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Flestir Svíar vilja Bildt

MEIRIHLUTI Svía vill heldur að Carl Bildt, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, verði forsætisráðherra, og tekur hann fram yfir Göran Persson, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar er greint var frá í gær. 53% aðspurðra töldu að Bildt væri hæfastur til að gegna embættinu, og 41% var fylgjandi Persson. Bildt er formaður Hægriflokksins. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 190 orð

Fyrsti skóladagur

BÖRN með skólatöskur á baki settu svip sinn á mannlífið í borginni og víða um land í gær, en þá hófu flestir grunnskólar starfsemi sína á ný eftir sumarleyfi. Grunnskólar Reykjavíkurborgar voru allir settir í gær og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá í dag. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 916 orð

Fækkun afbrota með skilvirkara eftirliti

NÝ LÖGREGLULÖG tóku gildi hinn 1. júlí 1997, en þá voru gerðar umtalsverðar breytingar á skipulagi og uppbyggingu lögreglunnar í landinu, m.a. með stofnun embættis ríkislögreglustjóra. Fram kom í máli Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra á blaðamannafundi lögreglunnar í gær að meðal mikilvægra skipulags- og Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 418 orð

Gagnrýnir fréttastjórn fyrir borgarstjórnarkosningar

SIGURÐUR Þ. Ragnarsson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu, hefur sent Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra kvörtun vegna fréttastjórnar Helga H. Jónssonar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Níu fastráðnir fréttamenn í innlendum fréttum Sjónvarpsins hafa hins vegar skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Helga, Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gengið umhverfis hafnarsvæði

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur í kvöld, miðvikudagskvöld, fyrir gönguferð með gömlu höfninni og um næsta nágrenni. Farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 niður á Miðbakka og með höfninni vestur í Ánanaust. Þaðan upp á Landakotshæðina og yfir Kvosina og Skólavörðuholt niður í Rauðarárvík. Síðan með Sæbrautinni og Faxagötu vestur á Miðbakka. Stansað verður á Sólfarinu. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | 259 orð

Grunnskóli Eyrarsveitar stækkaður um 7 stofur

Grundarfirði-Verið er að stækka Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði. Það verk hófst fyrir einu og hálfu ári með byggingu verknámshúss sem var tekið í notkun síðastliðið haust til almennrar kennslu í þremur stofum. Eftir eitt ár verður það notað undir verknámskennsluna í tveimur stofum. Í maí sl. Meira
2. september 1998 | Miðopna | 1390 orð

Hugvitssamur atorkumaður í skógrækt

MARKÚS Runólfsson er fæddur og uppalinn í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu og mikill hugvitsmaður eins og margir sem þaðan koma. Meðal annars hefur hann látið smíða sérstakan búnað á traktorshjól, sem auðveldar gróðursetningu á Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 560 orð

Hyggjast kommúnistar láta sverfa til stáls?

MIKIL og harðvítug barátta milli dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, virðist vera í uppsiglingu en Jeltsín hét því í gær að hvika hvergi, hvorki hvað varðaði áframhaldandi efnahagsumbætur né skipan Víktors Tsjernomyrdíns sem forsætisráðherra. Dúman hafnaði honum sl. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Hægt að velja verðlaunahafana

MORGUNBLAÐIÐ og Evrópska kvikmyndaakademían bjóða Íslendingum nú í fyrsta skipti að taka þátt í vali á leikstjóra ársins, leikara og leikkonu með því að senda inn sérstakan atkvæðaseðil sem birtur er í blaðinu í dag á bls. 21. Þetta er í annað skipti sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í vali á besta evrópska leikstjóranum, besta evrópska leikaranum og bestu evrópsku leikkonunni. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 1492 orð

Íslendingar á Charlie Trotters

ÞEGAR komið er að Charlie Trotter's bendir fátt til að þar sé að finna einn besta veitingastað Bandaríkjanna. Húsið er ekki merkt, lítur út eins og venjulegt einbýlishús ef ekki væri fyrir bílaþjónana sem standa fyrir utan. Það er ekki flókið að velja rétti á Charlie's því einungis er boðið uppá tvo matseðla, annar með grænmetisréttum á 85 dollara eða um 6. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 332 orð

Jafnt á milli hægriog vinstrivængsins

ATHYGLI fjölmiðla í sænsku kosningabaráttunni beinist mjög að gömlum kosningaloforðum. Flokkarnir eiga ekki að komast auðveldlega frá því að lofa til hægri og vinstri og þessi athygli sem beinst hefur að gömlum fyrirheitum virðist takmarka loforðagleðina. Staða hægri- og vinstriflokkanna sænsku sýnist býsna jöfn ef marka má síðustu skoðanakannanir. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 301 orð

Japanir afboða matvælaaðstoð

JAPANIR hafa ákveðið að hætta öllum viðræðum við Norður-Kóreumenn um bætt samskipti ríkjanna og segjast ekki munu veita N-Kóreu frekari matvælaaðstoð eftir að N- Kóreumenn skutu tilraunaflugskeyti yfir japanskt yfirráðasvæði á mánudag. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, og helstu samráðherrar hans, tóku ákvörðun um þetta á fundi í gær. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Keikó hugsanlega fluttur með Herjólfi

VERÐI ekki hægt að lenda með háhyrninginn Keikó í Vestmannaeyjum 10. september verður hvalurinn fluttur með bíl frá Keflavíkurflugvelli til Þorlákshafnar þar sem hann verður fluttur um borð í Herjólf sem flytur hann til Eyja. Fluttir hafa verið sérstaklega til landsins fjórir dráttarbílar og þrír tengivagnar til að vera til reiðu ef Vestmannaeyjaflugvöllur verður lokaður 10. september. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | 150 orð

Keisarinn fallinn

Keisarinn fallinn Vaðbrekka, Jökuldal­Axel Kristjánsson hefur stundað hreindýraveiðar frá árinu 1963 eða í 35 ár. Axel hefur þó ekki komið til veiða á hverju ári síðan þótt hann hafi stundað hreindýraveiðar reglulega þessi ár. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

LEIÐRÉTT Tónleikar helgaðir Inga T. Lárussyni

Í FRÉTT í blaðinu í gær um lokatónleika, sem eru í tónleikaröð sem nefnist Bláa kirkjan og fram fara í kvöld, láðist að geta þess, hvar þeir eru haldnir. Tónleikarnir eru haldnir í kirkjunni á Seyðisfirði. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Lewinsky sögð undirbúa bókarskrif

MONICA Lewinsky er sögð eiga í samningaviðræðum um bókarskrif og mun útgáfufyrirtækið HarperCollins, sem er í eigu auðkýfingsins Ruperts Murdochs, hafa boðið henni rúmlega 100 milljóna íslenskra króna fyrirframgreiðslu fyrir útgáfuréttinn. Lewinsky er hins vegar sögð fara fram á mun hærri upphæð, eða rúmlega 600 milljónir ísl. kr. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Líflegt í bókabúðum

GRUNNSKÓLAR Akureyrar voru settir í gær og það var því handagangur í öskjunni þegar grunnskólabörn og foreldrar þeirra mættu með innkaupalista sína í bókabúðir bæjarins. Þessar ungu stúlkur rýndu í listann sinn í Bókvali og gættu þess vandlega að kaupa allt sem á honum stóð. Um 260 börn hófu skólagöngu í 1. bekk í gær en alls munu um 2. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lyf gegn Alzheimer hérlendis

FYRSTA lyfið gegn Alzheimer- sjúkdómnum kom á markað á Íslandi í gær. Það heitir aricept og er frá lyfjafyrirtækinu Pfizer. Lyfið hefur um nokkurra ára skeið verið notað við sjúkdómnum í Bandaríkjunum og um það bil ár er liðið síðan það fékkst skráð í Danmörku, að sögn Ernu Jónu Sigmundsdóttur sem gegnir starfi markaðsstjóra Pfizer hjá Pharmaco. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lýðskólinn í nýtt húsnæði ­ Opið hús

ALLA þessa viku verður Lýðskólinn með opið hús og kynningu á starfsemi sinni og nýju húsnæði sem er á annarri hæð í JL-húsinu. Lýðháskólinn hefur um langt skeið verið starfræktur og fjöldi nemenda stundað þar nám á undanförnum árum. 35 nemendur eru teknir inn í hvert sinn og skólagjöld eru 15.000 kr. Skráning í skólann stendur yfir og enn eru nokkur pláss laus til umsóknar. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 751 orð

Margir efast um að Bondevik snúi aftur eftir viku

STJÓRNMÁLAMENN í Noregi hafa verið varkárir í viðbrögðum sínum vegna óvæntra veikinda Kjells Magne Bondeviks, forsætisráðherra Noregs sem tekið hefur sér vikufrí frá störfum vegna þunglyndis sem tengt er of miklu vinnuálagi. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Með stefnu í öllum höfuðþáttum þjóðmála

UNDIRBÚNINGSFUNDUR vegna framboðs nýs stjórnmálaflokks í komandi kosningum, Lýðræðisflokksins, var haldinn í fyrrakvöld. Í forsvari fyrir flokknum er Sverrir Hermannsson, félagar í Samtökum um þjóðareign og fleiri aðilar. "Ég og mitt fólk höfum verið í viðræðum við stjórn Samtaka um þjóðareign um undirbúning að stofnun stjórnmálaflokks núna á haustdögum. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Meintur fíkniefnasmyglari farinn frá Þýskalandi

ÓLAFUR Bragi Bragason, sem var í haldi lögreglunnar í Karlsruhe í Þýskalandi þangað til í fyrradag, grunaður um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til Túnis, er nú kominn frá Þýskalandi. Maximilian Endler, réttargæslumaður Ólafs, segir að hann hafi haft samband við sig í gær og sagst vera kominn úr landi en ekki viljað gefa nánari upplýsingar um dvalarstað sinn. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð

Meira brennt af olíu

LÍKLEGT má telja að brennsla á olíu aukist talsvert í kjölfar skerðingar Landsvirkjunar á ótryggðu rafmagni. Á síðustu árum hafa verið gerðir tíu samningar milli Landsvirkjunar og fiskmjölsverksmiðja um sölu á ótryggðu rafmagni og hafa þeir dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem svarar til 35.000 tonna koltvíoxíðs. Þórður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá SR-mjöli hf. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 908 orð

Meirihluti fylgjandi virkjunum og stóriðju Meirihluti Austfirðinga er hlynntur virkjunum og stóriðju í fjórðungnum samkvæmt

RÚMLEGA helmingur íbúa á Austurlandi er fylgjandi virkjunum og stóriðju á Austurlandi, samkvæmt könnun Gallup sem kynnt var á Eskifirði í gær. Rúmlega helmingur þátttakenda, eða 55%, er fylgjandi virkjunum á Austurlandi en þriðjungur eða 32% er andvígur virkjun fallvatna á Austurlandi samkvæmt könnuninni, 13% tóku ekki afstöðu. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Menntun í Kosovo í hættu

FRAMTÍÐ skólabarna í Kosovo héraði í fyrrverandi sambandslýðveldi Júgóslavíu er ekki björt. Þessa dagana eru börn um allt landið að fara aftur í skólann nema í Kosovo héraði. Þar standa margar skólastofur auðar eða eru rústir einar, börnin dreifð um héraðið og nærliggjandi svæði, segir í fréttatilkynningu frá Amnesty International. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 222 orð

Mesta lækkun á verði hlutabréfa í fimm ár

ÚRVALSVÍSITALA Aðallista á Verðbréfaþingi Íslands lækkaði um 2,76% í gær og er það mesta lækkun milli daga frá miðju ári 1993. Að sögn Stefáns Halldórssonar framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands er ástæða lækkunarinnar lækkun á gengi bréfa í öllum hlutabréfaviðskiptum gærdagsins. Auk þess segir Stefán að nú í fyrsta skipti greini menn erlend áhrif á verðmyndum hlutabréfa á VÞÍ. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 499 orð

Miklar sveiflur en kauphallarviðskiptin nær jafnvægi

VIÐSKIPTI í helztu kauphöllum Evrópu voru með skrautlegasta móti í gær er rússíbanareið verðbréfa á Wall Street reyndi á þolrif verðbréfamiðlara, en taugar þeirra voru þandar fyrir til hins ýtrasta vegna ótta við afleiðingar efnahagsöngþveitisins í Rússlandi og áframhaldandi samdráttar í Asíu. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 482 orð

Minni vaxtamunur hefur veikt gengið

EINAR Örn Ólafsson, sérfræðingur hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, telur að ástæðan fyrir því að gengi krónunnar hefur veikst að undanförnu sé að vaxtamunur á skammtímavöxtum milli Íslands og helstu viðskiptalanda okkar hafi verið að minnka. Haldi gengið áfram að veikjast hljóti Seðlabankinn að íhuga að hækka skammtímavexti. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Mjög góð kornuppskera

Hrunamannahreppi-Útlit er fyrir mjög góða kornuppskeru í uppsveitum Árnessýslu en allnokkrir bændur hér stunda kornrækt. Munar þar mest um að sáning hófst snemma, sumarið var sérlega sólríkt og hlýindi mikil. Kornsláttur er hafinn og er það með allra fyrsta móti þótt ekki sé slíkt einsdæmi svo snemma. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ný blómaverslun við Hringbraut

NÝ BLÓMA- og gjafavöruverslun hefur verið opnuð við Hringbraut 121 í Reykjavík. Verslunin heitir Blómabær og eru eigendur hennar hjónin Jóhanna G. Scheving og Vilberg Margeirsson. Verslunin er opin alla daga frá klukkan 11 til 21. Hún var opnuð 3. júlí. Morgunblaðið/Jim Smart BLÓMABÆR nefnist ný blóma- og gjafavöruverslun við Hringbraut. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Pálína leikur Sólveigu

PÁLÍNA Jónsdóttir leikari hefur verið ráðin til að fara með hlutverk Sólveigar í sýningu Leikfélags Akureyrar á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Pálína útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan farið með ýmis leikhlutverk bæði á leiksviði og í kvikmyndum. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Prófanir að hefjast

PRÓFANIR eiga að hefjast á búnaði Nesjavallavirkjunar næstu daga, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar veitustofnana. Fyrri hluti vélasamstæðu orkuversins, sem framleiða á alls 60 megavött, verður settur í gang fyrsta október næstkomandi og síðari hlutinn mánuði síðar. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 340 orð

Röntgenmyndir geymdar í tíu ár

RÖNTGENMYNDIR sem teknar eru á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru geymdar í tíu ár. Í einstaka tilfellum eru þær geymdar lengur, t.d. með nýrri röntgenmyndum af sjúklingi. Eftir að hafa verið geymdar í u.þ.b. tíu eru þær seldar erlendum endurvinnslufyrirtækjum sem brenna filmurnar og vinna silfur úr öskunni, samkvæmt upplýsingum frá röntgen- og myndgreiningardeild Landspítalans. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Samkeppni í Húsavíkurflugi

SAMKEPPNI hófst í gær um áætlunarflug milli Húsavíkur og Reykjavíkur þegar Íslandsflug og Mýflug fóru fyrstu ferðir sínar milli staðanna. Bæjarstjórn Húsavíkur tók á móti farþegum og bauð hressingu. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | 146 orð

Setbergskirkja mæld upp

Grundarfirði-Jón Pálsson arkitekt starfar nú við að mæla og teikna upp Setbergskirkju í Eyrarsveit. Þetta starf er unnið á vegum Húsafriðunarnefndar ríkisins og þjónar þeim tilgangi að fá mjög nákvæmar teikningar af kirkjunni, því hún hefur bæði byggingar- og menningarsögulegt gildi. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 158 orð

Sinn Fein segir ofbeldi "liðna tíð"

SINN Fein, pólitískur bandamaður Írska lýðveldishersins (IRA), lýsti því yfir í gær að ofbeldisaðgerðir væru "liðin tíð" í baráttunni fyrir endalokum breskra yfirráða á Norður-Írlandi. Í yfirlýsingu, sem heimildarmenn úr röðum lýðveldissinna sögðu "óumræðilega mikilvæga", sagði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein: "Sinn Fein telur að ofbeldið, sem við höfum orðið vitni að, Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sjö þúsund manns á Fjölskyldudegi Kellogg's í Perlunni

7.000 manns mættu á fjölskyldudag Kellogg's sem haldinn var í Perlunni á laugardag. Úrslit í teiknikeppni Kellogg's Hollusta, hreyfing, árangur ­ í námi leik og starfi voru kynnt og fengu sigurvegarar í hverjum aldursflokki fjallahjól í verðlaun. Að auki fengu 110 aðrir Kellogg's íþróttagalla í viðurkenningarskyni. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sneitt framhjá snjóakistum á Ströndum

VERIÐ er að hækka veginn um Strandir á Ennishálsi, sem þýðir að snjómokstur verður fljótlegri. Þá er verið að færa til Drangsnesveg á tveimur stöðum og verður öðru verkinu lokið í ár og hinu á næsta ári. Á þessum stöðum öllum eru miklar snjóakistur. Hér eru vegavinnumenn að störfum á Ennishálsi. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 353 orð

Sorpstöð Suðurlands greiði 12 millj. í bætur

SORPSTÖÐ Suðurlands bs. hefur í Héraðsdómi Suðurlands verið dæmd til þess að greiða eigendum og ábúendum Auðsholts í Ölfushreppi 12 milljónir króna í skaðabætur frá 27. desember 1996 til greiðsludags, auk málskostnaðar að upphæð 3,4 milljónir króna. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 378 orð

Trúnaður milli læknis og sjúklings tryggður

"TRÚNAÐUR milli læknis og sjúklings er tryggður en öllum er þó ljóst að geymslu sjúkraskráa og aðgangi verður aldrei komið í besta lag fyrr en tölvuskráning hefur náð fram að ganga," segir Ólafur Ólafsson landlæknir aðspurður um hvort hann telji að lagaákvæðum um meðferð sjúkraskráa sé framfylgt, miðað við þær lýsingar sem hann gaf sjálfur á varðveislu sjúkraskráa í Morgunblaðinu í liðinni viku. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 667 orð

Tryggjum framtíðarmöguleika á orkuöflun

BORGARRÁÐ samþykkti í gær samhljóða tilboð Hitaveitu Reykjavíkur í nokkrar jarðir á Hengilssvæðinu og eina á Vatnsleysuströnd, samtals um 5.300 hektarar, og er samanlögð tilboðsupphæð um 412 milljónir króna. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 294 orð

Umfangsmikil mótmæli í undirbúningi

STJÓRNARANDSTAÐAN í Pakistan undirbýr nú mikil mótmæli víðs vegar í landinu vegna áætlana stjórnvalda um að gera íslam að æðstu lögum í Pakistan. Nawaz Sharif, forsætisráðherra, tilkynnti á föstudag í síðustu viku um fyrirætlun ríkisstjórnar sinnar en síðan þá hafa viðskiptajöfrar, stjórnmálamenn, mannréttindafólk, Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 130 orð

Undanþága veitt vegna HM

NORSK stjórnvöld hafa veitt stjórnendum heimsmeistaramótsins í íshokkí undanþágu frá lögum um áfengisauglýsingar. Mótið verður haldið í Noregi á næsta ári en það er m.a. kostað af þýska bjórframleiðandanum Warsteiner. Undanþágan er talin nokkur ósigur fyrir stjórn Kjell Magne Bondevik, sem bannað hefur áfengisauglýsingar. Meira
2. september 1998 | Landsbyggðin | 1335 orð

Undirbúa fræðslumiðstöð í björgunaraðgerðum

NÝLEGA var einn helsti frömuður björgunarmála í heiminum, Hamish G. McDonald, forstjóri Maritime Rescue International (MRI), á ferð hér á landi ásamt konu sinni. Kom hann þá öðru sinni að Gufuskálum á Snæfellsnesi og skoðaði hús og staðhætti. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 312 orð

Undirbúningur heldur áfram

ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að áfram verði unnið að undirbúningi umhverfismats fyrir miðlunarlón við Norðlingaöldu, en hann hefur staðið lengi. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær hefur umhverfisráðherra fellt úr gildi úrskurð Skipulagsstjóra ríkisins um heimild til 140 MW virkjunar við Vatnsfell á þeim forsendum að hún byggist á því að ráðist verði í gerð Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Unnið að forsögn

SAMNINGUR hefur verið gerður við Gísla Kristinsson arkitekt um að hann vinni hönnunarforsögn vegna byggingar skautahallar á svæði Skautafélags Akureyrar við Krókeyri. Gísli vinnur að verkefninu en því á að vera lokið í lok þessa mánaðar. Eiríkur Bj. Meira
2. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 255 orð

Vafasamur málatilbúnaður

GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði á fundi bæjarstjórnar Akureyrar að málatilbúnaður vegna tilboðs í byggingu íbúða fyrir fatlaða væri vafasamur. Tvö tilboð bárust, frá byggingaverktökunum Hyrnu og Fjölni. Fyrrnefnda fyrirtækið bauðst til að byggja 6 íbúðir í Snægili, en Fjölnir jafnmargar íbúðir við Eiðsvallagötu. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 392 orð

Varnargarðar og vegir víða skemmdir

VIÐMÆLENDUR Morgunblaðsins eru allir á einu máli um það að vatnavextir á Suðurlandi undanfarna daga hafi verið óvenjumiklir og staðið lengur yfir en venjulegt er. Vöxturinn byrjaði á laugardag vegna mikilla hlýinda og rigninga, en síðan þá hefur rignt nær viðstöðulaust sunnanlands. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Vatnavextir í Leirá

JÖKULÁIN Leirá, sem rennur austast á Mýrdalssandi, hefur flætt yfir bakka sína og rutt sér leið yfir veginn við Leirárbrú þar sem hún sameinast Hólsá. Miklir vatnavextir hafa verið í ánni, sem og öðrum ám á Suðurlandi, undanfarna daga vegna hellirigningar og hlýinda sunnanlands. Meira
2. september 1998 | Innlendar fréttir | 757 orð

Vilja að skólarnir byrji snemma

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar samþykkti í fyrra að skipa fimm manna starfshóp til að móta tillögur að lengri viðveru nemenda í grunnskólum Garðabæjar við einsetningu haustið 1998. Júlía Guðrún Ingvarsdóttir var formaður starfshópsins. Meira
2. september 1998 | Erlendar fréttir | 84 orð

Æfing í Tókýó

HANA Sekiguchi, sex ára gömul stúlka í Tókýó, hefur komið sér fyrir undir stól í skólanum sínum og er með hlífðarhöfuðbúnað. Í gær fóru fram æfingar á viðbrögðum við jarðskjálftum, en þá voru ennfremur liðin 75 ár frá því Kanto-skjálftinn svonefndi lagði Tókýó svo að segja í rúst. Miklir eldar kviknuðu þá í kjölfar skjálftans og fórust um 140 þúsund manns. Meira

Ritstjórnargreinar

2. september 1998 | Leiðarar | 665 orð

leiðari VAXANDI ÞORSKSTOFN ISKIMIÐIN umhverfis landið eru d

leiðari VAXANDI ÞORSKSTOFN ISKIMIÐIN umhverfis landið eru dýrmætasta auðlind þjóðarinnar. Það sést bezt á því að sjávarútvegurinn hefur að stærstum hluta staðið undir atvinnu, afkomu og efnahagslegum framförum landsmanna alla 20. öldina. Meira

Menning

2. september 1998 | Fólk í fréttum | 129 orð

Allt lék á reiðiskjálfi

VETRARLÍNA X-18 skónna var heimsfrumsýnd á Vegamótastíg um helgina og mætti múgur og margmenni til að fylgjast með herlegheitunum. Til að byrja með var fólki boðið í tískuteiti klukkan 22 á laugardagskvöldinu. Þá var hugsanlegum kaupendum að skóm boðið í sal á Fiskislóð. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 189 orð

Bláar og danskar tískuvörur

VERSLUNIN Blues var opnuð sl. fimmtudag í Kringlunni og mun selja tískuklæðnað samnefnds merkis fyrir dömur og herra. Vörurnar eru danskar, Danirnir sjá sjálfir um hönnunina en efnin eru sótt til Ítalíu. Mjög vel þykir hafa tekist til og sífellt eru opnaðar fleiri Blues búðir víða um Evrópu. Þar er því ekki seinna vænna að leyfa Íslendingum að vera með. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 151 orð

Bretarnir góðu

DANSTÓNLIST ýmisleg er í hávegum höfð meðal ungmenna dagsins. Undanfarið hefur borið á því að erlendir plötusnúðar eru fengnir til landsins til að leika valda tónlist sína á ýmsum skemmtistöðum í Reykjavík. Meira
2. september 1998 | Menningarlíf | 1103 orð

Fjölbreytilegt verkefnaval og sterkur hópur leikara

STEFÁN Baldursson Þjóðleikhússtjóri segir það stefnu hússins að reyna, eins og áður, að hafa verkefnavalið sem fjölbreytilegast ­ blanda saman gömlu og nýju, innlendu og erlendu efni. Segir hann svigrúmið gott, þar sem aldrei áður hafi starfað jafnmargir sterkir leikarar við Þjóðleikhúsið á sama tíma. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 140 orð

Frægðin verðlögð

NÚ ER loksins búið að verðleggja frægðina og það getur verið dýrt að koma sér áfram í Hollywood. Það kostar minnst 700 þúsund krónur og það má kaupa frægðina í póstkröfu. Kvikmyndaverið MGM býður fólki upp á það að komast að í kvikmyndum og ef það er tilbúið að opna veskið getur það "leikið" á móti Pierce Brosnan og Rene Russo í endurgerð myndarinnar "The Thomas Crown Affair". Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 139 orð

Færar í flestan sjó

HÚN VAR kjarngóð sjávarréttasúpan og brauðkollurnar rjúkandi og nýbakaðar á fundi BPW í Kaffi Flórunni í grasagarðinum í Laugardal nýverið. Enda er mikið lagt upp úr notalegu andrúmslofti þar sem málin eru rædd auk þess sem ýmiss konar fræðsla, erindi og gestafyrirlesarar setja mark sitt á samkomurnar. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 470 orð

Hendurnar mælistika á frjósemi

EF TIL vill býr meira undir en rómantík þegar elskhugi skoðar gætilega hendurnar á maka sínum eftir lestur þessarar greinar. Hendurnar geta nefnilega verið mælistika á frjósemi. Lögun handanna og hvernig þær samsvara sér, að ekki sé talað um lengd baugfingurs og vísifingurs, gefur sterka vísbendingu um frjósemi, að því er John Manning, háskólaprófessor í Liverpool, Meira
2. september 1998 | Bókmenntir | 460 orð

Kjalnesinga saga hin nýja

Þorsteinn Jónsson tók saman. Esjuútgáfan. Byggðir og bú ehf. Reykjavík 1998, 520 bls. "KOMINN er ég í kynni við Kjalarnesið góða" segir í vísum um Kjalarnes eftir síra Jón Vestmann og tilfærðar eru í upphafi bókar. Víst er um það að vel kynnist lesandinn Kjalarnesinu af þessari myndarlegu bók. Kjalarneshreppur er sveitin milli Kiðafellsár og Leirvogsár. Meira
2. september 1998 | Menningarlíf | 440 orð

Ljómandi Atlantshafshljómur

NORRÆN kóra- og tónlistarhátíð var haldin í "Norðurlandahúsinu" í Þórshöfn í Færeyjum 28. júní til 5. júlí sl. Heitið á hátíðinni var "Atlantsljómur" eða Atlants(hafs)hljómur, á íslensku. Saman voru komnir kórar frá Færeyjum, Noregi og Íslandi og sinfóníuhljómsveit frá Danmörku og var flutt Sálumessa (Requiem) eftir Giuseppi Verdi. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 193 orð

Nick Cave ritar formála að Biblíunni

ROKKSÖNGVARINN NICK Cave ritar kafla í formála að Biblíunni í kiljuútgáfu Canongate Press í Edinborg sem kemur út í október. Hann er einn tólf höfunda, ásamt m.a. A.S. Byatt og Dr. Jonathan Miller, og skrifar um Markúsarguðspjall. "Ég heyrði af þessari útgáfu, hafði samband við útgefendurna og bað um að fá að skrifa um Markúsarguðspjall," segir hann í samtali við New Musical Express. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 239 orð

Skálað fyrir menningarnótt

BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, bauð þeim sem, lögðu sitt af mörkum til að menningarnótt yrði að veruleika, í kokkteilboð sl. laugardag. Margir höfðu lagt hönd á plóginn og var að vonum kátt í Ráðhúsinu þetta síðdegi. Edda Sverrisdóttir rekur verslunina Flex við Laugaveginn og hún hefur tekið þátt í menningarnóttinni frá upphafi. Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 123 orð

Snýr sér við í gröfinni

CARMEN D'Alessio, sem vann að því að gera Studie 54 að einum frægasta skemmtistað í heimi, hefur ekki mikið álit á nýrri kvikmynd sem fjallar um þennan vinsæla diskóstað. "Kvikmyndin nær ekki að draga upp mynd af glamúrnum á þessu tímabili," segir hún. D'Alessio var aðstoðarmaður eigendanna Ian Schrager og Steve Rubell. Meira
2. september 1998 | Bókmenntir | 549 orð

Stúlkan sem hvarf

Harlan Coben: "Deal Breaker". Dell Fiction 1998. 343 síður. BANDARÍSKI spennusagnahöfundurinn Harlan Coben hefur vakið athygli vestra með spennusögum sínum um íþróttaumbann Myron Bolitar og ævintýrin sem hann ratar í, tengd skjólstæðingum hans. Bækurnar eru alls fimm og hafa komið út nokkuð þétt á undanförnum árum, m.a. Meira
2. september 1998 | Tónlist | -1 orð

Sumrinu lokið í Hallgrímskirkju

Neithard Bethke, organisti frá Þýskalandi, flutti verk eftir Clarke, Buxtehude, Albinoni, J.S. Bach, Cimarosa, Lemmens og sjálfan sig. Sunnudagurinn 30. ágúst, 1998. ÞAÐ hefur verið nokkuð áberandi í vali viðfangsefna margra þeirra erlendu orgelleikara, sem átt hafa stefnumót við hið glæsilega orgel Hallgrímskirkju, á svo nefndum Sumarkvöldum við orgelið, nú í sumar, Meira
2. september 1998 | Fólk í fréttum | 223 orð

Það er svo sannarlega eitthvað við Mary

KVIKMYNDIN "Blade" með Wesley Snipes hélt efsta sætinu yfir mest sóttu myndir í Bandaríkjunum aðra helgina í röð. Hafði hún þar með betur en tvær nýjar myndir, "54" og "Why Do Fools Fall in Love". Meira

Umræðan

2. september 1998 | Aðsent efni | 372 orð

Borgarstjórn sóar Nesjavallavarmanum

Í HAUST verður tekin í notkun 60 MW jarðhitarafstöð á Nesjavöllum og formaður veitustjórnar borgarinnar hefur boðað aukna virkjun í allt að 90 MW áður en langt um líður. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli árið 1964. Síðan hafa margar holur verið boraðar þar og nokkrar þeirra virkjaðar fyrir hitaveituna. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 877 orð

Framtíðarsýn í skólamálum

Í LEIÐARA sínum föstudaginn 28. ágúst. sl. fjallaði Morgunblaðið um vandamál skóla undir fyrirsögninni "Kjör kennara". Mbl. bendir réttilega á, að skólarnir eru í samkeppni við aðra vinnuveitendur, sem tilbúnir eru að ráða kennaramenntað fólk á betri kjörum en þeim býðst í skólum landsins. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 1264 orð

Jafningjaábyrgð

AFTURHALDSÖFLIN í heiminum hafa óbeint haldið því fram að kvenheilinn sé staðsettur í eggjastokkunum og samviskan í móðurlífi kvenþjóðarinnar. Búast má við að þeir hinir sömu haldi því einnig fram að almættið hafi skapað kýr með júgur til þess að maðurinn gæti hneppt þær í fjötra á básum til þess eins að framleiða mjólk ofan í mannkyn jarðar, Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 989 orð

Lagaleg álitaefni gagnagrunnsfrumvarpsins

ÍSLENSKA þjóðin hefur löngum kveinkað sér undan því að mennta hér fólk vel og lengi, sem síðan snýr sér beint til betur launaðrar vinnu erlendis. Einkum hefur þetta átt við um lækna. Nú lítur út fyrir að einhver endurborgun sé að líta dagsins ljós. Hingað til lands hafa komið djarfhuga synir þjóðarinnar eftir langa veru í útlöndum, þar sem þeir hafa hlotið frægð og frama í hvíta sloppnum. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 702 orð

Sjálfstæði Íslands?

ÞAÐ VAR grein Sverris Hermannssonar, í Morgunblaðinu 25. ágúst sl., sem vakti mig til umhugsunar um hvert ríkisstjórnin stefnir sjálfstæði Íslands með sölu og áætlaðri sölu á eignum þjóðarinnar. Hann endar grein sína m.a. með þessum orðum: "Fyrir þá sem lifðu hamingjustund íslenzku þjóðarinnar 17. Meira
2. september 1998 | Bréf til blaðsins | 609 orð

Til höfuðs sjávarlénsveldinu

NÚ HAFA skoðanakannanir sýnt fram á að langstærstur hluti landsmanna er á móti fyrirkomulagi núverandi kvótakerfis og stefnir óðfluga í að kvótamálið verði mál málanna í kosningum næsta vor. Þá er að sjá hvert verður útspil ríkisstjórnarinnar, það verður væntanlega tímasett með tilliti til kosninganna, varla munu þeir leggja í kosningaslaginn að óbreyttu. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 519 orð

Umferðarslys og bílbelti

ÖLL SLYS í lofti, á landi og legi eru hörmuleg og því stærri sem þau eru og alvarlegri því sorglegri og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst fyrir aðstandendur hinna slösuðu og þá sjálfa. Umferðarslys munu vera tíðust í þessari keðju og mest í umfjöllun bæði manna á meðal og í fjölmiðlun. En hver er orsök þessara tíðu slysa? Sjálfsagt má rekja ýmsar ástæður til þeirra. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 1675 orð

UMHVERFISMÁLARÁÐ SLEGIð AF?

Á ÁTTUNDA áratugnum var í Reykjavík byggt upp umhverfismálaráð, með álíka vægi og önnur ráð mikilvægra málaflokka og sýndi áhersluna sem þáverandi borgarstjórn vildi leggja á náttúruverndar- og umhverfismál. Nú 30 árum síðar hefur borgarstjórn með umhverfismál á vörunum á hátíðlegum stundum og í kosningaræðum uppi áform um að slátra þessu mikilvæga stjórntæki. Meira
2. september 1998 | Aðsent efni | 477 orð

Þakkir til Íslendinga

VIÐ þökkum Íslendingum hjartanlega fyrir að taka háhyrningnum Keiko svo vel sem raun ber vitni. Gestrisni ykkar hefur verið okkur hvatning nú þegar við vinnum að undirbúningi þess að flytja Keiko til Íslands. Við stöndum í þakkarskuld við íslensku þjóðina, ekki síst Vestmannaeyinga. Meira

Minningargreinar

2. september 1998 | Minningargreinar | 456 orð

Bjarndís Tómasdóttir

Við fráfall Bjarndísar Tómasdóttur Kjaran koma í hug mér einhverjar ánægjulegustu minningar, sem ég á frá fyrri árum ævi minnar. Og ég tel víst, að sams konar minningar hafi Bjarndís einnig átt. Þær eru frá Alþingishátíðinni 1930. Sú hátíð er á ýmsan hátt hin mesta, sem haldin hefur verið hér á landi. Hana sóttu á Þingvöllum um 30 þúsund manns, en landsmenn voru þá um 109 þúsund. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 550 orð

Bjarndís Tómasdóttir

Amma var alltaf hress og kát, hló mikið og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Hún fæddist í Reykjavík árið 1907 og var alla tíð mikill Reykvíkingur. Það sem hún og vinir hennar tóku sér fyrir hendur þegar hún var ung mun fyrir okkur alltaf hafa sama ævintýrabjarmann yfir sér. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 364 orð

Bjarndís Tómasdóttir

Í dag verður lögð til hinstu hvílu í Gufuneskirkjugarði tengdamóðir mín, Bjarndís Tómasdóttir. Þar mun hún hvíla við hlið manns síns, Gísla Ólafssonar, fyrrverandi aðalgjaldkera Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem lést árið 1983. Bjarndís var tæplega 91 árs að aldri þegar hún lést. Hún var sú yngsta af níu systkinum og sú síðasta til að kveðja þennan heim. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 473 orð

Bjarndís Tómasdóttir

Í dag er Bjarndís Tómasdóttir tengdamóðir mín kvödd. Hún lést 22. ágúst síðastliðinn 90 ára að aldri. Bjarndís var fædd og uppalin í Skothúsinu við suðurenda Tjarnarinnar í Reykjavík, yngst níu systkina. Skothúsið var eiginlega utanbæjar eða í bæjarjaðrinum. Þar áði fólk af Grímsstaðaholtinu og setti upp kaupstaðarmúndéringu áður en það hélt í bæinn. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 329 orð

Bjarndís Tómasdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast ömmu minnar ­ ömmu á Mikló ­ sem alltaf var svo sterk að maður reiknaði aldrei með að hún hyrfi frá okkur. Margar minningar streyma fram ­ sunnudagskaffiboðin sem voru fastur punktur ­ og allar kræsingarnar: Súkkulaðitertan hennar ömmu, sherrý-trifflið og heitu ofnréttirnir sem enn kveikja í bragðlaukunum. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 343 orð

BJARNDÍS TÓMASDÓTTIR

BJARNDÍS TÓMASDÓTTIR Bjarndís Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 28. október 1907. Hún lést í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Eyvindsson bóndi í Vælugerði og síðar verkamaður í Reykjavík (f. 14.6. 1854, d. 2.2. 1916) og Sigríður Pálsdóttir (f. 3.12. 1864, d. 20.12. 1946). Systkini Bjarndísar voru: Páll, sjómaður, f. 3. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 477 orð

María Kristín Ingibergsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að minnast gamallar vinkonu minnar og skólasystur sem dó langt fyrir aldur fram, aðeins 51 árs að aldri. Hún greindist með krabbamein fyrir 3 árum sem hún barðist við af hetjuskap til dauðadags en veikindin höfðu yfirhöndina eins og svo oft. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 28 orð

MARÍA KRISTÍN INGIBERGSDÓTTIR

MARÍA KRISTÍN INGIBERGSDÓTTIR María Kristín Ingibergsdóttir fæddist í Merki á Reyðarfirði 20. apríl 1947. Hún lést 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðarfjarðarkirkju 15. ágúst. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 238 orð

Skarphéðinn Helgi Kristjánsson

Það er einkennilegt til þess að hugsa að fyrir einu ári vorum við saman á fullum krafti að mála húsið okkar á Háabergi. Þú, drífandi, hvetjandi og kraftmikill eins og alltaf, tilbúinn í hvaða verkefni sem var. Það er með ólíkindum hvernig stefna lífsins getur skyndilega breyst. Það hefði engan grunað að það ár sem þú áttir eftir ólifað yrði slík þrautaganga veikinda eins og raun hefur orðið á. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 40 orð

Skarphéðinn Helgi Kristjánsson

Elsku afi. Þú sem varst svo góður maður, ég vona að þér líði vel. En einhvern tíma kemur að endalokum hjá okkur öllum. Og er það alltaf sárt fyrir þá sem eftir sitja. Með kveðju, Unnur Ösp Ásgrímsdóttir. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 335 orð

Skarphéðinn Helgi Kristjánsson

Ljúfar minningar í bland við trega og söknuð fylla hugann þegar setja skal á blað minningarorð um svo mætan mann sem Skarphéðinn Kristjánsson tengadafaðir minn var. Hjálpsemi hans var við brugðið. Fengi hann glatt aðra, gladdist hann sjálfur enn meir og æskti engra launa. Þessa nutu ekki síst barnabörnin hans fjögur sem hann dáði svo mjög. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 149 orð

SKARPHÉÐINN HELGI KRISTJÁNSSON

SKARPHÉÐINN HELGI KRISTJÁNSSON Skarphéðinn Helgi Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 24. apríl 1927. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Elínborg Sigurðardóttir húsmóðir og Kristján Björgvin Sigurðsson sjómaður. Skarphéðinn ólst upp í Hafnarfirði í hópi sex systkina. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 164 orð

Svava Magnúsdóttir

Amma mín, Svava Magnúsdóttir, hafði verið veik lengi er hún lést, en trú mín er að nú líði henni betur, þótt hennar muni verða sárt saknað. Huggun mín er þó að nú fær hún lækningu og hittir ástvini sína aftur. Minningar mínar um hana munu frekar vera úr æsku minni heldur en frá þeim tíma sem hún var veik. Hún þótti sterk kona og lét ekki bilbug á sér finna. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 43 orð

Svava Magnúsdóttir

Elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Hallgr. Pét.) Ég veit nú að þú ert komin til hans afa Palla og þið lögð af stað í ferðalagið langa. Þín Bára Sif. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 519 orð

Svava Magnúsdóttir

Elsku amma mín, ég veit að þér líður vel núna komin í faðminn hans afa sem dó fyrir tæpum fimm árum. Mér finnst samt mjög sárt að missa þig en ég veit að bæði þú og afi fylgist með mér þangað til við hittumst á ný. Ég bjó fyrstu fimm árin mín í sama húsi og þú og afi og Maggi frændi, þið uppi og ég og mamma í kjallaranum. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Svava Magnúsdóttir

"Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Kahlil Gibran. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 315 orð

Svava Magnúsdóttir

Kallið er komið. Tengdamóðir mín, Svava Magnúsdóttir, hefur lokið veru sinni á meðal vor og haldið yfir móðuna miklu. Vegur Svövu á lífsleiðinni hefur ekki alltaf verið dans á rósum, en baráttuþrek hennar til að sigrast á erfiðleikum hefur verið hreint ótrúlegt. Hennar líf hefst með því að hún sem kornabarn var gefin þeim Magnúsi Geir Guðnasyni steinsmið og konu hans Steinunni Ólafsdóttur. Meira
2. september 1998 | Minningargreinar | 214 orð

SVAVA MAGNÚSDÓTTIR

SVAVA MAGNÚSDÓTTIR Svava Magnúsdóttir fæddist 11. júní 1921 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Svövu voru Magnús Geir Guðnason steinsmiður og Steinunn Ólafsdóttir húsfrú. Hinn 14. janúar 1960 giftist Svava Páli Hauki Kristjónssyni bifreiðastjóra, f. 25. september 1920, d. 22. október 1993. Meira

Viðskipti

2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 249 orð

6,5 milljóna kr. tap fyrstu 6 mánuðina

TAP af rekstri Kælismiðjunnar Frosts nam 6,5 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var rúmlega 45 milljóna króna tap af rekstri félagsins. Afkoman batnar um 38,9 milljónir króna á milli ára. Rekstrartekjur Kælismiðjunnar á fyrri hluta ársins námu 273 m.kr. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 264 orð

6 milljóna kr. hagnaður á fyrri hluta ársins

LAUGAFISKUR hf. á Laugum í Reykjadal skilaði um 6 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en félagið heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir. Meginstarfsemi Laugafisks hefur frá upphafi verið þurrkun á fiskhausum og hryggjum á markað í Nígeríu. Útgerðarfélag Akureyringa á 75% hlut í félaginu og Fiskiðjusamlag Húsavíkur 25%. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Birgðir eigin verka 42 milljónir

UM 230 þúsund króna tap varð af rekstri Ármannsfells hf. samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Rekstrartekjur Ármannsfells hf. námu 655 milljónum kr. á fyrri árshelmingi og rekstrargjöld 647 milljónum. Að teknu tilliti til liðlega 12 milljóna króna fjármagnsgjalda var 3,8 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 379 orð

Erlend áhrif greinast í fyrsta sinn

ÚRVALSVÍSITALA Aðallista lækkaði um 2,76% í gær og er það mesta lækkun milli daga frá miðju ári 1993. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands, er ástæða lækkunarinnar líklega lækkun á gengi bréfa í öllum hlutabréfaviðskiptum gærdagsins og vó þar þyngst lækkun á bréfum SR-mjöls, en fyrirtækið birti afkomutölur sínar í fyrradag. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Minni hagnaður Barcley's

BARCLAY'S-bankasamsteypan breska tilkynnti í gær, að hagnaður hennar á þessu ári fyrir skatt yrði um 17,8 milljörðum ísl. kr. minni en ella vegna efnahagskreppunnar í Rússlandi. Í tilkynningunni voru einnig látnar í ljós verulegar áhyggjur af horfunum í efnahagslífi heimsins. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Norske Skog færir út kvíarnar

STÆRSTI pappírsvöruframleiðandi í Noregi, Norske Skogindustrier, NS, gerir ráð fyrir að auka sölu fyrirtækisins um 20 milljarða ísl. kr. á næsta ári vegna þátttöku þess í nýju samstarfsfyrirtæki í Asíu. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Stofna dótturfélag um reksturinn fyrir vestan

ÞORBJÖRN hf. hefur stofnað dótturfélag um eignir sínar og rekstur í Bolungarvík og Hnífsdal. Félagið heitir Bakki hf. en eins og kunnugt er var fyrri rekstraraðili með sama nafni sameinaður Þorbirni hf. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Umskipti í rekstrinum

HEILDARREKSTRARTEKJUR Taugagreiningar voru 51 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins en það er um 57% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld námu 46 milljónum sem er um 3% hækkun. Rekstrarhagnaður var 5 m.kr. samanborið við 15 m.kr. rekstrartap í fyrra. Hagnaður tímabilsins eftir fjármagnsliði nemur 1,5 m.kr. samanborið við 22 m.kr. tap á sama tíma í fyrra. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Verslanir við Laugaveg á Netið

NÝR verslunarvefur, Laugavefurinn, verður opnaður nk. laugardag og verður vefslóð hans www.laugavegur.is Frumkvæðið að vefnum á fyrirtækið Hjálp og í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að forsaga þessa framtaks sé sú að hjá einum starfsmanna Hjálpar kviknaði hugmynd um að koma verslunum við Laugaveginn á Netið. Meira
2. september 1998 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Wall Street eins og rússibani

MARKAÐIRNIR í Evrópu máttu þola miklar hremmingar í gær, þriðjudag, þegar Wall Street var líkast rússibana, ýmist hækkandi sig eða lækkandi, svo að mjög reyndi á taugar fjárfesta, sem voru þó ekki sterkar fyrir eftir allar uppákomurnar í í Rússlandi og Asíu undanfarið. Meira

Fastir þættir

2. september 1998 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 2. september, verður fimmtugur Sigvaldi Hrafn Jósafatsson, Fljótaseli 6, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðfinna Jóna Eggertsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu föstudaginn 4. september frá kl. 18. Meira
2. september 1998 | Í dag | 33 orð

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 2. september, verður áttræður Björn Friðriksson, verslunarmaður, Blikahólum 6, Reykjavík. Hann og eiginkona hans, Hlaðgerður Oddgeirsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu milli kl. 14 og 20. Meira
2. september 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Á fjölunum Leikárið 1998-99 er gengið í garð

Hið hefðbundna leikár leikhúsanna er að hefjast, vertíð leikhúsanna er hafin, fjölmargar leiksýningar verða á fjölunum, ný íslensk leikrit verða tekin til sýninga, erlend leikverk verða færð upp svo og leikgerðir í uppsetningu höfunda; leikarar, leikstjórar, leikmyndahöfundar, Meira
2. september 1998 | Í dag | 454 orð

BRESKIR kúabændur hafa nú að mestu leyti náð sér á strik

BRESKIR kúabændur hafa nú að mestu leyti náð sér á strik á ný eftir kúariðufárið fyrir tveimur árum. Sala á nautakjöti hrundi í Evrópu og víðar, en nú hefur hún víðast hvar náð aftur fyrri styrk utan hvað Þjóðverjar forðast enn steikurnar eins og heitan eld. Meira
2. september 1998 | Fastir þættir | 839 orð

FRÆSÖFNUN

Þetta hugljúfa ljóð Davíðs Stefánssonar hefur fengið hjörtu ungmeyja til að bifast af rómantík á liðnum áratugum. Ræktunarfólk getur svo sem verið rómantískt en það er líka jarðbundið og hugsunin um fræ vekur margvísleg önnur tengsl. Víst eru mörg fræ, sem verða aldrei blóm, en okkur finnst stundum verra að til eru fræ, sem falla í jörð og verða blóm ­ á vitlausum stöðum. Meira
2. september 1998 | Í dag | 269 orð

Góð þjónusta

VELVAKANDA barst eftirfarandi: Ég fór niður í Myndval í Mjóddinni sl. föstudag til að sækja tilbúinn ramma sem ég pantaði. Þegar ég sá rammann sá ég að upphengjan var ekki á réttum stað. Afgreiðslustúlkunni þótti þetta leiðinlegt og sagðist láta laga þetta og spurði hvort ég gæti komið aftur seinna sama dag. Ég gat það ekki, sagðist bara koma í næstu viku. Meira
2. september 1998 | Fastir þættir | 561 orð

Hrútaber og bláber

"KOMUM tínum berin blá" sungu barnabörn okkar hjóna þegar þau leiddu okkur að bláberjaþúfum Brekkuskógar sem voru bókstaflega bláar. Það gekk á með skúrum og móarnir voru blautir þegar við gengum upp í hlíðina til að tína þau alstærstu bláber sem ég hefi séð ­ og maður var Meira
2. september 1998 | Dagbók | 647 orð

Í dag er miðvikudagur 2. september 245. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er miðvikudagur 2. september 245. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Berið nú fram málefni yðar, segir Drottinn. Færið fram varnir yðar, segir konungur Jakobsættar. (Jesaja 41, 21.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Baldvin Þorsteinsson, Stapafell og Hanne Sifkom í gær. Meira
2. september 1998 | Í dag | 38 orð

Í dag, miðvikudaginn 2. september, verður fimmtugur Ómar Kristjá

Í dag, miðvikudaginn 2. september, verður fimmtugur Ómar Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjóra á Keflavíkurflugvelli, Silungakvísl 25, Reykjavík. Kona hans er Edda Kolbrún Metúsalemsdóttir. Þau taka á móti gestum í félagsheimili KFUM & K við Holtaveg kl. 17.30-19.30 á afmælisdaginn. Meira
2. september 1998 | Fastir þættir | 493 orð

Safnaðarstarf Kirkjuskipi ýtt úr vör VETRARSTA

VETRARSTARF Laugarneskirkju er að hefjast. Að þessu sinni vindum við upp seglin snemma til að nýta byr fyrstu haustlægðanna. Kyrrðarstundir hefjast í hádegi strax á fimmtudaginn kemur (3.9.), Mömmumorgnarnir eru þegar byrjaðir alla föstudagsmorgna og sunnudagaskólinn opnar sínar víðu dyr núna á sunnudaginn (6.9.) kl. 11:00. Meira
2. september 1998 | Í dag | 26 orð

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 4.190 til styrktar Rauða

ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 4.190 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Tara Lind, Karólína Íris, Walter Hannibal, Ástrós Eva, Ríkharður og Kristín Jenný. Meira
2. september 1998 | Dagbók | 3431 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

2. september 1998 | Íþróttir | 134 orð

0:1Á 40. mínútu fékk Einar Þór Daníelsson, fyrirliði KR, boltann vi

0:1Á 40. mínútu fékk Einar Þór Daníelsson, fyrirliði KR, boltann vinstra megin við vítateig Þróttar. Hann stakk sér á milli tveggja varnarmanna, en ýtti ólöglega við Gesti Pálssyni í kjölfarið. Ekkert var þó dæmt, Einar lék með endamörkum að markteig og lagði boltann út á Andra Sigþórsson, sem skoraði örugglega með skoti neðst í vinstra hornið. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 105 orð

0:1Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu Guðjóns Þorvarðarsonar á 35. mínútu.

0:1Fyrsta markið kom eftir hornspyrnu Guðjóns Þorvarðarsonar á 35. mínútu. Geir Brynjólfsson stökk þá hæst allra og skallaði boltann í þaknetið af markteig. 1:1Valsmenn jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar. Hörður Már Magnússon stóð þá einn og yfirgefinn langt fyrir utan vítateig ÍR-inga og lét vaða ­ boltinn small í þverslánni og inn. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 124 orð

1:0Á 21. mínútu fékk Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson sendingu inn í ví

1:0Á 21. mínútu fékk Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson sendingu inn í vítateig Grindvíkinga en stuggað var við honum svo Þórarinn féll við og dæmd var vítaspyrna. Eysteinn Hauksson tók spyrnuna og þrumaði með hægri fæti upp í þaknetið vinstra megin. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 62 orð

21 árs liðið

Markverðir: Fjalar Þorgeirsson, Þróttur R.0 Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR0 Aðrir leikmenn: Arnar Þór Viðarsson, Lilleström11 Þorbjörn Atli Sveinsson, Bröndby9 Valur F. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 28 orð

3. deild karla, undanúrslit

3. deild karla, undanúrslit Léttir - Leiknir F.3:1 Léttir vann samtals 4:2. Sindri - Hvöt1:1 Sindri vann samtals 3:2. Léttir og Sindri leika í 2. deild að ári. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 15 orð

Aðalfundur hjá Fylki

FÉLAGSLÍFAðalfundur hjá Fylki Aðalfundur handknattleiksdeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöllinni, miðvikudaginn 9. september kl. 20. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 291 orð

Bankabækurnar eini munurinn

Aldrei áður hafa jafnmargir atvinnumenn í knattspyrnu skipað landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri, en Atli Eðvaldsson þjálfari tilkynnti hópinn fyrir Evrópuleikinn gegn Frökkum á Akranesi næsta laugardag. Frakkar tefla einnig fram sterku liði, þeirra þekktastur er eflaust Nicolas Anelka, sóknarmaður Englandsmeistara Arsenal. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 79 orð

Bierhoff nýr fyrirliði Þjóðverja

BERTI Vogts, þjálfari Þýskalands, tilkynnti í gær í Valletta á Möltu, að markahrókurinn hjá AC Milan, Oliver Bierhoff, 30 ára, tæki við fyrirliðabandinu af J¨urgen Klinsmann, sem hætti að leika með landsliðinu eftir HM í Frakklandi. Þýskaland leikur tvo vináttuleiki við Möltubúa í vikunni. Bierhoff var markahæsti leikmaðurinn á Ítalíu sl. keppnistímabil, skoraði 27 mörk fyrir Udinese. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 278 orð

Engar róttæk- ar breytingar

Litlar breytingar eru á landsliðshópi Guðjóns Þórðarsonar fyrir Evrópuleikinn gegn heimsmeisturum Frakka á laugardag. Allir þeir sextán leikmenn, sem skipuðu liðið í 4:1 sigurleik gegn Lettum á dögunum, halda sæti sínu en tveir leikmenn bætast við leikmannahópinn, þeir Arnar Gunnlaugsson, Bolton Wanderers og Sigurður Örn Jónsson, KR. Guðjón kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í gær. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 278 orð

Evrópusæti yrði frábær árangur

ATLI Eðvaldsson var sigurreifur er hann gekk af grasinu í Laugardalnum í gær. Finnst honum ekki ánægjulegt að vera kominn í efsta sæti með lið sitt, KR, sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 1968. "Jú, jú. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 61 orð

Eyjólfur skoraði

Eyjólfur Sverrisson kom Herthu Berlín á bragðið er liðið lagði Regensburg að velli í þýsku bikarkeppninni, 2:0, skoraði með skalla. Eyjólfur og samherjar fá erfiðari mótherja í annarri umferð, leika á útivelli við Bayer Leverkusen. Aðrar viðureignir liða í 1. deild eru: Dortmund ­ Schalke, Wolfsburg ­ Nürnberg, Werder Bremen ­ Hansa Rostock, Kaiserslautern ­ Bochum og Stuttgart ­ Frankfurt. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 322 orð

Falldraugurinn á kreik í Grindavík

"ÞEIR voru betri og við gátum ekkert," sagði Milan Stefán Jankovic, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3:0 tap í heimsókn til Keflavíkur í gærkvöldi. Með sigrinum eygja Keflvíkingar von um sæti í Evrópukeppni en Grindvíkingar verða að bretta upp ermarnar. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 102 orð

Fjórir keppa um "gullpottinn" í Moskvu

"HIN fjögur fræknu" ­ Marion Jones frá Bandaríkjunum, 100 m hlaupari, Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj, 1.500 m hlaupari, 3.000 og 5.000 m hlauparinn Haile Gebrselassie frá Eþíópíu og Bandaríkjamaðurinn Bryan Bronson, 400 m grindahlaupari, unnu öll greinar sínar á næstsíðasta Gullmótinu í frjálsíþróttum, sem fór fram í Berlín í gærkvöldi. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 310 orð

Frjálsíþróttir Gullmót í Berlín

Gullmót í Berlín 110 m grindahlaup karla: Allen Johnson (Bandar.) 13,12 Colin Jackson (Bretl.) 13,20 Falk Bazar (Þýskal.) 13,32 Courtney Hawkins (Bandar.) 13,38 100 m grindahlaup kvenna: Glory Alozie (Nígeríu) 12,72 Michelle Freeman (Jamaíku) 12,74 Melissa Morrison (Bandar. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 104 orð

Heimsmeistarar æfa fyrir luktum dyrum

HEIMSMEISTARAR Frakka koma til landsins á föstudagsmorgun og kl. 18 um kvöldið stendur til að þeir æfi á Laugardalsvelli. Íslenskir aðdáendur heimsmeistaranna munu þó ekki eiga þess kost að berja þá augum; skýr fyrirmæli hafa borist frá Frakklandi þess efnis að Laugardalsvelli skuli læst meðan á æfingunni stendur, svo stjörnurnar fái að vera í friði. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 494 orð

ÍR-ingar úr fallsæti

ÞEIR voru kampakátir ÍR-ingar að lokinni viðureign sinni við Valsmenn á Hlíðarenda í gærkveldi. 1:3 sigur þeirra var fyllilega sanngjarn og geysilega mikilvægur þeim í erfiðri og hnífjafnri botnbaráttu deildarinnar. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 488 orð

Knattspyrna Valur - ÍR1:3

Valur - ÍR1:3 Hlíðarenda, Íslandsmótið í knattspyrnu ­ efsta deild karla, 14. umferð, þriðjudaginn 1. september 1998. Aðstæður: Sunnangola, sólarlaust og fremur svalt, völlurinn fremur hrjúfur. Mark Vals: Hörður Már Magnússon (37.). Mörk ÍR: Geir Brynjólfsson (35.), Sævar Þór Gíslason 2 (68., 76.). Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 611 orð

KR nýtur meðbyrs

MEISTARABRAGUR er á leik KR-inga um þessar mundir. Þeir komust í efsta sæti úrvalsdeildar eftir góðan 3:0-sigur á lánlausum Þrótturum á Laugardalsvelli í gærkvöld og hafa sett aukinn þrýsting á titilhafa ÍBV. Vesturbæingar hafa meðbyr sem einkennir meistaralið og sjálfstraust leikmanna er mikið. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 68 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Birkir Kristinsson, Norrköping52 Árni Gautur Arason, Rosenborg1 Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, Lilleström67 Eyjólfur Sverrisson, Herthu Berlín44 Arnar B. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 165 orð

Með heiðursorður til Íslands

JACQUES Chirac Frakklandsforseti var með hádegisverðarboð í Elysee-höllinni í París fyrir heimsmeistara Frakklands í knattspyrnu í gær, þar sem hann veitti þeim æðstu heiðursorðu Frakklands fyrir unnin afrek í HM í Frakklandi. Í boðinu voru þjálfarinn Aime Jacquet, leikmennirnir 22, sem léku í HM, forustumenn franska knattspyrnusambandsins og eiginkonur. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 77 orð

Ólafur Þór Gunnarsson, Sævar Þór Gíslason, ÍR. David Winnie, Andri Sigþórsson, KR.

Ólafur Þór Gunnarsson, Sævar Þór Gíslason, ÍR. David Winnie, Andri Sigþórsson, KR. Georg Birgisson, Kristinn Guðbrandsson, Gestur Gylfason, Gunnar Oddsson, Þórarinn Kristjánsson, Eysteinn Hauksson, Karl Finnbogason, Keflavík. Milan Stefán Jankovic, Sinisa Kekic, Grétar Hjartarson, Scott Ramsey, Grindavík. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 211 orð

Roma með Pétur undir smásjánni

Pétur Marteinsson, fyrirliði Hammarby, efsta liðs sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, er undir smásjánni hjá nokkrum þekktum liðum á meginlandi Evrópu. Sænska blaðið Aftonbladetgreindi frá því í gær að ítalska félagið AS Roma væri eitt þeirra, en Svíinn Nils Liedholm fylgdist með leik Hammarby og Elfsborgar um helgina, þar sem Pétur gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 381 orð

Sjónvarpsstríð í Frakklandi

FRANSKA ríkissjónvarpið France 3 hefur tryggt sér útsendingarrétt frá leik Íslands og Frakklands í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á laugardag en franska einkastöðin TF1, sem hefur um árabil samið við Knattspyrnusamband Frakklands um alla heimaleiki Frakka og jafnframt fengið útileikina, sættir sig ekki við gang mála og sömu sögu er að segja af Knattspyrnusambandi Frakklands. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 71 orð

Stefán seldur til Brann fyrir sjö milljónir

NORSKA úrvalsdeildarliðið Brann frá Björgvin hefur fest kaup á íslenska landsliðsmiðherjanum Stefáni Þórðarsyni frá sænska úrvalsdeildarliðinu Öster. Kaupverð Stefáns er 800.000 sænskar krónur, eða rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Samkvæmt frétt Aftonbladed er talið að um málamyndakaupverð sé að ræða, enda rennur samningur leikmannsins við Öster út hinn 15. Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 39 orð

Svíþjóð

Svíþjóð H¨acken - Norrköping0:1 Halmstad - Gautaborg1:1 Örebro - V¨astra Frölunda1:1 AIK - Helsingborg1:1 Elfsborg - Hammarby0:1 Örgryte - Trelleborg1:2 Malmö - Ö Meira
2. september 1998 | Íþróttir | 290 orð

Þarf kafbát til að sigra

Aljóðarallið hefst á morgun og eru 28 áhafnir eru skráðar til leiks. Eknir verða rúmlega 300 km á sérleiðum á þremur dögum, en keppninni lýkur á laugardaginn. Meðal keppenda er Hjörleifur Hilmarsson, sem fengið hefur í hendurnar glænýjan Mitsubishi Lancer EVO 5, sams konar bíl að grunni til og heimsmeistarinn Tommi Makinen ekur. Meira

Úr verinu

2. september 1998 | Úr verinu | 48 orð

Á LÍNU MEÐ PABBA

HANN Ómar Guðmundsson er aðeins 10 ára, en hefur þó róið með pabba sínu á trillunni Fanney SH 248 á línu í sumar. Hann ætlar kannski að verða trillukarl eins og pabbi, en nú tekur skólinn við og sjómennsku lokið í bili. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 61 orð

Banni aflétt á Orkneyjum

BANNI við skelfiskveiðum við Orkneyjar var aflétt að hluta í sumar. Bannið var tilkomið vegna þess að mikið af eiturefnum (PSP) hafði fundist í skelfiskinum. Nýjustu rannsóknir á hjartaskel svæðisins hafa sýnt að magn eiturefnanna er ekki lengur skaðlegt mönnum og eru veiðar hennar nú leyfðar. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 185 orð

Djúpsteiktar rækjur með tartarsósu

Í DAG ætlar Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á Skólabrú, að bjóða lesendum Versins upp á djúpsteiktar rækjur með tartarsósu og er uppskriftin ætluð fyrir fimm manns. Smári er formaður í félaginu í Freistingu, sem komið hefur sér upp heimasíðu á netinu. Netfangið er: http://www.treknet.is/freisting/ UPPSKRIFTIN Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 170 orð

FISKIHÁTÍÐ Í HIRTSHALS

ÍSLENDINGAR búsettir í Danmörku tóku nú í ágúst þátt í fjölsóttri fiskihátíð í sjávarútvegsbænum Hirtshals í Danmörku. Á hátíðinni er boðið upp á að smakka ýmsar fiskafurðir. Íslendingarnir buðu upp á fisk frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Íslenzkum sjávarafurðum og fengu mikið hrós fyrir fiskinn. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 167 orð

Frakkar ná áætlaðri úreldingu

NÚVERANDI aðgerðir Frakka til úreldingar flotans ættu að tryggja að Frakkar séu innan þeirra takmarkana sem lagðar hafa verið í þriðja þrepi úreldingartillagna MAGP (Multi-annual Guidance Program) Evrópubandalagsins sem lauk í árslok 1996. Samkvæmt Le Marin ættu Frakkar því að vera fullgildir umsækjendur um styrki ESB til nýrra skipasmíða. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 140 orð

Kaupir vélbúnað fyrir 200 milljónir

ÖRN Erlingsson, útgerðarmaður, og Ulstein samsteypan í Noregi hafa undirritað saming um kaup Arnar á vélbúnaði frá norska fyrirtækinu að upphæð 200 milljónir króna. Um er að ræða megnið af vélbúnaði, sem verður um borð í nýju nótaskipi Arnar, sem nú er verið að smíða í skipasmíðastöð í Kína. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 1480 orð

Kreppa í austrinu verðhækkanir í vestri

MIKIL óvissa er nú ríkjandi í sölu- og markaðsmálum fyrir íslenskar fiskafurðir á mörkuðum víðast hvar þó mismunandi ástæður liggi að baki þeirri óvissu eftir markaðssvæðum. Á meðan beðið er eftir viðbrögðum neytenda í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 426 orð

Landanir á Rússafiski dragast mikið saman

ERLEND fiskiskip hafa landað tæpum 8 þúsund tonnum af botnfiski hér á landi það sem af er þessu ári og eru uppsjávarfiskar þá ekki meðtaldir. Það er nokkru minni afli en á sama tímabili á síðasta ári og hafa landanir rússneskra fiskiskipa dregist saman um meira en helming. Afli erlendra skipa innan íslensku fiskveiðilandhelginnar nemur frá áramótum samtals um 92.211 tonnum. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 87 orð

Líkur á að Rússar hefji loðnuveiðar

NOKKRAR líkur eru á því að Rússar hefji aftur loðnuveiðar á næsta ári að sögn rússnesku rannsóknarstofunnar PINRO. Þetta eru góðar fréttir fyrir sjómenn í Murmansk, en í Rybnyi Murman er sagt að veiði þeirra hafi verið dræm undanfarið. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 432 orð

Lítið um að vera

SUÐAUSTAN bræla hefur sett svip sinn á sjósókn minni báta frá því um helgina. Í gær voru aðeins útilegubátar með beitingarvélar um borð og tveir trollarar á sjó frá Grindavík og ekkert um að vera á vigtinni. Nokkrir smábátar reyndu fyrir sér á laugardaginn, lögðu línu en fengu vont veður og töpuðu einhverjum bölum og létu við það sitja. það var því rólegt hjá Grétari og félögum á vigtinni í gær. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 990 orð

Mikið rusl í fjörum á Ströndum og víðar

MIKIÐ rusl er í fjörum við Húnaflóa og á Ströndum sem rekja má til slæmrar umgengni um rusl hjá sjófarendum. Eyjólfur Magnússon hjá Hollustuvernd ríkisins segir að ástandið hafi hríðversnað undanfarin ár, en mikil umræða var um þessi mál í kringum 1987 og upp úr því lagaðist ástandið talsvert, en nú stefni aftur í óefni. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 101 orð

Mikil fiskneysla

KANNANIR hafa sýnt að meðaltal neyslu fisks á hvern Evrópubúa er 22 kíló árlega sem er talsvert meiri neysla en meðaltal á heimsvísu sem er 13 kíló á mann skv. nýlegri könnun Eurostat. Mest neysla fisks er á Íslandi (93 kg), en næstir Evrópuþjóða í fiskneysla eru Spánn (39 kg) og Portúgal (57 kg). Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 476 orð

Mun lakari túnfiskveiði

ÞRJÚ af japönsku túnfiskveiðiskipunum fimm sem hafa veiðiheimild innan íslensku landhelginnar komu til hafnar í fyrradag. Um borð í skipunum voru íslenskir eftirlitsmenn og munu þeir nú koma í land en aðrir fara í þeirra stað. Túnfiskveiðarnar innan landhelginnar gengu mun verr en á síðasta ári, auk þess sem verð á túnfiskinum hefur lækkað mikið. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 424 orð

Nýir menn í HB-hópnum

FIMM nýir forstöðumenn hafa hafið störf hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á undanförnum mánuðum. Þeir eru kynntir í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins og fer sú kynning á þremur þeirra hér á eftir og verða hinum gerð skil síðar: Ágúst Helgi Leósson, aðalbókari er fæddur í Ólafsvík19. janúar 1962. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 129 orð

RÚSSAFISKUR Á TÁLKNAFIRÐI

FISKI var landað úr rússnesku flutningaskipi á Tálknafirði í síðustu viku. Um var að ræða hausaðan og heilfrystan þorsk af rússneskum fiskveiðiskipum í Barentshafi. Það er fyrirtækið Rauðhamar sem tekur við fiskinum í geymslu. Rauðfeldur, sem er í eigu sömu aðila, tekur síðan jöfnum höndum úr frystiklefanum á Tálknafirði og vinnur fiskinn í frystihúsi sínu á Bíldudal. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 541 orð

S200-300 manns vantar í allar greinar fiskvinnslu Minna framboð af innlendu vinnuafli

VINNUAFL vantar í fiskvinnslu víða um land þessa dagana ef marka má atvinnuauglýsingar í fjölmiðlum auk þess sem fjöldi umsókna liggur óafgreiddur hjá Vinnumálastofnun vegna útlendinga, sem íslensk fiskvinnslufyrirtæki hafa ráðgert að fá til sín í vinnu hingað til lands. Að mati Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, ber nú meira á vinnuaflsskorti en undanfarin ár. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 837 orð

Túnfiskur um 10% af öllum viðskiptum með fiskafurðir

TÚNFISKUR er afar verðmætur og eftirsóttur fiskur, en hann er aðeins brot af heimsaflanum að eldinu meðtöldu, eða 3,2% miðað við árið 1995. Þetta hlutfall hefir að öllum líkindum lækkað eitthvað þar sem eldi og afli hefur aukizt meira en túnfiskaflinn. Árið 1995 var túnfiskafli í heiminum um 3,2 milljónir tonna. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 344 orð

Undirbúa sýningu í Argentínu

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands vinnur að skipulagningu íslensks þjóðarbáss á sjávarútvegssýningunni PescAl '98 sem haldin verður í Buenos Aires í Argentínu 11.­13. nóvember nk. Kynningarfundur verður haldinn í húsakynnum Útflutningsráðs, Hallveigarstíg 1, á morgun, fimmtudag, kl. 14. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 204 orð

Vantar fólk í fiskinn

VINNUAFL vantar í fiskvinnslu víða um land þessa dagana ef marka má atvinnuauglýsingar í fjölmiðlum auk þess sem fjöldi umsókna liggur óafgreiddur hjá Vinnumálastofnun vegna útlendinga, sem íslensk fiskvinnslufyrirtæki hafa ráðgert að fá til sín í vinnu hingað til lands. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 1954 orð

"Við höfum aldrei verið fínir karlar"

SBræðurnir þrír í Valdimar ehf. draga í land eftir 56 ára óslitið samstarf "Við höfum aldrei verið fínir karlar" Stofnendum og eigendum Valdimars ehf. í Vogum finnst nú kominn tími á kynslóðaskipti í yfirstjórn fyrirtækisins enda eru þeir Magnús, Guðmundur og Ragnar Ágústssynir orðnir 76, 80 og 82 ára gamlir. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 181 orð

Viðskipti með túnfisk aukast

VIÐSKIPTI með niðursoðinn túnfisk aukast stöðugt á ný eftir lægð fyrr á þessum áratug. Árið 1995 námu þessi viðskipti um 1,7 milljörðum dollara. Tæland er langstærsti útflytjandi þessarar eftirsóttu afurðar. Undanfarin ár hafa Tælendingar flutt út niðursoðinn túnfisk að verðmæti 500 til 630 milljónir dollara og kemst engin önnur þjóð með tærnar, þar sem þeir hafa hælana. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 108 orð

Vilja bjóða kvóta upp

RÁÐUNEYTI landbúnaðar- og viðskipta hafa lagt fram drög til rússneska þingsins að áætlun um að selja veiðikvóta á uppboði innan rússneska efnahagssvæðisins samkvæmt frétt í Segodnya. Gert er ráð fyrir að selja kvóta verðmeiri sjávarafurða s.s. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 54 orð

(fyrirsögn vantar)

Í VERINU í dag er m.a. fjallað um landanir á Rússafiski sem hafa dregist verulega saman á þessu ári, skort á vinnuafli í fiskvinnslu víða um land, óvissu í sölu- og markaðsmálum og mikið rusl í fjörum landsins. Þá er sagt frá ástandi á túnfiskmörkuðum og minni túnfiskveiðum innan íslenskrar landhelgi á þessu ári. Meira
2. september 1998 | Úr verinu | 142 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÐ á túnfiski hefur farið hækkandi undanfarin misseri. Það á jafnt við um frystan túnfisk til frekari vinnslu og niðursoðinn túnfisk. Verð á niðursoðna túnfiskinum hefur hækkað töluvert og endurspeglar það hækkandi hráefnisverð. Meira

Barnablað

2. september 1998 | Barnablað | 52 orð

ATHUGASEMD

VEGNA mistaka, sem hér með er beðist afsökunar á, féll niður myndartexti með mynd, sem merkt var Berglindi, á bls. 3 í síðustu Myndasögum. Myndin heitir Uppi á Steðja og var af Þorbjörgu nokkurri með flugdreka uppi á Steðja. Höfundurinn er Berglind Jónsdóttir, 4 ára, Prestsbakka, 880 Kirkjubæjarklaustur. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 19 orð

Á bílapartasölunni

Á bílapartasölunni HVERT stykkjanna fellur í gatið á bílnum? Lausnin: Stykki merkt með bókstafnum bje gerir bílinn sem nýjan. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 28 orð

Brandari Haraldur: Læknir, get ég spilað á fiðlu þe

Brandari Haraldur: Læknir, get ég spilað á fiðlu þegar ég hef náð mér eftir handleggsbrotið? Læknirinn: Já, hvort þú getur. Haraldur: Frábært, maður. Það hef ég nefnilega aldrei getað. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 49 orð

Eins og skugginn...

ÞEGAR þið hafið raðað skuggamyndunum saman (annaðhvort í huganum eða með því að klippa þær út) kemur í ljós hvort eitthvað gengur af eða eitthvað vantar til þess að búa til skugga stráksins. Lausnin: Skuggamyndirnar samanlagðar gera hvorki meira né minna en búa til skugga stráksins. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 45 orð

Í lofti og á legi

FREYR Þórsson, 11 ára, Melhaga 16, 107 Reykjavík, gerir flottar skipamyndir og höfum við birt myndir eftir hann áður. Þessi mynd eftir Frey er af einu varðskipi Landhelgisgæslunnar, Tý, og stóru þyrlu Gæslunnar, TF-LÍF, sem er af gerðinni Aerospatiale Puma. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 47 orð

Í náttfötum í maraþonhlaupinu

VIÐ Kristín, Kristján og ég, sem heiti Agnes, sáum kall úr maraþoninu og vitið þið hvernig hann var klæddur? Hann var í náttkjól, með nátthúfu og í smábarnainniskóm! Agnes Ósk, Grandavegi 41, 107 Reykjavík, Kristján Björn og Kristín Lára, Látraströnd 26, 170 Seltjarnarnes. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 124 orð

Í skólanum, í skólanum...

...er skemmtilegt að vera... Það er kominn september og skólarnir hafa opnað gáttir sínar og inn streyma börnin ... prúð og frjálsleg í fasi... Meira
2. september 1998 | Barnablað | 59 orð

Myndir eftir systkin

ALICIA Torfadóttir, 9 ára, er hér í heimsókn hjá ömmu sinni ásamt pabba og Yannic bróður sínum, sem er 5 ára. Þau fóru í Hvammsvík í Hvalfirði og Alicia veiddi 2,5 punda regnbogasilunginn, sem sést á myndinni hennar Aliciu. Yannic var hrifinn af að skoða skipin og þá sá hann þetta stóra akkeri, sem hann teiknaði. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 72 orð

...og nú eru þær fjórar

JENSÍNA, 11 ára, Njarðargötu 7, 101 Reykjavík, sendi þessa skemmtilegu mynd af Kryddpíunum. Myndin er, myndu margir vafalítið segja, lýsandi fyrir gang mála hjá Spice Girls-söngflokknum; Victoria hefur tekið gleði sína á ný (það hefur gengið á ýmsu vegna hans David Beckham kærasta), Emma borðar og verður þéttari, Mel B. þykknar en Mel C. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 78 orð

...og það er kryddað

SNÆDÍS Guðmundsdóttir, 8 ára, Þingholtsstræti 35, 101 Reykjavík, sendi athyglisverða mynd af Spice Girls, og takið eftir að Geri er enn í hópnum. Það er eins og aðdáendur Kryddpíanna séu ekki sáttir við brotthvarf Geri Haliwell, hún setti jú óneitanlega mikinn svip á hópinn. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 76 orð

PENNA-VINIR

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 8-9 ára, er sjálf 8 ára. Áhugamál: tónlist, útivera og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svara öllum bréfum. Rósa Kolbeinsdóttir Bollagörðum 10 170 Reykjavík ATH.! Ég vil biðja Fanný Lilju Hermundardóttur frá Grundarfirði að senda mér sem fljótast bréf. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 23 orð

Pönduna langar heim

Pönduna langar heim PANDABJÖRNINN langar ósköpin öll heim í bambusskóginn sinn. Hvaða leið er leiðin heim? Lausnin: Leið merkt bje er rétta leiðin. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 53 orð

Tvíburarnir og gjafir þeirra

TVÍBURARNIR Anna og Óli áttu afmæli í gær og fengu ýmislegt í afmælisgjöf. Allar gjafirnar þeirra voru eins nema hvað Anna fékk tvær gjafir, sem Óli fékk ekki. Hverjar eru þær? Lausnin: Það sem Anna verður að lána Óla af og til eru kubburinn með bókstöfunum og rugguhesturinn góði. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 49 orð

Það er kryddað...

ÞIÐ trúið því örugglega ekki, en þetta er enn ein Spice Girls myndin! Fanney Kristjánsdóttir, 6 ára, Hellisgötu 21, 220 Hafnarfjörður, gerði þessa líflegu mynd af Kryddpíunum eins og þær voru skipaðar fyrir breytingu, þ.e.a.s. (= það er að segja) er Geri sagði sig úr sveitinni. Meira
2. september 1998 | Barnablað | 36 orð

Þrjár myndir af tólf

ÞRJÁR lausu myndanna tólf eru nákvæmar eftirmyndir myndramma úr stóru myndinni en hinum níu hefur verið breytt að einhverju leyti. Hverjar eru þessar þrjár myndir? Lausnin: Myndir númer eitt, átta og tíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.