Greinar laugardaginn 30. janúar 1999

Forsíða

30. janúar 1999 | Forsíða | 99 orð

Komust undan með Rembrandt- málverk

TVEIMUR mönnum tókst í gær að yfirbuga öryggisvörð í listasafni í bænum Nivå í Danmörku, um tuttugu kílómetra norður af Kaupmannahöfn, og stela tveimur verðmætum málverkum. Var annað þeirra málverk eftir hollenska meistarann Rembrandt. Sagði lögreglan að þjófarnir hefðu komist undan á flótta en að bifreið þeirra hefði haft sænsk skráningarnúmer. Meira
30. janúar 1999 | Forsíða | 380 orð

Leit að lifandi fólki hætt

STJÓRNVÖLD í Kólumbíu ákváðu í gær að binda endi á leit að lifandi fólki í rústum fjallaborgarinnar Armeníu, sem nánast var lögð í rúst í jarðskjálfta á mánudag. Verður brátt hafist handa við að ryðja braki og rústum úr vegi með jarðýtum þrátt fyrir að sérfræðingar segi að fólk geti jafnvel lifað tíu daga í rústum bygginga í kjölfar jarðskjálfta. Meira
30. janúar 1999 | Forsíða | 456 orð

Samningur liggi fyrir að þremur vikum liðnum

NOKKURN sáttatón mátti greina í fulltrúum stríðandi fylkinga í Kosovo í gær eftir að Tengslahópurinn svokallaði setti þeim úrslitakosti. Sendi Tengslahópurinn, sem Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland eiga aðild að, deilendum skýr skilaboð um að mæta til samningaviðræðna í Frakklandi fyrir 6. febrúar næstkomandi. Meira

Fréttir

30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 151 orð

2 milljónir til Kólumbíu

RAUÐI kross Íslands hefur ákveðið að leggja fram tvær milljónir vegna hjálparstarfs á skjálftasvæðunum í Kólumbíu. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, er hér um að ræða fyrstu viðbrögð félagsins við neyðarbeiðni Alþjóðasambands Rauða krossins sem barst á fimmtudag. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Aldraðir æfa íþróttir í Laugardalshöll

FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra hafði kynningu á vetrarstarfsemi sinni í Bláa salnum í Laugardalshöll fimmtudaginn 28. janúar. Þar mættu 150 manns sem sýndi í verki áhuga sinn á þessari starfsemi. Kynning fór fram á krokket, boccia, pútti, hokkí og leikfimi. Mánudaginn 1. febrúar kl. 9. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1150 orð

Ábyrgðin er hjá flokkunum Markvissar aðgerði

RANNSÓKNIR sem meðal annars varpa ljósi á hlutfall kvenna á þjóðþingum Evrópulanda hafa verið teknar saman fyrir Norrænu ráðherranefndina. Niðurstöður sýna að Ísland er aftarlega á merinni miðað við önnur Norðurlönd. Í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku er hlutfall kvenna á þingi frá 34­42% en 25% á Íslandi. Konur í ríkisstjórn eru frá 30­50% í þessum löndum en aðeins 10% hér. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Á gjörgæslu eftir vinnuslys

STARFSMAÐUR vélsmiðjunnar Stáls á Seyðisfirði slasaðist talsvert í vinnuslysi í mjölgeymslu loðnuverksmiðju SR-mjöls um hádegisbil í gær, þegar hann féll fjóra metra niður af vinnupalli og lenti á steinsteyptu gólfi. Brákuðust tveir hryggjarliðir og brotnuðu tvö rifbein auk þess sem maðurinn hlaut höfuðmeiðsl að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 226 orð

Barak spáð sigri

YITZHAK Mordechai, sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, rak úr embætti varnarmálaráðherra, hefur enga möguleika á að sigra Netanyahu í kosningunum í maí. Kemur það fram í skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær. Samkvæmt einni fær Netanyahu 36% atkvæða, Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, 35% og Mordechai 22% í fyrri umferðinni. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 150 orð

Beðið fyrir Hussein

JÓRDANSKIR múhameðstrúarmenn gerðu heilsu Husseins Jórdaníukonungs að aðalefni bæna sinna í gær og fóru fram á að konungurinn fengi bót meina sinna. Ekki er nema rétt rúmlega vika síðan Hussein snéri aftur til Jórdaníu eftir sex mánaða dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann gekk í gegnum lyfjameðferð vegna krabbameins í eitlum. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

BJARNI GUÐBJÖRNSSON

BJARNI Guðbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri og alþingismaður, lést að morgni föstudagsins 29. janúar, 86 ára að aldri. Foreldrar Bjarna voru Guðbjörn Guðbrandsson, prentari og bókbindari, og Jensína Jensdóttir. Hann fæddist í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1941. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 138 orð

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, sagði að ástæða þess að ekki hefði verið hægt að ve

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, sagði að ástæða þess að ekki hefði verið hægt að verða við beiðni Félags heyrnarlausra væri að tæknilega og framkvæmdalega væri mjög erfitt að túlka umræður í beinni útsendingu. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 358 orð

Blair tekur af skarið um evruna

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun rita í dag undir stefnuskrá jafnaðarmanna í Evrópusambandsríkjunum en þar kemur fram jákvæðari afstaða til evrunnar og Evrópska myntbandalagsins en verið hefur stefna bresku Verkamannaflokksstjórnarinnar hingað til. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Brotist inn í tíu bifreiðir

TVEIR piltar á nítjánda aldursári náðust í Sandgerði aðfararnótt fimmtudags eftir að hafa orðið uppvísir að því að brjótast inn í tíu bíla og stela úr þeim útvarpstækjum, farsímum og öðru lauslegu. Bílarnir voru flestir ólæstir og því ekki unnar skemmdir á þeim að utanverðu. Einhverjar skemmdir hlutust hins vegar af þegar útvarpstæki voru rifin úr stæðum sínum og gramsað í hólfum. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 508 orð

Dregur fram muninn á sjónarmiðum flokkanna

HELDUR andar nú köldu á milli demókrata og repúblikana eftir átök þeirra um framkvæmd málarekstursins á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mistókst leiðtogum flokkanna að ná samkomulagi um framkvæmdina og ákváðu repúblikanar þá að nýta sér meirihluta sinn í deildinni og ganga til atkvæðagreiðslu, Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 414 orð

Engar sérreglur gilda

INDRIÐI H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, vísar á bug ummælum hagfræðings Verslunarmannafélags Reykjavíkur um að skattyfirvöld virðist fara öðrum höndum um æðstu embættismenn ríkisins en almenning hvað varði uppgjör ýmissa hlunninda og segir þau illa grunduð og út í bláinn. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 418 orð

Engar sérrreglur gilda

INDRIÐI H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, vísar á bug ummælum hagfræðings Verslunarmannafélags Reykjavíkur um að skattyfirvöld virðist fara öðrum höndum um æðstu embættismenn ríkisins en almenning hvað varði uppgjör ýmissa hlunninda og segir þær illa grundaðar og út í bláinn. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 1101 orð

Eru konur í sókn á vettvangi stjórnmálanna?

Hvers vegna er hlutfall kvenna á Alþingi ekki hærra en raun ber vitni? Er kynjakvóti líklegur til að auka hlut kvenna í stjórnmálum? Þessar og fleiri spurningar voru ræddar á líflegum fundi um konur og stjórnmál í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudagskvöld. Arna Schram fylgdist með umræðunum. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fengu bíóferð í verðlaun

Fengu bíóferð í verðlaun UNGLINGARNIR í Snælandsskóla fóru í bíóferð þriðjudaginn 26. janúar sl. Það væri ekki sérstaklega í frásögur færandi nema vegna þess að bíóferðin var verðlaun til þeirra fyrir góða hegðun og framkomu í vetur, samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu frá skólastjóra Snælandsskóla. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 252 orð

Fer fram á vopnahlé

LEIÐTOGI frelsissveita Austur- Tímorbúa fór í gær fram á vopnahlé í átökum liðssveita sinna og Indónesíuhers eftir að indónesísk stjórnvöld höfðu í vikunni sagt að til greina kæmi að veita A-Tímor sjálfstæði. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 252 orð

Fer fram á vopnahlé

LEIÐTOGI frelsissveita Austur- Tímorbúa fór í gær fram á vopnahlé í átökum liðssveita sinna og Indónesíuhers eftir að indónesísk stjórnvöld höfðu í vikunni sagt að til greina kæmi að veita A-Tímor sjálfstæði. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fékk nýtt brunabað

LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn í Grafarvogi hefur fært Barnaspítala Hringsins að gjöf nýtt, vel búið brunabað sem er meginuppistaðan í bættri aðstöðu til meðferðar brunasjúklinga á spítalanum sem nú hefur verið tekin í notkun. Einnig hefur Fjörgyn gefið fullkomna stafræna myndavél til eftirlits og mats á framgangi sárameðferðar og við kennslu og aðra starfsemi. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Féllu á þriðja metra

TVÆR konur á þrítugsaldri voru fluttar með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að þær féllu hálfan þriðja metra milli hæða í íbúðarhúsi í Grafarvogi um klukkan 21 í gærkvöld eftir að stigahandrið gaf sig undan þunga gesta í samkvæmi í húsinu. Meiðsl kvennanna voru talin minniháttar. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 304 orð

Fordæmisgildi ólíklegt

ÓLÍKLEGT má telja að dómur Hæstaréttar um að Partafélagið sf. sé ekki sjálfstæður skattaaðili hafi fordæmisgildi þar sem lög hafa breyst síðan og fjármagnstekjuskattur komið til. Er þetta mat Helga V. Jónssonar hæstaréttarlögmanns, sem fór með málið fyrir hönd málshöfðenda. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Forseti Rotary International heimsækir Ísland

ALHEIMSFORSETI rótarýhreyfingarinnar, , kemur til Íslands um helgina til þess að heimsækja rótarýumdæmið og sitja sameiginlegan fund með íslenskum rótarýfélögum nk. mánudagskvöld á Hótel Sögu. James L. Lacy, sem er Bandaríkjamaður, er forseti Rotary International starfsárið 1998­ 1999. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 233 orð

Frávísun talin ólíkleg

BÚIST er við að dómarinn í réttarhöldunum yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármála- og aðstoðarforsætisráðherra Malasíu, úrskurði í dag hvort ákærunum á hendur honum um spillingu verði vísað frá, nú þegar málflutningi sækjendanna er lokið. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Fullorðinsskákmót Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur nú hleypt af stokkunum nýjum þætti í starfsemi félagins. Boðið er upp skákmót fyrir skákmenn 25 ára og eldri. Þessi skákmót verða einu sinni í mánuði til að byrja með. Ef vel gengur má gera ráð fyrir að þau komi til með að vera oftar. Annað fullorðinsmót Hellis verður haldið mánudaginn 1. febrúar kl. 20.00. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglbakka 1, Mjódd. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 487 orð

Fúl þegar sæðingamennirnir koma

BESTA mjólkurkýrin á síðasta ári var Nína 149 á Leirulækjarseli á Mýrum. Reynir Gunnarsson bóndi segir að hún sé fyrsta kálfs kvíga og því einstakt að hún skuli mjólka svona vel. Bindur hann enn meiri vonir við hana í framtíðinni. Nína mjólkaði 11.171 lítra á síðasta ári og er það talsvert meira en sú kýr sem næst kom. Hún er fædd 12. febrúar 1995 og bar fyrsta kálfi 13. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fyrirlestur um Njálu

DR. HERMANN Pálsson, prófessor emeritus við háskólann í Edinborg, heldur fyrirlestur á vegum Félags íslenskra háskólakvenna sem hann kallar "Fögur er hlíðin, tilbrigði við stef í Njálu". Fyrirlesturinn er haldinn mánudaginn 1. febrúar kl. 20, stofu 101 í Odda. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, enginn aðgangseyrir. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fyrsta skóflustungan að Núpi

OFTAR en ekki eru það ráðherrar og embættismenn sem taka fyrstu skóflustunguna að nýjum byggingum, sem reisa skal. Þannig var því hinsvegar ekki farið er fyrsta skóflustungan var tekin að Núpi, nýju dagheimili í Kópavogi. Meira
30. janúar 1999 | Miðopna | 322 orð

Fyrstu latnesku þýðingarnar á 17. öld

HEILDARÚTGÁFA Íslendingasagnanna í nýjum enskum þýðingum sem Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar sendi frá sér í fyrra var fyrsta heildarútgáfa sagnanna á erlenda tungu. Íslendingasögurnar og önnur íslensk fornrit hafa þó áður komið út á ýmsum þjóðtungum en hvergi í heild sinni. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 843 orð

Gekk allt á sem gengið gat á

HÚN var óvenju viðburðarík sýningin á Brúðuheimilinu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld. "Þetta var mjög söguleg sýning, það var eins og það gengi allt á sem gat gengið á," sagði Elva Ósk Ólafsdóttir, sem leikur Nóru, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 399 orð

Hagnaður FBA 734 milljónir króna á fyrsta starfsári Stjórn bankans leggur til að ríflega hálfur mill

Hagnaður FBA 734 milljónir króna á fyrsta starfsári Stjórn bankans leggur til að ríflega hálfur milljarður verði greiddur í arð Rekstrarhagnaður FBA hf. á árinu 1998 var 734 milljónir króna. Vöxtur efnahags-reiknings var um 33,7% á fyrsta starfsárinu og námu heildareignir FBA við lok árs 72,8 milljörðum króna. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Haukur Halldórsson kynnir prímrúnir

HAUKUR Halldórsson kynnir prímrúnir í Kolaportinu um helgina. Haukur hefur ferðast um Norður- Evrópu og safnað saman prímrúnum (rúnirnar sem Urður við Urðarbrunn kallaði ævirúnir) á söfnum og hjá gömlu fólki, segir í fréttatilkynningu. Fyrstu heimildir um þessar rúnir eru frá árunum um 500 og hefur Haukur safnað þeim saman og komið í heildstæða mynd. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hefur þurft að bíða í þrjú ár eftir dóminum

TÆPLEGA tvítugur Íslendingur hefur ásamt þremur Norðmönnum verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í Noregi fyrir rán á bensínstöð. Þrjú ár liðu frá því afbrotið var framið og þar til dómurinn var kveðinn upp og voru dómarnir mildari en ella af þeim sökum. Þetta kemur fram í frétt í norska dagblaðinu Aftenposten. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 765 orð

Heimsóknum fjölgað úr 4.000 í 8.000 á ári

Í FALLEGU gömlu húsi við miðja Hverfisgötuna bærist mikið líf á hverjum degi. Og þegar það er opnað klukkan hálftíu á morgnana hafa nokkrir gestir þegar beðið opnunar þess með mikilli eftirvæntingu. Meira
30. janúar 1999 | Miðopna | 886 orð

"Hér eru möguleikarnir miklir"

FYRIRHUGAÐ var að Davíð Oddsson forsætisráðherra héldi ásamt eiginkonu sinni, Ástríði Thorarensen, og fylgdarliði til Mazatlan í Mexíkó síðdegis á föstudag frá Guaymas. Daginn áður var móttaka í frystihúsi sjávarútvegsfyrirtækisins Nautico sem er í eigu íslensku fyrirtækjanna Granda og Þormóðs ramma/Sæbergs og fyrirtækis Zaragoza-feðga í Guaymas. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hláka í höfuðborginni

GANGANDI vegfarendur eru jafnan varnarlitlir í hlákutíð þegar miklir pollar myndast við gangstéttarbrúnir. Ökumenn bifreiða mega því sýna aðgát er þeir aka nærri gangandi fólki í rigningartíð eins og þeirri sem ríkt hefur síðustu dagana, t.d. við biðskýli strætisvagna og víðar. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 88 orð

Hús Mandelsons til sölu

PETER Mandelson, náinn vinur og samstarfsmaður Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að selja húsið, sem kostaði hann ráðherraembættið á dögunum. Eru sambærilegar húseignir metnar á rúmlega 87 milljónir ísl. kr. og því hugsanlegt, að Mandelson hagnist um rúmlega 31 millj. kr. á sölunni. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 953 orð

Hver gerir það sem hann vill

Jörfabúið var afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári og setti nýtt Íslandsmet í meðalafurðum. Helgi Bjarnason heimsótti aðalkúabóndann á bænum, Guðbjörgu Jóhannesdóttur, og spjallaði við hana um búskapinn. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 378 orð

Hvers vegna er umhyggja kvenna víðfræg? HUGTÖKIN

Hvers vegna er umhyggja kvenna víðfræg? HUGTÖKIN karl og kona eru fljótandi í umræðunni um stöðu kynjanna í einkalífi og á opinberum vettvangi. Þau hafa ekki fasta stærð og varpa ekki ljósi á eðli. Hvorki er hægt að mæla með því að fólk eigi að velja konu til að "berjast" í stjórnmálum vegna þess að hún er kona eða þrátt fyrir að hún er kona. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 2824 orð

Hvers vegna þarf fleiri konur á þing? Bl

HVERS vegna ættu fleiri konur að leggja stund á stjórnmál en raun ber vitni? Vegna þess að þær eru helmingur þjóðarinnar? Vegna þess að þær eru konur? Þrátt fyrir að þær eru konur? Nefnd á vegum stjórnvalda beitir sér fyrir því að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hvetja konur til þátttöku

Á FORMANNARÁÐS- og nefndafundi Bandalags kvenna í Reykjavík lagði jafnréttisnefnd Bandalagsins fram eftirfarandi tillögu sem var samþykkt samhljóða: "Formannaráðsfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn á Hallveigarstöðum 25. janúar 1999, hvetur konur um land allt til virkrar þátttöku í kosningum til Alþingis í vor. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 139 orð

Írar vilja fimm ára aukafrest

ÍRSK stjórnvöld hafa ítrekað stuðning sinn við að gildistöku banns við tollfrjálsri verzlun innan Evrópusambandsins (ESB) verði frestað enn um sinn. Mary O'Rourke, sem fer með málefni tengd ríkisrekstri í írsku ríkisstjórninni, Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 858 orð

Jón Baldvin segir rangt að kalla bréfið íhlutun

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ gaf síðdegis í gær út yfirlýsingu þar sem því er hafnað að það hafi "haft afskipti af" málaferlum Eimskips gegn bandarískum stjórnvöldum vegna sjóflutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og "freistað þess að hafa áhrif á dómarann sem hefur með málið að gera í Washington, Thomas F. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn heimsækir Möðruvallakirkju í Hörgárdal á morgun, sunnudag. Rútuferð verður frá Akureyrarkirkju kl. 10.30 og áætluð heimkoma um kl. 12.15-12.30. Verið dugleg að mæta og takið vini ykkar með. Guðsþjónusta verður kl. 14. Sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kiwanisklúbburinn Korpa með kynningarfund

KIWANISKLÚBBURINN Korpa, sem er kvennaklúbbur fyrir konur á öllum aldri, heldur kynningarfund þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20.30 í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Kiwanisklúbburinn Korpa starfar innan Kiwanishreyfingarinnar sem eru alþjóðasamtök. Markmið Kiwanishreyfingarinnar er að styðja þá sem minna mega sín í lífsbaráttunni af ýmsum orsökum. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kjördæmisfélag stofnað

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar ­ græns framboðs í Reykjaneskjördæmi var stofnað í Gaflinum í Hafnarfirði sl. fimmtudagskvöld. Stofnfélagar eru um 60 talsins. Ögmundur Jónasson kynnti Vinstrihreyfinguna ­ grænt framboð og Kristín Halldórsdóttir flutti ávarp. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Kjördæmisþing í Mývatnssveit

KJÖRDÆMISÞING Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra fer fram í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit í dag laugardag og á morgun. Þingið átti að fara fram fyrir hálfum mánuði en var þá frestað vegna veðurs. Á þinginu fer m.a. fram val á framboðslista flokksins í kjördæminu vegna þingkosninga. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar

ÍÞRÓTTA- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar stóð fyrir kjöri íþróttamanns ársins 1998 í Mosfellsbæ 24. janúar sl. Það er í sjöunda skipti sem þetta kjör fer fram. Alls voru 9 tilnefndir í kjöri íþróttamanns Mosfellsbæjar 1998. Íþróttamaður Mosfellsbæjar var kjörinn Sigurður Sigurðarson, hestamaður úr Hestamannafélaginu Herði. Sigurður var einnig valinn hestaíþróttamaður Íslands árið 1998. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kynningarfundir Samfylkingarinnar

SAMFYLKINGIN í Reykjaneskjördæmi stendur fyrir opnum kynningarfundum dagana 1., 2. og 3. febrúar nk. Fundirnir eru ætlaðir til almennrar kynningar á þeim 19 frambjóðendum sem taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Mánudaginn 1. febrúar í Félagsheimili Kópavogs, þriðjudaginn 2. febrúar í Stapa, Reykjanesbæ og miðvikudaginn 3. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 224 orð

Lána íslenskir bankar mexíkóskum fyrirtækjum?

FRYSTIHÚS sjávarútvegsfyrirtækisins Nautico, sem er í eigu íslensku fyrirtækjanna Granda og Þormóðs ramma/Sæbergs og fyrirtækis Zaragoza-feðga í Guaymas í Mexíkó, hefur fengið lán frá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, án sérstakra ábyrgða íslensku eignaraðilanna. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 644 orð

Leiðin til varanlegs reykbindindis

Í dag birtist í hinu virta breska læknablaði British Medical Journal grein um íslenska rannsókn sem unnin var á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Rannsóknin byggist á 237 Íslendingum sem hættu að reykja á námskeiðum á árunum 1991 og '92. Allir 237 fengu nikótíndagplástur í fimm mánuði en hættu svo með plásturinn. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í viðskiptablaði

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag misritaðist föðurnafn Sævars Helgasonar sjóðstjóra hjá Kaupþingi Norðurlands. Var hann sagður Pálsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Myndavíxl Á prófkjörssíðum í Morgunblaðinu í gær víxluðust myndir af þremur greinarhöfundum, þeim Tryggva Harðarsyni, Sigurði Kristinssyni og Birni Kristjánssyni. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 413 orð

Liður í uppbyggingu tölvubrautar

Nýtt tölvuver Háskólans á Akureyri Liður í uppbyggingu tölvubrautar TÖLVUVER Háskólans á Akureyri hefur verið opnað formlega en það gerði samgönguráðherra, Halldór Blöndal, við athöfn í húsakynnum Háskólans í Glerárgötu. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 486 orð

Lögfræðinguir Félags heyrnarlausra kannar málsókn

RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur hafnað ósk Félags heyrnarlausra um að stjórnmálaumræður fyrir kjördag vegna alþingiskosninga í vor verði táknmálstúlkaðar. Félagið hefur í framhaldinu falið lögfræðingi sínum að kanna hvort mögulegt sé að stefna Ríkissjónvarpinu vegna þessa. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 278 orð

Lögreglumenn skjóta 24 Albana til bana

SERBNESKA lögreglan kvaðst hafa skotið 24 Kosovo-Albana til bana í þorpinu Rogovo í vesturhluta Kosovo í gærmorgun eftir að einn lögreglumaður hefði beðið bana við leit að vopnum. Fréttamenn sáu nokkur lík sem lágu í sendibíl eftir skothríðina og önnur á götunni. Fleiri lík voru á afgirtu svæði utan um húsaþyrpingu albanskra fjölskyldna. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

M2000 á mbl.is

LESENDUR mbl.is geta nú fengið allar helstu upplýsingar um Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 með því að smella á hnapp til hægri á forsíðu undir flokknum Nýtt á mbl.is. Á næsta ári hefst dagskrá menningarársins með margvíslegum viðburðum sem munu eiga sér stað víðs vegar um borgina. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 237 orð

Mikilvægt að hefja samstarf um upplýsingar

MIKILVÆGT er að þeir aðilar, sem eiga upplýsingar um efni til mannvirkjagerðar á Íslandi, hefji samstarf sín á milli, til að upplýsingar um námur, námuvinnslu og efnistöku séu aðgengilegar þeim sem þurfa þeirra með. Þetta kom m.a. fram á kynningarfundi í fyrsta áfanga af þremur í verkefninu Námur ­ efnisgæði og umhverfi, sem stjórn verkefnisins hélt á fimmtudag. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 423 orð

Möguleikar á stóriðnaði kannaðir

BRÝNT er að móta stefnu um hvaða tegundir orkufreks iðnaðar eru eftirsóknarverðar fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið. Slík stefna hlýtur að taka mið af styrk svæðisins, umhverfissjónarmiðum og hagsmunum fyrirtækja sem starfandi eru á svæðinu. Meira
30. janúar 1999 | Miðopna | 462 orð

Mörgæsin sem breiðir út bækur

ÞEGAR Penguin-útgáfan varð sextug fyrir fjórum árum var því haldið fram að stofnandinn, Sir Allen Lane, hefði sennilega snúið sér við í gröfinni vegna sumra þeirra bóka sem gefnar hafa verið út hjá forlaginu á síðastliðnum árum. Penguin eða Mörgæsin sérhæfði sig upphaflega í útgáfu bóka í kiljum sem höfðu verið gefnar út innbundnar hjá öðrum forlögum. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 384 orð

Nikótínlyf sanna varanlegt gildi sitt

TVÖ nikótínlyf gefin saman í allt að eitt ár gefa reykingamönnum betri árangur til að hætta reykingum en þegar aðeins er gefið eitt lyf. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn sem Þorsteinn Blöndal læknir og samstarfsmenn gerðu á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á 237 Íslendingum sem hættu að reykja á námskeiðum 1991 til 1992. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nýframkvæmdir 7,5 milljarðar

Í MÁLI borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í gær kom fram að veittir verða alls um 7,5 milljarðar króna til nýframkvæmda á þessu ári í Reykjavík af hálfu borgarinnar og borgarfyrirtækja. Aukin umsvif eru helst við skólabyggingar og byggingu menningarstofnana vegna menningarársins 2000. Varið verður 1.400 m.kr. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 193 orð

Ný snyrtistofa á Egilsstöðum

KRISTÓ er nafn á nýrri snyrtistofu sem er til húsa að Laufskógum 10 á Egilsstöðum. Það er Kristrún Kristófersdóttir snyrtifræðingur sem hefur opnað hana en hún stofnaði og rak Snyrtistofuna Afródítu á Laugavegi 13 fyrir þrjátíu árum síðan. Á stofunni er m.a. Meira
30. janúar 1999 | Landsbyggðin | 284 orð

Nýtt íþróttahús að rísa

Stöðvarfirði-Sunnudaginn 24. janúar var fyrsta skóflustungan tekin vegna byggingar nýs íþróttahúss á Stöðvarfirði. Það hefur verið draumur margra, bæði ungra og aldraðra, að íþróttahús verði byggt hér í byggðarlaginu. Vangaveltur, umræður og athuganir vegna byggingar íþróttahúss hafa verið í gangi í áratugi en nú loksins eru framkvæmdir hafnar. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 108 orð

Nærmynd af Orion

ÞESSI innrauða mynd af hinni frægu Orion-stjörnuþoku var tekin nýlega með japanska Subaru-sjónaukanum, sem er á Mauna Kea-eldfjalli á Hawaii- eyjum. Með honum hefur verið stigið stórt skref í stjörnuathugun enda sér hann lengra en aðrir sjónaukar út í geiminn. Í sjónaukanum er stærsti, ósamsetti spegill í heimi, 8,2 metrar í þvermál en aðeins 20 sm þykkur. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Óheimilt að verða við erindi íbúasamtakanna

TIl stendur að þriggja manna nefnd sem skipuð var af íbúasamtökum Önundarfjarðar ræði um helgina neikvætt svar sjóðsstjórnar Samhugar í verki þess efnis að sjóðsstjórnin sjái sér ekki fært að verða við ósk íbúasamtakanna um viðræður um uppbyggingu á Flateyri vegna eyðileggingar af völdum snjóflóðanna í október 1995. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 316 orð

Óttast aukna vinnuþrælkun barna

Efnahagskreppan í Brasilíu Óttast aukna vinnuþrælkun barna Rio de Janeiro. Morgunblaðið. AÐ MATI brasilíska vinnumálaráðuneytisins er fjölgun barna í vinnuánauð eitt alvarlegasta vandamálið er brasilísk stjórnvöld standa frammi fyrir í tengslum við kreppuna í landinu. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

Ótvíræð viðskiptahindrun

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum hefur stefnt sjávarútvegsráðherra fyrir hönd íslenzka ríkisins til greiðslu bóta vegna ólögmætrar skerðingar á aflaheimildum fiskiskipsins Smáeyjar VE og til greiðslu málskostnaðar. Krafan nemur alls rúmum 15 milljónum króna auk vaxta. Hún er tilkomin vegna skerðingar á aflaheimildum, kvótaálagi, við útflutning á ferskum fiski. Meira
30. janúar 1999 | Landsbyggðin | 792 orð

Óvenjulegt tómstundagaman húsmæðra á Hornafirði

Í ÍBÚÐ á Bjarnahól á Höfn sitja tvær konur fyrir framan tölvu með fullt af blöðum og bókum við aðra hönd sér, en kaffibolla við hina. Þær eru víst búnar að sitja svona æði margar stundirnar á þessu ári og áreiðanlega tæmt margan kaffibollann. Þetta eru þær Guðný Svavarsdóttir og Davorka Basrak. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 303 orð

Peking-áætlunin Konur við stjórnvölinn

Peking-áætlunin Konur við stjórnvölinn Í HEIMINUM öllum eru konur aðeins 10% þeirra sem eiga sæti á löggjafarþingum þjóða sinna og hlutfall kvenna í ráðherrastólum er enn lægra. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

"Prinsessan á bauninni" í bíósal MÍR

SOVÉSK kvikmynd frá áttunda áratugnum verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 31. janúar kl. 15. Þetta er myndin "Prinsessan á bauninni" sem byggð er á samnefndu ævintýri eftir H.C. Andersen. Leikstjóri er Boris Rytsarjev, en með helstu hlutverk fara kunnir leikarar, m.a. Innokentí Smoktúnovski, Alísa Freindlikh, Svetlana Orlova, Alexander Kaljagin og Irina Malysheva. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 333 orð

Prímakov grefur undan Jeltsín

MARGT bendir til, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, eigi nú undir högg að sækja gagnvart forsætisráðherra sínum, Jevgení Prímakov, sem vinnur að því leynt og ljóst að takmarka völd hans. Hefur Prímakov m.a. lagt til við þingið, að völd forsetans verði takmörkuð nokkuð fyrir þingkosningarnar, sem verða síðar á árinu. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 202 orð

Prófkjör í dag

PRÓFKJÖR Samfylkingar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í Reykjavík fer fram í dag, laugardag. Á kjörskrá eru allir Reykvíkingar sem náð hafa 18 ára aldri 8. maí næstkomandi, flokksbundnir jafnt sem óflokksbundnir. Talning atkvæða í prófkjörinu hefst kl. 17 og verða fyrstu tölur birtar kl. 22. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 174 orð

Rætt um samstarf á sviði hafrannsókna

RÆTT var um möguleika á auknum samskiptum Tælands og Íslands á sviði hafrannsókna þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra heimsótti sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra landsins en opinberri heimsókn utanríkisráðherra til Tælands lýkur í dag. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 50 orð

Saga mataræðis í tilefni þorra

GUÐMUNDUR Jónsson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar um mat í fyrirlestri á næsta hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands sem haldinn verður þriðjudaginn 2. febrúar. Fundarstaður er ráðstefnusalur Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð kl. 12.05­13. Fyrirlestur sinn nefnir Guðmundur "Saga mataræðis: rannsóknir og möguleikar í íslenskri sagnfræði". Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Samstarfssamningur og íþróttamaður Þórs

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Íþróttafélagsins Þórs og Kaupfélags Eyfirðinga verður undirritaður í Hamri, félagsheimili Þórs, á morgun, sunnudaginn 31. janúar, en KEA hefur til margra ára verið einn helsti styrktaraðili félagsins. Við þetta tækifæri verður íþróttamaður Þórs 1998 útnefndur sem og íþróttamenn deilda. Gefandi verðlauna eru að vanda Verslunin JMJ og Joe's. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 182 orð

Sá rautt og rotaði dómarann

RÚMLEGA 30 áhorfendur urðu vitni að því í KA-heimilinu að leikmaður í innanhússmóti í 2. flokki í fótbolta rotaði Rúnar Steingrímsson dómara eftir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið fyrir að sparka í andstæðing. Atvikið átti sér stað í leik KA og Tindastóls. Staðan var 5-3, KA með forustu og lítið eftir af leiknum. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Skákþing

SKÁKÞING Akureyrar hefst í skákheimilinu við Þingvallastræti 18 á Akureyri á morgun, sunnudaginn 31. janúar, kl. 14. Umhugsunartími er 1,5 klukkustundir á 30 leiki og 30 mínútur eftir það til að ljúka skák. Mótið er opið. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Skíðað gegn vímu

SKÍÐADAGUR fjölskyldunnar undir slagorðinu "Skíðum gegn vímu" verður haldinn á vegum Skíðafélags Dalvíkur og Lionsklúbbanna á Dalvík á morgun, sunnudaginn 31. janúar. Meðal dagskráratriða er keppni í samhliðasvigi á brettum, þrautabaut fyrir 3. bekk og yngri, keppt verður í samhliða svigi milli foreldra og barna og þá verður kynning og leiðbeining á Telemark. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Skíðasambandið "seldi" atkvæði

NORSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Norðmenn hefðu þurft að "kaupa" atkvæði um 20 landa, þar á meðal Íslands, til að tryggja að Þrándheimur yrði fyrir valinu þegar staðarval HM í norrænum greinum árið 1997 var ákveðið á þingi Alþjóða skíðasambandsins í Búdapest 1992. Sigurður Einarsson, sem var formaður Skíðasambandsins á þessum tíma, staðfesti að þetta væri rétt. Meira
30. janúar 1999 | Landsbyggðin | 268 orð

Skóflustunga tekin að nýrri sýsluskrifstofu í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, tók á fimmtudag fyrstu skóflustungu að nýju húsnæði fyrir embætti sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi. Nýja húsnæðið verður við Aðalgötuna við hliðina á íþróttamiðstöðinni. Húsið verður 800 brúttófermetrar á tveimur hæðum og risi. Á neðri hæðinni verður aðsetur lögreglunnar, 4 fangaklefar og bílageymslur. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 260 orð

Snýr að innra skipulagi skólans

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur hefur ekki bein afskipti af málefnum Austurbæjarskóla heldur er skólastjórnendum þar innan handar um að leysa málið. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hefur umsjónarkennari þriðja bekkjar M.H. sagt upp störfum og ákveðið að draga ekki uppsögn sína til baka þrátt fyrir áskoranir foreldra þar um. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 501 orð

Staðfesting á 25 ára sambandi

VIÐBRÖGÐIN við þeirri ákvörðun Karls Bretaprins og ástkonu hans, Camillu Parker-Bowles, að sýna sig saman opinberlega hafa verið afar jákvæð. Prinsinn og Parker-Bowles gengu saman út úr Ritz-hótelinu í London eftir afmælisveislu í fyrrakvöld og þrátt fyrir að þeim rétt brygði fyrir áður en þeim var ekið á brott var talið að með þessu væri fengin óformleg staðfesting á ástarsambandi þeirra, Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Stefnt að sameininguw

SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIN Skinney hf. og Þinganes ehf. á Hornafirði keyptu í gær um 62% hlutafjár í Borgey hf. á Hornafirði. Seljendur hlutafjárins voru m.a. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga og sveitarfélagið Hornafjörður. Meira
30. janúar 1999 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Steingrímur sýnir í Blómavali

STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson opnar í dag, laugardag, kl. 15 sýningu á verkum sínum í Blómavali, Hafnarstræti 26. Á sýningunni eru alls 55 myndir, allar nýjar nema ein "og þetta er í fyrsta skipti á ferli mínum sem ég er sáttur við allar þær myndir sem ég sýni," sagði Steingrímur. "Ég er að halda upp á velgengni mína og vissa hamingju." Þetta er 93. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 1057 orð

Stjórnarandstaða hefur undirskriftasöfnun

ÍBÚAR Þýskalands eru um 82 milljónir, þar af eru 7,4 milljónir útlendingar. Í samanburði við önnur lönd í Evrópu er hlutfall útlendinga í Þýskalandi nokkuð yfir meðaltali. Fjórði hver innflytjandi kemur frá aðildarríkjum Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 112 orð

Styðja kennarann sem hættir

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing sem 29 kennarar við Húsaskóla í Reykjavík hafa sent frá sér til stuðnings Maggýju Hrönn Hermannsdóttur, kennara við Austurbæjarskóla, sem hefur sagt upp störfum vegna óánægju með vinnuaðstæður 28 nemenda bekkjar sem hún hafði umsjón með. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Styðja virkjun í Bjarnarflagi

Á FUNDI bæjarstjórnar Húsavíkur sl. fimmtudag var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: "Bæjarstjórn Húsavíkur lýsir yfir fullum stuðningi við áform Landsvirkjunar um stækkun virkjunar í Bjarnarflagi og skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að Alþingi heimili umræddar virkjunarframkvæmdir. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

SUS andvígt fjárútlátum í tónlistarhús

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um byggingu tónlistarhúss: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir mikilli óánægju vegna þeirra áforma ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar að eyða fjórum milljörðum króna af skáttfé til byggingar tónlistarhúss. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 458 orð

Takmarkað vínveitingarleyfi til bráðabirgða

BORGARRÁÐ samþykkti á síðasta fundi sínum bráðabirgðavínveitingaleyfi til veitingastaðarins Club Clintons í Fischersundi, þar sem Duus hús var í eina tíð. Leyfið er þó með þeim takmörkunum að það miðast við veitingatíma til klukkan 23.30 alla daga nema aðfararnótt laugardags og sunnudags og almenns frídags þegar veitingatíminn má vera til klukkan 1.00. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 314 orð

Tillaga Albínu valin

TILLAGA Albínu Thordarson að leikskóla við Háholt í Hafnarfirði varð fyrir valinu í samkeppni um leikskóla við Háholt og tillaga Alark, arkitekta sf. var valin að deiliskipulagi svæðisins. Tillögurnar verða til sýnis fyrir almenning á opnunartíma Hafnarborgar til mánudags 1. febrúar nk. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ungt fólk snæðir fornan mat

Börnin á leikskólanum Nóaborg í Reykjavík blótuðu þorra í gær með því að gæða sér á þjóðlegum réttum. Mörg voru að smakka góðgætið í fyrsta skipti en gerðu því flest góð skil. Vakti hákarlinn sérstaka athygli. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 312 orð

Úrslit í landsátaki bakarameistara

NÝLEGA er lokið kynningarátaki í bakaríum um allt land undir heitinu Skólabakarí. Bakarí og verslanir sem tóku þátt í átakinu, kynntu almenningi hollt brauð sem góðan valkost í nesti fyrir nemendur í skólum landsins. Samhliða kynningu á hollu skólanesti fyrir nemendur gáfu bakarameistarar út 50 króna brauðpening sem gilti sem afsláttur af skólanesti. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 520 orð

Varasamt að afskrifa Japan

Sérfræðingar í alþjóðlegum viðskiptum spá uppsveiflu í Japan og margir líta til landsins sem næsta álitlega vaxtarbrodds. Auðun Georg Ólafsson, fréttaritari í Japan, fer yfir stöðu efnahags- og stjórnmála í Japan. Meira
30. janúar 1999 | Erlendar fréttir | 394 orð

Var pyntaður á grimmilegan hátt

LÖGREGLAN á Norður-Írlandi segir að Eamon Collins, fyrrverandi liðsmaður Írska lýðveldishersins (IRA), hefði verið pyntaður og limlestur á grimmilegan hátt áður en hann var myrtur fyrr í vikunni. The Irish Times segir að grunur leiki á að atkvæðamikill lýðveldissinni, sem tengist IRA, hafi staðið fyrir morðinu. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Verð þorskafurða jókst um 3,6 milljarða

ÚTFLUTNINGUR SH á síðasta ári nam rúmlega 134.000 tonnum að verðmæti 30 milljarðar króna. Ef miðað er við verðmæti er þetta 3% aukning í samanburði við útflutning 1997, en ef miðað er við magn er um samsvarandi tölur að ræða á milli ára. Hlutfall erlendrar framleiðslu eykst á milli ára og fer úr 15% í 18%. Söluskrifstofa SH í Þýskalandi með mesta hlutdeild Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Vöfflukaffi hjá Þórunni í Kópavogi

STUÐNINGSFÓLK Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sem tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, býður upp á vöfflukaffi á morgun, sunnudag, á kosningaskrifstofu Kvennalistans, Hamraborg 20a, Kópavogi. Heitt verður á könnunni frá kl. 14­16. Þórunn ávarpar gesti og tónlistarfólk mun skemmta. Allir eru velkomnir. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 174 orð

Woodward semur við Eappen- hjónin

FULLYRT er að breska barnfóstran Louise Woodward, sem dæmd var sek um manndráp á sex mánaða gömlu ungabarni í fyrravetur, hafi gert samkomulag við foreldra barnsins, Sunil og Deborah Eappen. Falli þau frá málsókn á hendur Woodward og hún heiti því að reyna ekki að hagnast á frásögn sinni af málinu, sem vakti heimsathygli á sínum tíma. Meira
30. janúar 1999 | Miðopna | 1216 orð

"Ögurstund Íslendingasagna runnin upp"

ÁKVÖRÐUN Penguin Press um að ráðast í útgáfu á tug bóka hið minnsta sem innihalda valið efni úr Íslendingasögunum byggist að því talið er að miklu leyti á því að heildarsafn sagnanna kom út í nýrri enskri þýðingu í fyrra. Meira
30. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Öll sýnin söluhæf

HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ á höfuðborgarsvæðinu hefur látið kanna 28 sýni úr þorramat, en súrmatur er víða á boðstólum í verslunum þessa dagana. Í ljós kom að öll sýnin reyndust fullnægja þeim viðmiðunargildum sem stuðst er við um gæði súrmats og var hann því talinn söluhæfur í öllum tilvikum. Rannsakaður var fjöldi örvera og mælt sýrustig. Sýnin voru tekin frá sjö framleiðendum. Meira
30. janúar 1999 | Óflokkað efni | 76 orð

Örn Þórisson ráðinn áskriftarstjóri

ÖRN Þórisson hefur verið ráðinn áskriftarstjóri Morgunblaðsins. Starfið er nýtt og tekur til allrar dreifingar og sölu á blaðinu og þjónustu við áskrifendur. Örn er 41 árs gamall. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundaði nám við Háskóla Íslands í ensku og heimspeki áður en hann hóf störf, en síðustu fimmtán árin hefur hann starfað hjá Miðlun hf. Meira
30. janúar 1999 | Miðopna | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem nú er í opinberri heimsókn í Mexíkó, flutti ávarp í gær í veislu sem Nautico hélt honum til heiðurs. Með honum er Carlos Zaragoza en fyrirtæki fjölskyldu hans, Cozar, á helmingshlut í Nautico á móti íslenskum aðilum. Meira

Ritstjórnargreinar

30. janúar 1999 | Leiðarar | 558 orð

LANDVINNINGAR

SAMNINGUR sem Bókaútgáfa Leifs Eiríkssonar mun undirrita við bresk-bandaríska útgáfurisann Penguin Press næstkomandi þriðjudag og sagt var frá hér í blaðinu í gær um útgáfu tíu bóka með Íslendingasögum markar tímamót. Þessi samningur ætti að geta tryggt að fornsagnirnar fái meiri útbreiðslu og kynningu en áður hefur þekkst. Meira
30. janúar 1999 | Staksteinar | 310 orð

Skiptir Alþýðubandalagsins öllu máli?

"SAMFYLKING vinstrimanna byggist á þremur stjórnmálaflokkum. Þeir voru misstórir um síðustu kosningar en í sögulegu samhengi séð hefur Alþýðubandalagið verið sterkast þessara flokka," segir Svavar Gestsson alþingismaður í vefblaði sínu Hugmynd. Meira

Menning

30. janúar 1999 | Menningarlíf | 1240 orð

Að finna fjölina sína

ÞAÐ ER ekki nýmæli að íslenskir listamenn hleypi heimdraganum og takist á hendur verkefni á erlendri grundu. Þannig má nefna sveit rithöfunda, tónlistar- og myndlistarmanna sem haslað hefur sér völl utan landsteinanna. Leikhúsmenn eru ekki eins sigldir. Meira
30. janúar 1999 | Menningarlíf | 641 orð

Að veita eldri verkum eftirtekt á ný

Á SÍÐASTA ári endurútgaf bókaforlagið Vaka-Helgafell ljóðabækurnar Borgin hló eftir Matthías Johannessen og Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr. Fimmtíu ár voru þá liðin frá því Tíminn og vatnið kom út og breytti landslagi ljóðagerðar á Íslandi, og fjörutíu ár frá því Borgin hló, sem var fyrsta bók Matthíasar, kom út. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 225 orð

Borgfirðingar blóta þorra

ÍBÚAR Borgarfjarðar eystra héldu þorrablót nú um þorrakomuna. Að venju var vel veitt í mat og drykk og skemmtiatriðin ekki af verri endanum. Þar var farið yfir og hent gaman að mannlífi á Borgarfirði síðasta árið í kabarettstíl í bundnu og óbundnu máli. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 188 orð

Brostnar vonir Vonin lifir (Hope Floats)

Framleiðandi: Lynda Obst. Leikstjóri: Forest Whitaker. Handrit: Steven Rogers. Kvikmyndataka: Caleb Deschanel. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Harry Connick jr. og Gena Rowlands. (100 mín.) Bandarísk. Skífan, janúar 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 655 orð

Er ennþá á lausu

ÞEGAR hann segir orðið "maður" með djúpri rólegri röddu til að leggja áherslu á mál sitt lifnar gamla kvikmyndastjarnan James Coburn í minningunni. Upp í hugann koma myndir af honum með rykugan svartan kúrekahatt í Sjö hetjum (1960), eða í hlutverki stríðsfangans í Flóttanum mikla (1963), eða veraldarvana njósnaranum í Okkar manni Flint frá árinu 1966 þar sem hann var töffarinn, Meira
30. janúar 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Fimmtán listamenn í nýrri félagsmiðstöð

NÚ stendur yfir sýning á verkum fimmtán listamanna í nýrri félags- og menningarmiðstöð Samtakanna 78, Laugavegi 3, 4. hæð. Stöðin var opnuð 23. janúar sl. og bárust Samtökunum nokkrar listaverkagjafir, m.a. listaverk frá Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur myndhöggvara, er nefnist Þríhyrningur. Reglulegt sýningarhald er fyrirhugað á Laugavegi 3 og hefur Listasafnshópur Samtakanna 78 umsjón með því. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 118 orð

Gaulverjar á hvíta tjaldið

ÞAÐ ætti að reynast flestum auðvelt að finna út hvaða frægu teiknimyndahetju franski leikarinn Gerard Depardieu er að leika á þessari mynd. Já, og það er ekki ólíklegt að hann sé ættaður frá Gaulverjalandi rétt eins og Steinríkur góði úr bókunum um Ástrík. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 60 orð

Gimenez með dagatal

FYRIRSÆTANLuciana Gimenezfrá Brasilíu var aðgefa út dagatalprýtt myndum afsér til styrktarsjúkum börnum. Ámyndinni sést húnblása fingurkossum til ljósmyndaranna við útgáfudagatalsins í Riode Janeiro á fimmtudaginn var. Meira
30. janúar 1999 | Menningarlíf | 189 orð

Gjörningar, hljóðverk og myndbandsverk

UPPÁKOMUKVÖLD á vegum "dzt..." verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Í fréttatilkynningu segir að "dzt..." sé óstaðbundið gallerí fyrir blandaða, lifandi listmiðla eins og gjörninga, hljóðverk, myndbandsverk o.fl. Stofnendur "dzt..." eru listamennirnir Gulleik Lövskar og Kristinn Pálmason, sem hyggjast skipuleggja "dzt... Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 125 orð

Góðir á grímuballið

FRANSKI tískuhönnuðurinn Stephane Plassier sýndi margvíslegan fatnað á haust- og vetrartískusýningu sinni í París á fimmtudaginn. Vöktu höfuðfötin sérstaka athygli enda óvenjuleg svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Ætla mætti að í hönnun Plassier leynist djúpstæð ósk um að komast á grímuball, ef lesa ætti í hönnun húfnanna. Eða kannski í brúðuleikhús prúðuleikaranna. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 132 orð

Hetja heiðruð

KIRK gamli Douglas man sinn fífil fegurri, þegar hann geystist um hvíta tjaldið í einu hetjuhlutverkinu á eftir öðru og lúskraði á manni og öðrum. Hann ætti því að geta notað elliárin til að ilja sér við margar góðar minningar. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 500 orð

Í fótspor Bítlanna Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fjallar um nýjustu breiðskífu Robbie Williams "I've Been Expecting You".

Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fjallar um nýjustu breiðskífu Robbie Williams "I've Been Expecting You". ÉG VARÐ þeirrar gæfu aðnjótandi í apríl sl. að vinna í stúdíóinu þar sem hluti laga á þessum disk Robbie Williams, "I've Been Expecting You", er hljóðritaður eða í Jacob's Studios rétt utan við London. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð

Í kampakátu kompaníi

HNEFALEIKAKEMPAN Muhammad Ali, sem fyrrum skartaði heimsmeistaratitlinum í þungavigt, er hér í afar skemmtilegum félagsskap þar sem margur brandarinn hefur eflaust fokið. Það eru gamanleikararnir Robin Williams og Billy Crystal sem skemmta Ali, en þeir hittust allir á samkomu í Beverly Hills á fimmtudaginn, Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 466 orð

Jojk er listform augnabliksins

FINNSKA hljómsveitin Wimme heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, en í hljómsveitinni fer fremstur Wimme Saari, sem er þekktur fyrir sérstæða rödd sína og að flytja "jojk-söngva", hefðbundna Samatónlist og færa hefðina í nýtt samhengi. Koma hljómsveitarinnar er liður í Samadögum sem standa nú yfir í Norræna húsinu. Gamall söngmáti Meira
30. janúar 1999 | Margmiðlun | 319 orð

Kóreskir brautryðjendur

Kóresk fyrirtæki hafa rutt brautina fyrir mp3 tæknina og þannig eru þau tæki tvö sem eru á markaði bæði kóresk að uppruna. MPMan er selt af Saechan-fyrirtækinu kóreska og bandaríska fyrirtækið Diamond keypi kóreska fyrirtækið DigitalCast og frumgerð Riosins með. Meira
30. janúar 1999 | Menningarlíf | 54 orð

Lesið úr nýjum bókum á Akranesi

FJÓRIR rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, sunnudag, kl. 16. Bragi Þórðarson les úr Blöndukútnum, Thor Vilhjálmsson les úr bókinni Morgunþula í stráum og Þórarinn Eldjárn les úr bókinni Sérðu það sem ég sé? Í hlé mun flaututríó Tónlistarskóla Akraness flytja nokkur lög. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 105 orð

Mótmælt í Bangkok

UMHVERFISSINNAR í Taílandi héldu mótmælagöngu fyrir framan bandaríska sendiráðið í Bangkok á föstudaginn þar sem flestir mótmælenda báru grímu af bandaríska leikaranum Leonardo di Caprio og mótmælaspjöld. Meira
30. janúar 1999 | Margmiðlun | 355 orð

Næstum endalaus fjölbreytni

Rogue Squadron, leikur frá LucasArts. Leikurinn gerir kröfu um 166 MHz Pentium tölvu hið minnsta, 32 MB minni, þrívíddarkort með a.m.k. 4 MB minni og Direct3D eða Glide stuðning. Einnig þarf hljóðkort og fjögurra hraða geisladrif. Mælt er með stýripinna. Meira
30. janúar 1999 | Kvikmyndir | 225 orð

Samískar kvikmyndir í Norræna húsinu

Á LOKADEGI Samavikunnar í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, verða í boði þrjár samískar kvikmyndasýningar, kl. 14, 15 og 17. Á barnasýningu kl. 14 verða sýndar tvær myndir fyrir börn. Sú fyrri er teiknimyndin "En tid på hösten", byggð á sögunni Solens datter eftir Marry Ailonieida Somby. Þetta er samískt ævintýri og ástarsaga um dreng sem verður ástfanginn af dóttur sólarinnar. Meira
30. janúar 1999 | Margmiðlun | 170 orð

Southpark spillir Tiger Woods

ALLIR þekkja Southpark og þeir sem þekkja sig á Netinu höfðu líkastil flestir séð alla Southpark- þættina löngu áður en þeir komu í íslenskt sjónvarp. Einna mestur fengur þótti að komast í fyrstu myndina sem gerð var um þá Stan, Eric, Kyle og Kenny og kallast Andi jólanna. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 594 orð

Spaugarar á lóðaríi í Mosó

ÍSLENDINGAR eiga áreiðanlega heimsmet í mörgum greinum miðað við fólksfjölda, enda spara menn ekki drýgindalætin einmitt út af þessum heimsmetaslætti, sem er áberandi í viðskiptalífinu, fótboltanum (þeim erlenda), fjölda leiksýninga, sem fær svona ámóta umfjöllun og fótboltinn, bókmenntunum, sem á hverju ári eru bornar fram af orðgnótt snillinga og fjölmiðlum, Meira
30. janúar 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Sýna í Seattle

LISTAKONURNAR Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Kristín Guðjónsdóttir sýna verk sín á hópsýningunni Voyage í Nordic Heritage Museum í Seattle. Listamenn þessarar sýningar, tíu talsins, eru allir úr Nordic5'Arts hópnum, en þann hóp mynda listamenn af norrænum ættum, er starfa að hluta til í Kaliforníu ásamt heimalandi sínu. Sýningunni lýkur á morgun, sunnudag. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Týndi hlekkurinn?

ÆTLA mætti að týndi hlekkurinn í þróunarsögu mannsins hefði fundist á tískusýningu belgíska tískuhönnuðarins Walters Van Beirendonck á miðvikudaginn var, en svo var þó ekki. Rauð úlpa við svartar þröngar buxur og plastgríma yfir andlitinu var ein hugmynd hönnuðarins að tískunni á komandi haustmánuðum. Lag úlpunnar er mjög sérkennilegt og eins og herðar nái upp á mitt höfuð. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 271 orð

Þegar Reagan hummaði

NANCY Reagan hlær þegar hún segir frá því í samtali við Variety að Ronnie [Ronald Reagan] hafi staðið á svölum hótelsvítunnar á Century Plaza-hótelinu og kastað pappírsskutlum út í næturhúmið. Svítan var á miðvikudag tileinkuð Ronald Reagan. Hann var fyrstur til að dvelja í svítunni og gisti þar reglulega í forsetatíð sinni. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Þýsk fegurð

ALEXANDRA Philipps,bar kórónunasína meðprýði sl.fimmtudagþegar húnvann titilinnUngfrúÞýskaland íkeppni haldinvar í Berlín. Alexandra verður því fulltrúi Þjóðverja í keppninni um Ungfrú Heim sem haldin verður í nóvember. Það kemur í ljós 21. maí nk. hvaða íslenska ungmær fær kórónu og titilinn Ungfrú Íslandi. Meira
30. janúar 1999 | Fólk í fréttum | 208 orð

Ætlaði sér að verða bóndi

ÞAÐ VAR mikið um dýrðir þegar útgáfuhóf Verzlunarskólablaðsins var haldið í Borgarleikhúsinu í gær. Nemendur fjölmenntu yfir götuna og fengu sér gos, kökusneið og eintak af framsæknu skólablaði með þrívíddarforsíðu. Á meðal efnis í blaðinu var viðtal við stærðfræðikennarann Úlfar E. Meira

Umræðan

30. janúar 1999 | Kosningar | 534 orð

Að grípa gæsina

METNAÐARFULLAR málefnaskrár stjórnmálamanna kosta peninga. Kosningaloforðin fara stundum fyrir lítið þegar kemur að efndum og gjalddaga. Nýsköpun í íslensku atvinnulífi er nauðsyn. Það er eitt af stærstu málum komandi kjörtímabils að renna fleiri stoðum undir velmegun á Íslandi með skapandi hugmyndum og skynsamlegum framkvæmdum. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 166 orð

Árna Þór á þing

Árna Þór á þing André Bachmann, vagnstjóri og hljómlistarmaður, skrifar: ÁRNI ÞÓR Sigurðsson býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar 30. janúar nk. og sækist eftir 1. sæti Alþýðubandalagsins. Við sem störfum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur nutum þess um tíma að hafa hann sem formann stjórnar á síðasta kjörtímabili. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 320 orð

Árni Þór, Guðrún og Vilhjálmur

Árni Þór, Guðrún og Vilhjálmur Katrín Jakobsdóttir, fulltrúi Röskvu í háskólaráði, skrifar: Í hólfi Alþýðubandalagsins eru þrír einstaklingar sem hafa reynst íslenskum námsmönnum sérstaklega vel í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 149 orð

Ástu Ragnheiði í annað sætið

Ástu Ragnheiði í annað sætið Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafræðingur, skrifar: NÚ ÞEGAR prófkjör samfylkingarinnar er í nánd vil ég nota tækifærið og minna á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, sem býður sig fram í nafni Alþýðuflokksins. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 472 orð

Ávarp til Reykvíkinga

ÞAÐ ER mikil gerjun í íslenskum stjórnmálum. Flokkakerfið er í uppstokkun. Flokkar eiga að vera farvegur fyrir hugsjónir fólks og lífsviðhorf. Í grófum dráttum hafa tekist á tvenns konar meginsjónarmið meðal Íslendinga, sjónarmið jafnræðis og sjónarmið sérhyggju. Við sem aðhyllumst lífsviðhorf jafnfréttis höfum fram að þessu verið sundruð í marga hópa. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 862 orð

Bankalán og kvóti

Í UMRÆÐUNNI um stjórn fiskveiða hefur alltof miklum tíma verið eytt í þras um aukaatriði. Aðalatriði málsins, verndun fiskistofna og hagkvæmni í veiðum, gleymast stundum alveg. Ég vil nefna eitt dæmi um hefðbundna gagnrýni á kvótakerfið, sem nærist á sögusögnum um að menn fari út úr atvinnugreininni með fullar hendur fjár. Gróa á Leiti sér um að hafa fjárhæðirnar risavaxnar og mennina marga. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 364 orð

Baráttan er að hefjast

PRÓFKJÖR samfylkingar vinstrimanna í Reykjavík nú í janúarlok markar ekki endalok heldur upphaf. Í prófkjörinu verða valdir frambjóðendur Samfylkingarinnar. Eftir stendur hin raunverulega barátta um hver skuli stjórna þessu landi næstu fjögur árin. Íslenskir vinstrimenn eru stundum sakaðir um að berjast meira innbyrðis en við andstæðinga sína. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 861 orð

Bóknám eða verknám ­ hvorugt án hins

ÞAÐ HEFUR löngum verið til siðs hér á landi að skipta menntun í tvær aðgreindar fylkingar. Annars vegar bóknám og hins vegar verknám. Umræðan hefur oft á tíðum leiðst út á þá braut að milli þessara tveggja leiða til náms sé æði breitt bil, sem kemur í veg fyrir að unnt sé að nefna bóknám og verknám í sömu andrá. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 489 orð

Breytingar á framfærsluhlutfalli

Í DÆGURMÁLAUMRÆÐUNNI síðustu ár hefur því verið haldið fram að "framfærsluhlutfall" muni hækka mjög á Íslandi á næstu árum vegna fjölgunar ellilífeyrisþega. Vonandi boða þessi skrif ekki þrengingar á högum ellilífeyrisþega. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 155 orð

Breytt viðhorf á Alþingi

Breytt viðhorf á Alþingi Hörður Ingólfsson, Ránargötu 46, Reykjavík skrifar: Prófkjör Samfylkingarinnar er sem betur fer opið öllum og því hluti af næstu Alþingiskosningum. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 131 orð

Bryndís er góður kostur

Bryndís er góður kostur Árni Björnsson læknir skrifar: Við sem aðhyllumst félagshyggju og almenna velferð hljótum að fylgjast grannt með því hverra kosta verði á völ í alþingiskosningunum á vori komanda. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 391 orð

Bryndísi í fyrsta sætið

Bryndísi í fyrsta sætið Þorbjörn Guðmundsson, starfsmaður Samiðnar, skrifar: Útkoman í Reykjavík ræður úrslitum um styrk Samfylkingarinnar og þá skiptir miklu hver leiðir listann því sá sem leiðir listann í borginni er um leið að taka að sér að vera í forystusveit á Alþingi. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 708 orð

Dómsdagur

ÞEGAR rýnt er í skjöl og heimildir tengd svonefndu Sólborgarmáli kemur margt athyglisvert í ljós og viljum við benda á nokkur atriði. Embættisfærsla kirkjubókar Svalbarðssóknar er ekki færð sem skyldi í embættistíð sr. Ólafs Petersen, t.a.m. vantar nöfn Sólborgar og Árnínu dóttur hennar yfir innkomna í sóknina árið 1891, þá komu þær mægður frá Heiði á Langanesi að Svalbarði. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 313 orð

Ekki missa af þessu tækifæri

PRÓFKJÖR samfylkingarinnar er í raun og veru prófkjör þriggja flokka sem fer fram á sama degi og á sama seðlinum. Það er ekki flóknara en það. Í staðinn fyrir að vera með prófkjörið á hverjum stað fyrir sig ­ á þremur stöðum ­ eins og Reykjavíkurlistinn gerði 1994 er nú efnt til prófkjörs á sama stað og á sama tíma og á sama seðlinum. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 579 orð

Enn um einkavæðingu

EITT helsta hryggjarstykkið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar hefur undanfarin ár verið svokölluð einkavæðing. Hér er meira að segja starfandi sérstök einkavæðingarnefnd sem sér til þess að einkavæðingin hafi sinn gang og skili sér í rétta vasa. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 123 orð

Ég styð Jakob Frímann

Ég styð Jakob Frímann Friðrik Guðmundsson framkvæmdastjóri skrifar: Ég hlustaði á áhugaverðan útvarpsþátt sl. sunnudag sem enskur útvarpsmaður og Jakob Frímann stýrðu. Þar kom fram að mál Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið til umræðu í Bretlandi. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 107 orð

Ég styð Vilhjálm H.

Ég styð Vilhjálm H. Bjarki Már Magnússon, nemi og félagsmaður í Grósku­samtökum jafnaðar og félagshyggjufólks, skrifar: N.K. LAUGARDAG fer fram prófkjör samfylkingar 3ja flokka vegna komandi þingkosninga. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 125 orð

Fúnar stoðir burtu vér brjótum

Fúnar stoðir burtu vér brjótum Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður skrifar: Hingað vestur til Ameríku fregna ég að fram fari prófkjör sameiginlegra vinstrimanna nk. laugardag. Þegar ég sá nafn Bryndísar Hlöðversdóttur í þeim slag, var ekki laust við að mér létti nokkuð fyrir hönd og heilli minnar kæru þjóðar. Meira
30. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 617 orð

Grænlandsfarið Hans Hedtoft ­ 40 ár frá miklu sjóslysi

Í DAG eru liðin 40 ár frá því að flutninga- og farþegaskipið Hans Hedtoft fórst suður af Grænlandi með þeim 95 mönnum sem um borð voru. Skipið sem var í jómfrúrferð sinni var í eigu Konunglegu Grænlandsverslunarinnar. Þetta var nýjasta og fullkomnasta Grænlandsfarið og átti með tækni sinni að ráða fullkomlega við siglingar á viðsjárverðri leið suður fyrir Hvarf þar sem gjarnan er mikið af Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 147 orð

Guðrún ­ kona með víðtæka reynslu

Guðrún ­ kona með víðtæka reynslu Vigdís Jónsdóttir, Hofteigi 16, Reykjavík, skrifar: GUÐRÚN Ögmundsdóttir býður sig fram í 1. sæti Kvennalistans í prófkjöri samfylkingarinnar n.k. laugardag. Hún hefur víðtæka þekkingu m.a. eftir langa starfsreynslu sem félagsráðgjafi. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 339 orð

Guðrúnu Sigurjónsdóttur á Alþingi

Guðrúnu Sigurjónsdóttur á Alþingi Sólrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari skrifar: Haldið verður prófkjör hjá samfylkingu A-flokkanna og Kvennalistans í Reykjavík, þann 30. janúar næstkomandi til að velja frambjóðendur til Alþingis. Til annars sætis þar býður sig fram Guðrún Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari á Landspítalanum í Reykjavík. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 163 orð

Heiðarleika á þing

Heiðarleika á þing Rúnar Þór Pétursson, tónlistarmaður, skrifar: Heimir Már Pétursson, bróðir minn, býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í hólfi Alþýðubandalagsins. Ég mæli hiklaust með Heimi Má. Við erum ekki bara bræður heldur líka miklir vinir. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 571 orð

Heilbrigðisráðherra stóð við gefin fyrirheit

FYRIR skemmstu bað ég varaformann Öryrkjabandalagsins að finna þeim orðum sínum stað að Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefði gengið á bak orða sinna, en ráðherra hafði lýst yfir því að hún hygðist stíga fyrsta skrefið til að afnema í áföngum skerðingu bóta vegna tekna maka. Þetta stóð hún við eins og vænta mátti í desember síðastliðinum. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 1535 orð

HUGTAKIÐ AÐ VETURLIÐA Í jólabókaflóðinu kom út bók er bar heitið Lausnarsteinn/Lífsbók mín og fjallar um fjölþætt lífshlaup

EINHVERN tíma seint á árinu kom út bók sem tveir gamalreyndir ritfákar úr blaðaheiminum, Þorsteinn Thorarensen og Steingrímur Sigurðsson, eru höfundar að. Ber heitið Lausnarsteinn/Lífsbók mín, og fjallar um fjölþætt lífshlaup þess síðarnefnda, sem ásamt fleiru tiltæku titlar sig listmálara. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 676 orð

Hvort kemur á undan, hænan eða eggið?

ÞESSI samlíking kemur mér oft í hug þegar maður spyr hjólreiðafólk hvers vegna það noti ekki hjólið meira. Þá er svarið iðulega: "Ég legg ekki í að hjóla í umferðinni og mér finnst ég vera í stórhættu á hjólinu." Svo ef maður spyr ráðamenn hvers vegna séu ekki gerðir betri hjólastígar er svarið: "Það hjóla svo fáir að við erum ekkert að byggja upp svoleiðis kerfi fyrir fámennan hóp sérvitringa. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 180 orð

Inn á þing

Inn á þing Örn Valsson, Bergþórugötu 61, Reykjavík, skrifar: Ég er ekki vanur að skrifa greinar, hvað þá heldur lofgreinar í blöð. En ég stóðst ekki mátið þegar ég heyrði að Guðrún Ögmundsdóttir ætlaði að gefa kost á sér í prófkjör hjá samfylkingunni í Reykjavík. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 466 orð

Jakob Frímann í 2. sæti

Jakob Frímann í 2. sæti Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, skrifar: Íslenskir stjórnmálamenn eru of einlitur hópur, því þurfum við að breyta. Við þurfum þróttmikið fólk með fjölbreytta reynslu, fólk sem eygir möguleika þar sem aðrir sjá bara myrkrið. Þeirrar gerðar er Jakob Frímann Magnússon. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 126 orð

Kjósum mann ok annan

Kjósum mann ok annan Baldur Sigurðsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, skrifar: Í PRÓFKJÖRI samfylkingar A- flokka og Kvennalista rísa tveir menn hæst, þeir Árni Þór Sigurðsson og Mörður Árnason. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 142 orð

Kvennabarátta ­ enn í fullu gildi

Kvennabarátta ­ enn í fullu gildi Áslaug Thorlacius framkvæmdastjóri skrifar: Þegar rætt er um nauðsyn þess að jafna stöðu kynjanna á Alþingi eru þeir til sem telja að réttur kvenna sé orðinn svo vel tryggður í lögum að það skipti ekki lengur máli hvort karlar eða konur fari með völd. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 970 orð

Landssamband á villigötum Hestamenn

LIÐIÐ ár var viðburðaríkt fyrir hestamenn á Íslandi. Beðið var með eftirvæntingu eftir spennandi Landsmóti á Melgerðismelum strax frá byrjun árs. Keppnismenn miðuðu þjálfun hesta sinna við það að þeir yrðu á toppnum í kringum stærstu mótin. En þá kom flensan fræga og hestamenn lögðust í hálfgerðan dvala. Samkomur og mót lágu niðri og keppnishestar stóðu óhreyfðir inni í hesthúsum. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 759 orð

Ný pólitísk landamæri Samfylking

SÚ landafræði sem ég lærði og þær kynslóðir þar á undan kemur ekki að miklu haldi í dag. Allmörg stórveldi og alræðisríki hafa liðið undir lok á þessari öld og má þar til nefna Breska samveldið og síðar Sovétríkin. Þessi öld og aldirnar framundan virðast verða aldir alþjóðlegs samstarfs í stað þjóðernisofstækis og mannfyrirlitningar haldi mannkynið áfram á sinni þroskabraut. Meira
30. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 307 orð

Ofnotkun orðsins "hérna"

ÉG tek heilshugar undir ábendingu Ingvars N. Pálssonar í Víkverja fyrir nokkru og styð hugmynd hans þess efnis, að stjórnendur útvarps- og sjónvarpsþátta vari viðmælendur sína við ofnotkun orðsins hérna, sem tröllríður talmáli í dag. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 704 orð

Pappírstannheilsa

Í upphafi árs aldraðra setti heilbrigðisráðherra fram nýja reglugerð um endurgreiðslu vegna tannlæknaþjónustu. Frétt þess efnis birtist í Morgunblaðinu í byrjun janúar sl. Við fyrstu sýn virtist reglugerð þessi innihalda ágætisboðskap. Ellilífeyrisþegum var aftur færður sá réttur sem tekinn var af þeim árið 1992 með lagasetningu. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 154 orð

Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta sæti!

Rannveigu Guðmundsdóttur í fyrsta sæti! Kristín Jónsdóttir bæjarfulltrúi og arkitekt skrifar: NÚ LÍÐUR að prófkjöri Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í Reykjaneskjördæmi. Sá mæti þingmaður og formaður þingflokks jafnaðarmanna, Rannveig Guðmundsdóttir, býður sig fram í fyrsta sæti. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 186 orð

Réttur fyrirliði

Réttur fyrirliði Snorri S. Konráðsson, Lækjarhjalla 36, Kópavogi, og Þráinn Hallgrímsson, Helgubraut 13, Kópavogi, skrifa: Rannveig Guðmundsdóttir er kjörinn fyrirliði Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi næsta kjörtímabil. Hún er réttsýn, lipur í samskiptum og góð í samvinnu. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 358 orð

Samfylkingin á beinu brautina

UM LAND allt er draumur að rætast. Draumurinn um samfylkingu A-flokkanna og Kvennalista. Nýr veruleiki blasir við. Fram á sviðið stígur stjórnmálaafl sem getur og mun breyta íslensku samfélagi. Samfylkingin er komin til að vera og ljóst er hvert stefnir. Við munum sameinast í einum stórum flokki með frelsi, jöfnuð og kvenfrelsi að leiðarljósi. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 868 orð

Stöndum vörð um Elliðaárstöðina

HINN 10. maí 1921 voru vélar rafstöðvarinnar við Elliðaár gangsettar í fyrsta sinn og var orkan frá þeim notuð til lýsingar vegna framkvæmda við Reykjavíkurhöfn. Síðar sama ár var stöðin formlega vígð af Kristjáni konungi tíunda og var starfsemi Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar með hafin. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 382 orð

Sunnlendingar! Styðjum Drífu á Keldum

Sunnlendingar! Styðjum Drífu á Keldum Margrét Einarsdóttir, oddviti Austur- Eyjafjallahrepps og Sigríður Sveinsdóttir, varaoddviti Ásahrepps, skrifa: Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, er kona sem við treystum til að fylgja eftir stefnu um uppbyggingu landsbyggðarinnar og stöðvun fólksflótta úr kjördæminu. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 471 orð

Um atvinnumál í Reykjaneskjördæmi

REYKJANESSVÆÐIÐ er um margt eitt ákjósanlegasta byggðarlag landsins. Nálægðin við flugvöllinn, orkumöguleikar, greiðar samgöngur, hafnaraðstaða og fengsæl fiskimið gera svæðið, öðrum landshlutum fremur, afar hagstætt til uppbyggingar atvinnulífs, einkum í tengslum við Evrópska efnahagssvæðið. En þótt möguleikar séu fyrir hendi er það ekki nægjanlegt. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 1018 orð

Ungt fólk og atvinnuleysi Ungmenni

EKKI fór að bera á atvinnuleysi á Íslandi í einhverjum mæli fyrr en um og eftir 1990. Nánast allir gátu fengið vinnu þegar þeir vildu og skipti þá yfirleitt ekki máli hvort um einhverja vinnureynslu væri að ræða eða ekki. Fólk af minni kynslóð gat á unglingsárum sínum valið úr vinnu hvort sem um sumarvinnu var að ræða eða aukavinnu með skóla. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 126 orð

Valþór er traustsins verður

Valþór er traustsins verður Hjalti Már Þórisson háskólanemi skrifar: DAGANA 5. og 6. febrúar næstkomandi gefst Reyknesingum tækifæri til að velja forystu Samfylkingarinnar í kjördæminu. Meira
30. janúar 1999 | Bréf til blaðsins | 504 orð

Varnir gegn snjóflóðum Svar við fyrirspurn Hafsteins Númasonar og Kristjáns S. Kristjánssonar

Á ÁRINU 1985 samþykkti Alþingi lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Mikil pólitísk samstaða var um þessa lagasetningu. Kjarni lagasetningarinnar var að meta skyldi hættu á snjóflóðum í þeim sveitarfélögum þar sem snjóflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta talin á slíku sbr. 2. grein laganna. Á grundvelli þessara laga var sett reglugerð vegna snjóflóða í júní 1988. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 125 orð

Virkjum Jakob Frímann!

Virkjum Jakob Frímann! Hallur Helgason skrifar: FRAMFARIR byggjast á breytingum og nú eru tímar breytinga. Í rekstri fyrirtækja er nauðsynlegt að stjórnendur séu opnir fyrir nýjungum og lausir við fordóma. Meira
30. janúar 1999 | Kosningar | 173 orð

Víðsýni á þing

Víðsýni á þing Friðrik Rafnsson, ritstjóri, skrifar: EINSÝNI og þröngsýni eru tveir af þeim göllum sem mörgum þykir einkenna obbann af stjórnmálamönnum nú á tímum, menn séu allt of bundnir við stéttarlega eða flokkslega hagmuni, skorti yfirsýn og eigi því erfitt með að setja sig í annarra spor. Meira
30. janúar 1999 | Aðsent efni | 993 orð

Æruvernd látinna manna

FLESTUM er annt um mannorð sitt og heiður. Æran er mikilvæg "eign" hvers manns, samofin persónu hans. Mörgum verður ekki ljóst hversu dýrmæt æran er, fyrr en henni er háski búinn - á hana fellur blettur. Meira

Minningargreinar

30. janúar 1999 | Minningargreinar | 91 orð

Bergsteinn Gunnarsson

Bergsteinn Gunnarsson Sá dagur leið að kveldi er lífið var saklaust gaman. Þá rigndi niður eldi og brenndi okkur í framan. Sá gimsteinn er lífið tók ei aftur kemur að borðum. Í huga mér sem falleg bók ég kveð með þessum orðum: Þú gafst mér bita af köku þinni, sá biti er mér kær. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 1028 orð

Bergsteinn Gunnarsson

Á myndum þeim úr Laxárdal, sem ég á fyrir mig, er mikil heiðríkja og sólskin. Þar standa þeir í varpa Kasthvammsbræður, Gunnlaugur og Bergsteinn. Ævintýrið hófst þegar ellefu ára pottormur var ráðinn til snúninga hjá vandalausum í einhverri sveit langt, langt í burtu. Af Gljúfrunum sér niðrí Laxárdalinn og þótt hann sé þröngur nyrst koma helstu einkenni hans fljótlega í ljós. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 395 orð

Bergsteinn Gunnarsson

Við vitum það að í þessu lífi er aðeins eitt öruggt og það er að einhvern tímann deyjum við öll. Samt sem áður er aldrei hægt að búa sig undir það þegar ástvinir hverfa yfir móðuna miklu. Þegar ég frétti að Bergsteinn frændi minn hefði verið kallaður í burtu, svo sviplega og skyndilega, varð mér heldur orðvant. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 1026 orð

Bergsteinn L. Gunnarsson

Á skammdegiskvöldi í desemberbyrjun 1946 fórum við Bergsteinn fótgangandi frá Fosshóli austur yfir Fljótsheiðina að Laugum í Reykjadal. Þá var ég nemandi þar og samfylgdinni lokið. Hann hélt áfram austur yfir heiðina til síns heima í Kasthvammi í Laxárdal. Við vorum að koma frá jarðarför á kirkjustaðnum Ljósavatni. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 730 orð

Bergsteinn L. Gunnarsson

Ég sá hann fyrst fyrir hálfri öld koma akandi á dráttarvél til að vinna á nýrækt frænda míns í Laxárdal. Svo endaði hann ævi sína fyrir nokkrum dögum þegar hann var akandi á dráttarvél og það tók hana snjóflóð og keyrði í kaf. Bergsteinn Gunnarsson var alla tíð maður sem tók örlögum hvers tíma með jafnaðargeði. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 335 orð

Bergsteinn L. Gunnarsson

Í hjarta mínu á ég fjársjóð minninga. Það er mér dýrmætt að hafa átt því láni að fagna að kynnast honum Bergsteini í Kasthvammi. Það var sárt og mér varð svo kalt þegar hún Halla vinkona mín hringdi og sagði: "Hann pabbi er dáinn, það kom snjóflóð. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 237 orð

BERGSTEINN L. GUNNARSSON

BERGSTEINN L. GUNNARSSON Bergsteinn Loftur Gunnarsson var fæddur í Kasthvammi í Laxárdal 28. desember 1918. Hann lést af slysförum hinn 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þóra Gunnarsdóttir og Gunnar Marteinsson bóndi í Kasthvammi. Bergsteinn var næstyngstur fimm systkina. Þau eru: Gunnlaugur Tryggvi, f. 1908, d. 1986, Kristbjörg Þóra, f. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 348 orð

Guðmundur Ísar Ágústsson

Elsku Gúndi, ég trúi ekki ennþá að þú sért dáinn. Ég var aðeins búin að þekkja þig í tvo mánuði, en það var alveg nóg til þess að mér var farið að þykja vænt um þig. Ég trúði ekki því sem ég heyrði þegar ég hringdi 28. desember og spurði um þig. Það var sagt að þú værir dáinn en ég trúði því ekki. Ég hringdi aftur um kvöldið og spurði um þig, en sama svarið bergmálaði í hausnum á mér. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 32 orð

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON

GUÐMUNDUR ÍSAR ÁGÚSTSSON Guðmundur Ísar Ágústsson fæddist í San Francisco hinn 16. október 1985. Hann lést af slysförum á Snæfellsnesi 27. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. janúar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 86 orð

Hafsteinn Pálsson

Nú er elsku afi farinn til Guðs. Hann sem fékk okkur alltaf til að brosa og var svo góður. Við eigum marga fallega hluti sem hann færði okkur og margar hlýjar minningar. Tími okkar með afa var svo allt of stuttur en við vitum þó að hann verður ávallt hjá okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 305 orð

Hafsteinn Pálsson

Nú er hann Hafsteinn á Bjargi dáinn, en meðan við geymum hann í minningunni er hann eilífur. Það er sagt að í minningum manns séu æskuminningarnar sterkastar. Í mínu tilfelli er þetta satt þó að ég sé kannski ekki orðin mjög gömul. Þegar ég var sex ára eignaðist ég mína fyrstu vinkonu, Arnheiði, og fannst það mikil upplifun. Fljótlega fékk ég að heimsækja hana að Bjargi. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 253 orð

Hafsteinn Pálsson

Núna þegar ég hugsa til þín, afi, þegar þú ert farinn að eilífu frá okkur hugsa ég hvað það var alltaf gott að eiga þig að og hvað þú varst okkur alltaf góður. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var lítill og var að koma niður á Stokkseyri til ykkar ömmu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 380 orð

Hafsteinn Pálsson

Þegar ég hugsa til Hafsteins þá er mér bros og hlátur efst í huga því þannig sá ég hann svo oft. Þegar ég fór að vera með Arnheiði, "skruddunni" hans Hafsteins, en það kallaði hann svo oft yngstu dóttur sína, þá sagði hann þegar hann var spurður að því hvernig honum líkaði við mig, hvort ég væri nú ekki fullgamall fyrir hana en það eru sjö ár á milli okkar hjóna. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 87 orð

Hafsteinn Pálsson

Hafsteinn Pálsson Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi viti á minni leið. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Hafsteinn Pálsson

Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föður okkar sem nú hefur kvatt þennan heim. Allir sem þekktu pabba vita að hann var stór og mikill maður og duglegur eftir því og lagði hann mikla áherslu á það við okkur systkinin að vera stundvís og iðin hvort heldur sem var í vinnu eða námi. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 247 orð

HAFSTEINN PÁLSSON

HAFSTEINN PÁLSSON Hafsteinn Pálsson var fæddur í Reykjavík 11. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Magnúsdóttir, f. 24. október 1901, d. 1941, og Páll Jónsson, f. 1898 d. 1967. Systur Hafsteins eru Svanhildur, f. 2. janúar 1930, og Alla Árdís, f. 18. september 1934. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Kristbjörg Oddný Þórðardóttir

Elsku Kristbjörg. Við viljum aðeins fá að skrifa nokkrar línur til að minnast þín. Við söknum þín mjög mikið og eigum erfitt með að skilja af hverju þú varst tekin burtu frá okkur, svona ung, hraust, dugleg og frábær stelpa eins og þú varst. Þú áttir allt lífið framundan með Arnari og dætrum ykkar tveim Berthu Maríu og litlu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 29 orð

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR

KRISTBJÖRG ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR Kristbjörg Oddný Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1975. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 9. janúar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 288 orð

Kristbjörg Þórðardóttir

Ég varð orðlaus yfir þeim sorgarfréttum sem mér voru færðar að Kristbjörg, mjög hjartkær æskuvinkona mín, væri dáin. Báðar ólumst við upp úti í Eyjum. Það besta var að ég bjó í húsinu á móti, Búhamri 17, þannig að alltaf var stutt að fara til að hittast. Ég get sannarlega sagt að fyrstu níu ár ævi minnar höfum við verið óaðskiljanlegar vinkonur. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 459 orð

Ólafur Stefánsson

Mér finnst ótrúlegt að pabbi sé dáinn. Mánudaginn 12. janúar var hann á ferðinni á bílnum sínum og tók þátt í starfi eldri borgara á Egilsstöðum, eins og vani hans var, ­ en um kvöldið var hann fluttur helsjúkur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lést þar á sjúkrahúsi fáum klukkustundum síðar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 480 orð

Ólafur Stefánsson

Þegar ég frétti fráfall Ólafs Þorsteins Stefánssonar frá Arnarstöðum, Núpasveit, N-Þingeyjarsýslu, kom mér í hug orðið frændi. Almennt talað virðist þetta algenga og yfirlætislausa hugtak, notað um skyldmenni, ekki sérstakt tilefni til að nema staðar. Svo er þó fyrir mér, og það af tveimur ástæðum. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 270 orð

Ólafur Stefánsson

Um leið og ég kveð með söknuði tengdaföður minn, Ólaf Stefánsson, með nokkrum línum, er mér ljúft og skylt að þakka honum og eiginkonu hans, Kristínu Gunnlaugsdóttur, sem lést hinn 23. september síðastliðinn, fyrir alla þá umhyggju og hlýhug sem þau sýndu okkur Gullu og fjölskyldum okkar alla tíð. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 397 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Þegar rykmökkinn undan bílnum bar frá komst þú á móti mér úr slægjunni, lágvaxinn maður og grannur, kvikur á fæti, útitekinn og broshrukkur við augu. Ég sagði til mín og spurði um dóttur þína. Þú heilsaðir mér hlýlega, sagði dótturina nýfarna til vinnu á síldarplani á Seyðisfirði en ég skyldi aka til bæjar, hitta húsfreyju og þiggja veitingar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Elsku afi minn. Nú ertu dáinn og mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Mér finnst skrýtið að þú sért farinn til guðs. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur og góður við blómin, dýrin og allt og alla. Þú kenndir mér svo margt og ég man þegar að þú gekkst með mér um á Víðihóli og kenndir mér að þekkja blómin þegar ég var lítil. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 1268 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Ólafur Þorsteinn Stefánsson, Miðvangi 22, Egilsstöðum, fæddist á Sauðanesi á Langanesströnd 30. jan. 1917, sonur Oktavíu Stefaníu, dóttur Ólafs bónda þar og Stefáns Tómassonar frá Arnarstöðum í Núpasveit. Ólafur ólst svo upp á Arnarstöðum í stórum systkinahópi og kenndi sig jafnan við þann bæ. Ólafur var búfræðingur að mennt frá Hvanneyri. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Líklega má segja að það ætti ekki að koma neinum á óvart þó að roskinn maður falli frá. Fréttin um lát Ólafs Þ. Stefánssonar kom þó eins og þruma úr heiðskíru lofti, hann nýbúinn að halda jól með ástvinum sínum glaður og reifur, og engan óraði fyrir að svo stutt væri eftir af hans ævigöngu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 647 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Pd 3.1,2) Þegar við hjónin fórum að jarðarför Kristínar Gunnlaugsdóttur á liðnum haustdögum, datt okkur ekki í hug að svo stutt yrði á milli þeirra hjóna. En öllu er markaður tími. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 462 orð

Ólafur Þorsteinn Stefánsson

Augun pírðust lítið eitt og annað meira en hitt, út á þunn gagnaugun teygðu sig fíngerðar hrukkur eins og fingur á blævæng, hakan lyftist upp á við og lítið eitt fram, þykkar varirnar tóku mjúkt viðbragð og góðmannlegt brosið lék um veðurbitið andlitið. Þá svolítið hás hlátur sem náði endum við gamansöm orð. Röddin hrjúf en ómsterk og glaðleg. Laugardagskvöld og sparilykt í húsinu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 434 orð

ÓLAFUR ÞORSTEINN STEFÁNSSON

ÓLAFUR ÞORSTEINN STEFÁNSSON Ólafur Þorsteinn Stefánsson var fæddur á Sauðanesi á Langanesi 30. janúar 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Tómasson, f. 4.3 1891, d. 19.2. 1969, bóndi á Arnarstöðum í Núpasveit, og Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 30.9 1891, d. 4.1 1934. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 114 orð

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

Þegar aldraðir og þreyttir fá hinstu hvíld ættum við að gleðjast og gerum það. En það er nú einu sinni svo að þegar móðir deyr, þá eru þessi sterku tengsl rofin, og móðir er móðir sama á hvaða aldri hún er þegar hún kveður í hinsta sinn. Hún var alla tíð stór þáttur í mínu lífi og minnar fjölskyldu, ekki síst eftir að hún flutti til Akraness. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 182 orð

Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir

Okkur langar til þess að minnast hennar ömmu okkar með nokkrum orðum. Við hugsum með hlýhug til þess er hún bjó hérna á Akranesi. Það var alltaf svo gott að koma heim til ömmu. Hún átti hlýlegt og notalegt heimili, og svöngum börnum þótti gott að heimsækja ömmu sína eftir langan skóladag og setjast niður með mjólk og kleinur. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 34 orð

PÁLÍNA VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

PÁLÍNA VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Pálína Valgerður Þorsteinsdóttir fæddist í Neðri-Miðvík í Aðalvík á Hornströndum 2. júní 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Súðavíkurkirkju 23. janúar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 294 orð

Páll Hjaltalín Árnason

Páll Hjaltalín Árnason á Raufarhöfn er dáinn. Þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um deyr partur af manni sjálfum. Við Páll vorum systrasynir. ­ Síldarplan á Raufarhöfn sumarið 1955. Sól og síld. Iðandi mannlíf. Hróp og köll. Taka tunnu ­ tóma tunnu... meiri síld, vantar salt, hring ­ stála!! Líf og fjör. ­ Unnið dag og nótt. Törn. ­ Þetta var heillandi heimur. Þarna hitti ég Pál frænda fyrst. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 430 orð

Páll Hjaltalín Árnason

Elsku afi. Núna ertu loksins búinn að fá hvíldina sem þig var farið að lengja eftir. Þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir þig og ömmu og margt búið að ganga á. Og oft hafa læknarnir og aðrir haldið að þetta væri þitt síðasta. En alltaf komst þú öllum á óvart og reist upp úr veikindunum. En nú er þessu lokið. Ég minnist þín með hlýju og virðingu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 551 orð

Páll Hjaltalín Árnason

Þá er hann Palli farinn. Mig langar til að kveðja hann og þakka fyrir mig og mína. Palli hefur verið hluti af lífi mínu og minnar fjölskyldu frá því að ég man fyrst eftir mér. Minningarnar eru margar og góðar, þær rifjast upp hver af annarri. Við systkinin í heimsókn hjá Unu og Palla þar sem okkur var alltaf tekið opnum örmum og dekrað var við okkur. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 51 orð

Páll Hjaltalín Árnason

Elsku langafi. Núna ertu kominn til englanna og Guðs. Þú ert farinn af sjúkrahúsinu. Þú ert núna farinn til ömmu á Grund og afa á Súg. Núna ertu kominn í kistu með hvítum krossi á. Þú ert bráðum að fara í kirkjuna. Þinn litli kútur og langafastrákur, Árni Rúnar. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 717 orð

Páll Hjaltalín Árnason

Í dag fylgi ég Páli Hjaltalín Árnasyni, eða Palla eins og ég kallaði hann alltaf, til hinstu hvíldar. Á slíkri stundu koma upp í hugann margar góðar minningar, sem ég mun ávallt varðveita, um mann sem átti fastan sess í hjarta mínu og ég mun alltaf eiga. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu og þremur árum er ég fæddist á heimili þeirra hjóna, Palla og Unu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 463 orð

PÁLL HJALTALÍN ÁRNASON

PÁLL HJALTALÍN ÁRNASON Páll Hjaltalín Árnason fæddist á Svalbarði í Þistilfirði 12. mars 1927. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Pálsson, f. 2.10. 1899, d. 17.9. 1990, og Friðný Elísabet Þórarinsdóttir, f. 21.3. 1903, d. 21.11. 1983. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Einar Þórarinn, f. 18.1. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 1112 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

Laugardagurinn 23. janúar rann upp bjartur og mildur. Mikil tilhlökkun ríkti í mörgum Tálknfirðingum því halda skyldi þorrablót um kvöldið. Aldrei þessu vant ætluðu Stebbi Jói og Stína ekki að fara á þorrablótið. Það var óvenjulegt, þar sem þau höfðu ætíð mætt, en ekki núna. Þorrablótsnefndin var búin að skreyta samkomusalinn, hljómsveitin komin á svæðið og maturinn tilbúinn. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 221 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

Það var mikill harmur laugardaginn 23. janúar þegar þær fregnir bárust að hann Stebbi Jói væri dáinn. Við hjónin horfðum hvort á annað. Margar minningar fóru um hugann um þennan góða mann sem hann Stebbi hafði að geyma, alltaf svo lífsglaður og jákvæður. Okkur langar til að kveðja hann með nokkrum orðum. Fyrsta minningin er um hann sitjandi með gítarinn sinn umkringdan fólki að stjórna söng. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 186 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

Sunnudagurinn 24. janúar rann upp með yndislegu veðri. Sólin sendi einn af sínum fyrstu geislum yfir þorpið okkar í Tálknafirði. En hún náði ekki að færa okkur þá birtu, sem hún ávallt gerir, því kvöldið áður hafði orðið hræðilegt slys. Vinur okkar og félagi, hann Stebbi Jói, hafði dáið. Enginn reiknar með því að hraustur maður á besta aldri sé kvaddur yfir móðuna miklu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 476 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

Mig setti hljóðan þegar hringt var til mín á sunnudaginn og mér tjáð að Stefán Jóhannes Sigurðsson, formaður Héraðssambandsins Hrafnaflóka, væri látinn, ég átti erfitt með að trúa að þetta gæti verið satt. Það er erfitt að sætta sig við að þurfa að kveðja svo góðan dreng í blóma lífsins, en við verðum að sætta okkur við orðinn hlut og verk Stefáns lifa svo ötull sem hann var í félagsstarfinu. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Stefán Jóhannes Sigurðsson

"Eitt sinn verða allir menn að deyja." Þó að það sé það eina örugga í þessu lífi kemur það alltaf jafn mikið á óvart. Sorgin er þung og erfið að bera en trúin á bjarta tíma ber mann áfram. Við fyllumst þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Jóa, fyrir stundirnar sem við áttum með honum, þakklæti fyrir minningarnar sem nú ylja í sorginni. Meira
30. janúar 1999 | Minningargreinar | 189 orð

STEFÁN JÓHANNES SIGURÐSSON

STEFÁN JÓHANNES SIGURÐSSON S. Jóhannes Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 12. febrúar 1953. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson rafvirki, síðast sölumaður á Reykjalundi, f. 26. jan. 1932, d. 21. okt. 1996, og Hulda R. Egilsdóttir, f. 10. júní 1927, d. 12. feb. 1981, síðast verslunareigandi í Reykjavík. Systkini Jóhannesar eru: Þórdís Eygló, f. 28. Meira

Viðskipti

30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Evran í mestu lægð gegn dollar

EVRAN komst í mestu lægð gegn dollar í gær vegna beztu hagtalna í Bandaríkjunum í tvö ár og hlutabréf hækkuðu í verði í óstöðugum viðskiptum í Evrópu vegna samrunafrétta. Fréttir um að verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum hafi aukizt um 5,6% á fjórða ársfjórðungi og að verðbólga á evrusvæðinu hafi minnkað munu hafa áhrif á vaxtaákvarðanir bandaríska seðlabankans, Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

GM hafnar frétt um gagntilboð í Volvo

GENERAL MOTORS, mesti bílaframleiðandi heims, hefur vísað á bug frétt um að hann ætli að gera 15 milljarða dollara gagntilboð í allt Volvo-fyrirtækið í Svíþjóð. Blaðið Detroit News hafði greint frá því að GM mundi bjóða í Volvo í framhaldi af því að Ford Motor Co, annar mesti bílaframleiðandi heims, hefur gert 6,5 milljarða dollara tilboð í fólksbíladeild Volvo. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Hagnaður EBay 13-faldast

HAGNAÐUR EBay, hins fræga uppboðshaldara á Netinu, þrettánfaldaðist á síðasta ársfjórðungi vegna þess að viðskiptavinum fjölgaði og haldin voru 48% fleiri uppboð en í næsta ársfjórðungi á undan. Hagnaður á þremur mánuðum til desemberloka jókst í 2,8 milljónir dollara, eða 7 sent á hlutabréf, úr 214.000 dollurum, eða 1 senti, á sama tíma 1997. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Kaupir dótturfyrirtæki Árness hf. í Hollandi

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hf. hefur keypt dótturfyrirtæki Árness hf., Árnes Europe, í Hollandi. Árnes Europe hefur fengist við sölu á frystum fiski í Hollandi og víðar í Evrópu, aðallega á ýmsum flatfisktegundum. Með kaupunum á Árnesi Europe og auknu samstarfi við Árnes hf. hyggst SH styrkja stöðu fyrirtækisins í sölu á flatfiski á öllum markaðssvæðum. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 655 orð

Lagt til að greiða hluthöfum 554 milljónir í arð

REKSTRARHAGNAÐUR Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. á árinu 1998 var 734 milljónir króna. Vöxtur efnahagsreiknings var um 33,7% á fyrsta starfsárinu og námu heildareignir FBA við lok árs 72,8 milljörðum króna. Stjórn FBA mun leggja tillögu fyrir aðalfund um 8% arðgreiðslu til hluthafa á árinu 1999. Það eru um 75% af hagnaði síðastliðins árs eða sem nemur 554 milljónum króna. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 950 orð

Mest fé í flugstöð og skólabyggingar

ALLS verður veitt um 7,5 milljörðum króna til nýframkvæmda á árinu 1999 í Reykjavík af hálfu borgarinnar og borgarfyrirtækja og eru aukin umsvif helst við skólabyggingar og byggingu menningarstofnana vegna menningarársins 2000. Varið verður 1.400 m.kr. til leikskóla og grunnskóla, þar af 1.100 til grunnskóla. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Northwestern Airlines flýgur til Oslóar

BANDARÍSKA flugfélagið Northwestern Airlines ætlar að hefja daglegt áætlunarflug milli Minneapolis og Óslóar. Flugleiðir hafa flogið frá Minneapolis með tengiflugi frá Reykjavík til Evrópu, meðal annars Óslóar. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, segist ekki gera ráð fyrir að áform Northwestern Airlines hafi mikil áhrif á samkeppnisstöðu Flugleiða. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 570 orð

Nýr farvegur fyrir fjárfestingar

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands hf., telur mjög mikilvægt að fjármálafyrirtækin í landinu eigi möguleika á að koma að fjármögnun nýrra verkefna er byggjast fyrst og fremst á hugviti og þekkingu. Segir hann að Landsbankinn hafi stofnað dótturfélagið Landsbankann-Framtak hf. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Vextir lækkaðir á mánudag

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. ætlar að lækka verðtryggða og óverðtryggða skuldavexti frá og með mánudeginum 1. febrúar. Vaxtabreyting bankans er í samræmi við vaxtaþróun á markaði, en verðtryggðir vextir hafa farið lækkandi í framhaldi af tilkynningu fjármálaráðuneytis um fyrirhugaðar niðurgreiðslur á skuldum ríkisins á árinu, að því er kemur fram í tilkynningu frá Búnaðarbanka. Meira
30. janúar 1999 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Væntingar um aukin viðskipti landanna

UM EITT hundrað manns sóttu íslenska kaupstefnu, sem haldin var í Bangkok í Taílandi í gær, í tilefni af opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til landsins ásamt íslenskri viðskiptasendinefnd. Tólf íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu á kaupstefnunni og ráðstefnu sem skipulagðar voru af Útflutningsráði Íslands. Meira

Daglegt líf

30. janúar 1999 | Neytendur | 83 orð

Símskeyti á Netinu

RITSÍMINN í þjónustunúmeri 146 sér um móttöku símskeyta en nú býður Landssími Íslands upp á þá nýjung að panta sendingu símskeyta á Netinu. Í fréttatilkynningu frá Landssíma Íslands kemur fram að farið er inn á heimasíðu Landssímans og á slóð Ritsímans, www.simi.is/ritsiminn. Meira
30. janúar 1999 | Neytendur | 91 orð

Vor- og sumarlisti Otto

VOR­ og sumarlisti Otto er kominn til landsins. Vörurnar í listanum eru frá Þýskalandi. Í fréttatilkynningu frá umboðsaðila kemur fram að Otto sé einna stærsti vörulistinn í Evrópu, en hann er alls 1.300 blaðsíður. Í listanum er að finna tískufatnað, húsbúnað og rafmagnsvörur. Þá eru alltaf einhverjar vörur úr listanum til sýnis og sölu í húsnæði Otto-listans í Ármúla. Meira
30. janúar 1999 | Neytendur | 349 orð

Öll sýni af þorramat reyndust í lagi Alls voru 28 sýni úr þorramat rannsökuð á síðustu dögum og reyndust öll fullnægja þeim

ÞETTA kemur fram í niðurstöðum könnunar heilbrigðiseftirlita á höfuðborgarsvæðinu, en nýlega fór fram könnun á gæðum súrmats sem er á boðstólum á höfuðborgarsvæðinu. "Niðurstöðurnar gefa ákveðna vísbendingu um að verkun súrmats sem er á boðstólum sé yfirleitt góð," segir Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Meira

Fastir þættir

30. janúar 1999 | Í dag | 53 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. janúar, verður sextugur Ragnar Tómasson, lögfræðingur, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Eiginkona hans er Dagný Gísladóttir. Dagný og Ragnar eru vestanhafs þar sem afmælisbarnið skokkar um stræti Orlando til undirbúnings Las Vegas- maraþoni 7. febrúar. Meira
30. janúar 1999 | Í dag | 29 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. janúar, verður sjötíu og fimm ára Margrét Kristín Björnsdóttir, Teigagerði 16. Eiginmaður hennar er Sigurður Úlfarsson, húsgagnasmíðameistari. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 837 orð

Á uppleið "Hann sagði að norrænar bókmenntir hefðu notið virðingar á síðustu öld og talið hefði verið með ólíkindum að slíkar

Í nýlegu viðtali Karls Blöndals við Johann P. Tammen, útgefanda og skáld í Þýskalandi, lætur Tammen eftirfarandi orð falla um norrænar bókmenntir og íslenskar sérstaklega: "Hann sagði að norrænar bókmenntir hefðu notið virðingar á síðustu öld og talið hefði verið með Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 1595 orð

BEKKJARMYNDIN Á Trabant- bifreið í skólann

"MYNDIN er af fjórða bekk B í máladeild og var tekin fyrir framan Menntaskólann við Sund líklega einhvern tímann snemma á árinu 1980. Menntaskólinn við Sund hafði þá verið við Gnoðarvoginn í fjögur ár. Hann hét MT þegar ég byrjaði í fyrsta bekk í skólanum veturinn 1976-77 og skólinn hafði verið til húsa í gamla Miðbæjarbarnaskólanum við Tjörnina nokkur ár á undan og ég var á öðru ári í skólanum Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 765 orð

Draumur um tákn

HVAÐ er það sem gerist þegar mann dreymir? Er draumurinn bara hreinsun á áreitum heilans líkt og MacAfee-vírusforrit á skranið og veirurnar sem fylgja með góðum og gildum hlutum af Netinu? Eða er draumurinn úrvinnslutæki fyrir óleyst verkefni vökuvitundar, tæki til að greina kjarnann frá hisminu? Skoðunarvél sjálfsins til að greina eðli þitt og gerð, Meira
30. janúar 1999 | Í dag | 542 orð

Fyrirspurn

ÉG er með fyrirspurn til Sjónvarpsins um það hvort ekki væri hægt að fá Ómar Ragnarsson til að koma með skemmtiþátt í sjónvarpinu. Þetta er svo fjölhæfur og skemmtilegur maður. Eins sakna ég Hemma Gunn mjög mikið. Áhorfandi. Hver getur ráðið draum? Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 1372 orð

Guðspjall dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8)

ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 492 orð

Hvað er kotra? MENNING - LISTIR

1. Hvaða íslenskar skáldsögur voru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1999? 2. Hvað nefnist árleg tónlistarhátíð sem lauk í þessari viku í Reykjavík? 3. Margrét Rún Guðmundsdóttir leikstjóri fékk nýlega 47.500.000 kr. vilyrði til framleiðslu kvikmyndarinnar Sólon Islandus. Hvað hét Sólon réttu nafni? SAGA 4. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 695 orð

Hvað er sefjun?

Spurning: Hvaða skýringar hefur sálfræðin á hugtakinu sefjun? Þá á ég fyrst og fremst við trúarlega sefjun, t.d. þegar menn ánetjast sértrúarsöfnuðum, og eins þegar menn sleppa sér á íþróttakappleikjum. Svar: Sefjun beinist að því að hafa áhrif á hug manna, koma inn nýjum hugsunum eða að láta hugsanir og tilfinningar sem fyrir eru víkja fyrir öðrum. Meira
30. janúar 1999 | Dagbók | 502 orð

Í dag er laugardagur 30. janúar, 30. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og

Í dag er laugardagur 30. janúar, 30. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um. (Jóhannesar bréf 5, 15.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hansiwall fór í gær. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 969 orð

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 990. þáttur

Íslenskt mál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 990. þáttur UMSJÓNARMAÐUR hefur áður með ánægju skýrt frá því mikla starfi sem unnið hefur verið og unnið er við íslenskun tölvumálsins. Nú hafa enn gerst miklir og góðir atburðir. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 283 orð

Safnaðarstarf Tómasarmessa í Breiðholtskirkju

ÁHUGAHÓPUR um Tómasarmessuna efnir til fjórðu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd, sunnudagskvöldið 31. janúar, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið athygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur jafnan fjölsóttar og hefur svo einnig verið hér. Meira
30. janúar 1999 | Fastir þættir | 1040 orð

Sælkerinn Korkur og "korkur" Ko

MIKIL umræða hefur verið um framtíð korktappans á síðustu mánuðum og hafa flest helstu tímarit veraldar, er fjalla um vín, birt viðamiklar úttektir þar sem sérfræðingar velta fyrir sér framtíð korktappans. Korktappar, sem eru unnir úr berki portúgalskra korktrjáa, hafa um langt skeið verið órjúfanlega tengdir vínframleiðslu. Meira
30. janúar 1999 | Í dag | 400 orð

ÞAÐ kemur við og við fyrir að lesendur Víkverja sendi honum línu. Víkverja bar

ÞAÐ kemur við og við fyrir að lesendur Víkverja sendi honum línu. Víkverja barst á dögunum eftirfarandi bréf frá Vigdísi Stefánsdóttur: "Ég les Morgunblaðið daglega eins og þorri landsmanna og Víkverji er í þægilega stuttu formi og þar að auki oft skemmtilegur og fræðandi, þó á stundum minni hann á gamlan nöldursegg. Meira

Íþróttir

30. janúar 1999 | Íþróttir | 350 orð

Afturelding og FH-ingar í úrslit

Undanúrslitum í bikarkeppni Handknattleikssambandsins lýkur um helgina, hjá körlunum í dag en konunum á morgun. Í karlaflokki mætast Grótta/KR og FH á Seltjarnarnesinu og Afturelding tekur á móti Fram og hefjast leikirnir kl. 16. Á morgun verður nágrannaslagur í Hafnarfiði er FH og Haukar mætast í kvennaflokki. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 149 orð

Bikarkeppni karla, undanúrslit: Laugardagur:

Handknattleikur Bikarkeppni karla, undanúrslit: Laugardagur: Seltjarnarn.:Grótta/KR - FH16 Varmá:Afturelding - Fram16 Forsala hefst kl. 11 í Íþróttahúsinu að Varmá. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 540 orð

Ekki gekk rófan hjá Erni

LÁRA Hrund Bjargardóttir sló eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi í 50 metra laug á fyrsta degi alþjóðlega sundmótsins í Lúxemborg. Þrátt fyrir fremur misheppnað sund þar sem fyrstu 200 metrarnir voru of hægir bætti hún metið um rúmar 2 sekúndur, synti á 5.06,50 mín. Örn Arnarson "fraus" á síðari 100 metrunum í 200 metra flugsundi og náði því ekki að bæta Íslandsmetið, synti á 2. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 885 orð

Er ekki lengur saumaklúbbur

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Herdísi Sigurbergsdóttur, fyrirliða kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik og íslenska landsliðsins: "Ástæða fyrir þessum skrifum mínum er grein sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 28.janúar sl. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 188 orð

Fáni í hálfa stöng og sorgarbönd

FORRÁÐAMENN portúgalska knattspyrnuliðsins Sporting frá Lissabon hafa hvatt áhangendur liðsins til að bera sorgarklæði í mótmælaskyni við meintar ofsóknir dómara á hendur liðinu í 1. deild. Telja þeir að fjölmargir vafasamir dómar gegn liðinu í undanförnum leikjum hafi gert vonir þess um sigur í deildinni að engu. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 211 orð

Framarar höfðu það í Eyjum!

ÍBV mætti Fram í undanúrslitum bikarsins í Eyjum í gærkvöldi og hafði Fram betur, 21:17, og er komið í úrslit. Fram mætir annað hvort FH eða Haukum, sem leika í undanúrslitum á morgun. Leikurinn var hörkuspennandi og heimastúlkur byrjuðu betur, vel kvattar af fjölmörgum áhorfendum í Eyjum, Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 386 orð

Heimsmetstilraun í Lúxemborg

MARK Warnecke, heimsmethafi í 50 metra bringusundi í 25 metra laug og Evrópumeistari í sömu grein ætlar sér að slá heimsmetið í 50 m bringusundi í 50 metra laug á alþjóðlega sundmótinu í Lúxemborg. Heimsmet Warnecke í 25 metra laug er 26,70 sek., sett þegar hann varð Evrópumeistari í Sheffield í desember síðastliðnum. Heimsmetið í 50 metra laug á hins vegar Úkraínumaðurinn Saburía, 27,61 sek. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 1375 orð

Hiddink fær gula spjaldið

Gífurleg umskipti hafa orðið í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu á fáeinum dögum. Eftir skelfilegt gengi fyrir áramót hafa meistarar Barcelona náð að rétta úr kútnum og eru í efsta sæti deildarinnar nú þegar keppnistímabilið er hálfnað. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 101 orð

ÍBV - Fram17:21

Íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, undanúrslit í bikarkeppni kvenna, föstudaginn 29. janúar 1999. Gangur leiksins: 3:0, 6:3, 7:7, 9:10, 11:11,15:15, 16:16, 16:19, 17:19, 17:21. Mörk ÍBV: Amela Hegic 6/3, Jennie Martinsson 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Hind Hannesdóttir 2/1. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 160 orð

ÍSÍ hvetur Samaranch til að segja ekki af sér

ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, ritaði í gær Juan Antonio Samaranch, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, bréf, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna atburða síðustu vikna og bendir á að trúlega séu þau spillingarmál sem komið hafa fram aðeins toppurinn á ísjakanum. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 55 orð

KR og Fram ráða framkvæm· dastjóra

MAGNÚS Orri Schram, sagnfræðingur sem hefur verið starfandi íþróttafréttamaður Sjónvarpsins, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu hjá KR. Að rekstrarfélaginu standa nýstofnað hlutafélag KR-Sport og knattspyrnudeild KR. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 873 orð

Meiðsli Herdísar og Auðar

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi grein frá Theódóri Guðfinnssyni, landsliðsþjálfara kvenna í handknattleik. "Að gefnu tilefni, vegna greinar um meiðsl Herdísar Sigurbergsdóttur, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 28. jan. sl., vill undirritaður taka fram að Aðalsteinn Jónsson þjálfari Stjörnunnar bað mig aldrei um að hvíla Herdísi í landsleikjunum við Rússa. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 49 orð

Reuters Sigri fagnað í MelbourneRÚSSNESKA stúlkan Anna

Reuters Sigri fagnað í MelbourneRÚSSNESKA stúlkan Anna Kournikova og svissneska tennisstjarnan Martina Hingis fögnuðusigri í tvíliðaleik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Þær lögðu Kindsay Davenport, Bandaríkjunum, og Hvít-Rússann Natasha Zvereva að velli 7-5 og 6-3. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 441 orð

"Seldi" Norðmönnum atkvæði sitt

NORSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Norðmenn hafi þurft að "kaupa" atkvæði um 20 landa til að tryggja það að Þrándheimur yrði fyrir valinu þegar staðarval HM í norrænum greinum árið 1997 var ákveðið. Að sögn norska blaðsins Addresseavisen var Ísland eitt þeirra landa sem seldu atkvæði sitt á þingi Alþjóða skíðasambandsins, FIS, í Búdapest 1992. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 75 orð

Örn í afreksflokk

ÖRN Arnarson, sundkappi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Íþróttamaður ársins 1998, hefur verið settur í afreksflokk Afreksmannasjóðs ÍSÍ og fær því 160.000 krónur mánaðarlega úr sjóðnum á þessu ári. Afreksmannasjóður endurnýjaði einnig samninga vegna frjálsíþróttafólksins Guðrúnar Arnardóttur, Jóns Arnars Magnússonar og Völu Flosadóttur ­ fær hvert um sig 160.000 á mánuði. Meira
30. janúar 1999 | Íþróttir | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

EINS og kom fram hér á síðunni í gær, þá var það mishermt að Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði talað við Theódór Guðfinnsson og beðið um að Herdís Sigurbergsdóttir yrði hvíld gegn Rússum. Aðalsteinn talaði við Kristján H. Ragnarsson. Meira

Úr verinu

30. janúar 1999 | Úr verinu | 1602 orð

Greitt fyrir heimildir og dreifing aukin

RÓTTÆKAR breytingar eru um þessar mundir að ríða yfir í Suður- Afríku hvað varðar stjórn fiskveiða. Tekið hefur verið upp nýtt úthlutunarkerfi fiskveiðiheimilda, sem felur í sér að einstaklingskvótar verða leigðir út til ákveðins tíma í stað þess að þeim sé úthlutað án endurgjalds. Meira

Lesbók

30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 8512 orð

1998 Sjötugasti og þriðji árgangur Íslensk ljóð A

Anna S. Björnsdóttir: Nálægð, Kveðja, Endurfundir, 7. tbl. bls. 13. Anna Marta Guðmundsdóttir:Grimmd, 45. tbl. bls. 18. Anna Snorradóttir: Sjónhenda á hausti, Í ágústhúminu, Ballettskór í Lincoln Center, Sumarkvöld á Rhodos, 24. tbl. bls. 14. Auðunn Bragi Sveinsson: Efri árin, 38. tbl. bls. 5. Mánuðurinn framundan, 47. tbl. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 272 orð

Áfangar á kyrru hafi

"ÞETTA eru olíumálverk unnin á tré eða striga á síðastliðnum tveimur árum," segir Guðbjörg Lind Jónsdóttir listmálari sem opnar sýningu í dag, laugardag kl. 15 í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin ber yfirskriftina "Áfangar á kyrru hafi". Að sögn Guðbjargar hefur vatnið og hin síbreytilega mynd þess verið frá upphafi eitt af meginviðfangsefnum málverka hennar. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

Á SKÓGUM

Fróðleikskosti fann ég mér fljótt í Skógum næga. Þjóðlífshollan blóma ber byggðasafnið fræga. Þar er gefin sögusýn sem í minni stendur. Hrifin var þar hugsun mín hátt um tímans lendur. Safnið allt er kostum krýnt, kann sitt gildi að boða. Þar er gestum sitthvað sýnt sem er vert að skoða. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

ÁSTIN

Þú sendir mér augnaráð því þú elskar mig og hatar vilt tortíma mér á fórnaraltari þínu því þú hatar vilt gleypa mig heila til að slökkva eldinn því þú elskar en þú gleymir að þú elskaðir enga aðra og hefur aðeins nært í þér hatrið og ég brosi sigurviss til þín Næturgestur Ég rumska við nóttina. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1638 orð

DÁTAR HEIMSVELDISINS Í DJÚPUM SKÍT EFTIR TÓMAS HOL

KAOSHUNG er á suðurströnd Taívan. Það var 1955 og nánast þeir einu í heiminum sem vissu hvar Kaoshung var á hnettinum voru þeir sem þar bjuggu. Skipið mitt, bandaríska flotaskipið Hamilton County (LST 802), skreið inn á það sem aðeins gat í spaugi kallast höfn. Hún var rétt nógu stór til að rúma eitt lítið skip, skipið okkar. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1125 orð

DUGMIKIL KONA EFTIR ÁSTU TÓMASDÓTTUR FLYGENRING

MIG LANGAR til að segja frá ferð, sem farin var fyrir 63 árum, og er að mínu áliti hetjusaga ungrar konu, en oftast eru sögurnar af miklum hrakningum eða hetjudáðum af karlmönnum á sjó eða landi. Móðir mín hét Sigríður Thejll, fædd 9. jan. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð

Efni

Orgelkonsert Jóns Leifs, fyrsti einleikskonsert íslenskrar tónlistarsögu, verður fluttur í Hallgrímskirkju á fimmtudagskvöld ­ í fyrsta sinn á Íslandi, tæpum sjötíu árum eftir að tónskáldið lauk við smíði hans. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 148 orð

Eins og bókmenntasaga

Þó ég elski þig heitast kvað dansmærin dugar það ekki að ég dansi fyrir þig einan ég er minna en dansinn ég er meira en ég er sjálf ég er vindurinn segir vindurinn er enginn pétur-né-páll en á friðlandi módernismans sem ég fór yfir áður leit ég sömu augum á ljóð og Mr Mortimer Adler sjá Heimspekiorðabók Adlers útg. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð

ERFÐASKRÁ VÍKINGS AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON ÞÝDDI

Uxi Þorsteini Uxa eftirlæt ég og ánafna þessi plógför, fálkann yfir, selinn undir, máðar rúnirnar yfir dyratrénu Ingibjörg mest kvenna bar ferðalangnum vín láttu eldinn fylgjast með af hæðinni, Þorsteinn. Hreinsaðu öxina á hverfisteininum. Berðu eggjar á plóginn. Ég býst við Búa frá Írlandi nú þegar kjálkar hans bera bronslita lokka. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

FERÐIR GUÐRÍÐAR TIL GRÆNLANDS

LEIKSÝNING Brynju Benediktsdóttur um ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur og ferðir hennar á elleftu öld er boðið til Grænlands í næstu viku. Leikið verður í Menningarsetrinu Kaduaq í Nuuk, en að boðinu standa Landafundanefnd Leifur Eiríksson, Kaduaq- húsið auk fleiri aðila. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1706 orð

FRELSI OG ÖRLENDI Í GRETTLU EFTIR HERMANN PÁLSSON

FYRIR nokkrum árum tók ég saman dálítinn bækling um Grettlu. Hugmyndin var að túlka þessa einstæðu sögu í samræmi við þá mannúðarstefnu sem talist getur einn af þrifgjöfum íslenskrar menningar fyrr á öldum. Mér tókst aldrei að finna neinn sem vildi gefa kverið út og þó hefur mér dottið í hug að ýmsum unnöndum Grettlu kynni að þykja gaman að bjástri mínu. 1. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

GOÐSAGNAKENND MYNDAVÉL

"LOMO-myndavélin rússneska er orðin goðsögn og tískufyrirbrigði í hinum hátæknivædda heimi okkar," segir Guðmundur Oddur Magnússon, sem opnar sýningu í Stöðlakoti á laugardaginn kl. 15. "Annars vegar sýni ég myndir af húsum á Akureyri og hins vegar portrettmyndir af íslenskum listamönnum og flestar myndanna eru teknar á LOMO-myndavélina en síðan eftirunnar í tölvu og og bleksprautuprentaðar. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1115 orð

"Hurðarlaus helvítis farsi"

"LEIKRITIÐ gerist á haustdögum og í byrjun vetrar 1999 í atvinnuleikhúsi hér í bæ, sem á í fjárhagslegum og listrænum erfiðleikum. Það hefur ráðið til sín nýjan mann til að drífa leikhúsið upp úr lægðinni. Hann hefur að vísu eiginlega aldrei í leikhús komið en hann er viðskiptafræðingur með gráðu í gæðastjórnun. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 275 orð

ÍSLENSK LIST Í ROYAL COLLEGE OF ART

FÉLAG Íslendinga á Bretlandseyjum er öflugur félagsskapur með mörg hundruð meðlimi. Starfsemin skiptist að mestu leyti milli Lundúna og Humberside (Grimsby og Hull) og helstu samkomur félagsins tengjast líflegu skemmtanahaldi í kringum 1. des., þorrablót og 17. júní. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

KVÆÐIÐ

Það kviknaði lítið kvæði, ég krotaði það á blað. En blærinn blaðinu feykti, bar það á hulinn stað. Ég hengdi það upp á himin, hátt yfir manna byggð. En festina felldi niður hin flugbeitta mánasigð. Ég sönglaði yfir öldur minn ástríðuþrungna brag. En ofviðrið æsti brimið, með ymjandi tröllaslag. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1901 orð

KVÖLDVAKAN SMÁSAGA EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR

ÞAÐ ætlaði ekki að verða margmennt á skemmtun kvöldvökufélagsins Kvæðalistar þetta kvöldið. Þórður, sem var í miðasölunni, taldi áhyggjufullur uppúr peningakassanum og sléttaði úr upprúlluðum peningaseðlunum um leið. Skemmtunin stæði ekki undir sér nema a.m.k. 80 manns kæmu. Nú voru innan við 60 komnir. "Þetta er kannski ekki nema eðlilegt," tautaði hann við sjálfan sig. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 211 orð

LJÓSMYNDIR ÁRSINS Í SÖLUM GERÐARSAFNS BLAÐALJ

LJÓSMYNDIR ÁRSINS Í SÖLUM GERÐARSAFNS BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAG Íslands og Ljósmyndarafélag Íslands opna tvær ljósmyndasýningar í sölum Gerðarsafns í Kópavogi í dag, laugardag kl. 16. Myndirnar voru valdar af sérstakri dómnefnd og sýnir á sjötta tug ljósmyndara yfir 200 myndir. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 831 orð

Mannasiðir á tölvum

Í kjölfar aukinnar notkunar tölvupósts hafa menn í vaxandi mæli velt því fyrir sér hvort atvinnurekendur hafi rétt til að skoða tölvupóst starfsmanna eða hvort starfsmenn njóti þar persónuverndar, og munu reglur um slíkt vera í mótun hér á landi skv. umfjöllun í viðskiptablaði Morgunblaðsins 26. nóvember sl. Minna hefur hins vegar borið á umræðu um samskiptavenjur fólks á tölvupóstinum. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3445 orð

NÚTÍMA ÞJÓÐSÖGUR EFTIR VILMUND HANSEN

UNDANFARNA tvo til þrjá áratugi hefur áhugi þjóðsagnafræðinga í auknum mæli beinst að sögum sem tengjast samtíðinni. Ýmsir fræðimenn á þessu sviði eru hættir að horfa til liðinna alda í leit að efni, þeir líta svo á að þjóðsagnahefðin lifi enn góðu lífi meðal manna. Það er langt frá því að fólk sé hætt að segja sögur, hvar sem fólk kemur saman má heyra alls konar skemmti- og reynslusögur. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 525 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2857 orð

"ÓKYRLEIKI OG PLÁGA AF VONDUM ANDA" EFTIR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Í þessari grein og tveimur næstu, verður fjallað um þá

Galdraofsóknirnar sem gengu yfir landið á sautjándu öld, þegar galdramenn voru saksóttir og margir hverjir dæmdir til þess að brennast á báli, voru ekki einangrað fyrirbæri. Þær spruttu upp sem angi af atburðarás sem nefnd hefur verið "Galdrafárið í Evrópu" og hafði verið að þróast um tveggja alda skeið annarsstaðar í álfunni. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1780 orð

REGNSKÓGAFÓLKIÐ EFTIRSÓLVEIGU KR. EINARSDÓTT

ÞETTA hófst allt saman þegar hjón með tvö börn ákváðu að setjast að í Ástralíu. Í Sydney keyptu þau sér notaðan sjúkrabíl, hlóðu í hann föggum sínum og héldu norður á bóginn. Hún ­ dansari frá Kanada, hann ­ leikhússtjóri frá Bandaríkjunum. Þau komu til lítils þorps, Kuranda, í regnskóginum. Innan skamms voru þau farin að skipuleggja leikhús í þessu litla samfélagi. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2972 orð

RISAEÐLUR Í BERLÍN EFTIR ÁRNA HEIMI INGÓLFSSON

NÆSTKOMANDI fimmtudagskvöld verður orgelkonsert Jóns Leifs fluttur í fyrsta sinn á Íslandi, tæpum sjötíu árum eftir að tónskáldið lauk við smíði hans. Jón taldi orgelkonsertinn ávallt vera eina af sínum merkustu tónsmíðum, enda kristallast þar í fyrsta sinn í svo stóru verki sá tónsmíðastíll sem einkenndi æviverk Jóns upp frá því. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3200 orð

SAÐ SPINNA ÞRÁÐINN Breski rithöfundurinn Eric Ambler lést 22. októbe

AMBLER sat í hægindastól með viskíglas fyrir framan sig þegar ritarinn hans vísaði okkur inn til hans klukkan rúmlega ellefu á fimmtudagsmorgni. Göngugrind stóð við hliðina á honum og hann var með hátalara um hálsinn. Hann átti nokkuð erfitt með andardrátt og talaði oft óskýrt. Ráðskonan færði okkur brauð með reyktum laxi og hvítvín. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 587 orð

VERK EFTIR ÞRJÁ MEISTARA Í BÚSTAÐAKIRKJU

Á DAGSKRÁ fjórðu tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju á morgun, sunnudag kl. 20.30, verða flutt verk fyrir píanó, fiðlu, knéfiðlu og lágfiðlu. Flytjendur eru Tríó Reykjavíkur ásamt Sigurbirni Bernharðssyni lágfiðluleikara. Tríó Reykjavíkur er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara, Gunnari Kvaran, knéfiðluleikara og Peter Maté píanóleikara. Meira
30. janúar 1999 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

ÞJÓÐTRÚ

Á Finnafjallsins auðn ­ þar lifir ein í leyni sál. Við lækjaniðsins huldumál á Finnafjallsins auðn hún sefur langan sumardag, en syngur þegar haustar lag á Finnafjallsins auðn. Í fyrstu er lagið ljúft og stilt; er lengir nóttu ært og trylt á Finnafjallsins auðn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.