Greinar laugardaginn 20. apríl 2002

Forsíða

20. apríl 2002 | Forsíða | 454 orð | 1 mynd

Bush hlynntur rannsókn á atburðunum í Jenín

ÍSRAELSKI herinn dró sig til baka frá flóttamannabúðum Palestínumanna í borginni Jenín á Vesturbakkanum í gær, og fólk í búðunum gróf í rústum húsa í þeirri von að finna ástvini á lífi. Talsmaður Hvíta hússins, Ari Fleischer, sagði að George W. Meira
20. apríl 2002 | Forsíða | 193 orð

Kanada ekki í Norðurherstjórn

STJÓRNVÖLD í Kanada hafa ákveðið að eiga ekki að svo komnu máli hlut í nýju fyrirkomulagi yfirstjórnar herafla Bandaríkjamanna, Norðurherstjórninni, sem Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra kynnti á miðvikudag. Meira
20. apríl 2002 | Forsíða | 308 orð | 1 mynd

Talið um sjálfsvíg að ræða

FLUGMAÐURINN, sem flaug lítilli vél á hæstu byggingu Mílanó í fyrradag, gerði það af ásettu ráði til að fyrirfara sér, að því er ítalska dagblaðið La Repubblica hafði eftir syni hans í gær. Meira

Fréttir

20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

50% fjölgun viðskiptavina hjá Bónusi

VIÐSKIPTAVINUM verslana Bónuss hefur fjölgað um 50% á undanförnum 12 mánuðum. Milli 320.000 og 330.000 manns versla í Bónusi í mánuði hverjum. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð

Afmælisganga um prestastíg

Í TILEFNI 75 ára afmælis Ferðafélags Íslands 2002 verður efnt til raðgangna um fornar þjóðleiðir. Fyrsta raðgangan verður farin sunnudaginn 21. apríl um Prestastíg á Reykjanesi. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 348 orð

Alcoa átti frumkvæði að viðræðunum

FULLTRÚAR alþjóðlega álfyrirtækisins Alcoa hafa verið á Íslandi undanfarna daga til að kynna sér möguleika á byggingu álvers á Reyðarfirði sem nýti orku frá Kárahnjúkavirkjun. Meira
20. apríl 2002 | Árborgarsvæðið | 81 orð

Aldraðir funda með frambjóðendum í Árborg

FÉLAG eldri borgara á Selfossi hefur boðið öllum frambjóðendum við komandi sveitarstjórnarkosningar í Árborg til fundar klukkan 16,30 á mánudag í fundarsal félagsins í Grænumörk á Selfossi. Meira
20. apríl 2002 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Bátur í fjörunni

EGILL bóndi í Vagnbrekku setti fram bát á dögunum til að ná netum sem hann hafði átt undir ís. Hvöss vestanátt og veruleg leysing höfðu étið og brotið ísinn yfir netalögn hans þannig að ekki varð lengur komist að þeim af ís. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 569 orð | 1 mynd

Brýnum öll tæki til að styrkja atvinnulífið

TÍU ÁRA áætlun um uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu, þannig að miðbærinn verði miðpunktur mannlífs í bænum, verður gerð verði Framsókarflokkurinn í meirihlutasamtarfi í bæjarstjórn Akureyrar eftir kosningar. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 126 orð | 1 mynd

Bæjarstjórar heimsækja þyrlubjörgunarsveit

BÆJARSTJÓRAR af öllu landinu funda um helgina á Suðurnesjum. Í gær voru þeir í Reykjanesbæ og fylgdi Ellert Eiríksson bæjarstjóri þeim í heimsókn til björgunarsveitar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Meira
20. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 54 orð

Bærinn kaupir Landssímalandið

SAMNINGUR milli Kópavogsbæjar og fjármálaráðuneytisins um kaup á um 150 hekturum lands í Vatnsendahvarfi og Rjúpnahæð verður undirritaður næstkomandi mánudag en um er að ræða land sem kennt hefur verið við Landssímann. Meira
20. apríl 2002 | Miðopna | 1234 orð | 1 mynd

Dufl, djúpsprengjur og ýmsir dularfullir hlutir

HUNDRAÐ sinnum á ári þurfa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar að grípa til sérfræðiþekkingar sinnar, gera tundurdufl, djúpsprengjur og alls konar sprengjur aðrar óvirkar, sinna ýmsum verkefnum sem tengjast heimatilbúnum sprengjum, vinna verkefni... Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Ef ég sofna ekki í nótt

PÁLL Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth halda tónleika í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti annað kvöld, sunnudagskvöldið 21. apríl, og hefjast þeir kl. 21. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fangelsisdómi fyrir líkamsárás hnekkt

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karlmann af ákæru ríkissaksóknara fyrir líkamsárás, og hnekkti þar með hálfs árs fangelsisdómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. mars 2001. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Fámennir skólar og hegðun kennara

KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri, kynnir doktorsverkefni sitt næstkomandi þriðjudag, 23. apríl, kl. 16.15. Verkefnið nefnist "Fámennir skólar og hegðun kennara". Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 172 orð

FBI varar við árásum á bankastofnanir

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, sendi í gær frá sér viðvörun vegna hættunnar á því að alþjóðlegir hryðjuverkamenn geri árásir á bankastofnanir í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Ferðamöguleikar innanlands kynntir á ferðatorgi

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra opnaði í gær Ferðatorg 2002 í Vetrargarðinum í Smáralind í Kópavogi en um er að ræða fyrsta markaðstorg ferðaþjónustunnar þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér fjölbreytilega ferðamöguleika innanlands. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 177 orð

Fjármálin ekki lengur til skoðunar

EFTIRLITSNEFND með fjármálum sveitarfélaga telur ekki ástæðu til að hafa fjármál Reykjanesbæjar lengur til sérstakrar skoðunar. Hefur nefndin tilkynnt bæjarstjórn þetta. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

F-listinn opnar kosningaskrifstofu

F-LISTI frjálslyndra og óháðra í Reykjavík opnar kosningaskrifstofu í dag, laugardaginn 20. apríl, í Aðalstræti 9 kl. 15-18. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Frumflytja verk eftir Atla Heimi

NÝTT tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson verður frumflutt á kammertónleikum í Dalvíkurkirkju í dag, laugardaginn 20. apríl, en þeir hefjast kl. 17. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Heilgrillað svín til sýnis

SÆLKERAR flykkjast nú að sýningarhúsi Kópavogsbæjar í Smáranum. Á móti þeim tekur freistandi ilmur af steikum, sushi og hvers kyns öðrum matvælum, ferskum sem tilbúnum. Tilefnið er matvælasýningin Matur 2002 sem opnuð var almenningi í gærdag. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Heimasíða B-lista í Hveragerði

B-LISTI Framsóknarmanna og óflokksbundinna í Hveragerði opnaði nýlega heimasíðu sína. Slóðin er www.xb. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Heimili og skóli boða til foreldraþings 2002

FORELDRAÞING Heimilis og skóla verður haldið í dag, laugardaginn 20. apríl, , í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Hinn nýi Davíð og Golíat

SIGURÐUR Sigurðarson húsasmiður hefur skorið út þetta verk sem hann kallar "Hinn nýja Davíð og Golíat". Hann segir verkið þögul mótmæli gegn átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. "Mér ofbauð það sem er að gerast þarna. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Hlýddu á upptökur úr flugstjórnarklefanum

ÆTTINGJAR fólksins sem fórst með flugvélinni sem brotlenti í Pennsylvaniu 11. september sl. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 201 orð

Horfur á verkföllum í Þýskalandi

TILRAUNIR verkalýðsfélaga og vinnuveitenda til að koma í veg fyrir verkföll í raf- og málmiðnaði í Baden-Würtemberg í Þýskalandi fóru út um þúfur í gærmorgun. Ber allmikið á milli. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 301 orð | 1 mynd

Ímynd bæjarins í menningarmálum er jákvæð

AKUREYRINGAR og nærsveitarmenn þeirra virðast afar ánægðir með menningarstofnanir í bæjarfélaginu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir menningarmálanefnd Akureyrar. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 310 orð

Kannar hvað hæft er í ábendingum

EMBÆTTI landlæknis kannar nú með öllum tiltækum ráðum hvað hæft er í ábendingum sem borist hafa að undanförnu um óhóflegar lyfjaávísanir einstakra lækna til vímuefnasjúklinga, skv. upplýsingum sem fengust hjá Hauki Valdimarssyni aðstoðarlandlækni. Meira
20. apríl 2002 | Árborgarsvæðið | 133 orð | 1 mynd

Karlakór Selfoss með vortónleikaröð

VORTÓNLEIKAR kóranna á Selfossi eru ákveðinn vorboði og uppskerutími en þá má segja að kórarnir sýni árangur vetrarstarfsins og æfinganna. Núna ríður Karlakór Selfoss á vaðið eins og undanfarin ár. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 408 orð

Kaupþing kaupir 60% hlutafjár í Þyrpingu

KAUPÞING banki hf. hefur keypt 60% hlutafjár fasteignafélagsins Þyrpingar hf. Seljendur bréfanna eru Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, Lilja Pálmadóttir og móðir þeirra, Jónína S. Gísladóttir, ekkja Pálma heitins Jónssonar sem kenndur var við Hagkaup. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð

Komu varningnum á vini og vandamenn

RANNSÓKN lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á meintum tollalagabrotum starfsmanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er á lokastigi. Flestir þeirra 70 sem hafa verið yfirheyrðir hafa viðurkennt brot sín, þ.e. að hafa keypt tollfrjálsan varning í flugstöðinni. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Korn í nefið

BÆJARSTJÓRAR landsins koma saman á Suðurnesjum um helgina til að bera saman bækur sínar og skiptast á upplýsingum. Í gær fóru þeir meðal annars upp á Keflavíkurflugvöll í heimsókn til björgunarsveitar varnarliðsins. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 44 orð

Kosinn formaður nemendafélags

ATLI Már Gylfason hefur verið kjörinn næsti formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Enginn frambjóðandi hlaut tilskilinn fjölda atkvæða í kjöri varaformanns og enginn bauð sig fram til embættis gjaldkera. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

Kosningaskjálfti á þingi

ÓHÆTT er að segja að miklar annir hafi verið hjá þingmönnum undanfarna daga enda hafa nefndarstörf hafist snemma á morgnana og þingfundir síðan tekið við og staðið yfir fram eftir kvöldi. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kostnaður með því mesta á Íslandi

RÍKISÚTVARPIÐ er dýrast á Íslandi af Evrópulöndunum þegar tekið er mið af afnotagjöldum á hvert heimili. Sé miðað við kostnað á mann og að teknu tilliti til auglýsinga- og sértekna er Ísland í öðru sæti á eftir Svisslendingum. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Krónan styrktist um 0,7%

GENGI íslensku krónunnar styrktist um 0,7% í gær og hefur ekki verið sterkara frá því í apríl í fyrra. Gengið hefur styrkst um rúmlega 6% frá áramótum og um rúmlega 13% frá því það náði lágmarki í nóvember í fyrra. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Kvennó í kaffi hjá framsóknarmaddömum

ÞINGKONA og tveir ráðherrar Framsóknarflokksins skrýddust peysufötum og buðu nemendum Kvennaskólans í Reykjavík í morgunkaffi í gær, en nemendur héldu þá upp á peysufatadaginn í skólanum. Meira
20. apríl 2002 | Landsbyggðin | 357 orð

Landsmót hestamanna 2004 á Hellu

SKRIFAÐ hefur verið undir samning milli Landssambands hestamanna og Rangárbakka ehf. um að Landsmót hestamanna árið 2004 verði haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 119 orð

Laxnesshátíð haldin í Kirkjulundi

LAXNESSHÁTÍÐ verður haldin í Kirkjulundi í Keflavík næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 í tilefni af því að Nóbelskáldið, Halldór Laxness, hefði orðið 100 ára 23. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 378 orð | 10 myndir

Leyndarmál Laxness

LESBÓKIN í dag er tileinkuð Halldóri Kiljan Laxness í tilefni af aldarafmæli skáldsins 23. apríl nk. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Vesturbyggð hefur samþykkt nýtt fyrirkomulag á framboði Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Vesturbyggð 25. maí næstkomandi. Framboðslistinn mun bera heitið D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi við gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar skömmu fyrir kl 13 á fimmtudag. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Málverkasýning Péturs Þórs

PÉTUR Þór Gunnarsson opnar málverkasýningu í dag, laugardaginn 20. apríl kl. 16.00, í samvinnu við Listhúsið Þing. Sýningin verður haldin í Glerárgötu 36, Akureyri og er aðeins opin þessa helgi. Á laugardag er opið frá kl. 16.00 til kl. 20. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

MH sigurvegari í Morfís

RÆÐULIÐ Menntaskólans við Hamrahlíð bar í gærkvöldi sigur úr býtum í viðureign við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í úrslitum Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna. Ræðumaður kvöldsins og þar af leiðandi ræðumaður Íslands, var Atli Bollason úr ræðuliði MH. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 812 orð | 1 mynd

Mjög vinsælar sumarbúðir

Jón Víðir Jakobsson fæddist í Reykjavík 7. janúar 1970. Stúdent frá Versló 1990. Einkaflugmannspróf 1992 og í tölvuþjónustu hjá Íslenskri forritaþróun og hjá Hug frá 1994 til síðustu áramóta er hann söðlaði um og gerðist töframaður. Kynntist CISV 1993 og hefur dregið alla vagna félagsins síðan. Formaður frá 2000. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Námskeið um skjalastjórn

JÓHANNA Gunnlaugsdóttir, lektor við Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá Gangskör sf., heldur námskeið á vegum símenntunar Háskólans á Akureyri föstudaginn 26. apríl. Námskeiðið fjallar um alþjóðlegan staðal í skjalastjórn. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Niðurstaðan gæti ráðist á landsbyggðinni

MIKIL spenna er fyrir seinni umferð þingkosninganna í Ungverjalandi á sunnudag en í þeirri fyrri báru sósíalistar sigur úr býtum öllum á óvart. Litlu munaði þó á þeim og Borgaraflokki Viktors Orbans forsætisráðherra. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Nýskráningar í fjarnám

HAUSTÐ 2002 mun Háskólinn á Akureyri bjóða upp á nýskráningar í fjarnám í auðlindadeild og kennaradeild. Meira
20. apríl 2002 | Landsbyggðin | 95 orð | 1 mynd

Ný tískuvöruverslun á Ólafsvík

TÍSKUVÖRUVERSLUNIN Shíva var nýlega opnuð í Ólafsvík, eigandi verslunarinnar er Þuríður Ragna Jóhannesdóttir ásamt sambýlismanni sínum, Magnúsi Birgissyni. Meira
20. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 128 orð | 1 mynd

Nýtt og betra bókasafn

NÝTT og glæsilegt húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar að Strandgötu 1 hefur verið tekið í notkun. Húsnæðið, sem er alls um 1.700 fermetrar, er á fjórum hæðum og er gert ráð fyrir að skjalasafn Hafnarfjarðar verði einnig þar til húsa. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Opið hús hjá Háskólanum í Reykjavík

Í DAG verður opið hús í Háskólanum í Reykjavík þar sem kynnt verður nám sem í boði er við skólann skólaárið 2002-2003. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð

Orlofsvikur Bergmáls á Sólheimum

INNGRITUN er hafin í orlofsvikur Bergmáls á Sólheimum í Grímsnesi. Fyrri vikan verður 23.-30. maí og er ætluð fyrir blinda og langveika. Síðari vikan verður 23.-30. ágúst og er ætluð krabbameinssjúkum, segir í frétt frá Líknar- og vinafélaginu... Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 204 orð | 1 mynd

Óháðir á lista með sjálfstæðismönnum

REYNIR Sveinsson bæjarfulltrúi skipar efsta sætið á lista sjálfstæðismanna og óháðra í Sandgerðisbæ. Einn fulltrúi óháðra sem nú standa að framboðinu með sjálfstæðismönnum, Magnús Magnússon, er í öðru sæti. Meira
20. apríl 2002 | Miðopna | 1485 orð | 3 myndir

Pútin áhugasamur um aukin samskipti Íslendinga og Rússa

Ólafur Ragnar Grímsson hitti m.a. Vladimír Pútín forseta í gær í opinberri heimsókn sinni til Rússlands. Skapti Hallgrímsson er í Moskvu og fylgist með heimsókn forsetans og fylgdarliðs hans en utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fundaði t.d. í gær með Ívanov, starfsbróður sínum. Meira
20. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

"Ástrík hugleiðsla"

BÚDDA-nunnan Gen Nyingpo kennir þrjú kvöld á Akureyri í næstu viku, þ.e. dagana 23., 25, og 26. apríl næstkomanid. Kennt er á ensku og hefst kennsla kl. 20 í Glerárgötu 32, 4. hæð, gengið inn að austan. Meira
20. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 178 orð | 1 mynd

"Ástæða til að vera ánægður"

LITLU krílin í leikskólunum Fellaborg, Völvuborg og Ösp létu votviðri ekkert á sig fá á miðvikudag þegar þeim var boðið til vorhátíðar leikskóla í Fella- og Hólasókn. Meira
20. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 755 orð | 1 mynd

"Þvinguð til að fara"

HESTHÚSAEIGENDUR og íbúar í Norðlingaholti eru ósáttir við hversu þeim er gefinn stuttur tími til að koma hestum fyrir annars staðar áður en framkvæmdir hefjast á svæðinu í sumar vegna nýrrar byggðar sem þar á að rísa. Meira
20. apríl 2002 | Árborgarsvæðið | 510 orð | 1 mynd

Ráðhús Ölfuss fullgert

VEISLU- og fundarsalir Ráðhúss Ölfuss hafa verið teknir í notkun en það var um að ræða lokaáfanga ráðhússins. Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri setti og stjórnaði samkomunni sem var mjög fjölmenn og hátíðleg. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 294 orð

Rekstur Íslandsfugls hefur verið tryggður

REKSTUR kjúklingabúsins Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð hefur verið tryggður, en eins og komið hefur fram var reksturinn nánast kominn í þrot. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Reykjavík keppir við útlönd á grundvelli lífsgæða

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson, frambjóðendur á lista R-listans til borgarstjórnar, óskuðu sérstaklega eftir óþægilegum og erfiðum spurningum þegar þau heimsóttu starfsmenn Samskipa í mötuneyti fyrirtækisins í gær. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

R-listinn með spjallfund

REYKJAVÍKURLISTINN mun halda fund í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í dag, laugardaginn 20. apríl. Fundurinn stendur frá kl. 12.15 til 14. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 264 orð

Röð keppenda brenglaðist Rangt var farið...

Röð keppenda brenglaðist Rangt var farið með röð keppenda í tvöfaldri fegurðarsamkeppni Vesturlands. Kári Gunnarsson frá Grundarfirði og Andri Haukstein Oddsson frá Borgarnesi lentu í þriðja sæti. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Samningur um tíu kosningaloforð

"Í ÞEIM samningi sem hér fylgir heitum við frambjóðendur D-listans því að standa við þau loforð sem þar eru gefin. Við óskum eftir umboði þínu í kosningunum 25. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 63 orð | 2 myndir

Sex fórust í Flórída

SEX manns fórust og meira en tvö hundruð slösuðust, þar af tólf alvarlega, þegar lest fór út af spori í í Flórída-ríki í Bandaríkjunum seint í fyrrakvöld að ísl. tíma. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 145 orð

Sjálfstæðisfélag styður staðsetningu íbúða

AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Gerðahrepps samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við byggingu íbúða aldraðra í Garði og staðsetningu þeirra í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs. Meira
20. apríl 2002 | Suðurnes | 128 orð

Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fær hreinan meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt skoðanakönnun sem Talnakönnun hefur gert fyrir vefsvæðið heimur.is. Margir eru enn óákveðnir eða svöruðu ekki í könnuninni. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 405 orð

Sleipt slím og fýlusprengjur

Í FRAMTÍÐINNI kunna hermenn að hafa í fórum sínum nýjar gerðir vopna; sleipt slím, sársaukageisla, hávaðabyssur og fýlusprengjur. Meira
20. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 241 orð

Smábátahöfn komi í Hofsvík

BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að bæta inn á aðalskipulag möguleika á byggingu smábátahafnar við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Ósk þar að lútandi kom frá íbúum svæðisins á íbúaþingi í janúar. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

Staðið við fyrirheit er gefin voru í Nürnberg

MEÐ tilurð Alþjóðaglæpadómstólsins má segja að loks sé staðið við þau fyrirheit sem gefin voru með Nürnberg-réttarhöldunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stefnir í 55 milljóna risapott í kvöld

RISAPOTTUR kvöldsins í Lottó 5/38 stefnir hratt í á sjötta tug milljóna króna þegar dregið verður í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og Sjónvarpinu. Í gær, nánar tiltekið klukkan 14. Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Stjórnarkreppa í Svartfjallalandi

FILIP Vujanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, sagði af sér embætti í gær eftir að hafa sætt gagnrýni stjórnmálaflokka sem aðhyllast sjálfstæði Svartfjallalands og eru andsnúnir hugmyndum um nýtt sambandsríki, sem fengi nafnið Serbía og... Meira
20. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 361 orð

Stjórn Bush bíður ósigur í deilu um olíuboranir

STJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta beið mikinn ósigur í fyrradag þegar meirihluti öldungadeildar þingsins hafnaði atkvæðagreiðslu um tillögu repúblikana um að heimila olíuboranir í friðlandi í Alaska. Tillagan er liður í frumvarpi stjórnarinnar í orkumálum og búist er við að repúblikanar neyðist til að falla frá henni til að greiða fyrir því að orkufrumvarpið verði samþykkt. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

St. Jósefsspítala í Hafnarfirði færð gjöf

LIONSKLÚBBUR Hafnarfjarðar færði St. Jósefsspítala ágóðann af gaflarasölu vetrarins upp í tækjakaup vegna speglunartækja fyrir meltingarsjúkdómadeild spítalans laugardag 13. apríl sl. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Sveinsbréf í húsasmíði

HÓPUR nýsveina í húsasmíði fékk sveinsbréf sín afhent við hátíðlega athöfn laugardaginn 6. apríl síðastliðinn. Athöfnin fór fram að viðstöddum fjölda gesta í sal meistarafélaganna við Skipholt í Reykjavík. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Sýndu tísku liðinna tíma

GAMLIR kjólar, hattar, skór og föt voru til sýnis á tískusýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær. Sextán manns sýndu þar gömul föt úr fórum heimilismanna og kom sýningarfólkið bæði úr röðum íbúa á Hrafnistu og starfsfólks. Meira
20. apríl 2002 | Árborgarsvæðið | 258 orð | 1 mynd

Söngur í Þorláksstofu

ÚR ÞORLÁKSSTOFU, nýju húsnæði félags eldri borgara í Hveragerði, berast fagrir tónar. Á mánudögum hittist hópur fólks og syngur undir styrkri stjórn Kristínar Sigfúsdóttur. Þegar fréttaritara bar að garði var henni boðið að taka þátt í söngnum. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 492 orð

Tilhæfulausar aðdróttanir

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá dómstóli ÍSÍ í lyfjamálum, sem undirritaðir hafa óskað birtingar á: Þeir Birgir Guðjónsson og Júlíus Hafstein hafa gert að umtalsefni í Morgunblaðinu að undanförnu niðurstöðu dómstóls ÍSÍ í fjórum... Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 1445 orð | 1 mynd

Tíðarandinn hefur áhrif á val verkefna

ULLA Haberman, félagsráðgjafi og sérfræðingur við Háskólann í Kaupmannahöfn, kom hingað til lands í byrjun apríl í boði Félagsráðgjafar Háskóla Íslands og Rauða kross Íslands í tengslum við uppbyggingu kennslu og rannsókna við félagsráðgjöf Háskólans á... Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 516 orð | 1 mynd

Tíu læknar til skoðunar á síðustu tveimur árum

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær um ávísanir um ávanabindandi lyf að á síðustu tveimur árum hafi mál um tíu lækna verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu vegna ávísana þeirra á ávana- og fíknilyf. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 711 orð | 2 myndir

Útnefndu helstu verkfræðiafrek síðustu aldar

VERKFRÆÐINGAFÉLAG Íslands fagnaði í gær 90 ára afmæli félagsins og notaði tækifærið til að veita viðurkenningar fyrir athyglisverðustu verkfræðiafrek síðustu aldar, eitt fyrir hvern áratug. Meira
20. apríl 2002 | Árborgarsvæðið | 225 orð | 1 mynd

Verða farvegur fyrir velvild og stuðning við skólann

SUMARDAGINN fyrsta, 25. apríl næstkomandi, verður haldinn stofnfundur Hollvarðasamtaka Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hugmyndin er að leiða saman í ein samtök allt áhugafólk um velferð og góða vegferð Fjölbrautaskólans í starfi á Suðurlandi. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 716 orð | 2 myndir

Við höfum reynt að draga úr viðbúnaði á Íslandi

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í byrjun febrúarmánaðar að hann og ráðuneyti hans hefðu leitast við að ná fram samþykki fyrir því að dregið yrði úr herstyrk Bandaríkjanna víða um heim. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Viðræður forsetanna í Kreml

Á ÖÐRUM degi opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Rússlands hitti Ólafur Ragnar Grímsson m.a. Vladimír Pútín. Fundurinn fór fram í Kreml og segir Ólafur að hann hafi verið óvenjuefnisríkur. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Vigdís valin samskiptajöfur ársins

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hefur í tilefni af alþjóðlegum kynningardögum ITC þjálfunarsamtakanna, verið valin Samskiptajöfur ársins 2002 af Landssamtökum ITC á Íslandi. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Vilja breyttar áherslur í fjármálum borgarinnar

ÞAÐ var engin lognmolla yfir vinnustaðafundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Húsasmiðjunni á miðvikudag þar sem sköpuðust líflegar umræður og ýmis kosningaloforð voru gefin. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 756 orð

Víðtækar skipulagsbreytingar á sjúkrahúsþjónustunni

"NÚ STANDA yfir víðtækar skipulagsbreytingar á sjúkrahúsþjónustunni þar sem uppbygging háskólasjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu og samræming í starfsemi annarra sjúkrahúsa landsins eru stærstu verkefnin. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Vígsla leikskóla KFUM og KFUK

LEIKSKÓLI KFUM og KFUK við Holtaveg verður vígður við hátíðlega athöfn sunnudaginn 21. apríl kl. 15:30. Við það tækifæri mun formaður byggingarnefndar, Arnmundur Kr. Jónasson, rekja gang framkvæmda, sr. Meira
20. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 312 orð

Yfirlýsing frá Gísla Má Gíslasyni

BORIST hefur eftirfarandi yfirlýsing frá Gísla Má Gíslasyni prófessor: "Líkt og fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins 17. og 18. Meira

Ritstjórnargreinar

20. apríl 2002 | Leiðarar | 507 orð

Bandaríkin og Mið-Austurlönd

Málflutningur Bandaríkjamanna í málefnum Mið-Austurlanda verður æ óskiljanlegri. Meira
20. apríl 2002 | Leiðarar | 382 orð

Stýring aðhalds á grænmetismarkaði

Í umræðum á Alþingi í fyrradag um þróun matvælaverðs á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd, sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að sú mikla hækkun sem orðið hefði á grænmeti hér á landi skæri í augun, einkum á tímabilinu 1995 til 2000. Meira
20. apríl 2002 | Staksteinar | 266 orð | 2 myndir

Verðbólgan á niðurleið

Eftir því sem spenna hjaðnar skapast eðlilegra jafnvægi í efnahagslífinu og landsmenn geta haldið áfram að horfa björtum augum fram á veginn. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira

Menning

20. apríl 2002 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Af mörsum og öðrum verkum

LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika í Salnum í dag kl. 14. Á efnisskránni ber hæst trompetkonsert eftir Alexander Arutiunian, og leikur Ásgeir Steingrímsson einleik með sveitinni. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 244 orð | 1 mynd

Annars konar tjáningarþörf

SÝNING Þorsteins Helgasonar, Ljósvörp, stendur yfir í Gallerí Fold um þessar mundir og lýkur henni á morgun, sunnudag. Þorsteinn er arkitekt að mennt og rekur ásamt öðrum teiknistofuna Arcus, en hefur stundað málun samhliða starfinu. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 404 orð | 1 mynd

Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergi Sýning á bókverkum...

Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðubergi Sýning á bókverkum nemenda á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti verður opnuð kl. 14. Tilefnið er hin árlega bókavika. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Bóndadagur í Lundar í fyrsta sinn

UM liðna helgi gekkst félagsdeild Þjóðræknisfélagsins í Lundar í Manitoba í fyrsta skipti fyrir bóndadegi og var góð þátttaka. Lundar er um 100 km norður af Winnipeg, skammt frá strönd Manitobavatns. Meira
20. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 207 orð

* BÚÐARKLETTUR: Hilmar Sverrisson og Ari...

* BÚÐARKLETTUR: Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson. * CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Andvaka. * CAFÉ DILLON: Andrea Jóns. * CATALINA: Hafrót. * CHAMPIONS CAFÉ: Hljómsveitin Mávarnir. * CLUB 22: DJ Rally Cross. * FJÖRUKRÁIN: Jón Möller, Víkingasveitin og Kos. Meira
20. apríl 2002 | Kvikmyndir | 543 orð | 1 mynd

Draumar og veruleiki

Leikstjóri og handritshöfundur: David Lynch. Kvikmyndataka: Peter Deming. Klipping: Mary Sweeney. Tónlist: Angelo Badalementi. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Laura Elena Harring og Justin Theroux. Sýningartími: 147 mín. Frakkland/Bandaríkin. Universal Pictures, 2001. Meira
20. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 571 orð | 1 mynd

Hinir ómótstæðilegu snúa aftur

"ÉG er ofsóttur... af feitum konum," sungu Kátu piltarnir úr Hafnarfirði fyrir einum fjórtán árum. Talsmaður sveitarinnar sver og sárt við leggur að lagið, sem varð mikill útvarpssmellur, sé framlag þeirrar eðlu sveitar til kvennabaráttunnar. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 240 orð | 1 mynd

Hönnun og málverk í Galleríi Skugga

TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga á Hverfisgötu 39 í dag kl. 17. Á efri hæð gallerísins opnar Kristinn Pálmason málverkasýningu en á neðri hæðinni opnar Norðmaðurinn Gulleik Lövskar hönnunarsýningu. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 257 orð | 1 mynd

Landslag í leir

Bjarni Sigurðsson opnar á neðri hæðinni í Hafnarborg sína fyrstu myndlistarsýningu hér á landi. Hann fæst við leirlist en býr í Árósum í Danmörku þar sem hann rekur verkstæði ásamt fleiri listamönnum. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 69 orð

Laxness í Ráðhúsinu

SAMTÖK um leikminjasafn verða með dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 19.30 í tengslum við málþing um Halldór Laxness sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 231 orð | 1 mynd

Laxnessþing hafið

LAXNESSÞING, ráðstefna um ævi og verk Halldórs Laxness, var sett síðdegis gær í Háskólabíói. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 276 orð | 1 mynd

Leikgerð eftir Barni náttúrunnar

DÁIÐ er allt án drauma er titill leikgerðar Bjarna Jónssonar á Barni náttúrunnar eftir Halldór Laxness sem frumflutt verður í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun sunnudag kl. 14. Leikendur eru Ingvar E. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 494 orð | 1 mynd

Litbrigði landsins

Tvær myndlistarsýningar, Flæði og Hringbrot, verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. Heiða Jóhannsdóttir leit þar inn og fann vatnslitaverk og leirskúlptúra. Meira
20. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 158 orð | 4 myndir

Manúela Ósk er fegurst Reykjavíkurmeyja

MANUELA Ósk Harðardóttir var krýnd ungfrú Reykjavík í Broadway á fimmtudagskvöld. Erla Tinna Stefánsdóttir hreppti annað sætið og Íris Hauksdóttir það þriðja. Ljósmyndafyrirsætan var valin Anna Lilja Johansen. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Málþing um Þórberg Þórðarson

ÍSLENSKA esperantosambandið gengst fyrir mál- og sjónþingi til heiðurs Þórbergi Þórðarsyni á morgun, sunnudag, frá kl. 15-17.30 í Esperantohúsinu, Skólavörðustíg 6b. Yfirskrift þingsins er Máltækni - Tölvur og tungumál. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 791 orð

Norrænt harðbopp og Karabíudjass

Birkir Freyr Matthíasson trompet, Samúel Jón Samúelsson básúnu, Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Ástvaldur Traustason píanó, Birgir Bragason bassa og Erik Qvik trommur. Fimmtudagskvöldið 11.4. 2001. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 352 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Opin þri.- fös 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Ólöf Nordal. Til 28.4. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Þorsteinn Helgason. Arsineh Houspian. Til 21.4. Gallerí List, Skipholti 50: Bjarni Þór. Til 4.5. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 690 orð | 1 mynd

"Ég fæ innblástur úr náttúrunni"

SÁ merkisviðburður verður á tónleikum yngri deildar Tónlistarskólans í Reykjavík í Háteigskirkju á sunnudagskvöld, að frumflutt verður tónverk eftir 12 ára nemanda skólans, Bjarna Frímann Bjarnason, sem einnig leikur á fiðlu með hljómsveitinni. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 271 orð | 1 mynd

Sex listamenn samskipa á Nýló

ALLIR í bátana nefnist sýning sem opnuð verður í nýju húsnæði Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3, í dag, laugardag, kl. 17. Meira
20. apríl 2002 | Tónlist | 446 orð

Sjálfsmynd

Flutt voru fimm rafverk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Flytjendur voru höfundur, Úlfar Haraldsson, Camilla Söderberg og Guðni Franzson. Þriðjudagurinn 16. apríl 2002. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Sjóminjasafn opnað á Húsavík

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra opnar í dag kl. 16, Sjóminjasafn Byggðasafns S-Þingeyinga á Húsavík. Elstu munir safnsins voru færðir Byggðasafni Suður-Þingeyinga fyrir 50 árum en markvissari söfnun hefur staðið yfir sl. 20. ár. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 199 orð

Strengjakvartett eftir Jón Leifs fluttur í Calgary

STRENGJAKVARTETT eftir Jón Leifs var fluttur í Calgary um helgina og er þetta sennilega í fyrsta sinn sem strengjakvartett eftir hann er fluttur í Kanada. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 275 orð

Styrkþegar valdir fyrir árin 2002 og 2003

MILLIRÍKJA-verkefnisnefnd Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, The International Visits Program, hefur valið þrjá listamenn í Vesturheimi til að heimsækja Ísland í ár og á næsta ári, og einn til að heimsækja staði í Norður-Ameríku, en fjölmargar... Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 51 orð

Sýning Klassíska listdansskólans

KLASSÍSKI listdansskólinn heldur sína árlegu vorsýningu í Íslensku óperunni í dag kl. 15. Um eitt hundrað nemendur hafa stundað nám í skólanum í vetur, á aldrinum 5-25 ára og taka flestir þeirra þátt í sýningunni. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 30 orð

Sýningum lýkur

Litstasafn Kópavogs, Gerðarsafn Þremur sýningum lýkur í Gerðarsafni á sunnudag: Víðátta, skúlptúr Brynhildar Þorgeirsdóttur, Myndun, olíumálverk Guðrúnar Einarsdóttur og Birta, textíll Ínu Salóme. Gerðarsafn er opið alla daga, nema mánudaga, kl.... Meira
20. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Uppistand á tjaldið

GRÍNISTINN Jerry Seinfeld hefur oft verið inntur eftir því hvort kvikmynd í fullri lengd sé nú ekki á teikniborðinu. Seinfeld hefur látið vissan áhuga í veðri vaka en ekki miklu meira en það. En svo virðist sem breytinga sé nú að vænta. Meira
20. apríl 2002 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Útgáfustyrkurinn til LH hækkaður

ÚTGÁFUSTYRKUR íslensku ríkisstjórnarinnar til vestur-íslenska vikublaðsins Lögbergs Heimskringlu í Winnipeg í Kanada hefur verið hækkaður úr 8 þúsund kanadískum dollurum í 15 þúsund kanadíska dollara í ár og er því að jafnvirði um 950 þúsund krónur. Meira
20. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 137 orð | 4 myndir

Veisluhöld á Smíðaverkstæðinu

Á SMÍÐAVERKSTÆÐI Þjóðleikhússins var á fimmtudaginn frumsýnt leikritið Veislan. Verkið er byggt á hinni rómuðu dönsku "dogma"-kvikmynd Festen eftir Thomas Vinterberg sem naut vinsælda þegar hún var sýnd hérlendis í byrjun árs 1999. Meira

Umræðan

20. apríl 2002 | Aðsent efni | 972 orð | 1 mynd

Aumingjar og alvörufólk

Aflsmunur er ekki endilega líkamlegur, segir Stefán Helgi Aðalsteinsson. Hann liggur hvarvetna í leyni þar sem svokölluð frjálshyggja kemur við sögu. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Betra líf fyrir eldri borgara og öryrkja

Sjálfstæðismenn, segir Þórey Aðalsteinsdóttir, vilja tryggja hag eldri borgara og öryrkja. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Bæjarstjóri í bullandi vörn

Það sem er sammerkt öllum fyrri áætlunum meirihlutans, segir Lúðvík Geirsson, er að engin þeirra hefur staðist. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

deCODE heggur tvisvar í sama knérunn

Þegar 20 milljarðarnir eru búnir, segir Alfreð Árnason, hvað þá? Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 319 orð | 1 mynd

Er við einhvern að sakast?

"ÁGÆTI Jón. Umsókn yðar um leikskólapláss fyrir Óskírðan Jónsson hefur verið tekin fyrir og metin sem forgangsumsókn. Ætla má að pláss verði laust eftir 7 ár. Leikskólinn. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 670 orð | 2 myndir

Fjárfest í lífsgæðum

Gríðarleg uppbygging, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefur átt sér stað í íþrótta- og æskulýðsmálum á síðustu átta árum. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

Friðarpostulinn Arafat

Mín skoðun er sú, segir Óli Tynes, að þessir tveir gömlu stríðsjálkar séu tímaskekkja og hvor um sig ógæfa sinnar þjóðar. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 69 orð

Fyrirspurn til Skífunnar

VIÐ vinirnir vorum að lesa í Morgunblaðinu um helgina að það ætti að læsa geisladiskum hjá Skífunni. Við höfum verið að fjárfesta undanfarið í Playstation 2 og notum hana ekki bara fyrir tölvuleiki heldur líka DVD myndir og til að spila CD geisladiska á. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Grunnskólinn er vagga mannauðs

"Bókvitið verður ekki í askana látið," segir Björn Guðbrandur Jónsson, er vitaskuld bara frumstæð sultardropaspeki. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Heródes og Pílatus eru enn í Kópavogi

Af hverju, spyr Hafsteinn Karlsson, er Kópavogsbær ekki með starfsmann sem íbúar bæjarins geta leitað til með ýmis mál? Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 755 orð | 2 myndir

Hvernig verða Íslendingar ríkasta þjóð í heimi?

Skynsamlegt væri, segir Guðmundur Örn Jónsson, að taka upp fyrningarleið. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 539 orð | 2 myndir

Keppnin Ungfrú Ísland.is

MIG langar að byrja á því að þakka þeim sem standa að baki Ungfrú Ísland.is fyrir þá tilraun sína að breyta þeirri stöðluðu fegurðarímynd sem hefur verið ríkjandi undanfarið. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Lóðir í Reykjavík

Markmið Reykjavíkur er ekki að vera í samkeppni við nágrannasveitarfélögin, segir Anna Kristinsdóttir, heldur í samkeppni við borgir annarra landa. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 401 orð | 1 mynd

Meðlagsgreiðslur frádráttarbærar ÉG er alveg hissa...

Meðlagsgreiðslur frádráttarbærar ÉG er alveg hissa á því að enginn stjórnmálaflokkur skuli setja það á stefnuskrá sína að meðlagsgreiðslur verði frádráttarbærar til skatts. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Orð forseta Íslands um upplýsingaveituna

Upplýsingaveita nútímans, segir Alfreð Þorsteinsson, er jafn nauðsynleg og uppbygging vatnsveitna og hitaveitna áður. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 266 orð

"Ekki skvetta, ókei?" - "Óóóókei"

ÉG FÓR í sund um helgina og sat m.a. í heita pottinum. Þar var faðir með ungan son sem naut þess að vera í vatninu. Hann buslaði og skvampaði eins og börn gera gjarnan og fólkið í kring tók öllu vel. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Réttur fatlaðra

Þjónusta Greiningarstöðvarinnar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, skiptir öllu fyrir þroskamöguleika barna. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 109 orð

Svolítið um Alþýðublaðið og Reyðarfjörð

PÁLL einhver Hannesson skrifar mikla samsæriskenningu í Morgunblaðið í fyrradag og víkur að mér í einni setningu, sumsé þessari: "Karl Th. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Tvískinnungur

Ég er hins vegar andstæðingur þess, segir Jóhann Ársælsson, að Íslandsmið verði að einkaeign fáeinna útgerðarfyrirtækja. Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Verum myndug!

Við þurfum, segir Jóna Hrönn Bolladóttir, að halda vöku okkar. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Villibörn

SUMIR andlegir gúrúar hafa þá kenningu að áður en við fæðumst ákveðum við hvar við ætlum að fæðast næst, aðrar andlegar kenningar tala um að það muni vera örlagatengt hvar við fæðumst í næsta lífi og átt er þá við hvernig við hegðuðum okkur í lífinu þar... Meira
20. apríl 2002 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Þar sem reynsla og verkmenntun skipta máli

Þeim, sem lokið hafa prófi úr iðnskóla eða sambærilegu prófi, gefst kostur á því, segir Málfríður Þórarinsdóttir, að ljúka þessu námi á þremur önnum í stað fjögurra. Meira
20. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 585 orð | 1 mynd

Öflugt átak þarf til

ÉG VIL þakka Steinunni Marinósdóttur, skrifst.st. Byrgisins, fyrir góða grein í Mbl. 5. mars sl. um vímuefnalaust Ísland. Meira

Minningargreinar

20. apríl 2002 | Minningargreinar | 955 orð | 1 mynd

ARNÓR VALDIMAR JÓNSSON

Arnór Valdimar Jónsson fæddist í Hafnarfirði 12. desember árið 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 14. apríl síðastliðinn. Hann var sonur Sigríðar Ásgeirsdóttur gullsmiðs, f. 7. september 1903, d. 14. maí 1981, og Jóns Valdimarssonar vélsmiðs, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 956 orð | 1 mynd

BERGLAUG SIGURÐARDÓTTIR

Berglaug Sigurðardóttir fæddist í Heiðarhöfn á Langanesi 11. nóvember 1915. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði annan í páskum og fór útför hennar fram frá Þórshafnarkirkju 12. apríl. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 1422 orð | 1 mynd

FJÓLA JÓHANNSDÓTTIR

Fjóla Jóhannsdóttir fædd á Ásunnarstöðum í Breiðdal 10. apríl 1953. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Jóhann Aðalbert Pétursson, f. 17.2. 1915, d. 27.10. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 588 orð | 1 mynd

FRIDA ERNA OTTÓSDÓTTIR

Frida Erna Ottósdóttir fæddist í Leipzig í Þýskalandi 7. nóv. 1924. Hún lést á SHS mánudaginn 15. apríl sl. Foreldrar hennar voru Frida Buhl og Otto Buhl,, búsett í Leipzig. Systkini Fridu voru 12 talsins. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 2478 orð | 1 mynd

FRIÐRIKKA MARGRÉT AÐALSTEINSDÓTTIR

Friðrikka Margrét Aðalsteinsdóttir frá Hafnarnesi fæddist á Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd 28. júlí 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalsteinn Pálsson og Karólína Auðunsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 350 orð | 1 mynd

GIZUR BERGSTEINSSON

Um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu Gizurar Bergsteinssonar, hæstaréttardómara, sem fæddist á Árgilsstöðum í Rangárvallasýslu 18. apríl 1902. Gizur lést 26. mars 1997, tæplega 95 ára að aldri. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 3405 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HÉÐINSDÓTTIR

Guðrún Héðinsdóttir fæddist á Húsavík 20. janúar 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir og Héðinn Maríusson, Húsavík. Guðrún var þriðja elst af níu systkinum. Hinn 27.12. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 1302 orð | 1 mynd

HELGA MOTH JÓNSSON

Helga Moth Jónsson fæddist í Elberfeld í Wuppertal í Þýskalandi 2. júlí 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Elisabeth f. Schenk og Franz Paul Moth konsertmeistari í Fílharmoníusveit Hamborgar. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 1524 orð | 1 mynd

HÚNBOGI ÞORKELSSON

Húnbogi Þorkelsson (Bogi í Sandprýði) fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 9. apríl 2002. Foreldrar Boga voru hjónin Þorkell Þórðarson, f. í Ormskoti í Fljótshlíð 7. desember 1872, d. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 544 orð | 1 mynd

JÓHANN ÞORSTEINN KARLSSON

Jóhann Þorsteinn Karlsson fæddist á Selási í Línakradal í V-Húnavatnssýslu 3. febrúar 1930 og ólst upp á Fossi í Vestur-Hópi. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þorlákskirkju 27. mars. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 9566 orð | 2 myndir

JÓN MÚLI ÁRNASON

Jón Múli Árnason, þulur og tónskáld, fæddist á Kirkjubóli á Kolbeinstanga á Vopnafirði 31. mars 1921. Hann lést á gamla Landspítalanum við Hringbraut á öðrum degi páska, 1. apríl sl. Foreldrar Jóns Múla voru Árni Jónsson frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 4338 orð | 1 mynd

PÁLL ODDSSON

Páll Oddsson fæddist í Stykkishólmi 16. september 1922. Hann andaðist í St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Jóhannsdóttir, húsmóðir í Stykkishólmi, f. 29. október 1888, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

VALUR ARNAR MAGNÚSSON

Valur Arnar Magnússon fæddist í Reykjavík 21. janúar 1944. Hann lést laugardaginn 9. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 18. mars. Meira  Kaupa minningabók
20. apríl 2002 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

VALUR GUÐMUNDUR VALSSON

Valur Guðmundur Valsson fæddist í Reykjavík 24. desember 1959. Hann lést 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Valur Guðmundsson, býr í Kanada, og Ingunn Ásgeirsdóttir, býr í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 57 orð

AcoTæknival fær vottun

AcoTæknival hefur fengið vottun sem "Microsoft Gold Partner for Enterprise Systems". Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 749 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 30 30...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 30 30 30 15 450 Blálanga 140 30 140 886 123,600 Flök/Steinbítur 260 250 252 1,700 427,828 Gellur 650 570 602 77 46,350 Grásleppa 66 5 8 490 4,097 Gullkarfi 112 40 82 1,864 153,079 Hlýri 200 118 128 1,555 198,861 Hrogn... Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Arcadia hefur hækkað mikið

VERÐ á hlutabréfum í Arcadia Group lækkaði um 1,3% í kauphöllinni í London í gær eftir að hafa hækkað um tæp 11% í fyrradag eftir birtingu milliuppgjörs félagsins. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Atlantsskip sigla til Evrópu

EVRÓPUSIGLINGAR Atlantsskipa hófust í gær. Estime, leiguskip Atlantsskipa, hélt úr höfn í Rotterdam. Áætluð koma fyrsta skipsins til Íslands er 23. apríl nk. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 433 orð | 1 mynd

Byrja á karfa í úthafinu

ÚTHAFSKARFAVERTÍÐIN á Reykjaneshrygg er nú um það bil að hefjast. Fjórir íslenskir togarar hafa þegar hafið karfaveiðar í úthafinu, Venus HF, Ýmir HF, Höfrungur III AK og Víðir EA, en fastlega má gera ráð fyrir að togurunum fjölgi þar ört á næstu vikum. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Frjáls fjölmiðlun selur Ísafoldarprentsmiðju

HÓPUR fjárfesta hefur keypt allan hlut Frjálsrar fjölmiðlunar (FF) í Ísafoldarprentsmiðju, 96,2%. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar, Ólafur H. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Hagræðing hjá Alcoa

BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa hefur tilkynnt hagræðinguí tveimur álverum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Alcoa er eitt af þeim fyrirtækjum sem nefnd hafa verið sem hugsanlegur samstarfsaðili í hugsanlegum stóriðjuframkvæmdum hér á landi. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Kröfur í Markhúsið námu 177 milljónum króna

HEILDARKRÖFUR í þrotabú markaðsstofunnar Markhússins námu samtals um 177 milljónum króna. Skiptastjóri er enn að vinna að athugun ýmissa mála og samninga sem gerðir hafa verið. Markaðsstofan Markhúsið var úrskurðuð gjaldþrota í október sl. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 539 orð | 1 mynd

Markaðsstarf í kreppu skilar sér

FYRIRTÆKI sem skera niður markaðskostnað þegar kreppir að í efnahagslífinu hagnast minna en þau sem gera það ekki, þegar til lengri tíma er litið. Þetta kom fram á ráðstefnu um markaðsstarf á samdráttartímum sem haldin var í gær. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Nýsköpunarsjóður tapar 772 milljónum króna

TAP af rekstri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var í fyrra 772 milljónir króna. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Rf

Sjávarútvegsráðherra hefur skipað dr. Sjöfn Sigurgísladóttur forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins til næstu fimm ára frá 1. maí 2002 að telja. Sjöfn lauk B.Sc. Meira
20. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Verslunarráð ályktar gegn ríkisábyrgð

VERSLUNARRÁÐ sendi í gær frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn Verslunarráðs Íslands ítrekar afstöðu ráðsins til mikilvægis áframhaldandi brotthvarfs íslenska ríkisins af vettvangi atvinnulífsins og að stjórnvöld leyfi frjálsri samkeppni að blómstra... Meira

Daglegt líf

20. apríl 2002 | Neytendur | 517 orð | 4 myndir

Illa stilltur hjálmur er gagnslaus

HERDÍS Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni, hvetur börn og foreldra til að huga vel að öryggisbúnaði nú þegar hjólatíminn er hafinn. Meira
20. apríl 2002 | Neytendur | 59 orð

Mánuður jarðar hjá Aveda

AVEDA kynnir mánuð jarðar í apríl á hverju ári og 2002 vill fyrirtækið vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum í heiminum. Nú um helgina, fram til 20. Meira
20. apríl 2002 | Neytendur | 474 orð

Um 330.000 manns fara í Bónus í hverjum mánuði

VIÐSKIPTAVINUM verslana Bónuss hefur fjölgað um 50% á undanförnum 12 mánuðum og kemur hver Íslendingur í verslunina einu sinni í mánuði, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. 320.000-330. Meira

Fastir þættir

20. apríl 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 20. apríl, er fimmtugur Hjörtur Þór Björnsson, forstjóri Skrifstofu Rannsóknastofnana atvinnuveganna, Bjarmalandi 2, Reykjavík. Hjörtur og kona hans, Þórunn Halldórsdóttir , verða erlendis á... Meira
20. apríl 2002 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 20. apríl, er sjötugur Jón Aðalsteinsson læknir. Hann og eiginkona hans, María Kristjánsdóttir , eru að heiman í... Meira
20. apríl 2002 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

90ÁRA afmæli .

90ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 21. apríl, verður níræð Rósa Teitsdóttir, Austurgötu 15, Keflavík. Eiginmaður hennar var Ólafur Ingimundarson múrarameistari, sem er látinn. Rósa verður með heitt á könnunni á afmælisdaginn frá kl. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 93 orð

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 18.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 18. apríl var spilað þriðja kvöldið af fjórum í Butler-keppni félagsins. Bestu skori kvöldsins náðu. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 48 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna ÞEGAR búið er að spila 12 umferðir af 13 í Aðalsveitakeppni 2002 er röð efstu sveita eftirfarandi: Sveit Bergplasts 258 Sveit Guðlaugs Sveinssonar 219 Sveit Helgu Sturlaugsdóttur 211 Sveit Friðriks Jónssonar... Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 394 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SÖGNIN "redobl " býr yfir sérkennilegu tvíeðli - tjáir stundum gróðafíkn í skjóli styrks, og stundum taphræðslu í ljósi veikleika. Af þessu tvíeðli sagnarinnar spretta ýmsar redoblsraunir. Meira
20. apríl 2002 | Í dag | 1051 orð | 1 mynd

Ferming í Bústaðakirkju 21.

Ferming í Bústaðakirkju 21. apríl kl. 14. Fermd verður: Ester Eva Gunnarsdóttir, Bandaríkjunum, Hellulandi 6. Ferming í Óháða söfnuðinum 21. apríl kl. 14. Prestur: Sr. Pétur Þorsteinsson. Fermdur verður: Tómas Guðmundsson, Egilsgötu 24, Rvk. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 60 orð

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á ellefu borðum í Gullsmára 13 fimmtudaginn 18. apríl. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Páll Guðmundss. og Filip Höskuldss. 278 Karl Gunnarss. og Kristján Guðmundss. 271 Valdimar Láruss. og Björn Bjarnas. Meira
20. apríl 2002 | Dagbók | 61 orð

HÖFÐINGI SMIÐJUNNAR

Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 669 orð | 3 myndir

Íris

ÁGÆTI lesandi. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 848 orð

Íslenskt mál

VAXANDI áhrif ensku á íslenskt mál voru umræðuefnið í þessum dálkum fyrir um mánuði. Þau geta að sjálfsögðu birst með ýmsum hætti, til dæmis í slettunum, sem vaða uppi í ræðu og riti, en líka stundum í því, að hugsunin er á ensku þótt orðin séu íslensk. Meira
20. apríl 2002 | Í dag | 1902 orð | 1 mynd

(Jóh. 16.).

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. Meira
20. apríl 2002 | Dagbók | 805 orð

(Mark. 10, 14.)

Í dag er laugardagur 20. apríl, 110. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús mælti við þá: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Meira
20. apríl 2002 | Viðhorf | 792 orð

Minning um mann

Námskeið í minningargreinaritun verði skyldufag í framhaldsskólum jafnvel í efsta bekk grunnskóla svo öruggt sé að allir öðlist einhverja þekkingu á þessu sviði, því þessi hefð er ekki að deyja. Meira
20. apríl 2002 | Í dag | 116 orð

Neskirkja.

Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Farið verður í heimsókn til Íslenskrar erfðagreiningar. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 730 orð | 1 mynd

Nýjar efasemdir um krabbameinspróf

ÁRUM saman hefur það verið viðtekið í læknavísindum að því fyrr sem krabbamein greinist því betra á þeirri forsendu að flest krabbamein breiðist út og versni ef ekki er brugðist við þeim. Mjög fátítt hefur verið talið að krabbamein hjaðni af sjálfu sér. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 219 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 e6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O Be7 7. b3 O-O 8. Bb2 d5 9. e3 Rc6 10. cxd5 exd5 11. d4 He8 12. Hc1 Bf8 13. He1 Hc8 14. Bh3 Hb8 15. Re2 Re4 16. Rf4 cxd4 17. Rxd4 Rxd4 18. Dxd4 Dd6 19. Hed1 Hbd8 20. Bg2 a6 21. a3 Hd7 22. b4 Hed8... Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 349 orð | 1 mynd

Sleppum fordómum!

FORDÓMAR hafa skaðleg áhrif á heilsu og líðan, jafnt þeirra sem þeir beinast gegn og hinna sem bera þá. Það er því þjóðarhagur að okkur takist að vekja sem flesta til vitundar um eðli þeirra og orsakir, hvernig þeir birtast og hvaða afleiðingar þeir... Meira
20. apríl 2002 | Í dag | 1009 orð | 1 mynd

Stjórnmálamenn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

KVÖLDVAKA verður sunnudagskvöld 21. apríl kl. 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Að venju mun Örn Arnarson ásamt hljómsveit og félögum úr kór kirkjunnar leiða tónlist og söng. Yfirskrift kvöldvökunnar að þessu sinni er kirkjan og stjórnmálin. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 511 orð | 1 mynd

Sveppasýking í leggöngum

Spurning: Ég hef verið með þráláta sveppasýkingu í leggöngum í rúm sex ár. Ég hef ekki komist fyrir það þrátt fyrir ítrekaðar lyfjameðferðir. Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 196 orð

Táningar þurfa mikinn svefn

TÁNINGAR eru komnir með hina fullkomnu afsökun fyrir því að sofa frameftir um helgar. Læknar við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum hafa komist að því að táningar þurfa að sofa lengur um helgar til að vinna upp svefn, sem þeir tapa í... Meira
20. apríl 2002 | Fastir þættir | 522 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI fagnar því að loksins, loksins hafi Skífan kyngt stoltinu og viðurkennt að hugsanlega hafi verðið á geislaplötum verið orðið ívið of hátt. Meira

Íþróttir

20. apríl 2002 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

* BJARKI Gunnlaugsson , knattspyrnumaður, hefur...

* BJARKI Gunnlaugsson , knattspyrnumaður, hefur ákveðið að leika með Deiglunni í 3. deildinni í sumar en félagið var stofnað í desember síðastliðið. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 142 orð

Brian hættur með landsliðið í sundi

BRIAN Marshall sagði í gær upp sem landsliðsþjálfari Íslands í sundi, en hann hefur sinnt því starfi sl. tæp fjögur ár samhliða því að vera aðalþjálfari Sundfélags Hafnarfjarðar, SH. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 680 orð | 2 myndir

Einn með öllu í Austurbergi

AFTURELDING þurfti lengri tíma en hin þrjú liðin til að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Íslandsmótsins í gærkvöld. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 531 orð | 1 mynd

* GUÐNI Bergsson , fyrirliði Bolton...

* GUÐNI Bergsson , fyrirliði Bolton , gæti leikið gegn sínum gömlu félögum í Tottenham en hann hefur að mestu náð sér af hnémeiðslum sem hann hefur átt í síðustu vikurnar. Með sigri gulltryggir Bolton áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 429 orð

HANDKNATTLEIKUR FH - Haukar 23:28 Kaplakriki,...

HANDKNATTLEIKUR FH - Haukar 23:28 Kaplakriki, úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit, annar leikur, föstudagur 19. apríl 2002. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 3:3, 3:8, 5:11, 7:15, 9:17, 11:17 , 11:18, 14:21, 19:21, 21:22, 21:24, 22:27, 23:28 . Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 72 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, Esso-deildin, fyrsti...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, Esso-deildin, fyrsti leikur í úrslitarimmu: Ásvellir:Haukar - Stjarnan 16 Mánudagur: Úrslitakeppni kvenna, Esso-deildin, annar leikur í úrslitarimmu: Ásgarður:Stjarnan - Haukar 20. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 863 orð | 1 mynd

Haukarnir sendu FH í sumarfrí

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka sendu granna sína úr FH í sumarfrí eftir leik liðanna í Kaplakrika í gær þar sem meistararnir unnu FH-inga öðru sinni. Haukar höfðu undirtökin allt frá byrjun og sigruðu, 28:23, en FH-ingar náðu þó að hleypa óvæntri spennu í leikinn þegar þeim tókst að snúa gjörtöpuðum leik upp í nokkrar spennandi mínútur í síðari hálfleik. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 107 orð

Hvíld til miðvikudags

LIÐIN fjögur sem eru komin í undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik fá hvíld fram á miðvikudag. Þá fara fram fyrri leikir undanúrslitanna, Haukar taka á móti KA á Ásvöllum og Valur fær Aftureldingu í heimsókn á Hlíðarenda. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 564 orð | 3 myndir

KA-menn sneru við blaðinu

KA er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í handknattleik eftir góðan baráttusigur á Gróttu/KR í gærkvöldi nyrðra. Gestirnir höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari snerist taflið og að lokum skildu fjögur mörk. KA sigraði 23:19 og einvígið 2-0. Næst leikur liðið gegn Haukum en eins og flestir muna mættust liðin einmitt í frábærum úrslitaleikjum í fyrra þar sem Haukarnir höfðu sigur. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 461 orð

Magdeburg stendur í ströngu

ALFREÐ Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Magdeburg, tók þá ákvörðun að hvíla sex af lykilmönnum sínum í leiknum við Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í vikunni. Ástæðan var einföld. Magdeburg stendur í ströngu í meistaradeild Evrópu og leikur á sunnudaginn fyrri úrslitaleikinn í keppninni við ungverska liðinu Votex Veszprém í Ungverjalandi. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 145 orð

Norðmenn með sína sterkustu leikmenn

NORÐMENN hafa tilkynnt að þeir mæti með alla sína sterkustu leikmenn til Bodö þegar leikinn verður landsleikur í knattspyrnu við Íslendinga 22. maí. Leikurinn verður sá fyrsti síðan 1987 sem leikinn er fyrir norðan Þrándheim. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 218 orð

Tekst Lárusi Orra að komast upp?

"ÞAÐ er búin að byggjast upp gríðarleg spenna fyrir þennan leik og bæði við og stuðningsmenn liðsins geta varla beðið eftir því að leikurinn verði flautaður á," sagði Lárus Orri Sigurðsson, leikmaður WBA, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 371 orð

Valsmenn hristu Þórsara af sér

VALSMENN eru komnir í undanúrslitin eftir sigur á Þór á Akureyri, 32:28. Segja má að Þór hafi fallið úr keppni með sæmd en þetta var í fyrsta skipti sem liðið tók þátt í úrslitakeppni og mál manna að Þórsarar hafi komið mjög á óvart með sterkum og ágengum sóknarleik í vetur. Í þessum öðrum leik liðanna kom þó í ljós er líða tók á leikinn að Valsmenn höfðu reynsluna, hefðina og breiddina fram yfir nýliðana. Þeir mæta Aftureldingu í undanúrslitum. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 183 orð

Þannig vörðu þeir

Jónas Stefánsson, FH, 14/1 (Þar af 4 skot þar sem knötturinn fór aftur til mótherja); 2 langskot, 2 (1) hraðaupphlaup, 1 úr horni, 6 (3) af línu, 1 vítakast. Jökull Þórðarson, FH, 2; 1 eftir gegnumbrot, 1 vítakast. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Þorvaldur Þorvaldsson, línumaður Þórs, kominn í...

Þorvaldur Þorvaldsson, línumaður Þórs, kominn í upplagt marktækifæri gegn Snorra Steini Guðjónssyni og samherjum hans í Val í leik liðanna á Akureyri í gær. Meira
20. apríl 2002 | Íþróttir | 104 orð

Þróttur í kröppum dansi

ÍSLANDSMEISTARAR Þróttar í blaki kvenna lentu í kröppum dansi er þær mættu KA í íþróttasal Glerárskóla í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi, en þessi lið áttust við í úrslitum Íslandsmótsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.