Greinar laugardaginn 22. júní 2002

Forsíða

22. júní 2002 | Forsíða | 162 orð

Dauða seli rekur á land

VÍSINDAMENN sögðust í gær leggja allt kapp á að leita skýringa á því hvers vegna banvænn veirusjúkdómur, sem fyrir fjórtán árum ógnaði selastofninum í Norður-Evrópu, hefði nú gert vart við sig á nýjan leik. Meira
22. júní 2002 | Forsíða | 258 orð

Fjórir Palestínumenn felldir fyrir mistök

ÍSRAELSHER skaut í gær að fólki í bænum Jenín á Vesturbakkanum og biðu fjórir Palestínumenn bana, þar af þrjú börn. Sögðu talsmenn hersins að um mistök hefði verið að ræða og hefur verið tilkynnt að fram muni fara rannsókn á atburðinum. Meira
22. júní 2002 | Forsíða | 133 orð

Rússneskt herskip til Svalbarða

RÚSSNESKT herskip er nú á leið til Svalbarða, að því er virðist í því skyni að veita rússneska fiskveiðiflotanum vernd. Þetta kom fram í máli talsmanns norska varnarmálaráðuneytisins, Johns Espen Lien, í gær. Meira
22. júní 2002 | Forsíða | 191 orð

Spólan búin

MYNDBANDSSPÓLAN á nú undir högg að sækja vestur í Bandaríkjunum og má ætla að þróunin verði á sömu leið annars staðar. Meira
22. júní 2002 | Forsíða | 71 orð | 1 mynd

Úti er ævintýri

STUÐNINGSMAÐUR enska knattspyrnulandsliðsins harmar niðurstöðu leiks Englendinga og Brasilíumanna á Trafalgar-torgi í London í gærmorgun. Meira
22. júní 2002 | Forsíða | 122 orð | 1 mynd

Þrjár sprengjuárásir á Spáni

LÖGREGLUMENN skoða verksummerki eftir sprengjutilræði fyrir utan hótel í ferðamannabænum Fuengirola á Costa del Sol í gærmorgun. Meira

Fréttir

22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 696 orð

Albaninn sýknaður í vegabréfamálinu

ALBANI sem handtekinn var við komu til Íslands nýlega, þar sem á honum fundust fölsuð vegabréf, var sýknaður af ákæru um að hafa komið með bréfin í því skyni að hjálpa hjónum með tvö börn, sem vegabréfin voru ætluð, að dvelja ólöglega hér á landi, en þau... Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Alþjóðlegur ratleikur

NÚ UM helgina verða staddir hér 7 Svíar sem setja upp alþjóðlegan ratleik á eftirtöldum stöðum: Í Öskjuhlíð kl. 18:00 í dag (laugardag) með starti frá Loftleiðahótelinu, sunnudag í Elliðaárdal kl. 17:00 og á mánudag í Gálgahrauni um kl. 16:00. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð

Aukinn kostnaður fyrir námsmenn

BREYTING á fyrirkomulagi staðlaðra prófa hérlendis, sem nauðsynleg eru til inngöngu í háskólum í Bandaríkunum og öðrum enskumælandi löndum, mun hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir próftakendur. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð

Á fimmta hundrað fjár fellt

ÁKVEÐIÐ hefur verið að slátra öllu sauðfé sem deilt hefur beitarhólfi með salmonellusýktu fé á bænum Ríp í Hegranesi í Skagafirði en á milli 50 og 60 ær hafa drepist þar af völdum sýkingarinnar. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Á fullri ferð

ÞAÐ færist í vöxt að fólk noti reiðhjól til að komast leiðar sinnar, enda er ódýrara að hjóla milli staða en að fara um á einkabíl, auk þess sem það er umhverfisvænt og gott fyrir heilsuna. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 723 orð | 1 mynd

Áhersla á verk- og listgreinar stór þáttur í velgengni skólans

Hlíðaskóli náði í ár, þriðja árið í röð, hæstu meðaleinkunn í samræmdum prófum 10. bekkjar á landsvísu, en í skólanum stunda á sjötta hundrað börn og unglingar nám. Árni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla, sagði Elvu Björk Sverrisdóttur frá því sem hann telur helst liggja að baki hinum góða árangri. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Áratuga vísindastarf geymt í kössum

AÐALFUNDUR Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, sem haldinn var nýlega, vakti athygli á því að á Akureyri er ekki starfrækt náttúrugripasafn. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Á spretti undan spotta

Vegarbrúnin reyndist of brött til að þessi bíll kæmist upp á veg norður í Skagafirði síðdegis í gær. Þá var reynt að kippa honum upp en ekki vildi betur til en svo að dráttarspottinn hrökk í sundur. Meira
22. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 155 orð | 1 mynd

Áætlað er að framkvæmdum ljúki undir lok sumars

FRAMKVÆMDIR við Skólavörðustíg eru í fullum gangi um þessar mundir en áætlað er að þeim ljúki um mánaðamótin ágúst-september. Að sögn Þórs Gunnarssonar, eftirlitsmanns á svæðinu, er verið að laga og endurnýja allar lagnir í götunni. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Bar saman um að skipstjórinn tók réttar ákvarðanir

Ásbjörn Helgi Árnason, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Festar hf., segir sjóprófin sem fram fóru í Svolvær á Lofoten í gær hafa staðfest að skipstjórinn hafi staðið sig með einstakri prýði. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Blómum skrýdd tilvera

Í GÓÐA veðrinu fyrir stuttu mættu konur úr Kvenfélaginu Unni á Rangárvöllum í sína árlegu gróðursetningarferð á Dvalarheimilið Lund á Hellu, en þær hafa í nokkur ár fært heimilinu sumarblóm sem þær gróðursetja í garði heimilisins og í blómaker á stéttar. Meira
22. júní 2002 | Árborgarsvæðið | 156 orð

Boðið til morgunverðar og leikja á Selfossi

SELFOSSBÚAR bjóða gestum og gangandi til morgunverðar í dag með harmónikkuundirleik og morgunleikfimi en það er fyrsti liður á dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Sumar á Selfossi. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð

Borgarstjóri formaður hverfisráðs miðborgar

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var kosin formaður hverfisráðs miðborgar á borgarstjórnarfundi í fyrradag en kosið var nú í fyrsta skipti í átta hverfisráð borgarinnar. Frestað var kosningu í hverfisráð Nesja. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 285 orð | 1 mynd

Borgfirðingahátíð haldin í blíðskaparveðri

BORGFIRÐINGAHÁTÍÐ, sem er fjölskylduhátíð, var haldin í Borgarbyggð síðastliðna helgi og bar yfirskriftina "Fljúgum hærra". Dagskráin var fjölbreytt og allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hófst á föstudeginum 14. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Brautskráning frá Háskóla Íslands

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður í Laugardalshöll í dag, laugardaginn 22. júní, og hefst kl. 13.00. Að þessu sinni brautskrást 715 kandídatar. Þess má m.a. Meira
22. júní 2002 | Suðurnes | 249 orð | 1 mynd

Brugðið á leik á furðufatadegi

Á FYRRA námskeiði Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur sem nú stendur yfir eru 107 börn, meira en 40 börnum færra en á sams konar námskeiði á síðasta ári. Í gær var brugðið á leik, haldinn furðufatadagur og farið á diskótek í Fjörheimum. Meira
22. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 307 orð | 2 myndir

Bæjarbúar opna heimili sín fyrir gestunum

UM 360 erlendir gestir eru staddir á vinabæjamóti sem haldið er í Garðabæ um þessar mundir. Vinabæir Garðabæjar sem taka þátt í mótinu eru Asker í Noregi, Birkerød í Danmörku, Eslöv í Svíþjóð og Jakobstad í Finnlandi. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Dansleikur á Ingólfstorgi

SAMTÖKIN Komið og dansið standa fyrir dansleik á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur sunnudaginn 23. júní nk. Danstónlist verður flutt af geisladiskum með hátalarakerfi og val tónlistar miðað við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Dýrafjarðardagar 28.-30. júní

DÝRAFJARÐARDAGAR verða settir á Þingeyri föstudaginn 28. júní og standa þeir til sunnudagsins 30. júní. Á föstudag fer fram hluti af kraftakeppninni Vestfjarðavíkingurinn. Á laugardag og sunnudag verður útimarkaður opinn, þar sem m.a. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Einkaflugvél nauðlenti á Skarðströnd

EINS hreyfils flugvél af gerðinni Jodel nauðlenti við bæinn Á á Skarðströnd klukkan 20.17 í gærkvöld. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Flugvélin var á leið frá Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ að Holti í Önundarfirði. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 333 orð | 1 mynd

Endurskoða á skipulag ferðamála á Austurlandi

AÐALFUNDUR Markaðsstofu Austurlands var haldinn á Fosshóteli Reyðarfirði nýverið. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru kynntar nýjustu breytingar á vefnum www.east.is, sem rekinn er af Ferðamálasamtökum Austurlands. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 374 orð

Engar athugasemdir við afstöðu Jóhönnu

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki gera neinar athugasemdir við skoðanir Jóhönnu Sigurðardóttur um Evrópusambandið, en hún hefur hvatt til mikillar varfærni í Evrópumálum á heimasíðu sinni. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 55 orð | 1 mynd

Engjakaffi á starfsdögum

ÞEIR voru búralegir Árni Bjarnason og Þórhallur Björgvinsson þegar Rannveig Þórhallsdóttir safnstjóri færði þeim engjakaffið á starfsdögum Minjasafns Austurlands, undir heysátu sem þeir höfðu lagt á reipi í flekknum. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 1661 orð | 1 mynd

Erfitt að skera úr um hver er þroskaheftur

JOHNNY Paul Penry, dæmdur morðingi sem setið hefur lengi á dauðadeildinni í Texas, elskar litabækur og trúir á jólasveininn. Samfangi hans, Doil Lane, getur alls ekki án vaxlitanna sinna verið. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 375 orð

Feður sækja í ríkum mæli um fæðingarorlof

UMSÓKNIR feðra um fæðingarorlof á síðasta ári voru 80% af umsóknum mæðra og var heildarkostnaður vegna fæðingarorlofs rúmir 2,8 milljarðar króna. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 201 orð

Fjáraflamaðurinn Clinton

BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vann sér inn rúmlega 9,2 milljónir dollara, um 820 milljónir króna, með ræðuhöldum í fyrra, að sögn The Los Angeles Times . Meira
22. júní 2002 | Suðurnes | 100 orð

Flug nærri byggð

MEIRA er flogið yfir efri byggðir Keflavíkur í sumar vegna malbikunarframkvæmda á austur-vesturflugbraut Keflavíkurflugvallar. Flugmálastjórn hefur látið íbúana vita. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 148 orð | 1 mynd

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur á dögunum, þar var á ferð ms. Explorer, 2.400 tonna skip með heimahöfn í Afríkuríkinu Líberíu, gert út af þýskum aðilum. Meira
22. júní 2002 | Suðurnes | 103 orð

Gengið á Þorbjörn

JÓNSMESSUGANGA verður úr Grindavík á fjallið Þorbjörn á sunnudagskvöld og Bláa lónið verður opið til klukkan eitt um nóttina í tilefni Jónsmessunnar. Gangan er árlegur viðburður og eykst fjöldi göngufólks með ári hverju. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 1031 orð | 1 mynd

Getum komið í veg fyrir næstum öll slys

Bráðalækningar eru nýleg sérgrein og skipulag slysa- og bráðadeilda er að taka ýmsum breytingum. Jóhannes Tómasson hleraði ýmis atriði um slysavarnir hjá þátttakendum í nýlegri ráðstefnu um bráðalækningar. Meira
22. júní 2002 | Árborgarsvæðið | 61 orð | 1 mynd

Gróðursett í Hellisskógi

ROTARYKLÚBBUR Selfoss hefur það sem árlegt verkefni á hverju vori að gróðursetja plöntur í skógræktarsvæðið í Hellisskógi vestan Ölfusár. Hellisskógur er í landi Hellis og Einholts og er víðáttumikið útivistarsvæði sem íbúar á Selfossi nota mikið. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Guðrún Gísladóttir við það að sökkva

Frystiskipið Guðrún Gísladóttir KE-15 við það að sökkva, eftir að hafa strandað á skeri í sundinu Nappstraumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi á þriðjudag. Skipið var á leið til löndunar í bænum Leksnes þegar atburðurinn átti sér stað. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 654 orð | 1 mynd

Hafði grandskoðað sjókortin en skerin voru ekki merkt

STURLA Einarsson, skipstjóri Guðrúnar Gísladóttur KE-15 sem sökk við N-Noreg snemma á miðvikudag, hafði samband við hafnsögumann áður en hann sigldi inn til Lofoten en var ekki varaður við skerjunum sem skipið strandaði á. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hafði haft ökuréttindi í nokkrar klukkustundir

ÖKUMAÐUR innan við tvítugt var tekinn á 121 km hraða á Kársnesbraut í vesturbæ Kópavogs fyrir hádegi í gær en hámarkshraði þar er 50 km á klst. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

Harmar alvarleg umferðarslys

"UMFERÐARRÁÐ harmar og lýsir þungum áhyggjum vegna alvarlegra umferðarslysa að undanförnu. Á tæplega hálfu ári hafa 17 manns látið lífið, fleiri en nokkru sinni fyrr á sama tímabili. Þessi óheillaþróun kallar á hugarfarsbreytingu hjá vegfarendum. Meira
22. júní 2002 | Suðurnes | 160 orð | 1 mynd

Heiðra þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins

VINÁTTUFÉLAGIÐ ICE-NATO-US Friendship Club hefur heiðrað þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vegna björgunar þess á skipverja af vélbátnum Svanborgu SH sem fórst við Snæfellsnes í desember síðastliðnum. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Heldur færri atvinnulausir

HELDUR færri voru á atvinnuleysisskrá á Akureyri í lok síðasta mánaðar en á sama tíma í mánuðinum á undan, samkvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Þó versnaði staða kvenna nokkuð, því konum fjölgaði um 15 á skrá en körlum fækkaði um 23. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 267 orð

Hlaut alþjóð-lega viðurkenningu Missouriháskólans

MISSOURI-HÁSKÓLINN í Columbia í Bandaríkjunum hefur veitt Helga Gunnlaugssyni dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands viðurkenninguna Arts and Science Distinguished Alumni Award sem skólinn úthlutar árlega eftir tilnefningar frá einstökum deildum. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 200 orð | 1 mynd

Hleðsluleifar komu í ljós við endurnýjun húsa

MIKIL uppbygging er nú hafin á Möðruvöllum í Hörgárdal, en heimamenn hafa í hyggju að endurnýja tvær sögufrægar byggingar á staðnum. Það er ætlunin að koma upp safnaðarheimili, flóru- og sögusafni og aðstöðu fyrir ferðafólk. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Hundar völsuðu um lausir í Höfnum

HUNDAFANGARAR frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og lögreglu tókst í sameiningu í gær að fanga sex hunda sem gengið höfðu lausir um Hafnir í Reykjanesbæ síðustu daga. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 487 orð

Hægrimenn krefjast afsagnar stjórnarinnar

STJÓRNARANDSTAÐAN í Perú krafðist þess í gær að ríkisstjórn landsins segði af sér eftir að hún ákvað að fresta umdeildri sölu tveggja raforkufyrirækja í suðurhluta landsins sem seld voru belgísku fyrirtæki á uppboði fyrir viku. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 121 orð | 1 mynd

Höfrungahópur lék undir við óvenjulegt brúðkaup

ÓVENJULEGT brúðkaup átti sér stað er sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, gaf saman breskt par á þilfari skonnortunnar Hauks á Skjálfandaflóa á dögunum. Um sönginn sá kór höfrunga sem léku sér í kringum skonnortuna meðan athöfnin fór fram. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 139 orð | 1 mynd

Í óvissuferð með flugvél

ÞAÐ vekur athygli í Stykkishólmi þegar Fokker-flugvél Flugleiða lendir á Stykkishólmsflugvelli, enda gerast slíkir atburðir ekki oft. Um síðustu helgi kom Fokker-vél Flugleiða með ferðamenn. Var um að ræða starfsfólk Flugleiða sem var boðið í óvissuferð. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 22 orð

Íslendingur ekki boðinn upp

SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík bauð ekki upp víkingaskipið Íslending á þriðjudag, eins og auglýst hafði verið, þar sem Lánasjóður Vestur-Norðurlanda hafði afturkallað uppboðsbeiðni... Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 389 orð

Ístak og Nýsir kæra útboðið

FYRIRTÆKIN Ístak hf. og Nýsir hf. hafa kært til kærunefndar útboðsmála útboð á rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Jónsmessa með Ferðafélagi Íslands

ÞAÐ verður mikið um að vera hjá Ferðafélagi Íslands um helgina. Laugardaginn 22. júní efnir félagið til næturgöngu á Heklu. Brottför er úr Reykjavík kl. 18, frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6 og ekið sem leið liggur að Heklurótum og tindurinn klifinn. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Jónsmessuganga og sýning í Kjarnaskógi

JÓNSMESSUGANGA verður farin annað kvöld, sunnudagskvöldið 23. júní, kl. 22 frá þjónustuhúsinu í Kjarnaskógi. Hún er á vegum Minjasafnsins og Skógræktarfélags Eyfirðinga. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 332 orð

Kemur ekki til greina að draga úr byggð

HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki komi til greina að draga úr byggð vegna snjóflóðahættu, en hættumat vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífsdal var kynnt á borgarafundi á miðvikudaginn. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kílóverð á eggjum var bakkaverð

BORIST hefur leiðrétting frá ASÍ vegna útreikninga í verðkönnun samtakanna og Morgunblaðsins í heilsuvöruverslunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn, sem birt var síðastliðinn fimmtudag. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 446 orð

Konur seldar mansali frá Eistlandi til Íslands

Í NÝRRI skýrslu bandaríska utanríkisþjónustunnar um mansal í heiminum kemur fram að eistneskar konur og stúlkur eru seldar mansali til Vestur-Evrópu þar sem þær eru notaðar við kynlífsiðnað, þ.m.t. til Póllands, Þýskalands, Hollands og Íslands. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 338 orð

Landssíminn átti landspilduna með réttu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Landssíma Íslands af kröfum sem erfingjar landspildu í Fífuhvammslandi í Kópavogi gerðu á hendur fyrirtækinu þar sem þess var krafist að eignarnámi á landinu yrði hnekkt, en til vara að greiddur yrði 1,5 milljarður... Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð | 2 myndir

Létust í slysinu í Blöndulóni

MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið til birtingar myndir af fólkinu sem lést í hinu hörmulega slysi í Blöndulóni að kvöldi 17. júní. Þau sem fórust voru Jing Li, fædd 27. júlí 1970, og Albert Junchen Li, sonur hennar á fyrsta ári, fæddur 30. ágúst 2001. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Ljósmyndasýning - brúðarljósmyndir

JÓN PÁLL Vilhelmsson opnaði nýlega ljósmyndasýningu í kjallara Kjörgarðs á Laugavegi 59, þar sem hann rekur ljósmyndastofu. Þar eru sýndar brúðarmyndir sem hafa verið teknar á síðastliðnum þremur árum. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 169 orð

Lýsti skömminni í sjónvarpi

LÖGREGLAN í Suður-Kóreu handtók í gær annan son Kim Dae-Jungs, forseta landsins, og sitja þeir nú báðir í fangelsi, sakaðir um spillingu. Kom faðir þeirra fram í sjónvarpi í gær og bað þjóðina auðmjúklega afsökunar á þessari miklu skömm. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 79 orð | 1 mynd

Mikill stærðarmunur

GOÐAFOSS, vöruflutningaskip Eimskips, kom til Akureyrar um hádegisbil í gær til að losa og lesta vörur hjá félaginu. Meira
22. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 565 orð | 1 mynd

Mikilvægt að halda í hafnsækna starfsemi

Á HUGMYNDAÞINGI um framtíðarskipulag Mýrargötusvæðis sem haldið var á dögunum í Ráðhúsi Reykjavíkur kom fram almennur vilji meðal fólks um að halda ætti í hafnsækna stafsemi samhliða uppbyggingu íbúðarsvæðis á skipulagssvæðinu. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Námskeið um streitulaust líf

KARUNA, miðstöð búddista, stendur fyrir fjórum námskeiðum í sumar. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 24. júní og er kennt þrjú kvöld í röð, frá klukkan 20-21. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 140 orð | 1 mynd

Nemendur hjóluðu Hvanneyrarhringinn

SÍÐUSTU skóladagarnir hafa víða verið nýttir til útiveru og hreyfingar. Nemendur í 7-A og 7-B í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu sinn skerf á dögunum þegar þeir hjóluðu ,,Hvanneyrarhringinn" sem er 36 kílómetrar. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Notaði hefti eiginkonunnar

KARLMAÐUR um fertugt hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 30 daga fangelsi, sviptur ökurétti ævilangt og gert að greiða skaðabætur að upphæð 2 þúsund krónur. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Ný heimasíða

NÝ heimasíða Akureyrarbæjar hefur verið opnuð. Nýja síðan er mun víðtækari og umfangsmeiri en áður var. Markmiðið er að þjóna bæjarbúum, ferðafólki og þeim sem til bæjarins vilja flytja. Meira
22. júní 2002 | Árborgarsvæðið | 127 orð | 1 mynd

Nýir aðilar með Hekluumboðið á Suðurlandi

NÝIR söluaðilar, Grundir ehf., hafa tekið við Hekluumboðinu á Suðurlandi og rekstri Bílasölu Selfoss. Hekluumboðið nær frá Hellisheiði að Kirkjubæjarklaustri og mun Bílasala Selfoss þjónusta þetta svæði. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 159 orð | 1 mynd

Nýtt eldhús í hlöðutóft

FRAMKVÆMDUM er nú að ljúka við eldhúsbyggingu á Sænautaseli í Jökuldalsheiðinni. Eldhúsið er byggt í hlöðutóft við fjárhús sem endurbyggt var fyrir tveimur árum. Fjárhúsið verður síðan notað sem veitingasalur sem tekur allt að fjörutíu manns í sæti. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 309 orð

Ósammála um hvort fullnægjandi skýringar séu komnar fram

FJALLAÐ var um öryggisviðbúnað í tengslum við heimsókn forseta Kína og aðgerðir gagnvart fylgismönnum Falun Gong á fundi allsherjarnefndar Alþingis í gær. Komu m.a. fulltrúar þriggja ráðuneyta á fundinn auk fulltrúa Mannréttindastofu. Meira
22. júní 2002 | Miðopna | 1217 orð | 2 myndir

(Ó)þjóðlegir kommúnistar á Íslandi

Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur fór snemma í námi sínu að velta fyrir sér þjóðerni. Í kjölfarið fylgdi svo kommúnisminn, þar sem hún segir kenningar hans í eðli sínu andstæðar þjóðerni. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 294 orð

Rekja má fjölda dauðsfalla til undirmönnunar

SJÚKRAHÚS sem hafa á að skipa mörgum vel menntuðum og hæfum hjúkrunarfræðingum eru öruggari fyrir sjúklingana og meiri gæði eru þar á hjúkrunarþjónustunni en þar sem fáir menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Reyndi ásiglingu

LANDHELGISGÆSLAN lítur alvarlegum augum atvik sem varð í Kollafirði þegar skemmtibátur stefndi á mikilli ferð á eftirlitsbát varðskipsins Ægis. Með snarræði tókst að forðast ásiglingu. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Reynt að leysa deilu um ólöglega innflytjendur

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins reyndu í gær að ná málamiðlunarsamkomulagi um að þróunaraðstoð við fátæk ríki yrði tengd við tilraunir sambandsins til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Ræðir um þróun á vínmarkaði

ÍTALSK íslenska verslunarráðið heldur fund fimmtudaginn 27. júní þar sem Piero Antinori greifi heldur fyrirlestur um hina öru þróun sem nú er á alþjóðlegum vínmarkaði. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Rödd þín - sjálf þitt - styrkur þinn

"RÖDD þín - sjálf þitt - styrkur þinn" er yfirskrift námskeiðs sem haldið verður dagana 29.-30. júní á Heilsuhvoli, Flókagötu 65. "Röddin er einn þýðingarmesti tjáningarmáti fólks," segir í tilkynningu. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 257 orð

Sektaður fyrir að hindra arnarvarp

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var á miðvikudag dæmdur í héraðsdómi Vestfjarða til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa haustið 2000 og sumarið 2001 farið inn á friðland í Hrísey og Arnarstapa í Miðhúsaeyjum í Reykhólahreppi og sett þar stöng með... Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð

Sendiherrar til viðtals

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá utanríkisráðuneytinu: "Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis,... Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sérhæfa sig í myndskreytingu heimila

MYNDLISTARMENNIRNIR og bræðurnir Snorri og Ásmundur Ásmundssynir stofnuðu nýverið fyrirtækið Santa Barbara. Santa Barbara sérhæfir sig í að myndskreyta heimili landsmanna og fegra þau á alla kanta með litum og formum. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Síðasta sýningarhelgi

Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU er að ljúka þremur þeirra sýninga sem staðið hafa frá opnun hússins í apríl 2000. Síðasta sýningarhelgi er núna 22. og 23. júní. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 160 orð | 1 mynd

Sjálfsmat skóla á vornámskeiði á Varmalandi

KENNARAR og starfsfólk grunnskólanna í Borgarbyggð sátu fyrsta hluta námskeiðs um sjálfsmat skóla í Þinghamri á Varmalandi fyrir skemmstu. Það voru þeir Ingvar Sigurgeirsson og Ólafur Helgi Jóhannsson frá Kennaraháskóla Íslands sem sáu um námskeiðið. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sjöunda hefti Víkingslækjarættar að koma út

SJÖUNDA hefti Víkingslækjarættar er tilbúið til prentunar. Í fréttatilkynningu frá Skjaldborgu, sem gefur verkið út, segir að enn séu nokkur hefti óútgefin, reynt verði nú að halda útgáfunni áfram óslitið. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 226 orð | 1 mynd

Sjö ungar undir vélarhlíf krana

SENNILEGA finna fuglarnir það á sér hverjir eru vinveittir þeim og gera sér hreiðurstæði í nálægð þeirra. Ágúst H. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Skátar fjölmenna í Viðey

"VIÐEY er óðum að vakna úr vetrardvala, sem sést hvað best á dýralífinu þar sem kindur eru þar með lömbin sín og hestar og skoppandi folöld. Ekki má gleyma fuglunum og ungum þeirra, en friðað æðarvarp er í eynni," segir í frétt frá Viðey. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Skorað á veiðimenn að hlífa stórlaxi

Stærsta fréttin í íslenska stangaveiðiheiminum í dag er án efa áskorun sem Veiðimálastofnun, Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangaveiðifélaga báru fram til stangaveiðimanna í gær þess efnis að hvetja þá til að hlífa stórlöxum í sumar. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Sólstöðulamb

SUMARSÓLSTÖÐUR eru sá tími ársins þegar dagurinn er lengstur og draga nafn sitt af því að sólin stendur í stað og hvorki hækkar sig né lækkar. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

SPK afhendir námsstyrki

SPK afhenti námsstyrki til félaga í Námsmannaþjónustu SPK 18. júní sl. SPK veitir ár hvert tvo námsstyrki að upphæð 100.000 kr. hvorn, einn til útskriftarnema í framhaldsskóla og einn til nema í framhaldsnámi. Meira
22. júní 2002 | Suðurnes | 353 orð

Stofnfjáreigendur eignast tæp 30% hlutafjár

MARKAÐSVIRÐI Sparisjóðsins í Keflavík er metið á tæplega 3 milljarða króna. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 590 orð

Stofnfrumur úr fullorðnum lofa góðu

BANDARÍSKUM vísindamönnum við Minnesota-háskóla hefur tekist að einangra ákveðna gerð af stofnfrumum í beinmerg sem virðist geta breytt sér í flestar ef ekki allar sérhæfðar frumur líkamans, að sögn dagblaðsins The Washington Post . Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Sumarferð í Grímsey

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í norðausturkjördæmi efnir til sumarferðar til Grímseyjar laugardaginn 29. júní næstkomandi. Lagt verður af stað frá Dalvík kl. 12 á hádegi og komið til baka kl. 23 um kvöldið. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Söngvaka

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni næstkomandi mánudagskvöld, 24. júní, og hefst hún kl. 20.30. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Tamar og Ingisól færð á mannanafnaskrá

MANNANAFNANEFND hefur úrskurðað að kvenmannsnöfnin Tamar og Ingisól fullnægi skilyrðum laga um mannanöfn og þau skuli færð á mannanafnaskrá. Kvenmannsnafnið Nora uppfyllti hins vegar ekki skilyrði laganna og var því hafnað. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 417 orð

Tölvustýrt rafrænt eftirlit

RAFRÆN ökklabönd eru ný tegund viðurlaga og þótt þau hafi lítið verið í umræðunni hér á landi eru nokkur ár síðan Svíar tileinkuðu sér þessa nýju tækni, sem Bandaríkjamenn hófu að þróa fyrir um tuttugu árum. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Unnið við smíðar í blíðviðrinu í borginni

MENN hafa nýtt blíðuna í Reykjavík undanfarna daga með ýmsum hætti en þeir sem vinna úti við eins og smiðirnir tveir hafa væntanlega ekki farið varhluta af góða veðrinu. Meira
22. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 198 orð | 1 mynd

Upplýsingar um bókakost aðgengilegar á Netinu

SAMNINGUR um að tölvurekstrarfyrirtækið Anza hf. taki að sér að hýsa og reka nýtt miðlægt bókasafnskerfi fyrir allt landið var undirritaður á Amtsbókasafninu á Akureyri nýlega að viðstöddum menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Úrslit í ljósmyndakeppni

LJÓSMYNDAKEPPNI var haldin í þriðja sinn á vefsíðunni www.ljosmyndari.is í maí sl. Alls bárust 117 myndir í keppnina og var almenningi gefinn kostur á því að taka þátt í vali á bestu myndinni. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð

Var á svæði sem er ætlað herskipum

SKIPSTJÓRI Guðrúnar Gísladóttur KE-15 braut reglur, sem honum var ekki kunnugt um, þegar hann sigldi skipinu inn í Nappstraumen í Lofoten þar sem skipið strandaði á þriðjudag og sökk tæpum sólarhring síðar. Einungis herskip mega fara um þetta svæði. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vegurinn um Jökulsárhlíð ófær

VEGURINN um Jökulsárhlíð á milli Hellisheiðar eystri og þjóðvegar eitt er ófær vegna skemmda, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Reyðarfirði. Brúin yfir Kaldá er ónýt eftir óveðrið í vikunni, en þá grófst undan stöpli og brúardekkið brotnaði. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 568 orð

Verðbólga lækkar hratt og hagvöxtur árið 2003

HAGVÖXTUR verður aftur á næsta ári, verðbólga lækkar hratt og halli á viðskiptum við útlönd eykst lítillega árið 2003 eftir að hafa dregist saman á þessu ári, að því er kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar sem gefin var út í gær. Meira
22. júní 2002 | Landsbyggðin | 157 orð

Verkfræðistofan Hnit opnar útibú

VERKFRÆÐISTOFAN Hnit mun á næstunni opna útibú í Ólafsfirði, og mun einn starfsmaður verða þar til að byrja með. Meira
22. júní 2002 | Árborgarsvæðið | 672 orð | 3 myndir

Verslun og þjónusta við ferðafólk ein af meginstoðunum

KAUPMENN og þjónustuaðilar á Selfossi finna fyrir verulegri hreyfingu í viðskiptalífinu strax þegar fer að vora og með sumarkomunni myndast hreinlega bylgja af fólki sem streymir á staðinn. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð

Vert að huga að valdmörkum

IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra telur að vert væri að huga að því hvort breytinga sé þörf á innbyrðis valdmörkum stjórnar og framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, að því er fram kom í ávarpi hennar á ársfundi Byggðastofnunar í Hnífsdal í gær. Meira
22. júní 2002 | Miðopna | 1594 orð | 2 myndir

Vert að huga að valdmörkum stjórnar og framkvæmdastjóra

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur að vert sé að huga að því hvort breytinga sé þörf á innbyrðis valdmörkum stjórnar og framkvæmdastjóra Byggðastofnunar að því er fram kom í ávarpi hennar á ársfundi Byggðastofnunar í Hnífsdal í gær. Meira
22. júní 2002 | Erlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Yfir 100 námamenn fórust

STAÐFEST var í gær að 111 menn hefðu farist í slysi í kolanámu í Norðaustur-Kína og var þá enn fjögurra manna saknað. Lokuðust flestir mannanna inni er gassprenging varð í námunni á fimmtudag en ástand öryggismála í kínverskum námum þykir ömurlegt. Meira
22. júní 2002 | Árborgarsvæðið | 104 orð | 1 mynd

Þrír glæsibílar afhentir eftir breytingar

IB-innflutningsmiðlun á Selfossi afgreiddi nýlega frá sér þrjá glæsilega bíla sem breytt hefur verið og gengið frá af samstarfsaðilum fyrirtækisins, Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum, Radíóþjónustu Sigga Harðar og Gunnari Egilssyni, Ice Cool. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Þróun fríverslunar til umræðu

Kjartan Jóhannsson sendiherra er fæddur í Reykjavík 19. desember 1939. Hann lauk MS-prófi í rekstrarverkfræði frá Illinois Institute of Technology í Bandaríkjunum 1965 og doktorsprófi í aðgerðarrannsóknum frá sama skóla 1969. Meira
22. júní 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Öflugt fjölmiðlasetur á landsmóti skáta

LANDSMÓT skáta verður haldið að Hömrum við Akureyri dagana 16.-23. júlí næstkomandi og er undirbúningur í fullum gangi, en skátahreyfingin kynnti á dögunum Fjölmiðlasetrið sem verður á mótssvæðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júní 2002 | Staksteinar | 481 orð | 2 myndir

Lærdómsríkt en óskemmtilegt

Alþingismönnum hefur borist fjöldi bréfa frá fólki, sem segir sér mjög misboðið vegna þess að Falun Gong-iðkendur hafa verið sviptir ferðafrelsi til Íslands og innan lands, segir Björn Bjarnason. Meira
22. júní 2002 | Leiðarar | 791 orð

Verð á lífrænum matvörum

Áhugi á svonefndum lífrænum matvörum hefur stóraukizt á Vesturlöndum á undanförnum árum. Margt kemur til. Margir hafa áhyggjur af því - og ekki að ástæðulausu - hvaða efni séu í þeim matvörum, sem við leggjum okkur til munns. Meira

Menning

22. júní 2002 | Menningarlíf | 34 orð

Arna Fríða í Húsi málarans

GRAFÍSKI hönnuðurinn og listmálarinn Arna Fríða Ingvarsdóttir mun í dag, laugardag, opna sýningu á verkum sínum í Húsi málarans að Bankastræti 7. Sýningin opnar klukkan 16 en hún stendur í þrjár vikur. Sýningarstjóri er Sesselja... Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 136 orð | 1 mynd

Blóðugt lík í gríni

BANDARÍSK hjón hafa stefnt MTV-sjónvarpsstöðinni fyrir ólöglega innrás í einkalífið og fyrir að valda sér skelfingu og hugarangri, en í janúar setti sjónvarpsstöðin á svið morð í hótelherbergi þeirra í Las Vegas. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 1090 orð | 1 mynd

Brasilísk tónlist er eins og brasilíski boltinn

Hér á landi er staddur brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino í þeim tilgangi að gefa Íslendingum tækifæri til að upplifa alvöru bossanóva- og sambastemmningu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Tolentino og meðspilara hans, Óskar Guðjónsson saxófónleikara. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Britney frægust allra

POPPPRINSESSAN Britney Spears er þekktasta manneskja í heimi ef marka má árlega könnun tímaritsins Forbes Global . Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 123 orð

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Dansleikur með surf-sveitinni Titty-Twisters.

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Dansleikur með surf-sveitinni Titty-Twisters. CAFÉ AMSTERDAM Gleðisveitin Buff. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Kjartan Hlöðversson. CLUB 22 Dj Benni. GAUKUR Á STÖNG Hljómsveitin Ber. GULLÖLDIN Ásgeir Páls sér um dúndrandi dansmúsík. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Djarfur Potter?

NÚ STANDA yfir viðræður um hver muni taka að sér að leikstýra þriðju kvikmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter og félaga hans í Hogwarts-skólanum. Meira
22. júní 2002 | Kvikmyndir | 246 orð

Draumadísin fundin

Leikstjóri: Eric Boss. Handrit: Eric Aronson og Paul Stanton. Aðalhlutverk: James Lance Bass, Emmanuelle Chriqui og Joey Fatone. Sýningartími: 85 mín. Bandaríkin. Miramax, 2001. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Geisladiskur

NÝR geisladiskur Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara er kominn út hjá Polarfonia Classics útgáfunni. Á diskinum leikur Guðný einleiksverk fyrir fiðlu, að stórum hluta íslenska tónlist en auk þess eitt verka J. S. Bachs. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Georgieva sýnir olíumálverk

LISTAKONAN Elitsa G. Georgieva frá Rousse í Búlgaríu hefur opnað stuttsýningu sína í Gallerí Reykjavík. Á sýningunni gefur að líta olíumálverk sem öll eru unnin á þessu ári. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 416 orð | 2 myndir

Gleraugnahönnun

Alain Mikli, Philippe Starck. Steinunn Þórarinsdóttir, Þóra Sigurþórsdóttir, Óli G. Jóhannsson, Kogga, Eiríkur Smith, Kristján Davíðsson, Vignir Jóhannsson, Jón Axel Björnsson, Guðrún Kristjánsdóttir. Opið rúmhelga daga á tíma Linsunnar og á tíma Handverks og hönnunar. Stendur til sunnudagsins 29. júní. Aðgangur og bæklingur ókeypis. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 100 orð

Jómfrúin : Á fjórðu tónleikum sumartónleikaraðar...

Jómfrúin : Á fjórðu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, kemur fram kvartett trommuleikarans Kára Árnasonar. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 239 orð

Jónsmessuganga í Árbæjarsafni

FJÖLBREYTT dagskrá verður í Árbæjarsafni á morgun, sunnudag. Í flestum húsum safnsins verður handverksfólk að störfum frá klukkan 13. Í Árbænum verður ofið, spunnið, prjónað og gerðir roðskór auk þess sem húsfreyjan býður gestum og gangandi upp á lummur. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 248 orð | 1 mynd

Kjarvalsstofa opnuð

FORSETI Íslands opnar formlega í dag, laugardag, Kjarvalsstofu á Borgarfirði eystra. Kjarvalsstofu er ætlað það hlutverk að heiðra minningu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals (1885-1972) sem var alinn upp á Borgarfirði eystra frá 5 ára aldri. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 116 orð

Listaverk ástralsks frumbyggja í Alþjóðahúsinu

Í ALÞJÓÐAHÚSINU opnaði á dögunum sýning á verkum eftir ástralska frumbyggjann Francis Firebrace. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

List við Laxá

Í LAXÁRSTÖÐ verður opnuð í dag, laugardag, sýning á verkum Hallsteins Sigurðssonar myndhöggvara. Sýningin nefnist "Hvað er með Ásum?" og byggist á norrænum goðsögum. Sýningin verður opnuð kl. 14. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 79 orð

Ljósmyndir úr þremur borgum

Í GALLERÍI Sævars Karls við Bankastræti verður opnuð í dag sýning á ljósmyndum Egils Prunner. Sýningin ber heitið London - Paris - Reykjavík og sýnir afrakstur fimm ára tímabils sem Egill varði við myndgerð í Evrópu. Á sýningunni gefur m.a. Meira
22. júní 2002 | Tónlist | 809 orð | 1 mynd

Músíkveisla í Mývatnssveit

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Margrét Bóasdóttir sópran, Sigrún Arngrímsdóttir mezzosópran, Óskar Pétursson tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, Ásgeir Steingrímsson trompetleikari, Kórar Reykjahlíðarkirkju, Skútustaðakirkju, Einarsstaðakikju, Grenivíkurkirkju, Svalbarðsstrandarkirkju, Húsavíkurkirkju, Akureyrarkirkju og Langholtskirkju, auk meðlima úr Samkór Húsavíkur, Kammerkór Norðurlands, Karlakórnum Hreimi og Leikhúskórnum á Akureyri. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Norrænar fantasíur og náttúrustemmning

LOKATÓNLEIKARNIR í norrænni tónleikaröð Camerarctica og Norræna hússins verða á sunnudag. Á efnisskránni eru verk eftir Carl Nielsen, Niels Gade, Øistein Sommerfeldt, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jón Leifs. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 446 orð | 2 myndir

"Tækifærið er ómetanlegt"

HRAFNHILDUR Atladóttir fiðluleikari er einn af hinum fjölmörgu ungu og efnilegu tónlistarmönnum Íslendinga sem gert hafa garðinn frægan erlendis. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 481 orð | 1 mynd

Sjónarhorn úr miðbænum

Tryggvi Árnason opnar sýningu á átján olíumálverkum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Inga María Leifsdóttir skoðaði verkin og ræddi við Tryggva um töfra Þingholtanna. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Sjónvarpskrydd

KRYDDPÍAN Mel B hefur fengið hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti á BBC-sjónvarpsstöðinni. Þáttaröðin, sem kallast Burn It , verður að hluta byggð á hinum vinsælu þáttum This Life sem sýndir voru árið 1997 og fjalla um hóp vina í Manchester. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Sýnir náttúrumyndir

UM ÞESSAR mundir sýnir Edwin Kaaber eigin olíu- og akrílverk í veitingahúsinu Þrastarlundi, Selfossi. Edwin, sem er tónlistarmaður að aðalstarfi, er búsettur í Kópavogi en hefur haldið fjöldamargar sýningar í Þrastarlundi, oftast að sumri. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 746 orð | 1 mynd

Tilraunaeldhúsið gerir víðreist

Íslensk framúrstefnutónlist verður kynnt í þremur Evrópu- löndum í sumar. Árni Matthíasson ræddi við Jóhann Jóhannsson, sem lagstur er í ferðalög með Tilraunaeldhúsinu. Meira
22. júní 2002 | Kvikmyndir | 725 orð | 1 mynd

Umskiptingarnir

Leikstjórar: Chris og Paul Weitz. Handrit: Peter Hedgeds, Chris og Paul Weitz, byggt á skáldsögu Nicks Hornby. Kvikmyndatökustjóri: Remi Adelfarasin. Tónlist: Damon Gough o.fl. Aðalleikendur: Hugh Grant, Toni Collette, Rachel Weisz, Nicholas Hoult, Sharon Small, Madison Cook. Sýningartími 100 mín. Universal. Bretland 2002. Meira
22. júní 2002 | Menningarlíf | 434 orð

Vágestur í vistkerfinu

Framleiðandi og stjórnandi: Magnús Magnússon. Handrit: Magnús Magnússon, Dúi J. Landmark, Þorgerður S. Guðmundsdóttir. Kvikmyndataka: Magnús Magnússon. Hljóðupptaka: Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Dúi J. Landmark. Hljóðsetning: Lotus/Gunnar Árnason. Tónlist: Jón Bjarki Bentsson. Klipping og samsetning: Friðgeir Axfjörð. Þulur: Bjarni Árnason, Jakob Þór Einarsson. Íslensk heimildarmynd. Emmson Film 2002. Sjónvarpið 17. júní 2002. Meira
22. júní 2002 | Fólk í fréttum | 546 orð | 1 mynd

Við færum þjóðinni gleði

NÚ sjöunda sumarið í röð geta Reykvíkingar og gestir borgarinnar þóst vera í útlöndum með því að fara á Jómfrúna í Lækjargötu. Á laugardögum kl. Meira

Umræðan

22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 305 orð | 1 mynd

Aðstoðar óskað Undirritaður hefur hafið ritun...

Aðstoðar óskað Undirritaður hefur hafið ritun sjálfsævisögu eða minninga og óskar aðstoðar bæði vildar- og óvildarmanna við verkið. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 880 orð | 1 mynd

Allir trúa því!

Áframhaldandi staurblind notkun gagnagrunnsins, sem er ritskoðaður í Kaupmannahöfn, segir Kristinn Pétursson, getur vart annað en eyðilagt flest smærri sjávarþorp á Íslandi. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 890 orð | 1 mynd

Falun Gong og frelsi

Málið snýst um að frjáls tjáning og skoðanaskipti, segir Þorsteinn Ólafsson, séu í heiðri höfð. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Fiskveiðistjórnun án skynsemi og réttlætis

Einkahagsmunagæsla við úthlutun veiðiheimilda, segir Guðjón Ingólfsson, er óréttlætanleg með tilliti til jafnréttis þegnanna. Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 415 orð

Kjarni málsins

ENGINN hefur farið varhluta af undanfarinni umræðu um heimsókn forseta Kína og úthýsingu Falun Gong-liða. Allt sem skiptir máli hefur vissulega verið sagt en hefur því miður drukknað í alls konar bulli sem kemur þessu máli raunverulega ekkert við. Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 640 orð

Látum ekki afvegaleiðast

STEINÞÓR Þórðarson sendir mér tilskrif í Morgunblaðinu 14. júní sl. og er greinilega fastur í því farinu að hann geti haft sína hentisemi með útlagningu Heilagrar ritningar. Hann segir að ég hafi hneykslast mikið á grein hans frá 7. maí sl. Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 298 orð

Leiguliðar og sjálfstætt fólk

Í FASTEIGNABLAÐI Morgunblaðsins 11. júní sl. veltir maður, að nafni Jón Rúnar Sveinsson, því fyrir sér, hvort félagslega eignaríbúðalánakerfið, sem Húsnæðisstofnun ríkisins var áratugum saman fulltrúi fyrir, hafi verið til góðs eður eigi. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Mannréttindabrot á sjúkrahúsum

Þar sem engin merki eru um að komið verði til móts við kröfur okkar, segir Hjalti Már Björnsson, neyðast unglæknar til þess að boða aðgerðir. Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 59 orð | 1 mynd

Málverks saknað

Þetta málverk Ástu G. Eyvindardóttur listmálara, sem hún nefndi ýmist "Ískonuna" eða "Ísland er best ískalt", er horfið og er síðast vitað af því í íbúð Ástu á Óðinsgötu 8. Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 265 orð

Mjólk er holl 2

JÓN Brynjólfsson sendir mér tóninn þann 16. júní í grein sem ber titilinn "Um beinin 2" og telur mig ómaklega vega að sér þegar ég gagnrýni harkalega blaðaskrif hans frá 6. júní sem ber titilinn "Um beinin". Meira
22. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 420 orð

Opið bréf til forsætisráð-herra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra

ÉG HEF búið alla mína tíð í löndum sem kenna sig við lýðræði og málfrelsi. Er orðin góðu of vön, það hefur gert mig bæði lata og eigingjarna. Tek mannréttindum mínum sem sjálfsögðum hlut, eins og súrefninu sem ég anda að mér. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 990 orð | 1 mynd

Opið bréf til íslenskra ráðamanna

Menn spurðu lögregluna ákaft, segir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, hvort hún væri orðin alveg heilaþvegin af þessum kommúnistaáróðri. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 703 orð | 2 myndir

Semítar, gyðingar, zíonistar og Ísraelar

Engin lausn er fólgin í því, segir Edmund Bellersen, að reka Arafat í útlegð. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Sláum skjaldborg um Sólheima í Grímsnesi

Ættum við ekki að hjálpast að við að varðveita fjöreggið, segir Kolbrún Karlsdóttir, og verja það brestum? Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Söngkennsla í grunnskólum

Öll börn fái þrjá tíma í söng, segir Guðmundur Norðdahl, og íslenskukennslu. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Um áhættu og Íslenska erfðagreiningu

ÍE hyggst byggja lyfjaþróunar- og framleiðslufyrirtæki til að vinna lyf eða greiningartæki sem vinna á úr rannsóknarniðurstöðum, segir Steindór J. Erlingsson, sem enn eru ekki komnar. Meira
22. júní 2002 | Aðsent efni | 844 orð | 2 myndir

Um biðlista á Landspítala - háskólasjúkrahúsi

Nokkur losarabragur hefur víða verið á vinnulagi við biðlista, segja Jónas Magnússon og Oddur Fjalldal, að hluta vegna skorts á samræmdum reglum. Meira

Minningargreinar

22. júní 2002 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd

ANDRÉS ÁSMUNDSSON

Andrés Ásmundsson fæddist í Reykjavík 11. apríl 1924. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 4. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 12. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1288 orð | 1 mynd

BJARNI HALLDÓR BJARNASON

Bjarni Halldór Bjarnason var fæddur á Gerðisstekk í Norðfirði 1. október 1921. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. júní. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Sigfússon og Halldóra Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 2444 orð | 1 mynd

DANÍEL G. E. SIGMUNDSSON

Daníel Guðmundur Eyjólfur Sigmundsson fæddist á Ísafirði 1. apríl 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíana Óladóttir og Sigmundur Brandsson járnsmiður. Alsystkini hans eru: Þorbjörg, f. 19. sept. 1913, d. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

EINAR GRETAR ÞORGEIRSSON

Einar Gretar Þorgeirsson fæddist á Akureyri 9. janúar 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgeir Ágústsson, f. 15. júní 1909, d. 30. júlí 1953, og Guðrún Einarsdóttir, f. 27. febrúar 1899, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 882 orð | 1 mynd

GERÐA BJÖRG SANDHOLT

Gerða Björg Sandholt fæddist í Reykjavík 8. júlí 1975. Hún lést 6. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Dómkirkjunni 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1260 orð | 1 mynd

Gunnhildur Anna Valdimarsdóttir

Gunnhildur Anna Valdimarsdóttir fæddist á Ísafirði, 27. september 1907. Hún lést 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valdimar Haraldsson skipasmiður og Ingibjörg Árnadóttir, systir Árna Árnasonar fiskmatsmanns á Ísafirði. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1034 orð | 1 mynd

HELGA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Helga Kristín Kristjánsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 4. janúar 1924. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reyðarfjarðarkirkju 12. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 186 orð | 1 mynd

HREFNA DÓRA TRYGGVADÓTTIR

Hrefna Dóra Tryggvadóttir húsmóðir, kölluð sínu seinna nafni, Dóra, fæddist í Reykjavík 7. júlí 1925. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut aðfaranótt 2. júní síðastliðins og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 11. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 261 orð | 1 mynd

HREGGVIÐUR GUÐMUNDSSON

Hreggviður Guðmundsson fæddist á Löndum á Hvalsnesi 28. maí 1914. Hann lést á Landspítala við Hringbraut hinn 9. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvalsneskirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1812 orð | 1 mynd

MARÍA ÁRNADÓTTIR

Þorstína María Árnadóttir fæddist í Holti í Vestur-Aðalvík 3. des. 1922. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Finnbogason, f. 14. okt. 1889. d. 16. marz 1933, og Hallfríður Ingveldur Guðnadóttir, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1111 orð | 1 mynd

MINNÝ GUNNLAUG LEÓSDÓTTIR

Minný Gunnlaug Leósdóttir hjúkrunarkona fæddist á Siglufirði 24. júlí 1934. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 3. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkrókskirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1419 orð | 1 mynd

ÓMAR GÍSLI MÁSSON

Ómar Gísli Másson var fæddur í Núpshlíð í Vesturhópi 2. nóvember 1956. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans 16. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Elísabet Á. Árnadóttir og Már Hall Sveinsson. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 443 orð | 1 mynd

RANNVEIG ÁRNADÓTTIR

Rannveig Árnadóttir fæddist á Bræðraminni á Bíldudal 11. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 21. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 748 orð | 1 mynd

SIGBERGUR ELÍS FRIÐRIKSSON

Sigbergur Elís Friðriksson fæddist í Hvammi í Fáskrúðsfirði 7. september 1949. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 8. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

SVALA ALBERTSDÓTTIR

Svala Albertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1967. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 30. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju 8. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

UNNA SVANDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR

Unna Svandís Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 10. desember 1940. Hún lést í Reykjavík 7. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 18. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 208 orð | 1 mynd

Valgerður Guðlaugsdóttir

Valgerður Guðlaugsdóttir fæddist í Kerlingardal í Mýrdal 7. okt. 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víkurkirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN EIÐSSON

Þórarinn Eiðsson fæddist á Blönduósi 18. júlí 1962. Hann lést er hann fór útbyrðis af frystitogaranum Arnari HU 1 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Selma Þórarinsdóttir, f. 22. nóvember 1942, d. 14. september 1990, og Eiður Hilmarsson, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 776 orð | 1 mynd

ÞÓR ÁSTÞÓRSSON

Þór Ástþórsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 8. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 18. júní. Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2002 | Minningargreinar | 677 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR

Þórdís Kristjánsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. september 1918. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 133 orð

66% aukning viðbótarlána

ÞAÐ sem af er ári hafa verið afgreidd viðbótarlán frá Íbúðalánasjóði fyrir 1,6 milljarða króna samanborð við tæplega einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur því ríflega 62% milli ára, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 681 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 127 70 124...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 127 70 124 955 118,549 Flök/ Bleikja 335 335 335 6 2,010 Gullkarfi 110 50 78 14,204 1,111,237 Hlýri 195 82 120 688 82,894 Keila 83 30 65 1,374 88,889 Langa 150 70 135 5,640 763,700 Langlúra 55 52 52 3,356 175,092 Lúða 800 240... Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 1 mynd

Bandaríkjadalur veikist

BANDARÍKJADALUR hefur lækkað mikið gagnvart evru síðustu daga og vikur, en lækkunin hófst í raun í febrúar þó hún færi hægt af stað. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal var um 0,86 í febrúar og var orðið um 0,88 í mars. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 328 orð | 1 mynd

Coldwater framleiðandi ársins hjá McDonald's

COLDWATER Seafood í Bretlandi, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, hlaut verðlaun sem framleiðandi ársins 2001 í öllum vöruflokkum á árlegu framleiðsluþingi McDonald's. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Fjögur lönd út af peningaþvættislista

FJÖGUR lönd hafa verið tekin af alþjóðlegum svörtum lista FATF (Financial Action Task Force) yfir lönd sem stunda peningaþvætti. Það eru Ungverjaland, Ísrael, Líbanon og Sankti Kitts og Nevis. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Kosið í bankaráð Landsbankans

BOÐAÐ hefur verið til hluthafafundar Landsbanka Íslands hf. mánudaginn 1. júlí þar sem fram á að fara kosning í nýtt bankaráð. Í liðinni viku var 20% eignarhlutur ríkissjóðs í bankanum seldur í almennu hlutafjárútboði á Verðbréfaþingi. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Reuters segir upp stjórnendum

Breska fjölmiðlunarfyrirtækið Reuters hefur ákveðið að segja upp 650 yfirmönnum og millistjórnendum í þeim tilgangi að hagræða í rekstrinum en uppsagnirnar eiga að spara fyrirtækinu um 150 milljónir dollara á ári. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 304 orð | 1 mynd

Samningurinn við Myriad hefur mikil og góð áhrif

SAMSTARFSSAMNINGUR Iceland Genomics Corporation (IGC) við Myriad Genetics mun hafa margvísleg áhrif á fyrirtækið, að sögn Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra þess. IGC, sem er móðurfélag líftæknifyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Styrking norsku krónunnar

NORSKA krónan hefur styrkst verulega á þessu ári og norskur útflutningur beðið skaða af. Verðmæti þess sem flutt var út frá Noregi frá janúar til maí í ár er 11,4% minna en verðmæti útflutningsins var á sama tíma í fyrra, að því er m.a. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Vegna vaxtasamanburðar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Íslandsbanka: "Vegna athugasemda sem nb. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 217 orð | 1 mynd

Veltuhraði næstmestur í kauphöllinni í Reykjavík

VELTUHRAÐI á íslenskum hlutabréfamarkaði var næstmestur í samanburði á kauphöllum á Norðurlöndum í maímánuði. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu frá Norex, að því er segir í Morgunpunktum Kaupþings. Meira
22. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Verðlaun í viðskiptafræði

VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla Íslands, með stuðningi Hollvinafélags deildarinnar, veitir í dag Marinó Erni Tryggvasyni verðlaun fyrir árangur í námi, en hann hlaut 9,43 í meðaleinkunn. Meira

Daglegt líf

22. júní 2002 | Neytendur | 54 orð | 1 mynd

Alpasmjör

OSTA- og smjörsalan sf. hefur byrjað dreifingu á nýju viðbiti, Alpasmjöri, sem nú er komið í flestar verslanir, samkvæmt tilkynningu. Meira
22. júní 2002 | Neytendur | 429 orð | 2 myndir

Nýjar umbúðir og vottun frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu

SIGRÍÐUR Einarsdóttir og Daðey Steinunn Daðadóttir hófu framleiðslu á náttúrusmyrslum heima í eldhúsi fyrir sjö árum og eru nú komnar á markað í Þýskalandi með fulltingi Útflutningsráðs. Meira
22. júní 2002 | Neytendur | 68 orð | 1 mynd

Tex-Mex-brauð í ýmsum útfærslum

KATLA er að setja á markað nýja tegund af brauði í samstarfi við flest bakarí landsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Um er að ræða kryddað og matarmikið Tex-Mex-brauð í ýmsum útfærslum. Meira
22. júní 2002 | Neytendur | 282 orð | 1 mynd

Umhverfisálag vegna heimila hefur aukist

DANSKA neytendastofnunin og danska Umhverfisstofnunin hafa gert rannsókn á umhverfisáhrifum danskra heimila þar sem matvæli, heimili og bíll er sagt valda mestu álagi. Meira

Fastir þættir

22. júní 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 22. júní, er fimmtugur Snorri Magnússon, Laufbrekku 8, Kópavogi. Af því tilefni taka Snorri og eiginkona hans, Ólafía Gísladóttir , á móti gestum á heimiliu sínu frá kl.... Meira
22. júní 2002 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . 19. júní sl. urðu sextugar Alberta Guðrún og Guðný Þóra Böðvarsdætur. Í tilefni þess taka þær á móti gestum á Hólabraut 6 í Hafnarfirði, laugardaginn 22. júní frá kl.... Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 187 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Evrópustemning í Sumarbrids Mikill áhugi er á gengi landsliða okkar á Evrópumótinu á Ítalíu og hefur í BSÍ tvisvar verið hægt að sýna leiki Íslands í beinni útsendingu á Netinu. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

UNDANFARNA daga höfum við séð nokkur dæmi um það hvenær útspil í trompi eru "rétt". En hvenær eru þau "röng". Ótrúlega oft, segir Mike Lawrence, og undir það má taka. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 356 orð | 1 mynd

Fordómar gegn fötluðum

FATLAÐIR Íslendingar eru fátækari en aðrir fatlaðir Norðurlandabúar. Fátæktin kallar fram fordóma og af þeim spretta fram ýmsar alhæfingar. Flestir hafa einhverja skoðun á því sem fyrir augu og eyru ber. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 374 orð | 1 mynd

Hvað er tvíburabróðir?

Spurning: Ég hef heyrt talað um að fólk sé með tvíburabróður á bakinu og jafnvel þurfi að fjarlægja hann með skurðaðgerð. Hvaða fyrirbæri er þetta? Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 955 orð

Íslendingar í toppbaráttu á EM í brids

Evrópumótið í brids er haldið í Salsomaggiore á Ítalíu, dagana 16.-29. júní. Ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Heimasíða mótsins er http://www.eurobridge.org. Meira
22. júní 2002 | Viðhorf | 869 orð

Íslenska þúfan

Oft er búið að rifja þetta allt upp, hörkurifrildið í beinni útsendingu við ráðherraflónin, ljósmyndabókina sem þú fleygðir aftur í sléttmála forsetann þeirra á flugvellinum vegna myndar af gulu mótmælaspjaldi á fremstu síðu. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 852 orð

Íslenskt mál

Íslensk tunga á mörg orð yfir ýmis fyrirbæri, athafnir og eiginleika. Það ætti því ekki að þurfa að vefjast fyrir þeim sem tala málið og skrifa að auka texta sinn fjölbreytni með því að velja ekki alltaf sama orðið um sama hlutinn. Meira
22. júní 2002 | Í dag | 469 orð | 1 mynd

Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur...

Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki húsnæðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Meira
22. júní 2002 | Í dag | 1159 orð | 1 mynd

(Lúk. 6).

Guðspjall dagsins: Verið miskunnsamir. Meira
22. júní 2002 | Dagbók | 856 orð

(Mark. 13,31.)

Í dag er laugardagur 22. júní, 173. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. Meira
22. júní 2002 | Dagbók | 43 orð

MINNI INGÓLFS

Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Himinfjöll, földuð mjöll, fránu gulli brunnu. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 672 orð | 2 myndir

Rannsóknir í þágu starfsfólksins

LÍÐAN hjúkrunarfræðinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og samskipti starfsmanna og stjórnenda eru meginefni rannsóknar Sigrúnar Gunnarsdóttur, doktorsnema í London School of Hygiene & Tropical Medicine. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 203 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Bd3 d5 6. Rf3 cxd4 7. exd4 dxc4 8. Bxc4 Dc7 9. De2 O-O 10. O-O Bxc3 11. bxc3 Rbd7 12. Ba3 He8 13. Hac1 a6 14. Re5 b5 15. Bd3 Bb7 16. f4 Had8 17. c4 Db6 18. c5 Da5 19. Bb2 Bd5 20. c6 Rb6 21. f5 Rc4 22. Meira
22. júní 2002 | Í dag | 129 orð

Útiguðsþjónusta í Grafarvogi

Á MORGUN, sunnudaginn 23. júní, verður haldin útiguðsþjónusta að Nónkoti við Grafarvog. Nónkot er staðsett í grennd við sjúkrastöðina Vog. Þar stóð áður sumarbústaðurinn Brekka. Meira
22. júní 2002 | Fastir þættir | 501 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJA brá heldur betur í brún um daginn þegar sonur hans á sjötta ári rukkaði skyndilega um annan pabba: "Af hverju á ég bara einn pabba?" sagði hann í umkvörtunartóni, "flestir krakkarnir í leikskólanum eiga tvo pabba! Meira

Íþróttir

22. júní 2002 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

* ÁHUGI bandarísku þjóðarinnar á knattspyrnu...

* ÁHUGI bandarísku þjóðarinnar á knattspyrnu hefur farið stigvaxandi eftir frábært gengi liðsins á HM . Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 64 orð

Björn í framboð gegn Júlíusi

BJÖRN Guðbjörnsson, fyrrverandi formaður Blaksambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í sambandinu á ný. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 566 orð

Brasilía betri

Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga sagði eftir ósigur Englendinga í leiknum við Brasilíumenn að hann hefði átt von á betri frammistöðu sinna manna, sérstaklega eftir að Brasilíumennirnir misstu Ronaldinho af velli með rautt spjald á 57. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

* EGILL Már Markússon, milliríkjadómari í...

* EGILL Már Markússon, milliríkjadómari í knattspyrnu, dæmir á sunnudag leik Helsingborgar og Koper frá Slóveníu í fyrstu umferð Intertoto-keppninar. Leikurinn fer fram í Helsingborg. Aðstoðardómarar verða Pjetur Sigurðsson og Sigurður Þór Þórsson. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 244 orð

Fjórir HM-menn gegn Fylki

FYLKISMENN voru tiltölulega heppnir með mótherja þegar dregið var til forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gær. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 146 orð

Gátu ekki leigt flóðljósin í Skopje

FH-INGAR leika í dag fyrri leik sinn við Cementarnica frá Makedóníu í Intertoto-keppninni í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Skopje, höfuðborg Makedóníu, og hefst kl. 14 að íslenskum tíma, sem er kl. 17 að staðartíma. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 175 orð

Hlynur á ný til ÍBV

HLYNUR Stefánsson knattspyrnumaður er genginn til liðs við sína gömlu félaga í ÍBV. Forráðamenn ÍBV náðu í gær samkomulagi við 3. deildarliðið KFS og gerðu félögin lánssamning sem gildir til 15. október. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 225 orð

ÍBV til Stokkhólms

EYJAMENN drógust á móti sænska félaginu AIK frá Stokkhólmi í forkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli AIK í Solna í Stokkhólmi 15. ágúst og sá síðari hér á landi tveimur vikum síðar. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 579 orð | 1 mynd

Kahn lokaði markinu

ÞJÓÐVERJAR geta ekki þakkað neinum öðrum en markverði sínum og fyrirliða, Oliver Kahn, fyrir að vera komnir í undanúrslitin á HM í tíunda sinn. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 750 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Grindavík...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Grindavík - KR 0:9 Hrefna Jóhannesdóttir (37., 60., 73.), Olga Færseth (26., 89.), Edda Garðarsdóttir (50., 73.), Ásthildur Helgadóttir (35.), Sólveig Þórarinsdóttir (56.). Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 109 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur 1.

KNATTSPYRNA Laugardagur 1. deild karla: Ásvellir:Haukar - Afturelding 14 Kópavogur:Breiðablik - Sindri 14 2. deild karla: Leiknisvöllur:Leiknir R. - KS 14 Njarðvík:Njarðvík - Völsungur 14 3. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 368 orð

Leikir helgarinnar

ÍBV - KR Hásteinsvöllur, sunnudaginn 23. júní kl. 14.00. *ÍBV og KR hafa mæst 60 sinnum á Íslandsmótinu allt frá því þau áttust við á fyrsta mótinu árið 1912. KR hefur unnið 29 leiki og ÍBV 18 en 13 hafa endað með jafntefli. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 178 orð

Óheppnir Skagamenn til Bosníu

SKAGAMENN höfðu ekki heppnina með sér í gær þegar dregið var til 1. umferðar í forkeppni meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Þeir drógust gegn Zeljeznicar Sarajevo, meistaraliði Bosníu, sem eflaust er sterkasta liðið af þeim tíu sem Íslandsmeistararnir gátu lent á móti. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

"Var ekki heppnismark"

HANN er yngstur af R-unum þremur í sóknarlínu Brasilíumanna og fram að leiknum á móti Englendingum í gær hafði Ronaldinho staðið í skugganum á "kóngunum" tveimur, Ronaldo og Rivaldo. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 437 orð

"Það er vilji guðs"

BRASILÍUMENN eru komnir á kunnuglegar slóðir en fjórfaldir heimsmeistarar bókuðu sæti í undanúrslitum HM í gær með því að bera sigurorð af Englendingum í Shizuoka í Japan, 2:1. Þetta er í níunda sinn sem Brassarnir eru með lið í undanúrslitum HM og flest bendir til þess að þeir leiki til úrslita í þriðju heimsmeistarakeppninni í röð. Þeir lögðu Ítali í vítaspyrnukeppni í Bandaríkjunum árið 1994 en töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleik á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 134 orð

Rúnar líklega til Göppingen

FLEST bendir til þess að Rúnar Sigtryggsson, landsliðsmaður úr Haukum, gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið Göppingen sem hann lék með á árunum 1998-2000. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Skömm að ætla að skella skuldinni á Seaman

DAVID Seaman markvörður Englendinga féll algjörlega saman eftir ósigurinn við Brasilíu á HM, 2:1. Hann grét sárum tárum eftir leikinn og þurfti David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, að hughreysta elsta leikmann enska liðsins í leikslok. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 106 orð

Stoke til Austurríkis

STEVE Cotterill, nýráðinn knattspyrnustjóri hjá Stoke City, mun halda með lið sitt til Austurríkis 20. júlí. Þar munu leikmenn liðsins vera við æfingar í viku og leika tvo æfingaleiki, 22. og 26. júlí. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 121 orð

Viktor Gigov í mark ÍBV?

LANDSLIÐSMARKMENN Makedóníu í handknattleik, Petar Angelov og Petar Misovski, koma ekki til ÍBV, sem hafði hug á að fá annan þeirra til liðs við sig. Meira
22. júní 2002 | Íþróttir | 847 orð

Þrjú mörk Vilhjálms úr aukaspyrnum

VILHJÁLMUR R. Vilhjálmsson setti þrennu fyrir Stjörnuna, þegar Garðarbæjarliðið gerði jafntefli við ÍR í Breiðholti í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi, 3:3. Vilhjálmur skoraði öll mörkin beint úr aukaspyrnum. Meira

Lesbók

22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 667 orð | 1 mynd

Á VEGGJUM INNAN HÚSS SEM UTAN

Sérstæð myndlistarsýning stendur nú yfir í Hveragerði, en þar hefur myndlistarkonan Jóhanna Bogadóttir breytt næstum heilu húsi í sýningarrými fyrir verk sín. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR heimsótti hana þar. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1129 orð | 6 myndir

BRÜGGE - MENNINGARBORG EVRÓPU

Hin forna niðurlenska borg Brügge í vestur Flæmingjalandi, þeim hluta landsvæðisins sem nú tilheyrir Belgíu, er menningarborg Evrópu 2002. Ásamt Gent sem er austar telst hún eitt af djásnum álfunnar, einkum hvað menjar frá miðöldum snertir, yst sem innst dæmi um óviðjafnlegt handverk. BRAGI ÁSGEIRSSON hermir hér sitthvað af borginni og málaranum Jan van Eyck. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 386 orð | 2 myndir

Documenta í Kassel

DOCUMENTA-listsýningin, sem stendur nú yfir, hefur verið haldin í bænum Kassel í Þýskalandi á fjögurra ára fresti allt frá því 1955. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

DRAUMSJÓN

Á sólheitum sumardegi seiðir mig dulin þrá vonunum gefast vængir og vegir um loftin blá. Huganum verður hlýrra, hjartanu þreytta rótt dagurinn dýrðarbjartur og dásamleg vökunótt. Allt verður yndislegra andar hinn ljúfi blær. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð | 2 myndir

Einar Már og Laxness á bókamessu í Gautaborg

HÁTT í átta hundruð manns frá 35 löndum taka að þessu sinni þátt í árlegri bókamessu sem efnt verður til í Gautaborg dagana 19.-22. september nk. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 690 orð | 1 mynd

FANTASÍAN Í BORGINNI

Í ÁR eru þrjátíu ár liðin síðan ítalski höfundurinn Italo Calvino sendi frá sér bókina Le città invisibili , eða Ósýnilegu borgirnar. Um er að ræða safn stuttra kafla sem allir fjalla á einn eða annan hátt um eðli og ásjónu ímyndaðra borga. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 19 orð | 1 mynd

Fantasían ræður ríkjum í borgarsögum Calvinos,...

Fantasían ræður ríkjum í borgarsögum Calvinos, en þær hafa þó skýra tilvísun í borgir samtímans. Frá andvaka stórborg, New... Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1722 orð | 5 myndir

FÓLK OG FJÖLL

FÁTT er vitað um hvaða augum forfeður okkar og formæður litu íslensk fjöll. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 602 orð | 1 mynd

FÆRÐI Á SVIÐ EIGIN VERK

MARGRÉT Óskarsdóttir, sem búið hefur og starfað í New York sl. 10 ár, setti á svið sitt fyrsta leikverk nýverið í einu af fjölmörgum leikhúsum utan, eða off-off, Broadway, á Manhattan. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 306 orð | 1 mynd

GÖMUL TÁKN Í NÝJU SAMHENGI

LEIFUR Breiðfjörð sýnir um þessar mundir myndröðina "Sigur lífsins" í Vídalínskirkju í Garðabæ. Um er að ræða fimm ný verk frá þessu ári sem unnin eru með vatnslitum og pastellitum og eru þau sýnd í anddyri kirkjunnar. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 484 orð

HORFÐU Á MIG!

FYRIR nokkrum dögum las ég um það í Morgunblaðinu að hjónaleysin Kid Rock og Pamela Anderson væru að koma fyrir myndavélum á heimili sínu og senda út allan sólarhringinn. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 852 orð | 2 myndir

HVER ER MUNURINN Á HRYÐJUVERKAMANNI OG HERMANNI?

Hvers vegna eru sápuóperur kallaðar sápuóperur, hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar, eru hvít tígrísdýr albinóar eða sérstök tegund og hvar var tokkaríska töluð eru á meðal fjölmargra spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 391 orð | 1 mynd

JAPAN ÁRIÐ 1995

VON er á nýrri bók eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami í ágústmánuði. Um er að ræða smásagnasafnið After the Quake: Stories (Eftir skjálftann: Smásögur) og er í enskri þýðingu Jay Rubin. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 25 orð

JÓNSMESSUNÓTT

Horfi ég heiman frá húmtjöldin falla á rósgullinn roðadans röðuls við skýjafans. Fjöllin svo fríð og blá fegursta sjón að sjá. Ísland um óttubil indælt að vera... Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 427 orð

NEÐANMÁLS -

I Á þjóðhátíðardaginn var Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri í Hallgrímskirkju, útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur 2002. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð | 1 mynd

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun: Handritasýning. Mán. - lau. kl 11 til 16. Til 25.8. Gallerí@hlemmur.is: Heimir Björgúlfsson. Til 23.6. Gallerí i8, Klapparstíg 33: Ólafur Elíasson. Huginn Þór Arason. Til 22.6. Gallerí Reykjavík : Nordic Network. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð | 1 mynd

Roni Horn

ER ÞETTA EKKERT? - HVAÐA HNÚSKAR OG HNÚÐAR ERU ÞETTA?* Hér höfum við völl hnúska og hnubba í réttum hlutföllum við sjóndeildarhringinn. Hnúða og hnotta á afskekktum og óþekkjanlegum stað. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð | 1 mynd

SJÁLFSMYND OG SJÁLFSVIRÐING

Í HUGA okkar berum við mynd af okkur sjálfum. Þá mynd köllum við sjálfsmynd. Til að geta verið í hamingjusömu sambandi við ástvin sinn er mikilvægt að hafa sterka sjálfsmynd og góða sjálfsvirðingu. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 434 orð | 1 mynd

SJÓNRÆN ÚTFÆRSLA Á EGILS SÖGU

KRISTJÁN Þorgeirsson er upprennandi íslenskur leikhúsmaður, sem nýverið hefur lokið BA-námi í leiklist og leikstjórn við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 3162 orð | 4 myndir

Spennandi að Leikfélagið reki svona stofnun ásamt yfirvöldum

Theodór Júlíusson var nýverið kjörinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur. Theodór hefur lengi setið í stjórn Félags íslenskra leikara og látið málefni þeirra til sín taka. Theodór var í tíu ár í stjórn Leikfélags Akureyrar, lengst sem formaður. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR tók hús á Theodóri í Borgarleikhúsinu og leitaði hugmynda hans um það hvernig efla megi Borgarleikhúsið og Leikfélagið, sem eiga við bága fjárhagsstöðu að stríða um þessar mundir. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

SPOR Á SÖMU LEIÐ

Við áttum saman fáein spor á sömu leið í kátínu og gleði man ég þig af tilviljun ég augun rek í rauðan steinmeð nafn þitt grópað gyllt á sléttan flöt. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

STEINSNAR

Elliheimilið og fjósið - bara steinsnar á milli Kýrnar jórtrandi á básunum og gamla fólkið í minningunum Bráðum verður þeim hleypt út í ljósið! Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 646 orð

Úr Ósýnilegu borgunum

Framhaldsborgirnar Ef ég hefði ekki - við lendingu í Trude - lesið nafn borgarinnar á stóru skilti, hefði mér fundist ég lentur í sömu borg og ég lagði upp frá. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 940 orð

VÉR MÓTMÆLUM EKKI ALLIR

EINKAR fróðlegt var að fylgjast með fréttum og umræðum um heimsókn Jiang Zemins, forseta kínverska alþýðulýðveldisins. Meira
22. júní 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1705 orð | 2 myndir

ÞAR ERU DRAUMAR Í SMÍÐ...

Starfsemi leikhússins Draumasmiðjunnar hefur að miklu leyti einkennst af íslensku verkefnavali, leikritum fyrir börn, heyrnarlausa og aðra hópa leikhúsgesta sem aðstandendur þess telja minna sinnt í íslensku leikhúsi en skyldi. Framkvæmdastjórinn Gunnar Gunnsteinsson ræddi við INGU MARÍU LEIFSDÓTTUR um væntanleg verkefni leikhússins og tilgang og framtíð sjálfstæðra leikhúsa á Íslandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.