Greinar fimmtudaginn 3. október 2002

Forsíða

3. október 2002 | Forsíða | 110 orð

Afrek veiðimanns

ÞRJÁTÍU og eins árs gamall franskur veiðimaður gerði 1.200 sveitaheimili í Normandí-héraði í Norður-Frakklandi rafmagnslaus og drap kú er hann spreytti sig á því að skjóta krákur. Meira
3. október 2002 | Forsíða | 652 orð

Bandaríkjamenn og Bretar krefjast frekari skilyrða

RÁÐAMENN Rússlands og Arababandalagsins fögnuðu í gær nýju samkomulagi um að vopnaeftirlit á vegum Sameinuðu þjóðanna hefjist á ný í Írak, en Bretar og Bandaríkjamenn hvöttu samtökin áfram til þess að setja nýjar reglur um vopnaeftirlitið og hóta... Meira
3. október 2002 | Forsíða | 261 orð | 1 mynd

Milosevic og Mesic í hár saman

Í BRÝNU skarst með Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, og Stipe Mesic, forseta Króatíu, fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi í gær en Milosevic gagnspurði þá Mesic, sem er eitt af vitnum saksóknara í málinu gegn... Meira
3. október 2002 | Forsíða | 70 orð | 1 mynd

Múslimar biðjast fyrir

MÚSLIMAR biðjast fyrir í Putrajaya í Malasíu í gær. Meira

Fréttir

3. október 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

10-15 berklatilfelli á Íslandi árlega

EINSTAKLINGUR, smitaður af lungnaberklum, er nú í einangrun á sjúkrahúsi hér á landi. Viðkomandi er starfsmaður í heilbrigðisþjónustu. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis greinast um 10-15 manns árlega með berkla á Íslandi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð

232 börn eru í fóstri

172 BÖRN eru í varanlegu fóstri á Íslandi. Í tímabundnu fóstri eru 60 börn. Þetta kemur fram í grein Hildar Sveinsdóttur, félagsráðgjafa hjá Barnaverndarstofu, sem birt er í nýjasta tölublaði Uppeldis. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Aðalfundur VG á Suðurlandi Vinstrihreyfingin -...

Aðalfundur VG á Suðurlandi Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Suðurlandi heldur aðalfund laugardaginn 5. október kl. 13.30 í Gesthúsum á Selfossi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Aldarfjórðungur frá stofnun SÁÁ

VELUNNARAR SÁÁ komu saman í Háskólabíói í gærkvöldi til að minnast þess að 25 ár eru liðin frá stofnun samtakanna. Sérstakur gestur og aðalræðumaður var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 342 orð

Athugasemd við afsakanir ráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Stefáni Aðalsteinssyni, sem skrifaði þremur ráðherrum bréf 29. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

Á 125 ára afmæli

LÆKJARSKÓLI í Hafnarfirði á 125 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni munu nemendur og kennarar skólans gera sér dagamun á morgun, föstudag. Kennarar munu fara yfir sögu skólans með nemendum og um kl. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir peningaþvætti

FYRRVERANDI yfirfjármálastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, Andrew S. Fastow, gaf sig fram við bandarísku alríkislögregluna (FBI) í Houston í gær. Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 401 orð | 1 mynd

Átta litlir málsnillingar

LITLIR málsnillingar leynast innan um krakkana 70 sem eru á leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi en átta þeirra eru það sem kallað er tvítyngdir. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 118 orð

Áttatíu handteknir í Evrópu

LÖGREGLA víðsvegar um Evrópu hefur handtekið um áttatíu manns er taldir eru hafa átt aðild að skipulögðu smygli á ólöglegum innflytjendum, flestum frá Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu, að því er greint var frá í gær. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 200 orð

Biðja Chirac ásjár í máli flugþjónsins

FORELDRAR fransks flugþjóns sem ákærður hefur verið í Bandaríkjunum fyrir að hafa skrifað sprengjuhótun um borð í farþegaþotu Virgin-flugfélagsins hafa beðið Jacques Chirac Frakklandsforseta að skerast í leikinn. Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 235 orð | 1 mynd

Bílum lagt þvert á gangbraut

ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja upp hindrun við gangbraut, sem staðsett er við gatnamót Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, til að koma í veg fyrir að bílum sé lagt þvert á hana. Meira
3. október 2002 | Suðurnes | 213 orð

Bókað í bæjarstjórn um málefni HSS

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í minnihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar lögðu fram bókun á fundi í fyrrakvöld vegna svarbréfs heilbrigðisráðuneytisins um rekstrarvanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, HSS, sem greint var frá í blaðinu í gær. Segir m.a. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Breið mynd af lifandi fræðum

Irma J. Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík 1968. Hefur BA-próf í bókmenntum frá Háskóla Íslands, Licence, Maitrise og DEA-próf í samtímabókmenntum frá frönskum háskóla. Stundakennari í frönsku við heimspekideild HÍ 1997-2001. Deildarstjóri Rannsóknarstofu í kvennafræðum frá 1998-2000, síðan forstöðumaður. Hún er í sambúð með Geir Svanssyni, framkvæmdastjóra Nýlistasafnsins, og eiga þau tvær dætur, Grímu Eiri og Svanhildi Þóru. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 367 orð

Bréf menntamálaráðherra til framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, hefur með bréfi til Þorfinns Ómarssonar fellt niður frávikningu hans úr starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands frá 19. september síðastliðnum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 335 orð

Byggðastofnun samþykkir lánareglur

STJÓRN Byggðastofnunar samþykkti nýverið lánareglur fyrir stofnunina en í þeim felst m.a. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Býður sig fram í prófkjör.

Býður sig fram í prófkjör. Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð

Dregur úr flutningum af landsbyggðinni

Í NÝRRI skýrslu fjármálaráðuneytisins um ástand og horfur í þjóðarbúskapnum kemur fram að horfur eru á að búferlaflutningar innanlands bæti einungis um 500 manns við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins á þessu ári. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 566 orð

Efnahagsástandið ekki ríkisstjórninni að þakka

FORYSTUMENN stjórnarandstöðunnar lögðu áherslu á það í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gær að það væri ekki ríkisstjórninni að þakka að horfur í efnahagsmálum væru nú betri en þær hefðu verið fyrr á árinu. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Eimskip komið að efri mörkum kvótaeignar

EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur gert samkomulag við hóp hluthafa í Haraldi Böðvarssyni hf. um kaup á eignarhlutum þeirra. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 150 orð

Enn er beðið eftir viðbrögðum ráðherra

ÁHUGAHÓPUR um bættar samgöngur milli lands og Eyja hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Í tilefni af ákvörðun samgönguráðherra um lítilsháttar fjölgun ferða Herjólfs vor og haust vill Áhugahópur um bættar samgöngur milli lands og Eyja árétta... Meira
3. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 323 orð

Ferðir til London beint á ská frá Akureyri

FERÐASKRIFSTOFA Akureyrar býður nú í haust upp á ferðir til London, beint á ská frá Akureyri. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Fékk dæluhandfangsverðlaunin fyrir vatnsvernd

ÞÓ að fæstir hafi heyrt talað um dæluhandfangsverðlaunin eru þau ágætlega þekkt meðal vatnsveitumanna og teljast talsverður vegsauki fyrir þá sem vinna að vatnsverndarmálum. Fyrir skömmu fékk María J. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Forræði í utanríkismálum?

DANSKA ríkisstjórnin hyggst leggja fram tillögur er miða að því að Færeyingar og Grænlendingar geti sjálfir farið með þau utanríkismál sem koma þeim aðallega við en ekki Dönum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 832 orð | 1 mynd

Forstjórinn og verkalýðshetjan

"HANN var framúrskarandi duglegur maður og skarpgreindur. Það var bráðskemmtilegt að vinna með honum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Framkvæmdastjórinn vill kaupa Dole Food

DAVID Murdock, aðalframkvæmdastjóri stærsta ávaxtaframleiðanda heims, Dole Food, hefur gert tilboð í fyrirtækið ásamt fjölskyldu sinni, að því er greint er frá á fréttavef BBC . Meira
3. október 2002 | Miðopna | 2660 orð | 2 myndir

Framlög til heilbrigðismála hafa hækkað árlega um 10-11% frá 1997

Herra forseti. Nú er síðasta þing þessa kjörtímabils að hefjast. Hagspekingar og spástofnanir hafa gjarnan horn í síðu kosningaþings. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð

Frjáls viðskipti lykilatriði í framþróun

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra er fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Fjárhagsnefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gerði hann grein fyrir sameiginlegri afstöðu ríkjanna til viðfangsefna fundar nefndarinnar sem haldinn var á laugardag. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fyrsti aðalfundur nemenda frá HR

FYRSTI aðalfundur nýstofnaðs félags útskrifaðra nemenda frá Háskólanum í Reykjavík, RU Alumni, verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 3. október 2002, kl. 20.15, í húsnæði Háskólans í Ofanleiti 2, Reykjavík. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 468 orð

Gæti gjörbreytt verðlagningu í Noregi og á Íslandi

STEFNT er að því innan Evrópusambandsins að samræma gjöld og tolla á áfengi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Meira
3. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 649 orð | 2 myndir

Hamingjusöm með metnaðarfullt starf

"ÞETTA ER auðvitað mjög mikil vinna, en hún er líka gefandi," segir Sigurlína Styrmisdóttir, móðir þriggja drengja og háskólanemi á Akureyri. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Happdrætti Blindrafélagsins

BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er að mjög litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Frá opinberum aðilum kemur einungis um 15% af fjárþörf félagsins og eru þá bæði talin framlög frá ríki og sveitarfélögum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 176 orð

Heildarkostnaður yfir 400 milljónir

NORMI hf. í Kópavogi átti lægsta tilboðið í útboði Vegagerðarinnar á nýrri brú sem reisa á yfir Þjórsá við hringveginn. Tilboð Norma hljóðar upp á tæpar 234 milljónir króna eða um 90% af kostnaðaráætlun. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Heimsækir Húnaþing

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fer í opinbera heimsókn í Húnavatnssýslur dagana 14.-16. október. Heimsóknin hefst í Húnaþingi vestra þar sem forsetinn mun m.a. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 109 orð | 1 mynd

Húsvískir vélsleðamenn reyndu með sér í grasspyrnu

ÞRÁTT fyrir að gránað hafi í fjöll um helgina var ekki þar með sagt að komið væri vélsleðafæri og vélsleðaáhugamenn almennt ekki komnir á ról. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 248 orð | 1 mynd

Hver íbúi í Borgarbyggð skilar 36 kílóum af sorpi á mánuði

Á BORGARFUNDI nýlega kynnti Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri stöðumat, markmið og framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Borgarbyggð. Í apríl 2000 samþykkti bæjarstjórn Borgarbyggðar umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 183 orð | 2 myndir

Hörkutól fúlsa ekki við fiskaugum

HÖRKUTÓL veigra sér ekki við að gleypa fiskaugu og háma í sig saltað selspik. Það er augljóst eftir gærdaginn en þá fór fram val á þátttakendum í keppnina Hörkutól. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Íslendingar í hópi keppenda

ÍSLENDINGAR verða á meðal keppenda í lokakeppni fyrsta heimsmeistaramótsins í torfæruakstri, svonefndu klettaklifri á jeppum, sem fer fram í Farmington í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum 9. til 12. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Japani þjálfar sjálfsvarnarlist

"AIKIKAI Reykjavík er eina íþróttafélagið á landinu sem iðkar sjálfsvarnarlistina Aikido þar sem áhersla er lögð á sjálfsvörn án mótárásar og notkun á krafti andstæðingsins gegn honum sjálfum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 396 orð

Kaupmáttur þjóðarinnar vex níunda árið í röð

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að bjartara væri núna framundan í efnahagsmálum en ríkisstjórnin hefði þorað að vona. Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 88 orð

Kaupskyldu og forkaupsrétti aflétt

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur aflétt kaupskyldu og forkaupsrétti Seltjarnarness vegna félagslegra eignaríbúða og kaupleiguíbúða í bænum samkvæmt ósk bæjarstjórnar. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kerlingadalsá brýtur land

MIKLIR vatnavextir hafa verið í Kerlingadalsá, sem er rétt austan Víkur í Mýrdal, vegna óhemjumikillar úrkomu síðastliðna sólarhringa. Heldur var þó farið að rofa til í gærkvöldi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 144 orð

Konur kveðja, karlar kyrrir

JAFNRÉTTISSTOFA vinnur um þessar mundir að tveimur norrænum rannsóknaverkefnum undir norrænu velferðaráætluninni. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Lífs en ekki liðinn Í inngangi...

Lífs en ekki liðinn Í inngangi að minningargreinum um Unni Magnúsdóttur á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. okt. síðastliðinn komst því miður inn sú villa að sagt var að Hilmir Hinriksson, sonur Hinriks, eiginmanns Unnar, væri látinn. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 563 orð | 1 mynd

LÍN hafnar gögnum um lesblindu námsmanns

HÖRÐUR Sveinsson, nemi í iðnhönnun, í samstarfi við Réttindaskrifstofu stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur vísað málsmeðferð málskotsnefndar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, á málefnum Harðar, til umboðsmanns Alþingis. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 105 orð

Lús í Borgarnesi

LÚS hefur gert vart við sig í Borgarnesi og eru staðfest tilfelli bæði í leikskólanum, grunnskólanum og tónlistarskólanum. Því miður virðist lúsin vera lífseig þar sem árlega koma upp tilfelli. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Bústaðavegi, austan Suðurhlíðar, um miðnætti föstudagsins 27. september. Þarna rákust saman grá Nissan-fólksbifreið og ljósgrá Hyundai Elantra-fólksbifreið. Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar fór af... Meira
3. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Lýst eftir vitnum

RANNSÓKNARDEILD Lögreglunnar á Akureyri lýsir eftir vitnum að áreksti tveggja fólksbifreiða. Hann varð á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis um kl. 11 laugardaginn 28. september síðastliðinn. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 497 orð

Lög um skerðingu bóta stangast ekki á við hæstaréttardóm

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög, sem Alþingi setti snemma síðasta árs í kjölfar svonefnds öryrkjadóms Hæstaréttar, hafi ekki stangast á við hæstaréttardóminn eins og Öryrkjabandalag Íslands hélt fram. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 479 orð

Margir fangar ekki heilir heilsu þótt þeir hafi verið dæmdir sakhæfir

MAGNÚS Skúlason, yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni, telur athugunarvert að útvíkka ósakhæfishugtakið, sem notað er til að skera úr um hvort afbrotamenn séu við fulla geðheilsu og því ábyrgir gjörða sinna. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Málþing um rannsóknir, nýbreytni og þróun

FÖSTUDAGINN 4. okt. kl. 13 verður haldin málstofa sem ber yfirskriftina: Tengsl rannsókna og stefnumótunar í menntamálum: hvers vegna - hvernig? Kl. 15.45 setur Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra málþingið. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum

Í HRINGFERÐ um landið mun Jafnréttisstofa bjóða upp á námskeið um jafnréttisstarf í fyrirtækjum. Helstu efnisþættir eru hugmynda- og aðferðafræði samþættingar kynja- og jafnréttissjónarmiða, staðreyndir og tölur um kynjamun og gerð jafnréttisáætlana. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Námskeið um jólalýsingar

FÖSTUDAGINN 11. október frá kl. 09 til 15 standa Garðyrkjuskólinn og Orkuveita Reykjavíkur sameiginlega að námskeiði um jólalýsingar hjá sveitarfélögum og stofnunum. Námskeiðið verður haldið í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Þar verður m.a. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 662 orð

Nánast útilokað að fá undanþágu frá tilskipun ESB

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að það sé nánast útilokað að fá undanþágu frá ákvæðum tilskipunar Evrópusambandsins um vinnslu raforku, en hún hyggst leggja fram á Alþingi í haust frumvarp til nýrra raforkulaga sem byggist... Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Neitaði að dagbókin innihéldi skuldalista

RÚMLEGA tvítugur Reykvíkingur þarf að greiða 350.000 krónur í sekt fyrir að selja 20-40 grömm af hassi og áætlaður gróði af sölunni var jafnframt gerður upptækur. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að gróðinn væri 40. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 81 orð | 1 mynd

Notar hjólakerruna í sendiferðir

HRÓBJARTUR Heiðar Ómarsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal var í sendiferð fyrir foreldra sína þegar fréttaritari náði þessari mynd af honum. Hann er með kerru, útbúna úr gömlum fiskkassa, tengda aftan í hjólið sitt, sem faðir hans hjálpaði honum að smíða. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 1772 orð | 7 myndir

Olís - andarunginn orðinn að svani

Olís - Olíuverzlun Íslands fagnar 75 ára afmæli í dag. Þeir Einar Benediktsson, forstjóri Olís, og Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður þess, sögðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þáttum í starfsemi Olís fyrr og nú. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Opið hús hjá SÍBS

SÍBS-daginn í ár ber upp á sunnudaginn 6. október. Í tilefni dagsins verður opið hús kl. 13-17 í Síðumúla 6 fyrir alla sem vilja kynna sér starfsemi samtakanna. SÍBS flutti nýlega höfuðstöðvar sínar í Síðumúla 6. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Perlan lýst í bleikum lit

Í KVÖLD kveikir Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélags Íslands, á bleikri lýsingu á Perlunni á Öskjuhlíð. Þar með hefst árveknisátak um brjóstakrabbamein, sem stendur allan mánuðinn. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

"Hann skammaðist sín ekki þá"

JOHN Major, fyrrverandi forsætisráðherra, var ekki jafn hversdagslegur og af var látið, heldur hinn mesti æringi og alltaf á bláum nærbuxum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Ráðstefna um rjúpurannsóknir

SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands efnir til fyrstu alþjóðlegu rjúpnaráðstefnunnar í Reykjavík laugardaginn 5. október næstkomandi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 486 orð

Rekstrarkostnaður eykst með nýjum reglum

RÁÐGERT er að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefji störf nú á haustmánuðum um leið og ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2001 og fjárhagsáætlanir fyrir 2002 liggja fyrir. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ræða mat á umhverfisáhrifum við virkjun jarðhita

JARÐHITAFÉLAG Íslands mun halda málþing um leyfisveitingar, lagaumhverfi, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar jarðhita 16. október. Málþingið verður á Grand hóteli Reykjavík í salnum Gullteigi og hefst kl. 13. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð

Sátt um myndina Í skóm drekans

SÁTT hefur náðst í dómsmáli vegna heimildarmyndarinnar Í skóm drekans. Aðstandendur fegurðarkeppninnar Ungfrú Ísland.is og þátttakendur í keppninni árið 2000 hafa því fallið frá lögbanni sem fékkst á sýningu myndarinnar í vor. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 406 orð

Skapar óvissu um valdsvið æðstu stjórnenda

Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hefur með bréfi til Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, formlega gengið frá því að hann taki aftur við stjórn sjóðsins. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 635 orð

Skattalegum aðgerðum verði beitt til að hafa áhrif á byggðaþróun

TILLÖGUR Sambands íslenskra sveitarfélaga í byggðamálum voru samþykktar á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri í liðinni viku. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð

Skattleysismörk verði hækkuð

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag þess efnis að borgarstjórn skori á ríkisstjórn og Alþingi að hækka skattleysismörk til samræmis við þróun verðlags og kaupgjalds frá... Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Skákin kynnt í öllum grunnskólum landsins

SAMEIGINLEGT átak Skákfélagsins Hróksins og Eddu - miðlunar og útgáfu hf. til að kynna skákina í grunnskólum landsins hófst í Melaskóla í Reykjavík í gær, en um er að ræða viðamesta verkefni sem Hrókurinn hefur ráðist í. Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 191 orð

Skemma veldur slysahættu

SKEMMA að Lækjarmel 4 á Kjalarnesi verður rifin á kostnað eigenda hennar verði ekki gripið til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir fok- og slysahættu vegna hennar fyrir 7. október næstkomandi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 446 orð

Skilaði jákvæðum áhrifum til þátttakenda

"RÁÐSTEFNAN heppnaðist mjög vel og samstarfið við rússnesku aðilana gekk vel, þeir lögðu mikið á sig til að gera hana sem besta úr garði," sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sem ásamt fleiri Íslendingum sótti Rannsóknaþing... Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Skora á Halldór að fara fram í Reykjavík

FORMENN Kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi norður og Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis norður hafa skorað á Halldór Ásgrímsson, formann flokksins að bjóða sig fram í... Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 369 orð

Skotsvæði á Álfsnesi í athugun

ÁLFSNES í Kollafirði er nú í athugun borgaryfirvalda sem hentugur staður fyrir skotíþróttamenn í Reykjavík, sem hafa verið án æfingasvæðis frá því að byggðin í Grafarholti tók að rísa en félagið hafði skotsvæði sitt til 50 ára þar í grennd. Meira
3. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 215 orð

Sótt um að byggja hótel við ylströndina

REKSTRARAÐILI veitingastaðarins Nauthóls í Nauthólsvík hefur sótt um lóð undir hótel sem rekið yrði í tengslum við ylströndina í Nauthólsvík. Þá óskar rekstraraðilinn eftir því að stækka veitingahús sitt. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 191 orð

Spá stóraukinni útbreiðslu alnæmis

OPINBER bandarísk rannsóknarnefnd spáir því að undir lok þessa áratugar kunni alnæmistilfelli í fimm fjölmennustu ríkjum heims, þ.ám. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 52 orð

Sprettsundmót ÍBV

ÁRLEGT Sprettsundmót ÍBV verður haldið í Sundhöll Vestmannaeyja laugardaginn 5. október kl. 9-19 og sunnudaginn 6. október kl. 9-12.30. Keppendur verða um 200 frá 7 félögum. M.a. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Stóð við loforðið

TVÆR bikiníklæddar fyrirsætur á vegum bresks dagblaðs tóku á móti Michael Meacher (lengst til vinstri á myndinni) er hann kom niður á strönd og lagðist til sunds í sjónum við Blackpool í gær, þar sem Verkamannaflokkurinn var með ráðstefnu. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 445 orð

Stuðningskennari drengsins grunaður um ódæðið

HINN ellefu ára gamli Jakob von Metzler, erfingi eins elzta einkabanka Þýzkalands sem var rænt og fannst látinn í tjörn í fyrradag, var sennilegast annaðhvort kyrktur eða honum drekkt af manninum sem rændi honum, eftir því sem saksóknarar í Frankfurt... Meira
3. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Sýning á Café Karólínu.

Sýning á Café Karólínu. Svava Egilson hefur opnað sýningu á verkum sínum á Café Karólínu. Þetta er fyrsti hluti af þremur sem verða næstu 6 vikurnar. Fyrsta hlutann nefnir listakonan Landslagið mitt með gulum sporöskjum og stendur hann til 12. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tourettesamtökin með opið hús

Tourette-samtökin verða með opið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 3. okt. kl. 20:30 að Hátúni 10b (austasta ÖBÍ blokkin), í kaffiteríunni á jarðhæðinni. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð | 2 myndir

Tveir 12 punda úr Grenlæk

Sjóbirtingsveiðin er enn upp og ofan austur í Skaftafellssýslum og helst að menn séu að fá skotin í Vatnamótunum eins og fram hefur komið, samkvæmt upplýsingum frá Ragnari Johansen hjá veiði- og sumarhúsaþjónustunni í Hörgslandi. Meira
3. október 2002 | Suðurnes | 283 orð | 1 mynd

Tveir hnefaleikakappar á norrænt mót

TVEIR kappar úr BAG-Hnefaleikafélagi Reykjaness, þeir Þórður Sævarsson og Skúli Vilbergsson, eru á leiðinni á árlegt meistaramót í Danmörku um aðra helgi, HSK Box Cup. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 144 orð

Tvær utandagskrárumræður

ANNAR þingfundur Alþingis á þessu löggjafarþingi hefst kl. 10.30 í dag. Er þá stefnt að því að fram fari umræða utan dagskrár um eignaraðild að bönkum. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Um 67% vilja aðskilnað ríkis og kirkju

TVEIR af hverjum þremur eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju, að því er fram kemur í nýrri könnun Gallup. Stuðningur við aðskilnað hefur ekki mælst meiri frá árinu 1993 þegar Gallup hóf að kanna hug fólks til sambands ríkis og kirkju. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi stofna félag...

Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi stofna félag Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi (UJK) var haldinn nýlega. Stofnunin var liður í skipulagsstarfi Ungra jafnaðarmanna á landsvísu. Formaður var kosinn Pétur Ólafsson stjórnmálafræðinemi, sem skipaði 9. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð

Unnu í London

ELÍSABET Sif og Robin Sewell, Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi, kepptu á opnu alþjóðlegu IDSF-stigamóti áhugamanna í suður-amerískum dönsum í London 28. september sl. ásamt 60 öðrum pörum frá ýmsum löndum. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 76 orð

Vantrauststillaga felld

RÍKISSTJÓRN Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á sænska þinginu í gær. Höfðu þá Græningjar samþykkt eftir miklar viðræður að styðja stjórnina. Meira
3. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 102 orð | 1 mynd

Veðrið gerist ekki betra

ÞAÐ er alveg æðislegt að fá svona tíðarfar og veðrið gerist ekki betra á þessum árstíma," sögðu þeir Viðar Garðarsson og Snorri Magnússon, smiðir hjá Hyrnu á Akureyri. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 122 orð

Verkfall gegn einkavæðingu

MEÐLIMIR í stærstu launþegasamtökum Suður-Afríku, COSATU, lögðu niður vinnu í gær, annan daginn í röð, en stjórnvöld og kaupsýslumenn sögðu áhrif verkfallsins lítil. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð

Vetrarstarf FFMB

EIRÐARNÁMSKEIÐ FFMB og Eirð, fræðslu- og ráðgjafarþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga, verða með námskeið fyrir foreldra misþroska og ofvirkra barna. Grunnnámskeið fyrir foreldra allra aldurshópa verður 19. október. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Viðbrögð æfð við árásum hryðjuverkamanna

ALÞJÓÐLEG björgunarsveit með 17 Íslendinga innanborðs er nýkomin heim frá Rússlandi þar sem hún tók þátt í 1.200 manna alþjóðlegri björgunaræfingu, Bogorodsk 2002, sem haldin var á vegum NATO og rússneskra stjórnvalda. Meira
3. október 2002 | Suðurnes | 428 orð | 1 mynd

Vinnur til æðstu verðlauna fjórða árið í röð

SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli tók í gær við verðlaunum á sviði brunavarna sem það vann nýlega til í árlegri samkeppni milli um 100 slökkviliða Bandaríkjaflota. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Vímulaus æska opnar heimasíðu

FORELDRASAMTÖKIN Vímulaus æska hafa opnað vefsíðu.Vefsíðunni er ætlað að veita aðstoð foreldrum sem hafa áhyggjur af hugsanlegri vímuefnaneyslu barna sinna. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 261 orð

Voru líklega að voka yfir hræi

KRISTINN Haukur Skarphéðinsson líffræðingur telur ekki ólíklegt að haförn sem tók þátt í hrafnaþingi í Búðahrauni á Snæfellsnesi í vikunni hafi verið að voka yfir hræi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 187 orð

Vætutíð seinkar kornskurði

KORNSKURÐUR gengur erfiðlega á Suður- og Vesturlandi vegna vætutíðar. Að sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunninda- og jarðræktarráðunautar, ætti kornskurður að vera um garð genginn en sökum votviðris hefur hann dregist á nokkrum stöðum. Meira
3. október 2002 | Erlendar fréttir | 228 orð

Þjófar í verkfall

INNBROTS- og bílþjófar, kvennaveskjaræningjar og vasaþjófar í borginni Cali í Kólumbíu hyggjast fara í verkfall næstkomandi sunnudag í mótmælaskyni við "hvítflibbaglæpi" í landinu, eftir því sem talsmaður þjófanna, José Nieto, sagði í... Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Þrengsli í Þverárbotnum

ISUZU-umboðið, Bílheimar, efndi til hópferðar Isuzu-jeppaeigenda síðasta laugardag. Ekið var upp úr Fljótshlíðinni, norður með Þríhyrningi, austur fyrir Tindfjallajökul og niður í Fljótshlíð á ný um Þverárbotna og framhjá Einhyrningi. Meira
3. október 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

Þrjár athugasemdir við flugskýrslu

FRAMKVÆMDASTJÓRI Flugfélagsins Jórvíkur segir að flugmenn flugvélarinnar sem lenti í alvarlegu flugatviki yfir vesturströnd Grænlands í ágúst sl. hafi þrjár athugasemdir við bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. Meira
3. október 2002 | Landsbyggðin | 126 orð | 1 mynd

Öll landsliðin í sundi æfðu á Laugarvatni

SUNDSAMBAND Íslands sendi öll landslið landsins í æfingabúðir í Íþróttamiðstöðina á Laugarvatni helgina 21.-22. september. Um var að ræða framtíðarhóp, unglingalandslið, landsliðshóp og úrvalshóp (Ólympíuhóp) alls um 60 af bestu sundmönnum Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 2002 | Leiðarar | 429 orð

Fjárlög og stöðugleiki

Frumvarp til fjárlaga, sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fyrir Alþingi á þriðjudag, gerir ráð fyrir að 10,7 milljarða króna tekjuafgangur verði á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Meira
3. október 2002 | Staksteinar | 344 orð | 2 myndir

Nýsambandsmenn

ÞÁ verður aftur kominn Samvinnubanki og Samvinnutryggingar á ný en engin samvinnuhreyfing. Þetta segir í Vísbendingu. Meira
3. október 2002 | Leiðarar | 404 orð

Umræður um stefnuræðu

Í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi lagði Davíð Oddsson forsætisráðherra megináherzlu á að sýna fram á batnandi stöðu efnahagsmála frá því, sem var á árinu 2001, þegar verðbólgan jókst umtalsvert, gengi krónunnar lækkaði og önnur óáran herjaði á... Meira

Menning

3. október 2002 | Fólk í fréttum | 235 orð | 2 myndir

Adam Ant þarf að þjóna samfélaginu í heilt ár

BRESKUR dómari úrskurðaði í gær að söngvarinn Adam Ant hefði átt við tímabundna geðsýki að stríða þegar hann hótaði gestum á knæpu með leikfangabyssu. Meira
3. október 2002 | Fólk í fréttum | 681 orð | 2 myndir

* ARI Í ÖGRI: Liz Gammon...

* ARI Í ÖGRI: Liz Gammon leikur á píanó og syngur fyrir gesti föstudags- og laugardagskvöld. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 20:00 til 00:00. * BARBRÓ, Akranesi. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 42 orð | 1 mynd

Fimmtudagur Kaffi Reykjavík.

Fimmtudagur Kaffi Reykjavík. Kl. 20.30: Tríó B3. Ásgeir J. Ásgeirsson gítar, Agnar Már Magnússon á orgel og Eric Qvick trommur. Kaffi Reykjavík. Kl. 22: Kvintett Sunnu Gunnlaugsdóttur. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 63 orð

Fyrirlestur um franska nútímaleiklist

FRANSKI rithöfundurinn Gabor Rassov flytur fyrirlestur um franska nútímaleiklist í húsakynnum Alliance française Hringbraut 121, 3. hæð, í kvöld kl. 20. Meira
3. október 2002 | Fólk í fréttum | 463 orð | 1 mynd

Föstudagur til fyndni

Takmark Gísla Rúnars Jónssonar og Júlíusar Brjánssonar í gervi Kaffibrúsakarlanna er að fá fólk til að hlæja í klukkutíma í hádeginu á föstudögum. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við annan gleðigjafanna um föstudagsfjörið og nýja plötu. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Halti-Billi æfður í Þjóðleikhúsinu

Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á leikritinu Halta-Billa eftir Bretann Martin McDonagh. Leikritið fjallar um kynlega kvisti, sorgir og drauma í litlu sveitasamfélagi. Meira
3. október 2002 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Heimsækja kirkju Denzels Washingtons

LOFGJÖRÐARHÓPUR Fíladelfíu heldur tónleika í kirkjunni klukkan 20.30 í kvöld en tónleikarnir eru styrktartónleikar fyrir Bandaríkjaför hópsins. Aðgangseyrir er þúsund krónur en rúmlega 20 manna hópur heldur í mánuðinum í 12 daga ferð til Los Angeles. Meira
3. október 2002 | Tónlist | 568 orð

Í samvirkum leik

Sigrún Eðvaldsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir fluttu verk eftir Sibelius, Þórð Magnússon og Beethoven. Sunnudagurinn 22. september 2002. Meira
3. október 2002 | Skólar/Menntun | 957 orð | 2 myndir

Kunnátta í ensku dugar ekki ein og sér

Tungumáladagurinn / Evrópuráðið hefur gert 26. sept. að árlegum tungumáladegi. Menntamálaráðuneytið hélt af því tilefni málþing, sem Gunnar Hersveinn sótti, þar sem nokkrir stjórnendur í fyrirtækjum greindu frá viðhorfum sínum til tungumála. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 44 orð

Leiksýningu frestað

AF óviðráðanlegum ástæðum þarf að fresta frumsýningunni á Benedikt búalfi sem vera átti í Loftkastalanum á sunnudag. Frumsýningin verður laugardaginn 12. október kl. 14. Þeir miðar sem gefnir hafa verið út á frumsýninguna gilda laugardaginn 12. október. Meira
3. október 2002 | Fólk í fréttum | 257 orð | 1 mynd

Lúrt á legubekk

Sjöunda plata fjölhæfasta poppara síðari tíma. Sver sig í ætt við rólegheit Mutations - er bara enn rólegri. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 1728 orð | 4 myndir

Maður hafnar ekki Hamlet

"Ívar Örn Sverrisson vinnur eftirminnilegan leiksigur," sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins eftir frumsýningu Leikfélags Akureyrar á Hamlet á föstudaginn. Skapti Hallgrímsson spjallaði við Ívar Örn, sem er 25 ára nýútskrifaður leikari og fer með titilhlutverkið í sýningunni. Meira
3. október 2002 | Skólar/Menntun | 457 orð | 1 mynd

Meiri spænsku, minni dönsku

Á dagskrá þingsins "Straumar og stefnur í tungumálakennslu á Íslandi" var m.a. umfjöllun um viðhorf til tungumála hér á landi. Byggt var á könnun frá árinu 2001 og sagði Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður frá nokkrum niðurstöðum. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 171 orð

Námskeið á menningarsviði

ÞRJÚ námskeið á menningarsviði eru um það bil að hefjast hjá Endurmenntun HÍ. Á því fyrsta sem hófst í gær mun dr. Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur fjalla um höfundarverk Guðbergs Bergssonar, fagurfræðina í skáldskap hans, ljóðlist og þýðingar. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 603 orð

Píanótöfrar

Einleikstónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur Þriðjudagskvöldið 1. október 2002 kl. 20:30. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 1340 orð | 3 myndir

"Þetta er maðurinn sem okkur vantar!"

ALDARAFMÆLIS Franz Mixa verður minnst á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, þegar hljómsveitin leikur verk hans, Hugleiðingar um íslensk þjóðlög. Önnur verk á efnisskránni eru Sellókonsert í D-dúr Hob. VIIb nr. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 664 orð | 1 mynd

"Þráin eftir Íslandi er smitandi"

KATARINA Danielsson er ungur sænskur rithöfundur af íslenskum ættum. Fyrsta bók Katarinu, Livet vinkar (som en Kurt), hlaut mjög góðar viðtökur og lof gagnrýnenda, og Katarina hefur þegar fengið boð um að sagan verði kvikmynduð. Meira
3. október 2002 | Fólk í fréttum | 248 orð | 3 myndir

Sprengikraftur Ms. Dynamite

SÖNGKONAN Ms. Dynamite sannaði að hún er komin til að vera á Mobo-verðlaunahátíðinni í London Arena á þriðjudagskvöldið. Meira
3. október 2002 | Menningarlíf | 94 orð

Sýningum lýkur

Hafnarborg Sýningu á nýjum málverkum hafnfirska málarans Eiríks Smith lýkur á sunnudag. Á sýningunni, sem er í öllu húsinu, eru bæði vatnslita- og olíumálverk. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-17. Meira
3. október 2002 | Kvikmyndir | 437 orð

Undir oki eftirlitssamfélagsins

Leikstjóri: Kinji Fukasaku. Handrit: Kenta Fukasaku. Byggt á skáldsögu Koshun Takami. Aðalhlutverk: Tatsuya Fujiwara, Ake Maeda, Taro Yamamoto, Takeshi Kitano. Lengd: 113 mín. Japan. Metro Tartan Distribution, 2000. Meira

Umræðan

3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 308 orð | 2 myndir

Af hverju ekki allir alltaf?

Rannsóknir sýna að hjálmanotkun á hjóli, línuskautum, hjólabretti og hlaupahjóli minnkar líkur á höfuðáverkum um 85%. Þrátt fyrir það eru margir sem ekki nota hjálm og virðist sem það sé vaxandi hópur. En hvað veldur? Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Bræðrabandið

"Það fer að fara lítið fyrir þeim fjölmiðlum á Íslandi sem ekki ganga erinda valdaklíka Halldórs og Davíðs." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Burt með gjafakvótann

"Framtíð byggða fer eftir því hvenær útgerðarmönnum þóknast að selja kvótann í burtu og þar með lífsbjörgina." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 236 orð | 1 mynd

Byrgjum brunninn og fækkum slysum

"Lífið er alltof dýrmætt og yndislegt til að sóa því vegna flýtis og kæruleysis." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 980 orð | 1 mynd

Dularfulli ráðherrastóllinn hjá Evrópusambandinu

"Með aðild að ESB eru Íslendingar að afhenda stjórnarstofnunum ESB yfirráð og æðstu stjórn á veiðisvæðum ..." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 499 orð | 1 mynd

Erindisleysan mikla

"Það er deginum ljósara að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins er hreinn óskapnaður, sem engu hefur skilað." Meira
3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 120 orð

Fljót og góð þjónusta

ÉG er búsettur fyrir norðan og átti leið suður í afmæli föður míns, helgina 21.-22. sept. Þegar leggja átti af stað heim aftur kom í ljós að bremsurnar á bílnum voru bilaðar og taldi ég ekki rétt að leggja af stað norður með stóra fjölskyldu í bílnum. Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 343 orð

Í spurningaleik

SIGURÐUR G. Guðjónsson, lögfræðingur og forstjóri Norðurljósa, heldur að hann geti með stóryrðum og sífellt nýjum ásökunum leitt athyglina frá því hversu veikur málstaður hans er. Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 965 orð | 2 myndir

Líknandi meðferð á FSA

"Stofnun líknardeildar við FSA er mikilvægur þáttur í uppbyggingu sjúkrahússins og ætti að vera eitt af forgangsverkefnum þess." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri

"Nemendur öðlast þekkingu á byggingu og starfsemi huga, heila og líkama og ýmsum þáttum í umhverfinu." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Nú er tækifærið, Björn

"Nú er því kjörið tækifæri fyrir Björn Bjarnason að útskýra fyrir mér og þjóðinni hvernig hann rökstyður þá ákvörðun sína að veita bæjarstjórn Hafnarfjarðar þessa heimild." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 563 orð | 1 mynd

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

"Það er fátítt að sveitarfélög bregðist við fjárhagsvanda af eins mikilli ábyrgð og djörfung og hér." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

SÁÁ er betra!

"Ég veit um fjöldann allan af fólki, á öllum aldri, sem telur sig eiga SÁÁ líf sitt að launa." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Skattfrelsi lágtekjufólks

"Algengt er að tveggja mánaða lífeyrisgreiðslur þurfi árlega til greiðslu á sköttum og lyfjum." Meira
3. október 2002 | Aðsent efni | 943 orð | 3 myndir

Skýr skilaboð - bannað að kaupa konur

"Það er bjargföst trú okkar að það sé skylda löggjafans að vernda fólk fyrir hvers kyns misnotkun." Meira
3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Það er búið að stela sjónum!

"ÞAÐ sem er að hjá okkur, er að búið er að stela sjónum af okkur," sagði trillukarl á Seyðisfirði við mig nýlega, og er þar allur sannleikurinn samankominn í einni setningu (gera má ráð fyrir að u.þ.b. Meira
3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 387 orð | 2 myndir

Þakkir fyrir skilvísi ÉG vil koma...

Þakkir fyrir skilvísi ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu til tveggja kvenna fyrir skilvísi þeirra, en þær fundu veskið mitt á bílaplaninu við Smáralind og komu því á þjónustuborð Hagkaupa. Edda. Meira
3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 2.500 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Finnbogi Óm arsson og Ómar Svan... Meira
3. október 2002 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 9.229 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Birkir Helgason, Petra Rut Rúnarsdóttir, Emilía Ásta Giess, Telma Rún Rúnarsdóttir og Jónína Kristbjörg... Meira

Minningargreinar

3. október 2002 | Minningargreinar | 926 orð | 1 mynd

ÁSMUNDUR JÓN PÁLSSON

Ásmundur Jón Pálsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1969. Hann lést á Hellu á Rangárvöllum sunnudaginn 8. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum 20. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 157 orð | 1 mynd

BRYNDÍS EMILSDÓTTIR

Bryndís Emilsdóttir fæddist á Eskifirði 31. október 1928. Hún lést í Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut föstudaginn 6. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 18. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 2363 orð | 1 mynd

DAGBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR

Dagbjörg Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. september síðastliðinn. Dagbjörg var dóttir hjónanna Sólveigar Júlíönnu Bergsveinsdóttur, húsfreyju, saumakonu og fiskverkakonu, f. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 882 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR H. ÞÓRÐARSON

Guðmundur Hafsteinn Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 15. október 1915. Hann andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 15. september síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 25. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 1074 orð | 1 mynd

HANNES FINNBOGASON

Hannes Finnbogason læknir fæddist á Selfossi 5. mars 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 25. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 448 orð | 1 mynd

HJÖRTÍNA TÓMASDÓTTIR

Hjörtína Tómasdóttir fæddist á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 25. ágúst 1906. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki 26. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Flugumýrarkirkju í Blönduhlíð 7. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

HJÖRTUR JÓNSSON

Hjörtur Jónsson kaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 30. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 433 orð | 1 mynd

HRÓLFUR SIGURÐSSON

Hrólfur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 10. desember árið 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 25. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

JENNÝ LIND ÁRNADÓTTIR

Jenný Lind Árnadóttir fæddist í Hjarðarholti í Glerárþorpi við Akureyri 8. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum - Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 21. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 28. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 461 orð | 1 mynd

JÓHANNES BJÖRNSSON

Jóhannes Björnsson fæddist að Goðdölum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hinn 8. september 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 21. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 482 orð | 1 mynd

JÓN VALDIMAR BJÖRNSSON

Jón Valdimar Björnsson fæddist í Ólafsvík 6. maí 1920. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 21. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsvíkurkirkju 28. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

ODDUR INGVARSSON

Oddur Albert Ingvarsson fæddist á Ísafirði 7. september 1925. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 13. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2002 | Minningargreinar | 657 orð | 1 mynd

ÞÓRHILDUR S. STEINGRÍMSDÓTTIR

Þórhildur Sigurbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 31. mars 1908. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 24. september. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. október 2002 | Viðskiptafréttir | 653 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 111 69 99...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 111 69 99 1,182 117,250 Djúpkarfi 60 60 60 504 30,240 Grálúða 164 164 164 782 128,248 Gullkarfi 82 30 64 22,513 1,444,977 Hlýri 137 96 122 3,747 457,643 Háfur 29 29 29 27 783 Keila 78 30 64 299 19,082 Langa 159 55 152 2,772... Meira

Daglegt líf

3. október 2002 | Neytendur | 219 orð | 1 mynd

Kava-kava í matvælum veldur áhyggjum vegna aukaverkana

HOLLUSTUVERND ríkisins hafa borist tilkynningar frá tveimur Evrópusambandsþjóðum vegna Kava-kava í matvælum. Um er að ræða tilkynningu um tæknilegar reglur, segir Steinar B. Meira
3. október 2002 | Neytendur | 411 orð | 1 mynd

Lífsstílsverslun með föt P. Diddy og J.Lo

VOKAL nefnist ný lífsstílsverslun fyrir ungt fólk sem opnuð var í Smáralind síðastliðinn laugardag. Í versluninni eru tískuföt og fylgihlutir fyrir dömur og herra og vörumerki, sem sum hver hafa ekki fengist hér á landi áður, segir Nanna Ó. Meira
3. október 2002 | Neytendur | 495 orð | 1 mynd

Mestur sparnaður að greiða niður skuldir

NJÓTTU lífsins og lækkaðu útgjöldin er yfirskrift námskeiðs sem Ásgeir Þór Jónsson viðskiptafræðingur heldur í samvinnu við Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Meira
3. október 2002 | Neytendur | 772 orð

Svínakjöt með afslætti

BÓNUS Gildir 3.-9. okt. nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus brauð 99 111 99 kr. kg Nóa konfekt 1.899 2.199 1.899 kr. kg Elitesse súkkul.kex, 800 g 499 699 624 kr. kg Bónus appelsínu/eplasafi 89 nýtt 89 kr. l Jarðarber í 1/1 dós, 850 g 129 nýtt 152 kr. Meira

Fastir þættir

3. október 2002 | Dagbók | 904 orð

(2.Tím. 4, 2.)

Í dag er fimmtudagur 3. október, 276. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. Meira
3. október 2002 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 3. október, er fimmtug Anna Ragna Alexandersdóttir, Álfheimum 31, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á morgun, föstudag, kl. 20 í Glaðheimum, Álalind 3,... Meira
3. október 2002 | Dagbók | 507 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Meira
3. október 2002 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SVEIT Guðmundar Hermannssonar varð bikarmeistari á sunnudaginn með því leggja að velli Pál Valdimarsson og félaga í sveit Orkuveitu Reykavíkur. Úrslitaleikurinn er 64 spil, sem skipt er í fjórar 16 spila lotur. Meira
3. október 2002 | Dagbók | 203 orð | 1 mynd

Félagsstarf aldraðra í Neskirkju

FÉLAGSSTARF aldraðra í Neskirkju hefst að nýju laugardaginn 5. október. Farið verður í óvissuferð. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14. Eftir ferðina verður boðið upp á heitt súkkulaði og rjómavöfflur í safnaðarheimili Neskirkju. Meira
3. október 2002 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. e3 Be7 7. Bd3 Rbd7 8. Rge2 Rh5 9. Bxe7 Dxe7 10. Dc2 g6 11. 0-0-0 Rdf6 12. h3 Rg7 13. g4 h5 14. g5 Rh7 15. h4 Bf5 16. Kb1 Bxd3 17. Dxd3 0-0 18. f3 Hfd8 19. e4 dxe4 20. fxe4 Rf8 21. Hhe1 Rfe6 22. Meira
3. október 2002 | Viðhorf | 774 orð

Stuðlað að stöðugleika

Sagðist blaðamaðurinn hafa orðið forviða er skæruliðarnir spurðu hann í fullri alvöru hvort hann gæti sagt þeim hver ættu að vera baráttumál þeirra. Meira
3. október 2002 | Fastir þættir | 513 orð

Víkverji skrifar...

KVIKMYNDIN Manden uden navn er nú sýnd í Kaupmannahöfn við ágætar undirtektir og á Íslandi hafa viðtökurnar ekki verið verri nema síður sé. Meira
3. október 2002 | Dagbók | 77 orð

VORSÓL

Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? - Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? - - - Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Meira

Íþróttir

3. október 2002 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

Árni Gautur maður leiksins

NORSKA liðið Rosenborg stendur í ströngu áttunda árið í röð í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en í gær tók liðið á móti hollenska liðinu Ajax á heimavelli sínum í Þrándheimi, Lerkendal, í D-riðli. Ekkert mark var skorað í leiknum en gestirnir voru mun líklegri til afreka frá upphafi og fékk íslenski landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason nóg að gera í leiknum og var m.a. valinn maður leiksins á sjónvarpsstöðinni TV3. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 483 orð | 1 mynd

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , kylfingur...

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , kylfingur frá Akranesi , tekur þátt í öðru stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í byrjun næsta mánaðar. Leikið er í norðurhluta Spánar 7.-10. nóvember og þriðja stigið verður vikuna á eftir. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 114 orð

Björgvin á tveimur yfir

BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili, lék fyrsta hringinn á Plyers-vellinum í Bretlandi á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari. Björgvin lék vel í gær en þurfti að taka þrjú víti á hringnum. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 165 orð

Bolton og WBA féllu úr leik

Íslendingaliðin Bolton og WBA féllu bæði út fyrir neðrideildarliðum í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 159 orð

Breytingar hjá Vogts

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, valdi í gær landsliðshóp sinn fyrir leikinn á móti Íslendingum sem fram fer á Laugardalsvellinum laugardaginn 12. október. Þrír nýliðar eru í hópnum, þar af tveir varnarmenn, Russell Anderson og Steven Pressley, en Vogts valdi þá í stað Davids Weir hjá Everton sem ákvað að gefa ekki kost á sér í liðið. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 175 orð

Eiður minnir á bitra ósigra Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði að leikmenn Chelsea væru með hugann við tvo bitra ósigra í UEFA-bikarnum síðustu ár fyrir leik þeirra gegn Viking í Noregi í kvöld. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* EIN af hetjum Ryder-liðs Evrópu...

* EIN af hetjum Ryder-liðs Evrópu í golfi, Pillip Price frá Wales , hefur ákveðið að taka þátt í úrtökumóti fyrir atvinnukylfinga sem ætla sér að leika á bandarísku mótaröðinni á næsta ári. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 94 orð

Einn nýliði hjá Ólafi

ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari ungmennalandsliðsins í knattsðyrnu, skipað leikmönnum undir 21 árs, valdi einn nýliða í hóp sinn sem mætir Skotum og Litháum í undankeppni Evrópumótsins á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði 11. og 15. október. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 171 orð

Fimm breytingar fyrir Skotaleikinn

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, gerði fimm breytingar á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í gær fyrir fyrstu leikina í Evrópukeppni landsliða. Þeir eru gegn Skotum og Litháum á Laugardalsvellinum dagana 12. og 16. október. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane skorar hér...

Franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane skorar hér síðara mark sitt í 3:3-jafnteflisleik Real Madrid gegn AEK í Grikklandi í gær. Umfjöllun um Meistaradeildina er á B 2, B3 og... Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 12 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 111 orð

Heiðari hrósað

HEIÐAR Helguson fær mikið hrós hjá Ray Lewington, knattspyrnustjóra Watford, fyrir frammistöðu sína gegn Sheffield United á laugardaginn. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 77 orð

Hermann með gegn Wimbledon?

FORRÁÐAMENN Ipswich eiga von á því að Hermann Hreiðarsson geti leikið með liðinu gegn Wimbledon í 1. deild ensku knattspyrnunnar á sunnudaginn. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 328 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Auxerre -...

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Auxerre - Arsenal 0:1 Silva 48. PSV Eindhoven - Dortmund 1:3 Van der Schaaf 73. - Koller 21., Rosicky 69., Amoroso 89. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 485 orð | 1 mynd

Liverpool hrökk í gang

LEIKMENN Liverpool og Valencia voru heldur betur á skotskónum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. Liverpool fagnaði sínum fyrsta sigri með því að bursta Spartak Moskvu, 5:0, og Valencia gaf svissnesku meisturunum í Basel engin grið og vann stórsigur, 6:2. Í A-riðli hélt sigurganga Arsenal áfram og þýsku meistararnir í Dortmund unnu sætan útisigur á PSV. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 106 orð

Nói tekur við liði Leifturs/Dalvíkur

NÓI Björnsson verður næsti þjálfari sameinaðs liðs Leifturs/Dalvíkur í karlaflokki í knattspyrnu. Gengið verður frá samningi þess efnis einhvern næstu daga og tekur Nói við starfi Gunnars Guðmundssonar sem stýrði liðinu í sumar á sínu fyrsta ári. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 6 mörk...

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg og var markahæstur þegar liðið sigraði Wilhelmshavener , 28:24, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ólafur Stefánsson hafði hægt um sig og skoraði aðeins 2 mörk, þar af eitt úr vítakasti. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 114 orð

Sigurður ekki með í Svíþjóð

Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist á olnboga í leik með Wetzlar á móti Miden í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik um síðustu helgi. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 202 orð

Spjöld ekki tekin til baka

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, hefur gefið út þau fyrirmæli að ákvörðun dómara inni á leikvellinum sé endanleg og að ekki megi breyta ákvörðun hans eftir á. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 139 orð

Stefán og Gunnar dæma á HM

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson handknattleiksdómarar hafa fengið formlega staðfestingu frá dómaranefnd Alþjóðahandknattleikssambandsins um að þeir hafi verið valdir til að dæma á HM karla í handknattleik sem fram fer í Portúgal 19.-28. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 80 orð

Stoke ekki í greiðslustöðvun

JONATHAN Fuller, framkvæmdastjóri enska 1. deildarliðsins Stoke City, segir við netmiðilinn Ananova að félagið sé ekki á leið í greiðslustöðvun en orðrómur þess efnis var á kreiki á Englandi. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 164 orð

Ströng gæsla á ÓL í Aþenu

SKIPULEGGJENDUR Ólympíuleikanna sem fram fara í Aþenu í Grikklandi eftir tvö ár óttast mjög að hryðjuverkahópar í landinu láti til skarar skríða á meðan keppni stendur yfir. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 197 orð

Teitur og Erlandsen hafa áhyggjur

ARNE Erlandsen, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, og kollegi hans hjá Brann, Teitur Þórðarson, eru ekki ánægðir með "uppgjöfina" sem á sér stað í herbúðum Start sem Guðjón Þórðarson stýrir. Meira
3. október 2002 | Íþróttir | 51 orð

Valsarar til Heerenveen

TVEIR ungir knattspyrnumenn úr Val, Þórður Hreiðarsson og Ari Freyr Skúlason, fara um miðjan mánuðinn til reynslu hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen. Þeir fara þangað á vegum hollenska umboðsfyrirtækisins Topscore. Meira

Viðskiptablað

3. október 2002 | Viðskiptablað | 87 orð | 1 mynd

AcoTæknival selur HP-búnað

SKRIFAÐ hefur verið undir samstarfssamning milli HP og AcoTæknivals um sölu á búnaði frá Hewlett-Packard á heimilismarkaði. Með samningnum tryggir verslanasvið AcoTæknivals sér beinan aðgang að HP, en undir verslanasviðið heyra m.a. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 76 orð

Afl hagnast um 51,7 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri Afls fjárfestingarfélags hf., fyrir tímabilið 1. maí-31. júlí á þessu ári nam 51,7 milljónum króna. Hlutafé félagsins var 1.863,6 milljónir króna í lok júlí 2002 en var 1.816,7 milljónir í lok apríl 2002. Eigið fé samtals var 2. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 106 orð

Áburðarverksmiðja og Kemira semja

ÁBURÐARVERKSMIÐJAN í Gufunesi og Kemira Agro hafa gengið frá samstarfssamningi um áburðarframleiðslu fyrir íslenskan markað. Kemira Agro mun annast alla framleiðslu á einkornaáburði og útvega að auki hráefni til fjölkornaframleiðslu... Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 440 orð

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 118 orð

Dolly Dimple's með kerfi frá Streng

Dolly Dimple's, norsk pitsukeðja hefur innleitt verslunarlausn fyrir pitsustaði, fyrst norskra veitingakeðja. Lausnin, Infostore, var upprunalega þróuð af hugbúnaðarfyrirtækinu Streng á Íslandi fyrir Pizza Hut og byggir á Microsoft Navision Attain. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 353 orð | 1 mynd

Ennþá mikið svigrúm á markaðnum

BRETLAND er sá markaður þar sem neysla og þróun á kældum og tilbúnum matvælum er komin hvað lengst. Sala á kældum tilbúnum sjávarafurðum (value added) hefur vaxið með ógnarhraða í Bretlandi á síðasta áratug. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 267 orð

Fangaákvæði

Ýmsar hliðar eru á Evrópuumræðunni, bæði viðskiptalegs eðlis og pólitísks. Hugmyndir um stjórnarskrá ESB eru einn þáttur þessarar umræðu og eru þær nú til umræðu innan sambandsins. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 611 orð | 1 mynd

Fjárfest í íslenskri þekkingu

ÞRIÐJUDAGINN 1. október sl. runnu PwC consulting, ráðgjafarsvið PricewaterhouseCoopers, og IBM BIS saman í nýtt fyrirtæki, IBM Business Consulting Services, með kaupum IBM á PwC consulting um heim allan. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 34 orð

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Fyrsta löndun á nýsteyptri lengingu

NORSKI rækjutogarinn Langvinn var fyrsta skipið sem landaði við nýlengdan löndunar- og viðlegukant Norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn þann 30. sept. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 184 orð

Gengisbreytingar hafa mikil áhrif

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að afkoma fyrirtækjanna í landinu sé almennt betri í ár en í fyrra. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 288 orð | 1 mynd

Gildingarhópurinn jók hlut sinn í Búnaðarbankanum

SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins var a.m.k. drjúgur hluti þess hlutafjár sem Búnaðarbankinn seldi viðskiptavinum sínum í síðustu viku seldur til hins svokallaða Gildingarhóps. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 117 orð

Gúmmívinnslan hf. hagnast um 11 millj.

HAGNAÐUR Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri á fyrri helmingi þessa árs nam um 11 milljónum króna. Á sama tímabili á síðasta ári var tap af rekstri fyrirtækisins rúmar 5 milljónir króna. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 164 orð

Gúmmívinnslan hf. í samstarf við enskt fyrirtæki

GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akureyri hefur hafið samstarf við enska fyrirtækið Rosehill um þróun og framleiðslu á öryggishellum fyrir leikvelli. Samstarfið mun skila sér í betri en jafnframt ódýrari vöru, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 236 orð

Hagnaður Sparisjóðs Norðlendinga um 25 milljónir

UM 25 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Sparisjóðs Norðlendinga á fyrri hluta ársins að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Á sama tímabili í fyrra var tap Sparisjóðsins um 68 milljónir. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 121 orð

Hlutabréfasjóður BÍ tapar

TAP Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans tímabilið frá 1. maí til 31. júlí sl. nam 155,9 milljónum króna. Tapið á sama tímabili á síðasta ári nam 196 milljónum króna. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 101 orð

Hvatt til aukinna verðbréfaviðskipta yfir landamæri

VON er á rýmri reglum um verðbréfaviðskipti frá framkvæmdastjórn ESB, að því er greint er frá á fréttavef Financial Times . Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 98 orð

Kauphöll Íslands flutt

STARFSEMI Kauphallar Íslands var flutt á Laugaveg 182 á þriðjudag. Kauphöllin hefur verið í bráðabirgðahúsnæði frá því í fyrrasumar þegar húseignin í Engjateigi 3 var seld. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 709 orð | 3 myndir

Kaupin á HB komu Granda á óvart

HÓPUR hluthafa sem á 34,2% í Haraldi Böðvarssyni hf. hefur gert samkomulag við Eimskipafélag Íslands um sölu á hlut sínum til Eimskipafélagsins, en fyrir átti Eimskipafélagið 28,1% hlut í félaginu. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 509 orð

Keypt fyrir 55 milljarða á þremur árum

ÍSLENSK útrásarfyrirtæki hafa á síðustu þremur árum keypt erlend fyrirtæki fyrir samanlagt 55 milljarða króna en þessi fyrirtækjakaup hafa haft mjög jákvæð áhrif á gengi hlutabréfa viðkomandi félaga og þar með markaðsvirði þeirra. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 1949 orð | 2 myndir

Kældi sjávarafurðamarkaðurinn er "heitur"

Með kaupum á verksmiðju sem sérhæfir sig í framleiðslu á kældum, tilbúnum sjávarréttum hefur Coldwater UK opnað dyr inn á nýjan og vaxandi markað fyrir sjávarafurðir í Bretlandi. Helgi Mar Árnason litaðist um í verksmiðjunni, þar sem hraði, gæði og vöruþróun eru lykilatriði. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 75 orð | 1 mynd

Líf kaupir Heilsuverslun Íslands

SAMKOMULAG hefur náðst um kaup Lífs hf. á öllu hlutafé Heilsuverslunar Íslands ehf., en Líf hf. átti fyrir 50% hlut. Heilsuverslun Íslands ehf. sérhæfir sig í innflutningi og markaðssetningu á heilsutengdum neytendavörum. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 728 orð | 1 mynd

Líkur á farsælu hjónabandi

IMG Deloitte verður stærsta stjórnunar- og rekstrarráðgjafarfyrirtækið hér á landi, með breiðan hóp sérfræðinga á öllum sviðum stjórnunar, rekstrar, þjálfunar og upplýsingatækniráðgjafar. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Lýsing kaupir fasteignir Húsasmiðjunnar

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Lýsingar hf. og Húsasmiðjunnar um kaup Lýsingar á fasteignum Húsasmiðjunnar. Um er að ræða 13 fasteignir víðs vegar um landið og er þetta stærsti einstaki fjármögnunarsamningur sem Lýsing hefur gert frá upphafi. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 96 orð

Margmiðlun semur við Friðrik Skúlason ehf.

MARGMIÐLUN hf. og Friðrik Skúlason ehf. hafa gert samkomulag um að Margmiðlun mun nýta vírusvarnarforrit Friðriks Skúlasonar ehf. til þess að verja tölvupóst viðskiptavina sinna. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 675 orð | 2 myndir

Með stærðfræðina að vopni

Æ FLEIRI íslensk fyrirtæki nota nú stærðfræðilegar aðferðir, svokölluð bestunarlíkön, til að hagræða í rekstrinum. Bestun gengur m.a. út á það að leysa rekstrarfræðileg vandamál með stærðfræðilegum aðferðum á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 117 orð

Nýr fjármálastjóri KÁ

UM miðjan júní sl. var Einar Pálsson ráðinn til starfa sem fjármálastjóri KÁ og yfirmaður skrifstofuþjónustu. Auk þess að gegna starfi fjármálastjóra er Einar fjármála- og rekstrarlegur ráðgjafi fyrir stjórnir hlutdeildar- og dótturfélaga í eigu KÁ. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

Nýr starfsmaður hjá Baugi-ID

Guðrún Tinna Ólafsdóttir hefur hafið störf sem verkefnisstjóri hjá Baugi-ID (fjárfestingu og þróun). Guðrún Tinna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og útskrifaðist úr viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1998. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 532 orð

Nýtt félag ræður 11,4% kvótans

NÝTT sjávarútvegsfyrirtæki Eimskips hefur á yfirstandandi fiskveiðiári til ráðstöfunar um 50 þúsund tonna kvóta af bolfiski og er kvóti í uppsjávarfiski áætlaður rúmlega 130 þúsund tonn. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 50 orð

Nýtt skip Síldarvinnslunnar væntanlegt

NÝTT skip Síldarvinnslunnar hf. er væntanlegt til landsins í næstu viku frá Póllandi. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að líklegt sé að það verði gert út sem blandað ísfisk- og heilfrystiskip. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 359 orð | 1 mynd

Nær gullna meðalveginum

AÐALHEIÐUR Kristinsdóttir, verkefnisstjóri framkvæmdastjórnar Baugs Ísland, segir að innkaupakerfi sem byggt er á bestun, hafi gert fyrirtækinu kleift að nálgast gullna meðalveginn sem fyrirtæki leiti sífellt að. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 59 orð

Opin kerfi og Golfsambandið semja

OPIN kerfi hf. og Golfsamband Íslands hafa undirritað nýjan samstarfssamning. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 221 orð

Ráðstefna um alþjóðlegt bleikjueldi

RÁÐSTEFNA um alþjóðlegt bleikjueldi verður haldin á Hótel KEA föstudaginn 4. október nk. Á ráðstefnunni verður fjallað um stöðu og framtíðarhorfur bleikjueldis í heiminum. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um markaðsmál. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 152 orð

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 659 orð

Rökhyggja í fjárfestingum

Nokkrum dögum eftir komuna til Bandaríkjanna árið 1987 í framhaldsnám fór ég í fyrsta sinn í stórmarkað. K-Mart hét verslunin. Hún var skítug og það var vond lykt frá poppkornsvélinni sem var staðsett við innganginn. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 67 orð

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 51 orð

Skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Skemmtilegt verkfæri

GUÐMUNDUR Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., lýsir bestunarlíkani sem fyrirtækið notar við margs konar ákvarðanir sem skemmtilegu verkfæri. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 29 orð

Spuni ehf. og dk Hugbúnaður í samstarf

SPUNI ehf. og dk Hugbúnaður hafa undirritað samstarfssamning um þróun tenginga dk viðskiptahugbúnaðarins og þjónustustýrikerfisins Maintain PRO. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 513 orð | 1 mynd

Sterk stoð í sjávarútvegi

Það er oft skammt stórra högga á milli í íslensku viðskiptalífi. Ekki er nema rúmur mánuður liðinn frá því að innherji velti fyrir sér möguleikum á sameiningu Haraldar Böðvarssonar, HB, og Granda. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 84 orð

Theriak til Þýskalands

THERIAK ehf. hefur opnað starfsstöð í Düsseldorf í Þýskalandi og verður alþjóðlegum markaðs- og sölumálum fyrirtækisins stjórnað þaðan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 100 orð

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 374 orð | 1 mynd

Umskipti í afkomu fyrirtækja milli ára

AFKOMA fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands var töluvert betri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í haustskýrslu fjármálaráðuneytisins um þjóðarbúskapinn þar sem litið er á afkomu 52 fyrirtækja í Kauphöllinni. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 458 orð

Vetnisstöð ekki hagkvæm

FYRIRHUGUÐ vetnisstöð Skeljungs á Íslandi er hluti af samevrópsku verkefni sem kallast CUTE (Clean Urban Transport in Europe) og kostar Evrópusambandið 4,5 milljarða íslenskra króna. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Vöruskipti við útlönd hagstæð um 10,5 milljarða

VÖRUSKIPTI við útlönd á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru hagstæð um 10,5 milljarða króna. Fluttar voru út vörur fyrir 138,0 milljarða en inn fyrir tæpa 127,6 milljarða. Á sama tímabili í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 11,8 milljarða á sama gengi. Meira
3. október 2002 | Viðskiptablað | 390 orð

Þriðjungur ESB-kvótans veiddur

ÞÝSKIR og breskir togarar hafa veitt samtals um 1.105 tonn af karfa innan íslensku fiskveiðilögsögunnar á þessu ári. Samkvæmt reglugerð um karfaveiðar fiskiskipa frá Evrópusambandinu eru skipunum heimilar veiðar innan fiskveiðilögsögu Íslands á tímabilinu 1. júlí til 31. desember. Skipin þurfa að hafa sérstakt veiðileyfi og þau mega samtals veiða allt að 3.000 tonn af karfa. Meðafli sem fæst við karfaveiðarnar reiknast til þess kvóta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.