Greinar laugardaginn 3. janúar 2004

Forsíða

3. janúar 2004 | Forsíða | 55 orð | 1 mynd

Ástfangin af Íslandi á undan Ólafi

"ÉG varð ástfangin af landinu rétt áður en ég varð ástfangin af honum. Hann var enn spurningarmerki í mínum huga þegar ég var orðin ástfangin af Íslandi. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 77 orð | 1 mynd

Hvítlaukur gegn ofurbakteríum

HVÍTLAUKUR getur drepið bakteríur, sem eru orðnar ónæmar fyrir öflugustu lyfjum. Kemur það fram í rannsóknum, sem unnar hafa verið við Háskólann í Austur-London. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 44 orð | 1 mynd

Í viðbragðsstöðu á Charles de Gaulle-flugvelli

Lögreglumaður í brynvagni við Charles de Gaulle-flugvöll norðan við París í gær. Í baksýn er ein af þotum Air France. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 93 orð | 1 mynd

Krekar handtekinn

MÚLLANN Krekar, öðru nafni Najm al-Din Faraj Ahmad, trúarleiðtogi íslömsku samtakanna Ansar al-Islam, var handtekinn í Ósló í gær, grunaður um að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða pólitíska keppinauta sína í Írak á árunum 2000-2001. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 268 orð

Óttast áhrif á allt farþegaflug

ALLS hafa verið felldar niður sjö ferðir erlendra flugfélaga vestur um haf eða þeim seinkað vegna vísbendinga um hættu á hryðjuverkum síðan bandarísk stjórnvöld hertu eftirlit til muna 21. desember. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 45 orð | 1 mynd

Selur vörur fyrir aldraða á Netinu

ÍSLENDINGURINN Sesselja Pálsdóttir hefur náð góðum árangri í viðskiptum í Bandaríkjunum með rekstri netverslunarinnar Senior Shops, sem sérstaklega er ætluð öldruðum. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 271 orð

Sjúklingar geta ekki fengið endurgreitt síðar

SJÚKLINGAR sem leituðu til sérfræðilækna í gær þurftu að greiða að fullu fyrir þjónustu þeirra og ekki dugar að fá kvittun fyrir greiðslu og ætla að fá endurgreiðslu síðar hjá Tryggingastofnun að sögn Garðars Garðarssonar, formanns samninganefndar... Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 97 orð

Vísa ábyrgð á hækkunum til yfirvalda

SAMNINGANEFND Læknafélags Reykjavíkur vísar ábyrgð á því að greiðsluhlutdeild sjúklinga hækkar frá og með áramótum alfarið yfir á heilbrigðisyfirvöld. Meira
3. janúar 2004 | Forsíða | 73 orð

Ýkjufrétt um andlát

KUNNUR þýskur listasögufræðingur fullyrti í gær, að hann væri í fullu fjöri og heyrði alls ekki sögunni til, en tilkynning um andlát hans birtist í blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung á miðvikudag. Meira

Baksíða

3. janúar 2004 | Baksíða | 130 orð | 1 mynd

39 flugslys og atvik rannsökuð í fyrra

ALLS voru 75 mál, flugatvik og flugslys, tekin til meðferðar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa á síðasta ári og af þeim voru 39 mál rannsökuð formlega. Árið 2002 voru málin 93 og formlegar rannsóknir 38. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 102 orð

Bitinn í eyrað á áramótadansleik

ÖLVAÐUR maður á þrítugsaldri réðst á mann á fimmtugsaldri á áramótadansleik í Ólafsvík um fjögurleytið á nýársnótt, skallaði og beit í eyrað svo brjósk aftan til á eyranu rifnaði. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 339 orð | 1 mynd

Brýnt að auka umferðareftirlit á þjóðvegunum

23 EINSTAKLINGAR létust í 20 umferðarslysum hérlendis á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðarstofu, eða sex færri en árið 2002. Þá létust 29 manns í umferðarslysum en árið 2001 létust 24 og 32 árið 2000. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 133 orð | 1 mynd

Búnaðar-banka-skiltin að víkja

STARFSMENN fyrirtækisins Logoflex í Reykjavík hafa haft nóg að gera síðan á þriðja degi jóla en þá fengu þeir það verkefni að skipta um skilti á öllu húsnæði Búnaðarbankans um land allt. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 267 orð | 2 myndir

Kastaladvöl á Írlandi

Þeir sem ferðast um Bretlandseyjar, einkum þeir sem fara um á Írlandi og í Skotlandi verða þess vísari að víða eru rekin vönduð gistihús í fornum kastölum. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 569 orð | 2 myndir

Kjúklingabringur í hvítvíni

Matargerð hefur lengi verið áhugamál Hafnfirðingsins Sveinbjörns Hólmgeirssonar og ræður hann þar af leiðandi alfarið ríkjum í eldhúsinu heima hjá sér. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 212 orð | 1 mynd

Korktappi skal það vera

Vínframleiðendur verða að gæta þess hvers konar tappa þeir nota á flöskur sínar vilji þeir ekki sjá á bak viðskiptavinum sínum, samkvæmt könnun sem breska Wine Intelligence greiningarstofnunin framkvæmdi í lok síðasta árs. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 329 orð | 1 mynd

Léttir réttir og gegnsæi í verðlagningu

Icelandair mun á næstunni gera breytingar á þjónustu um borð í vélum félagsins sem fela í sér aukna áherslu á létta rétti og gegnsæi í verðlagningu. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 46 orð

Neyðarútgangsskilti brann

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var í gærkvöldi kallað að höfuðstöðvum bifreiðaumboðsins B&L við Hestháls í Reykjavík. Þar logaði í neyðarútgangsskilti á einum stað í húsinu. Húsnæðið var reykræst en tjón hlaust ekki af skiltisbrunanum. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 487 orð | 1 mynd

Notalegast og best að elda heima

Notalegustu stundirnar og besta matinn fæ ég heima hjá mér þegar eiginmaðurinn eldar," segir Jónína A. Sanders, starfsmannastjóri Eimskips, um eiginmanninn Þorberg Karlsson verkfræðing. "Hann er alveg einstakur kokkur. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 210 orð | 1 mynd

Sérfræðingar bankanna segja breytingarnar jákvæðar

SÉRFRÆÐINGAR í greiningardeildum bankanna taka almennt mjög vel í fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi húsnæðislána þótt hækkun hámarkslána geti hugsanlega haft áhrif á verðlag á fasteignamarkaði. Meira
3. janúar 2004 | Baksíða | 159 orð

Varað við of miklu C-vítamíni

C-vítamín í of miklu magni kann að auka líkur á að konur fái brjóstakrabbamein samkvæmt danskri könnun sem greint var frá í blaðinu Berlingske Tidende nú á dögunum. Meira

Fréttir

3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

109 nemar útskrifast frá MK

ALLS voru brautskráðir 47 stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi skömmu fyrir jól, 13 iðnnemi, 1 matartæknir og 7 nemendur af skrifstofubraut. Þá brautskráðust 5 nemar úr meistaraskóla matvælagreina. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 1312 orð | 1 mynd

Aðrar breytingar en reiknað var með

Boðaðar breytingar á húsnæðislánakerfinu, sem miða að því að leggja niður húsbréfakerfið og taka upp peningalán, eru á vissan hátt afturhvarf til fortíðar. Aðstæður eru hins vegar aðrar nú en áður var og telja sérfræðingar, sem Grétar Júníus Guðmundsson ræddi við, að breytingarnar séu til bóta en koma þó flestum á óvart. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Áramótaheit

Benedikt Jónsson las grein Helgu Kress í Lesbók Morgunblaðsins um fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes H. Gissurarson og "gat ekki orða bundist": Löngum talinn löstur var að lemstra, brjóta og týna. Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Áramótanámskeið | Skákskólinn á Akureyri stendur...

Áramótanámskeið | Skákskólinn á Akureyri stendur yfir um helgina, dagana 3. og 4. janúar. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Átelur stjórnvöld fyrir seinagang

Selfoss | Á bæjarstjórnarfundi 22. desember var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöld eru átalin harðlega fyrir seinagang og að standa ekki við gefin fyrirheit um uppbyggingu og stækkun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Brunamálastjóri og umhverfisráðherra semja um árangursstjórnun

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Björn Karlsson brunamálastjóri undirrituðu síðdegis í gær samning sem felur í sér að árangur af starfi Brunamálastofnunar verður mældur samkvæmt skilgreindum mælikvörðum með notkun matskorts. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Buðu rjómavöfflur í tilefni dagsins |...

Buðu rjómavöfflur í tilefni dagsins | Starfsmenn Atlantsolíu buðu um 400 atvinnubílstjórum í afmæliskaffi í þjónustustöð félagsins við Kópavogsbraut á gamlársdag. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Bush segir aðstoð ekki til marks um þíðu

ÍRANAR báðust í gærkvöldi undan því að sérstök mannúðarnefnd, sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Dole átti að fara fyrir, kæmi til landsins í tengslum við aðstoð vegna jarðskjálftans í Bam í síðustu viku. Á fimmtudagskvöld hafði George... Meira
3. janúar 2004 | Landsbyggðin | 106 orð | 2 myndir

Bæði náttúrulegar og útbúnar ljósasýningar yfir Vík

Fagridalur | Óvenju fallegt veður var á gamlárskvöld í Mýrdalnum. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 1093 orð | 1 mynd

Dorrit segist hafa gifst allri þjóðinni

Ítarleg grein birtist um forsetahjónin Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í ísraelska dagblaðinu Haaretz nú um jólin. Hér segir frá nokkrum atriðum í greininni. Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 263 orð | 1 mynd

Ekkert mál að byggja fjós ef nýta má það til fulls

NÝLEGA var tekið í notkun fjós með mjaltaþjóni á bænum Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Þar búa hjónin Sigurgeir B. Hreinsson og Bylgja Sveinbjörnsdóttir. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 823 orð | 1 mynd

Ekkert öruggt í kortunum

Grétar Hallur Þórisson er fæddur 7. desember 1966 á Neskaupstað. Hann er lærður vélvirki, útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík 1998. Hann hóf störf á skíðasvæðinu í Skálafelli árið 1991 og starfaði þar til ársins 1998, en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum allar götur síðan. Nú er titill hans forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, en eftir reglubreytingar tilheyra titlinum bæði Bláfjöll og Skálafell. Maki er Ólöf Anna Gísladóttir og eiga þau alls fimm börn. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 830 orð

Ekki tilbúnir að semja frá sér grundvallarrétt um atvinnufrelsi

SÉRGREINALÆKNAR líta svo á að þeir hafi gengið mjög langt til móts við sjónarmið samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins til að ná samkomulagi um nýjan samning um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í sérfræðilæknaþjónustu. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Fáir efast um sigur Saakashvilis

EGILL Ólafsson blaðamaður segir að fáir í Georgíu efist um að Míkhail Saakashvili muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum á morgun. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fjölgar í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð | Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands yfir íbúaþróun síðasta árs, hefur íbúum Fjarðabyggðar fjölgað um 53, sem er í takt við gefnar forsendur sjö ára fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjarðabyggðar. Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Fleiri ákærumál | Ákærumáluum hjá Héraðsdómi...

Fleiri ákærumál | Ákærumáluum hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur fjölgað jafnt og þétt frá 2001 en sektarboðsmálum hefur fækkaði umtalsvert frá 2002 eftir gríðarlega fjölgun frá 2001. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 275 orð

Frönsk stjórnvöld kenna um mistökum hjá FBI

FRÖNSK stjórnvöld aflýstu sex áætlunarferðum Air France milli Parísar og Los Angeles í síðasta mánuði vegna mistaka bandarískra leyniþjónustumanna. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Fundust á lífi í Bam

ÞREMUR var bjargað á lífi úr rústum húsa í írönsku borginni Bam á fimmtudag, að sögn útvarpsins í Íran. Björgunarmenn höfðu verið orðnir svartsýnir á að bjarga mætti fleira fólki úr rústunum, enda nú liðin heil vika síðan jarðskjálfti reið yfir Bam. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Gaman í snjónum

ÞEGAR snjórinn kemur gleðjast krakkar yfirleitt og fara út að leika sér. Hvolpar eru ekkert ósvipaðir börnum að þessu leyti. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Gáfu Hjálparsveit skáta í Aðaldal GPS-tæki

HJÁLPARSVEIT skáta í Aðaldal fékk fyrir skemmstu að gjöf Magellan GPS-tæki frá Bókabúð Þórarins Stefánssonar á Húsavík. Um er að ræða Magellan SporTrack pro, handtæki með innbyggðu Íslandskorti. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 193 orð

Geislun hættuleg andlegum þroska barna

GEISLASKAMMTAR, sem notaðir eru við röntgenmyndatöku af höfði barna, geta dregið úr andlegum þroska þeirra. Meira
3. janúar 2004 | Miðopna | 944 orð | 1 mynd

Georgíu bjargað

Georgía fær jóla- og nýársgjöfina seint að þessu sinni en hún er þess virði að beðið sé eftir henni. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Gjaldgengari skuldabréf erlendis

"FYRIRHUGAÐAR breytingar á hinu opinbera húsnæðislánakerfi eru mjög til bóta," segir Tryggvi Þór Herbertssonar, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann segir að hægt verði að skrá hin nýju skuldabréf, þ.e. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 367 orð

Gjaldtaka verði miðuð við notkun

STJÓRN Landverndar vill að horfið verði frá núverandi kerfi þungaskatts á ökutæki en þess í stað verði gjaldtaka alfarið miðuð við notkun, eins og hugmyndir um olíugjald feli í sér. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Handtekinn vegna gruns um nauðgun

LÖGREGLAN í Keflavík handtók tæplega tvítugan pilt sl. þriðjudag vegna gruns um nauðgun í heimahúsi í Keflavík. 17 ára stúlka kærði piltinn til lögreglunnar og var hún send á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Heiðarholtið upplýst af flugeldaljósum

Keflavík | Íbúar við Heiðarholt og í hverfinu þar ofan við kvöddu gamla árið með miklum myndarskap, eins og venjulega á nýársnótt. Slá þeir venjulega öðrum bæjarbúum við á þessu sviði. Flugeldum var skotið á loft og blysum veifað. Meira
3. janúar 2004 | Landsbyggðin | 305 orð

Heildartekjurnar um 705 milljónir króna

Hveragerði | Bæjarstjórn Hveragerðis afgreiddi þann 29. desember fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2004. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjaher

HÓPUR Íraka stóð fyrir mótmælaaðgerðum gegn bandaríska hernámsliðinu í Bagdad í gær. Hrópaði maðurinn á myndinni t.a.m. slagorð gegn Bandaríkjunum og hvatti múslíma í landinu til heilags stríðs gegn Bandaríkjaher. Meira
3. janúar 2004 | Suðurnes | 239 orð

Hugað að sölu tveggja fasteigna

Sandgerði | Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að taka upp viðræður við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um að félagið kaupi tvær fasteignir sveitarfélagsins og að Sandgerðisbær endurleigi þær. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Hverfakeppni skákfélagsins | Hin árlega hverfakeppni...

Hverfakeppni skákfélagsins | Hin árlega hverfakeppni Skákfélags Akureyrar fór fram rétt fyrir áramót. Hart var barist og var einkum mikil spenna í löngu skákunum. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 206 orð | 2 myndir

Íslensk stúlka varð fyrir gúmmíkúlu

ÍSLENSK stúlka, Saga Ásgeirsdóttir, meiddist á nýársdag er hún var að mótmæla nýreistum múr Ísraela við smábæinn Budrus á Vesturbakkanum, sem aðskilur Palestínumenn frá Ísrael. Saga fékk gúmmíkúlu í annan fótinn og sagðist hafa verið mjög hrædd. Meira
3. janúar 2004 | Árborgarsvæðið | 156 orð | 1 mynd

Ívar Grétarsson valinn íþróttamaður Árborgar

Selfoss | Ívar Grétarsson, handknattleiksmaður á Selfossi, var valinn íþróttamaður Árborgar fyrir árið 2003. Kjör íþróttamanns Árborgar var kynnt á sérstakri hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Selfossi síðastliðinn sunnudag 28. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Jólaball í Hlégarði

Hið árlega jólaball Mosfellsbæjar í Hlégarði, sem halda átti hinn 29. desember síðastliðinn, verður haldið annað kvöld, fjórða janúar, klukkan hálffimm. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Kemur ASÍ í opna skjöldu

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það komi ASÍ algjörlega í opna skjöldu að unnið hafi verið að því að leggja húsbréfakerfið niður. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Löngu tímabært

BJÖRN Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir að almennt séu breytingarnar mjög til góðs og löngu tímabært er að hans sögn að hækka upphæð hámarkslána eins og nú hefur verið gert. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 362 orð

Margir töldu unnt að spara útgjöld með sameiningunni

TÓMAS Helgason, fyrrverandi prófessor og yfirlæknir geðdeildar Landspítalans, segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hafi verið knúin fram með sveltistefnu og hafi misheppnast. Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Menntasmiðja fyrir ungt fólk

NÝ önn í Menntasmiðju unga fólksins hefst 14. janúar en námið er opið öllum á aldrinum 17-26 ára og miðar að því að auka lífshæfni þeirra sem það sækja. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 875 orð

Mikil eftirspurn viðskiptavina

ÞAÐ er alltaf hollt að gæta að málum þegar sú staða er uppi að mikil sam keppni er á fjármálamarkaði eins og nú er. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Mótmæla afnámi sjómannaafsláttar

Á aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur 30. desember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem harðlega er mótmælt boðuðum breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt sem miði að því að fella niður sjómannaafsláttinn. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 315 orð | 2 myndir

Musharraf ríkir til 2007

ÞING Pakistans samþykkti á fimmtudag stuðningsyfirlýsingu við Pervez Musharraf, forseta landsins. Hún gerir forsetanum kleift að stjórna Pakistan til ársins 2007 án þess að til kosninga komi. Meira
3. janúar 2004 | Landsbyggðin | 115 orð | 1 mynd

Nýársdagsmorgunn í Mývatnssveit

Mývatnssveit | Fyrsti dagur nýs árs reis bjartur og fagur með hægviðri og 12° frosti en nýársnóttin hafði hulið jörð með fannhvítri mjöll. Á austurlofti voru glitský í morgunskini sem endurómuðu í Birtingatjörn, sem er tjörn austan vatns. Meira
3. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 136 orð | 1 mynd

Nýtt bóknámshús formlega opnað

Kópavogur | Nýtt bóknámshús við Menntaskólann í Kópavogi var formlega opnað á dögunum að viðstöddum Tómasi Inga Olrich, fráfarandi menntamálaráðherra, og Gunnari Birgissyni, forseta bæjarráðs. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ný tölvu- og þjónustuverslun í Stykkishólmi

NÝ verslun með tölvuvörur hefur tekið til starfa í Stykkishólmi. Verslunin hefur fengið nafnið Netvirki og standa að versluninni Sumarliði Ásgeirsson og Þorgrímur Vilbergsson. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

"Erum sannarlega lánsöm í flestu tilliti"

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra flutti hátíðarræðu í Bústaðakirkju á nýársdag þar sem hann þakkaði fyrir þær framfarir sem hafa orðið hér á landi á síðustu öld. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

"Gleymskan hjálpar okkur til glötunar"

SVEINN Rúnar Hauksson, barnalæknir og baráttumaður fyrir mannréttindum, minnti á erfitt hlutskipti þeirra sem lenda í hamförum og hörmungum stríða í predikun í Langholtskirkju á nýársdag. Meira
3. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 446 orð | 1 mynd

"Þessar framkvæmdir eru alveg ótrúlega truflandi"

Miðborg | Stjórn íbúasamtaka Grjótaþorps hefur ritað borgaryfirvöldum, lögreglustjóra, Innréttingunum ehf. og verktökum bréf þar sem mótmælt er harðlega "þeim yfirgangi og ófriði" sem fylgt hafi í kjölfar byggingaframkvæmda í Aðalstræti 16. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 551 orð

Rekinn fyrir að gagnrýna fréttaflutning

FRANSKI blaðamaðurinn Alain Hertoghe telur að frönsk dagblöð hafi brugðist gjörsamlega í umfjöllun sinni um stríðið í Írak. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Riðið í harðfenni

HESTAMENN eru nú í óðaönn að taka inn hesta sína enda blæs hann köldu þessa dagana og jörð er snævi þakin hvar sem drepið er niður. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Samið um sjúkraskrárkerfið Sögu

HEYRNAR- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) og eMR hugbúnaður hf. hafa gert samning um innleiðingu á sjúkraskrárkerfinu Sögu. Meira
3. janúar 2004 | Miðopna | 689 orð

Sjálfstæðisflokkurinn leiðir Framsókn til valda

Árið 2004 verður líklega ár harðvítugra átaka, bæði á vettvangi stjórnmálanna og viðskiptalífsins. Margt bendir til að miklar deilur um eignarhald fyrirtækja og hringamyndanir séu í aðsigi, hvort heldur um ræðir fjölmiðla eða matvöruverslanir. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 311 orð

Skattamálum vísað til lögreglu ef grunur er um meiriháttar brot

EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra getur vísað til ríkislögreglustjóra skattsvikamálum, ef grunur leikur á að brotin séu meiriháttar vegna eðlis þeirra eða umfangs. Meira
3. janúar 2004 | Árborgarsvæðið | 612 orð | 1 mynd

Skuldaaukning og allar tekjur fara í rekstur málaflokka

Selfoss | 99% af tekjum Sveitarfélagsins Árborgar fara til reksturs málaflokka og skuldir munu aukast um 194 milljónir ár þessu ári samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun að því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar frá 22. desember. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Sleipnir tilbúinn á nýju ári

BORINN Sleipnir er nú kominn á sinn stað í Eskifjarðardal, en tekið verður til við að bora eftir heitu vatni þar nú með nýju ári. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sparisjóður Höfðhverfinga 125 ára | LIÐIN...

Sparisjóður Höfðhverfinga 125 ára | LIÐIN voru 124 ár frá stofnun Sparisjóðs Höfðhverfinga nú á nýársdag, en hann var stofnaður 1. janúar 1879. Sparisjóðurinn er í hópi elstu fjármálastofnana á Íslandi. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Stafræn net-framköllun í boði á Húsavík

PÉTUR Jónasson ljósmyndari hefur rekið Ljósmyndastofu Péturs á Húsavík í rúm 40 ár. Á þeim tíma hefur margt breyst í slíkri starfsemi en Pétur hefur þó ávallt kappkostað að vera í takt við tímann hvað tæknibúnað varðar. Meira
3. janúar 2004 | Suðurnes | 352 orð | 1 mynd

Stefnir að verðlaunum á Ólympíuleikunum í Aþenu

Reykjanesbær | "Þetta var tiltölulega gott ár því þótt ýmislegt hefði mátt fara betur gekk annað mjög vel," segir Örn Arnarson, sundmaður úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, sem útnefndur var Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2003 og sundmaður... Meira
3. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Sykur settur í bensíntankinn | Vélsleða...

Sykur settur í bensíntankinn | Vélsleða eigandi á Grenivík uppgötvaði á dögunum að miklu magni af sykri hafði verið bætt á bensíntankinn á sleðanum hans. Mátti litlu muna að illa færi, segir í frétt um þennan atburði á heimasíðu Grýtubakkahrepps. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð | 2 myndir

Talningin búin og útsölurnar byrjaðar

"ÚTSÖLURNAR eftir jólin eru hefðbundnar og þær byrja gjarnan í kjölfar vörutalningar um áramót," segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Tekur vel í breytingarnar

MAGNÚS Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, tekur vel í boðaðar breytingar á húsnæðislánakerfinu, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á gamlársdag. Meira
3. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

Tímamót í Georgíu

Forsetakosningar fara fram í Georgíu á sunnudag. Nýr forseti landsins stendur frammi fyrir margvíslegum vanda. Efnahagsástandið er bágborið og hugsanlegt er talið að landið liðist í sundur. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð

Um 4,6 milljónir hafa safnast

Í GÆR höfðu um 4,6 milljónir króna safnast í söfnun Rauða kross Íslands vegna jarðskjálftanna í Íran, að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þórir segir að peningarnir fari í að kaupa hjálpargögn. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Undanfari þess að lánin verði færð inn í bankakerfið

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað búi að baki boðuðum breytingum á húsnæðislánakerfinu. Hún segir að sátt hafi ríkt um húsbréfakerfið og að það komi sér því á óvart að taka eigi upp peningalánakerfi. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 500 orð

Uppgjörsmiðstöð mikilvæg

SNORRI Jakobsson, sérfræðingur hjá greiningardeild KB banka, segir að breytingar á fyrirkomulagi húsnæðislána séu mjög jákvæðar ef allt gengur upp, eins og hann orðar það. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vélsleðinn fannst í Keflavík | Vélsleði...

Vélsleðinn fannst í Keflavík | Vélsleði og kerra sem hann var á og stolið var á Akureyri fyrir áramót eru komin í leitirnar, en lögreglu í Keflavík bárust upplýsingar um hvar þýfið væri að finna. Meira
3. janúar 2004 | Miðopna | 952 orð

Það eru spennandi tímar

Það eru spennandi tímar. Sjálfsagt væri hægt að hefja áramótagrein á frumlegri nótum eða með efnisríkari fyrirsögn, en staðreyndin er sú að það eru spennandi tímar á Íslandi. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Þrettán nýir lögreglumenn til starfa

ÞRETTÁN nýir lögreglumenn taka til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík um þessar mundir og verða á vöktum í útkallsliði lögreglunnar. Í lögregluliðinu fjölgar í raun um fjóra menn þar sem um endurnýjun starfsliðs er að ræða í sumum tilvikum. Meira
3. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Þrír köstuðust út úr bifreið

TVEIR slösuðust í bílveltu á Suðurlandsvegi rétt austan við Rauðalæk um hádegisbil í gær og voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Ekki var talið að um alvarleg meiðsl hefði verið að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

3. janúar 2004 | Staksteinar | 332 orð

- Breyting á stjórnarforystunni

Í ritstjórnarpistli í Deiglunni er sjónum beint að væntanlegum breytingum á stjórnarsamstarfinu. "Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins nú eru aðeins tveir þingmenn sem setið hafa á þingi án þess að flokkurinn fari með forystu í ríkisstjórn, þeir Geir... Meira
3. janúar 2004 | Leiðarar | 219 orð

Mikilvægi íslenskunáms fyrir innflytjendur

Alþjóðahúsið afhenti í fyrsta skipti verðlaun sín fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda fyrr í vikunni. Meira
3. janúar 2004 | Leiðarar | 489 orð

Ráðherraskipti í menntamálaráðuneyti

Nýr menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók við embætti á gamlársdag. Tómas Ingi Olrich, sem verið hefur menntamálaráðherra frá því vorið 2002, lét þá af embætti, en hann verður sendiherra í París síðar á árinu. Meira

Menning

3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

Búnir að æfa stíft

SÍÐAN 1992 hefur unglingasveitin eilífa, Pops, troðið upp í kringum áramótin. Þessi áramót eru í engu undanskilin, í gær léku þeir á Kringlukránni og munu gera það aftur í kvöld. Næstu helgi, föstudag og laugardag, munu þeir svo troða upp í Fjörukránni. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Eldheitt!

ÞAÐ má með sanni segja að síðari hluti ferils Red Hot Chili Peppers sé sannkallað ævintýri. Eftir að hafa slegið í gegn með plötunni Blood Sugar Sex Magik árið 1991 - en þar á undan hafði sveitin verið fremur neðanjarðar - fór allt í rugl. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Engin grís!

NÚ hefur hljómplata með lögum úr nýjustu uppsetningunni á söngleiknum Grease dvalið í um hálft ár á Tónlistanum. Vinsældirnar hafa verið miklar og góðar síðan frumsýnt var í sumar og þykja Birgitta og Jónsi skila sínu með miklum glans. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 392 orð | 3 myndir

FÓLK Í fréttum

SÖNGVARINN Daniel Bedingfield slasaðist er hann lenti í bílslysi á Nýja-Sjálandi í fyrradag. Hann var fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka, en er ekki sagður alvarlega slasaður. Slysið varð á vegi nærri bænum Whangarei á norðurhluta Nýja-Sjálands. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Færeyskt, já takk!

EIVÖR Pálsdóttir, "færeyska dívan", hækkar sig um tvö sæti og flytur sig úr ellefta sæti í það níunda. Segja má að þessi unga og hæfileikaríka söngkona, sem er rétt um tvítug, hafi unnið huga og hjörtu frændþjóðarinnar. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 125 orð | 8 myndir

Gleðilegt nýtt ár!

NÝÁRSDANSLEIKIR eru með fínustu samkomum vetrarins og fór eitt slíkt ball fram á Hótel Sögu á nýárskvöld. Á meðan yngri kynslóðir kjósa að hvíla sig þetta kvöld halda margir foreldrarnir út á lífið til að fagna nýja árinu. Meira
3. janúar 2004 | Menningarlíf | 1417 orð | 3 myndir

Hér í Salnum á tónlistin heima

Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs fagnaði fimm ára starfsafmæli í gær. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Vigdísi Esradóttur, forstöðumann Salarins, Gunnar Inga Birgisson, formann stjórnar hússins, Björn Þorsteinsson, framkvæmdastjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogs, og Jónas Ingimundarson, tónlistarráðunaut Kópavogs. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 204 orð

Hilmir snýr heim (The Return of...

Hilmir snýr heim (The Return of the King) Peter Jackson tekst það sem allir vonuðust eftir, að magna upp það sem var magnað fyrir, og ljúka kvikmyndagerð Hringadróttinssögu með glæsibrag. (H.J. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Hringamyndin sívinsæl

HILMIR snýr heim , lokakafli Hringadróttinssögu, var langmest sótta myndin yfir hátíðirnar en síðan sýningar hófust annan í jólum hafa tæplega 33 þúsund manns séð myndina að sögn Arons Víglundssonar hjá Myndformi, en það eru einungis 6 sýningardagar. Meira
3. janúar 2004 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Höfuðprýði

ÞETTA listaverk getur að líta á Nútímalistasafninu í Sydney í Ástralíu en þar stendur þessa dagana yfir sýning á verkum eftir Leigh Bowery sem kallaður hefur verið "næturklúbbalistamaðurinn". Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Ítalskt, já takk!

ÞAÐ verður að teljast aldeilis frækilegur árangur að yfir fjörutíu ára gamlar upptökur með ítalskri barnastjörnu séu komnar í gullsölu hérlendis. Safnplatan Það allra besta með bestu lögum Robertino var söluhæsta platan skv. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 201 orð | 3 myndir

LAUGARDAGSBÍÓ

UNDIR NIÐRI/What Lies Beneath (2000) Reglulega hrollvekjandi mynd, þótt uppfull af klisjum sé. Michelle Pfeiffer og Harrison Ford gera líka heilmikið fyrir hana. Stöð 2 kl. 01.30. LYGALAUPUR/Big Fat Liar (2002) Með Frankie Muniz úr Malcholm in the... Meira
3. janúar 2004 | Bókmenntir | 653 orð

Menntin slyng

eftir Jón Þ. Björnsson. 80 bls. Útg. höfundur. Prentun: Gutenberg. 2003. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 107 orð

Misjafnir danskennarar Kvikmyndir þar sem danskennarar...

Misjafnir danskennarar Kvikmyndir þar sem danskennarar hafa verið í sviðsljósinu skipta hundruðum. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Skrifstofan á toppnum

SJÓNVARPSÞÆTTIR eru ekki alltaf djarfir í persónusköpun eða söguþræði en MSN Entertainment er búið að gera lista yfir tíu þætti, sem brjóta reglurnar að einhverju leyti. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 324 orð | 2 myndir

Stóra tækifærið

DANSARINN og danskennarinn Honey Daniels (Jessica Alba) er klár og kynþokkafull og stendur á barmi frægðarinnar þegar lærimeistari hennar setur henni úrslitakosti: Ef hún ekki sofi hjá honum komi hann henni á svarta listann. Meira
3. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Söngvaskáldið Valgeir

Í KVÖLD verður sýndur sérstakur þáttur um tónlistarmanninn Valgeir Guðjónsson. Kallast hann Söngvaskáld en umsjónarmaður er Jón Ólafsson sem hefur stýrt hinum vinsælu þáttum Af fingrum fram . Meira

Umræðan

3. janúar 2004 | Aðsent efni | 894 orð | 1 mynd

Helgi næturinnar

Og ég lít til þess, sem mér þótti gefa kvöldinu sérstakt vægi, svo djúpt, að ég get ekki annað en tjáð mig og þakkað. Meira
3. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 271 orð | 2 myndir

Jólatrjáasala MIG langaði að benda jólatrjáasölumönnum...

Jólatrjáasala MIG langaði að benda jólatrjáasölumönnum á að ef þeir eru að selja eitt jólatré þá getur salan heitið jólatréssala en ef þeir eru að selja mörg tré ætti salan að heita jólatrjáasala. Meira
3. janúar 2004 | Aðsent efni | 105 orð

Orðaleppar

Í TÚNINU heima, höfundarréttur, sæmdarréttur og gæsalappir eru orð sem nú er oft hampað í bókmenntaumræðum: Halldórs rétti Hannes kaus hér og þar að gleyma, treður gæsalappalaus Laxnesstúnið heima. Meira
3. janúar 2004 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

"Hvar er bankinn minn"

Við vöruðum við því að þær lagabreytingar sem alþingi samþykkti myndu ekki ná að veita sparisjóðunum þá vörn sem að var stefnt. Meira
3. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Til þeirra er láta sig réttindi barna varða

FRÁBÆRT skref fyrir jafnréttisbaráttu kvenna! Heyrðist æði oft í síðustu kosningabaráttu frá allra flokka fólki er rætt var um rétt feðra til fæðingarorlofs. Meira
3. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 530 orð

World Class í Laugardalinn

LAUGAR ný og glæsileg heilsumiðstöð verður formlega opnuð í dag. Loksins, loksins gætu margir sagt, sem beðið hafa eftir að í Laugardalnum rísi líkamsræktarstöð. Meira

Minningargreinar

3. janúar 2004 | Minningargreinar | 59 orð

Elínborg Sigurðardóttir

Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 1681 orð | 1 mynd

ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR

Elínborg Sigurðardóttir var fædd á Skammbeinsstöðum í Holtum í Rangárvallasýslu 20. maí 1909 . Hún andaðist á Dvalarheimilinu Lundi 19. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 2331 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG SKÚLADÓTTIR

Ingibjörg Skúladóttir var fædd á Ljótunnarstöðum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 16. maí 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Skúli Guðjónsson, bóndi á Ljótunnarstöðum, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 3085 orð | 1 mynd

INGVAR ÞÓRÐARSON

Ingvar Þórðarson fæddist 29. september 1921. Hann lést á Selfossi 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Þorsteinsson, f. á Reykjum 9.7. 1877, d. 26.3. 1961, bóndi Reykjum á Skeiðum og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. í Sandlækjarkoti... Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 1652 orð | 1 mynd

JÓNA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Jóna Kristín Guðmundsdóttir fæddist á Minni-Brekku í Austurfljótum 29. desember 1899. Hún lést á öldrunardeild sjúkrahúss Skagfirðinga 19. des. síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 1194 orð | 1 mynd

KLARA ENOKSDÓTTIR

Ásdís Klara Enoksdóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1930. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. desember síðastliðinn. Foreldrar Klöru voru Kristín Björnsdóttir, f. 6. nóv. 1908, d. 17. júní 1997, og Enok Ingimundarson, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 1171 orð | 1 mynd

MAGNÚS ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

Magnús Ólafur Guðmundsson fæddist í Teigi í Vopnafirði 14. janúar 1913. Hann lést á hjúkrunardeild Sundabúðar á Vopnafirði 28. desember síðastliðinn eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru Elín Stefánsdóttir frá Teigi, f. 21. september 1877, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 2352 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN BJARNASON

Þorsteinn Bjarnason var fæddur í Sælingsdalstungu í Dalasýslu 21. júlí 1917. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 22. desember síðastliðinn. Þorsteinn var sonur hjónanna Kristínar Sæmundsdóttur, f. 16. sept. 1880, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2004 | Minningargreinar | 1405 orð | 1 mynd

ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR

Þórhildur Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 20. janúar 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elínborg Gísladóttir og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi í Laufási í Vestmannaeyjum. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 671 orð

Áhersla lögð á að meta umfang svika Parmalat

RANNSÓKN á fjármálamisferli hjá ítalska matvælarisanum Parmalat var haldið áfram af saksóknurum í Parma og Mílanó í gær. Enrico Bondi, skipaður tilsjónarmaður fyrirtækisins, er sagður leggja höfuðáherslu á að komast að því hversu umfangsmikil svikin eru. Meira
3. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 474 orð | 1 mynd

Hlutabréf hækkuðu

HLUTABRÉF hækkuðu almennt mikið í verði í kauphöllum heimsins á síðasta ári og er það breyting frá árunum 2000 til 2002 þegar hlutabréfaverð fór almennt lækkandi. Meira
3. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 257 orð | 1 mynd

Nítján þúsund afgreiðslukassar

GANGI kaup bresku matvörukeðjunnar Morrison á Safeway-keðjunni eftir, gæti það margfaldað tekjur íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins HB International eða Hugbúnaðar hf. en Morrison er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Meira
3. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 389 orð | 1 mynd

Sérhæfð netverslun fyrir aldraða

DAGBLAÐIÐ The New York Times sagði fyrir stuttu frá netversluninni Senior Shops en þar fást ýmsar vörur ætlaðar eldra fólki. Meira

Fastir þættir

3. janúar 2004 | Dagbók | 449 orð

(2. Tím. 3, 15.)

Í dag er laugardagur 3. janúar, 3. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Meira
3. janúar 2004 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 3. janúar, er fimmtugur Guðjón Sverrir Agnarsson, Aragerði 16, Vogum, Vatnsleysuströnd. Kona hans er Eyrún Antonsdóttir. Guðjón er að heiman í... Meira
3. janúar 2004 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Guðlaug Hinriksdóttir, Gnoðarvogi 75 Reykjavík, verður 80 ára á morgun, sunnudaginn 4. janúar. Hún tekur á móti gestum í Framsóknarhúsinu á Akranesi sem er á horni Sunnubrautar og Skagabrautar (Sunnubraut 21) frá kl. 14 til 17. Meira
3. janúar 2004 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 3. janúar, er níræður Karl Helgason, fyrrverandi kennari á Akranesi, nú til heimilis að Gullsmára 9, Kópavogi . Sambýliskona hans er Sólveig Kristjánsdóttir . Meira
3. janúar 2004 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

MEGINSTYRKUR mannshugans liggur í getunni til að greina kjarnann frá hisminu. Meira
3. janúar 2004 | Fastir þættir | 140 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveinn Rúnar og Erlendur Jónsson unnu jólamótið í Hafnarfirði Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson sigruðu í Jólamóti Bridsfélags Hafnarfjarðar og Sparisjóðs Hafnarfjarðar sem spilað var 29. desember. Ágæt þátttaka var í mótinu eða 72 pör. Meira
3. janúar 2004 | Fastir þættir | 728 orð

Íslenskt mál

Margir munu kannast við það að upp getur komið nokkur óvissa um tölumynd sagnorðs sem stendur með samsettu frumlagi. Væntanlega eru þó flestir sammála um að rétt er að segja: A. Bíllinn og flugvélin eru biluð B. Meira
3. janúar 2004 | Í dag | 647 orð | 1 mynd

(Matt. 2).

Guðspjall dagsins: Flóttinn til Egyptalands. Meira
3. janúar 2004 | Fastir þættir | 247 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 e6 4. Rc3 Rd7 5. Be3 Bb4 6. Rge2 dxe4 7. fxe4 e5 8. a3 Ba5 9. Rg3 Rgf6 10. Be2 0-0 11. Dd2 Bb6 12. d5 Bxe3 13. Dxe3 Db6 14. Dxb6 Rxb6 15. 0-0-0 Bd7 16. Hhf1 Had8 17. b3 a5 18. a4 Hc8 19. Kb2 Hfd8 20. h3 Kf8 21. Hd3 Be8 22. Meira
3. janúar 2004 | Dagbók | 47 orð

SVEITAVÍSUR

Kvíði ég fyrir að koma í Fljót, kvíði ég fyrir Sléttuhlíð, kvíði ég ríða kulda mót. Kvíðvænleg er þessi tíð. * Öllu er stolið ár og síð, eins þó banni Kristur. Þelamörk og Þjófahlíð, það eru gamlar systur. Meira
3. janúar 2004 | Viðhorf | 880 orð

Vinátta um gervitungl

Ég þurfti á áfallahjálp að halda og hóaði í bestu vinkonur mínar sem komu færandi hendi með konfekt í bland við ómissandi huggunarorð. Meira
3. janúar 2004 | Fastir þættir | 345 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI fékk endurskinsmerki að gjöf um daginn. Aldeilis heppinn þar. Víkverja þykir full ástæða til að skreyta sig með slíkum merkjum í skammdeginu. Reyndar sér Víkverji enga góða ástæðu til að vera ekki með endurskinsmerki. Meira
3. janúar 2004 | Í dag | 250 orð

Þrettándagleði og Pálínuboð í Háteigskirkju Á...

Þrettándagleði og Pálínuboð í Háteigskirkju Á MORUN, sunnudaginn 4. janúar 2004, verður kátt í Háteigskirkju. Dagskrá dagsins hefst með messu í Háteigskirkju klukkan 11:00. Meira

Íþróttir

3. janúar 2004 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

53 íþróttamenn heiðraðir af ÍSÍ

Í HÓFI Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Samtaka íþróttafréttamanna á Grand Hóteli Reykjavík að kvöldi 30. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd

* ÁRNI Gautur Arason, markvörður íslenska...

* ÁRNI Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fer ekki til Sturm Graz í Austurríki eins og allt útlit var fyrir fyrir áramótin. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 150 orð

Bjarni til KR-inga

BJARNI Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk um áramótin frá þriggja ára samningi við Íslandsmeistara KR. Hann snýr því aftur í Vesturbæinn eftir þriggja ára dvöl hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Molde. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 115 orð

Erla til liðs við Sunnanå

ERLA Steinunn Arnardóttir hefur skipt um félag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hún er nú gengin til liðs við Sunnanå. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 189 orð

Fækkað um sex menn í EM-hópnum

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson landsliðþjálfari karlaliðsins í handknattleik hefur fækkaði um sex leikmenn í æfingahópi fyrir Evrópumótið, sem fram fer í Slóveníu í lok þessa mánaðar. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

* HEIMIR Guðjónsson , knattspyrnumaður, var...

* HEIMIR Guðjónsson , knattspyrnumaður, var á gamlársdag útnefndur íþróttamaður FH 2003. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 229 orð

Helgi átti að mæta Hermanni og félögum í Charlton

"ÞAÐ stóð til að ég yrði í leikmannahópi Gillingham gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton á morgun en það var síðan dregið til baka á síðustu stundu," sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 90 orð

Ólafur til Tres De Mayo

ÓLAFUR Sigurjónsson, handknattleiksmaður úr ÍR, fer í dag til Kanaríeyja þar sem hann verður til reynslu hjá spænska 2. deildarliðinu Tres De Mayo. Með því leikur Hlynur Jóhannesson markvörður, sem áður spilaði með HK. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

"Verð oft einn á vallarhelmingi Chelsea"

ÍSLENSKU landsliðsmiðherjarnir Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen verða í sviðsljósinu í dag þegar lið þeirra, Watford og Chelsea, mætast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikið er klukkan 12.30 á Vicarage Road, heimavelli Watford, sem rúmar 21 þúsund áhorfendur en uppselt er á leikinn fyrir löngu. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 202 orð

Sex ára skuld við Letta gerð upp

ÍSLENDINGAR mæta Lettum í vináttulandsleik í knattspyrnu í Riga þann 28. apríl. Frá þessu var gengið um áramótin. Með þessu er KSÍ að endurgjalda Lettum heimsókn þeirra hingað til lands árið 1998. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 102 orð

Teitur í 2. deild?

TEITUR Þórðarson knattspyrnuþjálfari verður að öllum líkindum næsti þjálfari norska knattspyrnuliðsins Ull/Kisa, sem leikur í 2. deild. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 47 orð

UM HELGINA

KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFG 17.15 Njarðvík: UMFN - ÍS 14 Seljaskóli: ÍR - KR 14 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Valur 17.15 Egilsstaðir: Höttur - Fjölnir 15 Selfoss: Selfoss - Þór A. Meira
3. janúar 2004 | Íþróttir | 136 orð

ÚRSLIT

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit á gamlársdag: Boston - New Orleans 94:96 Detroit - Portland 78:71 New Jersey - Golden State 88:70 LA Clippers - Denver 120:104 Houston - Philadelphia 80:72 Staðan (sigrar/töp): Atlantshafsriðill : New Jersey 17/14,... Meira

Úr verinu

3. janúar 2004 | Úr verinu | 130 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Gellur 678 678 678...

ALLIR FISKMARKAÐIR Gellur 678 678 678 25 16,950 Gullkarfi 149 75 138 1,077 149,060 Hlýri 327 281 305 1,522 464,007 Hrogn Ýmis 39 39 39 23 897 Hvítaskata 9 9 9 62 558 Keila 83 32 47 1,461 68,203 Langa 90 42 85 1,462 124,706 Lax 330 190 301 976 293,886... Meira
3. janúar 2004 | Úr verinu | 157 orð

Fiskát getur dregið úr geðröskunum

NÝJAR rannsóknir bandarískra vísindamanna sýna að fólk, sem borðar mikið af fiski, geti dregið úr hættunni á að fá ákveðna geðsjúkdóma. Það eru Joseph R. Meira
3. janúar 2004 | Úr verinu | 318 orð

Sjómenn hóta að sigla í land

SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur mótmælir fyrirætlun stjórnvalda að leggja niður sjómannaafslátt. Aðalfundur félagsins var haldinn 30. Meira
3. janúar 2004 | Úr verinu | 200 orð | 1 mynd

Skipulögð loðnuleit hafin

Loðnuvertíðin nú í ársbyrjun hefst með skipulagðri leit 11 skipa sem spannar svæðið vestan úr Víkurál norður og austur með landinu. Gert er ráð fyrir að í skaplegu veðri ætti ekki að taka nema tvo sólarhringa að ljúka þessari yfirferð. Meira

Barnablað

3. janúar 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Ásgerður Árnadóttir og Steinunn Ólafsdóttir teiknuðu...

Ásgerður Árnadóttir og Steinunn Ólafsdóttir teiknuðu þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 302 orð | 1 mynd

Eldar á himni og jörð

Þá er nýja árið gengið í garð með flugeldum, álfabrennum, dansi og söng. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Getið þið hjálpað litla jólaálfinum að...

Getið þið hjálpað litla jólaálfinum að komast í gegnum... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Hanna Björk Hilmarsdóttir, tíu ára, teiknaði...

Hanna Björk Hilmarsdóttir, tíu ára, teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Hvaða gata í Kópavogi heitir eftir...

Hvaða gata í Kópavogi heitir eftir hól... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Hvað fáið þið mörg jólatré ef...

Hvað fáið þið mörg jólatré ef þið raðið skuggamyndunum saman? Reynið að sjá það án þess að klippa myndina í sundur. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 57 orð | 1 mynd

Í heiðnum sið héldu menn víða...

Í heiðnum sið héldu menn víða um lönd veislur um miðjan vetur til að heiðra minningu látinna ættingja sinna. Með þessu vildu menn blíðka andana, sem voru taldir hafa mestan mátt þegar myrkrið var sem mest. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Íris Ósk Hilmarsdóttir, fimm ára, teiknaði...

Íris Ósk Hilmarsdóttir, fimm ára, teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 7 orð

Jóhann Kári, sjö ára, teiknaði þessa...

Jóhann Kári, sjö ára, teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 103 orð | 1 mynd

Jólasveinar í leynigöngum

Jólasveinarnir vissu ekki hvert þeir áttu að fara en svo fundu þeir ein leynigöng. Jólasveinarnir fóru í leynigöngin og fundu hús. Það var einn stór strákur sem átti heima í húsinu og einn lítill strákur. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 125 orð | 1 mynd

Jólasveinar skella hurðum

Einu sinni var jólasveinn og hann fór í hús og skellti hurðum. Þá komu menn og tóku jólasveininn til krakkanna. Jólasveinninn togaði í eyrað á manninum og krakkarnir voru svo glaðir að jólasveinninn gaf þeim pakka. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 117 orð | 1 mynd

Jólatréð

Margir jólasiðir, sem við erum vön hér á Íslandi, eru komnir frá Þýskalandi eins og til dæmis sá siður að hafa aðventukransa og jólatré. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Karlinn á myndinni hefur greinilega verið...

Karlinn á myndinni hefur greinilega verið að safna höttum um áramótin. Getið þið talið áramótahattana hans? Svar: Hann er með 22... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Litið reitina sem eru merktir með...

Litið reitina sem eru merktir með litlum þunkti og athugið hvað kemur í... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 223 orð | 1 mynd

Ljósahátíð gyðinga

Á jólum fagna kristnir menn fæðingu frelsarans. Menn hafa þó gert sér dagamun á þessum árstíma frá því löngu áður en Jesús fæddist. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Sesselja Sif Stefánsdóttir, átta ára, teiknaði...

Sesselja Sif Stefánsdóttir, átta ára, teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Viktoría Inga, þriggja ára, teiknaði þessa...

Viktoría Inga, þriggja ára, teiknaði þessa... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 67 orð

Það er ekkert sem segir að...

Það er ekkert sem segir að nýtt ár eigi að hefjast 1. janúar og fram á átjándu öld var það mjög mismunandi eftir löndum og tímabilum hvenær nýtt ár var látið hefjast í Evrópu. Í Rómaveldi til forna byrjaði nýja árið til dæmis 1. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Það er ekki nema ein af...

Það er ekki nema ein af litlu myndunum tekin með myndavél jólasveinsins. Hvaða mynd er það? Svar: mynd númer... Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 58 orð | 1 mynd

Það er margs konar þjóðtrú tengd...

Það er margs konar þjóðtrú tengd jólunum og áramótunum. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 74 orð | 1 mynd

Þótt fólkið í gamla daga hafi...

Þótt fólkið í gamla daga hafi óttast að alls konar óvættir færu á kreik um jólin og áramótin var sennilega ekki alltaf full alvara á bak við það. Meira
3. janúar 2004 | Barnablað | 241 orð | 1 mynd

Öðruvísi jól í Belgíu

Jónas Rafnar Jónasson, sem er sex ára, býr í Brussel í Belgíu en hann veit samt alveg ótrúlega margt um íslensku jólasveinana eins og sjá má af jólasögunum sem hann sendi okkur og þið getið lesið hér fyrir neðan. Meira

Lesbók

3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 615 orð

Að byggja (Reykjavíkur)borg

Ritstjóri: Páll Björnsson 2003, 223 bls. Prentun: Gutenberg, umbrot: Viðar Þorsteinsson, kápa: Sóley Stefánsdóttir, útgáfa: Borgarfræðasetur og Háskólaútgáfan. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 323 orð | 3 myndir

Bitrir ávextir

RITHÖFUNDURINN Achmat Dongor gerir eftirleik aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku að umfjöllunarefni sínu í skáldsögunni Bitter Fruit , eða Bitrir ávextir. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð | 1 mynd

DAUÐAR KANÍNUR

EN aftur að gagnrýni Helgu: Það er auðvitað hárrétt mat hjá Helgu, að gera verður lágmarkskröfur til fræðimennsku þegar skrifuð er bók um Halldór Laxness. Hann er ekki aðeins bókmenntajöfur Íslands á 20. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 106 orð

Embla með tónleika

KVENNAKÓRINN Embla mun halda tónleika í Þorgeirskirkju í dag kl. 15.00 og Akureyrarkirkju á morgun kl. 17.00. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3916 orð | 7 myndir

FAÐIR NÚTÍMAÓPERUHÚSA

Á síðasta ári var þess minnst í þýskumælandi löndum að tvær aldir eru liðnar frá fæðingu Gottfrieds Sempers (1803-1879), sem telja verður einn merkasta arkitekt, leikhúshönnuð og menningarfrömuð 19. aldar. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2410 orð | 1 mynd

FIÐRILDIN OG DUGGAN

Vísan Fljúga hvítu fiðrildin eftir Sveinbjörn Egilsson varð tilefni til talsverðra umræðna hér í Lesbók í desember 2002. Í þessari grein er vangaveltum um skilning þessarar vísu haldið áfram. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 722 orð

FRÉTTIR OG EKKIFRÉTTIR

Í FYRIRLESTRI um lífið í Reykjavík seint á nítjándu öld sagði Gestur skáld Pálsson að þarfasti maðurinn fyrir íslenskt þjóðlíf væri "kómedíuskáld, sem gæti sýnt okkur vel og greinilega, hvernig við lítum út í spegli. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1960 orð | 2 myndir

FRUMBYGGJAR KANARÍ-EYJA OG LANDNÁM Á MADEIRA OG AZOREYJUM

"Ei að síður gæti Kólumbus, á ferðum sínum meðfram ströndum Portúgals og Afríku, að sjálfsögðu hafa rætt við sjómenn frá Bristol og frétt hjá þeim ýmislegt um Íslendinga og hagi þeirra, en mér þykir skemmtilegast að trúa því, að hann hafi fyrst frétt af Vínlandi hjá íslensku Grænlendingunum á Madeira." Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð | 2 myndir

Húsbændur og hjú

NATIONAL Portrait Gallery í London hýsir þessa dagana sýningu á portrettmyndum af þjónustufólki fyrirmanna, en slík portett voru oft eins konar verðlaun fyrir langa og dygga þjónustu. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 893 orð | 1 mynd

HVAÐA ÁHRIF HAFÐI ARISTÓTELES Á MIÐÖLDUM?

Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar fundið allar formúlurnar sínar, hvað er járnblendi og hver er þessi Stökustaður sem oft er nefndur í veðurfréttum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Í HVERAGERÐI

Í Hveragerði er heilsubrunnur, með heilbrigt líf á stundaskrá. Því fagnar hjartað sem magi' og munnur, og máli skiptir oss fæðan þá. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2052 orð | 1 mynd

KLÁM, KANNABIS OG FARANDVERKAMENN

Reefer Madness nefnist bók eftir Eric Schlosser, hinn sama og skrifaði Fast Food Nation. Í nýju bókinni fjallar höfundur um svarta markaðinn í Banda- ríkjunum þar sem höndlað er með eiturlyf, klám, ólöglegt vinnuafl og fleira, hvað þetta hagkerfi segir okkur um langanir, þrár og daglegt líf þegnanna sem neyta afurðanna af svo miklum krafti. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð | 3 myndir

Laugardagur Gallerí Gersemi í Hafnarstræti 96...

Laugardagur Gallerí Gersemi í Hafnarstræti 96 á Akureyri kl. 16 . Í tilefni af sextugsafmæli sínu opnar Guðmundur Ármann Sigurjónsson málverkasýningu. Sýningin verður opnuð fyrir boðsgesti kl. 16. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1709 orð | 1 mynd

LÍF MITT ER DANS

Paulo Coelho er vinsæll skáldsagnahöfundur frá Brasilíu, þekktastur fyrir bók sína Alkemistann sem Thor Vilhjálmsson hefur þýtt á íslensku. Í þessu viðtali segir hann frá viðhorfum sínum til skáldskapar. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1062 orð | 3 myndir

Málverkið

Málverk Til 25. febrúar Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 2319 orð | 2 myndir

MYNDLISTARTVÍÆRINGURINN Í ISTANBÚL Í SAMHENGI

Í nóvember lauk áttunda alþjóðlega Myndlistar- tvíæringnum í Istanbúl í Tyrklandi, en hann hófst 19. september og ber yfirskriftina "Poetic Justice". Í þessari grein er fjallað um það sem fyrir augu bar á tvíæringnum og legu hans í hinu alþjóðlega landslagi myndlistarinnar. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 226 orð | 1 mynd

Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt - en...

Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt - en líkt. Til 2. febr. Gerðuberg: Myndskreytingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 476 orð

NEÐANMÁLS -

I Times Literary Supplement hefur haldið þeim góða sið í lok hvers árs að fá nokkurn fjölda rithöfunda héðan og þaðan í heiminum til þess að segja frá bestu bókunum sem þeir hafa lesið á árinu. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

SÓLARUPPRÁS

Þegar sólin gægðist yfir austurfjöllin var jörðin komin í jólakjólinn sinn drifhvíta og mosinn efst á fjallinu búinn að draga hvíta sæng upp fyrir höfuð Rjúpa kúrir í kjarrinu klettarnir horfa á manninn nálgast þungur hvellur bergmálar í morgunkyrrðinni... Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

SVO RÍS UM ALDIR ÁRIÐ HVURT UM SIG

Svo rís um aldir árið hvurt um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 256 orð

Syngjandi Jórur

Jórukórinn á Selfossi. Stjórnandi Helena R. Káradóttir. Hljóðfæraleikarar: Þórlaug Bjarnadóttir á píanó, Sigmundur Páll Jónsson á saxófón, Smári Kristjánsson á kontrabassa, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir á flautu, Ólafur Þórarinsson á gítar og Gunnar Jónsson á congatrommu. Einsöngur: Bára K. Gísladóttir, Tvísöngur: Inga Birna Ingólfsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir. Jórukórinn gaf út 2003. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1263 orð

TANNLÆKNINGAR OG TÓNLIST

Menn skjóta margir upp kryppu, ef einkaframtak og menntamál eru nefnd í sömu svifum. Svipuðu máli gegnir um heilbrigðismál: þau eru heilagar kýr eins og menntamálin. Þjónustan skal vera ókeypis, eða því sem næst, hvað sem hún kostar. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 643 orð | 2 myndir

TÝR

Í ÞRIÐJU ætt rúnastafrófsins tekur við þríund Týs, Bjarkan og Manns. Týsrúnin er kennd við rómverska stríðsguðinn Mars í íslenska rúnakvæðinu, enda áttu Týr og Mars sitthvað sameiginlegt líkt og Þurs og Satúrnus. Meira
3. janúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

VERND

Í bjarma sólarinnar horfi ég yfir landið. Djúp þrá fyllir hugann og ég finn tengingu við Móður Jörð. Með þakklæti hugsa ég til baka en einnig til framtíðar, þar sem Jörðin fóstrar börnin sín. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.