Greinar miðvikudaginn 9. febrúar 2005

Fréttir

9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Aðskilnaður myndi skapa aukna óvissu um sölu Símans

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í gær að Landsími Íslands yrði seldur í einu lagi, þ.e. að grunnnet Símans verði ekki skilið frá fyrirtækinu. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð

Af limrum og ísöld

Davíð Hjálmar Haraldsson er með slungnari limrusmiðum landsins. Hann yrkir um Lárus: Lárus var ljómandi djókari, lunknari flestum og klókari. Úr skensi hann dó, þá skríkti og hló skrattinn, sá nákvæmi bókari. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Afrek hjá þyrluáhöfninni að bjarga mönnunum

AÐSTÆÐUR til þyrlubjörgunar við Jökulfellið voru gríðarlega erfiðar, mikil ókyrrð í lofti og ólgusjór. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | 3 myndir

Alþingismenn fái að klæðast alþýðlega

ÞINGMENN Frjálslynda flokksins, með Gunnar Örlygsson í broddi fylkingar, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að endurskoðaðar verði reglur um klæðaburð alþingismanna í þingsal og ávarpsvenjur þeirra í ræðustól á Alþingi. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Atli Dam fyrrv. lögmaður Færeyja látinn

ATLI Dam, fyrrverandi lögmaður Færeyja, lést á mánudag. Hann var 72 ára að aldri. Atli Dam var um áratugaskeið áhrifamesti stjórnmálamaður Færeyja. Hann var lögmaður í 17 ár, fyrst frá 1970 til 1980, þá aftur frá 1985 til 1989 og loks frá 1991 til 1993. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 327 orð

Auðveldar hröð viðbrögð við vá

ALMENNINGI verður boðinn aðgangur að hluta bráðavárkerfis Veðurstofu Íslands sem formlega verður opnað á Netinu á föstudag. Heimasíða verður í tvennu lagi. Annars vegar ætlað vísindamönnum, almannavarnarnefndum og slíkum aðilum. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 145 orð

Áhyggjur af lokun endurvinnslustöðvar

Grafarvogur | Umhverfisráð Reykjavíkurborgar frestaði því á fundi sínum á mánudag að taka afstöðu til tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að leitað verði leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Áhöfnin og fjölskyldurnar í fyrirrúmi

"ALLAR okkar aðgerðir í dag, gærkvöldi og liðna nótt sneru að áhöfninni og fjölskyldum hennar," sagði Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 129 orð

Blaðamannaverðlaun | Birgir Guðmundsson flytur fyrirlestur á...

Blaðamannaverðlaun | Birgir Guðmundsson flytur fyrirlestur á félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 12, í stofu L201 á Sólborg. Hann nefnist: Á að verðlauna blaðamenn? Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Boðar kaflaskil í samskiptum við Evrópu

CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leitaði eftir sáttum við Evrópuríki í ræðu sem hún flutti í frönskum háskóla í gær. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bókun útvarpsréttarnefndar rædd við Skjá einn

ÚTVARPSRÉTTARNEFND hitti fulltrúa Íslenska sjónvarpsfélagsins á fundi sínum í gær, þar með talinn lögmann félagsins og sjónvarpsstjóra, til að ræða nýlega niðurstöðu nefndarinnar þess efnis að útsendingar Skjás eins á knattspyrnuleikjum með lýsingu á... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Brandugla í bæjarferð

BRANDUGLA heimsótti íbúa í húsi við Silungakvísl í vikunni og sat dágóða stund á veröndinni. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir ekki óalgengt að branduglur bregði sér í bæinn. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 835 orð

Breska stjórnin hyggst herða innflytjendalög

ERFIÐARA verður fyrir marga útlendinga að fá atvinnu- og dvalarleyfi í Bretlandi samkvæmt áætlun sem breska stjórnin hefur kynnt. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Börnum boðið í Smárabíó

Í TILEFNI af öskudeginum er börnum boðið frítt í Smárabíó í dag kl. 13 á meðan húsrúm leyfir. Sýndar verða nokkrar barnamyndir sem hægt er að velja á milli. Myndirnar sem sýndar verða eru; Grettir, Búi og Símon, Pétur Pan og Dogeball. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Börnum kennd ábyrg netnotkun með SAFT-kennsluefninu

ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tók við nýju kennsluefni sem nefnt er SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) fyrir hönd grunnskóla landsins á Alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldið var upp á í 27 löndum í gær. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Dean formaður demókrata?

FULLVÍST þykir að Howard Dean, fyrrum forsetaframbjóðandi, verði kjörinn formaður bandaríska Demókrataflokksins. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Dönsku borgaraflokkarnir áfram við völd

RÍKISSTJÓRN borgaraflokkanna undir forystu Anders Fogh Rasmussens hélt meirihluta sínum í kosningunum í Danmörku í gær. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Enn fáar konur í stjórnun

HLUTFALL kvenna í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði hefur ekkert breyst frá árinu 2003. Þá voru rúmlega 5% stjórnarmanna konur og er það óbreytt. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 42 orð

Ferðakynning | Ferðafélag Akureyrar efnir til kynningar á nýjum...

Ferðakynning | Ferðafélag Akureyrar efnir til kynningar á nýjum ferðabæklingi á þeim ferðum sem farnar verða á vegum félagsins nú í ár. Kynningin verður í Íþróttahöllinni við Skólastíg, 2. hæð á miðvikudagskvöld, 9. febrúar og hefst kl. 20. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fékk folald á bóndadaginn

Fljót | Heimilisfólkið á Mið-Mói í Fljótum varð þess vart á dögunum að fjölgað hafði hrossunum á bænum. Að morgni bóndadags hafði ein hryssan kastað og þannig bæst við lítið folald í hópinn. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Fundu mannlausa björgunarbáta

TVEIR björgunarbátar úr Jökulfellinu hafa fundist á reki eftir að skipið sökk, annar var tekinn um borð í færeyska varðskipið Brimil en hitt um borð í rússneskan togara. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fylgjast með og aðstoða við rannsókn

RANNSÓKNARNEFND sjóslysa bauð í gær aðstoð sína vegna rannsóknar á sjóslysinu þegar MS Jökulfell sökk við Færeyjar í fyrrakvöld. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Gaf 800 þúsund til Dyngjunnar

KRISTÍN Snæfells höfundur bókarinnar Sporin í sandinum, sem út kom fyrir jólin 2003, afhenti í gær forsvarsfólki Dyngjunnar, áfangaheimilis fyrir konur sem lokið hafa áfengismeðferð, 800 þúsund krónur að gjöf, en peningarnir eru ágóði af sölu... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Íhuga breytingar á skattaumhverfi

VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs Íslands fór fram á Nordica hóteli í gær. Á þinginu, sem bar yfirskriftina 15% landið Ísland, var fjallað um skattastefnu hér á landi auk eftirlits í viðskiptum. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 280 orð

Kanna hugsanleg brot á fjarskiptalögum

HRAFNKELL V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það ekki málefni stofnunarinnar hvað Íslenska sjónvarpsfélagið/Skjár einn og 365 - ljósvakamiðlar, kunna að semja um sín á milli og/eða segja upp samkvæmt samningi. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Kjölfestufjárfestir gegnir mikilvægu hlutverki

KOSTIR dreifðs eignarhalds í fyrirtækjum eru ofmetnir að mati Björgólfs Thors Björgólfssonar. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 47 orð

Lán endurfjármögnuð | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að heimila...

Lán endurfjármögnuð | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að heimila endurfjármögnun á óhagkvæmum lánum sveitarfélagsins, allt að 550 milljónum króna og að hafinn verði útboðsferill á endurfjármögnun. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 62 orð

Leiðsögumenn læra | Nám fyrir verðandi svæðisleiðsögumenn er hafið á...

Leiðsögumenn læra | Nám fyrir verðandi svæðisleiðsögumenn er hafið á Austurlandi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt nám fer fram í fjórðungnum. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð

Lífeyrissjóðir ræða sameiningu

STJÓRNIR Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stefna að sameiningu sjóðanna frá og með 1. júlí næstkomandi. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 542 orð

Lík fjögurra manna fundust í gær en tveggja er enn saknað

LÍK fjögurra skipverja af sex af flutningaskipinu MS Jökulfelli, sem leitað hefur verið frá því skipið fórst í fyrrinótt, fundust á floti í sjónum í gær. Hætta varð leit síðdegis í gær vegna versnandi veðurs og þess að birtu var mjög tekið að bregða. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Lykilatriði í rekstri Íslensku óperunnar

ÍSLENSKA óperan og Landsbankinn hafa gert með sér samstarfssamning um fjárstuðning bankans við uppsetningu Óperunnar á verkinu Tosca eftir Puccini, sem verður frumsýnt á föstudaginn, 11. febrúar. Bjarni Daníelsson óperustjóri og Halldór J. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Lögreglumenn í rúmlega 50 ár

Seltjarnarnes | Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, afhenti Geirjóni Þórissyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í Reykjavík, á dögunum myndir af þeim lögreglumönnum sem hvað lengst störfuðu á Seltjarnarnesi á meðan það var sjálfstætt... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 197 orð

Málþing um "nýja Afríku"

,,NÝ Afríka í mótun" er yfirskrift opins málþings sem Háskóli Íslands, Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Norræna Afríkustofnunin gangast fyrir laugardaginn 12. febrúar kl. 14-16 í Hátíðasal HÍ. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Minnst 29 féllu í Írak

AÐ minnsta kosti 29 manns biðu bana í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær, þar af minnst fimmtán í sjálfsmorðsárás í Bagdad. Samtök sem lúta forustu Jórdanans Abu Musabs al-Zarqawis lýstu tilræðinu í Bagdad á hendur sér. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 376 orð | 1 mynd

Morgunblaðskápan vakti alltaf umtalsverða athygli

Akureyri | "Hún vakti rosalega mikla athygli," segir Margrét Magnúsdóttir sem á öskudaginn árið 1966, þá 10 ára gömul, hélt niður í bæ ásamt öskudagsliði sínu klædd í kápu sem móðir hennar, Kristín Hólmgrímsdóttir, saumaði handa henni. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 179 orð | 1 mynd

Mosskeggur tekur til starfa

Mosfellsbær | Félagsmiðstöðin Mosskeggur, félagsmiðstöð fyrir fatlaða í Mosfellsbæ, hefur tekið til starfa. Mosskeggur er til húsa í félagsmiðstöðinni við Varmárskóla og verður framvegis opin milli 19 og 22 á fimmtudagskvöldum. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins

FORSÆTISNEFND Vestnorræna ráðsins hefur samþykkt að ráða Þórð Þórarinsson framkvæmdastjóra ráðsins frá og með 15. febrúar nk. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 364 orð

Nýr leikskóli á Laugarvatni og skólastofur í Reykholti

Bláskógabyggð | Byggingarnefnd skóla í Bláskógabyggð hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Þverás ehf. um byggingu nýs leikskóla á Laugarvatni. Framkvæmdir hefjast á næstunni. Þá voru í gær opnuð tilboð í stækkun Grunnskóla Bláskógabyggðar í... Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Nýtt fyrirheit um frið í Mið-Austurlöndum

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, lýstu í gær yfir, að átökum síðustu fjögurra ára, sem kostað hafa um 4.700 mannslíf, væri lokið. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 807 orð | 3 myndir

Næsti áfangi verður boðinn út í vor

Reykjanesbær | Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá á fjórða hundrað fundargestum í Stapa í fyrrakvöld þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf vilyrði fyrir því að tvöföldun næsta áfanga Reykjanesbrautarinnar, frá þeim kafla sem nú hefur verið... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Óvissa um áhuga á leyfum

Alþingi samþykkir lög um þriðju kynslóð farsíma Hvorki Síminn né Og Vodafone hafa tekið ákvörðun um það hvort þau muni falast eftir leyfum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Ljóst er að kostnaðurinn við að byggja upp slíkt kerfi er geysimikill. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 689 orð | 2 myndir

Pólitíkin harðskeytt í þá daga

Ágústa Pétursdóttir Snæland, auglýsingateiknari og listakona með meiru, er níræð í dag. Ágústa er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1915. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

"Nýr tími friðar og vonar"

"NÝR tími friðar og vonar blasir við," sagði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, er hann og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýstu yfir í gær, að bundinn yrði endi á blóðug átök Ísraela og Palestínumanna á síðustu árum. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 31 orð

Samhygð | Séra Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju verður...

Samhygð | Séra Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju verður gestur á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á fimmtudagskvöld, 11. febrúar. Fundurinn verður í safnaðarsal Akureyrarkirkju og hefst kl.... Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Sáu björgunarvesti en engan mann

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, leitaði í gær á um 500 ferkílómetra svæði í kringum staðinn þar sem Jökulfellið sökk, en fann ekki annað en björgunarhring, björgunarvesti og brak frá skipinu, enda skilyrði til leitar erfið. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Segja farminn hafa færst til í lest skipsins

ORSÖKIN fyrir því að Jökulfellinu hvolfdi og það sökk norðaustur af Færeyjum í fyrrakvöld er sú að farmurinn færðist skyndilega til í lest skipsins. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 115 orð

Skákúrslit | Tómas Veigar sigraði á 10 mínútna móti Skákfélags Akureyrar...

Skákúrslit | Tómas Veigar sigraði á 10 mínútna móti Skákfélags Akureyrar sem fram fór um helgina, hlaut 4,5 vinninga af 7 mögulegum. Í öðru sæti varð Sigurður Eiríksson, einnig með 4,5 vinninga, og í þriðja sæti varð Haki Jóhannesson með 4 vinninga. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Spurt um þingmál frá landbúnaðarráðuneytinu

ANNA Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í gær, þar sem hún spurðist m.a. fyrir um þingmál frá landbúnaðarráðuneytinu. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra svaraði því m.a. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 111 orð

Stórhættuleg áhættuatriði

LEIKHÓPURINN Voxarena úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja gladdi fundarmenn með því að dreifa bollum, kaffi og gosdrykkjum fyrir fundinn, enda bolludagur á mánudag. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð

Strandamaður ársins | Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík var kjörinn...

Strandamaður ársins | Sverrir Guðbrandsson á Hólmavík var kjörinn Strandamaður ársins 2004 með nokkrum yfirburðum í kosningu sem fréttamiðlarnir Fréttirnar til fólksins og strandir.is stóðu fyrir nú í upphafi nýja ársins. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Styrkja hjálparstarf ABC

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið eina milljón kr. til hjálparstarfs ABC-barnahjálpar vegna hamfaranna í Indlandshafi. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð

Tilraun með tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera tilraun með tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna, en það felur í sér að ríkisstarfsmenn geta farið tímabundið milli ráðuneyta og ríkisstofnana, en snúa að því loknu til baka til fyrra starfs síns. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Tíu umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins

TÍU hafa sótt um stöðu fréttastjóra Útvarpsins en umsóknarfrestur rann út sl. mánudag. Kári Jónasson, sem verið hefur fréttastjóri í tæplega 20 ár, lét af störfum í haust. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Trén snyrt í nýföllnum snjó

NÝFALLINN snjór lá yfir kirkjugörðum Reykjavíkur í gær og jók á friðsældina sem þar ríkir. Starfsmenn kirkjugarðanna voru að snyrta í kringum leiði, t.d. klippa runna. Meira
9. febrúar 2005 | Minn staður | 83 orð

Útlendingar

Til stendur að halda þriggja daga langa ráðstefnu um áhrif útlendinga á Austurlandi í gegnum tíðina. Verður hún haldin á Eiðum fyrstu helgina í júní og standa að henni Sagnfræðingafélag Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi, auk heimamanna. Meira
9. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 396 orð | 2 myndir

Vangaveltur um að páfi hugleiði afsögn

MENN velta nú vöngum yfir því á Ítalíu og víðar hvort Jóhannes Páll II páfi kunni að vera að hugleiða afsögn. Meira
9. febrúar 2005 | Innlent - greinar | 2785 orð | 2 myndir

Vilja fá aukið fé til skólans en eru andvígir skólagjöldum

Frambjóðendur til rektorskjörs við Háskóla Íslands leggja allir áherslu á að skólinn fái aukið vægi sem rannsóknarháskóli og fái til þess aukið fjármagn frá stjórnvöldum. Hafna þeir skólagjöldum í grunnnámi sem tekjuöflunarleið, að því er fram kom á framboðsfundi í gær. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag. Á dagskrá eru nítján fyrirspurnir til...

ÞINGFUNDUR hefst kl. 12 í dag. Á dagskrá eru nítján fyrirspurnir til ráðherra. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 351 orð

Þrjú sjóslys - þrjár þyrlubjarganir

JÖKULFELL fórst í fyrrakvöld um 57 sjómílur (105 km) norðaustur af Færeyjum (63,02°N, 4,55°W). Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Æfðu snjóflóðaleit

STÓR þáttur í starfi björgunarsveitarmanna er að sækja námskeið og stunda æfingar sem gera þá betur í stakk búna til að mæta þeim verkefnum sem að höndum ber. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Örn með ref í klónum

"ÉG held að hann hafi drepið refinn sjálfur," sagði Erlingur Jóhannesson múrari frá Sauðárkróki, sem sá fyrir skömmu haförn með hvítan ref í klónum. Meira
9. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 140 orð

Öryggi í fyrirrúmi | Íþróttamiðstöð Bolungarvíkur barst á dögunum...

Öryggi í fyrirrúmi | Íþróttamiðstöð Bolungarvíkur barst á dögunum myndarleg gjöf er kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungarvík gaf stofnunni hjartarafstuðtæki. Meira

Ritstjórnargreinar

9. febrúar 2005 | Leiðarar | 335 orð

Efling þekkingar á lýðræði

Hingað til hefur kosningaþátttaka á Íslandi verið góð, en hún er vitaskuld táknræn fyrir áhuga almennings á því að hafa áhrif á umhverfi sitt. Sá áhugi er mikill auður sem mikilvægt er að halda við og virkja til frambúðar. Meira
9. febrúar 2005 | Leiðarar | 568 orð

Skattatillögur Verzlunarráðs

Verzlunarráð Íslands hefur lagt fram athyglisverðar tillögur um róttækar breytingar á skattkerfinu. Þær felast í því að samræma ýmsa helztu skatta, s.s. tekjuskatt einstaklinga og fyrirtækja og virðisaukaskatt í sömu tölu; 15%. Meira
9. febrúar 2005 | Staksteinar | 314 orð | 1 mynd

Uppfinningasemi skattmanna

Í skýrslu Verzlunarráðs, "15% landið Ísland", sem gefin var út í tilefni viðskiptaþings í gær, er að finna útlistun á þeim algenga misskilningi að öll ný gjaldtaka auki tekjur ríkisins. Meira

Menning

9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Bregður undir sig betri fætinum

ÓPIÐ í Sjónvarpinu er þáttur þar sem tekið er á margvíslegum hugðarefnum ungs fólks á öllum aldri. Í þættinum í kvöld fylgjum við umsjónarmönnum alla leið suður til Ítalíu. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Dagskráin komin á hreint

DANSFLOKKURINN Pilobolus treður upp í Laugardalshöll með óvenjulega sýningu sína hinn 12. mars. Nú hefur dagskráin verið endanlega ákveðin og til hliðsjónar er sú staðreynd að um fyrstu heimsókn hópsins er að ræða. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 988 orð | 2 myndir

Enginn tími er "réttur" fyrir heimildamynd

Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður hefur mörg járn í eldinum, eins og Ívar Páll Jónsson komst að í stuttu spjalli. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 339 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Fulltrúi Íslands í Miss Europe 2005 verður Sigrún Bender en keppnin fer fram 12. mars í París. Sigrún sem ber titlana ungfrú Reykjavík, ungfrú Aqualina og ungfrú Nina Ricci fer á laugardaginn til Parísar þar sem tekið verður á móti keppendum. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Óskarsverðlaunin skipta gesti á Fólkinu á mbl.is ( www.mbl.is/mm/folk /) greinilega litlu máli, ef marka má óformlega könnun sem þar stóð yfir. Spurt var hvort viðkomandi færi "frekar að sjá bíómynd ef hún hefði fengið Óskarsverðlaun? Meira
9. febrúar 2005 | Tónlist | 380 orð | 2 myndir

Hrollvekjandi tónlist

Caput-hópurinn flutti undir stjórn Guðna Franzsonar tónsmíðar eftir Kjartan Ólafsson, Atla Heimi Sveinsson, Þuríði Jónsdóttur, Áskel Másson og Jesper Koch. Einsöngvari: Ásgerður Júníusdóttir. Einleikari: Geir Draugsvoll. Sunnudagur 6. febrúar. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 299 orð | 1 mynd

Jafnvægið

FLAGGSKIP Popptíví í innlendri þáttagerð var lengi vel grallaraþátturinn 70 mínútur sem naut óhemju vinsælda á meðan hann var í loftinu. Umsjónarmennirnir hafa nú verið hækkaðir í tign, búið að lóðsa þá inn á Stöð 2. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 607 orð

"Það verður rokkað og ekki stoppað"

Síðasta ár var einstaklega gjöfult hvað heimsóknir erlendra poppara og rokkara hingað til lands áhrærði, um algert metár var að ræða og hver stórstjarnan á eftir annarri hélt hér tónleika. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Seldust upp á fjórum mínútum

NETKLÚBBUR Icelandair bauð upp á 100 miða á tónleika írsku rokksveitarinnar U2 í Parken, Kaupmannahöfn, hinn 31. júlí næstkomandi. Boðið var upp á pakkaferð með eða án gistingar. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 203 orð | 1 mynd

Selma verður fulltrúi Íslands

EVRÓVISJÓNKEPPNIN fer fram í Úkraínu þetta árið en söngkonan Ruslana sigraði í keppninni í fyrra sem fram fór í Tyrklandi. Síðastliðinn desember samþykkti útvarpsráð tillögu Ríkissjónvarpsins að hafa ekki forkeppni fyrir keppnina í þetta sinnið. Meira
9. febrúar 2005 | Bókmenntir | 558 orð | 2 myndir

Standandi klapp og læti

LEIKGERÐ Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason var frumsýnd vestanhafs í síðustu viku, í Lorraine Kimsa-ungmennaleikhúsinu í Toronto. Meira
9. febrúar 2005 | Leiklist | 441 orð

Troddu þér nú inn í tjaldið...

Spunaverk unnið af leikhóp og leikstjóra, Sigrúnu Sól Ólafsdóttur. Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi, 25. janúar 2005. Meira
9. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Það sem Moore "lét ósagt"

HEIMILDARMYND Michaels Moore Fahrenheit 9/11 var ein umtalaðasta mynd síðasta árs, bæði umdeild mynd og lofuð en þar ræðst Moore af fullum - og að margir töldu óvægum - krafti gegn Bush Bandaríkjaforseta, ríkisstjórn hans og framgöngu hennar í... Meira

Umræðan

9. febrúar 2005 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Bobby Fischer sætir valdníðslu

Magnús Skúlason fjallar um mál Bobbys Fischers: "Fischer er nú ennfremur greinilega orðinn mjög þrekaður til líkama og sálar og þolir ekki öllu meira álag. Þessari kúgun verður nú að linna." Meira
9. febrúar 2005 | Aðsent efni | 350 orð | 1 mynd

Frábær árangur Vöku

Jarþrúður Ásmundsdóttir skrifar vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ: "Í sumar boðaði Háskólinn skertan þann tíma sem Þjóðarbókhlaðan er opin þar sem sjálfu Háskólabókasafninu, helstu vinnu- og rannsóknaraðstöðu háskólastúdenta, var skellt í lás klukkan 19 í stað 22 áður." Meira
9. febrúar 2005 | Aðsent efni | 401 orð | 1 mynd

Morgunblaðið á villigötum

Árni Þór Árnason gerir athugasemd við skrif Morgunblaðsins: "Morgunblaðið er af mörgum talið frjálshyggjublað og hefði ég því átt von á að það stæði með borgurunum gegn yfirgangi embættisvaldsins." Meira
9. febrúar 2005 | Aðsent efni | 360 orð | 2 myndir

Snúum vörn í sókn

Gunnar Örn Heimisson og Ásgeir Runólfsson skrifa vegna kosninga til Stúdentaráðs HÍ: "Varla þarf að taka fram að þessi hækkun er í engu samræmi við almenna verðlagsþróun." Meira
9. febrúar 2005 | Aðsent efni | 594 orð | 1 mynd

Um stjórn háskóla

Ragnhildur Þórarinsdóttir fjallar um vinnulag við fyrirhugaða sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík: "Eigi ráðherra og rektor einir að stjórna þarf ekkert háskólaráð, ekkert lýðræði, enga umræðu - bara vald." Meira
9. febrúar 2005 | Velvakandi | 335 orð

Vel vakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Köllum þá kvislinga VORIÐ 1940 gerðu Þjóðverjar innrás bæði í Danmörku og Noreg, lönd sem hvorugt hafði óskað eftir þýskum hernaði og svo var ábyggilega um fleiri lönd sem hernumin voru. Meira

Minningargreinar

9. febrúar 2005 | Minningargreinar | 6332 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BALDURSSON

Sigurður Baldursson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1923. Hann lést á Grund við Hringbraut í Reykjavík að morgni föstudagsins 28. janúar síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

9. febrúar 2005 | Sjávarútvegur | 657 orð | 3 myndir

"Að sjálfsögðu ekki sáttur við að hætta"

Forstjóraskipti urðu í HB Granda í gær. Sturlaugur Sturlaugsson lét af störfum og í stað hans var Eggert Benedikt Guðmundsson, sem hefur verið markaðsstjóri fyrirtækisins, ráðinn. Samhliða hættir Kristján Þ. Davíðsson aðstoðarforstjóri hjá fyrirtækinu. Meira

Viðskipti

9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Eimskip er ekki til sölu

EIMSKIP er ekki til sölu, enda þótt fjölmargir aðilar hafi lýst áhuga á að kaupa félagið. Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 2 myndir

Flugleiðir kaupa Bláfugl

FLUGLEIÐIR hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli hf. og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 39 orð

Hækkun í Kauphöllinni 2,5%

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 2,5% í gær í 3,8 milljarða króna viðskiptum og er lokagildi hennar 3867 stig. Hlutabréf Landsbankans hækkuðu mest, eða um 4,2%, en bréf Samherja voru þau einu sem lækkuðu, en þau lækkuðu um... Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Íslandsbanki fjárfestir í dönskum sjóði

ÍSLANDSBANKI er einn fjárfesta í nýjum hlutabréfasjóði sem danska fjárfestingarfélagið Polaris Private Equity hefur stofnað samkvæmt frétt í Berlingske Tidene . Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 2 myndir

Konur funda um fákvenni

"OKKUR blöskraði þegar við sáum kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtækja á hlutabréfamarkaði," sagði Sif Konráðsdóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku, á blaðamannafundi sem félagið stóð fyrir í gær ásamt Félagi kvenna í endurskoðun, Félagi... Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 97 orð

Tækifæri í Úkraínu

ÚTFLUTNINGSRÁÐ heldur morgunverðarfund á Grand hóteli í tilefni af komu viðskiptasendinefndar frá Úkraínu hinn 10. febrúar nk. kl. 8.30-10.30. Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Viðræður um breytt eignarhald á Heklu

TRYGGVI Jónsson, forstjóri bílaumboðsins Heklu, á í viðræðum ásamt öðrum fjárfestum við Straum um kaup á hlut bankans í Heklu. Tryggvi á nú meirihluta í Heklu eftir að hann keypti hlut KB banka og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir nokkru. Meira
9. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 245 orð

VÍS kaupir Lýsingu fyrir 6,1 milljarð

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands (VÍS) hefur keypt öll hlutabréf KB banka í Lýsingu hf., en bankinn átti 100% hlutafjár í félaginu. Kaupverðið er 6,1 milljarður króna. Í tilkynningu frá KB banka segir að söluhagnaður bankans sé áætlaður 3 milljarðar. Meira

Daglegt líf

9. febrúar 2005 | Afmælisgreinar | 585 orð | 1 mynd

ÁGÚSTA PÉTURSDÓTTIR SNÆLAND

Í dag eru níutíu ár síðan vinkona mín Ágústa Pétursdóttir leit fyrst dagsins ljós. Enn í dag er hún ljóssins barn, með æskubirtu í augum, leiftrandi greind og óseðjandi lífsforvitni. Meira
9. febrúar 2005 | Daglegt líf | 162 orð | 1 mynd

Rosalega gaman

Hann Oddur Auðunsson, sem nú er aðeins ellefu vikna gamall, var orðinn svolítið þreyttur eftir leikfimina og vildi því bara sofa í örmum móður sinnar, Margrétar Sveinbjörnsdóttur, að afloknum tímanum. Meira
9. febrúar 2005 | Daglegt líf | 476 orð | 6 myndir

Ungviðið þarf örvun

Mömmur og pabbar sitja á gólfinu með litlu krílin sín fyrir framan sig. Íþróttakennarinn Krisztina G. Agueda stýrir ferðinni og enginn er í minnsta vafa um að fyrstu árin í lífi hvers barns séu mikilvægust á þroskaferlinum. Meira

Fastir þættir

9. febrúar 2005 | Fastir þættir | 20 orð

2. FLOKKUR 2005 ÚTDRÁTTUR 8. FEBRÚAR Kr. 2.000.000/ 51800 Aukavinningar...

2. FLOKKUR 2005 ÚTDRÁTTUR 8. FEBRÚAR Kr. 2.000.000/ 51800 Aukavinningar kr. 100.000/ 51799 / 51801 Ferðavinningur frá Úrval/Útsýn Kr. 100. Meira
9. febrúar 2005 | Fastir þættir | 200 orð

73 9963 19003 25473 32709 40692 48230 56191 63761 69525 330 9988 19673...

73 9963 19003 25473 32709 40692 48230 56191 63761 69525 330 9988 19673 25513 33004 41539 48975 56459 63923 69713 945 11753 19700 25562 33278 41930 49123 56481 64550 70000 999 11852 19861 25890 33401 41947 49129 56619 64593 70630 2149 12175 20002 26620... Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Apinn kveður, haninn heilsar

Skeifan | Í dag gengur í garð ár hanans samkvæmt kínversku tímatali, en ár apans liggur nú að baki. Í tilefni af áramótunum býður kínverska heilsulindin Heilsudrekinn til sérstakrar kynningar á leikfimi og kínverskri heilsumeðferð. Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 18 orð | 1 mynd

Árnað heilla dagbók@mbl.is

50 ÁRA afmæli. Í dag, 9. febrúar, er fimmtug Ásgerður Guðbjörnsdóttir. Hún fagnar þessum tímamótum í Hong... Meira
9. febrúar 2005 | Fastir þættir | 261 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Hágæða vörn. Meira
9. febrúar 2005 | Fastir þættir | 281 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Aðalsveitakeppni félagsins er lokið með sigri Ný-ungar. Keppnin að þessu sinni var óvenju jöfn en aðeins munaði 13 stigum á sveit Ný-ungar sem hlaut 140 stig og sveitarinnar sem varð í sjötta sæti með 127 stig. Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 111 orð | 1 mynd

Bænir

Í skugga vængja þinna er bænabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson rithöfund. Hér er að finna 99 bænir fyrir mönnum og málefnum, samskiptum fólks, heilsufari og framtíð. Bænir á mismunandi árstímum, fyrir fólki í misjöfnu ástandi. Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um myndlist og Jónas frá Hriflu

"GEFJUNAR-sýningarnar 1942 - Jónas frá Hriflu og sönn íslensk myndlist" er yfirskrift fyrirlestrar sem Guðni Tómasson listsagnfræðingur flytur í Listasafni Íslands í dag kl. 17.30 í tengslum við sýninguna Íslensk myndlist 1930-1945. Meira
9. febrúar 2005 | Viðhorf | 807 orð

Hvernig erum við?

"Hver hefur t.d. ekki heyrt um hippa- kynslóðina, uppa-kynslóðina, x- kynslóðina, @-kynslóðina og þumalputtakynslóðina? Nýjasta dæmið er svo krúttkynslóðin." Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 111 orð | 1 mynd

Norðurljós og örnefni

FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir myndakvöldi kl. 20 í kvöld, en þar mun Jóhann Ísberg sýna glæsilegar myndir sem nýttar eru við merkingar á örnefnum víða um land. Meira
9. febrúar 2005 | Fastir þættir | 114 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Bd3 Rc6 5. Bc2 Bg4 6. d3 e6 7. 0-0 d5 8. Rbd2 Dc7 9. h3 Bh5 10. He1 0-0-0 11. De2 Be7 12. a3 g5 13. e5 g4 14. exf6 gxf3 15. De3 Bxf6 16. Dh6 Hhg8 17. Dxh5 Hxg2+ 18. Kf1. Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 474 orð | 1 mynd

Styrkir hafa mikla þýðingu

Kristbjörn Orri Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 18. nóvember 1970. Hann lauk B.Sc.-námi í líffræði frá líffræðiskor HÍ 1995 og M.Sc. námi í lífvísindum frá læknadeild HÍ 1999. Hann stundar nú doktorsnám í lífvísindum við læknadeild HÍ. Meira
9. febrúar 2005 | Í dag | 312 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fór óvart að horfa á umræður frá Alþingi í Sjónvarpinu. Þetta var meira fyrir tilviljun en einskæran áhuga á stjórnmálum. Meira

Íþróttir

9. febrúar 2005 | Íþróttir | 2118 orð | 2 myndir

Aftur á ferðina

BARÁTTA bestu handknattleiksliða landsins hefst aftur í kvöld, þegar þrír leikir fara fram í úrvalsdeild, DHL-deildinni. Átta lið taka þátt í úrvalsdeildinni - fjögur efstu liðin úr norður- og suðurriðli í forkeppni. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 113 orð

Arnar tennisleikari vikunnar

ARNAR Sigurðsson var kjörinn tennisleikari vikunnar í karlaflokki í Big West-háskóladeildinni fyrir vikuna 16.-23. janúar. Stjórn deildarinnar tilkynnti þetta um helgina. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 95 orð

Baldvin með Val á ný

BALDVIN Þorsteinsson, hornamaður knái í liði Vals, verður með sínum mönnum á nýjan leik þegar Valsmenn sækja Þórsara heim í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deildinni, annað kvöld. Baldvin missti mikið úr tímabilinu fyrir áramót vegna meiðsla í öxl. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 76 orð

Boschee til Grindavíkur

JEFF Boschee, bandarískur körfuknattleiksmaður, kom til liðs við Grindvíkinga í gær. Ef leikheimild berst í tæka tíð verður hann með liðinu gegn Tindastóli í úrvalsdeildinni annað kvöld. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 539 orð

Davíð lagði Golíat

EFTIR erfitt og langt ferðalag til Vestmannaeyja gerði ungt lið Gróttu/KR sér lítið fyrir og lagði Íslands- og bikarmeistara ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar, 32:30, og mætir því Stjörnunni í úrslitum 26. þessa mánaðar. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 578 orð | 1 mynd

* EMIL Hallfreðsson lék allan leikinn með varaliði Tottenham sem bar...

* EMIL Hallfreðsson lék allan leikinn með varaliði Tottenham sem bar sigurorð af Leicester í fyrrakvöld, 2:1. Mounir El Hamdaoui , sóknarmaður frá Marokkó sem Tottenham keypti frá Excelsior í Hollandi á dögunum, skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 78 orð

Fannar hjá Ulm

FANNAR Ólafsson, landsliðsmiðherji í körfuknattleik, er hættur að leika með gríska liðinu Ase Doukas en hann gerði samning við félagið sl. sumar. Fannar sem lék í fyrra með Keflvíkingum er nú staddur í herbúðum þýska 2. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 180 orð

Guðmundur horfir út fyrir landsteinana

GUÐMUNDUR Karlsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í handknattleik, segist hafa ákveðnar vonir um að ráða sig sem þjálfara handknattleiksliðs í Evrópu á næstu leiktíð. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 480 orð

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - Valur 23:18 Ásgarður, Garðabæ, Bikarkeppni...

HANDKNATTLEIKUR Stjarnan - Valur 23:18 Ásgarður, Garðabæ, Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppnin, undanúrslit kvenna, þriðjudagur 8. febrúar 2005. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 5:4, 7:5, 13:5, 15:8 , 15:9, 17:9, 17:14, 19:17, 20:18, 23:18 . Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 205 orð

Hollendingurinn Arjen Robben er fótbrotinn

HOLLENDINGURINN Arjen Robben hjá Chelsea er fótbrotinn og verður frá æfingum og keppni næstu sex vikurnar í það minnsta. Það þýðir að hann verður ekki með Chelsea-liðinu þegar það leikur við Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 49 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, DHL-deildin: Digranes: HK - Víkingur 19.15 Ásvellir: Haukar - ÍBV 19.15 KA-heimilið: KA - ÍR 19.15 1. deild karla: Framhús: Fram - Stjarnan 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - UMFN 19. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

MacArthur á mettíma umhverfis jörðina

ELLEN MacArthur, 28 ára, frá Bretlandi setti í fyrrinótt heimsmet er hún lauk við að sigla seglskútu sinni umhverfis jörðina. Sigling MacArthur tók 71 dag, 14 klukkustundir, 18 mínútur og 35 sekúndur. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 117 orð

Markvörður lést á æfingu

NEDZAD Botonjic, 27 ára gamall markvörður slóvenska liðsins Ljubljana, lést á æfingu liðsins í fyrrakvöld. Leikmaðurinn hné niður á miðri æfingu og var úrskurðaður látinn skömmu síðar eftir að lífgunartilraunir báru ekki árangur. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 175 orð

Ómar aftur í markið hjá Keflvíkingum?

KEFLVÍKINGAR gera sér góðar vonir um að Ómar Jóhannsson markvörður gangi til liðs við bikarmeistarana í knattspyrnu á nýjan leik og spili með þeim á komandi tímabili. Ómar er á mála hjá sænska 2. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Pärson sækir að meti Stenmark

SÆNSKA skíðakonan Anja Pärson varði heimsmeistaratitil sinn í stórsvigi í gær á Ítalíu er hún kom fyrst í mark á undan Tanja Poutiainen frá Finnlandi, en þriðja varð Julia Mancuso frá Bandaríkjunum. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 17 orð

Staðan

Valur 6402156:1558 ÍR 6402184:1758 Haukar 6312188:1837 KA 6312187:1847 HK 6303190:1796 ÍBV 6204176:1744 Víkingur 6204160:1724 Þór Ak. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 445 orð | 1 mynd

Stjarnan í úrslit

STJARNAN komst í gær í úrslit í bikarkeppni HSÍ í handknattleik kvenna þegar Garðbæingar lögðu Val 23:18 í nokkuð furðulegum leik. Staðan í leikhléi var 15:8 og fátt sem benti til einhverrar skemmtunar eftir hlé, en annað kom á daginn. Leikurinn jafnaðist og varð spennandi. Meira
9. febrúar 2005 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson léku með varaliði Stoke City...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson léku með varaliði Stoke City sem vann Sheffield Wednesday , 1:0, á útivelli í deildakeppni ensku varaliðanna í gær. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.