Greinar mánudaginn 20. ágúst 2007

Fréttir

20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

101 árs gömul fura valin tré ársins

TRÉ ársins var valið á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina. Að þessu sinni varð 13 metra hátt og rúmlega hundrað ára gamalt furutré fyrir valinu. Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað segir tréð geysilega fallegt. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 75 orð

172 Kínverjar taldir af

Xintai. AFP. | 172 námumenn sem tepptust neðanjarðar eru nú taldir af í Shandong-héraði í Kína, en náman hvarf undir flóð á föstudag. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Aðgerðir á St. Jósefsspítala

AÐGERÐIR á börnum með miklar tannskemmdir, sem samkvæmt fréttum Blaðsins hafa fengið óviðunandi þjónustu þar sem svæfingalæknar fáist ekki til að svæfa þau, verða færðar inn á St. Jósefsspítala. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 364 orð

Atkvæði greidd um aukin réttindi eldri sjóðfélaga

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is BOÐAÐ hefur verið til aukaaðalfundar í Lífeyrissjóði verkfræðinga 3. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Ályktað um jafnréttismál

ÓLÖF Pálína Úlfarsdóttir var kjörin formaður Landsambands framsóknarkvenna (LFK) með 60% atkvæða á landsþingi sem haldið var á laugardag. Bryndís Bjarnason lét af störfum sem formaður sambandsins. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 192 orð

Ástandið enn erfitt í Perú

Pisco. AFP. AP. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Bjargað úr bifreið í Tungnaá

TVEIR þýskir ferðamenn, maður og kona, komust í hann krappan á hálendi Íslands að kvöldi laugardagsins þegar bifreið þeirra festist í sandbleytu í Tungnaá sunnan við skálann í Jökulheimum. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Brjóstmynd af Pálma Jónssyni afhjúpuð

BRJÓSTMYND var á laugardag afhjúpuð í Kringlunni af Pálma Jónssyni kaupmanni og var það dóttir hans, Ingibjörg Pálmadóttir, sem afhjúpaði myndina ásamt Lilju, systur sinni. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Dean magnast

FELLIBYLURINN Dean skall á Jamaíku í gærkvöldi eftir að hafa orðið að minnsta kosti fimm að bana á eyjum í Karíbahafinu síðustu daga. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Dean æðir í átt að Mexíkó

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is FELLIBYLURINN Dean skall á Jamaíku í gærkvöldi og var þá orðinn fjórða stigs fellibylur. Þegar í gærkvöldi hafði Dean orðið að minnsta kosti sex manns að bana eftir æðisgengna ferð sína um Karíbahafið. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Dúkkur í líki Loka og Þórs

Leikföng sem byggjast á norrænni goðafræði voru efni viðskiptaáætlunar sem hlaut Frumkvöðlaverðlaun dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur þegar þau voru veitt í fyrsta sinn við skólasetningu Háskólans í Reykjavík á föstudaginn. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Eldsneytislögn tilbúin næsta vor

HÖNNUN eldsneytislagnar milli Helguvíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er lokið og undirbúningur framkvæmda hafinn. Lögnin mun flytja flugvélaeldsneyti á milli svæðanna og búast má við því að hún verði tekin í gagnið árið 2008. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð | 2 myndir

Fjölbreytileikinn fangaður

SALÓME Gísladóttir, sextán ára áhugaljósmyndari, sigraði ljósmyndakeppni sem félagsmálaráðuneytið efndi til í vinnuskólum landsins í sumar. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 109 orð

Flugræningjar yfirheyrðir

Ankara. AFP. | Tyrkneska lögreglan yfirheyrði í gær mennina tvo sem rændu tyrkneskri flugvél sl. laugardagsmorgun. Mennirnir reyndust vera 27 ára gamall Tyrki og 33 ára gamall Egypti af palestínskum uppruna, sem ber sýrlenskt vegabréf. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Friðrik vann Ziska

FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari sigraði í skák sinni í þriðju umferð alþjóðlegs minningarmótsins um Dr. Max Euwe í Arnheim í Hollandi og er með 1,5 vinninga eftir þrjár umferðir og er um miðjan hóp keppenda. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Gefur kost á sér til formennsku í SUS

ÞÓRLINDUR Kjartansson gefur kost á sér til þess að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Sambandið velur sér forystu á sambandsþingi sem haldið verður á Seyðisfirði helgina 14. til 16. september. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Hlutfallsleg staða ellilífeyrisþega góð

STAÐA ellilífeyrisþega er næstbest hér á landi, hlutfallslega, af Norðurlöndunum, ef horft er til lægri tekna og meðaltekna, en best þegar horft er til hærri tekna, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, en frá þessu er skýrt í... Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 40 orð | 6 myndir

Hundrað þúsund manns í menningarveislu

MENNINGARNÓTT Reykjavíkur tókst að sögn aðstandenda með prýði. Ætla má að um hundrað þúsund manns hafi lagt leið sína á hátíðarsvæðið enda ótalmargt í boði. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 557 orð | 4 myndir

Hörkuspennandi keppni

Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur hélt 28. Alþjóðarall sitt um helgina en Alþjóðarallið er stærsta og lengsta rallíkeppni sem haldin er hérlendis. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Innlend dagskrárgerð efld

VETRARDAGSKRÁ sjónvarpsstöðvanna liggur nú að mestu fyrir og þar kennir að vanda ýmissa grasa. Fjöldi nýrra íslenskra þátta hefur göngu sína, bæði leikið efni, spjallþættir, raunveruleikaþættir, barnaefni og spurningaþættir. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 293 orð

Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is UNGRI konu frá Venesúela var á síðasta ári smyglað hingað til lands í fragtflugvél frá New York til Keflavíkur af þáverandi unnusta sínum sem er flugstjóri hjá íslensku flugfélagi. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 151 orð

Kouchner fór til Írak

Baghdad. AFP. AP. | Utanríkisráðherra Frakka, Bernard Kouchner, birtist óvænt í Bagdad um kl. 18 í gærkvöld og hyggst dvelja í Írak í þrjá daga. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 97 orð

Lenti í grjóthruni

KONA lenti í grjóthruni í Víti við Öskju skömmu eftir hádegi í gær. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Akureyrar, þar sem hún var til rannsóknar meðal annars vegna innvortis meiðsla. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 111 orð | 2 myndir

Lýst eftir Þjóðverjum

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lýsti í gær eftir tveimur ungum þýskum ferðamönnum, sem ekki hefur spurst til síðan 29. júlí síðastliðinn er þeir voru á tjaldstæðinu í Laugardal. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 1444 orð | 1 mynd

,,Maður var bara fyrirbæri"

Fjallvegahlaupin ákvað hann að gefa sjálfum sér í afmælisgjöf en hann hljóp sitt fyrsta maraþon árið 1996. Hann segist vera nörd og heldur skrá yfir allar æfingarnar sínar og hlaupin í stílabók. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 233 orð

Mótmæla flugi rússneskra herþotna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökum hernaðarandstæðinga vegna flugs rússneskra sprengiflugvéla inn á íslenska flugstjórnarsvæðið: "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Mótmælt við Heathrow-flugvöll

ÞESSAR litríku stúlkur eru hluti af hópi mótmælenda sem tóku sér stöðu við Heathrow-flugvöll á Englandi í gær. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Napóleonsskjölin vinsæl í Þýskalandi

TÍMARITIÐ Reader's Digest í Þýskalandi hefur sótt um leyfi til frekari útgáfu á Napóleonsskjölum Arnaldar Indriðasonar. Meira
20. ágúst 2007 | Innlent - greinar | 3187 orð | 2 myndir

"Gerði allt til að gera mig ólöglega hérlendis"

Ungri konu frá Venesúela í Suður-Ameríku var á síðasta ári smyglað hingað til lands í fraktflugvél af þáverandi íslenskum unnusta sínum sem er flugstjóri. Sambandi þeirra lauk nokkrum mánuðum seinna þegar hann réðst á hana með barsmíðum. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

"Gönguhópar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt"

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, var við störf í miðborginni á Menningarnótt í svokölluðum gönguhópi lögreglumanna. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 861 orð | 1 mynd

"Tími einokunarstöðu olíunnar er liðinn"

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is SÉRFRÆÐINGAR frá Íslandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum munu fjalla um mögulega orkugjafa framtíðarinnar í samgöngum á ráðstefnunni Driving Sustainability sem fram fer í Reykjavík í næsta mánuði. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Rússíbanareið

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÞRÓUN hlutabréfaverðs á mörkuðum heimsins í síðustu viku er best lýst með orðinu rússíbanareið. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skemmdarvargar lömdu mann

RÁÐIST var á mann sem reyndi að stöðva skemmdarverk í miðbænum á Menningarnótt. Maðurinn reyndi að stöðva nokkra aðra við að skemma bifreiðar. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 42 orð

Skipstjóri undir áhrifum

Siglingar tveggja báta voru stöðvaðar utan við Reykjavíkurhöfn um miðnætti á Menningarnótt. Engin haffærisskírteini voru til staðar en skipstjóri annars bátsins var jafnframt undir áhrifum áfengis. Meira
20. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Taílendingar samþykkja nýja stjórnarskrá

Bangkok. AFP. | Taílendingar kusu sér nýja stjórnarskrá í gær, í fyrstu kosningunum sem haldnar hafa verið í landinu frá því að valdarán var framið þar í september sl. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Um fjögur þúsund manns sóttu sýninguna

Landbúnaðarsýningunni Sveita Sæla lauk í gærdag á Sauðárkróki. Að sögn framkvæmdastjóra sýningarinnar er áætlað að um fjögur þúsund manns hafi komið á svæðið þessa þrjá daga sem sýningin stóð. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð

Unglingar færðir í athvarf

RÚMLEGA tuttugu unglingar voru færðir í sérstakt athvarf á Menningarnótt. Hringt var í foreldra þeirra og þeim gert að sækja krakkana en ástand sumra var mjög slæmt sökum ölvunar. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 127 orð

Úthlutun að hefjast

FRAMKVÆMDIR við 50 lóða iðnaðar- og þjónustukjarna Iceland Motopark í nágrenni Reykjanesbæjar eru hafnar. Tólf aðilar hafa þegar tryggt sér lóð á svæðinu auk þess sem samningaviðræður um rekstur verslunarmiðstöðvar og eru langt á veg komnar. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 372 orð

Vel gert hjá viðskiptaráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Tryggva Axelssyni, forstjóra Neytendastofu. Fyrirsögnin er hans. Meira
20. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 206 orð

Vilja kaupa Newcastle

PÁLMI Haraldsson fjárfestir og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í viðræðum um kaup á stórum hlut í enska knattspyrnufélaginu Newcastle United, en Newcastle er nú í eigu Englendingsins Mike Ashley, sem... Meira

Ritstjórnargreinar

20. ágúst 2007 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Hið indæla stríð

Hafi það farið fram hjá einhverjum er ástæða til að vekja athygli á því stríði sem staðið hefur milli vinstrimanna, Samfylkingar og Vinstri grænna frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Þetta stríð er hart og biturt. Meira
20. ágúst 2007 | Leiðarar | 403 orð

Menningarleg Menningarnótt

Svo virðist, sem tekizt hafi að halda Menningarnótt í Reykjavík með menningarbrag að þessu sinni og það er fagnaðarefni. Meira
20. ágúst 2007 | Leiðarar | 418 orð

Orð í tíma töluð

Erlendur Magnússon bankamaður skrifaði grein hér í Morgunblaðið í gær, sem eru orð í tíma töluð um kjör fólks í umönnunarstörfum. Meira

Menning

20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 287 orð | 1 mynd

Aðlaðandi rottugangur

Teiknimynd með ensku og íslensku tali. Leikstjóri:Brad Bird.110 mín. Bandaríkin 2007. Meira
20. ágúst 2007 | Fjölmiðlar | 208 orð | 1 mynd

Fjarstýrðar freistingar

Nýlega festi undirrituð kaup á nýju húsnæði. Eins og sönnum Íslendingi sæmir var ákveðið að taka til hendinni á nýja heimilinu áður en flutt skyldi inn. Meira
20. ágúst 2007 | Leiklist | 66 orð | 1 mynd

Framsæknar sýningar

ÞÝSKA leikstjórateymið Rimini Protokoll heldur í kvöld fyrirlestur um verk sín og aðferðir í húsnæði leiklistardeildar Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu 13 klukkan 20. Meira
20. ágúst 2007 | Bókmenntir | 190 orð | 1 mynd

Horfst í augu við fortíðina

EFTIRNAFNIÐ hefur alla ævi þvælst fyrir rithöfundinum Katrin Himmler og sérstaklega þar sem Heinrich Himmler var náfrændi hennar. Fyrir skemmstu kom út bókin The Himmler Brothers: A German Family History þar sem Katrin segir sögu fjölskyldu sinnar. Meira
20. ágúst 2007 | Leiklist | 72 orð | 1 mynd

Hvernig reiðir ástinni af?

SÆNSKI leikstjórinn Suzanne Osten og sálgreinandinn Ann-Sofie Bárány halda námskeið fyrir íslenskt leikhúsfólk dagana 20. til 24. ágúst og fjalla þar um ástina og hvernig henni hefur reitt af í íslensku samfélagi síðustu hundrað árin. Meira
20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 255 orð | 1 mynd

Í basli með Bergman

Í FRÉTT Morgunblaðsins fyrr í mánuðinum var fjallað um grein sem kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen ritar í NYT, í kjölfar fráfalls Ingmars Bergman. Þar segist Woody meðal annars hafa reynt að fylgja fordæmi síns sænska starfsbróður, "... Meira
20. ágúst 2007 | Leiklist | 68 orð | 1 mynd

Killer Joe aftur á svið

LEIKSÝNINGIN Killer Joe verður tekin aftur upp til sýninga í Borgarleikhúsinu í byrjun september og er miðasala þegar hafin á vef leikhússins. Sýningin hlaut átta tilnefningar til Grímunnar í júní síðastliðnum, þar á meðal sem besta sýning ársins. Meira
20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 241 orð | 1 mynd

Kvittur á kreiki

Leikstjórn: Christopher Guest. Aðalhlutverk: Christopher Guest, Eugene Levy, Parker Posey, Catherine O'Hara, Fred Willard og Jennifer Coolidge. Bandaríkin, 86 mín. Meira
20. ágúst 2007 | Tónlist | 88 orð | 8 myndir

Mannmergð á Miklatúni

REYKVÍKINGAR gátu ekki kvartað yfir litlu framboði á sviði tónlistar í höfuðborginni nýliðna helgi. Meira
20. ágúst 2007 | Tónlist | 90 orð | 1 mynd

Max Roach látinn

DJASS-trommuleikarinn Max Roach, sem helst var þekktur fyrir að hafa búið til bebop-stíl, lést í New York um helgina, 83 ára að aldri. Ekki er vitað hvað olli dauða tónlistarmannsins, sem lést í svefni. Meira
20. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Nirvana- barnið í framhaldsskóla

ÞÓTT FÆSTIR kannist við nafn Spencers Elden hafa flest okkar séð hann...og það meira að segja nakinn! Hinn 17 ára Elden er nefnilega barnið sem sést undir yfirborði vatns á plötu Nirvana, Nevermind. Meira
20. ágúst 2007 | Tónlist | 568 orð | 1 mynd

Nýr tónlistarskóli hefur rekstur

Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is "Ég er svona gamall kennarahundur. Byrjaði að kenna fimmtán ára gamall – var þá að kenna jafnöldrum mínum á klarínett, á vegum Lúðrasveitar Reykjavíkur í svefnherberginu heima í Árbæ! Meira
20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 163 orð | 1 mynd

Ósannfærandi stjörnustríðsástir

STJÖRNUSTRÍÐSPARIÐ Natalie Portmann og Hayden Christensen hafa verið kosin sem minnst sannfærandi elskhugar hvíta tjaldsins. Parið hafði betur heldur en Ben Affleck og Jennifer Lopez í myndinni Gigli en þau hlutu annað sæti. Um 3. Meira
20. ágúst 2007 | Fjölmiðlar | 1021 orð | 3 myndir

Pressa, Mannaveiðar og Allt í drasli

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Flestir tengja sjónvarpsáhorf frekar við vetrartímann og því spennandi að kynna sér hvað íslensku sjónvarpsstöðvarnar ætla að bjóða okkur uppá í vetur. Meira
20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 129 orð

"Heimildarmynd um hinn fullkomna lúða

Bandaríkin 1969. Scanbox. 85 mín. Öllum leyfð. Sölumyndband (Tiger, 600.-) Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikarar: Woody Allen, Janet Margolin. Meira
20. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 225 orð | 1 mynd

Segðu það engum

Frakkland 2006. Myndform 2007. 125 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Guillaume Canet. Aðalleikarar: François Cluzet, Marie-Josée Crozet, Kristin Scott Thomas. Meira
20. ágúst 2007 | Tónlist | 178 orð | 1 mynd

Sjóðandi heit sígaunasveit á Nasa

SERBNESKA sígaunasveitin KAL tryllti tónleikagesti á Vorblóti síðasta árs með ærslum sínum, skrækjum og glensi. Meira
20. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 383 orð | 15 myndir

...Torg hins ,,himneska ófriðar"...

Snobbflugan sat heldur betur í súpunni þegar hún leit við á ,,lágmenningarnótt" sem haldin var á Gauki á Stöng á föstudagskvöldið þar sem reifir Mínusmenn spiluðu af sönnum ómenningarsið. Meira
20. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Ungir Elvisar dansa

ÞRJÁTÍU ár eru síðan bandaríski söngvarinn Elvis Presley dó og þess hefur verið minnst víða um heim undanfarna vikuna. Þessir ungu herramenn tóku þátt í Elvis-eftirhermukeppni í Manila á Filippseyjum í gær. Meira

Umræðan

20. ágúst 2007 | Blogg | 81 orð | 1 mynd

Bjarkey Gunnarsdóttir | 19. ágúst 2007 Berjablámi Það segir mér fólk sem...

Bjarkey Gunnarsdóttir | 19. ágúst 2007 Berjablámi Það segir mér fólk sem komið hefur í Höllina þessa vikuna að hér sé allt fullt af berjum. Meira
20. ágúst 2007 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Fasteignaskattar hækkaðir á lágtekjufólki í Garðabæ

Jón Fr. Sigvaldason er óánægður með fasteignaskatta í Garðabæ: "Allt að 60 tekjulitlir íbúar í Garðabæ hafa undanfarin 4 ár mátt búa við það að hafa þurft að greiða verulega hærri fasteignaskatta en áður." Meira
20. ágúst 2007 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Frjáls félagasamtök í Rvík stuðla að fjölbreytni í atvinnuháttum á landsbyggðinni

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir lýsir hér verkefni sem á að stuðla að fjölbreytni í atvinnuháttum á landsbyggðinni: "Með samvinnu við aðrar þjóðir, sem eru lengra komnar, getum við öðlast þekkingu á nýjum tækjum og tólum. Slíkt getur sparað bæði tíma og fjármuni." Meira
20. ágúst 2007 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Hækkanir skipafélaganna

Skúli J. Björnsson vill að landsmenn njóti hagræðingarinnar hjá skipafélögunum: "Hér á Íslandi er ríkjandi það úrelta kerfi að allur kostnaður við innflutning vörunnar til landsins fer inn í tollverð." Meira
20. ágúst 2007 | Blogg | 321 orð | 1 mynd

Óttarr Guðlaugsson | 19. ágúst 2007 Fáninn bannaður? Fyrst af öllu vil...

Óttarr Guðlaugsson | 19. ágúst 2007 Fáninn bannaður? Fyrst af öllu vil ég óska verkefnastjórn Menningarnætur til hamingju með stórglæsilega dag og til hamingju Reykvíkingar með glæsilega hátíð. Við fjölskyldan fórum í bæinn um kl. Meira
20. ágúst 2007 | Velvakandi | 389 orð | 1 mynd

velvakandi

Áfram UMFÍ ÉG FÓR í fyrsta skipti á unglingalandsmót UMFÍ sem var haldið á Höfn nú um verslunarmannahelgina þar sem 12 ára sonur okkar hjóna var að keppa. Meira
20. ágúst 2007 | Blogg | 76 orð | 1 mynd

Vilborg G. Hansen | 19. ágúst 2007 Menningarhelgi? Væri ekki sniðugt að...

Vilborg G. Hansen | 19. ágúst 2007 Menningarhelgi? Væri ekki sniðugt að víkka Menningarnótt í Menningarhelgi með því að starta þessu með tónleikum á föstudagskvöldi og jafnvel draga þetta áfram fram á sunnudag? Meira

Minningargreinar

20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 3339 orð | 1 mynd

Ásgeir Þór Jónsson

Ásgeir Þór Jónsson fæddist í Reykjavík hinn 21. apríl 1967. Hann lést í Reykjavík hinn 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásgerður Hauksdóttir, f. 9.6. 1932, d. 3.7. 1972 og Jón Friðgeir Einarsson, f. 16.7. 1931. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 895 orð | 1 mynd

Birgir Árni Þorvaldsson

Birgir Árni Þorvaldsson, sjómaður á Grenivík, fæddist á Akureyri 22. mars 1968. Hann lést á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Aðalheiður Kristín Ingólfsdóttir húsmóðir og Þorvaldur Signar Aðalsteinsson sjómaður. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1955 orð | 1 mynd

Guðbjörg Magnea Jónsdóttir

Guðbjörg Magnea Jónsdóttir (Magga) lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, föstudaginn 10. ágúst síðastliðinn. Magnea fæddist 14. mars 1909 að Vorsabæ, Austur Landeyjum í Rangárvallarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson og Þórunn Sigurðardóttir. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1538 orð | 1 mynd

Guðjón Bjarnason

Guðjón Bjarnason bílstjóri fæddist í Bæjarstæði á Akranesi 16. desember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Brynjólfsson bóndi og sjómaður, f. í Móakoti á Akranesi 15. ágúst 1873, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 595 orð | 1 mynd

Guðrún Sigríður Pétursdóttir

Guðrún Sigríður Pétursdóttir fæddist á Skammbeinsstöðum í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 7. febrúar 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. ágúst 2007, 101 árs að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson bóndi á Skammbeinsstöðum, f. 7.6. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2007 | Minningargreinar | 2045 orð | 1 mynd

Nikólína Karlsdóttir

Nikólína Karlsdóttir fæddist í Hafnarfirði 20. september 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stefaníu Maríu Jónsdóttur, f. 16.11. 1901, d. 17.4. 1987, og Karls Kristjánssonar, f. 28.7. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

20. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 230 orð | 2 myndir

Enginn bilbugur á okkur

"Við erum bara bjartsýn á framvinduna og ætlum að halda okkar striki. Meira
20. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 143 orð

Vilja minni kvóta á hokinhala

STÆRSTU sjávarútvegfyrirtæki Nýja Sjálands hafa lagt til að leyfilegur heildarafli af hokinhala verði skorinn niður um 20.000 tonn. Með því vilja þeir vernda stofninn, sem hefur farið minnkandi undanfarin ár. Meira
20. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 415 orð | 1 mynd

Það er gaman að svona mönnum

Íslenzkur sjávarútvegur er ótrúleg atvinnugrein. Fyrir um það bil aldarfjórðungi voru erfiðleikarnir gífurlegir. Skipin allt of mörg og útgerðin óhagkvæm þrátt fyrir mikinn afla. Meira

Viðskipti

20. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 276 orð | 1 mynd

Blý í skartgripum Hamleys frá Kína

BRESKA leikfangakeðjan Hamleys, sem er í eigu Baugs, hefur tekið skartgripi fyrir börn úr hillum sínum eftir að í ljós kom að í vörunum var of mikið magn blýs. Meira
20. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 242 orð | 2 myndir

Countrywide sagt geta verið á barmi gjaldþrots

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is COUNTRYWIDE Financials, stærsti húsnæðislánabanki Bandaríkjanna, gæti rambað á barmi gjaldþrots. Meira

Daglegt líf

20. ágúst 2007 | Daglegt líf | 855 orð | 1 mynd

Lífeyrislán draumanna vegna

Bankar í Danmörku auglýsa lán með fasteignaveði fyrir þá sem eru að komast á eftirlaun og vilja láta drauma sína rætast. Ingvar Örn Ingvarsson komst að því að svipuð lán standa einnig Íslendingum til boða. Meira
20. ágúst 2007 | Daglegt líf | 555 orð | 3 myndir

Nafnið stendur um alla tíð

Nöfn hreinræktaðra hunda vekja gjarnan mikla furðu, a.m.k. hjá þeim sem ekki þekkja til í heimi ræktenda og sýnenda. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir velti fyrir sér skrýtnum voffanöfnum. Meira
20. ágúst 2007 | Daglegt líf | 565 orð | 3 myndir

Verðlaunasultan minnti á æskuárin

Hin árlega sultukeppni sveitamarkaðarins að Mosskógum í Mosfellsdal fór fram á laugardaginn. Halldóra Traustadóttir smakkaði á sultutaui og spjallaði við sultugerðarmeistarann. Meira

Fastir þættir

20. ágúst 2007 | Fastir þættir | 186 orð

BRIDS - Guðmundur Hermannsson| ritstjorn@mbl.is

Að taka stjórnina. Norður &spade;8743 &heart;62 ⋄KG104 &klubs;542 Vestur Austur &spade;KG8652 &spade;ÁD &heart;10743 &heart;D ⋄Á86 ⋄D9732 &klubs;- &klubs;109876 Suður &spade;10 &heart;ÁKG985 ⋄5 &klubs;ÁKDG3 Suður spilar 4&heart;. Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Margrét Karen Jónsdóttir, Sara Hlín Halldórsdóttir og Eiður...

Hlutavelta | Margrét Karen Jónsdóttir, Sara Hlín Halldórsdóttir og Eiður Otti Halldórsson frá Seltjarnanesi afhentu Rauða kross Íslands ágóðan af tombólu, 23.727 krónur. Rauði kross Ísland þakkar þeim kærlega... Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur, Rakel Rut Sigurðardóttir og Sólrún...

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur, Rakel Rut Sigurðardóttir og Sólrún Hilda Guðmundsdóttir héldu tombólu í Seljahverfi og söfnuðu 2.503 krónum fyrir Rauða kross... Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur söfnuðu flöskum og gáfu Rauða kross...

Hlutavelta | Þessar duglegu vinkonur söfnuðu flöskum og gáfu Rauða kross Íslands ágóðan, 4.230 krónur. Þær heita Hallfríður Jónína Arnarsdóttir og Jónína Karen Pálsdóttir... Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir...

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24. Meira
20. ágúst 2007 | Fastir þættir | 127 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. c3 Rge7 7. Bc4 b6 8. O-O Bb7 9. Rxc6 Dxc6 10. Bxc5 Dxc5 11. Rd2 O-O 12. He1 Had8 13. De2 Rg6 14. De3 Dh5 15. Dg3 d6 16. Bb3 Hde8 17. Bc2 He7 18. He3 Hfe8 19. Hae1 Re5 20. f4 Rd7 21. b4 a5 22. Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 126 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Einn framherja Fylkis hefur skorað fjögur mörk í tveimur leikjum gegn Skagamönnum. Hvað heitir hann? 2 Borgarstjóri er með tillögu til að draga úr áfengisdrykkju í miðborginni. Hver er hún? 3 Menningarnótt verður æ umfangsmeiri með hverju árinu. Meira
20. ágúst 2007 | Í dag | 387 orð | 1 mynd

Vegvísir um hjartað

Björn Ófeigsson fæddist árið 1966 og ólst upp á Hvanneyri. Hann starfaði á árunum 1990 til 2000 við sölu og markaðsmál hjá Brunnum hf. þar sem hann var stjórnarmeðlimur. Meira
20. ágúst 2007 | Fastir þættir | 398 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji er aldrei þessu vant sæll og glaður þegar hann stingur niður fjöðurstaf sínum á sunnudagskvöldi í ágúst. Meira

Íþróttir

20. ágúst 2007 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

Ég var orðinn klár á því að við myndum tapa þessum leik

"ÉG held það sé mjög erfitt að segja hvað gekk ekki upp hjá okkur í kvöld. Við sóttum nánast allan leikinn og vorum með fullt af sendingum fyrir markið. Við eigum að vinna þennan leik – við eigum að gera það. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 106 orð

Fékk rautt án þess að koma inn á

ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Simone Perrotta, leikmaður Roma, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Inter í gær án þess að stíga fæti inn á leikvöllinn, en liðin áttust við í leik um ítalska meistarabikarinn. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 416 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Tryggvi Guðmundsson , framherji FH , er grínisti mikill. Þegar Sævar Jónsson dómari leiks HK og FH í gær, gaf Sverri Garðarssyni , félaga Tryggva í FH gult spjald á 84. mínútu missti hann gula spjaldið í völlinn en tók ekki eftir því. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 265 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Njáll Hákon Guðmundsson sigraði á opnu golfmóti sem fram fór á Hvaleyrarvelli í gær, Byrs Sparisjóðsmótinu, en Njáll fékk 43 punkta. Freyr Hreiðarsson úr GR varð annar en hann fékk 41 punkt. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 285 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Grétar Rafn Steinsson var í liði AZ Alkmaar í gær þegar fyrsta umferð í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófst. Alkmaar hafði betur, 4:0, í viðureign liðsins gegn Venlo. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 313 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham , sem er í eigu Íslendinga, vann nauman 1:0 sigur á Birmingham á útivelli á laugardaginn, en markið skoraði Mark Noble úr vítaspyrnu. Reading vann sömuleiðis góðan 1:0 sigur á Everton á sínum heimavelli. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 73 orð

Gunnar er í óvissu með framhaldið

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir að landsleikurinn gegn Kanadamönnum á miðvikudaginn gæti ráðið úrslitum um hvort einhver lið hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

Hemmi tæpur: "Vonandi ekki alvarlegt"

ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson stóð sig vel í miðri vörn enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, þegar liðið vann 2:1 sigur á Bolton á laugardag. Bolton komst reyndar yfir með marki Nicolas Anelka á 12. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 270 orð

Hugarfarið gott og menn lögðu sig fram

GUNNAR Guðmundsson, þjálfari HK, hikaði aðeins þegar hann var spurður hvort óhætt væri að óska honum til hamingju með eitt stig á móti Íslandsmeisturunum. "Það eru náttúrlega alltaf blendnar tilfinningar eftir svona leiki. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 146 orð

Íslandsmót unglinga, Hólmsvöllur í Leiru. Stelpuflokkur 13 ára og yngri...

Íslandsmót unglinga, Hólmsvöllur í Leiru. Stelpuflokkur 13 ára og yngri 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 244 2. Sunna Víðisdóttir GR 267 3. Anna Sólveig Snorradóttir GK 281 4. Guðrún Pétursdóttir GR 281 *Anna sigraði í bráðabana. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 194 orð

Jakob Örn til Ungverjalands?

JAKOB Örn Sigurðarson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur ekki náð að landa samningi við erlent lið það sem af er sumri en hann lék með Vigo á Spáni á síðustu leiktíð. Jakob fékk um helgina tilboð frá ungverska liðinu Kecskemeti. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 194 orð

Kári fær hrós eftir sigur gegn Bröndby

KÁRI Árnason fær fína dóma fyrir leik sinn með AGF gegn Bröndby í Århus Stiftstidende . Kári fékk 10 af alls 11 mögulegum í einkunn en leikurinn fór fram á laugardag. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 1592 orð

Landsbankadeild karla HK – FH 2:2 Calum Þór Bett 38., Þórður...

Landsbankadeild karla HK – FH 2:2 Calum Þór Bett 38., Þórður Birgisson 54. – Tryggvi Guðmundsson 13., 86. (90+1). Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Malmö missti af tækifæri til að ógna Umeå

SÆNSKA úrvalsdeildarliðið Malmö, sem systurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur, og Dóra Stefánsdóttir leika með, beið lægri hlut fyrir Umeå í toppslag deildarinnar á laugardag. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Mikko Ilonen sigraði í annað sinn

FINNSKI kylfingurinn Mikko Ilonen sigraði á Skandínavíu-meistaramótinu í golfi sem lauk í gær í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann fékk fugl á 18. braut þar sem hann lék á 2 höggum og tryggði sér sigurinn á 6 höggum undir pari samtals. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 260 orð

"Allir eru klárir í slaginn"

"ÞAÐ hefur enginn leikmaður haft samband við mig og afboðað komu sína vegna meiðsla eftir leiki helgarinnar víðs vegar um Evrópu. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 325 orð | 1 mynd

"Ekki öll nótt úti enn"

FJÖLNIR styrkti verulega stöðu sína í þriðja sæti 1. deildar karla í knattspyrnu á laugardag með því að vinna KA, 4:0, í Grafarvoginum á meðan Fjarðabyggð tapaði fyrir Þór á Akureyri, 1:0. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 396 orð | 1 mynd

"Erum einu skrefi frá stóra leiknum"

"ÞAÐ er alltaf gaman að skora og sérstaklega í svona leik þar sem við erum núna aðeins einu skrefi frá því að komast í stærsta leik ársins í norsku knattspyrnunni," sagði Veigar Páll Gunnarsson leikmaður Stabæk í gær en hann skoraði tvö fyrstu... Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 1002 orð | 1 mynd

"Ég hef oft látið vel í mér heyra"

MAGNÚS Lárusson hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð íslenskra kylfinga og ætlar Mosfellingurinn sér stóra hluti í framtíðinni í keppni á meðal þeirra bestu. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 648 orð

"Ég vel ekki liðið"

"ÉG og stjórnarmenn Golfsambandsins komum ekki að því að velja landsliðið í golfi. Við höfum hinsvegar allir skoðun á því hvernig okkar afreksmenn koma fram og hvort þeir skaði golfíþróttina með hegðun sinni og framkomu. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 983 orð | 1 mynd

"Mistök hjá Styles"

STÓRLEIK Liverpool og Chelsea á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær lyktaði með 1:1 jafntefli, þar sem Fernando Torres gerði mark Liverpool en jöfnunarmark Frank Lampard kom úr umdeildri vítaspyrnu. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

"Þarf að sýna mig og sanna á ný"

"ÉG VEIT ekki alveg hvert framhaldið verður hjá mér en ég hef ekki fengið nein formleg tilboð frá neinum liðum," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður þýska liðsins Hannover, í gær en sænskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að... Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Snedeker braut ísinn

NÝLIÐINN Brandt Snedeker sigraði á PGA-mótaröðinni í golfi í gærkvöld er hann lék lokahringinn á Wyndham-meistaramótinu á 63 höggum eða 8 höggum undir pari. Hann var tveimur höggum á undan Tim Petrovic, Jeff Overton og Billy Mayfair. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Sviptingar og góð skor á Íslandsmóti unglinga

ÍSLANDSMÓT unglinga fór fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru og var hart barist um titlana. Ólöf Þórunn Kristinsdóttir úr GR, Heiða Guðnadóttir úr GS og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sigruðu í sínum aldursflokkum. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 595 orð | 7 myndir

Tryggvi bjargaði FH

ÞAÐ verður ekki tekið af HK-ingum að þeir berjast. Sá barningur hefur skilað liðinu miklu í sumar og í gær skilaði hann því einu stigi þegar það tók á móti Íslandsmeisturum FH í frestuðum leik úr 12. umferðinni. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 87 orð

Tryggvi upp fyrir Hörð

TRYGGVI Guðmundsson komst í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla í knattspyrnu frá upphafi þegar hann gerði bæði mörk FH-inga í jafnteflisleik, 2:2, gegn HK á Kópavogsvelli í gær. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 173 orð

Vorum með unninn leik

"NEI, það er ekki óhætt að óska mér til hamingu með eitt stig, ekki úr því sem komið er," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði og markvörður HK, eftir 2:2 jafntefli við FH í Kópavoginum í gærkvöldi. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

Þór/KA hafði betur í botnbaráttuslagnum

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is VALSKONUR komust aftur í efsta sæti Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu með stórsigri á Keflavík, 9:0, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex mörk. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Þrenna Kanoute í sigri Sevilla á Real Madrid

SEVILLA vann í gær seinni viðureign sína við Real Madrid í fjörugum markaleik 5:3, og því samanlagt 6:3, í keppni um spænska meistarabikarinn í knattspyrnu. Meira
20. ágúst 2007 | Íþróttir | 118 orð

Þrír kylfingar til Ástralíu

ALLS tóku 195 kylfingar þátt á BMW-meistaramótinu á Grafarholtsvelli í gær en mótið er með þeim fjölmennustu sem haldið er í sumar. Þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram en keppt var í tveimur forgjafarflokkum í karlaflokki og í kvennaflokki. Meira

Fasteignablað

20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 637 orð | 3 myndir

Berjasumarið mikla

Venjulega er ósköp rólegt í garðinum okkar. Við hjónakornin röltum oft hringinn í kringum húsið á góðviðriskvöldum og dáumst að gróðrinum og útsýninu, en það er ekki gusugangurinn í okkur. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 187 orð | 2 myndir

Bollagarðar 22

Seltjarnarnes | Stakfell er með í sölu einbýlishús á einni hæð, með innréttuðum bílskúr sem stúdíóíbúð við Bollagarða á Seltjarnarnesi. Húsið er byggt árið 1985. Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum skápum. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 100 orð | 1 mynd

Eyma í Selvogi

Ölfus | Gljúfur fasteignasala hefur í einkasölu eyðijörðina Eymu í Selvogi, Ölfusi. Stærð jarðarinnar er talin vera um 315 hektarar. Jörðin nær frá sjó við Strandarkirkju og til fjalls við Geitafell. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 803 orð | 2 myndir

Grímseyjarferjan hans Gústa

Það er að bera í bakkafullan lækinn að ræða um Grímseyjarferjuna margumtöluðu. En óneitanlega verður þetta klúðursmál til að upp í hugann kemur annað og miklu eldra klúðursmál þar sem opinberir aðilar áttu ekki litla sök. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 171 orð | 2 myndir

Heimsins frumlegustu klósett

BAÐHERBERGI er á flestum heimilum, a.m.k. hér á landi. Þótt það sé oft minnsta herbergið í húsinu er klósettið líkast til nauðsynlegasti hluturinn í húsinu. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 656 orð | 2 myndir

Íbúðaverð hækkar um 12,7%

Mikil hækkun hefur átt sér stað á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum, en síðastliðna 6 mánuði hefur vísitala íbúðaverðs hækkað um 9,2% og um 12,7% á ársgrundvelli. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 741 orð | 2 myndir

Leiga á lóð

Lóðaleigusamningar og réttarstaða leigjanda gagnvart landeiganda hafa nokkuð verið í fréttum undanfarið. Hefur borið þar hæst staða sumarhúsaeigenda gagnvart landeigendum sumarhúsalanda. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 96 orð | 2 myndir

Ný rúmföt fyrir haustið

FRÍSKAÐU upp á svefnherbergið fyrir haustið. Ódýr og auðveld leið til að gefa svefnherberginu andlitslyftingu er með nýjum rúmfötum eða rúmteppi. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 310 orð | 2 myndir

Seiðakvísl 37

Reykjavík | Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu 210,4 fm einbýlishús auk 36,4 fm bílskúrs/bílageymslu, við Seiðakvísl. Húsið var byggt árið 1984. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 156 orð | 2 myndir

Sjafnargata 11

Reykjavík | Fasteignasalan Fold er með í sölu einbýli á horni Sjafnargötu og Mímisvegar. Húsið er teiknað af Einari Sveinssyni og stendur á 741 fm lóð. Eignin skiptist í þrjár hæðir og er 275 fm að stærð ásamt 24,4 fm frístandandi bílskúr. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 159 orð | 2 myndir

Urriðakvísl 1

Reykjavík | Fasteignasalan Valhöll er með í sölu endurnýjað 190 fm einbýli á tveimur hæðum í Ártúnsholti ásamt 36,8 fm bílskúr. Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum skáp. Þaðan er inngengt á gestasnyrtingu með sturtu. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 913 orð | 4 myndir

Viðurkenningar fyrir fagrar lóðir og endurbætur húsa í Reykjavík

Fegrunarnefndir Reykjavíkurborgar veittu árlegar viðurkenningar vegna fegurstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja, og endurbóta á eldri húsum í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 639 orð | 3 myndir

Það er notalegt að búa í Kaupmannahöfn

Hallur Þór Halldórsson og Ásta Þöll Gylfadóttir leigja 50 fermetra íbúð í Nørrebro í Kaupmannahöfn þar sem þau stunda heimspeki- og listfræðinám í Kaupmannarhafnarháskóla (Københavns Universitet). Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 291 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Urriðaholt vaktað * Urriðaholt ehf. og Securitas hafa gert með sér samning um að Securitas vakti alls 1.650 íbúðir í Urriðaholti í Garðabæ. Verða allar íbúðir tengdar stjórnstöð Securitas. Meira
20. ágúst 2007 | Fasteignablað | 557 orð | 3 myndir

Þolinmæði þrautir vinnur allar

Að stækka og fegra rýmið var það sem framtakssömu hjónin Pálína Mjöll Pálsdóttir viðskiptafræðingur og Þórður Daníel Ólafsson smiður höfðu að leiðarljósi þegar þau gerðu upp gamalt baðherbergi í íbúð sinni í Kópavogi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.