Greinar sunnudaginn 14. október 2007

Fréttir

14. október 2007 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Aldrei þurfti að ræða hvaða flokkur myndi leiða samstarfið

DAGUR B. Eggertsson segir mikilvægt að koma aftur á stöðugleika í Reykjavíkurborg og bendir á að nýr meirihluti taki við völdum við afar sérstakar aðstæður. Kom þetta m.a. fram á opnum fundi Samfylkingarinnar vegna meirihlutamyndunarinnar í... Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 205 orð

Áhrifamenn í Framsókn hluthafar

FORYSTUMENN í Sjálfstæðisflokknum, þ.ám. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 101 orð

Álykta gegn hugmyndum um gjaldfrjálsan strætó

TÝR, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, gagnrýnir hugmyndir um gjaldfrjálsar almenningssamgöngur í Kópavogi. Niðurgreiðsla almenningssamgangna af hálfu sveitarfélaga er skammsýn lausn sem tekur ekki á rót vandans, segir í ályktuninni. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 52 orð

Bíll teppti Melatorg

LOKA þurfti Melatorgi við Hringbraut og Suðurgötu í gærmorgun en þar hafði bíl verið ekið út af veginum og hann skemmst. Í stað þess að kalla á aðstoð lét ökumaðurinn sig hins vegar hverfa og teppti bíllinn umferð. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð

Drukkinn og keyrði útaf

TVEIR ökumenn voru handteknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi Lögreglunnar á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Annar ökumannanna var stöðvaður við hefðbundið eftirlit en hinn gaf sig sjálfur fram eftir að hafa ekið bifreið sinni út af veginum. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 417 orð | 1 mynd

Einkaréttarsamningur til 20 ára ekki í tillögum á eigendafundi

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að orðalag hafi verið misvísandi í tillögu á eigendafundi, þar sem hafi staðið að Orkuveita Reykjavíkur samþykkti fyrirliggjandi samning við Reykjavík Energy Invest hf. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Endurkjörin formaður Ungra VG

AUÐUR Lilja Erlingsdóttir var endurkjörin formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi sem haldinn var 6.-7. október. Auður Lilja hefur gegnt embættinu í eitt ár og er ennfremur fyrsti varamaður vinstri grænna í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Enska fyrir viðskiptalífið – íslenska fyrir almenning?

Fyrir kemur að orð falli þannig, að ég átta mig ekki á, hvort hugur fylgir máli. Mér dettur í hug, að fullyrðingunni sé slegið fram til að fá athygli. Af því að ekkert sé hættulegra en að hverfa inn í þögnina. Gleymast. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 348 orð | 1 mynd

Fljótum sofandi að feigðarósi

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Pál Ormarsson "EF enginn vekur okkur munum við fljóta sofandi að feigðarósi. Eins og staðan er kemur nær ekkert að ofan. Það vantar valdboð um það að fólk verði að taka sér tak. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 168 orð

Framtíð í nýju landi

VERKEFNIÐ Framtíð í nýju landi efnir til námskeiðs í svokallaðri Rassias-aðferð við kennslu erlendra tungumála sem ætlað er kennurum í íslensku fyrir innflytjendur vikuna 15. til 19. október nk.. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð

Framtíð olíuvinnslu í heiminum

DR. MAMDOUH G. Salameh, olíuhagfræðingur og ráðgjafi World Bank, mun heimsækja Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. október nk. Í fréttatilkynningu segir að af því tilefni muni hann halda erindi sem hann nefnir: "Peak Oil: Myth or Reality? Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Glæsilegum leikum lokið

FULLTRÚAR Íslands á Special Olympics, sem haldnir voru í Shanghai í Kína, voru væntanlegir heim seint í gær en leikunum lauk með formlegum hætti á fimmtudag. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 1230 orð | 6 myndir

Grein sem þú getur ekki hafnað

Bækur | Þótt Mario Puzo, skapari Guðföðurins, sé látinn heldur rithöfundurinn Mark Winegardner merkjum beggja á lofti. Trúarbrögð | Búrmískir munkar bjóða öryggissveitum einnar mestu ógnarstjórnar heims byrginn. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 598 orð

Hvað viltu, veröld? (15)

Ég var óviti á árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar. En mér er samt í minni, að fólk var með óhug að ræða slitróttar fréttir, sem bárust utan úr heimi menningarinnar, um mikla illsku og manndráp þar. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð

Málþing Kennaraháskóla Íslands

ÁRLEGT málþing Kennaraháskóla Íslands sem haldið er í samráði við Kennarasamband Íslands, Mennta- og Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, menntamálaráðuneyti, Þroskaþjálfafélag Íslands, Félag íslenskra framhaldsskóla, Heimili og skóla og Grunn – félag... Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Mikil hvatning fyrir Íslendinga

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það sé mjög ánægjulegt að vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og formaður hennar, Rajendra Pachauri, skuli hafa ásamt Al Gore fengið friðarverðlaun Nóbels í ár. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 557 orð | 1 mynd

Múhameð og fjallið

Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is Margur landinn setur upp snúð í bakaríum landsins þessa dagana vegna þess að afgreiðslufólkið misskilur hann eða skilur hann bara alls ekki. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 161 orð

Náttúrufræðistofnun flytur í Garðabæ

NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN hefur ákveðið að ganga til samninga við Urriðaholt ehf. um að reist verði 3.500 fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Nýr tungumálaskóli á Netinu

TUNGUMÁLASKÓLINN (skoli.eu) er nýr skóli á Netinu sem hefur það að markmiði að vera með námskeið í ýmsum tungumálum, t.d. íslensku, spænsku og ítölsku. Í fréttatilkynningu kemur fram að Tungumálaskólinn sé alíslenskt fyrirtæki. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 130 orð

Óhöpp á Reykjanesbraut

ÞRJÚ umferðaróhöpp urðu aðfaranótt laugardags á Reykjanesbrautinni milli Grindavíkurafleggjara og Vogavegar. Enginn slasaðist þó alvarlega Versta óhappið var bílvelta sem varð í kjölfar þess að ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Plata Radiohead rokselst

NÝ plata Radiohead, In Rainbows , seldist í 1,2 milljónum eintaka fyrsta útgáfudaginn. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Prílað á styttu

ÞESSIR kátu krakkar voru fyrir skömmu léttklæddir að leika sér í einu verkanna eftir hann Ásmund Sveinsson og nýttu sér það, að öðru hverju gefst stund á milli stríða. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 990 orð | 2 myndir

"Ég er hættur að hafa trú á kerfinu"

Björn Grétar Sigurðsson er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Hann segir skelfilegt að bíða mánuðum og jafnvel árum saman og þurfa á meðan að ganga fyrir sterkum verkjalyfjum. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Ráðamenn sekir um vanrækslu

"ÞAÐ er engin spurning að Bandaríkin eru að upplifa martröð sem enginn endir virðist vera á," segir Ricardo Sanchez, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heraflans í Írak. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 590 orð | 1 mynd

Sápuópera í bókmenntum

Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@totil.com Þessi kona er stórkostleg, skríkti Þórarinn yfir grein um Doris Lessing á news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment . Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Skipulag hefur áhrif á verðmæti fasteigna og lands

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is SKIPULAG Reykjavíkur hefur þróast í gegnum ákveðna hugmyndafræði alveg frá upphafi og það má greina mjög sterk áhrif af hugmyndafræði 20. aldar í því. Skipulag sem búið var til á 7. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð

Staða jaðarbyggða á Austurlandi

FORSVARSMENN Vopnafjarðarhrepps, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Breiðdals-hrepps og Djúpavogshrepps fjölluðu á fundi sínum 12. október 2007 um vandamál þessara byggðarlaga, sem stafa m.a. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 70 orð

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Pera vikunnar: Maggi og Ásta skiptu á milli sín 2.500 krónum þannig að helmingur þess sem Maggi fékk var jafnt þriðjungi þess sem Ásta fékk. Hve mikið fékk Ásta? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er mánudagurinn 22. október kl. 12. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 350 orð

Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefnd vegna hollustuhátta og mengunarvarna beri að rannsaka sérstaklega aflífun tveggja hunda og gjaldtöku vegna þeirra. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Umhverfismálin rædd í þaula

UMHVERFISÞINGI lauk skömmu eftir hádegi í gær en á þinginu, sem haldið var á Hótel Nordica, fóru m.a. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 264 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

» Ég held að það gangi enginn þess dulinn að við erum að taka við völdum við mjög sérstakar aðstæður. Dagur B. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 985 orð | 1 mynd

Uppreisn hinna réttlátu

Eftir Ian Buruma Það er orðið viðtekið í röðum tiltekinna gáfumanna að líta á trúleysi sem merki um æðri menntun, þróaðri siðmenningu, upplýsingu. Meira
14. október 2007 | Innlent - greinar | 4660 orð | 23 myndir

Út í loftið

Jörðin er í höndum okkar mannanna og það hlýtur að vera metnaður okkar að skila henni ekki til komandi kynslóða í verra ástandi en hún var í þegar við tókum við henni. En nú eru blikur á lofti. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 253 orð

Vildi styðja samrunann aftur þó fundur yrði dæmdur ólöglegur

Á SÍÐASTA meirihlutafundi fráfarandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur lagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fram minnisblað, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins litu á sem... Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vilja frítt í strætó

UNGIR jafnaðarmenn í Hafnarfirði samþykktu nýlega ályktun þar sem bæjaryfirvöld og stjórn Strætó bs. eru hvött til þess að veita öryrkjum og börnum undir 18 ára aldri frítt í strætó. "Þetta yrði hin mesta kjarabót fyrir öryrkja og fjölskyldufólk. Meira
14. október 2007 | Innlendar fréttir | 304 orð

Vilja hækkun lægstu taxta

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

14. október 2007 | Staksteinar | 173 orð | 1 mynd

Að hefna harma?

Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði á fundi framsóknarmanna sl. föstudag, skv. Meira
14. október 2007 | Leiðarar | 583 orð

Ábyrgðin er okkar

Ábyrgðin á jörðinni er okkar og það er hvers og eins að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að mannkyn hafi þau áhrif á umhverfi sitt að plánetan verði óbyggileg. Loftslagsbreytingar af völdum útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru alvarlegt... Meira
14. október 2007 | Reykjavíkurbréf | 2027 orð | 1 mynd

Reykjavíkurbréf

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð haldið því fram, að sá flokkur hefði öðrum fremur verið stofnaður til þess að gæta hagsmuna atvinnurekenda og þess, sem Einar Olgeirsson ásamt öðrum kallaði "auðvaldið". Meira
14. október 2007 | Leiðarar | 327 orð

Úr gömlum leiðurum

16. október 1977 : "Við framkvæmd þessa verkfalls opinberra starfsmanna hafa komið upp vandamál við hliðin á Keflavíkurflugvelli vegna þess, að lögreglumenn í hliðinu framfylgdu ekki úrskurði kjaradeilunefndar. Meira

Menning

14. október 2007 | Dans | 397 orð | 2 myndir

Dansað og flakkað

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÍSLENSKI dansflokkurinn dansar á Akureyri í dag. Um tuttugu ár eru síðan flokkurinn sýndi fyrir norðan en þessi sýning er samstarf Íslenska dansflokksins og Leikfélags Akureyrar. Meira
14. október 2007 | Myndlist | 583 orð | 1 mynd

Garðsala innan veggja Listasafns Íslands

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is EINN viðamesti gjörningurinn á myndlistahátíðinni Sequences er ábyggilega gjörningur listamannsins Curver Thoroddsen í Listasafni Íslands sem hófst í gær, laugardag, og er rúmlega vikulangur. Meira
14. október 2007 | Fjölmiðlar | 224 orð | 1 mynd

Glæpurinn teygir anga sína víða

Þeir sem hafa gaman af góðum krimmum ættu ekki að láta danska spennuþáttinn Forbrydelsen, eða Glæpinn eins og hann nefnist á íslensku, framhjá sér fara. Þáttaröðin hefur loksins göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Meira
14. október 2007 | Tónlist | 867 orð | 2 myndir

Hljómsveitin með skrýtna nafnið

Bandaríska hljómsveitin !!!, sem í daglegu tali er nefnd chk chk chk, kemur fram á Iceland Airwaves á laugardaginn kemur. Fyrr á þessu ári sendi sveitin frá sér plötuna Myth Takes sem af mörgum er talin ein athyglisverðasta plata ársins. Meira
14. október 2007 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Hvað heitir Rambó?

EKKI einu sinni sjálfur Sylvester Stallone virðist vita hvað fjórða Rambó-myndin mun koma til með að heita, svo ört berast fréttir af breyttu nafni myndarinnar. Meira
14. október 2007 | Tónlist | 813 orð | 2 myndir

Radiohead rokkar rafrænt

Breska rokksveitin Radiohead braut blað í breskri rokksögu þegar sveitin gaf nýja plötu sína, In Rainbows , út á eigin vefsetri. Meira
14. október 2007 | Fólk í fréttum | 318 orð | 1 mynd

Sjónvarpsrás einmana ferðalangs

Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is SJALDAN hefur kjarnorkuversstarfsmaðurinn Homer J. Simpson orðið jafn uppveðraður og þegar hann komst að því að þegar maður sturtar niður í Ástralíu þá snýst vatnið í öfuga átt. Meira
14. október 2007 | Tónlist | 223 orð | 1 mynd

Uppselt á Iceland Airwaves

UM hádegisbilið á föstudag varð uppselt á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2007. Er þetta fjórða árið í röð sem selst upp á hátíðina, sem óhætt er að segja að njóti sívaxandi vinsælda bæði hér og á erlendum vettvangi. Meira
14. október 2007 | Myndlist | 80 orð | 2 myndir

Vesturmyndir

LJÓSMYNDARARNIR Halldór Örn Gunnarsson og Jacqueline Downey opna sýningu í Kirkjuhvoli á Akranesi í dag, sunnudag, kl. 15. Meira
14. október 2007 | Myndlist | 284 orð | 1 mynd

Þjóðarímyndin skoðuð

Til 27. okt. Opið virka daga kl. 10-17 og lau. kl. 11-16. Aðgangur ókeypis. Meira

Umræðan

14. október 2007 | Bréf til blaðsins | 369 orð | 1 mynd

1997 – 6. október – 2007

Frá Ingvari Kjartanssyni: "Norræn samvinna. Norræna ráðið. Norræna ráðherranefndin. Norrænir samningar. Til hvers? Fyrir 45 árum síðan var sagt að allt væri það til að auðvelda frjálst flæði fólks á opnum atvinnumarkaði um öll Norðurlöndin. Einnig að tryggja réttindi manna." Meira
14. október 2007 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Andrés Magnússon | 12. október Fyrirsagnaleikir Þegar nafni Blaðsins var...

Andrés Magnússon | 12. október Fyrirsagnaleikir Þegar nafni Blaðsins var breytt í 24 stundir og útlitinu nokkuð breytt var ég ekki alveg viss um tilganginn. Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Áfengisgjald

Þingmenn, athugið, áfengi er ekki nein venjuleg neysluvara, segir Karl S. Gunnarsson: "Stjórnvöld í Finnlandi hafa haft kjark til að breyta fljótt um stefnu aftur, vilja ekki horfa lengur upp á þessi mistök og ætla að hækka áfengisgjaldið að nýju." Meira
14. október 2007 | Blogg | 67 orð

Brynjar Jóhannsson | 13. október Slæmt fyrir alla? Guðlaugur Þ...

Brynjar Jóhannsson | 13. október Slæmt fyrir alla? Guðlaugur Þ. Þórðarson fer stundum alveg ískyggilega í taugarnar á mér og þá sér í lagi þegar hann byrjar að alhæfa einhverja tóma vitleysu. Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Byggjum betra samfélag með Rauða krossinum

Ómar H. Kristmundsson skrifar um starfsemi Rauða krossins: "Rauði krossinn stendur fyrir kynningarviku á innanlandsverkefnum sínum dagana 14.-20. október til að safna nýjum liðsmönnum og kynna starf félagsins." Meira
14. október 2007 | Blogg | 343 orð | 1 mynd

Einar K. Guðfinnsson | 13. október Rýtingsstunga Segja má að koss...

Einar K. Guðfinnsson | 13. október Rýtingsstunga Segja má að koss Alfreðs Þorsteinssonar á tárvota hvarma Björns Inga Hrafnssonar og sem þjóðin varð vitni að í sjónvarpinu – hafi verið innsigli hins nýja meirihluta í Reykjavík. Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 724 orð | 1 mynd

Einelti eða samskiptavandi

Kolbrún Baldursdóttir fjallar um einelti: "Gerandinn er ekki alltaf með áhangendur. Algengt er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra samstarfsfélaga sína um galla og veikleika þolandans." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Er Tollstjórinn að brjóta landslög?

Af hverju er tollafgreiðsla flugvéla á Egilsstaðaflugvelli margfalt dýrari? spyr Benedikt V. Warén: "Þetta er fáheyrð mismunun sem á sér stað hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík og það er ljóst að á þeim bæ vinna einhverjir ekki vinnuna sína." Meira
14. október 2007 | Blogg | 114 orð | 1 mynd

Guðmundur Jónas Kristjánsson | 13. október ESB-samráð Það er einstakt að...

Guðmundur Jónas Kristjánsson | 13. október ESB-samráð Það er einstakt að íslenzkur ráðherra kalli á annan ráðherra í ALLT ÖÐRU RÍKI sér til stuðnings í einu mesta pólitíska hitamáli Íslandssögunar er varðar aðild Íslands að Evrópusambandinu. Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Gullgröftur og almannaþjónusta

Helgi Áss Grétarsson skrifar um hlutverk sveitarfélaga: "Hvort er mikilvægara í rekstri sveitarfélaga, gróðabrall eða almannaþjónusta?" Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 224 orð | 2 myndir

Hin breiðu bök og sterku bein

Gerði Aagot Árnadóttur og Friðrik Sigurðssyni finnst naumt skorið til fatlaðra og þeirra sem minna mega sín: "Það er dapurlegt að í frumvarpinu er ekki lagt neitt fjármagn til búsetuþjónustu við fatlað fólk, aðra en geðfatlaða, sem býr á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 285 orð | 1 mynd

Hvaðan kemur auður Orkuveitunnar?

Sigrún Pálsdóttir skrifar um jarðvarma í Mosfellsbæ: "Það er kaldhæðnislegt að það sveitarfélag sem drýgstan skerf leggur til hitaveitu á Reykjavíkursvæðinu njóti þess í engu umfram önnur sveitarfélög." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Hvað megnar þú þjóðkirkja?

Guðný Arndal biður kirkjuna um hjálp til handa dóttur sinni sem hefur verið í mikilli fíkniefnaneyslu í 10 ár: "Getur þjóðkirkjan hjálpað okkur og opnað langtímaheimili fyrir fíkla sem hvergi eiga heima í "kerfinu"?" Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Já, það vantar hjúkrunarfræðinga

Þorsteinn Jónsson svarar grein Helga Hafsteins Helgasonar: "Að tengja skort á hjúkrunarfræðingum því að þeir "eyði dýrmætum tíma í skriffinnsku" ber merki fáfræði og hroka." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 398 orð

Kærleiksheimilið

Í LEIÐARA Morgunblaðsins 26. 9. sl. er vitnað í grein Ögmundar Jónassonar í blaðinu 25. s.m., þar sem hann ávarpar forsætis- og utanríkisráðherra á eftirfarandi hátt: "Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orkulindunum? Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 351 orð | 1 mynd

Missýnir og glæfrahugmyndir

Ingvar Gíslason skrifar um Evrópumál og íslenskt efnahagslíf: "...betur treysti ég dómgreind Davíðs Oddssonar og Ingimundar Friðrikssonar en niðurstöðum reiknimeistara sem dunda sér við að reikna íslenskt sjálfstæði og sjálfstæðistákn til andskotans..." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 613 orð | 1 mynd

Peningastefnan

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Seðlabankanum og stefnu hans segir Lúðvík Júlíusson: "Til þess að lækka stýrivexti þarf ríkið að einbeita sér að hlutverki sínu og útgjöldum í stað þess að berjast við að halda efnahagslífinu og fyrirtækjum niðri..." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Samfélagið og staðlar

Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar um staðla sem eiga að stuðla að bættu samfélagi: "Staðlar fjalla ekki bara um tæknilega hluti, heldur einnig um málefni sem varða manneskjuna í samfélaginu." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Spillir trúarbragðakennsla siðferðiskennd barna?

Brynjólfur Þorvarðarson gagnrýnir námsefni í kristnifræðikennslu í grunnskólum: "Niðurstaðan, í mínum huga, er veruleg hætta á að siðferðisvitund þeirra nemenda sem áhrifagjarnastir eru þroskist ekki sem skyldi." Meira
14. október 2007 | Bréf til blaðsins | 254 orð

Talmeinaþjónusta í uppnámi

Frá Þórhalli Hróðmarssyni: "ÞAÐ þarf engan að undra þótt talmeinafræðingar segi sig frá samningum við Tryggingastofnun ríkisins." Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Tími aðgerða er runninn upp

Ástandið í sjónum er langalvarlegasta umhverfismálið segir Jónas Bjarnason: "Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ætlar að láta verkin tala. Hún á aðallega við loftslagsmálin, en eyðing fiska í sjó er meira vandamál." Meira
14. október 2007 | Velvakandi | 371 orð

velvakandi

Gott fólk á Íslandi ÉG varð fyrir því óhappi í gær að detta fyrir utan Rúmfatalagerinn í Skeifunni. Þar var brugðið skjótt við og kallaður út sjúkrabíll og fólkið, bæði viðskiptavinir og starfsfólk, veitti mér mikla umhyggju og brást hárrétt við. Meira
14. október 2007 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Önnur úrræði í miðbænum

Hallgrímur Viðar Arnarson vill önnur úrræði en valdbeitingu gegn borgurum í miðbænum: "Með því að nálgast vandamálið á annan máta er auðséð að aukin harka gegn frelsi einstaklingsins til þess að skemmta sér er ekki rétta leiðin." Meira

Minningargreinar

14. október 2007 | Minningargreinar | 917 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Friðrik Þórólfsson

Aðalsteinn Friðrik Þórólfsson fæddist í Saurbæ í Eyjafjarðarsveit 17. október 1925. Hann lést á heimili sínu, Melateig 33 á Akureyri, hinn 25. september síðastliðinn. Útför Aðalsteins fór fram frá Akureyrarkirkju 5. okt. sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 464 orð | 1 mynd

Erla Sigurgeirsdóttir

Erla Sigurgeirsdóttir fæddist 31. ágúst 1939. Hún lést 1. september síðastliðinn. Erla var jarðsungin frá Fossvogskirkju 21. sept. sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 491 orð | 1 mynd

Friðbjörn Ingvar Björnsson

Friðbjörn Ingvar Björnsson fæddist í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd 14. maí 1921. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 22. ágúst síðastliðinn. Útför Ingvars fór fram í kyrrþey 3. september sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

Guðrún Ívarsdóttir

Guðrún Ívarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 25. júlí 1915. Hún lést á líknardeild á Landakoti 22. september síðastliðinn. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskirkju 4. október sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 577 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Dynjanda í Arnarfirði 14. apríl 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmunda Guðmundsdóttir og Jón Jónsson, bændur á Dynjanda. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 551 orð | 1 mynd

Ingveldur Jónsdóttir

Ingveldur Jónsdóttir fæddist á Ytri Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dalasýslu 20. maí 1929. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 14. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Ágúst Einarsson og Kristín Þorsteinsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 398 orð | 1 mynd

Jón Pálmar Ólafsson

Jón Pálmar Ólafsson fæddist á Stokkseyri 10. október 1947. Hann lést á heimili sínu 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, f. 14. apríl 1923, d. 2005 og Ólafur Guðnason, f. 24. júní 1920, d. 1995. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 863 orð | 1 mynd

Kristinn R. Sigurjónsson

Kristinn Ragnar Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu, Ásbraut 7 í Kópavogi, 5. október síðastliðinn. Útför Kristins var gerð frá Langholtskirkju 11. október sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 1244 orð | 1 mynd

Ólöf Benediktsdóttir

Ólöf Benediktsdóttir fæddist á Þórkötlustöðum í Grindavík 14. mars 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 24. september síðastliðinn. Hún var dóttir Benedikts Benónýssonar frá Þórkötlustöðum í Grindavík, f. 21. júlí 1894, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 280 orð | 1 mynd

Sigþrúður Pálsdóttir

Sigþrúður Guðbjörg Pálsdóttir fæddist í Eyjum í Kaldrananeshreppi 19. desember 1928. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnudaginn 9. september síðastliðinn. Útför Sigþrúðar var gerð frá Víðistaðakirkju 14. september sl. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2007 | Minningargreinar | 1005 orð | 1 mynd

Svanhild Daniella Danielsdóttir

Svanhild Daniella Danielsdóttir, frá Kraunastöðum, fædd Tomsen, fæddist í Kollafirði í Færeyjum 29.5. 1943. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga aðfaranótt laugardagsins 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ida María Svanhild, f. 12.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 536 orð | 4 myndir

atvinna

Vilja stórbætt kjör * Tvenn af stærstu launþegasamtökum landsins, með yfir 62 þúsund félagsmenn að baki sér , sendu í vikunni sem leið afdráttarlaus skilaboð þess efnis að stórbæta þurfi kjör launþega innan þeirra raða í komandi kjarasamningum. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 412 orð | 3 myndir

Eimskip opnar stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína

EIMSKIP opnaði nýlega formlega stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína að viðstöddum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og 350 öðrum Íslendingum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Eimskip hefur sent frá sér. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 404 orð | 3 myndir

Frumkvöðlamót á Hótel Borg

Föstudaginn 19. október efna Samtök atvinnulífsins, Háskólinn í Reykjavík og Samtök iðnaðarins til frumkvöðlamóts á Hótel Borg, að því er fram kemur af fréttatilkynningu á vefsíðu Samtaka iðnaðarins (SI). Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 753 orð | 1 mynd

Góð ráð fyrir starfsviðtalið

Að fara í starfsviðtal getur gert hvern sem er taugaóstyrkan. Þess vegna er nauðsynlegt að hugsa málið vel og vera vel undirbúinn áður en sest er niður frammi fyrir væntanlegum atvinnurekenda eða starfsmanni vinnuráðningarfyrirtækis. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 325 orð | 2 myndir

Samskip annast álflutninga fyrir Alcoa Fjarðaál

ALCOA Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evrópu næstu fimm árin. Meginhluti framleiðslu Alcoa Fjarðaáls fer á Evrópumarkað. Flutningarnir munu stórauka umsvif Samskipa á Íslandi. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði

ÁRIÐ 2005 skipaði félagsmálaráðherra sjö manna verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Þetta kemur fram á vefsíðu Alþýðusambands Íslands. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 1 mynd

Vandið gerð ferilskrárinnar

RAUNAR var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu aðeins 0,8% í september, en það eru þó alltaf einhverjir sem eru að skipta um vinnu og þá er gott að hafa ferilskrá á reiðum höndum. Það getur ráðist af henni hvort þú færð vinnuna eða ekki. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 537 orð | 1 mynd

Vinnan er óaðskiljanlegur þáttur lífsins

MARIA Duarte, prófessor í sálfræði við háskólann í Lissabon, flutti athyglisverðan fyrirlestur um tengsl vinnunnar við lífið og stjórn starfsferils fyrir skemmstu. Meira
14. október 2007 | Viðskiptafréttir | 617 orð | 3 myndir

Þetta helst...

GT verktakar kærðir * Brigsl og lögregluákærur ganga á báða bóga milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda lettnesku verkamannanna við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar, starfsmannaleigunnar NCL og GT verktaka sem eiga NCL. Meira

Daglegt líf

14. október 2007 | Daglegt líf | 130 orð | 5 myndir

Gluggi að umheiminum

Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður Morgunblaðsins hefur vakið athygli og fengið verðlaun fyrir lýsingar sínar á átakasvæðum í máli og myndum, þar sem hann hefur manneskjuna jafnan í fyrirrúmi. Meira
14. október 2007 | Daglegt líf | 361 orð | 8 myndir

Grátur og gleði

Ítalski fatahönnuðurinn Valentino tilkynnti í síðasta mánuði að hann ætlaði að láta af störfum eftir 45 ár í bransanum. Inga Rún Sigurðardóttir skoðaði síðustu tískusýninguna hans á almennri tískuviku í París. Meira
14. október 2007 | Daglegt líf | 1462 orð | 1 mynd

Mikilvægi munnlegra heimilda

Miðstöð munnlegrar sögu var stofnuð 26. janúar sl. Hlutverk hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu lands og þjóðar og varðveita þær til frambúðar. Guðmundur Jónsson prófessor sagði Arnþóri Helgasyni frá starfi miðstöðvarinnar. Meira
14. október 2007 | Daglegt líf | 3455 orð | 3 myndir

Sameining og sundrung

Það hefur verið mikið öldurót í kringum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson undanfarna daga í atburðarás sem lauk með falli meirihlutans. Pétur Blöndal ræðir m.a. við hann um sameininguna og fall meirihlutans. Meira
14. október 2007 | Daglegt líf | 2263 orð | 12 myndir

Sem beljandi íslenskt jökul fljót í ham

Brot úr aldarspegli | Síðari grein Sjávarútvegur markaði fyrstu atvinnubyltinguna, stóriðja og orkugeirinn aðra og fjármálageirinn þá þriðju. Meira
14. október 2007 | Daglegt líf | 553 orð | 2 myndir

Valur vængjum þöndum – óður til gleðinnar

Hvað í ósköpunum verður til þess að maður sem hefur öðlast töluverðan þroska fer vikulega að heiman með alls kyns vosklæðnað í farteskinu, eldrauða derhúfu á hausnum og samlitan trefil sem gæti verið af tuskubangsa um hálsinn til að hvetja rauðklædda... Meira
14. október 2007 | Ferðalög | 1614 orð | 5 myndir

Ævintýraferð Hamrahlíðarkórsins til Kína

Hamrahlíðarkórinn lagði 18. september í tveggja vikna söngferð til Kína. Halldóra Þórsdóttir segir frá menningunni, matnum og mikilmennunum. Meira

Fastir þættir

14. október 2007 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Óli Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Iceland on...

50 ára afmæli. Óli Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Iceland on Track, Fagrahjalla 92, Kópavogi er fimmtugur í dag, sunnudaginn 14. október. Meira
14. október 2007 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

60 ára afmæli. Þóra Ólafsdóttir , Ljósheimum 20, Reykjavík er sextug í...

60 ára afmæli. Þóra Ólafsdóttir , Ljósheimum 20, Reykjavík er sextug í dag, 14. október. Hún býr við bágan en batnandi hag. Þóra er að heiman í... Meira
14. október 2007 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

85 ára afmæli. Í dag, 14. október, eiga tvíburasysturnar Svanhildur og...

85 ára afmæli. Í dag, 14. október, eiga tvíburasysturnar Svanhildur og Hlaðgerður Snæbjörnsdætur 85 ára afmæli. Þær fæddust í Svartárkoti í Bárðardal. Þær munu halda upp á afmælið í faðmi... Meira
14. október 2007 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Gulleggið. Norður &spade;105 &heart;ÁG1075 ⋄Á63 &klubs;G63 Vestur Austur &spade;ÁDG963 &spade;72 &heart;K4 &heart;98632 ⋄84 ⋄G5 &klubs;K104 &klubs;D975 Suður &spade;K84 &heart;D ⋄KD10972 &klubs;Á82 Suður spilar 3G. Meira
14. október 2007 | Fastir þættir | 68 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Gullsmárabrids Spilað var á 12 borðum 11. okt. sl. og hér er skor efstu para: N/S Tómas Sigurðsson – Þorsteinn Laufdal 219 Sigtryggur Ellertss. – Guðm. Pálsson 216 Jón Stefánsson – Eysteinn Einarss. 197 Guðrún Gestsd. – Bragi V. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 101 orð | 1 mynd

Brown boðar ekki til kosninga

Gordon Brown, forsætis-ráðherra Bret-lands, hefur til-kynnt að hann boði ekki til kosninga í haust. Í við-tali við BBC sagði hann að einnig væri ólík-legt að al-mennar kosningar yrðu á næsta ári. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 110 orð | 1 mynd

FH-ingar bikar-meistarar

Um seinustu helgi urðu FH-ingar bikar-meistarar í fyrsta skipti. Þeir unnu þá Fjölni 2:1 í fram-lengdum úrslita-leik á Laugardals-vellinum. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 82 orð

Flótta-fólk frá Kólumbíu

Á þriðju-daginn komu 27 flótta-menn frá Kólumbíu til landsins í boði íslenskra stjórn-valda. Þetta voru allt konur og börn, en þrír flótta-menn frá sama landi höfðu þegar komið. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 146 orð | 1 mynd

Friðar-súla tendruð í Viðey

Á þriðjudags-kvöld var kveikt á friðar-súlu Yoko Ono í Viðey, en þann dag hefði fyrrum eigin-maður hennar bítillinn John Lennon orðið 67 ára, hefði hann lifað. Meira
14. október 2007 | Í dag | 79 orð | 1 mynd

Gifting í borginni?

LEIKKONURNAR Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis sjást hér í hlutverkum sínum við tökur á kvikmyndagerð sjónvarpsþáttanna vinsælu Sex and the City . Myndbrotið vekur óneitanlega margar spurningar um söguþráðinn. Meira
14. október 2007 | Í dag | 379 orð | 1 mynd

Kína og Bandaríkin

Henry Rosemont fæddist í Chicago 1934. Hann lauk doktorsgráðu í heimspeki við Washington-háskóla 1967, en hann gegndi rannsóknarstöðu við MIT-háskóla 1969-1971. Hann kenndi um 22 ára skeið við St. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 83 orð | 1 mynd

Lessing og Gore fá Nóbels-verðlaun

Enski rit-höfundurinn Doris Lessing hlýtur Nóbels-verðlaunin í bók-menntum í ár. Sænska akademían segir, að Lessing sé hetja hinnar kven-legu reynslu, sem hafi sett tví-skipta menningu undir mæli-ker. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 112 orð

Listir

Sigur Rós fékk nýbreytni-verðlaun Hljóm-sveitin Sigur Rós hlaut á mánu-daginn nýbreytni-verðlaun breska tónlistar-tímaritsins Q. Meira
14. október 2007 | Auðlesið efni | 144 orð | 1 mynd

Meiri-hluti fallinn í borginni

Nýr borgarstjórnar-meirihluti undir for-ystu Dags B. Eggertssonar tekur við völdum í Reykjavík eftir helgi. Meira
14. október 2007 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti...

Orð dagsins: Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins, fyrr en Guðs ríki kemur. (Lk. 22, 18. Meira
14. október 2007 | Fastir þættir | 762 orð | 1 mynd

Sjórekna Biblían

sigurdur.aegisson@kirkjan.is: "Það er margt áhugavert að finna á vef ellimálanefndar þjóðkirkjunnar, www.gamlinoi.is, og m.a. eftirfarandi frásögn. Sigurður Ægisson birtir hana sem pistil dagsins í tilefni þess að Íslendingar munu eignast nýja biblíuþýðingu næstkomandi föstudag, 19. október." Meira
14. október 2007 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 f5 2. d4 Rf6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. 0–0 0–0 6. c4 d6 7. Rc3 Rc6 8. b3 e5 9. dxe5 dxe5 10. Ba3 e4 11. Bxf8 Dxf8 12. Rd4 Rxd4 13. Dxd4 Be6 14. Dd2 h5 15. Had1 h4 16. Dg5 Kf7 17. Df4 Dc5 18. Rb5 hxg3 19. hxg3 Hc8 20. Rd4 Bd7 21. Meira
14. október 2007 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar virðist eitthvað hafa verið með puttana í myndun nýja meirihlutans. Hver er hann? 2 Í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves er haldin myndlistarsýning. Hvað kallast hún? Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.