Greinar fimmtudaginn 23. október 2008

Fréttir

23. október 2008 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

144 milljónir fyrir karfann

Aflaverðmæti í síðasta 30 daga túr frystitogarans Arnars HU-1 frá Skagaströnd nam 144 milljónum króna. Má því reikna út að hásetahluturinn hafi numið um 1.700 þúsund krónum. „Þetta var enginn mettúr en skipið var með ágætis afla. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

4.000 skráðu sig í prufur

UM 4.000 börn og unglingar skráðu sig í gær í áheyrnarprufur fyrir hlutverk í Söngvaseiði sem sýndur verður í Borgarleikhúsinu í vor. Fullt var út úr dyrum en prufurnar fara fram á næstu tíu dögum. Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Aukinn ójöfnuður í OECD-löndum

ÓJÖFNUÐURINN hefur aukist í auðugustu ríkjum heims, einkum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri skýrslu um tekjudreifinguna í aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 202 orð

Ákveðin stefna á ESB

Eftir Ómar Friðriksson og Önund Pál Ragnarsson FORYSTA Alþýðusambands Íslands mun í dag leggja fram mjög afgerandi tillögu fyrir ársfund sambandsins um að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 376 orð

„Kerfisleg mistök“ hjá Glitni

Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur og Láru Ómarsdóttur FJÁRMÁLASTOFNUN í eigu norska ríkisins og banka sem starfa í Noregi, Exportfinans, sakar Glitni um að hafa ekki skilað af sér greiðslum, 415 milljónum norskra króna eða um 7 milljörðum íslenskra... Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Beðið fyrir friði í Taílandi

ÞÚSUNDIR búddamunka söfnuðust saman á konunglega torginu í Bangkok í gær og báðu fyrir friði. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Beðið fyrir íslensku þjóðinni

SAMKIRKJULEGAR bænastundir hafa verið haldnar í Friðrikskapellu að undanförnu þar sem beðið hefur verið fyrir íslensku þjóðinni í efnahagsörðugleikunum. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Boða átak vegna lyfjaneyslu

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UMFERÐARSTOFA undirbýr nú átak sem höfða á til lækna um ábyrgð þeirra vegna lyfjaneyslu fólks og áhrif lyfja á aksturshæfni. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Bústólpi hækkar verð

BÚSTÓLPI hefur hækkað verð á helstu fóðurtegundum um 9-13%. Þessar hækkanir nú eru til komnar vegna mikils falls á gengi krónunnar á undanförnum vikum, en við síðustu verðlagningu á fóðri var t.d. gengi evru 122 kr. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð

EJS sagði upp 33 starfsmönnum

TÖLVUFYRIRTÆKIÐ EJS tilkynnti í gærmorgun að fyrirtækið hefði sagt upp 33 starfsmönnum. Magnús Steinarr Norðdahl, forstjóri EJS, segir að uppsagnirnar séu nauðvörn fyrirtækisins vegna mikils sölusamdráttar undanfarnar vikur. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Ekki hryðjuverkamenn

TÆPLEGA tuttugu þúsund manns höfðu í gærkvöldi skráð sig á undirskriftarlista síðunnar indefence.is en á listann skrá þeir nöfn sín sem sammála eru yfirlýsingunni „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“ sem birt er á síðunni. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð

Enn ein sendinefndin

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is SENDINEFND á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins er væntanleg hingað til lands á morgun. Meðal þeirra sem koma hingað til lands er aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðadeildar ráðuneytisins. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 283 orð

Fé á fjárlögum nægir ekki héraðssaksóknara

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EMBÆTTI héraðssaksóknara á að taka til starfa 1. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Fé veitt áfram úr styrktarsjóðum

ENN er ekki ljóst hvort eitthvað hefur tapast af höfuðstóli Auroru-velgerðarsjóðsins sem Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, stofnuðu í janúar í fyrra. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fimm í varðhaldi

ÞRÍR karlar voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 277 orð

Fleiri greinast með salmonellu

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRÁ ársbyrjun 2007 til septemberloka 2008 hefur salmonellusýking, þar sem uppruni smits er talinn vera á Íslandi, greinst í 37 einstaklingum. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknisembættisins. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 530 orð | 4 myndir

Fólkið frekar en málefnin í forsetakosningu hjá ASÍ

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KOSNINGABARÁTTAN milli Ingibjargar R. Guðmundsdóttur og Gylfa Arnbjörnssonar um forsetastól Alþýðusambands Íslands hefur verið í mýflugumynd, að minnsta kosti á yfirborðinu. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fullmannað á næstu vikum

VEL gengur að manna frístundaheimili ÍTR þessa dagana og telur Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri Tómstundamála ÍTR, líklegt að frístundaheimilin verði fullmönnuð á næstu vikum. Þegar eru 2. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Greiðslubyrðin eykst mjög í verðbólgunni

MIKIL óvissa er um hve verðbólga verður mikil á næstunni en verðbólga hefur mikil áhrif á íbúðalán sem flest eru verðtryggð. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Hekla getur gosið hvenær sem er

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Hekla, frægasta eldfjall Íslands, er róleg sem stendur en hún er tilbúin að gjósa hvenær sem er, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Síðasta gos í Heklu var 26. febrúar árið 2000. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 265 orð

Hópuppsagnir sjö fyrirtækja

SJÖ fyrirtæki í byggingariðnaði hafa á síðustu dögum tilkynnt til stéttarfélagsins Eflingar að þau ætli að segja upp starfsfólki. Hóparnir eru á bilinu tíu til tuttugu manns. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Hrinurnar koma og fara

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Í GÆRKVÖLDI dró nokkuð úr skjálftum við Upptyppinga um tíma, en skjálftahrina hófst aftur seint í gærkvöldi. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 96 orð

HR tekur inn fleiri nýnema

HÁSKÓLINN í Reykjavík ætlar að taka á móti eins mörgum nýnemum og unnt er um næstu áramót og hann ætlar ennfremur að aðstoða íslenska námsmenn erlendis eftir fremsta megni. Þá hefur Opni háskólinn í HR stóraukið námsframboð sitt í vetur. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 505 orð | 2 myndir

Íslendingar hafi forgang

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is EIGANDI verslunar á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar krónan hafi byrjað að falla á vordögum hafi hann þurft að taka fé úr peningasjóðum sínum og setja inn í reksturinn til að halda honum gangandi. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Íslensku kokkarnir sigursælir í Þýskalandi

ÍSLENSKA kokkalandsliðið hefur nú unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi. Ein gullverðlaun fengust á mánudag fyrir heitan mat og svo bættust við eitt gull og tvö silfur fyrir kalt borð í gær. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð

Jafnréttisþingi frestað

JAFNRÉTTISÞINGI sem félags- og tryggingamálaráðuneytið ætlaði að standa fyrir þann 7. nóvember nk. hefur verið frestað fram í janúar. nk. Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 98 orð

Jói pípari á réttri braut

JOE the Plumber (Jóa pípara) sem heitir réttu nafni Samuel Joseph Wurzelbacher, skaut upp á stjörnuhimininn í síðustu viku þegar John McCain notaði samtal Jóa við Barack Obama til að gagnrýna skattastefnu þess síðarnefnda í síðustu kappræðum... Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 51 orð

Keppt í rúningi

DAGANA 24.-25. október er boðið til haustfagnaðar í Búðardal í Dalasýslu. Fjölbreytt dagskrá verður á boðstólum, m.a. sviðaveisla, diskótek, grillveisla, handverkssýning, sveitaball og allskonar dagskrá fyrir bændur, t.d. Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Lengsta farflug án hvíldar

MÆLINGAR vísindamanna hafa leitt í ljós að lappajaðrakanar geta flogið allt að 11.600 kílómetra án þess að nema staðar í árlegu farflugi frá Alaska til Nýja-Sjálands. Að sögn vísindamannanna er þetta lengsta samfellda farflug sem mælst hefur. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð

Leyfi til borana byggist á matsáætluninni

VEGNA villandi fyrirsagnar á frétt um rannsóknarboranir við Þeistareyki og Kröflu í Morgunblaðinu 21. október síðastliðinn skal eftirfarandi áréttað. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Litskrúðugur í sláturgerð

Nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla í Hörgárdal tóku saman slátur í skólanum í gærmorgun og fyrsti skammtur herlegheitanna verður snæddur strax í hádeginu í dag. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð

Mikið undir vegna erlendra lána LV

FULLTRÚAR á fjármálasviði Landsvirkjunar funduðu í síðustu viku með fulltrúum sjö erlendra banka til að skýra fjárhagsstöðu Landsvirkjunar. Fundað var með fulltrúum Barclays, Citibank, Sumitomo, JP Morgan, Société Générale, Deutsche Bank og SEB. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 596 orð | 2 myndir

Munu fá mikinn stuðning

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Ný matsáætlun um Bakka

SKIPULAGSSTOFNUN hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna álvers Alcoa á Bakka. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð

Ofbeldi gegn konum rætt

Fundur undir heitinu „Ofbeldi gegn konum og börnum. Þjóðfélagsmein! Hvað er til ráða?“ verður haldinn kl. 20 í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 632 orð | 3 myndir

Orðræða um frelsi ræður för

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 202 orð

Rektorar háskóla stofna til samráðs

REKTORAR íslenskra háskóla hafa stofnað til samráðs um hvernig skólarnir geti brugðist við þeim breyttu aðstæðum sem nú hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar. Rektorarnir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Samið um lífeyriskjör í kjarasamningum

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is RÍKISTRYGGÐ lífeyrisréttindi í opinberum lífeyrissjóðum eru hluti af kjörum opinberra starfsmanna. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sendiráð minnt á mannréttindavernd

TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, hefur vakið athygli sendiráða Danmerkur og Bretlands á mannréttindavernd neytenda gegn mismunun á grundvelli þjóðernis vegna frétta af brotum gegn réttindum Íslendinga í þessum tveimur löndum. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Símboð send á Heklu?

HEKLA getur gosið hvenær sem er, enda er þrýstingur undir eldfjallinu orðinn meiri en fyrir síðasta eldgos árið 2000, samkvæmt upplýsingum Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð | 3 myndir

Sláturgerð í Hörgárbyggð

ÞAÐ var líflegt í Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð í gær þegar nemendur og starfsfólk sameinuðust í sláturgerð. Tekin voru 25 slátur; í bítið var hafist handa við lifrarpylsuna og eftir langar frímínútur var röðin komin að blóðmörnum. Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Stefnir í mikið afhroð

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FORYSTUMENN repúblikana í Bandaríkjunum óttast að flokkurinn bíði mikinn ósigur í þingkosningunum 4. nóvember og gjaldi þá mesta afhroð sitt frá fyrstu kosningunum eftir Watergate-hneykslið. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 574 orð | 3 myndir

Sterk og viðkvæm staða í senn

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FULLTRÚAR Landsvirkjunar funduðu í síðustu viku með forsvarsmönnum banka í Bretlandi um fjárhagslega stöðu Landsvirkjunar í ljósi hruns íslenska bankakerfisins og erfiðleika á alþjóðamörkuðum. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Styrktartónleikar

Styrktartónleikar í Selfosskirkju sem Bergmál – líknar- og vinafélag, stendur fyrir, verða haldnir nk. laugardag kl. 14. Meira
23. október 2008 | Erlendar fréttir | 128 orð

Tunglfari skotið á loft

INDVERJAR skutu á loft ómönnuðu geimfari í gær og gert er ráð fyrir því að það komist á braut um tunglið eftir fimmtán daga. Geimfarið á að vera á braut um tunglið í tvö ár og rannsaka efnasamsetningu og steindir yfirborðsins. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 112 orð

Vilja aðgerðir gegn glæpum

AÐGERÐIR gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi eiga að vera meginverkefnið í norrænu samstarfi. Að minnsta kosti ef mikill meirihluti almennings á Norðurlöndum fengi að ráða. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Vilja hjálpa Íslendingum

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is NORSK sendinefnd mun funda með íslenskum stjórnvöldum klukkan 9 í dag til að ræða hvernig Norðmenn geta komið Íslendingum til aðstoðar í efnahagskreppunni sem hér ríkir. Meira
23. október 2008 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Víða vonskuveður í dag

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is EFLAUST ráku flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins upp stór augu í gærmorgun þegar við þeim blasti snjóhvít jörðin. Meira

Ritstjórnargreinar

23. október 2008 | Staksteinar | 192 orð | 1 mynd

Miðlun kreppufrétta

Það er undarlegt að Íslendingar skuli þurfa að lesa um það í erlendum blöðum á borð við Financial Times hver staðan er í viðræðum stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta mál snýst ekki um það hvaða fjölmiðlar eru duglegastir að skúbba. Meira
23. október 2008 | Leiðarar | 339 orð

Opinn vinnumarkaður

Flest stefnir í að atvinnuleysi muni aukast hratt hér á landi á næstunni. Hér hefur ekki verið atvinnuleysi að ráði í meira en áratug. Á þeim tíma hafa aðstæður gerbreytzt að því leyti að nú eru tæplega 7% íbúa landsins, eða yfir 21. Meira
23. október 2008 | Leiðarar | 308 orð

Réttindi verður að jafna

Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, hefur rétt fyrir sér í Morgunblaðinu í gær þegar hann segir ósanngjarnt að þeir launþegar sem greiða í almenna lífeyrissjóði taki á sig skerðingu lífeyris á sama tíma og þeir eiga að standa... Meira

Menning

23. október 2008 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Ákall til menningar-sendiherra þjóðarinnar

* Mikil undirskriftasöfnun fer nú fram á vefsíðunni indefence.is þar sem ósanngjarnri meðferð breskra stjórnvalda á íslenskum almenningi er mótmælt. Meira
23. október 2008 | Leiklist | 482 orð | 1 mynd

„Þetta er alveg kómískt“

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 597 orð | 1 mynd

Bókmenntaþáttur í læk

„ÞETTA er tilraun til að sýna hvað Ísland er þrungið af bókmenntum,“ segir Arthúr Björgvin Bollason um bók sína Island sem nýlega kom út hjá Insel/Suhrkamp í Þýskalandi. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 256 orð | 1 mynd

Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG hef ekkert efni á þessu maður, ég á ekki bót fyrir boruna. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Djasstónleikar í Laugarborg

SÖNGKONAN Margot Kiis og Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari halda í kvöld tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafirði. Þau hafa haldið tónleika á Djasshátíð í Reykjavík árin 2002 og 2004 ásamt stærri hljómsveit. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 337 orð | 1 mynd

Fyrsta hljóðfærið

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar hefjast á laugardaginn á frumflutningi á kórverkinu Aeterna lux divinitas eftir tónskáldið Huga Guðmundsson. „Ég er mikill kórmaður,“ segir Hugi. Meira
23. október 2008 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Gamanleikari skilur við manninn

BRESKI gamanleikarinn Matt Lucas, annar helmingurinn að baki þáttaröðinni vinsælu Litla Bretland, er skilinn við eiginmanninn, Kevin McGee. Lucas fór fram á skilnaðinn, vegna „óásættanlegrar framkomu“ McGees. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 490 orð | 1 mynd

Gleði, ást og sorg, söknuður og blús

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞESSI plata er nú bara á ljúfu nótunum,“ segir Kristján Kristjánsson, KK, um nýjustu plötu sína, Svona eru menn , sem kom út í gær. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 563 orð

Guðrún Eva skapar af list

Guðrún Eva Mínervudóttir. JPV útgáfa 2008, 280 bls. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 136 orð | 1 mynd

Gæludýrin og efnahagslífið

HVAÐA gæludýr eru þetta? spyr Nancy Yates Hoffmann á vefmiðlinum The Writing Doctor. Hún skrifar um nýja þýðingu Janice Balfour á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrunum. Eins og margir erlendir skríbentar skoðar hún efnið í ljósi efnahagsástandsins. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 173 orð | 1 mynd

Havel ver Kundera

ÁSAKANIR á hendur tékkneska rithöfundinum Milan Kundera um að hafa verið njósnari yfirvalda á tímum kommúnismans hafa dregið dilk á eftir sér. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 361 orð

Hornin gullnu í Glerárkirkju

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Á efnisskrá: Tónlist eftir W.A. Mozart: Sinfónía nr. 1 í Es dúr KV 16, Konsert fyrir horn nr. 2 í Es-dúr KV 117 og Sinfónía nr. 29 í As-dúr KV 201. Einleikari á horn: Ella Vala Ármannsdóttir. Konsertmeistari. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Kammerkántrí

HLJÓÐHEIMUR jaðarkántrísveitarinnar Lambchop er með öllu einstakur og rennur eiginlega undan flestum skilgreiningum. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 94 orð | 1 mynd

Kæru vísindi

HÉR er á ferðinni fjórða hljóðversplata bandarísku tilraunarokkaranna í TV on the Radio, en sveitin spilaði einmitt á Iceland Airwaves fyrir nokkrum árum. Meira
23. október 2008 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Moss leitar í kyrrðina

OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss segist vera nær alveg hætt öllu sukki og nú er hún að kaupa ástarhreiður í Karíbahafinu, á Puerto Rico. Þar ætlar hún að koma upp heimili fyrir sig og kærastann, Jamie Hince, gítarleikara The Kills. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 335 orð | 1 mynd

Níu líf

TÓNLISTARFERILL Herberts Guðmundssonar er í meira lagi skrautlegur eins og reyndar allur hans lífsferill. Meira
23. október 2008 | Kvikmyndir | 126 orð | 3 myndir

Ný kvikmynd frá Kevin Smith

NÝJASTA kvikmynd leikstjórans Kevins Smiths var frumsýnd vestanhafs um helgina. Meira
23. október 2008 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Ótrúleg sigurganga Smáfugla

* „Smáfuglar“, stuttmynd Rúnars Rúnarssonar var á dögunum valin besta stuttmyndin á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi auk þess sem hún hlaut aðalverðlaun á kvikmyndhátíðinni í Cork á Írlandi í flokki stuttmynda. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 177 orð | 1 mynd

Potter-lesendur í fjórum hópum

AÐ sögn bresks markaðssérfræðings, sem hefur tekið viðtöl við fjölmarga sjö ára og eldri lesendur bókanna um Harry Potter, má skipta þeim í fjóra hópa. Hann segir að hóparnir fjórir samsvari hinum fjórum heimavistum í Hogwarth-skóla sem Potter gengur í. Meira
23. október 2008 | Myndlist | 76 orð | 1 mynd

Rósa Sigrún sýnir í Galleríi Dvergi

Á SÝNINGU sinni Ó vissi tími í Gallerí Dvergi sýnir Rósa Sigrún Jónsdóttir tvö vídeóverk. Verkin eru afrakstur af starfi hennar við heimilishjálp aldraðra, svo og reglulegum heilsubótarhlaupum hennar í gegnum Fossvogskirkjugarð. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Röddin

ÞRÓUN Tennessee-sveitarinnar Kings of Leon er með þeim athyglisverðari í seinni tíma rokksögu. Meira
23. október 2008 | Hugvísindi | 158 orð

Sköpun í námi og kennslu

KENNARAHÁSKÓLI Íslands heitir nú menntavísindasvið eftir að hann sameinaðist Háskóla Íslands. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 406 orð

Sæbjarnarminni Stórsveitarinnar

Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Hákonarson, Eiríkur Örn Pálsson trompetar og flygilhorn; Edward Frederiksen, Oddur Björnsson, Samúel Jón Samúelsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Haukur Gröndal, Ólafur Jónsson, Jóel... Meira
23. október 2008 | Tónlist | 207 orð | 2 myndir

Táknrænt fyrir nútímann?

SJÓNVARPSMAÐURINN Egill Helgason gerir grín að því á bloggsíðu sinni að á meðal þess sem sanni það að nú sé árið 1975 sé að vinsælustu lög landsins séu með ABBA og Villa Vill. Meira
23. október 2008 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Uns sekt er sönnuð

JÓN Ásgeir Jóhannesson var gestur Ingva Hrafns Jónssonar í Hrafnaþingi á hinni merkilegu sjónvarpsstöð ÍNN á mánudagskvöldið. Margir vilja kenna Jóni Ásgeiri og öðrum svokölluðum útrásarvíkingum um hvernig komið er fyrir okkur. Meira
23. október 2008 | Bókmenntir | 81 orð | 1 mynd

Upplestraröð hefst í Máli og menningu

Í KVÖLD hefst röð upplestra á vegum Forlagsins sem verða á hverju fimmtudagskvöldi fram í miðjan desember. Meira
23. október 2008 | Tónlist | 253 orð | 1 mynd

Urður úr GusGus með dansvæna poppplötu í bígerð

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ erum að fara að syngja með Funkmaster 2000. Meira
23. október 2008 | Fólk í fréttum | 533 orð | 2 myndir

Þegar Babýlon fellur

Gríðarleg reiði kraumar í Íslendingum. Reiði í garð útrásarvíkinga, reiði í garð sofandi stjórnvalda, reiði í garð seðlabankastjóra, reiði, reiði, reiði. Meira

Umræðan

23. október 2008 | Blogg | 87 orð | 1 mynd

Gísli Freyr Valdórsson | 22. október Góð tímasetning Þetta er auðvitað...

Gísli Freyr Valdórsson | 22. október Góð tímasetning Þetta er auðvitað alveg frábær tímasetning hjá verkalýðsfélaginu Framsýn, að fara fram á 30 þúsund króna taxtahækkun. Meira
23. október 2008 | Blogg | 86 orð | 1 mynd

Hildur Helga Sigurðardóttir | 22. okt. Lukkusjoppu lokað Þá er síðasta...

Hildur Helga Sigurðardóttir | 22. okt. Lukkusjoppu lokað Þá er síðasta sjoppan í mínum radíus í Vesturbænum fallin í valinn. Og það ekki hvaða sjoppa sem er, heldur sjálf lukkusjoppan, Gerpla við Hofsvallagötu. Meira
23. október 2008 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Hvernig borgum við skuldirnar?

Það er ljóst að framundan er gjörbreyting á rekstri ríkissjóðs. Í stað þess að hér sé rekinn skuldlaus ríkissjóður, eins og við höfum lengi stefnt að og barist fyrir, er óumflýjanlegt að skuldir hans verði verulegar í náinni framtíð. Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 340 orð | 1 mynd

Hýenur og hrægammar sækja fast í landhelgi Íslands

Svend-Aage Malmberg brýnir stjórnvöld til að sýna varfærni: "...vörumst ágengnina í fljótfærni líðandi erfiðleikastunda." Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 436 orð | 2 myndir

Menntun, farseðill til framtíðar

Guðlaug Kristjánsdóttir og Stefán Aðalsteinsson skrifa um gildi menntunar: "Nú er tíminn til að efla menntun og vísindastörf. Margt hefur áunnist í fimmtíu ára starfi og BHM einsetur sér að horfa björtum augum til framtíðar." Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Nýir Versalasamningar?

Eftir Guðmund G. Þórarinsson: "Það er ágætt að vilja leysa hvers manns vanda en nú mega stjórnvöld ekki binda komandi kynslóðum skuldabagga sem marga áratugi tekur að komast út úr." Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur

Sóley Tómasdóttir hvetur félagsmálaráðherra til að endurskoða ákvörðun sína um að fresta jafnréttisþingi fram á næsta ár: "Vinnubrögð ríkis-stjórnarinnar eru ekki til marks um að breytinga sé að vænta á sviði kynjajafnréttis." Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 287 orð | 1 mynd

Um millidómstig í sakamálum

Róbert R. Spanó skrifar um nauðsyn þess að stofna millidómstig í sakamálum: "Afar mikilvægt er að þar verði tekið á þessu máli af yfirvegun en þó þannig að rösk-lega verði gengið til verks." Meira
23. október 2008 | Velvakandi | 271 orð | 2 myndir

Velvakandi

Nýja hvað? Í ÖLLU þessu tali um „nýja“ banka (Nýja Landsbankann, Nýja Glitni og e.t.v. Nýja KB banka, jafnvel talað um Nýja-Ísland) fer maður að velta fyrir sér hvað það merkir í raun. Meira
23. október 2008 | Blogg | 124 orð | 1 mynd

Vilborg G. Hansen | 22. október Ættum kannski líka að fara í...

Vilborg G. Hansen | 22. október Ættum kannski líka að fara í myntsamstarf – Nordic króna! Svona fyrst farið er að tala um samstarf Norðurlandanna þá er ekki úr vegi að spyrja sig hvort við ættum ekki einnig að huga að myntsamstarfi. Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Voru peningamarkaðssjóðirnir blekking ein?

Eyjólfur Magnússon Scheving skrifar um peningamarkaðssjóðina: "Með innborgun í þessa sjóði, sögðu ráðgjafarnir, leggur þú þitt af mörkum til íslensks atvinnulífs með hærri vöxtum en af venjulegri bankabók." Meira
23. október 2008 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

Þrifabað er þjóðarnauðsyn

Helgi Seljan skrifar um ástand þjóðlífsins í dag: "Hinn almáttugi markaður átti að sjá um allt, hann var hinn æðsti dómari um rétt og rangt og vei þeim sem efaðist um algæzku hans." Meira
23. október 2008 | Bréf til blaðsins | 228 orð | 1 mynd

Þroskumst sem þjóð

Frá Stefáni Þorgrímssyni: "VIÐ Íslendingar höfum nú fengið að reyna hvernig það er að lenda í spinni breskra stjórnmálamanna. Í spinninu er sannleikanum snúið á hvolf, svart verður hvítt og já þýðir nei." Meira

Minningargreinar

23. október 2008 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Anna Steinunn Hjartardóttir

Anna Steinunn Hjartardóttir fæddist í Reykjavík 31. október 1917. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagsins 8. október síðastliðins og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 20. október. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2008 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

Reynir Gunnarsson

Reynir Gunnarsson fæddist í Leirulækjarseli í Álftaneshreppi 9. desember 1949. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Sigurðsson og Jóna Einarsdóttir, Leirulækjarseli. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2008 | Minningargreinar | 272 orð | 1 mynd

Svavar Fanndal Torfason

Svavar Fanndal Torfason, meistari í rafvélavirkjun, fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 25. september 1933. Hann lést á Landspítalanum 28. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 10. október. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2008 | Minningargreinar | 588 orð | 1 mynd

Valgerður Helga Bjarnadóttir Gott

Valgerður Helga Bjarnadóttir Gott fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 20. desember 1917. Hún lést í Grimsby 30. september síðastliðinn. Hún var dóttir Bjarna (lista)smiðs í Reykjavík Kjartanssonar kirkjuorganista, bróður dr. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

23. október 2008 | Daglegt líf | 153 orð

Af kreppu og lítillæti

Nú rignir vísum um fjármálakreppuna. Hilmir Jóhannesson á Sauðárkróki yrkir: Voru fjármálamennirnir frá sér að finna ei gjaldþrotið á sér? Því er ekki að neita að lengi þeir leita að lítillætinu hjá sér. Meira
23. október 2008 | Daglegt líf | 309 orð | 2 myndir

AKUREYRI

Fléttan í Músagildru Agöthu Christie, sem LA frumsýndi um síðustu helgi, er algjört leyndarmál. Meira
23. október 2008 | Daglegt líf | 543 orð | 2 myndir

Íslenskir býlisostar draumurinn

Það er hægt að ræða lengi við Eirnýju Sigurðardóttur um osta og því líklega engin tilviljun að hún ákvað að flytja inn erlenda osta fyrir nýstofnaða sælkeraverslun sína Búrið, sem stendur við Nóatún. Meira

Fastir þættir

23. október 2008 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

80 ára

Þórir Rafn Guðnason múrari, Hraunbæ 190, er áttræður í dag, 23. október. Hann er að heiman í dag en tekur á móti gestum laugardaginn 25. október næstkomandi í Efstaleiti 7, frá kl. 15 til 18. Þórir afþakkar blóm og... Meira
23. október 2008 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

85 ára

Eyjólfur A. Magnússon, til heimilis að Norðurbrún 1 í Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag 23. október. Eyjólfur verður að heiman á... Meira
23. október 2008 | Fastir þættir | 167 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sterkar tvílita hendur. Meira
23. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Genf Snorri Karl fæddist 31. ágúst kl. 17.58. Hann vó 3.340 g og var 49...

Genf Snorri Karl fæddist 31. ágúst kl. 17.58. Hann vó 3.340 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Sigríður Líndal Karlsdóttir og Veturliði Þór... Meira
23. október 2008 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Kópavogur Hilmar Ingi fæddist 17. júlí kl. 3.46. Hann vó 3.585 g og var...

Kópavogur Hilmar Ingi fæddist 17. júlí kl. 3.46. Hann vó 3.585 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Kristbjörg Baldursdóttir og Bernharð... Meira
23. október 2008 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá...

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2. Meira
23. október 2008 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Lísa Margrét fæddist 11. ágúst. Hún vó 3.840 g og var 52 cm...

Reykjavík Lísa Margrét fæddist 11. ágúst. Hún vó 3.840 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna María Þorvaldsdóttir og Jónas... Meira
23. október 2008 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Bd3 c5 5. dxc5 Rf6 6. De2 a5 7. Rgf3 0-0 8. a4 Ra6 9. e5 Rd7 10. Rb3 Raxc5 11. Rfd4 Rxd3+ 12. cxd3 Rc5 13. Rxc5 Bxc5 14. Rf3 b5 15. 0-0 Bd7 16. axb5 Bxb5 17. Be3 d4 18. Bf4 Dd5 19. Rg5 Be7 20. Re4 Hfc8 21. Hfd1 a4 22. Meira
23. október 2008 | Árnað heilla | 188 orð | 1 mynd

Út að borða með syninum

Örvar Jónsson verkfræðingur er þrítugur í dag og ætlar að gera sér dagamun í tilefni þess og fer út að borða á Pizza Hut með syni sínum, Kára Grétari. „Við förum alltaf einu sinni á ári, á afmælinu mínu. Meira
23. október 2008 | Fastir þættir | 284 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji átti leið á Alþingi á dögunum og þurfti að bregða sér á salernið. Þar lenti hann í dálitlum bobba þegar kom að því að þurrka sér um hendurnar. Hann gat nefnilega valið á milli þess að nota dæmigerðar pappírsþurrkur og lítinn, mjúkan þvottapoka. Meira
23. október 2008 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

23. október 1954 Haukur Morthens kom fram í einum vinsælasta þætti BBC í London og var „söng hans í senn útvarpað og sjónvarpað,“ að sögn Morgunblaðsins. 23. Meira

Íþróttir

23. október 2008 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

Bailey vill sækja um ríkisborgararétt

„DAMON Bailey spilar ekki með okkur í október en það kemur bara í ljós hvað gerist í nóvember,“ sagði Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindvíkur, í gær. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

„Alveg einstakur leikmaður“

„DÓRA María er ein sú mikilvægasta fyrir hópinn félagslega, er gríðarlega skemmtilegur og opinn karakter. Svo tekur hún sig alvarlega þegar það á við og nær oft mjög vel til stelpnanna. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

„Ekki á pöllum á Ásvöllum“

FÉLAGARNIR Tryggvi Haraldsson og Hafsteinn Ingason munu ekki leika með handknattleiksliði Hauka í vetur en þangað komu þeir frá danska félaginu Ribe í sumar. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 857 orð | 1 mynd

„Gott að vera á Íslandi“

„ÉG hef alltaf verið hjá Val og býst nú ekki við því að breyta til á næstunni. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

„Mætti vera meiri egóisti“

„MÉR finnst hún alveg frábær stelpa og mikill karakter. Sem knattspyrnukona er hún tæknilega mjög sterk, leikin og tiltölulega fljót. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 113 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sigurður G. Sigurðsson og Baldur Ingi Jónasson hafa ákveðið að leika með úrvalsdeildarliði Þórs frá Akureyri í Iceland Express-deildinni í vetur. Sigurður er uppalinn hjá félaginu og hefur bakvörðurinn leikið með Keflavík undanfarin misseri. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 360 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Páll Einarsson , fyrrverandi leikmaður Landsbankadeildarliðs Fylkis , hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Hann verður því Ólafi Þórðarsyni aðalþjálfara innan handar á næstu leiktíð. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

Góður endasprettur

KEFLAVÍK sigraði KR í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í hörkuleik þeirra tveggja liða sem spáð voru efstu sætunum fyrir mót. Leikurinn var nokkuð jafn en Keflvíkingar fóru fram gestum sínum á lokasprettinum og höfðu sigur að lokum 72:60. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Guðrún Sóley með til Írlands

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 18 leikmenn halda til Írlands í dag til að leika fyrri umspilsleikinn um sæti á EM á sunnudag. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Hedin hefur valið liðið gegn Íslandi

NÝRÁÐINN landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla, Robert Hedin, hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp fyrir leikina gegn Íslendingum og Eistlendingum í undankeppni Evrópumótsins. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 633 orð | 1 mynd

John Terry braut ísinn á Stamford

ÞAÐ slotaði heldur betur markaregninu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Eftir að 36 mörk litu dagsins ljós í leikjunum átta í fyrrakvöld voru þau aðeins 17 í gær og þar af skoruðu liðsmenn Barcelona fimm. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 310 orð | 2 myndir

KR og GAIS að ná saman

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KR og sænska liðið GAIS eru í samningaviðræðum um kaup GAIS á sóknarmanninum Guðjóni Baldvinssyni en eins og Morgunblaðið greindi frá fengu KR-ingar kauptilboð frá sænska liðinu á dögunum. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 373 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – KR 72:60 Keflavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – KR 72:60 Keflavík, Iceland-Express-deild kvenna, miðvikudaginn 22. okt 2008. Gangur leiksins: 5:0, 8:1, 13:7, 21:12 21:17, 31:21, 34:26, 34:30 , 38:36, 43:39, 47:42, 50:47 , 55:49, 65:53, 66:57, 72:60 . Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Rúnar þjálfar lið HK-inga

RÚNAR Páll Sigmundsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs HK fyrir næsta keppnistímabil. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 135 orð | 10 myndir

Skiptar skoðanir um launalækkun

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is Íþróttafélögin sitja nú sveitt við að finna út úr hvernig skera megi niður rekstrarkostnað og þar með talinn launakostnað, svo hægt sé að halda íþróttastarfi áfram á óvissutímum í efnahagslífinu. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Skiptar skoðanir þjálfara

ÓLAFUR Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Landsbankadeild karla, tilkynnti á mánudag að hann hefði komist að samkomulagi við félagið um að taka á sig 30% launalækkun, enda erfitt árferði í efnahagslífinu. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Stórsigur hjá Runar

KRISTINN Björgúlfsson og samherjar hans hjá norska úrvalsdeildarliðinu Runar frá Sandefjord unnu í gær stórisigur, 38:21, á leikmönnum Follo á heimavelli. Miklar sviptingar voru í leiknum því Runar-liðið var marki undir hálfleik, 14:13. Meira
23. október 2008 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Veigar og Helgi í hópi þeirra bestu

TVEIR íslenskir leikmenn eru í hópi þeirra 20 sem norska staðarblaðið Budstikka valdi á lista yfir bestu leikmenn allra tíma hjá úrvalsdeildarliði Stabæk. Þeir eru Helgi Sigurðsson og Veigar Páll Gunnarsson. Tryggvi Guðmundsson kemst ekki á listann. Meira

Viðskiptablað

23. október 2008 | Viðskiptablað | 151 orð

Að blíðka björninn

Stjórnvöld hafa sem kunnugt er sent sendinefnd til Moskvu til þess að leita samninga um stórt gjaldeyrislán en hingað til virðist uppskeran heldur rýr. Kunningi Útherja sem búsettur er í Svíaríki sá þar nýlega auglýsingu norsks fjarskiptafyrirtækis er... Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 134 orð | 1 mynd

Auðjöfrar í vanda staddir

HUGSANLEGT er að rússneska ríkið muni fljótlega eignast stóra hluti í þarlendum einkafyrirtækjum. Samþykkt hefur verið aðgerðaáætlun til að aðstoða fyrirtæki, sem eiga í fjárhagslegum vandræðum vegna yfirstandandi fjármálakreppu. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 107 orð | 1 mynd

Áfram er beðið eftir láni hjá IMF

EKKERT liggur fyrir ennþá um lántöku íslenska ríkisins hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF. Það sem tefur lántökuna er gerð svokallaðrar „þjóðhagsspár“ sem Geir H. Haarde forsætisráðherra vísaði til fyrr í vikunni. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 260 orð | 1 mynd

Bankar á byrjunarreit í kjölfar ríkisvæðingar

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is RÍKIÐ leggur spilin á borðið með stofnun þriggja nýrra ríkisbanka, Nýja Glitnis, Nýja Kaupþings og Nýja Landsbankans. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 304 orð | 1 mynd

Berst eins og eldur í sinu

Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur camilla@mbl.is FJÁRMÁLAKREPPAN hlífir fáum þjóðum um þessar mundir. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 408 orð | 2 myndir

Birtingarmyndir aukins óöryggis

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÓÖRYGGI hefur aukist í íslensku þjóðfélagi á síðustu dögum og vikum í kjölfar hruns bankakerfisins og þeirra efnahagsþrenginga sem blasa við þjóðinni. Það birtist þó með mismunandi hætti. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 306 orð | 1 mynd

Bretar stefna í langt samdráttarskeið

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HLUTABRÉFAMARKAÐIR um heim allan lækkuðu töluvert í gær, en fjárfestar virðast óttast það að alvarleg niðursveifla sé yfirvofandi í hagkerfum heimsins. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 112 orð

Færri farþegar

FLUGFARÞEGUM í septembermánuði síðastliðnum fækkaði mest hjá Alitalia, Spanair og Icelandair af helstu flugfélögum Evrópu, frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá samtökum evrópskra flugfélaga, AEA. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 111 orð

Green frestar kaupum á skuldum Baugs

BRESKI kaupsýslumaðurinn Sir Philip Green hefur ákveðið að fresta kaupum sínum á skuldum Baugs við íslensku bankana og leitar nú að nýjum tækifærum á smásölumarkaðnum í Bretlandi, enda séu sameiningar óumflýjanlegar nú, að því er fram kemur í breska... Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 63 orð

Hækkun vegna Bakkavarar

VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kauphöllinni á Íslandi námu samtals 18,4 milljónum króna í gær, mest með hlutabréf Marels, eða fyrir um 11,8 milljónir. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Icesave-deilu ekki lokið

Engin niðurstaða liggur enn fyrir um ábyrgðir á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi þrátt fyrir stíf fundahöld breskrar sendinefndar með íslenskum embættismönnum í gær. Fundinum verður haldið áfram í dag. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 90 orð

Innistæður íslenskra útibúa erlendis

Noregur: Kaupthing Edge:Netbankinn Kaupþing Edge starfaði í Noregi og var útibú frá móðurfélaginu á Íslandi. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 402 orð | 1 mynd

Landsbankinn hefði lent í vanskilum á fyrsta degi

Eftir Bjarna Ólafsson og Þórð Snæ Júlíusson NÝI Landsbankinn hefði lent í vanskilum á fyrstu starfsdögum sínum ef upphaflegri ákvörðun Fjármáleftirlitsins (FME) um ráðstöfun eigna og skulda gamla Landsbankans hefði ekki verið breytt. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 130 orð | 1 mynd

Með nöðrur á bakinu

VIÐSKIPTATÆKIFÆRIN leynast víða. Fáir mæla því líklega í mót að það getur hjálpað fólki, bæði líkamlega og andlega, að fara í nudd. Stirðir vöðvar eru þar mýktir og þá verður ekki framhjá því litið að snerting við aðra manneskju er sálinni afar... Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 365 orð | 1 mynd

Mjög mikið í húfi fyrir íbúðaeigendur

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is MIKIL óvissa er um hver verðbólgan verður hér á landi á næstunni. Þróun gengisins hefur þar líklega einna mest að segja. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 56 orð

Nýherji tapar á falli krónu

TAP Nýherja á fyrstu níu mánuðum ársins nam 694 milljónum en hagnaðurinn var 302 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hrein fjármagnsgjöld voru 1.058 milljónir í samanburði við 47 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 79 orð

Olía heldur áfram að lækka í verði

VERÐ á olíu á heimsmarkaði hélt áfram að lækka í gær. Segir í fréttum erlendra vefmiðla að ástæðan sé auknar áhyggjur af samdrætti í efnahagslífi heimsins. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 222 orð | 1 mynd

Óviðunandi ástand

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FYRR en stjórnvöld leggja fram trúverðuga áætlun um endurreisn efnahagslífsins verður öll vinna aðila vinnumarkaðarins ómarkviss, að sögn Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 56 orð

Stoðir fá frest fram í janúar

Stoðir fengu í gær framlengingu á heimild sinni til greiðslustöðvunar til 20. janúar 2009 en hún átti að renna út síðastliðinn mánudag. Samkvæmt tilkynningu frá Stoðum hafa stærstu lánardrottnar félagsins lýst yfir stuðningi við framlenginguna. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 116 orð | 1 mynd

Vatnsaflsvirkjaðir skór

JAPANSKA símafyrirtækið NTT hefur hannað skó sem eru þeim kostum búnir að þeir framleiða rafmagn þegar eigandi þeirra gengur um. Í hvorum skó eru tveir litlir vatnstankar og tengir leiðsla tankana tvo. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 417 orð | 2 myndir

Veðlánaviðskiptin voru arðbær

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is NOKKUR smærri fjármálafyrirtæki gerðu út á veðlánaviðskipti við Seðlabanka Íslands. Þannig gátu fyrirtækin aflað tekna í samstarfi við stóru viðskiptabankana án þess að binda of mikið af eigin fjármunum. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 551 orð | 1 mynd

Verðmætaaukning best með nýsköpun

Guðjón Már Guðjónsson hefur trú á því að nú séu mikil tækifæri í nýsköpun á Íslandi. Grétar Júníus Guðmundsson bregður upp svipmynd af honum. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Viðræður um kaup á eignum Landsbanka

VIÐRÆÐUR munu vera í gangi milli Straums-Burðaráss og Landsbanka um kaup hins fyrrnefnda á einhverjum eignum Landsbankans í Bretlandi. Hinn 1. október sl. náðist samkomulag um kaup Straums á fjármögnunarstarfsemi og verðbréfamiðlun Landsbankans, þ.ám. Meira
23. október 2008 | Viðskiptablað | 785 orð | 1 mynd

Þurfum sérfræðing í Seðlabankann

Rajnish Mehra er prófessor í fjármálum við W.P. Carey viðskiptadeildina í Arizona og var ráðgjafi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnar Indlands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.