Greinar fimmtudaginn 5. mars 2009

Fréttir

5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 112 orð

27 vildu gera við þak í Grindavík

OPNUÐ hafa verið tilboð í endurbætur á þaki Víðihlíðar, Austurvegi 5 í Grindavík, sem er hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Mikill áhugi var á því að taka að sér þetta verk, því alls bárust 27 tilboð. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

300 milljóna króna ráðgjöf

JÓHANNA Sigurðardóttir hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fyrirliggjandi samninga við utanaðkomandi ráðgjafa og verktaka, einkum í kjölfar bankahrunsins. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

300 vildu á námskeið til Íslands

YFIR 300 evrópskir háskólanemar sóttu um að komast á námskeið á Íslandi í nýsköpun í næringu og matvælatækni sem hefst í næstu viku. Námskeiðið, sem er undir yfirskriftinni Eat that! Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 69 orð

Allsherjarleit að Aldísi í dag

LÖGREGLAN og björgunarsveitir Landsbjargar munu á ný hefja umsvifamikla leit að Aldísi Westergren í dag. Ekki hefur verið leitað síðan um helgina vegna veðurs. Síðast sást til Aldísar við Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík 24. febrúar sl. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 469 orð | 2 myndir

Alltof stutt í kosningarnar

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar, flutti frumvarp um breytingar á kosningalögum á þingi í gær. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 283 orð | 6 myndir

Alþingiskosningar 2009

Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. . Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 147 orð

Aukið svigrúm fyrir heimili í erfiðleikum

MEÐ því að stytta fyrningarfrest við gjaldþrotaskipti úr 4, 10 eða 20 árum í tvö ár, eins og frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, er miðað að því að draga úr óvissu þeirra heimila sem lenda í einna mestum greiðsluerfiðleikum. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Árekstrahrina í ófærðinni

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÓVEÐUR og erfið færð trufluðu umferð á Austfjörðum í gær. Nokkur umferðaróhöpp urðu og fjallvegir voru ýmist lokaðir eða þungfærir í gærkvöldi. Veðurstofan varaði við stormi við austurströndina í nótt sem leið. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð

„Sérstök listgrein“

OFT í gegnum tíðina hef ég verið að segja þessar sögur og aðrar fólki sem situr í stofu að kvöldi, mismikið til þess kvaddur,“ segir Einar Kárason rithöfundur. Hann segir sögur úr Sturlungu á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi annað kvöld. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð

Bændur leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu

BÚNAÐARÞING 2009 lagðist eindregið gegn því að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og hafnaði aðildarviðræðum við sambandið. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð

Einn tölvupóstur á mann

FRAMBJÓÐENDUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fá í aðdraganda prófkjörsins að senda einn tölvupóst frá Valhöll til sjálfstæðismanna í kjördæminu til að kynna sig og áherslur sínar. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 680 orð | 2 myndir

Erfitt að fá gögn að utan

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FYRIR setningu laganna um rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls bankanna, tókust á ólík sjónarmið í þjóðfélaginu um hvort skýrslutökur ættu að fara fram fyrir opnum tjöldum eða ekki. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð

Farþegum fækkar enn

FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli fækkaði um tæplega 27,7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra, úr 115 þúsund farþegum árið 2008 í 83 þúsund farþega nú. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Fastað í tækniveröld

ÍTALIR senda að meðaltali 50 smáskilaboð úr farsímum sínum á mánuði og eru þar með sæti á eftir Bretum sem senda flest slík skilaboð meðal Evrópuþjóða. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Fá ekki að veiða túnfisk

EIN umsókn barst sjávarútvegsráðuneytinu um leyfi til að veiða 49,72 tonn af bláuggatúnfiski í ár. Þar var sótt um leyfi til túnfiskveiða í Miðjarðarhafinu í samvinnu við erlend veiðiskip. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Fiskur oftar á matseðli hrefnu

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Fleiri nauðungarsölur

Í lok febrúar á þessu ári höfðu 35 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík, 6 í janúar og 29 í febrúar. Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra voru 27 fasteignir seldar á nauðungarsölu í Reykjavík. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 269 orð

Fullur kraftur í framkvæmdir

VARNARGARÐAR gegn snjóflóðum eru í byggingu í Bolungarvík, Bíldudal, Ólafsvík, Siglufirði og Neskaupstað og liggja fyrir drög að byggingu varnargarða á Ólafsfirði og Ísafirði. Þetta segir Magnús Jóhannesson, formaður stjórnar Ofanflóðasjóðs. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 113 orð

Færri treysta stofnunum

TRAUST almennings til stofnana hefur almennt minnkað verulega frá því í febrúar í fyrra samkvæmt nýrri könnun Capacent. Af 12 stofnunum sem spurt var um 11. til 25. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Glæsilegur sigur á Norðmönnum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið sigraði það norska 3:1 í fyrsta leik liðsins á móti sem hófst í Portúgal í gær. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 125 orð

Góð þátttaka í Lífshlaupinu

GÓÐ þátttaka var í Lífshlaupinu, en heildarfjöldi þátttakenda var 9.282. 7.149 tóku þátt í vinnustaðakeppni, 1.330 tóku þátt í grunnskólakeppninni og 803 einstaklingar eru í einstaklingskeppninni. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Grænt ljós á viðgerðirnar

„VIÐ erum búin að fá jákvæð viðbrögð frá ríkinu um frekari fjármögnun, þannig að til allrar hamingju er ekkert sem bendir til þess núna að framkvæmdir stöðvist,“ segir Jóhannes Pálmason, formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 93 orð

Heilsufélag á Suðurnesjum

UNNIÐ er að stofnun heilsufélags á Suðurnesjum með það að markmiði að skapa 300 ný störf á heilbrigðissviði á næstu þremur árum. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 41 orð

Hervarnir Íslands

VARNARMÁLASTOFNUN og Alþjóðastofnun Háskóla Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um að efla rannsóknir, fræðslu og útgáfu um varnarmál á Íslandi. Alþjóðastofnun mun vinna að rannsóknarverkefnum fyrir Varnarmálastofnun. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð

Hlutfall bolfisks í fæðu hrefnunnar hefur aukist

Hlutfall bolfisks á borð við ýsu og þorsk í fæðu hrefnu reyndist mun hærra í nýlegum rannsóknum en það mældist áður. Hins vegar var minna af átu og loðnu í fæðu hrefnunnar en áður. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Hænur góðar fyrir endurvinnsluna

HÆNUR eiga mikinn þátt í endurvinnslunni hjá Önnu Soffíu Halldórsdóttur á Húsavík. Hún heldur nefnilega fjórar hænur, Huldu, Ingibjörgu, París og Halldóru, í garðinum hjá sér og fóðrar þær á öllum þeim matarafgöngum sem til falla á heimilinu. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Í fimm daga var aðeins ein björgunarþyrla til taks

Á fimm daga tímabili um miðjan janúar var aðeins hægt að fljúga einni af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Önnur hinna, TF-LÍF, var í viðhaldsskoðun en í hinni, TF-EIR hafði brotnað rúða. Rúðan brotnaði 14. janúar og viðgerð var lokið 19. janúar. Frá... Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Í herferð gegn gæsum

Búnaðarsamband Norður-Þingeyjarsýslu vill að bændum sem búa á lögbýlum verði heimilað að skjóta gæsir á ræktuðum eignarlöndum sínum allt árið. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 277 orð

Kastljósið stendur við fréttina

Í Kastljósi í fyrradag kom fram að engin gögn væru til í breska fjármálaeftirlitinu og breska fjármálaráðuneytinu um sérstaka flýtimeðferð til að koma Icesave-reikningum Landsbankans yfir í breska lögsögu. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Kaup á NIBC stöðvuð

KOMIÐ var í veg fyrir kaup Kaupþings á hollenska bankanum NIBC eftir ítarleg samtöl við Fjármálaeftirlitið. Eftirlitið hafði áhyggjur af örum vexti bankanna og lá ekki á upplýsingunum, segir Jón Sigurðsson, fyrrum stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Krókusarnir boða betri tíð

VORIÐ er á næsta leiti í París eins og sjá má á þessum krókusum eða dvergliljum, sem kinka sínum litfagra kolli til vegfarenda skammt frá Eiffelturninum. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 130 orð

Leggja veg í þágu ástarinnar

YFIR hundrað ógiftir íbúar bæjarins Barwaan Kala í indverska ríkinu Bihar hafa hafist handa við að leggja sex kílómetra langan veg sem þeir vona að hjálpi þeim að ganga í hjónaband. Íbúar bæjarins eru alls 1. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Leitað að jarðstjörnum

GEIMVÍSINDASTOFNUN Bandaríkjanna, NASA, hyggst skjóta á loft flaug með nýjum sjónauka sem á að geta fundið jarðstjörnur, þ.e. reikistjörnur sem líkjast jörðinni, fyrir utan sólkerfi okkar. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Lítill sigur í frelsisbaráttu

SINDRI Lúðvíksson sótti í gær þá muni sem lögregla lagði hald á 16. júní 2007 þegar pókermót sem hann hélt var stöðvað. Ekki dugði minna en sendibifreið undir herlegheitin en á meðal muna voru stór pókerborð. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Megi refsa bönkunum

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 206 orð

Minningargreinar í Morgunblaðinu

ÞEIM, sem vilja fá birta minningargrein á útfarardegi, er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi tveimur vinnudögum fyrir útfarardag. Skilafrestur greina sem birtast á mánudögum og þriðjudögum er á hádegi á föstudögum. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 258 orð

Óvíst að gögn að utan nýtist nefndinni

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RANNSÓKNARNEFND Alþingis, sem rannsakar aðdraganda og orsakir bankahrunsins, stendur frammi fyrir erfiðleikum við að afla upplýsinga tímanlega frá öðrum löndum. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Raul rekur ráðherra

Ráðherrarnir höfðu „ofmetnast“ af völdunum og hegðuðu sér oft með „ósæmilegum“ hætti. Þessa skýringu gaf Raul Castro, forseti Kúbu, á mikilli uppstokkun í stjórn landsins en alls var skipt um menn í 12 ráðherraembættum. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ráða yfir Icelandair

LÁNASTOFNANIR ráða yfir a.m.k. 67% af hlutafé í Icelandair Group hf., samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stærstu eigendur Icelandair, fjárfestingafélagið Máttur ehf. og Langflug hf. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Ráðgjafar ráðuneytanna

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ keypti ráðgjöf og þjónustu verktaka fyrir 32.544.821 krónu á tímabilinu frá maí 2007 til janúar 2009. Meira en helmingur af greiðslunum, eða tæplega 17 milljónir króna, fóru til fjögurra verktaka. Verkfræðistofan Efla hf. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 108 orð

Refsingar stórhertar

DÖNSK stjórnvöld hafa nú til athugunar að stórherða refsingar í ofbeldis- og morðmálum þegar um er að ræða félaga í glæpagengjum. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 616 orð | 3 myndir

Reynt að sporna við misnotkun á bótum

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Vinnumálastofnun mun samkvæmt nýju frumvarpi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur félagsmálaráðherra fá auknar heimildir til að kanna hagi umsækjenda um atvinnuleysisbætur. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Rýmingu húsa aflétt

RÝMINGU húsa vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum var aflétt í gær. Í gær var ekki búið að aflétta rýmingu á vinnusvæði Ósafls í Hnífsdal, þar sem unnið er að jarðgangagerð. Eins voru takmörk á umferð um sorpeyðingarstöðina Funa. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Samdráttur varð í sölu áfengis

SALA áfengis í febrúar dróst saman um 9% miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Samdráttur var í sölu á öllum áfengistegundum. Sala lagerbjórs dróst saman um 8,1%, rauðvíns um 11,2% og hvítvíns um 3,2%. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sjálfshjálparnámskeið í Kópavogi

KÓPAVOGSDEILD Rauða krossins hefur sett á fót verkefnið „Nýttu tímann“, en markmið þess er að skapa jákvæðar aðstæður fyrir fólk til að hittast, rjúfa einsemd og félagslega einangrun og auka þekkingu og færni. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Skapa veikum góðar minningar

HEILSUSETUR fyrir langveika, sem verið er að reisa á Sólheimum í Grímsnesi, er óðum að taka á sig mynd. „Það gengur dásamlega,“ segir Kolbrún Karlsdóttir, formaður líknar- og vinafélagsins Bergmáls sem stendur að byggingunni. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Snúðar til styrktar Mæðrastyrksnefnd

LANDSSAMBAND bakarameistara leggur Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur lið með sölu á „hjálparsnúðum“ dagana 5.-8. mars nk. í bakaríum um allt land. Af andvirði hvers snúðs renna 25 krónur til Mæðrastyrksnefndar. Meira
5. mars 2009 | Þingfréttir | 113 orð

Staða þeirra smáu styrkt

NEFND sérfróðra manna verður falið að móta tillögur sem styrkja stöðu minni hluthafa í hlutafélögum, ef þingsályktunartillaga Einars Kr. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, nær fram að ganga. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Steingrímur í fyrsta sæti

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Kjörsókn í forvalinu var tæplega 63 prósent. Alls gaf 21 kost á sér í forvalinu en kosið var í átta sæti. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Stjórn LSH mun ákveða

FRAMGANGUR byggingar nýs hátæknisjúkrahúss er nú í höndum stjórnar Landspítala-Háskólasjúkrahúss. „Hún hyggst leggja fram hugmyndir að tveimur valkostum fyrir lok marsmánaðar. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 752 orð | 5 myndir

Treysta á eina þyrlu

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÖFLUGASTA þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið óflughæf í tvo mánuði vegna viðhalds og ekki er líklegt að hún komist aftur í gagnið fyrr en í lok mars eða byrjun apríl. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 544 orð | 2 myndir

Tvísýnt um sölu

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is VONIR standa til að á allra næstu dögum takist samningar um uppgjör á skuldum og eignum Kaupþings og dótturfélagsins í Lúxemborg. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Verðmætur úrgangur

MIKILVÆGT er að finna leiðir til þess að nýta á sem skynsamlegastan hátt þau hráefni sem til falla við matvælavinnslu í landinu. Einnig til að auka fóðuröryggi í loðdýraræktinni. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Verður Jósef Stalín hampað fyrir afrek?

RÚSSNESKT forlag, sem ætlaði að gefa út bók um lífið á dögum Stalíns, hefur nú hætt við útgáfuna. Var það ákveðið eftir að yfirvöld létu til skarar skríða gegn samtökunum, sem stóðu að bókinni. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Vertíð í fullum gangi á Snæfellsnesi

Ólafsvík | Mjög góð aflabrögð eru hjá bátum sem róa frá Snæfellsnesi, og að sögn Péturs Bogasonar, hafnarvarðar í Ólafsvík, er mokafli í öll veiðarfæri. Pétur sagði í samtali við Morgunblaðið að netabátar fengju mjög góðan afla í fá net. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Viðamikil umfjöllun um Arnald Indriðason á Spáni

Menningarblaðamenn frá þremur af stærstu dagblöðunum á Spáni, þar á meðal El País, voru hér í vikunni að eiga samtöl við Arnald Indriðason rithöfund. Ein bóka Arnaldar, Grafarþögn, kemur út á Spáni á laugardag og birtast greinar blaðamannanna sama dag. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Vilja valdið aftur til þjóðarinnar

„VIÐ erum valkostur fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á sömu frösunum, sömu andlitunum, sömu lausnunum og vilja gegnsætt réttlæti,“ sagði Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, á kynningarfundi í Iðnó í gær. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Vinnuvélar rokseljast úr landi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á ANNAÐ hundrað vélar og tæki hafa verið seld úr landi fyrir tilstilli fyrirtækisins Hrauntaks undanfarna fjóra mánuði. Kaupendur eru m.a. frá Evrópu, Suður-Ameríku og Afríku. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 83 orð

Völd til fjárlaganefndar

ÁRMANN Kr. Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill breyta lögum um fjárreiður ríkisins. Meira
5. mars 2009 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Yfirmönnum sagt upp vegna milljónataps

YFIRMÖNNUM Ísfélags Vestmannaeyja hefur verið sagt upp vegna áhættusamra ákvarðana sem teknar voru í fjármálum félagsins og leiddi til mikils taps af afleiðusamningum við íslenska banka. Meira
5. mars 2009 | Erlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Ætla að hunsa tilskipunina

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

5. mars 2009 | Leiðarar | 261 orð

Alþjóðlegt fjármálaeftirlit

Frétt Morgunblaðsins í gær, um að fjármálaeftirlit Lúxemborgar undrist hvers vegna íslenzk yfirvöld hafi ekki komið þangað meiri upplýsingum um slæma stöðu bankanna, fyrst bæði Seðlabanki og ríkisstjórn vissu af slíku snemma á síðasta ári, hefur vakið... Meira
5. mars 2009 | Staksteinar | 183 orð | 1 mynd

Fyrirgreiðsla fyrir fall

Fjárfestirinn Robert Tchenguiz skrifar grein um viðskipti sín við Kaupþing í Morgunblaðið í gær. Þar upplýsir hann meðal annars að Kaupþing hafi veitt félögum hans lán til þess að uppfylla samninga þegar eignaverð fór lækkandi á öllum helstu mörkuðum. Meira
5. mars 2009 | Leiðarar | 388 orð

Í átt að Evrópustefnu

Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur vakið talsverða athygli undanfarið. Öllu hljóðara hefur verið um aðra nefnd flokksins, Evrópunefndina. Meira

Menning

5. mars 2009 | Bókmenntir | 697 orð | 1 mynd

Alveg sérstök listgrein

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira
5. mars 2009 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Arnar, Guðrún og Björk sýna

ARNAR Herbertsson, Guðrún Öyahals og Björk Viggósdóttir opna sýningar í START ART, Laugavegi 12b, klukkan 17 í dag. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 343 orð | 1 mynd

Debora Voigt syngur á Listahátíð

EIN mesta sópransöngkona heims, og örugglega sú mest umtalaða, Deborah Voigt, heldur einsöngstónleika á Listahátíð í Reykjavík 31. maí í vor á einum stærsta viðburði Listahátíðar. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Dr. Gunni í „Sýna og sjá“ í Nýló

Í KVÖLD, fimmtudag klukkan 20, er fyrsta kvöldið í „Sýna og sjá“-seríu Nýlistasafnsins. Þar munu þekktir tónlistarmenn mæta vikulega á næstu tveimur mánuðum og fjalla um sköpunarverk sín, hljómsveitir, hugsjónir og tónleikahald. Dr. Meira
5. mars 2009 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Ekki stjórna vinnuvél og hlusta á Lay Low

*Önnur plata tónlistarkonunnar Lay Low , Farewell Good Night's Sleep , fær sæmilega dóma í nýjasta hefti hins virta breska tónlistartímarits NME, New Musical Express. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 144 orð | 1 mynd

Gata í New York nefnd U2

LIÐSMENN írsku hljómsveitarinnar U2 eru staddir í Bandaríkjunum um þessar mundir þar sem þeir eru að fylgja eftir útgáfu sinnar nýjustu plötu, No Line On The Horizon . Meira
5. mars 2009 | Fólk í fréttum | 682 orð | 3 myndir

Hið hárfína jafnvægi

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þegar innvígðir ræða um Watchmen Alan Moores er það gert af ótakmarkaðri aðdáun og lotningu. Fólk fer á flug, líkt og þegar menn spjalla um Pet Sounds Beach Boys, Sjálfstætt fólk Laxness eða Guernicu Picassos. Meira
5. mars 2009 | Myndlist | 522 orð | 2 myndir

Horfumst í augu

Ég horfist í augu við þennan mann á hverjum degi. Og þreytist ekki á því. Hann hangir nefnilega uppi á vegg í stofunni hjá mér. Frekar lítið svarthvítt frumprent eftir ljósmyndarann, 17 x 23 cm. Meira
5. mars 2009 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

Hvar er íslenska ofurfyrirsætan?

SKJÁR einn á hrós skilið fyrir að sinna af alúð og umhyggju þáttum um keppni amerískra og breskra stúlkna sem vilja lifa og hrærast í hinum harða heimi fyrirsæta. Meira
5. mars 2009 | Leiklist | 497 orð | 1 mynd

Jesús Kristur í Brooklyn

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA gerðist eiginlega óvart, ég og tónlistarstjórinn minn vorum að spjalla við framkvæmdastjóra KFUM og fórum að tala um þessa sýningu. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 230 orð | 1 mynd

Papa Mug og sonur spila á Norðurljósablús

HORNFIRÐINGAR hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að vera blúsaðri en aðrir Íslendingar en hafi sú verið raunin má færa rök fyrir því að restin af þjóðinni hafi nú loksins náð í skottið á þeim. Meira
5. mars 2009 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Pólitíkusar gera strandhögg á Eyjunni

*Fréttagáttir á netinu hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarið og nú síðast bættist Pressan í ritstjórn Björns Inga Hrafnssonar við flóruna. Meira
5. mars 2009 | Myndlist | 76 orð | 1 mynd

Rætt um symbólisma í Hafnarhúsi

„ÍSLENSKUR symbolismi“ er yfirskrift fyrirlestra, umræðna og ljóðalesturs sem skáldið og sýningarstjórinn Sjón mun standa fyrir í Hafnarhúsinu í tengslum við sýninguna Skuggadrengur - Alfreð Flóki í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. mars, kl. 20. Meira
5. mars 2009 | Bókmenntir | 155 orð | 1 mynd

Spænsk Grafarþögn

GRAFARÞÖGN, skáldsaga Arnalds Indriðasonar, kemur út á Spáni á laugardaginn kemur. Í framhaldinu kemur hún út í öðrum löndum hins spænskumælandi heims. Meira
5. mars 2009 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

Svart/hvítt er svo mikið 2007

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 206 orð | 2 myndir

Söngvakeppnin selst langbest

PLATA með tónlistinni úr Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2009 er mest selda plata á Íslandi um þessar mundir. Og skal engan undra því eins og flestir vita eru Íslendingar söngvakeppni-óðir, þá sérstaklega þegar kemur að Evróvisjón. Meira
5. mars 2009 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Veðsetur Chagall

Metropolitan-óperan í New York er svo skuldsett að samkvæmt The New York Times hefur hún veðsett hin tvö gríðarstóru og frægu málverk eftir Marc Chagall sem eru í anddyri óperuhússins og blasa við vegfarendum af Lincoln-torgi. Meira
5. mars 2009 | Kvikmyndir | 464 orð | 2 myndir

Verslað fram í rauðan dauðann

Það er á vissan hátt skondið að aðskóknarmesta kvikmynd liðinnar helgar sé mynd sem fjallar um óráðsíu og peningasóun, á tímum kreppunnar ógurlegu. Meira

Umræðan

5. mars 2009 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Athugasemdir vegna fúkyrðaflaums

Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um pistla Kolbrúnar Bergþórsdóttur: "Þetta hjal Kolbrúnar dæmir sig í raun sjálft. Það varpar leiðum skugga á ritstjórn Morgunblaðsins." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 1232 orð | 2 myndir

Á ríkið að setja upp eignasölufélag?

Eftir Gauta Eggertsson og Jón Steinsson: "Almennt er talið óskynsamlegt að bankar eigi fyrirtæki sem þeir lána til. Ef málum er þannig háttað er bankinn í rauninni báðum megin við borðið í öllum ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækjanna." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Bankahrun og menntun starfsmanna

Á DÖGUNUM birtust blaðafréttir um reynslulitla starfsmenn í bönkum á Íslandi. Í kjarakönnun kom fram að 41% starfsmanna, flestir ungir karlmenn, hefðu unnið þar í fimm ár eða skemur. Einnig var sagt frá því að almennt væru þeir vel menntaðir. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Er engum brugðið eða misboðið? – Landráð um hábjartan dag

Auður Hansen er ósátt með nýja Seðlabankastjórann: "Norðmenn sem áður sáu til þess að þjóðin sylti sárum, eru nú grátbeðnir um að koma og bjarga íslensku þjóðinni frá glötun....er engum misboðið?" Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Er hugsanlegt að það sé hagnaður af því að fella niður vexti?

EKKI þarf að lýsa fyrir lesendum ástandi þjóðfélagsins eins og það hefur þróast síðan í haust. Atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja og heimila er fyrirsjáanlegt og allar þær hörmungar sem slíku ástandi fylgja. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 289 orð | 1 mynd

Ég vil leggja mitt af mörkum

Eftir Huldu Skúladóttur: "ÉG HEF alla tíð verið vinstrisinnuð jafnaðarmanneskja, allur jöfnuður er mér hugleikinn, hvort sem er milli kynja, vegna þjóðernis, heimilisaðstæðna, kynhneigðar, aldurs, líkamlegs og andlegs atgervis, búsetu eða menntunar o.s.frv." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Frjálslyndi flokkurinn

Eftir Guðjón A. Kristjánsson: "ÉG VERÐ að segja að pistlahöfundurinn Kolbrún Bergþórsdóttir á Morgunblaðinu vekur mér furðu í blaðinu sunnudaginn 1. mars sl. Frjálslyndi flokkurinn er til og andlátstilkynning Kolbrúnar algjörlega ótímabær." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Frumbyggjar í fleiru en fjármálum

Margrét Hermanns Auðardóttir skrifar opið bréf til alþingismanna.: "Það er því þrálát spurning hvernig það megi vera, nú öld síðar og gott betur... að „lögboðin“ fornleifavernd sé í skötulíki hjá okkur." Meira
5. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Hallur Hallsson og skríllinn

Frá Guðjóni Jenssyni: "HALLUR Hallsson blaðamaður ritar greinarstúf í Morgunblaðið fyrir nokkru: „Af ljótasta einelti Íslandssögunnar“. Því miður fer þessi að mörgu leyti ágæti blaðamaður með furðulegar fullyrðingar." Meira
5. mars 2009 | Pistlar | 457 orð | 1 mynd

Hvernig á að tala launin sín niður

Þjóðin er yfir sig hneyksluð á ýmsu og þar er svo sannarlega af nógu að taka. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd

Hvers vegna Obama gæti ekki sigrað á Íslandi

ÉG BÝ við þá sérstöðu að vera Íslendingur, en hafa samt augu gests, þar sem ég hef búið erlendis í tuttugu ár. Meira
5. mars 2009 | Blogg | 72 orð | 1 mynd

Jóhann F. Kristjánsson | 4. mars 2009 Að berjast við vindmyllur...

Jóhann F. Kristjánsson | 4. mars 2009 Að berjast við vindmyllur Fyrirtæki um landið berjast við minnkandi viðskipti og ofurvexti. Gjaldþrotum fjölgar og fólk missir vinnuna. Meira
5. mars 2009 | Blogg | 128 orð | 1 mynd

Jón Gerald Sullenberger | 4. mars 2009 Viðtalið við Kenneth Rogoff Í...

Jón Gerald Sullenberger | 4. mars 2009 Viðtalið við Kenneth Rogoff Í kvöld var viðtal við Kenneth Rogoff á RÚV. Bogi Ágústsson var með þennan flotta mann í frábæru viðtal og mæli ég með að allir horfi á þennan þátt. Meira
5. mars 2009 | Blogg | 135 orð | 1 mynd

Kristjana Bjarnadóttir | 4. mars 2009 Mannlíf á biðstofu tannlæknis Ég...

Kristjana Bjarnadóttir | 4. mars 2009 Mannlíf á biðstofu tannlæknis Ég sat á biðstofu tannlæknis í gær. Þar gluggaði ég í gamalt Mannlífsblað frá apríl 2008. Í blaðinu var umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og hversu tæpt bankarnir stæðu. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 320 orð | 1 mynd

L-listinn, ný hreyfing fyrir nýja tíma

Eftir Þórhall Heimisson: "ALLT frá því að hrunið mikla varð hér á landi á liðnu hausti, hefur hópur fólks komið saman reglulega úr öllum flokkum og utan flokka til að ræða ástand mála. Slík grasrótarumræða átti sér stað víða." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 257 orð | 1 mynd

Með heiðarleika og von að leiðarljósi

Eftir Grétu Ingþórsdóttur: "ÍSLENSKA þjóðin hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika á síðustu mánuðum. Fyrir dyrum standa miklar breytingar á samfélagi okkar en í þeim felast jafnframt mikil tækifæri. Forgangsmál er að vinna bug á atvinnuleysinu. Við megum ekki sætta okkur við það." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Neikvæð verðbólguvísitala

Í MORGUNBLAÐINU birtist fyrsta grein mín af nokkrum hinn 24. nóv. sl. þar sem ég spáði því að með styrkingu krónunar myndi verðbólguvísitalan falla úr óðaverðbólgu niður í neikvæða verðbólgu á nokkrum vikum. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Nýr sáttmáli og undanbragðalaus reikningsskil

Eftir Ara Matthíasson: "ÞAÐ er þekkt að umfang skattasniðgöngu og skattsvika er í réttu hlutfalli við linkind stjórnvalda í garð þeirra sem uppvísir verða að slíku." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Snorri Ásmundsson formaður Sjálfstæðisflokksins?

Eftir Snorra Ásmundsson: "KÆRU sjálfstæðismenn. Þar sem ég hef ákveðið að gefa kost á mér í formannskjör Sjálfstæðisflokksins er rétt að skrifa nokkur orð til að hnykkja á nokkrum atriðum." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 678 orð | 1 mynd

Sólarljósið, svefninn og ellihrörnunin

Pálmi Stefánsson skrifar um sólarljósið og heilsuna: "Ellin er í raun sjúkdómur sem stafar af minnkandi hormónastarfsemi vegna hrörnunar heiladingulsins og vaxandi skemmda í frumum líkamans." Meira
5. mars 2009 | Blogg | 121 orð | 1 mynd

Svavar Alfreð Jónsson | 3. mars 2009 Blóm og brækur Ber ekki öllum...

Svavar Alfreð Jónsson | 3. mars 2009 Blóm og brækur Ber ekki öllum málsmetandi hagfræðingum saman um að neyslan haldi hagkerfum okkar gangandi? Neyslan er erótík efnahagslífsins. Neyslan örvar vöxt. Neyslan er lögmálið. Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Syngjum og biðjum

Ræktaðu sjálfan þig á líkama og sál, segir Sigurbjörn Þorkelsson: "Söngur og bæn eru besta áfallahjálpin, bæði kvíðastillandi og streitulosandi. Samkennd vex, áhyggjurnar líða á braut og friðurinn tekur að flæða inn." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 748 orð | 1 mynd

Úr heilbrigðiskerfinu yfir í markaðsfræði

Brynja Laxdal skrifar um markaðsfræði: "Á síðum dagblaðanna hefur t.d. mátt sjá hvar markaðshyggja er ranglega notuð í stað gróðahyggju og markaðsvæðing í stað græðgisvæðingar." Meira
5. mars 2009 | Aðsent efni | 507 orð

Vegna athugasemdar landlæknis

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kristínu Sólveigu Bjarnadóttur hjúkrunarfræðingi vegna athugasemdar landlæknis í blaðinu sl. þriðjudag. Meira
5. mars 2009 | Velvakandi | 178 orð | 2 myndir

Velvakandi

Niðurskurður heilbrigðisþjónustu SEGJA má að nú séu þeir tímar að heilbrigðiskerfið þurfi að skera niður þjónustu. En höfum við efni á því að hrun verði í heilbrigðiskerfinu bæði varðandi faglega þekkingu og þjónustu? Guðrún Gyða Ölvisdóttir. Meira

Minningargreinar

5. mars 2009 | Minningargreinar | 2404 orð | 1 mynd

Arnþrúður Kristinsdóttir Möller

Arnþrúður Kristinsdóttir Möller fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1923. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Júlíus Markússon, kaupmaður í Geysi, f. 3. júlí 1894, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2009 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Eyrarbakka 8. júlí 1920. Hún lést á Hrafnistu á Vífilstöðum 24. febrúar síðastliðinn. Hún var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, f. 28. ágúst 1888, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2009 | Minningargreinar | 1920 orð | 1 mynd

Halldór B. Stefánsson

Halldór Brynjólfur Stefánsson fæddist í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð 3.3. 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25.2. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Halldórsson, f. 9.6. 1903, d. 25.3. 1997 og Ástríður Þorgeirsdóttir, f. 20.9. 1908, d. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2009 | Minningargreinar | 2091 orð | 1 mynd

Róbert F. Gestsson

Róbert Freeland Gestsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1924. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Júlíusdóttir saumakona, f. í Skrapatungu í Vindhælishreppi í A-Húnavatnssýslu 19. Meira  Kaupa minningabók
5. mars 2009 | Minningargreinar | 2258 orð | 1 mynd

Þorbjörn Friðriksson

Þorbjörn Friðriksson fæddist í Reykjavík hinn 22. apríl 1934. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund hinn 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Einarsson, f. 17.3. 1911, d. 30.1. 1970, og Hannesína Rut Þorbjörnsdóttir, f. 11.9. 1915, d.... Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

5. mars 2009 | Daglegt líf | 123 orð

Af Kristni og Samfylkingu

Vísa varð til hjá Ólínu Þorvarðardóttur í bílnum hjá prófkjörsframbjóðendum Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi „þegar fréttist að Kristinn H. Meira
5. mars 2009 | Daglegt líf | 254 orð | 1 mynd

Ekki bara flakkari

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Sjónvarpsflakkari er orð sem er mörgum tamt nú um stundir, en það tæki sem hér er tekið til kosta er annað og meira. Archos TV+ er nýlegt tæki sem ætlað er sem viðbót við sjónvarp, frekar en viðbót við tölvu. Meira
5. mars 2009 | Daglegt líf | 621 orð | 3 myndir

Gaman að hafa hænsni og spjalla við þau

Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsýsla | „Það er mjög gott að vera ein í kofanum hjá hænsnunum því þar getur maður tæmt hugann og endurhlaðið aftur. Meira
5. mars 2009 | Daglegt líf | 217 orð | 1 mynd

Nemendur fluttu eigin verk á degi tónlistarskólanna

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Nútímatónlist var þema Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á árlegum degi tónlistarskólanna. Nemendur kynntu sér nútímatónlist allan febrúarmánuð og fluttu afrakstur vinnunnar á tónleikum. Meira
5. mars 2009 | Daglegt líf | 438 orð | 1 mynd

Ódýr kindabjúgu og svið

Bónus Gildir 5.-8. mars verð nú verð áður mælie. verð Myllu heimilisbrauð, 375 g 98 133 261 kr. kg Frosnir ýsubitar roð/beinl. 698 798 698 kr. kg Bónus ferskar pitsur, 400 g 398 498 995 kr. kg KB ferskt nauta/lambahakk 498 0 498 kr. Meira

Fastir þættir

5. mars 2009 | Árnað heilla | 193 orð | 1 mynd

„Aldrei liðið betur“

Sigurður Valur Sveinsson, fyrrverandi landsliðsskytta í handknattleik, er fimmtugur í dag. Meira
5. mars 2009 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tveir hissa. Meira
5. mars 2009 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Hver er sá er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það...

Orð dagsins: Hver er sá er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13. Meira
5. mars 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Nína Sif fæddist 18 febrúar kl. 11.32. Hún vó 4.255 g og 52 cm...

Reykjavík Nína Sif fæddist 18 febrúar kl. 11.32. Hún vó 4.255 g og 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Herborg Drífa Jónasdóttir og Daði... Meira
5. mars 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Sævar Þór fæddist 15. ágúst kl. 13.26. Hann vó 1.600 g og var...

Reykjavík Sævar Þór fæddist 15. ágúst kl. 13.26. Hann vó 1.600 g og var 40 cm langur. Foreldrar hans eru Linda Ósk Þórmundsdóttir og Ómar Gísli... Meira
5. mars 2009 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 a6 4. g3 b5 5. Bg2 Bb7 6. a3 Rd7 7. Rge2 e5 8. h3 Bg7 9. dxe5 dxe5 10. Be3 Rgf6 11. g4 O-O 12. Rg3 Re8 13. Dd3 Rd6 14. O-O-O Dh4 15. Kb1 Hfd8 16. g5 Rf8 17. Rd5 Re6 18. Dc3 Rc4 19. Bc1 Bxd5 20. exd5 Rf4 21. Be4 Hab8 22. Meira
5. mars 2009 | Fastir þættir | 314 orð

Víkverjiskrifar

Það er svo sem ekki í frásögur færandi, þótt með ólíkindum sé, að Víkverji á þrjátíu ára fermingarafmæli í vor. Því nefnir Víkverji þetta að honum varð nýlega hugsaðtil menntaskólaáranna. Meira
5. mars 2009 | Í dag | 151 orð | 2 myndir

Þetta gerðist...

5. mars 1938 Bæjarhús í Húsavík í Norður-Múlasýslu tók af grunni í aftaka norðanveðri, með fólki og öðru sem í þeim var. Húsin fuku niður fyrir sjávarbakka og þótti furðu gegna að fólk kæmist lífs af. Meira

Íþróttir

5. mars 2009 | Íþróttir | 730 orð | 1 mynd

23 fráköst Signýjar dugðu ekki til hjá Val

HAMAR frá Hveragerði mætir deildarmeisturum Hauka í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik kvenna. Hamar tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja Val að velli í Vodafonehöllinni í gærkvöldi 70:51. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 545 orð | 3 myndir

„Sjálfstraustið minnkar ekki með svona sigri

ÍSLENSKA kvennalandsliðið lagði það norska 3:1 í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum, sem hófst í Portúgal í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir gerði tvö marka Íslands og þriðja markið var sjálfsmark. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Birkir sendur heim í aðgerð

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is BIRKIR Már Sævarsson landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Brann kemur nær örugglega til með að missa af leik Íslands og Skotlands í undankeppni HM sem fram fer á Hampden Park hinn... Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 439 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ásdís Hjálmsdóttir , Ármanni , og Bergur Ingi Pétursson, FH , hafa verið valin til að keppa á 9. Vetrarkastmóti Evrópu, sem fram fer á Los Realejos á Tenerife , um aðra helgi. Bergur Ingi keppti í sleggjukasti á 8. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 448 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö marka Íslands gegn Noregi í Algarve-bikarnum í knattspyrnu í gær og er þar með orðin tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 659 orð

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikar 1. riðill: Breiðablik &ndash...

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikar 1. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

Manchester United með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar

SJÖ leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem hæst bar leik Newcastle og Manchester United. Lærisveinar Sir Alex Ferguson, nýkrýndir deildabikarmeistarar, gátu náð sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Ólafur í ham í Zaragoza

ÓLAFUR Stefánsson, handknattleiksmaður hjá Ciudad Real á Spáni, var í miklum ham í gærkvöldi þegar liðið heimsótti Aragón í Zaragoza. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 117 orð

Óvænt tap hjá Rangers

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem stórlið Glasgow Rangers tapar á heimavelli í skosku úrvalsdeildinni, nema þá helst fyrir erkifjendunum og nágrönnunum í Celtic. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Sigurgangan heldur áfram hjá Alfreð og Kiel í þýsku deildinni

ÞRÍR leikir voru í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi og þar héldu Alfreð Gíslason og lærisveinar hans áfram sigurgöngu sinni og lögðu Gummersbach 36:30, þeirra 22. sigur í röð í deildinni. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Spennan mikil í 1. deildinni

HRUNAMENN unnu Laugdæli í 1. deildinni í körfuknattleik karla í gær, 84:70. Mikil spenna er í deildinni um hvaða tvö lið komast í úrslitakeppnina, því fjögur lið keppa þar um hituna, en Hamars-menn eru nokkuð öruggir um efsta sætið. Meira
5. mars 2009 | Íþróttir | 567 orð | 1 mynd

Sæst á skiptan hlut í jöfnum slag á Akureyri

AKUREYRI og HK áttust við í N1 deild karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik enda liðin á svipuðum stað í deildinni. Sú varð líka raunin og lauk leik með því að liðin skiptu með sér stigunum með því að gera 25 mörk hvort um sig. Meira

Viðskiptablað

5. mars 2009 | Viðskiptablað | 80 orð

Aðstoða þá sem þurfa aðstoð

FYRIRHUGAÐAR aðgerðir ríkisstjórnar Baraks Obama til aðstoðar íbúðaeigendum í Bandaríkjunum verða einskorðaðar við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 393 orð | 1 mynd

Bankaleynd verður afnumin með öllu

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 470 orð | 1 mynd

„Ég sé um vörurnar og hann sér um tölurnar“

Erla Hlín Helgadóttir rekur ásamt eiginmanni sínum, Eggerti Þór Aðalssteinssyni, barnafataverslanirnar Adams og Zink í Smáralind. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 189 orð

Bilið milli ríkra og fátækra minnkar dag frá degi

EFNAHAGSKREPPAN, líkt og dauðinn sjálfur, gerir ekki greinarmun á fólki eftir efnahag eða uppruna. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 139 orð

Björgun Baugs of dýr Glitni

Lögmenn Glitnis og Íslandsbanka mótmæltu því í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Baugur fengi framlengingu á greiðslustöðvun um þrjá mánuði. Í því felst vilji til að taka Baug Group til gjaldþrotameðferðar og skipa skiptastjóra til að gera þrotabúið upp. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 870 orð | 2 myndir

Buffett þegar á móti blæs

Eftir Má Wolfgang Mixa SÍÐASTA ár var ekki aðeins versta ár bandarískra hlutabréfavísitalna síðan Warren Buffett hóf starfsemi fjárfestingarsjóðsins Berkshire Hathaway. Það var einnig metár í slakri ávöxtun sjóðsins sjálfs. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 265 orð | 1 mynd

Byrjunin á árinu lofar ekki góðu

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR í helstu kauphöllum Asíu og Evrópu hækkuðu nokkuð í gær. Þær hækkuðu einnig töluvert við opnun markaða í Bandaríkjunum. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 290 orð | 1 mynd

Endurreisn Exista kynnt

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Stjórnendur Exista stefna að því að greiða 89% af kröfum lánadrottna til baka til ársins 2023. Það sem upp á vantar verður greitt í formi hlutabréfa í félaginu. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Fokið í flest skjól

ÍRSKA láglaunaflugfélagið Ryanair íhugar nú hvort rukka eigi farþega fyrir notkun á salernum um borð í flugvélum félagsins. Forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, sagði nýlega að í skoðun væri að setja myntrauf á salernin. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 36 orð | 2 myndir

Glitnir vill Baug í gjaldþrotameðferð

Óvænt Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri, Baugs Group, segist ekki skilja hvað Glitni gengur til með að mótmæla áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ragnar H. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 127 orð

Hermann gerði rétt

PÓST- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvað í gær að Síminn mætti neita Tali um áframhaldandi svæðisbundinn aðgang að farsímaneti sínu í gegnum reikisamning Vodafone og Símans. Tal var með aðgang að svæði Símans á grundvelli samnings sem rann úr gildi um sl. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Jón Diðrik kaupir Senu

JÓN Diðrik Jónsson og Magnús Bjarnason félagi hans í eignarhaldsfélaginu Garðarshólma, hafa keypt öll hlutabréf í afþreyingarfyrirtækinu Senu. Íslensk afþreying hét áður 365 hf. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 254 orð | 1 mynd

Kaupþingsmenn flýja

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞORLÁKUR Runólfsson, forstöðumaður einkabankaþjónustu hjá Nýja Kaupþingi, sagði starfi sínu lausu í gær. Fimm lykilstarfsmenn sögðu störfum sínum lausum á mánudaginn. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Krónan eins og fyrir fallið

GENGISVÍSITALA krónunnar lækkaði um 1,0% í gær og styrktist krónan því sem því nemur. Er vísitalan nú 188,1 stig, en hún hefur ekki verið lægri síðan á mánudeginum 29. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 813 orð | 3 myndir

Leið yfir brattasta hjallann

Eftir Agnar Tómas Möller og Gísla Hauksson VANDI heimilanna er ærinn nú um stundir og ræður þróun á fasteignamarkaði þar miklu. Miðað við spár frá opinberum aðilum er gert ráð fyrir að það taki að rofa til að 2-4 árum liðnum. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 153 orð

Nornabúðin lokar dyrum

NORNABÚÐIN, eina verslunin á Íslandi sem boðið hefur upp á galdur í neytendapakkningum, verður formlega lokað um næstu mánaðamót. Kemur þetta fram á vefsíðu verslunarinnar. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 226 orð | 1 mynd

Notar skófatnaðinn til að rabba við vinina

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁSTRALSKUR vísindamaður, Paul Gardner, hefur smíðað skó, sem einnig er farsími. Til að nota farsímann þarf eigandinn annaðhvort að vera afskaplega sveigjanlegur, eða taka af sér skóinn. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 429 orð | 1 mynd

Ný verkfæri gegn aflandsfélögunum

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is „Ég held að þetta sé tímamótafrumvarp. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 219 orð | 1 mynd

Óplægður akur fyrir ferðaþjónustuna

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KYNNING á íslenskri ferðaþjónustu og tækifærum til fjárfestinga á Íslandi, sem hófst í Japan síðastliðinn mánudagu og lýkur á morgun, hefur gengið mjög vel, að sögn Ólafar Ýrar Atladóttur ferðamálastjóra. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 99 orð | 1 mynd

Óvæntar tölur frá Ástralíu

VERG landsframleiðsla í Ástralíu dróst saman um 0,5% á fjórða fjórðungi síðasta árs. Samdrátturinn kom flestum sérfræðingum algjörlega á óvart að því er fram kemur í erlendum vefmiðlum. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Sparisjóðurinn efstur

SPARISJÓÐURINN mældist efstur í flokki banka og sparisjóða í Íslensku ánægjuvoginni, en niðurstöður voru kynntar í gær. Sparisjóðurinn er í fyrsta sæti með 78,5 stig. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 110 orð

Staðfestir sekt á Haga

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Haga, sem reka m.a. verslunarkeðjuna Bónus, um 315 milljónir króna. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 19. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 110 orð | 1 mynd

Trúgjarn bókarhöfundur

SÁLFRÆÐIPRÓFESSOR við Colorado-háskóla, Stephen Greenspan, var einn þeirra sem töpuðu peningum í svikamyllu Bernards Madoffs, en alls töpuðu fjárfestar 50 milljörðum dala hjá Madoff. Tap Greenspans nemur 250. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 781 orð | 2 myndir

Tækifæri til endurskipulagningar

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Markmið ríkisstjórnarinnar með breytingum á lögum um svonefnda aðför, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti er að bæta stöðu mikið skuldugra heimila. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 61 orð

Útdeila peningum í Japan

JAPANSKA þingið hefur samþykkt að sérhver Japani fái peningagreiðslu frá hinu opinbera. Markmiðið er að örva efnahagslífið, en verðhjöðnun hefur íþyngt þjóðlífinu. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Vilja þrýsta fast á skattaskjólin

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FRÖNSK og þýsk stjórnvöld leggja ríka áherslu á að leiðtogar 20 helstu iðnríkja heims, G20-ríkin svokölluðu, taki á væntanlegum fundi hinn 2. Meira
5. mars 2009 | Viðskiptablað | 72 orð | 1 mynd

Ætla að gera meira í Kína

KÍNVERSKI forsætisráðherrann, Wen Jiabao, mun tilkynna á morgun nýjar aðgerðir til að örva efnahagslífið í landinu. Frá þessu var greint í gær, samkvæmt frétt Bloomberg . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.