Greinar fimmtudaginn 31. mars 2011

Fréttir

31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 223 orð

600 milljarða neyðarlög

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Vegna setningar neyðarlaganna munu breskir og hollenskir innistæðueigendur fá allar eignir Landsbankans í sinn hlut, tæplega 1.200 milljarða, sé miðað við nýjasta mat skilanefndar bankans. Meira
31. mars 2011 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ávarp Assads olli vonbrigðum

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sagði þegar hann ávarpaði þjóðina í þinghúsinu í Damaskus í gær að hann myndi sigra þá sem staðið hefðu að „samsæri gegn landinu“. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Beðið í röðum eftir að kaupa garðyrkjuáhöld

Helgi Bjarnason Albert Kemp Mikill áhugi var á uppboði á búnaði, sem notaður var til ræktunar á kannabisplöntum, verkfærum og fleiri hlutum, sem fram fór á Fáskrúðsfirði í gær. Allt seldist og slegist var um sumt. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Brjálað að gera í kvöld í boltanum

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Tveir nýir fréttamenn hefja senn störf hjá RÚV á Akureyri; Snæfríður Ingadóttir og Þórhildur Ólafsdóttir sem koma í stað Freyju Daggar Frímannsdóttur og Óskars Þórs Halldórssonar. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Dans og fjör

Árleg danssýning World Class var haldin í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Var þetta stærsta sýningin til þessa en rúmlega fimm hundruð nemendur tóku þátt að þessu sinni. Tvær sýningar voru haldnar í gærkvöldi og var uppselt á þær... Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 141 orð

Dráttarvextir verði felldir niður

Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í vikunni fram frumvarp til breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. Frumvarpið kveður á um það að dráttarvextir sem fallið hafa til frá og með 1. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Engin tillaga að lausn

Anna Kristín Ólafsdóttir átti í gær fund með embættismönnum í forsætisráðuneytinu um niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Engin tillaga að lausn var lögð fram á fundinum. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Evra eða króna?

Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, mun halda erindi um framtíðarskipan gjaldeyrismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Evra eða króna?“ Erindið er hluti af fundaröð Já Ísland. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Fangelsin löngu sprungin

Fangar með dóma fyrir ofbeldisbrot, kynferðisbrot og alvarleg fíkniefnabrot eru ekki síður vistaðir í opnu fangelsunum á Kvíabryggju og Bitru en í öryggisfangelsunum á Litla-Hrauni, Akureyri, í Kópavogi og Hegningarhúsinu. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Fékk svar og hyggst fylgja málinu eftir

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 1104 orð | 10 myndir

Flestar eignir OR til sölu

baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flestallar eignir utan kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru falar til kaups, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hyggst OR fá um 10 milljarða króna með eignasölu til ársins 2016. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 1306 orð | 4 myndir

Glórulaust að hafa ekkert fangelsi á höfuðborgarsvæðinu

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fangahópurinn í fangelsum landsins hefur mikið breyst á undanförnum árum. Æ fleiri sitja inni fyrir alvarleg brot á borð við manndráp, líkamsárásir, kynferðisafbrot, þ.ám. gegn börnum, stór fíkniefnabrot og síbrot. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Götumarkaður í Garðabæ

Á laugardag nk. verður haldinn götumarkaður á Garðatorgi í Garðabæ. Markaðurinn stendur frá kl. 13-18 og mun ýmislegt skemmtilegt verða á boðstólnum, bæði notað og nýtt. Íþróttakona Garðabæjar mun koma ásamt dansherra sínum og dansa um kl. 15:00. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 158 orð

Innihaldsmerkingar varða almannaheill

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að matvæli hafi verið innkölluð úr verslunum vegna þess að þau innihalda ofnæmis- og óþolsvaldandi hráefni sem ekki eru tiltekin í innihaldslýsingu umbúða vörunnar. Meira
31. mars 2011 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Íhuga að nota vélmenni

Sérfræðingar í Japan íhuga nú ýmsar leiðir til að afstýra frekari geislamengun frá Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Íhugunarmantra Dalai Lama til þingmanna

Listamaðurinn Tolli afhenti í gær formönnum þingflokkanna geisladiska fyrir alla þingmenn með íhugunarmöntru Dalai Lama. Hefur hann framleitt þúsund eintök en þau má aðeins gefa en ekki selja. Meira
31. mars 2011 | Erlendar fréttir | 406 orð | 2 myndir

Kosningabrella í boði fransks heimspekings?

Franski heimspekingurinn Bernard-Henri Lévy hlýtur að teljast áhrifamesti heimspekingur heims nú um stundir eftir að hafa gegnt mikilvægu hlutverki í því að fá Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, til að samþykkja hernaðaríhlutun í Líbíu. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Kristinn

Brúnaþungir Verkalýðsforingjarnir Gylfi Arnbjörnsson og Sigurður Bessason eru liðtækir í Mottumars en þungir voru þeir á brún þegar þeir komu út af fundi með fulltrúum... Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 236 orð

Lífeyrissjóðir í viðræðum við OR og Magma Energy

„Lífeyrissjóðir eiga þarna ákveðið frumkvæði og það kom ekki til fyrr en okkur var kunnugt um að Orkuveitan hefði ekki burði til að ráðast í þessa virkjun,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, en sjóðirnir... Meira
31. mars 2011 | Erlendar fréttir | 560 orð | 3 myndir

Ljá máls á því að senda vopn

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann útiloki ekki þann möguleika að senda uppreisnarmönnum í Líbíu vopn til að steypa einræðisstjórn landsins af stóli. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

Loðnir leikskólanemendur

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hljóðin sem berast frá leikskólanum Voffaborg í Víðidal í Reykjavík eru af nokkuð öðrum toga en gengur og gerist með leikskóla. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Magnús í forystu á lokadegi átaksins Mottumars

Síðasti dagur Mottumars er í dag og fer því hver að verða síðastur að heita á þá sem safnað hafa yfirvaraskeggi í þágu baráttunnar gegn krabbameini karla. Alls hafa 25 milljónir króna safnast í átakinu en um 1. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Óeðlilegt að saksóknari þrýsti á þingið

Andri Árnason hrl., verjandi Geirs H. Haarde, mótmælir því harðlega að Alþingi geri breytingar á lögum um landsdóm, eftir að ákæra var samþykkt á Alþingi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, sagði í samtali við mbl. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 510 orð | 3 myndir

Ríkisstjórnin leggur spilin á borðið í dag

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna sýndu forystumönnum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins ekki á spilin á fundi í Stjórnarráðinu í gær. „Við fórum á þennan fund til að fá svör. Meira
31. mars 2011 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Saka Wal-Mart um brot á jafnréttislögum

Verslunarkeðjan Wal-Mart er nú fyrir hæstarétti Bandaríkjanna vegna ásakana um að hún hafi brotið jafnréttislög með því að greiða körlum hærri laun en konum í sambærilegum störfum. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 10 orð | 2 myndir

Skannaðu kóðann til að horfa á fjörugt myndskeið af hundunum...

Skannaðu kóðann til að horfa á fjörugt myndskeið af... Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 566 orð | 3 myndir

Skurðhnífnum beitt af nokkurri varfærni

Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Embætti landlæknis og Lýðheilsustofnunar renna saman í eitt undir heiti þess fyrrnefnda, var niðurstaða Alþingis í gær. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Stefán Einar nýr formaður VR

Stefán Einar Stefánsson framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags var kjörinn formaður VR til næstu tveggja ára, en úrslit í formannskjöri voru tilkynnt í gær. Hann hlaut 977 atkvæði eða 20,6%. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Uppsveitarbros

Viðurkenningin „Uppsveitabrosið“ hefur verið veitt í sjöunda sinn og var það Magnús Hlynur Hreiðarsson, blaða- og fréttamaður á Selfossi sem hlaut það fyrir frábært samstarf, jákvæðni og skemmtilegan fréttaflutning. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Veigamikil mál láta bíða eftir sér

Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Dagurinn í dag er sá síðasti sem hægt er að leggja fram ný mál á Alþingi fyrir sumarhlé, en síðasti þingfundur þessa þings verður, samkvæmt starfsáætlun, þann 9. júní. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 139 orð | 2 myndir

Verðlaunuð fyrir besta danska súkkulaðið

„Þetta er mesta viðurkenning sem maður getur fengið og kemur á óvart því við höfum ekki rekið þetta nema í þrjú ár,“ segir Þormar Þorbergsson, súkkulaðigerðarmaður í Odense Chokoladehus í Óðinsvéum. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Vill reisa nýtt húsnæði við Reykjavíkurflugvöll

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ríkið hafi lagt til að reist verði nýtt húsnæði vestan Reykjavíkurflugvallar, þar sem núverandi þjónustumiðstöð er eins fljótt og kostur sé. Meira
31. mars 2011 | Innlendar fréttir | 165 orð | 3 myndir

Vinstri grænir treysta ekki NATO fyrir Líbíu

Flokkur Vinstri grænna treystir ekki NATO enda er hann mótfallinn aðild Íslands að hernaðarbandalaginu og hernaðarbandalögum yfirleitt. Þetta kom fram í máli Álfheiðar Ingadóttur á Alþingi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

31. mars 2011 | Leiðarar | 360 orð

Landsdómsmál í slæmum farvegi

Landsdómsákæra fór illa af stað og hefur enn ekki lagast Meira
31. mars 2011 | Leiðarar | 188 orð

Óánægja með haftatillögur

Haftabúskap ríkisstjórnarinnar hefur hvarvetna verið illa tekið Meira
31. mars 2011 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Ætlar þjóðin að taka þátt í tapinu?

Ákafamenn um ólögmæta skuldsetningu Íslands leggja mikið á sig þessa dagana til að sannfæra þjóðina um að hagsmunir hennar felist í að taka á sig skuldir annarra. Meira

Menning

31. mars 2011 | Tónlist | 221 orð | 1 mynd

Aldrei fór ég suður í áttunda sinn

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, kynnti hátíðina á blaðamannafundi í gærdag sem haldinn var á Ísafjarðarflugvelli. Meira
31. mars 2011 | Tónlist | 776 orð | 2 myndir

„Þetta er gríðarlega spennuþrungin tónlist og átakamikil“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Jóhannesarpassían er eitt af helstu stórverkum tónlistarsögunnar – eitt af þessum klassísku verkum sem eru ný í hvert skipti sem þau eru flutt,“ segir Hörður Áskelsson. Meira
31. mars 2011 | Hönnun | 55 orð | 1 mynd

Daggalá hannaði EVE Online kjól á kynni EVE Fanfest

* Hönnuðurinn Daggalá og fyrirtækið Tanna sameinuðu krafta sína við gerð sérstaks EVE Online kjóls fyrir CCP-kynninn Stevie Ward sem kemur að framleiðslu leikjanna fyrir CCP og vinnur við gerð kynningarefnis. Ward var kynnir á EVE Fanfest hátíðinni sl. Meira
31. mars 2011 | Tónlist | 223 orð | 1 mynd

Dagskrá Listahátíðar kynnt í dag

Nánast uppselt er á þá þrjá viðburði sem hafin er miðasala á hjá Listahátíð í Reykjavík, en það eru tónleikar tenórsins Jonas Kaufmanns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, „dansandi tónleikar“ spænsku hipphopp- og flamengósveitarinnar Ojos de... Meira
31. mars 2011 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Dansvæn tónlist og fjölbreytt á Sódómu Reykjavík

* Í kvöld halda tónlistarmaðurinn Loji og hljómsveitirnar Hellvar, Baku Baku og Hljómsveitin Ég tónleika á Sódómu Reykjavík og hefjast þeir kl. 22. Baku Baku er ný hljómsveit sem flytur dansvæna tónlist hlaðna áhrifum frá síðpönki og ögrandi nýbylgju. Meira
31. mars 2011 | Kvikmyndir | 299 orð | 2 myndir

Enginn í fýlu í sjósundi

Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur (SJÓR) stendur fyrir sjóbíói í Nauthólsvík í kvöld kl. 22. Sýnd verður kvikmyndin Jaws 2 en þetta er í annað sinn sem sjóbíóið er haldið. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Ennþá sama geðveikin

Þegar ég tók proggið föstum tökum í ástríðufullum sagnfræðirannsóknum mínum hvað popp og rokk varðar á unglingsárum heillaði ein sveit mig upp úr skónum. Ekki var það Yes, E.L.P eða Floyd, nei það var hin skrítilega nefnda Van der Graaf Generator. Meira
31. mars 2011 | Kvikmyndir | 110 orð | 1 mynd

Google leitar stjarna fyrir YouTube

Fyrirtækið Google hefur í hyggju að fá Hollywood-stjörnur til að taka þátt í gerð efnis fyrir myndbandavefinn YouTube, en hann er í eigu Google. Meira
31. mars 2011 | Tónlist | 154 orð | 1 mynd

Hárið síkkar að aftan

Undirritaður var um tíu ára gamall þegar Duran Duran-æðið stóð hvað hæst. Þá skiptust menn í tvær fylkingar, annað hvort voru þeir Duran Duran-menn eða Wham-arar. Meira
31. mars 2011 | Tónlist | 247 orð | 2 myndir

Hvar í skollanum er Britney?

Nægu púðri hefur verið eytt í fyrirbærið Britney Spears að undanförnu, skoðum aðeins tónlistina sem kom henni fyrir það fyrsta á kortið. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Kínverjar kaupa postulínsverk

Kaupendur frá Asíu voru áberandi á uppboði Christie's á postulínsgripum í New York í vikunni, samkvæmt The Art Newspaper. Sjö af verðmætustu gripunum voru seldir söfnurum í Kína. Meira
31. mars 2011 | Kvikmyndir | 45 orð | 1 mynd

Kurteist fólk frumsýnt í dag

Íslenska kvikmyndin Kurteist fólk, eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson, verður frumsýnd í dag. Kurteist fólk fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný. Meira
31. mars 2011 | Myndlist | 196 orð | 1 mynd

Kynningarmiðstöð veitti styrki

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar úthlutaði í gær styrkjum til verkefna á sviði myndlistar, samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Liam Neeson velgjörðarsendiherra UNICEF

Leikarinn Liam Neeson hefur verið gerður að velgjörðarsendiherra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Í tilkynningu vegna þessa segir að Neeson hafi lengi barist fyrir því að bæta líf fátækra barna um heim allan. Meira
31. mars 2011 | Kvikmyndir | 480 orð | 2 myndir

Meinbugur kerfiskarlanna

Leikstjórn og handrit: George Nolfi. Aðalhlutverk: Matt Damon, Emily Blunt, Anthony Mackie, Terence Stamp og John Slattery. 99 mín. Bandaríkin, 2011. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 55 orð | 1 mynd

Mugison heimsækir fjóra staði

Mugison ætlar að halda tónleika á fjórum stöðum næstu daga. Hann spilar á Græna hattinum á Akureyri í kvöld, 1. apríl verður hann í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, daginn eftir leikur hann á Höfn og á sunnudaginn, 3. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 520 orð | 2 myndir

Nornin ornar

Einhverjir hafa kvartað undan hægri framvindu en er það ekki bara aðalsmerki góðra glæpaþátta – að spennan stigmagnist? Meira
31. mars 2011 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Orðaleikhús James Richardsons

Fyrir þá sem hafa ekki smekk fyrir að hlusta á auglýsingar á fimmtán mínútna fresti í útvarpi er hlaðvarp á netinu góður kostur. Fyrir fótboltaaðdáendur er Football Weekly -þáttur breska blaðsins The Guardian það besta sem völ er á. Meira
31. mars 2011 | Leiklist | 75 orð | 1 mynd

Sigurður ræðir um Utan gátta

Sigurður Pálsson leik- og ljóðskáld ræðir um leikrit sitt Utan gátta í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag. Fyrirlesturinn verður í stofu 105 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12. Meira
31. mars 2011 | Bókmenntir | 83 orð | 1 mynd

Síðustu forvöð að senda inn myndir

Á morgun, föstudag, eru síðustu forvöð að senda inn myndir af bókaskápum í verkefnið „Komdu með til Frankfurt“. Meira
31. mars 2011 | Fólk í fréttum | 26 orð | 1 mynd

Stóns spilar á Sódómu á morgun

Rolling Stones-heiðrunarsveit Íslands, Stóns, mun halda heljarinnar tónleika á Sódómu Reykjavík nú á föstudaginn. Sveitin er meðal annars skipuð meðlimum úr Mínus og fleiri harðrokkandi... Meira
31. mars 2011 | Dans | 87 orð | 1 mynd

Sýning og námskeið ÍD í Hofi

Íslenski dansflokkurinn verður með fjölskyldusýningu í Menningarhúsinu Hofi á laugardag, 2. apríl, klukkan 14. Jafnframt mun dansflokkurinn bjóða upp á frítt dansnámskeið fyrir ungt fólk á Akureyri og í nágrenni á morgun, föstudag, en þá er nemendum í... Meira
31. mars 2011 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Sýning Sólveigar framlengd

Sýning Sólveigar Eggertsdóttur myndlistarkonu í Listhúsi Ófeigs hefur verið framlangd til miðvikudagsins sjötta apríl. Á sýningunni eru ýmis verk sem Sólveig hefur unnið með blandaðri tækni; verk á pappír og unnin með ýmsum miðlum. Meira
31. mars 2011 | Bókmenntir | 123 orð | 1 mynd

Verðmætt ástarbréf Johns Keats

Ástarbréf sem breska skáldið John Keats (1795-1821) sendi var selt á uppboði í London í vikunni fyrir 96.000 pund, rúmlega sautján milljónir króna. Meira

Umræðan

31. mars 2011 | Bréf til blaðsins | 419 orð | 1 mynd

Aldrei aftur vinstristjórn

Frá Ómari Sigurðssyni: "Þegar ég var ungur maður þá sagði faðir minn við mig. „Mundu, hversu sem fagurgalinn er mikill hjá vinstri mönnum að kjósa þá aldrei. Ég kaus þá einu sinni og þeir komust til valda." Meira
31. mars 2011 | Bréf til blaðsins | 369 orð | 1 mynd

Enginn lagalegur eða siðferðilegur grundvöllur fyrir Íslendinga að samþykkja Icesave

Frá Donald Martin og Anthony Miller: "Sem Íslandsvinir höfum við talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu Íslendinga, að þeir þurfa enn á ný að taka ákvörðun um Icesave eftir að hafa áður tekið ákvörðun í málinu. Hvaða hluta orðsins „nei“ skilur ríkisstjórn Íslands ekki?" Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 876 orð | 1 mynd

Er verið að segja okkur satt um Orkuveituna?

Eftir Stefán Svavarsson: "Það gengur ekki að láta að því liggja að reksturinn sé vandamálið; það eru ósannindi." Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Fyrirspurn

Eftir Svein Snorrason: "Til vina minna og flokkssystkina og annarra háttvirtra þingmanna, er samþykktu Icesavelögin nr. 13/2011 með auknum meirihluta hinn 16. febrúar sl." Meira
31. mars 2011 | Bréf til blaðsins | 251 orð | 2 myndir

Fyrstu yfirlandsflugin á svifflugum

Frá Matthíasi Matthíassyni: "Þann 28. maí 1949 tókst Magnúsi Guðbrandssyni flugskírteinishafa nr. 33 á svifflugunni Weihe TF-SAG að fljúga 50 km yfirlandsflug frá Sandskeiði til Keflavíkurflugvallar. Magnús hafði áður lokið 5 klst svifflugi og náð 1000 m hæð." Meira
31. mars 2011 | Bréf til blaðsins | 263 orð | 1 mynd

Hræðsluáróður III

Frá Axeli Þór Kolbeinssyni: "Hræðsluáróðurinn fyrir samþykkt nýjustu Icesave-samninganna við Breta og Hollendinga að undanförnu hefur varla farið framhjá neinum." Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Höfnum Icesave 3

Eftir Guðjón Jónsson: "Sá tími segir okkur að þeir eru vissir um að tapa málinu ef það kemur til málaferla, þess vegna verða engin málaferli þó við höfnum þessum samningum." Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Jarðneskir englar

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að fylla nútíðina innihaldi og veita framtíðarsýn." Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Líbía – Annað Íraksævintýri

Eftir Heiðar Ragnarsson: "Svipað er að gerast með Líbíu, Gaddafí var gjarnan fyrir ekki löngu kallaður Líbíu-leiðtogi en núna m.a. hér í Mogganum „einræðisherra Líbíu“." Meira
31. mars 2011 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Norðfjarðargöng á undan

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Of mikil umferð flutningabifreiða sem komast ekki óhappalaust í gegnum gömlu Oddskarðsgöngin réttlætir ekki að ráðist verði í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng á undan Norðfjarðargöngum." Meira
31. mars 2011 | Pistlar | 475 orð | 1 mynd

Ofsafengin umræða

Kolbrún Bergþórsdóttir: "Þjóðmálaumræða dagsins er hörð og full af ósanngirni. Þetta endurspeglast ekki síst í umræðum um Icesave-málið." Meira
31. mars 2011 | Velvakandi | 177 orð | 1 mynd

Velvakandi

Icesave Nú er runnin upp ögurstund fyrir okkar íslensku þjóð. Að vera eða vera ekki segir hið mikla skáld Shakespeare í verki sínu um Hamlet Danaprins. Meira

Minningargreinar

31. mars 2011 | Minningargreinar | 1465 orð | 1 mynd

Anna Björk Magnúsdóttir

Anna Björk Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 21. apríl 1961. Hún lést á heimili sínu í Þingholtsstræti 30 21. mars 2011. Útför Önnu Bjarkar var gerð frá Dómkirkjunni 28. mars 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 1146 orð | 1 mynd

Birna Matthildur Eiríksdóttir

Birna Matthildur Eiríksdóttir var fædd 4. nóvember 1937. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 22. mars 2011. Hún var dóttir Eiríks Einarssonar og eiginkonu hans Ruthar Ófeigsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 2630 orð | 1 mynd

Guðbjartur Kjartansson

Guðbjartur Kjartansson fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1957. Hann lést á hjartadeild LSH við Hringbraut 20. mars 2011. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Nikulásdóttur, f. 16. júní 1918, d. 24. mars 1973, og Kjartans Þorleifssonar, f. 4. júlí 1918, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 295 orð | 1 mynd

Jens Óli Kristjánsson

Jens Óli Kristjánsson fæddist á Akureyri 16. nóvember 1959. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 16. mars 2011. Útför Jens Óla fór fram frá Akureyrarkirkju 25. mars 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

Júlíus Hallgrímsson

Júlíus Vilhelm Hallgrímsson fæddist í Vestmannaeyjum 20. ágúst 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. mars 2011. Jarðarför Júlíusar Vilhelms fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 26. mars 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 881 orð | 1 mynd

Marinó Einarsson

Marinó Einarsson var fæddur í Reykjavík 3. desember 1961. Hann lést á Filippseyjum 26. janúar 2011. Foreldrar hans voru Sólveig Þórhildur Helgadóttir, f. 25. júní 1928, og Einar Jóhannsson, f. 5. september 1926, d. 23. september 1989. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

Sigríður Svanlaug Heiðberg

Sigríður Svanlaug Heiðberg fæddist í Reykjavík 30. mars 1938. Hún andaðist á líknardeild Landakotsspítala 22. febrúar 2011. Sigríður var jarðsungin 3. mars 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2011 | Minningargreinar | 2415 orð | 1 mynd

Þórdís Ingibjörg Sverrisdóttir

Þórdís Ingibjörg Sverrisdóttir fæddist í Klettakoti á Skógarströnd, Dalasýslu, 7. september 1946. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 21. mars 2011. Foreldrar hennar voru Sverrir Guðmundsson, f. 11. sept. 1910, d. 20. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

31. mars 2011 | Daglegt líf | 81 orð | 1 mynd

Allt sem snýr að katta- og hundahaldi

Fiðraðir og ferfættir vinir þurfa sína umhirðu og þá getur verið gott að leita ráða og upplýsinga á vefsíðum um gæludýr. Ein slík er vefsíðan www.petplace.com þar sem fjallað er sérstaklega um katta- og hundahald. Meira
31. mars 2011 | Daglegt líf | 308 orð | 2 myndir

Grillaður lax með frísklegu byggsalati

Sveinn Kjartansson í Fylgifiskum deilir þessari girnilegu laxauppskrift með lesendum Daglegs lífs þessa vikuna. Uppskriftin er fyrir fjóra. Meira
31. mars 2011 | Neytendur | 751 orð

Helgartilboðin

Bónus Gildir 31. mars - 3. apríl verð nú áður mælie. verð Myllu heimilsbrauð, 385 g 129 157 335 kr. kg Myllu möndlukaka, 420 g 298 459 709 kr. kg OS smjörvi, 300 g 198 240 660 kr. kg Bónus langlokur nýbakaðar, 4 stk. 198 279 50 kr. stk. Meira
31. mars 2011 | Daglegt líf | 125 orð | 1 mynd

...lesið dagblöð á bókasafninu

Í dag og næstu fimmtudaga býður Borgarbókasafnið upp á nýja fjölmenningarlega þjónustu þar sem gestum verður boðin aðstoð við að leita að og lesa fréttir í dagblöðum og á vefmiðlum. Meira
31. mars 2011 | Daglegt líf | 877 orð | 4 myndir

Matast með móður jörð í huga

Matur er okkur öllum nauðsynlegur – um það getum við öll verið sammála en færri leiða hugann að því að matarframleiðsla tekur sinn toll af jörðinni sem við byggjum og eykur á umhverfisvanda. Meira

Fastir þættir

31. mars 2011 | Í dag | 229 orð

Af vísum um ekki neitt

Heimurinn liggur ekki alltaf undir þegar andinn kemur yfir hagyrðinga. Oft þarf ekki meira til en að einhver sé til, eins og þegar viðtal var flutt við Kolbein Gíslason bæklunarskósmíðameistara á RÚV. Meira
31. mars 2011 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hin rétta slóð. A-AV. Norður &spade;KG73 &heart;82 ⋄KG92 &klubs;G43 Vestur Austur &spade;D &spade;854 &heart;D1043 &heart;ÁG765 ⋄8653 ⋄-- &klubs;Á862 &klubs;KD975 Suður &spade;Á10962 &heart;K9 ⋄ÁD1074 &klubs;10 Suður spilar 5&spade;. Meira
31. mars 2011 | Fastir þættir | 202 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gullsmáranum mánudaginn 28. mars. Úrslit í N/S Ásgrímur Aðalsteinss. - Birgir Ísleifs. 335 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 301 Örn Einarsson - Jens Karlsson 283 Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðs. Meira
31. mars 2011 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir...

Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14. Meira
31. mars 2011 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. f3 g6 6. e4 d6 7. Ra3 Bg7 8. Re2 O-O 9. Rc3 axb5 10. Raxb5 Ra6 11. Be2 Rc7 12. O-O Rxb5 13. Rxb5 Re8 14. a4 Rc7 15. Ra3 e6 16. dxe6 Bxe6 17. Rc4 d5 18. Rb6 Ha7 19. a5 dxe4 20. fxe4 Dd4+ 21. Dxd4 Bxd4+ 22. Meira
31. mars 2011 | Árnað heilla | 194 orð | 1 mynd

Út að borða og í leikhús

„Ég ætla til Reykjavíkur og fara út að borða með börnunum mínum og síðan í Þjóðleikhúsið að sjá Íslandsklukkuna,“ segir Aldís Pálsdóttir, bóndi í Litlu-Sandvík í Árnessýslu, spurð hvernig hún ætli að verja 50 ára afmælisdeginum í dag. Meira
31. mars 2011 | Fastir þættir | 289 orð

Víkverjiskrifar

Mikið írafár hefur verið í Reykjavík upp á síðkastið vegna hugmynda borgarstjórnar um að spara í grunnskólum borgarinnar. Því hefur verið lýst yfir að sparnaðurinn muni nema um 1,1 milljarði króna. Meira
31. mars 2011 | Í dag | 175 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

31. mars 1905 Við borun eftir vatni við Öskjuhlíð fannst málmtegund sem talin var vera gull. Síðar kom í ljós að vinnsla myndi ekki borga sig. 31. Meira

Íþróttir

31. mars 2011 | Íþróttir | 614 orð | 4 myndir

„Við komum aftur á mánudaginn“

Á vellinum Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Valur hafði mikla yfirburði gegn Fylki í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum kvenna á Íslandsmótinu í handknattleik. Valur hafði að lokum 12 marka sigur, 31:19, en staðan í hálfleik var 16:9. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 129 orð

Bjartsýnir á mjög vel heppnað mót

Skíðamót Íslands hefst í Bláfjöllum í dag með keppni í sprettgöngu klukkan 17.30. Mótið sjálft verður síðan sett í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 3. riðill: Haukar &ndash...

Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 3. riðill: Haukar – Grindavík 0:1 Óli Baldur Bjarnason 65. Staðan: FH 770016:321 Grindavík 640211:712 ÍR 631212:1010 Fylkir 53117:610 BÍ/Bolungarvík 52037:96 Stjarnan 51048:113 Haukar 51043:73 Þróttur R. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Fimm gegn Suður-Afríku

Kvennalandslið Íslands í íshokkí vann í gærkvöldi öruggan sigur á liði Suður-Afríku, 5:1, í 4. deild heimsmeistaramótsins í Skautahöllinni í Laugardal. Staðan var þó lengi 1:0 fyrir Suður-Afríku sem náði forystunni á 8. mínútu þegar Dalene Rhode... Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 366 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili vann í fyrrakvöld sterkt háskólamót sem þá lauk í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Kristján átti frábæran annan dag og var í fjórða sæti fyrir lokahringinn. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 313 orð | 2 myndir

Getum endað með sæmd

Viðtal Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Framhús: Fram – HK...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Framhús: Fram – HK 19.30 Höllin Ak.: Akureyri – Afturelding 19.30 Kaplakriki: FH – Haukar 19.30 Vodafonehöll: Valur – Selfoss 19. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 992 orð | 3 myndir

Íþróttafræðingur í þremur landsliðum

Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is Birna Baldursdóttir, afrekskona frá Akureyri, er ekki við eina fjölina felld hvað íþróttaiðkun snertir. Birna er um þessar mundir að verja heiður Íslands í 4. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Margir gera tilkall til sætis í byrjunarliðinu

Viðhorf Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hvernig mun Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu stilla upp byrjunarliði sínu þegar það stígur á stóra sviðið í Árósum í Danmörku þann 11. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 551 orð | 4 myndir

Markasúpa í boði

Á vellinum Ívar Benediktsson iben@mbl.is Spennan í fyrstu viðureign Fram og Stjörnunnar í undanúrslitum í úrslitakeppni kvenna hefði að ósekju mátt vera meiri en raun varð. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

NBA-deildin Cleveland – Miami 102:90 Sacramento – Phoenix...

NBA-deildin Cleveland – Miami 102:90 Sacramento – Phoenix 116:113 Golden State – Oklahoma 114:115 *Eftir framlengingu. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 604 orð | 4 myndir

Næsti leikur liðanna verður bara stríð

Á vellinum Skúli Sigurðsson sport@mbl.is KR-ingar eru komnir með litlu tá inn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla eftir að hafa sigrað Keflavík, 105:87, í Keflavíkinni í gær. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Steinþór skoðar í Noregi

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það liggur ekki ennþá ljóst fyrir hvar knattpyrnumaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson kemur til með að spila á komandi mánuðum. Meira
31. mars 2011 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Þýskaland A-DEILD: Friesenheim – N-Lübbecke 26:34 • Þórir...

Þýskaland A-DEILD: Friesenheim – N-Lübbecke 26:34 • Þórir Ólafsson skoraði 12 mörk fyrir N-Lübbecke, 6 þeirra úr vítaköstum. Meira

Finnur.is

31. mars 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

31. mars

1889 - Eiffelturninn í París vígður. 1905 - Gull fannst við jarðborun í Vatnsmýri við Öskjuhlíð í Reykjavík. Magnið var of lítið til að vera vinnanlegt. 1909 - Serbía viðurkenndi yfirráð Austurríkis yfir Bosníu-Hersegóvínu. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 66 orð | 1 mynd

Afmælisútgáfa

Væntanleg er á göturnar 35 ára afmæli Volkswagen Golf GTI. Hið óvanalega er þó að þessi afmælisútgáfa bílsins kemur breytingafyrirtækinu Wunschel Sport. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 483 orð | 2 myndir

Aukinn fjölbreytileiki í kork-gólfum

Sem gólfefni hefur korkur gjörbreyst síðasta áratuginn. Gamla góða náttúrulega útlitið er enn hægt að fá en mikil þróun hefur orðið í litun og áprentun af ýmsum toga svo möguleikarnir hafa margfaldast þegar kemur að því að gera fallegt gólf. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 440 orð | 4 myndir

Á drossíu með slæðu um hálsinn og hárið í vindinum

Það má eiga von á sérlega skemmtilegu kvöldi í Tjarnarbíói á föstudag en þá ætlar Margrét Eir Hjartardóttir að halda Söngleikja-stund. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 84 orð | 1 mynd

Bílaframleiðsla fer niður um 30%

Jarðskjálftinn í Japan og afleiðingar hans gætu haft þau áhrif, að samdráttur í bílaframleiðslu í heiminum verði um 30% ef varahlutir berast ekki framleiðendum. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 291 orð | 1 mynd

Bílum verði bolað burtu úr Evrópuborgunum

Ráðamenn í Brussel áforma að hrekja venjulega fólksbíla sem nota óendurnýjanlega orkugjafa úr borgum aðildarríkjanna. Ætlunin er að þau áform verði að miklu leyti orðin að veruleika árið 2030. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 144 orð | 1 mynd

Byggja fyrir tvo milljarða

Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili og þjónustuseli fyrir eldri borgara í Garðabæ var tekin í gær. Hjúkrunarheimilið verður fyrir 60 heimilismenn og er hannað eftir hönnunarviðmiði velferðarráðuneytisins sem m.a. gerir ráð fyrir einbýlum. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 307 orð | 3 myndir

Dagar ferðabóka eru taldir

Margir hafa það fyrir sið að hlaupa út í bókabúð strax og búið er að kaupa flugmið, og finna handbók um áfangastað. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 158 orð

Eigendur óreiðuhúsanna í miðborginni verði sektaðir

Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur hafa sent erindi til borgaryfirvalda, lögreglu og slökkviliðs þar sem skorað er á þá sem málum ráða að ekki verði hikað við að beita eigendur óreiðuhúsa í miðborginni sektum meðan húsin séu í ólagi. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 178 orð | 1 mynd

Fá fyrstu rafsendibílana

Norski pósturinn hefur brotið blað í samgöngusögunni með því að verða fyrsta fyrirtækið í Evrópu til að kaupa rafknúna sendibílinn Transit Connect frá Ford. Hefur fyrirtækið keypt 20 slíka í fyrstu atrennu. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 115 orð | 1 mynd

Fáir þurfa að fjölga starfsfólki í bráð

Meginþorri stjórnenda í atvinnulífinu telur sig hafa nægan fjölda starfsfólks í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Capacent Gallup á viðhorfum þeirra sem stýra stærstu fyrirtækjum landsins um aðstæður í efnahagslífinu. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 571 orð | 5 myndir

Fullvaxinn öðlingur

Ford Mondeo fæst nú með fjölmörgum breytingum frá fyrri útgáfu. Rúmgóður bíll með aflmikilli vél. Gallar ekki auðfundnir í ódýrum bíl. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 262 orð | 1 mynd

Gegnheilar flísar eru algengastar

Sala gólfefna hefur glæðst nokkuð á undanförnum mánuðum, að sögn Árna Antons Þorvaldssonar deildarstjóri gólfefna- og hreinlætistækjadeildar Byko á Akureyri sem telur fólk greinilega í framkvæmdahug. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 161 orð

Guli liturinn tekur við

Græni liturinn verður kannski ekki mikið lengur táknrænn fyrir vistvæna bíla. Farið getur svo að sá guli taki við. Allavega ef árangur af tilraunum til að þróa plastefni til bílaiðnaðar úr bönunum og ananas skila árangri. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 59 orð | 1 mynd

Hentar á allt heimilið

Korkur er ekki bara fyrir vinnu- og umgangssvæðin á heimilinu. Alexander segir þetta gólfefni bjóða ýmsa möguleika og getur korkur átt vel við í öllum herbergjum. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 36 orð | 1 mynd

Héraðsskólinn

Héraðsskólinn að Laugarvatni er ein svipmesta bygging landsins, reist 1928 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Skólastarfsemi var þar fram yfir 1990 en síðustu ár hefur verið unnið að endurgerð hússins til að það fái hlutverk við... Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 64 orð | 1 mynd

Hótel með 101 herbergi á Brekkunni

Undirritaðir voru í sl. viku samningar um fjármögnun vegna nýs hótels sem Icelandair-keðjan hyggst opna á Akureyri. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 258 orð | 1 mynd

Hver vill kaupa hótel við Hengilinn?

„Þetta er eign sem býður upp á margvíslega möguleika,“ segir Ólafur Þór Leifsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 51 orð | 1 mynd

Kúasmali

Um tíu ára aldur var ég kúasmali hjá móðurbræðrum mínum á Seljavöllum í Hornafirði sem var fyrsta starfið sem ég sinnti. Einnig hjálpaði ég til við kartöflurnar og sauðburð. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 392 orð | 2 myndir

Leita dýrari eigna í eftirsóttustu hverfunum

Eftirspurn er eftir ódýrum eignum, sérstaklega mikið veðsettum íbúðum. Í dag er fjöldi fólks á leigumarkaðnum sem sér hag í að færa sig yfir í eigin húsnæði með því að yfirtaka lán. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 269 orð | 1 mynd

Lítið eitt léttari landi

Þrátt fyrir að léttara sé yfir landanum nú í mars en á sama tíma í fyrra á þjóðin talsvert í land með að teljast bjartsýn á ástand í efnahags- og atvinnumálum. Þetta sést í væntingavísitölu Gallup sem birt var á þriðjudag. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 88 orð | 1 mynd

Meiri áherslur á endurbætur en kaup

Félagsbústaðir í Reykjavík hafa sl. tvö ár verulega dregið úr kaupum á íbúðum, en félagið á alls 1844 slíkar í borginni. Meiri áhersla hefur verið lögð á endurbætur á eldri eignum enda aðstæður fyrir slíkar framkvæmdir hagstæðar, m.a. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 771 orð | 5 myndir

Minna er sótt í dekkstu litina

Þó varla sé hægt að hugsa sér sígildara gólfefni en fallegar flísar þá segir Þórður Rúnar Magnússon hjá Flísabúðinni við Gullinbrú í Reykjavík hægt að greina alls kyns skemmtilegar tískusveiflur. „Við erum t.d. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 157 orð | 1 mynd

Nær tíu milljóna bíla takmarki

KIA náði fyrir skemmstu því marki að selja tíu milljónir bíla utan Kóreu. Helmingur þess fjölda hefur selst erlendis á sl. 5 árum þrátt fyrir að framleiðsla KIA eigi sér þrjátíu ára sögu. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 98 orð | 1 mynd

Óhreinindi finnast

Hver kannast ekki við að ryksuga heilt herbergi til þess eins að sjá aragrúa af ryki og óhreinindum þegar sterk dagsbirtan lýsir upp herbergið? Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 554 orð | 1 mynd

Rakarinn er í risans stól

Saga Jóhanns risa er áhugaverð og stóllinn af Hótel Borg er það sömuleiðis því voldugri gerast þeir varla. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 187 orð | 1 mynd

Risarækjur og röspuð rauðspretta

„Kolaportið verður sífellt fjölsóttara. Ég er búinn að starfa hér síðan í september 1994 – að vísu með nokkurra ára hléi – og á þessum árum hefur sú breyting orðið að hópurinn sem hingað kemur verður sífellt breiðari. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 658 orð | 1 mynd

Ritstjórinn fór í kokkinn

„Ég er latur að elda fyrir sjálfan mig. Ef ég er einn fæ ég mér í mesta lagi skyndibita en það kemur fyrir að ég eldi fyrir góða vini.“ Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 25 orð | 1 mynd

Skemmtilegir og skapandi réttir

Góð uppskrift að velja skemmtilegt fólk í veisluna, segir útvarpskokkurinn Sigurlaug Margrét sem er hrifin af einfaldleika ítalskrar matargerðar » 4 »2 Rakari í... Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 129 orð

Snotur dönsk skartgripalína

Í verslun Michelsen-úrsmiða við Laugaveginn í Reykjavík er að finna meira en falleg armabandsúr. Frank flytur t.d. inn mjög snotra skartgripalínu frá Georg Jensen. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 655 orð | 1 mynd

Stöðugleikakerfi (ESP) eykur öryggi

ESP = Skrikvörn Spurt: Ég á Suzuki Grand Vitara Lux. V6. Í mælaborðinu er takki, sem á stendur ESP OFF. Ég hef ekki getað komist að því hvað þetta sé. Til hvers er þessi takki? Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 107 orð | 1 mynd

Unnið að smíði á Cajun og Pajun

Í verksmiðjum Porsche er nú unnið að smíði minni útgáfu af hinum vinsæla Cayenne sem bera mun nafnið Cajun. Heyrst hefur að Porsche sé einnig að vinna að minni útgáfu af fernra dyra fólksbílnum Panamera og blasir þá við að bíllinn muni bera nafnið... Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 961 orð | 2 myndir

Veislur þurfa ekki að vera dýrar

Sigurlaug M. Jónasdóttir hefur vakið athygli fyrir útvarpsþætti sína um matargerð og matarmenningu sem nefnist Matur fyrir öllu. Hún er ástríðukokkur og hefur haft áhuga á matargerð allt frá barnsaldri. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 184 orð | 2 myndir

Velja efni svo viðgerð endist

,,Í húsaviðgerðum skiptir miklu máli að greina skemmdir á húsum rétt og velja viðeigandi efni svo viðgerð endist sem lengst. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 45 orð | 1 mynd

Vilja þróa vetrarferðaþjónustu áfram

Ferðaþjónustan á mikið undir því að atvinnulífið í heild blómstri en þar ríkir víða stöðnun og óvissa. Kallað er eftir samvinnu við stjórnvöld um þróun vetrarferðaþjónustu sem leiðir til betri nýtingar fjárfestinga sem mun bæta arðsemi greinarinnar. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 168 orð | 1 mynd

Vistvæn þróun er til fyrirmyndar

Ferðaþjónusta Reykjaness – Hópferðir Sævars hefur tekið í notkun nýjan Mercedes-Benz Sprinter fólksflutningabíl. Fyrirtækið sinnir akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða á öllu Reykjanessvæðinu. Meira
31. mars 2011 | Finnur.is | 102 orð | 14 myndir

Þræðir sem hnýta herbergið saman

Fallegt teppi eða motta getur gjörbreytt ásýnd herbergis. Smekklega valið teppi nær að tengja saman ólík húsgögn í rýminu og skapa sterkari heildarmynd. Vegleg motta getur síðan fyllt vel upp í stór auð rými, svo sem á göngum og anddyrum. Meira

Viðskiptablað

31. mars 2011 | Viðskiptablað | 358 orð | 1 mynd

Alsæll í trillu á spegilsléttum firði

Það hefur heldur betur verið handagangur í öskjunni í Apple-búðinni þessa síðustu daga. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 256 orð | 1 mynd

Arion banki setur BM Vallá í opið söluferli og ætlar að selja allt félagið

Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Arion banki hyggst bjóða allt hlutafé BM Vallár til sölu. Söluferlið verður kynnt í dag, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 925 orð | 2 myndir

„Hvert og eitt okkar getur örvað hjartslátt atvinnulífsins“

• Átaksverkefnið Spilum saman minnir á mikilvægi verslunar og þjónustu og lykilhlutverk neytenda • Þurfum að losna úr viðjum hugarfars neikvæðni og bölsýni, að sögn framkvæmdastjóra SVÞ • Verslun og þjónusta sitja ekki við sama borð hjá stjórnvöldum og aðrar atvinnugreinar Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 158 orð | 1 mynd

Einn vildi lækka stýrivextina

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans vildi lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur þegar ákvörðun var tekin um vextina í byrjun mars. Fjórir nefndarmenn greiddu hins vegar atkvæði með tillögu seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 107 orð | 1 mynd

Framleiðsluverð hækkar

Vísitala framleiðsluverðs í febrúar hækkaði um 2,7% frá janúar 2011. Miðað við febrúar 2010 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 2,7%, samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 85 orð

Framtakssjóður skilar 700 milljóna hagnaði

Framtakssjóður Íslands skilaði 700 milljóna króna í hagnað á árinu 2010. Heildareignir sjóðsins í árslok námu um 5,6 milljörðum króna og eigið fé í lok árs var 4,9 milljarðar. Árið 2010 var fyrsta eiginlega starfsár Framtakssjóðs Íslands. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 502 orð | 2 myndir

Hagræðingaraðgerðir skiluðu OR 1,6 milljörðum á síðasta ári

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Rekstrarhagræðing Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í fyrra skilaði um 1,6 milljörðum króna í beinhörðum peningum, ef marka má sjóðstreymisyfirlit í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 479 orð | 2 myndir

Hugmyndir um hlutverk ríkisins breytast hratt

Það var ekki fyrr en árið 1874 sem Íslendingar fengu forræði yfir sínum fjármálum, samhliða því sem fyrsta stjórnarskráin fékk gildi hér á landi. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 329 orð | 1 mynd

Innstæðutryggingar leiddu til Icesave

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Aldrei hefði tekist að safna jafn miklum innlánum á Icesave-reikningaí Hollandi ef ekki hefði verið fyrir innstæðutryggingakerfið, að sögn dr. Win Boonstra, aðalhagfræðings Rabobank. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 988 orð | 2 myndir

Ísland hefur sýnt sanngirni í Icesave

Setning neyðarlaganna 7. október 2008 um forgang innstæðna var eins og „Marshall-aðstoð“ íslenskra stjórnvölda til Icesave-sparifjáreigenda í Bretlandi og Hollandi. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 1210 orð | 2 myndir

Íslenskir ferðamenn skipta sköpum

• Ferðalög Íslendinga innanlands bera uppi ferðaþjónustuna yfir veturinn • Hver gestur er innspýting í hagkerfið á hverjum stað og munar um að peningunum sé eytt innanlands en ekki erlendis • Margir viðkomustaðir hérlendis eru í heimsklassa og bjóða eftirminnilega upplifun Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 257 orð | 1 mynd

Matt Damon ætlar ekki að örva eftirspurn

Sífellt fleiri þungavigtarmenn úr röðum Hollywood-leikara hafa að undanförnu lýst yfir vonbrigðum sínum með störf Barack Obama á forsetastól. Obama naut hinsvegar mikillar hylli meðal frjálslyndra Hollywood-leikara fyrir forsetakosningarnar 2008. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 65 orð | 1 mynd

Nautakjöt hækkar

Verð á nautakjöti í Bandaríkjunum hefur hækkað til mikilla muna undanfarna daga. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 479 orð | 1 mynd

Neytendur hafa tekið vel við sér

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Innlend matvara er eitthvert skýrasta dæmið um hvernig krónur neytenda geta stuðlað að langri keðju atvinnusköpunar bæði í verslun, þjónustu og iðnaði. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 81 orð | 1 mynd

Nýr útibússtjóri í Austurstræti

Þorsteinn Þorsteinsson hefur verið ráðinn í stöðu útibússtjóra Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Þorsteinn var áður útibússtjóri bankans í Árbæ. Þorsteinn hefur starfað í Landsbankanum um áratugaskeið. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Ósvikinn, norskur héri

Hérasteik með villtum berjum (n. harestek med tyttebær) og ofnsteiktur lax með hunangi og sinnepi er meðal þeirra uppskrifta sem lesa má um í matreiðslubókinni Norskur matur og matargerð (e. Food and cooking of Norway). Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 282 orð | 1 mynd

Reimleikar í Kauphöllinni eftir birtingu skýrslu um afnám hafta

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Segir viðhorf NIB hafa breyst

Um mitt ár 2010 leit út fyrir að engin vandkvæði yrðu á því að Orkuveita Reykjavíkur (OR) fengi 12-14 milljarða króna lán frá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta segir Guðlaugur G. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

Sendill.is og Reynd í sölusamstarf

Fyrirtækin Reynd og Sendill.is gerðu með sér samstarfsamning á dögunum sem felur í sér að Reynd tekur að sér endursölu þeirrar þjónustu sem Sendill býður upp á. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 589 orð | 2 myndir

Sjóðirnir ekki með í ráðum

Fréttaskýring Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, hafa stjórnvöld ekki tekið upp formlega viðræður við sjóðina um þátttöku þeirra á fyrirhuguðum útboðum á aflandskrónum. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 200 orð | 1 mynd

Tímamótakenning um áhættu

Tímamótakenning um gjaldeyrisáhættu vegna Icesave-samningsins var sett fram í opinberri umræðu í vikunni. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd

Útlitið ekki bjart í grískum efnahagsmálum

Líklegt er að markmið um 9,4% halla á ríkissjóði Grikklands í fyrra hafi ekki náðst. Þetta sagði George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands, í útvarpsviðtali. „Við tókum við halla upp á 15,5%. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 237 orð | 2 myndir

Verkfæri starfsþróunar

Starfsþróun er vítt hugtak og felur í sér þróun starfsferils einstaklings til langs tíma og þróun þekkingar sem skipulagsheild þarfnast í framtíðinni. Tefla má fram fjölmörgum tækjum og tólum sem skilgreina má sem verkfæri starfsþróunar, m.a. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 40 orð | 1 mynd

Vinnustaður Bryggjuhúsið

Bryggjuhúsið er fiskbúð við Gullinbrú, sem líkt og sumir keppinautarnir er einnig veitingastaður. Í hádeginu er ekki óalgengt að fullt sé út úr dyrum, enda er veitingastaðurinn vinsæll og kemur fólk víða að til að gæða sér á sjávarfanginu. bjarni@mbl. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 137 orð | 1 mynd

Vífilfell sektað um 260 milljónir króna

Samkeppniseftirlitið hefur lagt 260 milljóna kr. stjórnvaldssekt á Vífilfell vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vífilfell hf. Meira
31. mars 2011 | Viðskiptablað | 247 orð | 1 mynd

Þjóðnýting eigna er eins og að missa þvag í skó

Engum dylst að íslenska hagkerfið á í alvarlegum og miklum erfiðleikum og er eðlilegt að allra leiða sé leitað til að koma þjóðinni úr þeim vanda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.