Greinar laugardaginn 23. september 2023

Fréttir

23. september 2023 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Afvopnun aðskilnaðarsinna hafin

Enn sló í brýnu í gær á milli mótmælenda í Jerevan höfuðborg Armeníu og lögreglunnar, en mótmælendur hafa krafist þess að… Meira
23. september 2023 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Ákærður í annað sinn

Robert Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata í New Jersey-ríki, var í gær ákærður ásamt Nadine eiginkonu sinni fyrir að hafa þegið mútur. Þetta er í annað sinn á síðasta áratug sem Menendez er ákærður fyrir spillingu, en fyrra málinu gegn… Meira
23. september 2023 | Erlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

„Högg á hjarta Svartahafsflotans“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Úkraínumenn gerðu í gær nokkrar eldflaugaárásir á Krímskaga og hæfði að minnsta kosti ein eldflaug þeirra aðalhöfuðstöðvar Svartahafsflotans í Sevastopol. Árásin á höfuðstöðvarnar átti sér stað um hádegið að staðartíma í Úkraínu og mátti sjá þykkan svartan reyk liðast upp frá húsinu. Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 456 orð | 2 myndir

Brostnar vonir stangveiðimanna

Lokatölur liggja nú fyrir í fjölmörgum laxveiðiám og útkoman er ekki glæsileg. Nokkrar laxveiðiár loka á næstu dögum fyrir utan Rangárnar þar sem er veitt fram í október. Veiðitölurnar tala sínu máli Meira
23. september 2023 | Fréttaskýringar | 692 orð | 1 mynd

Einmanaleiki mestur meðal ungra kvenna

Færri landsmenn meta andlega heilsu sína góða en áður og einmanaleiki eykst. Hefur þeim sem finna oft eða mjög oft til einmanaleika fjölgað frá ári til árs. Ungu fólki líður almennt verr en eldra fólki Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 424 orð | 2 myndir

Fagna merkilegri sögu með fínu teboði

Í byrjun september 1943 komu tólf konur saman í kjólaversluninni Fix í Reykjavík og stofnuðu Félag kjólameistara í Reykjavík sem er eitt af elstu fagfélögum landsins. Félagið hefur gengið í gegnum nokkrar nafnabreytingar á þessum árum en heitir nú… Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Fleiri en áður finna fyrir einmanaleika

Fleiri landsmenn finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en áður. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk sem finnur oftar fyrir einmanaleika og mikilli streitu í daglegu lífi en eldra fólk. Einmanaleiki er mestur hjá ungum konum en andleg heilsa karla hefur versnað milli ára, sérstaklega ungra karla Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Fleiri hyggjast krefjast gagnanna

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Sjálfstæði Samkeppniseftirlitsins er grunnforsenda þess að stofnunin njóti trausts og geti sinnt þessu mikilvæga hlutverki. Það er því mikilvægt að gerðar verði ráðstafanir til að stofnunin geti endurheimt traust í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar.“ Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Flókin steypa og tafir vegna glugga

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hin nýja skrifstofubygging Alþingis er talsvert á eftir áætlun. Áformað var að taka hana í notkun áður en þing hæfist á þessu hausti en það gekk ekki eftir. Óljóst er á þessari stundu hvenær framkvæmdum lýkur. Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Færri bílar á bíllausa deginum

Margir nýttu sér þjónustu Strætó í gær og segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, að vagnstjórar fyrirtækisins hafi tekið eftir mun færri einkabílum á götunum. Bíllausi dagurinn var í gær og af því tilefni var frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Glódís tryggði sigur í fyrsta leiknum í Þjóðadeildinni

Ísland sigraði Wales, 1:0, í fyrsta leik sínum í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta á Laugardalsvellinum í gærkvöld þar sem fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið snemma á 18. mínútu leiksins Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 176 orð | 3 myndir

Guðni setti hátíðina

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti í gær formlega „EVE Fanfest“, aðdáendahátíð tölvuleiksins EVE Online, í Laugardalshöll fyrir fullum sal af aðdáendum og hönnuðum leiksins. Þetta var annar dagur hátíðarinnar en á fimmtudaginn hófst formleg dagskrá í Grósku Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hafa notað 29 milljarða í fyrstu kaup

Frá því að landsmönnum var fyrst heimilað að nýta séreignarsparnað sinn vegna íbúðakaupa eða inn á höfuðstól láns hafa samtals tæplega 67 þúsund einstaklingar nýtt sér þann möguleika að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán fyrir rúma 118… Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Hyggjast nýta veðurathuganir fólks

Myndavélatækni mun að öllum líkindum ryðja sér enn frekar rúms til að rýna í veðurfar landsmanna sem er nú til skoðunar hjá Veðurstofunni. Fólk sem sinnir veðurþjónustu í Reykjavík mun rýna í það sem vefmyndavélarnar víða um landið fanga hverju sinni Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Jafndægur á hausti í dag

Haustjafndægur eru í dag, nákvæmlega klukkan 06:49:56, eða um það leyti sem blaðið berst mörgum áskrifendum. Þá er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni, hvar sem er á jörðinni. Hér eftir styttist dagurinn enn meir og ræðarar þurfa að fara fyrr á… Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Komum heim reynslunni ríkari

„Þetta voru skemmtilegir og lærdómsríkir dagar, en ekki án áskorana, enda ekki einfalt mál að ferðast með hunda til og frá Íslandi,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, en hún ásamt Maríusi Snæ Halldórssyni tók þátt í heimsmeistaramóti smalahunda á Írlandi á dögunum með hundana Rosa og Ripley Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Leggja stíg við Mývatn

"Segoe UI Historic",sans-serif;color:white;background:#0084FF">Við Mývatn er nú unnið að gerð hjólastígs sem áformað er að í framtíðinni nái umhverfis vatnið. Sú vegalengd er alls um 40 kílómetar Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 748 orð | 3 myndir

Mikil uppbygging og sigurgleði á Króknum

Að afloknu nokkuð góðu sumri og ágætis veðráttu í ágúst og fyrri hluta september hefur snúist til kaldrar norðanáttar með vætutíð, þó að ekki hafi orðið nein stórviðri sem valdið hafa sköðum svo sem víða um land Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Nýja björgunarskipið heitir í höfuðið á Vilhjálmi

Villi Páls er nafn nýs björgunarskips björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Skipinu var í gær siglt í sína heimahöfn en hófst ferðalagið á Akureyri og sigldi skipið Sigurvin frá Siglufirði með Villa Páls yfir Skjálfanda og til hafnar á Húsavík Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 668 orð | 3 myndir

Skapa miðbæ og lifandi umhverfi

Samþykkt var nýlega í bæjarstjórn Bolungarvíkur að hefja vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir miðbæ kaupstaðarins. Undir er svæðið upp af sjávarkambi, alls 12,6 hektarar, en áhersla er lögð á reitinn milli Hafnargötu og Aðalstrætis Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd

Skatturinn með ný gögn frá Airbnb

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Skattyfirvöldum hafa borist frekari gögn um tekjur íslenskra aðila vegna útleigu gistirýma í gegnum Airbnb og varða þau tekjuárin 2019-2022 og er yfirferð þeirra á frumstigi. Ætla má að á komandi misserum misserum sæti greiðslur frá erlendum leigumiðlum áframhaldandi skoðun skattyfirvalda. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Skattinum við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira
23. september 2023 | Fréttaskýringar | 595 orð | 2 myndir

SKE krafðist ítarlegra upplýsinga

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samkeppniseftirlitið óskaði meðal annars eftir því að fyrirtæki í sjávarútvegi afhentu stofnuninni afrit af fundargerðum hluthafafunda félagsins frá 1. janúar 2020 sem og upplýsingum um hvaða hluthafar mættu á hvern hluthafafund og aðra aðila sem mættu fyrir hönd hluthafa. Auk þess vildi stofnunin fá að vita hvernig hver hluthafi greiddi atkvæði á umræddum fundum í hverju máli fyrir sig. Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 2 myndir

Skjöldurinn er á bókhlöðunni

Undanfarna daga hefur íslenski rithöfundurinn Guðmundur Kamban verið til umfjöllunar á síðum blaðsins eftir að hulunni var svipt af banamanni hans í grein Guðmundar Magnússonar í blaðinu á fimmtudaginn Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Stakk manninn tvisvar með hnífi

Maður­inn sem hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp á Ólafs­firði í októ­ber á síðasta ári heit­ir Steinþór Ein­ars­son og er 37 ára. Í ákær­unni seg­ir að Steinþór hafi svipt Tóm­as Waag­fjörð lífi með því að stinga hann tvisvar sinn­um í vinstri síðu með hnífi Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

SVFR girðir fyrir komu eldislaxa í Elliðaánum

Verið er að undirbúa framleiðslu á grindum sem eiga að koma í veg fyrir mögulega komu eldislaxa í Elliðaárnar. Þeim verður komið fyrir í Teljarastreng. „Við stefnum að því að loka þeim til öryggis,“ segir Ingimundur Bergsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Vissara að passa PIN-númerið vel

Vinnuferð konu til London sumarið 2022 átti eftir að draga dilk á eftir sér. Hún hafði meðferðis tvö greiðslukort, debetkort sem hún notaði aðallega og kreditkort sem notað var einu sinni. Það átti eftir að hafa afleiðingar en aðeins í það eina skipti sló viðkomandi inn PIN-númer kortsins Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Vona að flóð bjargi háhyrningnum

Háhyrningur strandaði við Gilsfjarðarbrú á fimmtudaginn. Ekki hefur tekist að bjarga dýrinu en vonast er eftir því að hvalurinn komist aftur út á sjó á flóði Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 250 orð

Þarf að endurheimta traust

„Samkeppniseftirlitið þarf að gera ráðstafanir til að endurheimta traust og það er á ábyrgð forstjórans að gera þær ráðstafanir, hvernig svo sem að því verður staðið.“ Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, … Meira
23. september 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Öskubíllinn kostar 70 milljónir

Reykjavíkuborg keypti á dögunum þrjá öskubíla og greiddi rúmar 70 milljónir fyrir stykkið. Hinn 8. ágúst voru opnuð tilboð í útboðinu „Kaup á sorphirðubifreiðum fyrir Reykjavíkurborg“. Aðeins barst eitt tilboð Meira

Ritstjórnargreinar

23. september 2023 | Staksteinar | 225 orð | 1 mynd

Almenningur velur bíla, ekki bílleysi

Bíllausi dagurinn var í gær og taldi framkvæmdastjóri Strætó að mun færri einkabílar hefðu verið á götum höfuðborgarsvæðisins en aðra daga. Ekki urðu aðrir endilega varir við þetta og umferðin virtist söm við sig með þeim umferðartöfum sem meirihlutinn í Reykjavík hefur búið til á undanförnum árum. Ný ferðakönnun sem Reykjavíkurborg kynnti í tengslum við bíllausa daginn sýnir að þrátt fyrir að meirihlutinn í Reykjavík hafi staðið gegn öllum þeim samgöngubótum sem myndu létta á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og flutt vegafé inn í Strætó, hefur enginn árangur náðst þeim megin. Meira
23. september 2023 | Reykjavíkurbréf | 1605 orð | 1 mynd

Nú heyrir Selenskí minna klapp

Það er vissulega ekki eins stutt í kosningar vestra og í Póllandi, en rétt ár dugar Bandaríkjamönnum til að komast í kosningauppnám. En það, sem vekur meiri óróleika í huga Selenskís og helstu manna hans, er að stríðsþreyta fer vaxandi í Bandaríkjunum og slík þreyta fer illa í flesta Bandaríkjamenn, þótt þeir berjist ekki þar. En þeir borga brúsann! Meira
23. september 2023 | Leiðarar | 620 orð

Ráðslag ráðherra og traust Alþingis

Stjórnsýsla matvælaráðherra er hneyksli Meira

Menning

23. september 2023 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

14 ára leikstjóri frumsýnir mynd

Stuttmyndin Angurværð verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun, sunnudag, kl. 15. Leikstjóri myndarinnar, Magnús Gíslason, er 14 ára. Hún fjallar, samkvæmt tilkynningu, um drenginn Fernando sem verður fyrir einelti í skólanum og kynnist Dulce, stelpu… Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 155 orð | 1 mynd

Afhjúpað á Granda eftir endurbætur

Útilistaverkið „Heimar í heimi“ eftir Sigurð Guðmundsson var eftir endurbætur afhjúpað í vikunni úti á Granda þar sem höfuðstöðvar CCP var áður að finna. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur kemur fram að afhjúpunin hafi farið fram á 20 ára afmæli EVE Online Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Bíótekið snýr aftur í Bíó Paradís

Bíótekið verður með fyrstu sýningar í nýrri sýningaröð sinni í Bíó Paradís á morgun, sunnudag. Sýndar verða „sex klassískar heimildamyndir og fimm af þeim eru íslenskar og hafa ekki verið á hvíta tjaldinu um langa hríð“, segir í viðburðarkynningu Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Dreymdi um að þjóna listagyðjunni

„Þetta er hrikalega sterkt bréf,“ segir Gertrud Oelsner, safnstjóri hjá Den Hirschsprungske Samling í Kaupmannahöfn, um bréf sem hin 21 árs gamla Marie Triepcke skrifaði Robert Hirschsprung sumarið 1888 þar sem hún sleit trúlofun þeirra Meira
23. september 2023 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

Fangaflóttinn allt of langdreginn

Í ágúst árið 2005 var fyrsti þátturinn í sjónvarpsþáttaröðinni „Prison Break“ frumsýndur. Þættirnir slógu rækilega í gegn en þeir fjalla um bræðurna Lincoln Burrows, sem er ranglega sakfelldur fyrir morð, og Michael Scofield, yngri bróður hans sem reynir að frelsa hann úr fangelsi Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Fjárlögin með Gadus Morhua í kvöld

Tríóið Gadus Morhua ensemble heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirku í kvöld kl. 20. Tríóið skipa Björk Níelsdóttir söngkona, Eyjólfur Eyjólfsson söngvari og flautuleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir skáld og sellóleikari Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Frakkar huga vel að forvörslu

Starfsmenn Louvre-listasafnsins í París fjarlægðu í vikunni málverkið „La Liberté guidant le peuple“ (Liberty leiðir fólkið) eftir Eugène Delacroix (1798-1863) úr sýningarsal þar sem verkið er á leið í yfirhalningu hjá forvörðum fram á næsta vor Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Glímir við sjald­gæfan sjúkdóm

Bandaríski indítónlistar­maðurinn Sufjan Stevens upplýsti í instagram-­færslu í vikunni að hann gæti ekki lengur gengið, en hann greindist nýverið með Guillain-Barré-sjúkdóminn. Um er að ræða sjaldgæfan bólgusjúkdóm þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigið úttaugakerfi Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 261 orð | 2 myndir

Hátíð helguð tónsmíðum fornra kventónskálda

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk stendur fyrir tónlistarhátíðinni Kona – Forntónlistarhátíð 2023 sem hefst í dag og stendur til 3. október. „Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á tónsmíðum fornra kventónskálda og stuðla að því að… Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 738 orð | 2 myndir

Líftími steypunnar liðinn

Lágmynd Sigurjóns Ólafssonar, „Saltfiskstöflun“, sem stendur á reit Sjómannaskólans, er að hruni komin. Því hefur Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns og höfundarrétthafi, ásamt Styrktarsjóði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, staðið fyrir því að fá sérfræðinga til þess að þrívíddarskanna verkið Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 565 orð | 1 mynd

Miklu að fagna

Eivör Pálsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson eru á meðal þeirra fjölmörgu söngvara sem koma fram á… Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

QuartetES á Sígildum sunnudögum

Íslensk-bandaríski strengja­kvartettinn QuartetES kemur fram á tónleikum í tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. Á efnisskránni er ­frumflutningur á tveimur verkum; kvartett eftir bandaríska tónskáldið Robert Carl … Meira
23. september 2023 | Kvikmyndir | 666 orð | 2 myndir

Siðferðilegar vangaveltur

Bíó Paradís Soviet Barbara: The Story of Ragnar Kjartansson in Moscow / Soviet Barbara, sagan um Ragnar Kjartansson í Moskvu ★★★★· Leikstjórn: Gaukur Úlfarsson. Handrit: Gaukur Úlfarsson og Guðni Tómasson. Aðalleikarar: Ragnar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Ísland. 2023. 90 mín. Meira
23. september 2023 | Tónlist | 515 orð | 3 myndir

Skagapönk, skagapönk …

Það sem meira er: maður finnur fyrir ástríðu og hugmyndaauðgi og það er fyrst og síðast það sem seldi manni þetta. Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

Skil á stolnum verkum marka tímamót

Bandarísk stjórnvöld skiluðu fyrr í vikunni sjö listaverkum eftir austurríska expressjónistann Egon Schiele, sem nasistar stálu frá fjölskyldu gyðingsins Fritz Grünbaum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, til erfingja hans Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners

Tónleikar með yfirskriftinni „Tímaferðalag um tónsmíðar Wagners“ verða haldnir í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, og hefjast kl. 13.30. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Klassík í Salnum, sem félag íslenskra tónlistarmanna stendur fyrir Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Ungsveitin leikur Berlioz í Hörpu

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur Draumórasinfóníuna eftir Hector Berlioz á tónleikum í Eldborg Hörpu á morgun kl. 17 undir stjórn Nathanaëls Iselins. „Verkið er byggt á reynslu tónskáldsins sjálfs af ást og hugarvíli, en hann var 23 ára þegar hann hófst handa við það Meira
23. september 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Þrír Íslendingar á Gautaborgarmessunni

Þrír íslenskir höfundar, Sjón, Fríða Ísberg og Ævar Þór Bendiktsson, taka þátt í bókamessunni í Gautaborg 28. september til 1. október. Um er að ræða stærstu bókamessuna á Norðurlöndunum en hana sækja árlega um 100 þúsund gestir Meira

Umræðan

23. september 2023 | Pistlar | 595 orð | 4 myndir

Bárður Örn með fullt hús á Haustmóti TR

Það er margt að gerast í skákinni þessa dagana. Íslandsmót kvenna, Íslandsmót öldunga, Haustmót TR og HM öldungasveita 50 ára og eldri í Struga í Norður-Makedóníu eru skákkeppnir sem fylgst er vel með Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Best að hætta þessu brölti

Það er víðtæk samstaða um að vernda helstu náttúruperlur landsins. Verðmætin í ósnortinni náttúru eru ómetanleg. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Faraldurinn í fjárlögum

Vandamálið er að það var kominn faraldur í fjárlögin löngu fyrir heimsfaraldur og að það verður faraldur í fjárlögunum löngu eftir heimsfaraldur. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Forrituð tjáning og tjáskipti

Við dæmum ekki forrit til ábyrgðar þótt það hafi skelfilegar afleiðingar. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 669 orð | 2 myndir

Glæpur aldarinnar: Verðbólgufíllinn

Um 800 milljarða tekjur af erlendum ferðamönnum týndust í kófinu. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 831 orð | 1 mynd

Kæra ríkisstjórn!

Spurningar til ríkisstjórnar varðandi laxinn okkar. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Málefnaleg stjórnsýsla

Hvalur þarf ekki að hafa áhyggjur af réttaröryggi sínu, því eins og MAST bendir á, þegar refsivendinum er beitt án afláts á Hval, þá má alltaf kæra ákvarðanirnar til Svandísar Svavarsdóttur til endurskoðunar. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 327 orð | 1 mynd

Ótroðnar pólitískar slóðir

Þegar ráðherra í flokki forsætisráðherra gengur fram á þennan hátt er grafið undan stjórnarforystunni. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 370 orð | 1 mynd

Skeytingarleysi eftirlitsins orkar tvímælis

Við einfaldlega verðum að geta treyst stofnunum með jafn viðamiklar heimildir og Samkeppniseftirlitið býr yfir. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Togstreita trúarinnar

Ég er þess þó fullviss að alltaf megi upplifa eitthvað gott, hamingju og gleði, jafnvel í gegnum hinar óásættanlegustu þjáningar og staðreyndir. Meira
23. september 2023 | Pistlar | 783 orð

Tortryggni vex skorti gagnsæi

Rýnisfrumvarpið minnir á mikilvægi þess að fyrir hendi sé virkur tengi- og samráðsvettvangur þar sem fulltrúar atvinnulífs og stjórnsýslu geta skipst á skoðunum. Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 313 orð

Tvenn örlagarík mistök

Mistök stjórnmálamanna eru sjaldnast mælanleg: allt orkar tvímælis, þá er gert er. Ég hef þó rifjað upp tvenn mistök íslenskra stjórnmálamanna, þegar Valtýr Guðmundsson hélt árið 1901 til streitu úreltri hugmynd um ráðgjafa í Kaupmannahöfn, þótt ný… Meira
23. september 2023 | Pistlar | 475 orð | 2 myndir

Umburðarlyndi er ótakmörkuð auðlind

Eftir ferðalög um landið í sumar eru nú mörg komin með meiri æfingu í notkun erlendra tungumála en þau áttu von á þegar þau lærðu fyrst dönsku og síðan ensku í grunnskólanum á síðustu öld – til að geta gert sig skiljanleg erlendis Meira
23. september 2023 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Verðbólga og neytendavernd

Langatímaafleiðingar hárrar verðbólgu eru slæmar fyrir samfélög. Verðbólgan hittir einkum fyrir þá sem minnst eiga. Hópurinn sem verst fer út úr verðbólguhremmingunum er sá sem nýverið kom inn á húsnæðismarkaðinn Meira
23. september 2023 | Aðsent efni | 401 orð | 1 mynd

Vinnubrögð TR í djúpum …

Af hverjum 100 þúsund krónum sem ellilífeyrisþegar fá frá lífeyrissjóði lætur Tryggingastofnun 45 þúsund krónur af frítekjumarki atvinnutekna hverfa. Meira

Minningargreinar

23. september 2023 | Minningargreinar | 961 orð | 1 mynd

Elías Ketilsson

Elías Þórarinn Ketilsson fæddist á Jaðri í Bolungarvík þann 16. desember 1928. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi 7. september 2023. Foreldrar hans voru þau Ketill Magnússon, f. 16.8. 1885, d. 25.1 Meira  Kaupa minningabók
23. september 2023 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

Guðrún Ragnarsdóttir

Guðrún Ragnarsdóttir fæddist 27. september 1947. Hún lést 8. september 2023. Guðrún var jarðsungin 22. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
23. september 2023 | Minningargreinar | 3448 orð | 1 mynd

Hólmfríður Kristjánsdóttir

Hólmfríður Kristjánsdóttir fæddist 1. janúar 1968 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans 6. september í faðmi fjölskyldunnar. Hólmfríður var dóttir hjónanna Kristjáns Þorkelssonar, f. 26. febrúar 1943, d Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. september 2023 | Viðskiptafréttir | 119 orð | 1 mynd

Íslensk fyrirtæki funda í franska þinginu

Sex íslensk upplýsingatæknifyrirtæki taka þátt í ráðstefnu í franska þinginu 29. september nk. Markmiðið er að leiða saman opinbera aðila frá Frakklandi og Íslandi og fyrirtæki frá löndunum tveimur sem sérhæfa sig í hugbúnaðarlausnum fyrir opinbera geirann Meira
23. september 2023 | Viðskiptafréttir | 435 orð | 1 mynd

Mælaborðið Veltan er komið í loftið

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Rannsóknasetur verslunarinnar hefur sett í loftið mælaborð þar sem stjórnendur fyrirtækja geta fylgst með straumum og stefnum í verslun og þjónustu. Lausnin ber nafnið Veltan, en mælaborðið fylgist með kortaveltu Íslendinga sem er sett niður á flokka í verslun og þjónustu. Einnig er fylgst með þróun ferðamanna hér á landi, í hvað þeir eyða, hvaða þjóðir eyða mest og þá er fylgst náið með netverslun hérna heima og hversu miklu við eyðum í netverslun erlendis. Meira
23. september 2023 | Viðskiptafréttir | 394 orð | 1 mynd

Ríkið reki ekki ferðaskrifstofu

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, segist í samtali við Morgunblaðið ítrekað hafa bent á að það skjóti mjög skökku við, og sé ekki skynsamlegt, að ríkið reki ferðaskrifstofu, eins og hún orðar það Meira

Daglegt líf

23. september 2023 | Daglegt líf | 994 orð | 2 myndir

Ekki spáir Birta alltaf bjartviðri

Íslendingar geta spjallað endalaust um veður, enda sjaldnast tíðindalaust í þeim efnum og svo er alltaf hægt að taka upp tal um veður ef annað þrýtur eða brjóta þarf ís í vandræðalegum aðstæðum,“ segir Birta Líf Kristjánsdóttir veðurfræðingur, … Meira

Fastir þættir

23. september 2023 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

60 ára

Gunnar Lárusson öryggisstjóri Olís er sextugur í dag. Gunnar á tvær dætur, Lilju Hrönn og Bryndísi, og þrjú afabörn, Ingva Brynjar, Sólheiði Örnu og Ragnheiði Huldu Meira
23. september 2023 | Í dag | 857 orð | 2 myndir

Afmælisgjöfin hús í sólinni

Snæfríður Ingadóttir fæddist 23. september 1973. Hún er fædd og uppalin á Neðri-Brekkunni á Akureyri, þar sem hún gekk í Barnaskóla Akureyrar og í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hún á fimm systkini og er hún elst af seinna hollinu eins og hún orðar það Meira
23. september 2023 | Í dag | 61 orð

At gå ind på et forslag segja Danir um það að samþykkja, fallast á,…

At gå ind på et forslag segja Danir um það að samþykkja, fallast á, tillögu. Við „göngum“ hins vegar ekki inn á neitt heldur göngumst inn á það Meira
23. september 2023 | Dagbók | 86 orð | 1 mynd

Herbert hafnar giggum

Lagið Þú veist það nú er nýtt lag frá Hr. Eydísi og Herberti Guðmundssyni. Lagahöfundurinn Örlygur Smári, einn meðlima Hr. Eydísar, og Herbert mættu í Ísland vaknar á dögunum. „Öggi hafði samband og sagði þá félaga vera með lag sem þeim fyndist að ég ætti að syngja Meira
23. september 2023 | Árnað heilla | 158 orð | 1 mynd

Inga Lára Lárusdóttir

Inga Lára Lárusdóttir fæddist 23. september 1883 í Selárdal í Arnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafía Sigríður Ólafsdóttir, f. 1849, d. 1920, og sr. Lárus Benediktsson, f. 1841, d Meira
23. september 2023 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Magnús Ingi Oddsson

40 ára Maggi ólst upp í Garðabæ en býr í Keflavík. Hann er flugvirki að mennt og vinnur hjá Icelandair. Áhugamálin eru fjölskyldan, ferðalög, útivist og hreyfing. Fjölskylda Eiginkona Magga er Halldóra Stefánsdóttir, f Meira
23. september 2023 | Í dag | 266 orð

Margur er bjórinn

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Dágott hald í honum tel. Hentugur í skjólföt er. Flestum bragðast fjarska vel. Fimur í vatni leikur sér. Þórunn Erla á Skaganum svarar og segir: Í laugardags-slagveðrinu hér á Skaganum, sem gæti… Meira
23. september 2023 | Í dag | 1238 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Haustmessa kl. 11. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Prestur er sr. Jóhanna Gísladóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl Meira
23. september 2023 | Í dag | 170 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. Bc4 h6 6. 0-0 Be7 7. He1 c6 8. a4 a5 9. b3 0-0 10. h3 Dc7 11. Bb2 He8 12. Dd2 Rf8 13. Had1 Rg6 14. Ba3 Rf4 15. De3 Be6 16. Bxe6 Rxe6 17. d5 Rf4 18. Rxe5 cxd5 Staðan kom upp í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem stendur yfir þessa dagana Meira
23. september 2023 | Í dag | 179 orð

Tvær hliðar. A-Enginn

Norður ♠ ÁK9854 ♥ G7 ♦ 4 ♣ ÁG96 Vestur ♠ 6 ♥ 10654 ♦ Á1098532 ♣ K Austur ♠ – ♥ D9832 ♦ D7 ♣ D105432 Suður ♠ DG10732 ♥ ÁK ♦ KG6 ♣ 87 Suður spilar 5♠ Meira

Íþróttir

23. september 2023 | Íþróttir | 224 orð

Gekk illa að halda boltanum og skapa færi

Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg hættuleg færi í leiknum og uppspilið gekk brösuglega. Mikið var um langar sendingar úr vörninni upp kantana, sem gengu ekki upp, og svo virtist sem leikmenn væru oft hræddir við að spila inn á miðjuna Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Glódís gerði útslagið

Ísland hóf þátttöku í fyrstu Þjóðadeild kvenna með sigri á Laugardalsvellinum þegar Walesbúar voru lagðir að velli í fyrsta mótsleik þjóðanna frá upphafi, 1:0. Velska liðið sótti mun meira í heildina en íslenska liðið hélt sínum hlut með Glódísi Perlu Viggósdóttur í aðalhlutverki í varnarleiknum Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 414 orð | 2 myndir

Gott svar meistaranna í Eyjum

Íslandsmeistarar ÍBV svöruðu tapinu óvænta gegn nýliðum Víkings í úrvalsdeild karla í handbolta með sterkum 30:26-heimasigri á Haukum í þriðju umferðinni í gærkvöldi. Liðin mættust einmitt í úrslitaeinvíginu á síðustu leiktíð og vann ÍBV þá í oddaleik, eftir magnað einvígi Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Gylfi sneri aftur á fótboltavöllinn

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í fótbolta í meira en tvö ár er Lyngby og Vejle skildu jöfn, 1:1, á heimavelli Íslendingaliðsins í gærkvöldi. Síðasti leikur Gylfa fyrir leikinn í gær var með Evert­on gegn Manchester City í ensku úr­vals­deild­inni 23 Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Hildigunnur með sigurmarkið

Íslenska U23 ára landslið kvenna í fótbolta hafði betur gegn Marokkó í vináttuleik í Rabat í Marokkó í gær, 3:2. Bryndís Arna Níelsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoruðu mörk Íslands Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 219 orð

Nauðsynlegur sigur fyrir framhaldið

Sigur gegn Wales í fyrsta leiknum í hinni nýju Þjóðadeild á Laugardalsvellinum í gærkvöld var það sem íslenska liðið þurfti nauðsynlega á að halda. Í sterkum riðli A-deildar er fyrsta verkefnið að lenda ekki í neðsta sætinu og falla þannig beint… Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 91 orð

Skoraði í níunda landinu

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson varð í gær fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær þeim áfanga að skora í níu löndum, en hann var á skotskónum fyrir CSKA 1948 Sofia gegn Cherno More í efstu deild Búlgaríu Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Valskonur gegn góðum Rúmenum

Valskonur mæta firnasterku rúmensku liði, Dunarea Braila, í undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta á Hlíðarenda á morgun klukkan 17. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals segir að nauðsynlegt sé að ná í góð úrslit á heimavelli og til þess þurfi mjög… Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 210 orð

Það sem Ísland hefur alltaf staðið fyrir

„Ég held að varnarleikurinn hafi verið það sem gerði gæfumuninn. Við erum með mikið af sterkum varnarmönnum, og auðvitað leikmönnum úti um allan völl Meira
23. september 2023 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Þurfum góðan stuðning

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna fá rúmenska stórliðið Dunarea Braila í heimsókn á Hlíðarenda í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á morgun. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur, það er alveg klárt mál Meira

Sunnudagsblað

23. september 2023 | Sunnudagsblað | 171 orð

„Hugsaðu þér, mamma, kennarinn okkar veit ekki hvernig kýr lítur út!“…

„Hugsaðu þér, mamma, kennarinn okkar veit ekki hvernig kýr lítur út!“ Mamman: „Það getur ekki verið! Af hverju heldur þú það?“ „Ég teiknaði kú í myndmennt um daginn og kennarinn sagði yfir allan bekkinn: Voðalega er þetta flottur hundur!“ Hjónin eru … Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 344 orð | 6 myndir

Að láta hugann reika um ímyndunarafl annarra

Uppeldið ræður miklu um lífið og er það sannarlega þannig þegar kemur að mínum bóklestri. Æskuheimilin voru tvö og á báðum voru bækur í hávegum hafðar, foreldrar mínir enduðu öll kvöld á að glugga í bók og amma í sveitinni átti risabókasafn Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 684 orð | 2 myndir

Ást við fyrstu sýn

Um tuttugu manna hópur bandarískra listunnenda var staddur hér á landi fyrir skömmu á vegum Gadsden Art-safnsins í Quincy í Flórída. Hópurinn ferðaðist um landið, skoðaði myndlistarsöfn og nokkrir mættu á myndlistaruppboð hjá Gallerí Fold Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 814 orð | 1 mynd

color:black">Íslenskur fundar- color:black">hamar Sacolor:black">meinuðu þjóðanna

Það er mikilvægt að tryggja að stofnanir og kerfi staðni ekki og Ísland á að vera rödd sem stendur vörð um mikilvægi þess. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 882 orð | 2 myndir

Daunn fyllti ganga og útskot

Hvað ætli að eigi að halda lengi áfram hinum hneykslanlegu verslunarháttum í áfengissölu ríkisins hjer í bænum?“ spurði Víkverji í Morgunblaðinu haustið 1943. Honum var býsna heitt í hamsi vegna málsins Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 142 orð | 2 myndir

Eyðing böls og kífs

Fyrir skömmu fannst hefti í dánarbúi sem inniheldur söngtexta eftir Þorstein Gíslason og var sunginn þegar Alexandrína Danadrottning lagði hornstein að nýbyggðum Landspítala þann 15. júní árið 1926. Textinn lýtur að lofgjörð um það mikla… Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Fólk hefur haft ofboðslega rangt fyrir sér

Leiðrétt Bandaríska poppsöngkonan Madison Beer er ekki nema 24 ára en samt gat hún ekki beðið lengur eftir að senda frá sér endurminningar sínar. Þær komu út í vor undir heitinu The Half of It. „Fólk hefur haft ofboðslega rangt fyrir sér um… Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 1149 orð | 3 myndir

Gat ekki beðið eftir myndunum

Eftirvæntingin sem nærvera Pelés skapaði á hverjum einasta leikvangi sem hann spilaði á er ógleymanleg. Sama hver borgin var, allir komu fram við Pelé eins og hann væri þar fæddur og uppalinn. Sjálfur svaraði hann með virðingu og áhuga sem varð… Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 1049 orð | 3 myndir

Gaurinn með typpið fer á túr

Félaginn var í sjöunda himni enda nýkominn heim af stórri málmhátíð í Evrópu þar sem hann hafði barið augum ekki ómerkari bönd en Pantera, Slipknot, Meshuggah, Gojira og Aborted, með okkar mann Daníel Mána Konráðsson innanborðs Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 125 orð | 1 mynd

Gerir þætti um fólkið sem heldur samfélaginu uppi

Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona er með mörg járn í eldinum en hún er stjórnandi þáttarins Hvunndagshetjur sem sýndir eru á RÚV. Viktoría var gestur Kristínar Sifjar og Þórs Bærings í Ísland vaknar á dögunum Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 1040 orð | 2 myndir

Hálfgerður lífsstíll að reyna að hjálpa

Næsta stóra skref er fundur með heilbrigðisráðherra nú á haustdögum, sem vonandi er tilbúinn að leggja okkur lið. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 322 orð | 1 mynd

Hekl er gott fyrir sálina

Hver ert þú? Ég heiti Tinna og er eini atvinnuheklari Íslands. Ég hef unnið alfarið við að hekla síðan 2012, í ellefu ár. Ég byrjaði með námskeið 2009 og í framhaldinu gaf ég út þrjár heklbækur og ritstýrði fjórðu Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 127 orð

Í þessari viku eigið þið að finna orð í stafasúpu. Lausnina skrifið þið…

Í þessari viku eigið þið að finna orð í stafasúpu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 1. október. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Hulk í smá vandræðum Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 558 orð | 4 myndir

Klassísk matargerð í sögufrægu húsi

Sigurveig Káradóttir og Anna María Sigurðardóttir reka saman kaffihús í Safnahúsinu við Hverfisgötu. „Við erum búnar að þekkjast lengi og höfum verið að vinna saman síðustu þrjú ár eða svo. Við gerðum veitingar fyrir átta kaffihús, komum með… Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 1083 orð | 3 myndir

Krónískur óþekktarangi

Stundum er sagt að stærsta fangelsi í heimi sé óttinn við álit annarra. Mér hefur alltaf staðið á sama um álit annarra. Það hefur veitt mér frelsi. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 633 orð | 2 myndir

Kynfræðsla án foreldra

Af hverju er talið svona brýnt að þagga niður í foreldrum sem koma með sjálfsagðar athugasemdir? Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 931 orð | 1 mynd

Misgóðar fréttir frá hinu opinbera

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét laga eigin innviði, en hann beið þjáður eftir mjaðmaaðgerð í tvö ár og fór í stutt sjúkraleyfi að aðgerð á Klíníkinni lokinni, sem hann varði að nokkru til þess að þjást yfir þingstörfum í sjónvarpi Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 431 orð

Sögur sem verða að fá að heyrast

Það eina góða við allt fordómafulla fólkið sem kýs að opinbera sig á prenti, er að þrátt fyrir hversu sárt það er fyrir okkur hin að lesa, fer umræðan í gang, sem er öllum til góða. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 3871 orð | 2 myndir

Trúi á ágreininginn á leiksviðinu

Reglur úr heimi þerapíunnar hafa verið færðar yfir í heim laganna. Í þerapíunni verðum við að trúa fórnarlambinu, en á sviði laganna verðum við að trúa á sakleysi hins ákærða þar til sekt hefur verið sönnuð. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 161 orð | 1 mynd

Veðravítið Grímsey

Sumarið 1953 sigldi hingað til lands með Heklu breskur maður að nafni Alexander. Kominn heim aftur ritaði hann fjörlega grein um ferðalagið sem Morgunblaðið komst yfir. Meðal annars kom þar fram að allir staðir á Íslandi væru tortryggilegir þegar kæmi að veðráttu Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Winslet í banastuði

Leiksigur Kate Winslet fær mjög góða dóma fyrir frammistöðuna í sinni nýjustu kvikmynd sem heitir einfaldlega Lee. Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, gerir því meira að segja skóna að leikkonan hafi ekki í annan tíma gert betur Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 26 orð

Þegar nýja tækið hans Græna-Skratta breytir Hulk í smábarn verður…

Þegar nýja tækið hans Græna-Skratta breytir Hulk í smábarn verður Kóngulóarliðið að finna leið til að passa upp á litla vin sinn – og stöðva Skratta. Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 112 orð | 1 mynd

Þolir ekki fleiri aðgerðir

Aðgerðir Ozzy Osbourne fór enn og aftur undir hnífinn í vikunni til að freista þess að laga áverka sem hann varð fyrir á baki og hálsi í slysum, fyrst 2003 og svo aftur 2019. „Þetta verður síðasta aðgerðin á hálsinum,“ sagði hann í hlaðvarpi Osbourne-fjölskyldunnar Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 266 orð | 1 mynd

Þorskur með rækjum og rjóma

700-800 g þorskur 4 vænir shallotlaukar 1 stilkur sellerí 1 gul paprika 1 rauð paprika 3-400 g kartöflur ½ hvítlaukur 150-200 ml hvítvín 250-300 ml vatn 250-300 ml rjómi Safi úr 1-2 sítrónum (eftir því hversu safaríkar þær eru) Handfylli af… Meira
23. september 2023 | Sunnudagsblað | 72 orð | 1 mynd

Þú veist, tónlist er tónlist

Stóísk Lita Ford er ekki kona sem lætur auðveldlega koma sér úr jafnvægi. Þegar miðillinn KPVI spurði rokkdrottninguna á dögunum hvort henni þætti ekki margt hafa breyst á þeim tæpu 50 árum sem hún hefði verið í bransanum svaraði Ford: „Ég meina, þú … Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.