Greinar mánudaginn 6. nóvember 2023

Fréttir

6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 432 orð | 2 myndir

Aðgerðaleysi harðlega gagnrýnt

„Við hljótum að fagna því að þjónustuþegunum sé nóg boðið þegar þeir frétta af enn frekari niðurskurði,“ segir Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Vísar hann til yfirlýsingar 13 félagasamtaka og stofnana… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Atvinnulífið myndi stöðvast um stund

„Hér í Grindavík lítum við til þeirra viðbragðsáætlana sem fyrir liggja,“ segir Gunnar Tómasson forstjóri Þorbjarnar í Grindavík. „Ef jarðhræringar eða eldgos leiða til þess að orkuverið í Svartsengi stoppar er ekki flókið að sjá fyrir sér að slíkt mun stöðva allt hér í Grindavík Meira
6. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Biden með minna fylgi en Trump

Skoðananakönnun CBS-fréttaveitunnar um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sýnir fylgi Joes Bidens Bandaríkjaforseta þremur prósentustigum undir væntanlegum mótherja, Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Búa sig undir eldgos á Suðurnesjum

Landris við Svartsengi á Reykjanesskaga heldur áfram á sama hraða og áður, á meðan kvika safnast undir niðri. Þar er virkjun sem útvegar heitt vatn fyrir alla íbúa Suðurnesja, um 31 þúsund manns, auk hluta rafmagns og neysluvatns Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Díaz bjargaði Liverpool gegn Luton

Luis Díaz bjargaði stigi fyrir Liverpool þegar liðið heimsótti nýliða Luton í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Kenilworth Road í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Díaz jafnaði metin fyrir Liverpool þegar fimm mínútur voru liðnar af uppgefnum uppbótartíma síðari hálfleiks Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Elsta hús Kópavogs gert upp í þágu barna

BYKO og Lionsklúbbur Kópavogs hafa undirritað styrktarsamning vegna endurbóta á íbúðarhúsi Kópavogsbúsins. Samningurinn var undirritaður við athöfn um helgina, en hana sóttu m.a. Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO, Ómar Þorsteinsson formaður… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð

Gagnrýna óviðunandi stöðu fyrir fólk með alvarlega heyrnarskerðingu

„Þetta er íþyngjandi fötlun og það þýðir ekki að hunsa hana. Hún hverfur ekki við það,“ segir Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra. Þrettán félagasamtök og stofnanir gefa út yfirlýsingu þar sem þau… Meira
6. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Gasa klofið í tvennt og lokað af

Ísraelski herinn tilkynnti í gærkvöldi að landárásir hans á Gasasvæðið hefðu frá og með gærdeginum skipt palestínska yfirráðasvæðinu í tvennt, með „verulegum“ árásum sem halda áfram í stríðinu gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Grænlendingar minntust Hrafns

Skákmót til minningar um Hrafn Jökulsson fóru fram á dögunum, bæði á Íslandi og á Grænlandi. „Fyrir rúmri viku var minningarmót um kappann sem Grænlendingar á vesturströndinni stóðu fyrir í Nuuk Meira
6. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 890 orð | 1 mynd

Gæti orðið tugmilljarða tjón

Á undanförnum árum og áratugum hefur byggst upp mikil atvinnustarfsemi á því svæði norðan Grindavíkur þar sem eldgos kann nú að vera yfirvofandi. Líkt og fjölmiðlar hafa greint frá hefur orðið vart við þenslu af völdum kvikuinnskots norðvestur af… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Göngubrú á Ytri-Rangá við Hellu

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir á Hellu við uppsetningu á göngubrú yfir Ytri-Rangá. Sú er úr forsmíðuðum stálbitum og er utanáliggjandi á akbrúnni yfir ána sem er 84 metra löng og var byggð um 1960 Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 156 orð

Heitavatnslaust víða

Heitavatnslaust verður í nokkrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, auk Breiðholts, frá klukkan 22 á miðvikudag, vegna viðgerða Veitna sem tengjast undirbúningi mislægra gatnamóta við Arnarnesveg. Í tilkynningu Veitna segir að heitavatnslaust… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 461 orð | 2 myndir

Iðkendum fjölgar enn í golfíþróttinni

Meðlimir í golfklúbbum á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári en samkvæmt tölum frá Golfsambandi Íslands voru 24.201 skráðir í hina fjölmörgu golfklúbba á landinu. Ofan á þessa tölu bætast þeir kylfingar sem leika golf annað slagið án þess að vera skráðir í klúbb Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Ísraelsher sker Gasa í sundur

Ísraelar sögðu í gær að þeir hefðu skorið Gasa í tvennt og herjuðu nú á Gasa með „verulegum“ árásum. Ísraelskar hersveitir eru sagðar hafa umkringt Gasaborg. „Nú er til Suður-Gasa og Norður-Gasa,“ sagði talsmaður ísraelska hersins, Daniel Hagari Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Kynferðislegur hvati ekki skilyrði

Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum í síðustu viku að sú athöfn að stinga fingri upp í endaþarm einstaklings félli undir nauðgunarhugtak almennra hegningarlaga Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 324 orð | 2 myndir

Lífsgæði með Lundúnaflugi

„Flug easyJet milli Lundúna og Akureyrar nú í vetur er mjög mikilvægt. Vonandi er þetta upphaf að einhverju öðru og meira, svo miklu máli skiptir þetta fyrir ferðaþjónustuna hér á svæðinu. Einnig íbúa, mikil lífsgæði felast í því fyrir fólk… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 748 orð | 2 myndir

Líkur á öflugra gosi aukast

Líkur á öflugra gosi í Svartsengi aukast eftir því sem þrýstingur heldur áfram að byggjast upp í geymsluhólfi kvikunnar á 4-5 kílómetra dýpi. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Nanna Magnadóttir

Nanna Magnadóttir héraðsdómari lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. okóber sl. af völdum heilablóðfalls. Nanna fæddist 10. mars 1973 í Lundúnum, dóttir Brynhildar Þorgeirsdóttur þýðanda, f. 1944, og Magna Baldurssonar arkitekts (1942-2000) Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Partí og plat á hádegistónleikum

Sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir verður næsti gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda hádegistónleikaraðar í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskrá tónleikanna á morgun, sem byrja klukkan 12.00, verða aríur úr… Meira
6. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 591 orð | 3 myndir

Rafmyntakeisarinn reyndist klæðalaus

Morguninn 11. maí 2021 kom Sam Bankman-Fried fram í sjónvarpi í fyrsta skipti. Hann sat við viðskiptaborðið sitt og talaði gegnum sjónvarpsskjáinn við tvo blaðamenn Bloomberg TV. Þykkar svartar krullur sprungu út frá höfðinu í allar áttir Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Rekstrarskilyrðin eru ókleifur hamar

Rekstrarskilyrði í íslenskum landbúnaði eru ókleifur hamar fyrir ungt fólk sem vill í búskap. Þetta gerist þegar matvælaframleiðslu bjóðast stórkostleg ný tækifæri, segir í ályktun sveitarstjórnar Dalabyggðar Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Sjúkraþyrlur komi ekki í stað Gæslunnar

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir viðtal Morgunblaðsins við forstjóra Landhelgisgæslunnar, sem birtist í síðustu viku, afhjúpa það sem hann hafi áður bent á. Forstjórinn, Georg Kr Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Slysahætta á Vatnsenda

Mikil slysahætta hefur skapast við framkvæmdir þar sem fyrirhugaður Arnarnesvegur verður lagður hjá Vatnsendahvarfi, að sögn forsvarsmanna íbúasamtakanna Vina Vatnsendahvarfs. Gryfja hefur verið grafin en hún ekki girt af að fullu Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 869 orð | 2 myndir

Stórverkefnin eiga stað í hjarta mínu

„Að undanförnu höfum við unnið að mörgum spennandi verkefnum og mannskapurinn er á fullu. Staðan fram undan er líka góð,“ segir Dofri Eysteinsson framkvæmdastjóri Suðurverks. Nýlega skilaði fyrirtækið af sér stórframkvæmd; gerð 2,7… Meira
6. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 571 orð | 2 myndir

Stríðið að breytast í stöðubaráttu

Valerí Salúsjní, yfirmaður allra herja Úkraínu, viðurkenndi í síðustu viku í samtali við breska tímaritið The Economist að gagnsókn Úkraínumanna hefði ekki náð þeim árangri sem vonast var eftir í byrjun, en Úkraínuher hefur einungis náð að sækja fram um 17 kílómetra á fimm mánuðum Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Umfang Fiskidagsins mikla orðið of mikið

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Í bili að minnsta kosti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn samnefnds félags, sem hefur haldið utan um hátíðina frá árinu 2005. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá árinu 2001 til 2019 Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Vonast til að íbúafundur eyði óvissu og rói fólk

Virkjunin í Svartsengi útvegar heitt vatn fyrir alla íbúa á Suðurnesjum, eða fyrir um 31.000 manns. Virkjunin sér Suðurnesjum einnig fyrir hluta rafmagns og neysluvatns. Unnið er að ráðstöfunum ef til þess kemur að starfsemi virkjunarinnar falli niður vegna goss Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Þrjú íslensk tónskáld tilnefnd

Þrjú íslensk tónskáld eru tilnefnd til Hollywood music in media-verðlaunanna sem verða afhent í 14. sinn 15. nóvember. Öll eru þau tilnefnd fyrir tónlist í hrollvekjum eða spennutryllum. Hildur Guðnadóttir er tilnefnd fyrir tónlist sína í… Meira
6. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Þúsundir eru í viðbragðsstöðu

„Óvissan er mikil og þegar ekki er á neinu föstu að byggja verður illmögulegt að gera einhverjar 100% áætlanir um viðbrögð. Ég tel þó að viðbragðsliðar og aðrir séu eins langt og slíkt nær þokkalega undirbúnir því að bregðast við krefjandi… Meira

Ritstjórnargreinar

6. nóvember 2023 | Leiðarar | 274 orð

Mánuður frá morðæði

Hryðjuverkasamtökin Hamas eiga engan stuðning eða skilning skilinn Meira
6. nóvember 2023 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Orkunotkunin flutt frá OECD

Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar á blog.is um losun koltvísýrings. Hann leggur út af línuriti sem hann rakst á og sýnir losun koltvísýrings vegna orkuframleiðslu á undanförnum áratugum, annars vegar frá ríkjum innan OECD og hins vegar frá ríkjum utan OECD og loks þessa losun samanlagt Meira
6. nóvember 2023 | Leiðarar | 383 orð

Skattar skipta máli

Ný rannsókn sýnir jákvæð áhrif af skattalækkunum í Bandaríkjunum Meira

Menning

6. nóvember 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Minnkandi áhugi ungs fólks á kynlífi

Ný bandarísk rannsókn leiðir í ljós að ungt fólk í Bandaríkjunum vill sjá minna kynlíf og meiri vinskap í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og fjölmiðlum. Rannsóknin, sem gerð var í ágúst, náði til 1.500 ungmenna á aldrinum 10 til 24 ára Meira
6. nóvember 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Segist ekki hafa skotið Tupac Shakur

Fyrrverandi gengjaforinginn Duane Davis var í liðinni viku færður fyrir dómara í Los Angeles þar sem hann hefur verið ákærður fyrir morðið á rapparanum Tupac Shakur, sem skotinn var til bana árið 1996 þegar hann var 25 ára Meira
6. nóvember 2023 | Menningarlíf | 923 orð | 1 mynd

Sögumaðurinn sjálfur í uppáhaldi

„Maður man þetta aldrei, þetta tapast einhvern veginn í öllu ferlinu en ég held að allar bækurnar mínar byrji í einhverri einni mynd þar sem búið er að ramma inn ákveðið andrúmsloft. Þetta er ekki þannig að ég ætli að skrifa bók um blaðamann eða tónlistarmann, þetta gerist ekki þannig Meira
6. nóvember 2023 | Bókmenntir | 662 orð | 3 myndir

Vestanfórur

Safnrit fræðigreina Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda ★★★½· Ritstjórar: Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason. Hið íslenska bókmenntafélag, 2023. Innbundin, 304 bls. Meira

Umræðan

6. nóvember 2023 | Pistlar | 376 orð | 1 mynd

Að fella niður virðisauka- skatt af matvælum

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 31. október ræddi nýr fjármálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tvö mál við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann ríkisútvarpsins. Fyrst það sem virtust vera hugmyndir ráðherrans um endurskoðun á því hvernig húsnæðisliður vísitölu neysluverðs skuli metinn Meira
6. nóvember 2023 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Brauð og leikir

Kynslóðir sem hafa ánetjast „brauði og leikjum“ eru veikburða kynslóðir. Síðustu þrjár kynslóðir Vesturlandabúa hafa borið þess merki. Meira
6. nóvember 2023 | Aðsent efni | 501 orð | 1 mynd

Hví „fokka“ þær feðraveldinu?

Það barn sem fæddist sem stúlka eftir 1975 öðlaðist ný tækifæri til jafns við karlmenn fyrir ykkar baráttu, íslenskar konur. Meira

Minningargreinar

6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2212 orð | 1 mynd

Erla Sæunn Guðmundsdóttir

Erla Sæunn Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. desember 1935. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. október 2023. Foreldrar hennar voru Áslaug Sigurðardóttir, f. 1907, d. 1997, og Guðmundur Steinþór Magnússon, f Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2594 orð | 1 mynd

Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson fæddist 19. nóvember 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. október 2023. Foreldrar hans voru Helga Ingólfsdóttir, f. 1928, d. 1991, og Halldór Guðmundsson, f Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2695 orð | 1 mynd

Jórunn Tómasdóttir

Jórunn Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 21. maí 1954. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Keflavík 20. október 2023. Foreldrar hennar voru Tómas Tómasson, fv. sparisjóðstjóri í Keflavík (1924-2008) og Halldís Bergþórsdóttir (1926-2017) Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2244 orð | 1 mynd

Kristinn Haukur Þórhallsson

Kristinn Haukur Þórhallsson fæddist í Reykjavík 3. október 1938. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 7. október 2023. Foreldrar hans voru hjónin Ásrún Guðmunda Magnúsdóttir, f. 16.12. 1919, d. 26.10 Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

Kristín Ólafsdóttir

Kristín Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 19. janúar 1926. Hún lést á Grund í Reykjavík 24. október 2023. Foreldrar Kristínar voru hjónin Ólafur Bergmann Erlingsson, f. 12. október 1898, d. 28. janúar 1973, og Jófríður Kristín Þórðardóttir f Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 2019 orð | 1 mynd

Oddný Rósa Halldórsdóttir

Oddný Rósa Halldórsdóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1957. Hún lést 11. október 2023 á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Halldór Þórður Bjarnason, f. 22. september 1923, útgerðarmaður og Jóhanna Friðriksdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 3009 orð | 1 mynd

Páll Breiðdal Samúelsson

Páll Breiðdal Samúelsson fæddist á Siglufirði 10. september 1929. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 21. október 2023. Foreldrar hans voru Einarsína Kristbjörg Pálsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1941 orð | 1 mynd

Sigurjón Þórðarson

Sigurjón Þórðarson fæddist í Reykjavík 11. september 1953. Hann lést á sjúkrahúsi á Madeira 4. október 2023. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson, f. 21.10. 1933 og Sigurjóna Sigurjónsdóttir, f. 26.7 Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

Steindór Stefánsson

Steindór Stefánsson fæddist 3. ágúst 1948 í Ási í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Hann lést á Borgarspítalanum 26. september 2023. Foreldrar hans voru Jón Stefán Guðmundsson, f. 12. október 1904, d. 1 Meira  Kaupa minningabók
6. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1109 orð | 1 mynd

Þórhallur Kristinsson

Þórhallur Kristinsson fæddist í Keflavík 16. október 1962. Hann lést á sjúkrahúsi í Torrevieja á Spáni 24. janúar 2023. Þórhallur var sonur hjónanna Guðrúnar Rósborgar Jónsdóttur, f. 6.1. 1942, d. 10.2 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

6. nóvember 2023 | Í dag | 181 orð

Heppni og óheppni. S-Enginn

Norður ♠ 5 ♥ D8 ♦ ÁKG3 ♣ ÁKD932 Vestur ♠ ÁKD102 ♥ 1032 ♦ D754 ♣ 7 Austur ♠ 863 ♥ 754 ♦ 1082 ♣ G1054 Suður ♠ G974 ♥ ÁKG96 ♦ 96 ♣ 86 Suður spilar 6♥ Meira
6. nóvember 2023 | Í dag | 327 orð | 1 mynd

Luciano Domingues Dutra

50 ára Luciano er frá Porto Alegre, höfuðborg syðsta fylkis Brasilíu, Rio Grande do Sul, en flutti til Íslands árið 2002. „Ég kom til Íslands til að læra íslensku sem annað mál og er núna að klára meistaragráðu í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands Meira
6. nóvember 2023 | Dagbók | 185 orð | 1 mynd

Magnaðir þættir sem svíkja ekki

Ein besta sjónvarpsþáttaröð sem sést hefur í langan tíma er The Long Shadow sem sýnd var nýlega á bresku ITV-sjónvarpsstöðinni. Þættirnir eru sjö og þar er fylgst með fimm ára leit lögreglunnar að Peter Sutcliffe sem myrti þrettán konur á árunum 1975-1980 Meira
6. nóvember 2023 | Dagbók | 43 orð | 1 mynd

Neyðarástand getur vegið að fæðuöryggi

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir neyðarástand ríkja í landbúnaði. Nautakjötsskortur er yfirvofandi og stórfelld fækkun á slátruðum lömbum í haust er staðreynd. Vigdís Häsler er gestur Dagmála í dag og fer þar um víðan völl varðandi þá stöðu sem upp er komin í íslenskum landbúnaði. Meira
6. nóvember 2023 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Óskarinn settur út í garð

Leikkonan Gwyneth Paltrow er enn og aftur á milli tannanna á fólki. Í þetta sinn er það vegna meðhöndlunar hennar á óskarsstyttunni frægu sem hún hlaut árið 1999 fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Shakespeare in Love“ Meira
6. nóvember 2023 | Í dag | 160 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Bb5 e6 4. Bxc6 dxc6 5. Rf3 e5 6. Rxe5 Dg5 7. f4 Dxg2 8. Df3 Dxf3 9. Rxf3 Rf6 10. d3 Be7 11. Bd2 g6 12. 0-0-0 Bg4 13. Hdf1 Bh3 14. Hf2 Be6 15. Rg5 Bd7 16. He2 0-0 17. e5 Rd5 18 Meira
6. nóvember 2023 | Í dag | 269 orð

Tónninn er hreinn

Ólafur Stefánsson yrkir á Boðnarmiði: Þeir týnast ei Tómas og Steinn, tvíeyki festir á vegg. Hver kynslóð sem kemst hér á legg, þeim kynnist því tónninn er hreinn Dagbjartur Dagbjartsson rifjar upp ljóð Braga Sigurðssonar, sem hann orti við lát… Meira
6. nóvember 2023 | Í dag | 753 orð | 3 myndir

Verðlaunin hafa opnað margar dyr

Pedro Gunnlaugur Garcia fæddist 6. nóvember 1983 í Lissabon. Móðir hans, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir, er frá Ólafsfirði en hún kynntist föðurnum, Henrique Garcia, á ferðalagi sínu um Portúgal Meira
6. nóvember 2023 | Í dag | 59 orð

Það er gagn að mörgum hlutum og ég hef gagn af ófáum þeirra. Mörgum þykir…

Það er gagn að mörgum hlutum og ég hef gagn af ófáum þeirra. Mörgum þykir gaman að gamanþáttum, en hvernig eigum við húmorlausir að hafa gaman af þeim? „Mér var lánuð nefhárarakvél og sagt að verulegt gagn væri að henni, en hún reyndist vera… Meira

Íþróttir

6. nóvember 2023 | Íþróttir | 496 orð | 4 myndir

Breiddin í hópnum loksins nýtt

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik slapp með skrekkinn þegar liðið vann nauman sigur gegn Færeyjum, 30:29, í öðrum vináttulandsleik þjóðanna á tveimur dögum á laugardaginn í Laugardalshöll. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en Elliði… Meira
6. nóvember 2023 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Eyjakonur fóru illa með Akureyringa

Sunna Jónsdóttir fór mikinn fyrir ÍBV þegar liðið vann öruggan sigur, 25:16, gegn KA/Þór í áttundu umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum á laugardaginn en hún skoraði átta mörk Meira
6. nóvember 2023 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Haraldur nálgast Evrópumótaröðina

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er kominn á lokastig úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Haraldur lék afar vel á úrtökumóti í Girona á Spáni um helgina og hafnaði í sjöunda sæti á sínum velli, en alls… Meira
6. nóvember 2023 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Jóhann náði stórum áfanga á laugardaginn

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu náði stórum áfanga á laugardaginn þegar hann lék með Burnley gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var hans 400. deildaleikur á ferlinum frá því hann lék fyrsta deildaleikinn í… Meira
6. nóvember 2023 | Íþróttir | 375 orð | 1 mynd

Liverpool slapp með skrekkinn

Luis Díaz bjargaði stigi fyrir Liverpool þegar liðið heimsótti nýliða Luton í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Kenilworth Road í gær. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, en Díaz jafnaði metin fyrir Liverpool þegar fimm mínútur voru… Meira
6. nóvember 2023 | Íþróttir | 655 orð | 4 myndir

SA vann 3:1-heimasigur á SR á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í…

SA vann 3:1-heimasigur á SR á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í Skautahöllinni á Akureyri á laugardaginn. SA styrkti með sigrinum stöðu sína á toppi deildarinnar. SR er á botninum án stiga en Fjölnir er með níu stig í öðru sæti í þessari þriggja liða deild Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.