Greinar laugardaginn 11. nóvember 2023

Fréttir

11. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd

„Blóðbaðinu verður að linna“

Hart var barist í Gasaborg í gær og sögðust Ísraelsmenn hafa fellt 150 af vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Hamas. Þá náðu þeir að eyðileggja talsverðan hluta neðanjarðarganga þeirra í borginni. Loftárás var gerð á Al-Buraq-skólann í gær og var því… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 284 orð

Árleg Ljósafossganga niður hlíðar Esju fer fram í dag

Árleg Ljósafossganga niður hlíðar Esju á vegum Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, fer fram í dag. Eru gönguhópar og fjallagarpar hvattir til að taka þátt í göngunni. Göngufólk mun hittast við grunnbúðir Ljóssins við Esjurætur upp úr klukkan 15.30 Meira
11. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 766 orð | 4 myndir

„Eigum við að fá 50 krónur?“

Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil óánægja er meðal rithöfunda vegna tekna sem þeir fá fyrir hljóðbækur á streymisveitum á borð við Storytel. Tekjurnar eru smánarlegar að þeirra mati og hafa auk þess áhrif á hefðbundna bóksölu. Af þeim sökum hyggjast þeir beita sér fyrir breytingum á samningum sem gætu falið í sér að bækur komi seinna út á hljóðbók en verið hefur. Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 162 orð | 2 myndir

„Höldum ró okkar og hjálpumst að“

Bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti sendu hlýjar kveðjur til Grindvíkinga og þeirra sem næst eru upptökum þeirra… Meira
11. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Biden og Xi ætla að hittast í næstu viku

Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Xi Jinping forseti Kína munu eiga fund í San Francisco í næstu viku í tengslum við leiðtogafund APEC-ríkjanna, sem þar fer fram. Karine Jean-Pierre, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, staðfesti þetta í gær Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Borgin synjaði ósk um göngugötu

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur nýlega var tekin til afgreiðslu yfirlýsing húseigenda og rekstraraðila við Bergstaðastræti, milli Skólavörðustígs og Laugavegar, þar sem óskað er eftir að þessi hluti götunnar verði göngugata. Þeim varð ekki að ósk sinni. Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 404 orð | 2 myndir

Bændur eiga að fá tjón að fullu bætt

Enn er ósamið um fébætur við bændur í Miðfirði sem þurftu að sæta því í apríl sl. að fjárstofnar þeirra voru skornir niður vegna riðu. Í reglugerð er kveðið á um að bótagreiðslur til bænda skuli berast þeim eigi síðar en 45 dögum eftir að förgun fjárins lauk Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Grindvíkingar yfirgefa heimabæinn vegna linnulausra jarðskjálfta og yfirvofandi goss

Talið var líklegt í gær að eldgos myndi hefjast á Suðurnesjum innan mjög skamms tíma, en mjög skýr merki sáust á mælum Veðurstofu Íslands í gær um að kvika væri að leita sér leiðar til yfirborðsins eftir að kvikuinnskot tók að myndast við Sundhnúkagíga Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Hlýða almannavörnum

„Það er ekki mitt að leggja mat á það, ég veit hins vegar að Bláa lónið er búið að vera í daglegu sambandi við almannavarnir og þau hafa farið eftir því mati sem almannavarnir hafa lagt á stöðuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason,… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Hópfimleikaveisla í Höllinni í dag

Stjarnan og Gerpla verða væntanlega báðar í baráttunni um Norðurlandameistaratitil félagsliða í kvennaflokki í hópfimleikum í dag en Norðurlandamótið fer fram í Laugardalshöllinni. Bæði félög hafa áður unnið þetta mót, Gerpla þrisvar og Stjarnan tvisvar Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 473 orð | 5 myndir

Jökulsævintýrinu haldið hátt á loft

Björgun Loftleiðamanna á skíðaflugvél af Vatnajökli 1951 vakti mikla athygli heima og erlendis, en frásögn um afrekið er rakin í Jökulsævintýrinu, nýútkominni bók eftir Jakob F Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Kvöldlokkur eftir Mozart og Beethoven í Breiðholtskirkju

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr fagnar 20 ára starfsafmæli sínu með því að leika tvær af sínum eftirlætis-kvöldlokkum í 15:15-tónleikasyrpunni í Breiðholtskirkju í dag kl. 15.15. Þetta eru kvöldlokka í c-moll K Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 382 orð

Landvernd hefur skoðun á varnargarði eftir helgina

„Landvernd veit ekki nákvæmlega hvar þetta er statt, ég þarf að kynna mér það. Þeir eru nú varla að fara að byrja á þessum varnargörðum núna, því ekki vita þeir hvar gosið kemur upp,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar í samtali við Morgunblaðið Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 217 orð | 2 myndir

Laufey og Ólafur tilnefnd til Grammy-verðlauna

Tónlistarmennirnir Laufey Lín Jónsdóttir og Ólafur Arnalds voru í gær bæði tilnefnd til bandarísku Grammy-verðlaunanna, hvort í sínum flokki, en þau eru ein helstu og þekktustu tónlistarverðlaun veraldar Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona er látin. Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Hún flutti átta ára gömul með foreldrum sínum á Narfastaði í Hvalfjarðarsveit, hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 189 orð | 2 myndir

Málþing Jóni til heiðurs á Hólum

Að Hólum í Hjaltadal verður á fimmtudag í næstu viku, 16. nóvember, haldið málþing til heiðurs Jóni Bjarnasyni fyrrverandi skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Á þinginu verður fjallað um Hólastað í sögu og samtíð; svo sem að skóli og kirkja þar hafa verið órjúfanleg heild um aldir Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 549 orð | 2 myndir

Mikill uppgangur í ört vaxandi bæ

Í þurrkatíðinni hér sunnanlands undanfarnar vikur hefur lækkað verulega í Ölfusánni og má segja að hún renni nær eingöngu um gjána undir brúnni hér á Selfossi. Þetta gefur veiðimönnum tækifæri til að kíkja eftir hvar helstu rennur og klappir liggja… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 630 orð | 3 myndir

Myrtu ungbarn með bakarofni

„Það er atvik þar sem ungbarn er sett inn í bakarofn.“ Þannig kemst Birgir Þórarinsson, alþingismaður að orði. Þar lýsir hann í hálfum hljóðum myndbandsupptökum sem hann hefur rýnt ásamt þingmannahópi frá Evrópuþinginu Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 327 orð

Neitar Ísraelsmönnum um þjónustu

„Já, það er tilfellið með suma og þar á meðal er ég sjálfur,“ segir Ingi Jón Sverrisson í samtali við Morgunblaðið, en hann er í forsvari fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Tour.is. Ingi Jón segist ásamt nokkrum aðilum í ferðaþjónustu á… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Niðurgreiðslur til Póstsins bitnað hart á einkaaðilum

Fulltrúar tveggja flutningafyrirtækja sem þjónusta landsbyggðina segja ríkið hafa niðurgreitt sendingar Íslandspósts. Það hafi skekkt samkeppnina og einkafyrirtæki orðið fyrir tjóni. Tilefnið er að Byggðastofnun hefur í nýrri ákvörðun endurskilgreint virk og óvirk markaðssvæði hjá Póstinum Meira
11. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Novo Nordisk boðar stækkun verksmiðju

Danski lyfjaframleiðandinn Novo Nordisk tilkynnti í gær að 42 milljörðum danskra króna, um 850 milljörðum íslenskra króna, yrði varið til að auka framleiðslugetu fyrirtækisins til að mæta gífurlegri eftirspurn eftir sykursýkislyfinu Ozempic og megrunarlyfinu Wegovy Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Nýtt hjúkrunarheimili vígt í Stykkishólmi

Nýtt hjúkrunarheimili hefur verið tekið í notkun í St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi og hefur fengið nafnið Systraskjól. Nafnið á að minna á starfsemi St. Fransiskussystra sem Hólmarar hugsa með hlýhug til vegna starfsemi þeirra fyrir héraðið Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Opna tilboð fyrir nýtt hús við Grensás

ddd Meira
11. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 668 orð | 3 myndir

Ráðherra telur tækifæri í skeldýrarækt

Á dögunum sendi Morgunblaðið matvælaráðuneytinu fyrirspurn um stefnu þess um lagareldi sem var nýlega birt í samráðsgátt stjórnvalda og sett til ársins 2040. Var ráðuneytið meðal annars innt eftir því af hverju skeldýrarækt væri undanskilin í… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir neyðarstigi

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir neyðarstigi almannavarna á ellefta tímanum í gærkvöldi, en þá hafði Veðurstofan komist að þeirri… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 1199 orð | 1 mynd

Ríkið hætti niðurgreiðslunum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með nýrri ákvörðun Byggðastofnunar um alþjónustu Íslandspósts verður mun hærra hlutfall af almennum bréfapósti á óvirkum markaðssvæðum. Aðeins svæði fjögur verður óvirkt markaðssvæði fyrir pakka upp að 10 kg en þar eru fyrst og fremst sveitabæir. Af því leiðir að virka markaðssvæðið fyrir pakka upp að 10 kg stækkar umtalsvert fyrir vikið. Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Roksala á Dimmalimm og upplagið er á þrotum

Mikil sala hefur verið á barnabókinni Dimmalimm síðustu vikur eftir að umræða um nýja útgáfu bókarinnar komst í hámæli. Morgunblaðið hefur greint frá deilum um nýju útgáfuna og ljóst virðist að fjölmiðlaumfjöllunin hefur hreyft við mörgum Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sagan uppfærð í hornsteini Sögu

„Auðvitað ætti þetta skjal að fara aftur sem hornsteinn í húsið,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands um óvæntan fund hornsteins Bændahallarinnar í vikunni. Morgunblaðið greindi frá fundinum á fimmtudag en heppni réð því að hornsteinninn fannst við endurgerð Hótels Sögu Meira
11. nóvember 2023 | Fréttaskýringar | 1707 orð | 2 myndir

Skrílslæti við Alþingishúsið

Baksvið Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mikið gekk á í þessu litla samfélagi okkar í byrjun nóvember árið 1963 og oftast virðist hafa legið betur á þjóðinni en einmitt þá. Meira
11. nóvember 2023 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Starfslokagreiðsla Alison Rose lækkuð

Breski bankinn NatWest tilkynnti í gær að starfslokagreiðslur til Alison Rose, fyrrverandi forstjóra bankans, yrðu lækkaðar um nærri 7,6 milljónir punda, jafnvirði 1,3 milljarða króna. Rose fær samt sem áður 2,4 millj Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Stefnubreyting í Skálafelli

Skíðafólk sem beðið hefur spennt eftir uppbyggingu skíðasvæðisins í Skálafelli þarf að bíða í nokkur ár í viðbót að minnsta kosti. Samstarfsnefnd skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu samþykkti á fundi í október að leggja til við stjórn Sambands… Meira
11. nóvember 2023 | Innlendar fréttir | 123 orð

Vilja ekki veita Ísraelum þjónustu

Nokkrir aðilar í ferðaþjónustu hér á landi hafa gefið út þann boðskap að þeir muni ekki þjónusta ferðamenn frá Ísrael vegna stríðs Ísraelsmanna og hryðjuverkasamtakanna Hamas á Gasasvæðinu. Ingi Jón Sverrisson, forsvarsmaður Tour.is, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé einn af þeim Meira

Ritstjórnargreinar

11. nóvember 2023 | Staksteinar | 224 orð | 1 mynd

Froskar, fólk og flugferðir

Geir Ágústsson verkfræðingur rifjar upp á blog.is að til að sjóða frosk lifandi þurfi að hita vatnið hægt. Og hann segist lesa í dönskum fréttum að til standi að leggja enn einn skattinn á flugmiða. Blaðamaður hafi spurt nokkra farþega álits á þessum nýja skatti, sem sagður er eiga að renna til grænna orkuskipta og ellilífeyris, „en rennur auðvitað bara í hítina og verður notaður í hvað það nú er sem aflar atkvæða“. Meira
11. nóvember 2023 | Leiðarar | 670 orð

Lesið í genin

Getan til að greina meðferðartæka erfðabreytileika býður upp á byltingarkennda möguleika Meira
11. nóvember 2023 | Reykjavíkurbréf | 1747 orð | 1 mynd

Ósanngjörn umræða bætir ekkert

En eftir þúsundir ára þá hefur þessi fámenna þjóð, þótt fjölmenn sé borið saman við Ísland, en hún nær ekki 10 milljónum í Ísrael og næstum sambærilegum fjölda annars staðar, einkum í Bandaríkjunum, eignast eigin fósturjörð, sem hún hafði áður borið í hjarta sínu, hvar sem hún var. Og sífellt er að henni sótt. Meira

Menning

11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 753 orð | 2 myndir

„Algjörlega frábært!“

„Það var bara algjörlega frábært!“ segir Óskar Guðjónsson saxófónleikari um Evróputúr ADHD sem lauk á dögunum með upptökum á níundu breiðskífu hljómsveitarinnar, ADHD 9. „Við höfum gert þetta síðustu 12 árin að við túrum bæði á… Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 178 orð | 1 mynd

„Kona með úr“ selt fyrir 139,4 milljónir

Málverkið „Femme à la montre“ (Kona með úr) sem Pablo Picasso málaði af ástkonu sinni, Marie-Thérèse Walter, árið 1932 var selt á uppboði hjá Sotheby's í New York í vikunni fyrir 139,4 milljónir bandaríkjadala Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 852 orð | 3 myndir

Allir sem hafa líkama geta dansað

„Hátíðin er hluti af samevrópsku verkefni sem heitir Feminist Futures, en markmið þess er að hrinda af stað kröftugum samfélagsbreytingum með listsköpun,“ segir Pétur Ármannsson, annar listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival sem fram fer í höfuðborginni 15.-19 Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Beethoven, Schumann og Finnur í Hörpu

Strokkvartettinn Siggi kemur fram á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum Hörpu á morgun kl. 16. „Á efnisskránni er strengjakvartett Beethovens op. 18 nr. 1, strengjakvartettinn Ground eftir Finn Karlsson og hinn alþekkti… Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Fagna nýrri plötu með tónlist Legrand

Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari fagna útkomu nýrrar plötu með tónlist Michels Legrands í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. Tónlistin er flutt við íslenska texta eftir Árna Ísaksson og Braga Valdimar Skúlason Meira
11. nóvember 2023 | Kvikmyndir | 610 orð | 2 myndir

Feimnir Finnar

Bíó Paradís Kuolleet lehdet / Fallin lauf ★★★·· Leikstjórn: Aki Kaurismäki. Handrit: Aki Kaurismäki. Aðalleikarar: Alma Pöysti og Martti Suosalo. 2023. Finnland og Þýskaland. 81 mín. Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Framleiðslufyrirtæki De Niro dæmt

Kviðdómur í New York hefur komist að þeirri niðurstöðu að framleiðslufyrirtæki Roberts De Niros hafi gerst sekt um kynjamisrétti og refsiaðgerð­ir. Af þeim sök­­um þarf fyrirtækið að greiða Graham Chase Robinson, fyrrverandi aðstoðarmanneskju De Niro, 1,3 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Lög um þrá og græðgi í Salnum

Songs of Longing and Greed nefnist nýr sönglagaflokkur eftir danska tónskáldið og kórstjórann Stefan Sand sem fluttur verður í Salnum á morgun kl. 13.30. „Flytjendur eru bassa- og baritónsöngvarinn Ólafur Freyr Birkisson og píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Mandólín fagnar í Salnum í kvöld

Gleðisveitin Mandólín fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með fjörugum tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, að því er fram kemur í tilkynningu. „Á efnisskrá er skemmtitónlist í bland við tregatóna frá ólíkum heimshornum Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Neðansjávarljósmyndir í Gallerí Fold

Danski ljósmyndarinn Stig Stasig og íslenska myndlistarkonan og mannfræðingurinn Sófía Stefánsdóttir standa að sýningunni Pangeatic sem verður opnuð í Gallerí Fold í dag kl Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Neil Portnow sakaður um lyfjanauðgun

Höfðað hefur verið mál gegn Neil Portnow, fyrrverandi stjórnarformanni og framkvæmdastjóra Hljóðritunarakademíunnar í Bandaríkjunum, en samkvæmt frétt New York Times um málið heldur kona, sem kýs nafnleyndar, því fram að hann hafi byrlað sér ólyfjan … Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 101 orð | 1 mynd

Syngjum saman með Skotfjelaginu

Vinahópurinn Skotfjelagið stýrir söngstundinni Syngjum saman í Hannesarholti í dag kl. 14. „Vinahópurinn, sem saman­stendur af einstaklega söngnu fólki, kórsystrum úr kórstarfi Margrétar Pálmadóttur og mökum þeirra, hefur áður glatt gesti Hannesarholts í Syngjum saman Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 528 orð | 3 myndir

Uppgjöf og afhending

Það er nánast eins og tónlistin sé málverk, svo afstrakt og út um allt og svo hlaðin að maður á fullt í fangi með að draga þetta allt inn og melta. Meira
11. nóvember 2023 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Útgáfutónleikar í Hannesarholti í dag

Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Coto Blanco lútuleikari fagna útgáfu disksins Consort of Two á tónleikum í Hannesarholti í dag kl. 16. Í tilkynningu frá tónlistarfólkinu kemur fram að á diskinum, sem kemur út hjá þýska plötufyrirtækinu… Meira

Umræðan

11. nóvember 2023 | Pistlar | 461 orð | 2 myndir

Arwa og Nasir

Nú keppist Ísraelsher við að drepa smábörn í Palestínu. Ég vel hér gildishlaðið orðalag, sem endurspeglar þá afstöðu að árásir ísraelskra stjórnvalda á almenning í Palestínu séu óforsvaranlegar, grimmilegar og glæpsamlegar Meira
11. nóvember 2023 | Pistlar | 586 orð | 4 myndir

Englendingar sigursælir á HM öldunga

Þar sem hann var næststigahæsti keppandi mótsins hlaut Hannes Hlífar Stefánsson alltaf að eiga möguleika á því að blanda sér í baráttuna um sigur á heimsmeistaramóti öldunga, 50 ára og eldri í Palermo á Ítalíu sem lauk um síðustu helgi Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Fjölmiðladeild FÍP – RÚV

Komu upplýsingarnar frá „heilbrigðisyfirvöldum á Gasa“ sem eru nú ekkert annað en meðlimir hryðjuverkasveita Hamas klæddir í jakkaföt. Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 68 orð | 1 mynd

Gott verð fyrir bréfin

Nokkuð hefur gustað um Íslandsbanka nú um skeið. Óumdeilt er að gott verð fékkst fyrir sölu bréfanna í bankanum. Þeir fjármunir koma sér vel fyrir ríkissjóð. Ekki má gleyma því. Hæstvirtur utanríkisráðherra hefur sætt ómaklegri gagnrýni vegna sölu bréfanna Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 251 orð

Madrid, september 2023

Evrópska hugveitan New Direction hélt 20.-22. september 2023 fjölmennt þing í Madrid, þar sem hægri menn báru saman bækur sínar og sóttu hinn árlega kvöldverð í minningu Margrétar Thatcher. Ræðumaður var Robin Harris, sem var ræðuskrifari Thatcher og ævisöguritari Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Nýtum hagkvæma kosti

Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í orkumálum þjóðarinnar telur undirrituð mikilvægt að endurskoða lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011. Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 746 orð | 2 myndir

Pólverjar fagna sjálfstæðisdegi sínum í dag

Þjóðhátíðardagur Pólverja var ákveðinn árið 1937 til minningar um að Pólverjar höfðu endurheimt fullveldi sitt eftir sundurlimun Póllands sem hafði varað í 123 ár. Meira
11. nóvember 2023 | Pistlar | 426 orð | 1 mynd

Riðuveikilaust Ísland

Þann 1. nóvember skilaði sérfræðingahópur um riðuveiki skýrslu um aðgerðir gegn riðuveiki. Hópurinn skilaði átta tillögum til mín um aðgerðir sem mikilvægt er að ráðast í og eru hluti af nýrri nálgun í baráttunni gegn riðuveiki Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Samtaka í 25 ár

Samtökin leggja áherslu á fagmennsku á öllum sviðum, sem og samfélagslega ábyrgð. Fyrirtæki í Samtökum ferðaþjónustunnar fara eftir leikreglum samfélagsins. Að vera meðlimur er gæðastimpill á ferðaþjónustufyrirtæki. Meira
11. nóvember 2023 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Skjár 1 er aftur kominn í loftið

Ég tilkynnti fyrir skemmstu að ég myndi endurvekja Skjá 1 og get staðfest að útsendingar eru hafnar. Meira
11. nóvember 2023 | Pistlar | 753 orð

Þingmenn eru samhuga um Gaza

Enginn getur með neinum rökum haldið því fram að íslenskir stjórnmálamenn og stjórnvöld láti sig átökin á Gaza engu varða. Afstaða þings og ríkisstjórnarinnar er skýr. Meira

Minningargreinar

11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 3705 orð | 1 mynd

Kirsten Friðriksdóttir

Kirsten var fædd í Kaupmannahöfn 8. maí 1942. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 30. október 2023. Foreldrar hennar voru Friðrik Einarsson læknir, f. 9. maí 1909, d. 27. september 2001, og og Ingeborg Einarsson, fædd Korsbæk, f Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

Kolbrún Steinþórsdóttir

Kolbrún Steinþórsdóttir fæddist 29. maí 1933. Hún lést 1. nóvember 2023. Útför fór fram 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1652 orð | 1 mynd

Lúðvík Baldur Ögmundsson

Lúðvík Baldur Ögmundsson fæddist 11. desember 1947. Hann lést 29. október 2023. Útför hans fór fram 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1381 orð | 1 mynd

Magnea Hólmfríður Magnúsdóttir

Magnea Hólmfríður Magnúsdóttir fæddist í Ólafsvík 28. júlí 1929. Hún lést í Ólafsvík 23. október 2023. Foreldrar hennar voru þau Hólmfríður Agnes Helgadóttir, f. 1903, d. 1975, og Magnús Sigvaldi Kristjánsson, f Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 646 orð | 1 mynd

Nanna Magnadóttir

Nanna Magnadóttir fæddist 10. mars 1973. Hún lést 26. október 2023. Útför hennar fór fram 9. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1512 orð | 1 mynd

Sigríður Ragnhildur Hermóðsdóttir

Sigríður Ragnhildur Hermóðsdóttir, sjúkraliði og bóndi, fæddist í Nesi í Aðaldal 10. desember 1942. Hún lést 1. nóvember 2023 á Skógarbrekku, Sjúkrahúsinu á Húsavík. Sigríður var annað barn foreldra sinna, þeirra Jóhönnu Álfheiðar Steingrímsdóttur, húsmóður og rithöfundar, f Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1969 orð | 1 mynd

Svanhvít Óladóttir

Svanhvít Óladóttir fæddist 15. apríl 1960. Hún lést 30. október 2023. Útför fór fram 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 968 orð | 1 mynd

Sveinn Bjarnason

Sveinn Bjarnason fæddist 9. október 1930. Hann lést 31. október 2023. Útför fór fram 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 440 orð | 1 mynd

Sveinn Jónsson

Sveinn Jónsson fæddist 24. ágúst 1931. Hann lést 24. október 2023. Útför hans fór fram 10. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2023 | Minningargreinar | 1291 orð | 1 mynd

Thor Daníelsson

Thor Daníelsson fæddist í Reykjavík 1. apríl 1962. Hann varð bráðkvaddur 10. október 2023. Foreldrar hans voru hjónin Esther Valdimarsdóttir, hárgreiðslumeistari, f. 8.6. 1928, og Daníel L. Þorsteinsson, skipasmíðameistari, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 156 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri ferðamenn í október

Um 205 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Keflavíkurflugvelli í október og hafa aldrei verið fleiri í mánuðinum. Þetta kemur fram í greiningu frá Hagfræðideild Landsbankans sem byggir á mælingum Ferðamálastofu Meira
11. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 98 orð | 1 mynd

Kortavelta lækkaði

Kortavelta Íslendinga nam 84,17 milljörðum króna í október og lækkaði um 2,7% á milli mánaða, en hækkar um 6,2% á milli ára. Erlend kortavelta nam 24,8 milljörðum króna og lækkar um 22% á milli mánaða, en hækkar um 20,5% á milli ára Meira
11. nóvember 2023 | Viðskiptafréttir | 620 orð | 1 mynd

Telja Marel undirverðlagt

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Þó svo að hlutabréfaverð í Marel hafi sveiflast nokkuð eftir óvænt forstjóraskipti félagsins í vikunni fara erlendir greinendur jákvæðum orðum um nýjan forstjóra og framtíðarhorfur félagsins, sem þeir telja undirverðlagt. Meira

Daglegt líf

11. nóvember 2023 | Daglegt líf | 1121 orð | 4 myndir

Völvurnar hluti af kvennasögunni

Allt á þetta upphaf sitt í því að ég tók við prestsembætti á Djúpavogi fyrir tæpum fjörutíu árum og kynnti mér sögu landshlutans og prestakallsins. Eitt og annað barst í tal, meðal annars völvuleiði, sem reyndust vera víða þarna Meira

Fastir þættir

11. nóvember 2023 | Í dag | 938 orð | 3 myndir

Aldrei setið auðum höndum

Þórarinn Edilon Sveinsson fæddist 11. nóvember 1943 í Reykjavík. Hann ólst upp í Miðtúni 52 og átti heima þar nær alla sína barnæsku. „Leiksvæði barna hverfisins var víðáttumikið og náði allt niður að fjöruborði þar sem íbúðarbyggðin við Sóltún og umferðargatan Borgartún liggur nú Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Erla Guðmundsdóttir

30 ára Erla er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr í Bryggjuhverfinu. Hún er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ og meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá HR. Hún starfar sem gagnagreinir hjá Símanum Meira
11. nóvember 2023 | Dagbók | 211 orð | 1 mynd

Hinir spænsku Sex and the city -þættir

Valería er spænsk drama- og gamanþáttaröð á Netflix, byggð á skáldsöguseríunni En los zapatos de Valeria eftir Elísabetu Benavent. Þar segir frá hinni ungu og sjarmerandi Valeríu sem á í stökustu vandræðum með að fóta sig sem rithöfundur á sama tíma … Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 54 orð

line-height:150%">Það er ekki oft sem ráðamenn segjast beinlínis vilja…

line-height:150%">Það er ekki oft sem ráðamenn segjast beinlínis vilja viðurkenna eitthvað en það kemur fyrir. Noti þeir gömlu dönskuslettuna bekenna : játa , viðurkenna , er ekki að undra þótt rithátturinn brenglist í frétt: „bekina.“ En á dönsku… Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 1479 orð | 1 mynd

Messur

AKRANESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Þóra Björg og Ása Kolbrún sjá um stundina. Jóhanna Elísa Skúladóttir leikur á píanó. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl Meira
11. nóvember 2023 | Árnað heilla | 145 orð | 1 mynd

Pálmi Jónsson

Pálmi Jónsson fæddist 11. nóvember 1929 á Akri við Húnavatn, A-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Ólafsdóttir, f. 1886, d. 1980, húsfreyja á Akri, og Jón Pálmason, f. 1888, d. 1973, bóndi og ráðherra Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Hafdís Hlynsdóttir fæddist 18. maí 2023 kl. 13.53. Hún vó 3.500…

Reykjavík Hafdís Hlynsdóttir fæddist 18. maí 2023 kl. 13.53. Hún vó 3.500 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Guðmundsdóttir og Hlynur Guðnason. Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2.439) hafði svart gegn Dananum Soren Bech Hansen (2.211) Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 176 orð

Tíu mínútur. N-Allir

Norður ♠ D10984 ♥ K108754 ♦ 5 ♣ Á Vestur ♠ G765 ♥ 62 ♦ 109876 ♣ 107 Austur ♠ 32 ♥ ÁG93 ♦ 43 ♣ 98654 Suður ♠ ÁK ♥ D ♦ ÁKDG2 ♣ KDG32 Suður spilar 6G Meira
11. nóvember 2023 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Venjulegt, samt allt svo nýtt

Erla úr dúettinum Erla & Gréta kynnti nýtt lag í þættinum Íslensk tónlist með Heiðari Austmann. Lagið heitir Venjulegt, samt allt svo nýtt. Erla og Gréta eru saman í hljómsveitinni Dúkkulísunum og hafa starfað mikið saman í gegnum tíðina Meira
11. nóvember 2023 | Í dag | 258 orð

Önnur bjalla kveður við

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Stúlka þessi hefur hátt. Heiti þetta fiskur ber. Fugl, er sést við sjóinn þrátt. Síðan lítil klukka er. Lausnin er vonandi bjalla, segir Erla Sigríður: Skellibjalla kímin, kát, kinnfiskur og bjalla Meira

Íþróttir

11. nóvember 2023 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Afturelding vann spennandi botnslag

Afturelding hafði betur gegn Stjörnunni, 23:22, í botnslag í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta í gærkvöldi. Með sigrinum fór Afturelding upp í fjögur stig og úr botnsætinu. Þar er Stjarnan nú með þrjú stig Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Glæsileg byrjun Haraldar á Spáni

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklin Magnús fór frábærlega af stað á fyrsta hring á lokastigi úrtöku­móts fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi, sterk­ustu mótaröð Evr­ópu, í Tarragona á Spáni í gær. Haraldur lék fyrsta hringinn á 66 höggum, fimm höggum undir pari Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Gylfi missir af landsleikjunum

Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal á útivelli í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá í gær, en Gylfi er að glíma við meiðsli Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Hákon tilnefndur í Svíþjóð

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið tilnefndur sem markvörður ársins í Svíþjóð, en hann hefur varið mark toppliðs Elfsborgar með glæsibrag á tímabilinu. Elfsborg hefur komið á óvart á leiktíðinni og dugar jafntefli gegn Malmö… Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Jóhanna undir EM-lágmarki

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tryggði sér sæti á EM í 25 metra laug í sundi í Búkarest í lok árs með því að synda 50 metra skriðsund á 25,34 sekúndum á Íslandsmótinu í 25 metra laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði í gærkvöldi Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 457 orð | 2 myndir

Mót á heimsmælikvarða

Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í Laugardalshöll í dag. Að þessu sinni sendir Ísland þrjú lið til keppni; kvennalið Stjörnunnar, kvennalið Gerplu og karlalið Stjörnunnar. Íslensk lið hafa reglulega unnið til verðlauna á Norðurlandamótum undanfarin ár, en mótin fara fram á tveggja ára fresti Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Sjö lið jöfn á toppnum eftir sex umferðir

Sjö lið eru jöfn á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með átta stig eftir sigra Vals og Njarðvíkur í síðustu tveimur leikjum sjöttu umferðarinnar í gærkvöldi Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 518 orð | 2 myndir

Valur aftur í toppsætið

Valur fór aftur upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með 39:29-útisigri á Gróttu á Seltjarnarnesi þegar níundu umferðinni lauk í gærkvöldi Meira
11. nóvember 2023 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Þurfum að berja á þeim

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik fær ógnarsterkt lið Tyrklands í heimsókn í Laugardalshöll í annarri umferð F-riðils í undankeppni EM 2025 annað kvöld Meira

Sunnudagsblað

11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 3245 orð | 2 myndir

Að halda áfram að hafa gaman

Þetta var svo mikil vinna. Algjörlega botnlaust. Svo fylgdu kindur með og ég hafði kannski þrisvar á ævinni stigið inn í fjárhús. Svo var bara sauðburður daginn sem við fluttum. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Ann varla eftirspurn

Dúett Bandaríska málmbandið Disturbed hefur nýlokið við gerð myndbands við lagið Don't Tell Me af nýjustu breiðskífu sinni, Divisive. Það er merkilegt fyrir þær sakir að Disturbed hefur ekki í annan tíma fengið gestasöngvara til liðs við sig en … Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 997 orð | 1 mynd

Ástin brýtur fjötra af fólki

Þjóðkirkjan þarf að gerbreytast en kristnin lifir góðu lífi og heldur áfram að gagnast fólki. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 648 orð | 1 mynd

Borgarfulltrúi finnur óvin

Þessi málflutningur ber hvorki vott um ást á lýðræði né tjáningarfrelsi. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 408 orð | 5 myndir

Bókastaflarnir taka hægfara breytingum

Á meðan dagar, vikur og mánuðir líða taka bókastaflarnir á náttborðinu mínu hægfara breytingum. Nýjar bækur birtast þar, eru lesnar (eða ekki) og fara þaðan upp í hillu eða áfram til næsta lesanda. Sumar bókanna fara hins hvergi Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Epla- og hvannarsalat

300 g þurrkuð epli í sneiðum 50 g nýsprottnir hvannarstilkar í þunnum sneiðum 1 dl volgt vatn 1 msk. hunang 1,5 dl hrært skyr 1,5 dl þeyttur rjómi Setjið epli og hvönn í skál. Blandið saman hunangi og vatni og hellið yfir Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 979 orð | 2 myndir

Gosórói í mannskapnum

Vikan var ákaflega undirlögð af gosinu sem aldrei kom, þó auðvitað komi það á endanum. Beygurinn meiri en endranær þar sem ýmsar vísbendingar voru um að það gæti verið mannfólkinu skeinuhættara en áður Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 725 orð | 2 myndir

Góð reynsla af þjálfunartíma

Eitt af markmiðum Kveikjum neistann fyrir utan að ná góðri grunnfærni er að bæta líðan og efla áhugahvöt. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 964 orð | 3 myndir

Heim úr útlegðinni

Óhætt er að fullyrða að gleðin sem braust út eftir að kunngjört var að trymbillinn Mike Portnoy hefði gengið aftur til liðs við Dream Theater á dögunum hafi verið fölskvalaus, bæði meðal leikra og lærðra Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 130 orð | 2 myndir

Í leit að eiginmönnum

Íslenska þjóðin hefur lengi haft blæti fyrir búningadrama í sjónvarpi og fyrir vikið sperra ugglaust margir eyrun þegar upplýst er um flunkunýtt efni af því tagi, The Buccaneers, sem efnisveitan Apple TV+ hóf sýningar á í vikunni Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 804 orð | 1 mynd

Ísland úr NATÓ, herinn burt!

Undirlægjuháttur fer Íslendingum illa. Það á reyndar við um alla menn. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 117 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 19. nóvember. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina Jólasyrpa Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 291 orð | 1 mynd

Jólastuð á Suðurnesjum

Segðu mér frá ykkar uppfærslu á Jólasögu Dickens? Sagan er staðfærð og gerist í Reykjanesbæ og Aðventugarðurinn þar kemur við sögu. Við setjum þetta upp á tilbúnu hóteli og þar birtast svo þrír draugar sem kenna Ebba, eiganda hótelsins, að njóta jólanna Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 90 orð

Kennari: „Hvernig finnur þú út kvaðratrótina af 144?“ Nemandinn: „Ég spyr…

Kennari: „Hvernig finnur þú út kvaðratrótina af 144?“ Nemandinn: „Ég spyr einhvern sem er miklu klárari en ég!“ „Nautið og kýrin eru í túninu, hvað er rangt við þessu setningu?“ spyr kennarinn. Lísa: „Kýrin á að koma fyrst því dömurnar eru alltaf… Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Lambakæfa með villihvítlauk og blóðbergi

2 kg lambakjöt á beini úr framparti 2 laukar, gróft saxaðir 2 msk. villihvítlaukur, smátt saxaður 2 msk. blóðberg Salt og nýmalaður pipar Vatn Setjið kjötið ásamt vatni í pott, þannig að fljóti yfir Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

Leiknir þættir um Cary Grant

Hjartaknús Jason Isaacs, sem frægastur er fyrir að hafa leikið Lucius Malfoy í Harry Potter-myndunum, fer með hlutverk sjálfs Carys Grants í fjögurra þátta smáseríu frá ITV um lífshlaup eins af mestu hjartaknúsurum kvikmyndasögunnar Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1210 orð | 7 myndir

Lítið þarf til að gleðja börnin

Náttúruöflin geta verið grimm þarna, eins og við sáum síðast í jarðskjálftanum daginn eftir að ég kom heim. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Lætur til sín taka í draumheimum

Draumar Í nýjustu kvikmynd sinni, Dream Scenario, leikur Nicolas Cage háskólaprófessor sem er ósjarmerandi og enginn gefur gaum fyrr en hann fer upp úr þurru að birtast fólki í draumi. Það er sama hver hendir sér á koddann; téður prófessor er þar alltaf, í forgrunni eða bakgrunni Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 412 orð | 1 mynd

Má bjóða þér grillaðan geirfugl?

Hvað var á boðstólum á Hlíðarenda þegar Hallgerður langbrók giftist Gunnari Hámundarsyni? Þessari spurningu og mörgum fleiri veltir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur fyrir sér í nýrri bók þar sem blandað er saman sagnfræði, tilvitnunum í landnámsmenn og hugleiðingum um matarvenjur forfeðranna Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 100 orð

Mína, Mikki og Plútó fara í…

Mína, Mikki og Plútó fara í jólafrí á norðurslóðir og hitta þar heimafólk og lenda í ævintýri. Amma skipar Fiðra, Andrési og Hábeini… Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Mysusoðin lúða með kryddjurtasósu og lauk

Fyrir 4 1 kg lúða á beini, skorin í 2 cm sneiðar 1 laukur, skorinn í báta 2 msk. hvannarlauf, smátt söxuð 2 msk. nýsprottnir hvannarstilkar, smátt saxaðir 2 msk Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 45 orð | 1 mynd

Rjúpur með bláberjum

Fyrir 4 4 rjúpur, hamflettar 4 rjúpuhjörtu, lifur og fóarn, hreinsað 1 msk. blóðbergslauf 1 dl bláber 1 msk. hunang 4 dl vatn Salt og nýmalaður pipar Allt sett í pott og soðið við vægan hita í eina klst Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 648 orð | 2 myndir

Skaparinn skilur ekki sköpunarverkið

Þannig má vel vera að við séum að misskilja stórkostlega samband okkar við æðri máttarvöld. Hvað ef Guð er ekki stóra ráðgátan í okkar augum heldur við í hans? Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 170 orð | 1 mynd

Skutu á allt út í loftið

Hreppstjórarnir í Ölfus- og Selvogshreppi gripu til þess örþrifaráðs að banna rjúpnaveiði í hreppum sínum og afréttarlöndum þeirra í nóvember 1963. Ástæðan var mikið ónæði af skyttunum. Hermann Eyjólfsson í Gerðakoti í Ölfusi, hreppstjóri og oddviti … Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 845 orð | 5 myndir

Stórbrotin listaverk

Þessi sýning er til vitnis um að listasagan á Íslandi hófst ekki í byrjun 20 aldar. Klæðin eru mikilsverður menningararfur, listaverk búin til með nál og þræði. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 110 orð | 1 mynd

Tók saman við 13 ára pilt

Sekt Gracie (Julianne Moore) og Joe (Charles Melton) hafa verið hamingjusamlega gift í tuttugu ár og búa í fallegu húsi ásamt börnum sínum þremur. Eitt er þó óvenjulegt við samband þeirra, Gracie var 36 ára en Joe aðeins 13 ára skólapiltur þegar þau byrjuðu saman Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 129 orð | 1 mynd

Uppfyllti draum föður síns 25 árum síðar

Heimildarmyndin Heimaleikurinn er mynd sem allir ættu að sjá, helst í stórum hópi fólks þar sem allar tilfinningarnar fá að koma fram. Smári Gunnarsson leikstjóri myndarinnar og Kári Viðarsson sem er í aðalhlutverki ræddu myndina í Ísland vaknar Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 381 orð

Winston á undir högg að sækja

Hún beitti neitunarvaldi. Fyrr dytti hún dauð niður en að pilturinn yrði skírður Winston. Meira
11. nóvember 2023 | Sunnudagsblað | 1366 orð | 1 mynd

Það vantar meira torfbæjarklám!

Ég er búin að komast að því að ég hef nú skrifað kerlingabók og mér finnst það fínt. Ég ætla að halda því áfram. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.