Greinar laugardaginn 23. mars 2024

Fréttir

23. mars 2024 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

40 manns látnir og 100 særðir eftir hryðjuverk í Moskvu

Vopnaðir menn réðust inn í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöldi þar sem fjöldi gesta var á rokktónleikum og hófu skothríð með þeim afleiðingum að 40 manns létust og 100 særðust, samkvæmt rússneskum yfirvöldum Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 165 orð

„Ekki á minni vakt“

Innleiðing tilskipunar Evrópusambandsins um hreinsun skólps frá þéttbýli, sem er væntanleg frá reglusmiðunum í Brussel, yrði gíðarlega kostnaðarsöm fyrir Ísland ef til hennar kæmi. Áætlað er að heildarkostnaður við uppbyggingu fráveitna í landinu, í … Meira
23. mars 2024 | Erlendar fréttir | 77 orð

Beittu neitunarvaldi á ályktunina

Fastafulltrúar Rússlands og Kína beittu í gær neitunarvaldi sínu á ályktun sem Bandaríkjastjórn lagði fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem kallað var eftir „tafarlausu og varanlegu“ vopnahléi á átökum Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Eflist við sorgina

Smári Þorsteinsson og börnin hans þrjú standa þétt saman í nýjum veruleika eftir andlát Önnu Kristínar Magnúsdóttur, móður og eiginkonu. Þrátt fyrir yfirþyrmandi sorg leggja þau sig fram við að finna gleði í lífinu Meira
23. mars 2024 | Erlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Ein mesta loftárásin til þessa

Rússar gerðu eina af stærstu loftárásum Úkraínustríðsins til þessa í gærmorgun, en þá skutu þeir tæplega 90 eldflaugum og sendu rúmlega 60 sjálfseyðingardróna til árása í Úkraínu. Beindist árás Rússa einkum og sér í lagi að orkuinnviðum Úkraínu, og… Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Fasteignagjöld hækkað um 12,7%

Fasteignagjöld af tiltekinni viðmiðunareign heimila eru að meðtaltali um 392 þúsund kr. yfir landið á þessu ári og hafa hækkað um 12,7% frá síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum samanburði Byggðastofnunar á fasteignagjöldum og fasteignamati heimila Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Fjórar umsóknir um embætti dómara

Fjórar umsóknir bárust um embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Nýr dómari mun taka sæti Ingveldar Einarsdóttur, sem sagt hefur embættinu lausu fyrir aldurs sakir. Ingveldur hefur verið dómari við réttinn frá 1 Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 700 orð | 2 myndir

Fjölbreytt mannlíf í Borgarfirði

Vorjafndægur voru 20. mars sl. en ögn er breytilegt milli ára upp á hvaða dag þau ber, á bilinu 19.-21. mars. Fyrir marga eru vorjafndægur ákveðinn hátíðardagur því þá er dagurinn um það bil jafn langur nóttinni og fer svo að vinna hægt og rólega á myrkrinu Meira
23. mars 2024 | Erlendar fréttir | 86 orð

Fjöldaflótti brestur á úr höfuðborginni

Stjórnlaust ofbeldi gengja í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, hefur valdið því að brostinn er á fjöldaflótti úr borginni. Talið er að tugþúsundir manna reyni nú að forða sér úr borginni þar sem brennd lík liggja eins og hráviði á götum og vaxandi skortur er á matvælum Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 177 orð | 2 myndir

Forhertur krotari er á ferðinni

„Þetta eru skemmdarverk og þau verður að stöðva,“ segir Guðjón Óskarsson tryggjóklessubani í Reykjavík. Að næturlagi hefur forhertur veggjakrotari farið víða um miðborgina á síðustu 4-6 vikum og sett merki sitt á veggi, stokka, rusladalla og steina á 60-80 stöðum Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Forsætisráðherrar funduðu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og þær efnahagslegu og félagslegu umbætur sem innri markaðurinn hefði fært almenningi og atvinnulífi, er hún ávarpaði fund forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna með leiðtogaráði ESB í Brussel í gær Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 581 orð | 4 myndir

Færeyjar áfangastaður til framtíðar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Gaman og gefandi að láta gott af sér leiða

Tónleikar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, verða í Lindakirkju í Kópavogi fimmtudagskvöldið 4. apríl. Öll skipulagning er liður í námi fjögurra nemenda í verkefna- og… Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Getum komið Úkraínu á óvart

„Ég sagði við strákana: nú þurfið þið að reyna að skrifa söguna sjálfir. Sama hvað þú gerir, þú þarft að trúa á það sem þú gerir. Og ef þú getur nýtt sameiginlega orku ellefu einstaklinga er hægt að gera ótrúlega hluti Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Gosvirkni færist yfir í einn gíg og kvikan kemur úr dýpra kvikuhólfi

Nú þegar vika er liðin frá því að gosið við Sundhnúkagíga hófst hefur virkni einangrast að mestu við einn eða tvo gíga segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hann segir að þótt virkni hafi verið stöðug alla vikuna telji hann að heldur sé að draga úr gosinu, þótt hægt sé Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 684 orð | 6 myndir

Gæðatími í Laugardal – Eitthvað mikið liggur í loftinu – Krauma og fermingin – Fjölga fer í páskabænum

„Páskarnir eru oft annatími hjá okkur. Ég verð því að vinna um helgina, eða að minnsta kosti verð til taks,“ segir Kristín Ingunn Haraldsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Efstadal í Bláskógabyggð Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 568 orð | 1 mynd

Innleiðing gæti kostað 159 milljarða

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Í reglulegu sambandi við lögreglu

„Lögreglan hefur það hlutverk að tryggja öryggi þingsins og fundarfrið hér. Lögum samkvæmt ber lögreglan ábyrgð á öryggi æðstu stjórnar ríkisins og við erum í viðræðum við lögregluna um hvernig það verður best tryggt og í reglulegu sambandi við hana í ljósi þeirra atvika sem átt hafa sér stað síðustu vikur,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið. Meira
23. mars 2024 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Katrín greindist með mein

Katrín prinsessa af Wales tilkynnti í gær að hún væri með krabbamein, og að hún væri byrjuð í lyfjameðferð vegna þessa. Miklar vangaveltur hafa verið síðustu vikur þar sem vart hafði sést til prinsessunnar á almannafæri frá því á jóladag, en… Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Kemur niður á fátækum

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir fyrirhugað útboð Kópavogsbæjar á lóðum í Vatnsendahvarfi. Bærinn taki ekki tillit til efnaminna fólks heldur reyni að hámarka tekjur sínar af lóðasölunni. Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Kjósin hafði betur í rimmu um póstnúmer

Byggðastofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á póstnúmeraskrá þannig að póstnúmerið 276 verði eftirleiðis ritað ,„276 Kjós“ í stað ,„276 Mosfellsbær“. Byggðastofnun var falin umsjón póstmála í landinu með lögum árið 2021 Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Lokasteypa í meðferðarkjarnanum

Lokasteypuframkvæmdir við byggingu nýs meðferðarkjarna Nýja Landspítalans fóru fram sl. fimmtudag. Þar við stjórnvölinn var Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, í fjarveru Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Lóan er komin í Suðurnesjabæ

Lóan er kom­in til lands­ins að kveða burt snjó­inn. Til fugls­ins sást í Garðinum í Suður­nesja­bæ í gær en koma ló­unn­ar er held­ur í fyrra fall­inu miðað við önn­ur ár, að mati Jó­hanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 351 orð | 3 myndir

Milljarðasala íbúða í Smárabyggð

Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, segir fyrirtækið hafa tekið tilboðum í 40 nýjar íbúðir í Silfursmára 2 síðan í janúar. Með því sé búið að taka tilboðum í 53 af 73 íbúðum í húsinu en meðalsöluverð íbúða í húsinu á árinu er um 109 m.kr Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Nafnvaxtakerfi enn möguleiki

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir enn mögulegt að byggja upp nafnvaxtakerfi á lánamarkaði hér á landi. Það sé mögulegt, jafnvel þótt heimilin flýi nú í stórum stíl að nýju í verðtryggð lán, örfáum misserum eftir að óverðtryggðir húsnæðisvextir urðu að stórum hluta ráðandi Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Páll Bergþórsson jarðsunginn

Útför Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, var gerð frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Geir Waage jarðsöng og meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Guðni Th Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Skóflur fóru á loft

Fyrsta skóflustungan að nýrri farþegamiðstöð Faxaflóahafna við Skarfabakka var tekin í gær af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, Gunnari Tryggvasyni hafnarstjóra og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur stjórnarformanni Faxaflóahafna Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Soffía Sæmundsdóttir opnar sýninguna Himinboga í Listhúsi Ófeigs

Listakonan Soffía Sæmundsdóttir opnar sýningu sína, Himinboga, í dag klukkan 14 í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Þar sýnir hún ný málverk unnin á tréplötur með olíulit og vaxi. Segir í tilkynningu að málverk Soffíu beri sterk höfundareinkenni og … Meira
23. mars 2024 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Úlfar Ágústsson

Úlfar Snæfjörð Ágústsson, kaupmaður og lengi fréttaritari Morgunblaðsins á Ísafirði, er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í gær, 22. mars. Úlfar fæddist 3. júlí 1940, en foreldrar hans voru Guðmundína… Meira
23. mars 2024 | Fréttaskýringar | 749 orð | 3 myndir

Vandinn eykst með úrræðaleysi

„Vandinn er alltaf til staðar og svo eykst hann og eykst. Og svo eykst hann alltaf líka þegar það er svona mikið úrræðaleysi. Fólk er svo týnt og á engan að, veit ekki hvert það á að leita og þjónustan er oft takmörkuð,“ segir Hafrún… Meira
23. mars 2024 | Fréttaskýringar | 548 orð | 3 myndir

Vandi sem vex hratt ef ekkert er að gert

Ákvæði jarðalaga nr. 81/2004 eru talin það óskýr að ekki sé á þeim byggjandi um forkaupsrétt sameigenda jarða við erfðir. Þetta kom fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness fyrir skemmstu. Höfnun sýslumanns Suðurnesja um að þinglýsa skiptayfirlýsingu… Meira
23. mars 2024 | Fréttaskýringar | 1331 orð | 2 myndir

Þegar stríðið barst til Íslands

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Meira

Ritstjórnargreinar

23. mars 2024 | Staksteinar | 209 orð | 2 myndir

Framboðsskortur á íslenskum Milei?

Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar á blog.is um nýjan forseta Argentínu, Javier Milei, róttækan frjálshyggjumann sem hafi lofað að vinda ofan af verðbólgunni, skuldasöfnuninni og spillingunni. Hann hafi lofað að „við tæki mjög erfitt tímabil en að eftir það tæki við gott tímabil.“ Meira
23. mars 2024 | Leiðarar | 782 orð

Mannslíf í húfi

Bregðast þarf við vaxandi neyslu ópíóíða hér á landi í samræmi við alvöru málsins Meira
23. mars 2024 | Reykjavíkurbréf | 1353 orð | 1 mynd

Ríkisbanki heldur boð

Áttatíu milljarða er vissulega hægt að nota í margt. Til dæmis til að kaupa þrjár Tryggingamiðstöðvar fyrir! En þingmennirnir fengu ekki einu sinni að stynja upp jafngóðum og jafnvel eftirsóknarverðari hugmyndum fyrir land og þjóð, hefðu þeir verið einhvers spurðir. Meira

Menning

23. mars 2024 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Beethoven og Brahms í Salnum

Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms á tónleikum, sem bera yfirskriftina Vor og regn, í Salnum á morgun, sunnudag, kl Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Boðið upp á spjall við listakonurnar í dag

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar í dag, laugardag, kl. 15. Annars vegar er um að ræða sýningu Salóme Hollanders, sem ber yfirskriftina Engill og fluga, og hins vegar sýningu Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki… Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Fjölmennasta hátíðin til þessa

Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður venju samkvæmt haldin í dymbilviku. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, sem frá upphafi hefur haft veg og vanda af skipulagningu tónlistardaganna, segir að hátíðin í ár verði sú fjölmennasta frá upphafi,… Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Kórinn flytur verk tengd föstunni

Kór Hallgrímskirkju heldur föstutónleika undir yfirskriftinni Tenebrae Factae Sunt eða Myrkur féll yfir á morgun, pálmasunnudag, klukkan 17. Flutt verða kórverk tengd föstunni meðal annars eftir Poulenc, Messiaen, Pärt, Tavener, Gesualdo og Mäntyjärvi Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 52 orð | 1 mynd

Leiðsögn með Einari Garibalda

Einar Garibaldi Eiríksson verður með leiðsögn um sýninguna Venjulegir staðir/Venjulegar myndir í dag, laugardag, kl. 14 í Gerðarsafni. Á sýningunni eru ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe… Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 709 orð | 2 myndir

Leyfir því að koma sem kemur

Karl Gunnar Jónsson hefur gefið út breiðskífur á eigin vegum undir nafninu Dan Van Dango sem hann segir hafa birst honum í draumi. Nýjasta plata Dan Van Dango kom út fyrir nokkrum vikum og ber hún titilinn Maðurinn sem mæður ykkar mæla með Meira
23. mars 2024 | Tónlist | 543 orð | 3 myndir

Ljúfir skjálftar, mjúk högg

Killing Joke, Swans og „Nosferatu Man“ með Slint, þó að greina megi þungarokkslega tónlist þá er þetta ekki þungarokk, ekki frekar en þessi plata. Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

María Rún sýnir blekteikningar

María Rún Þrándardóttir opnar myndlistarsýninguna Svört blúnda í Gróskusalnum, Garðatorgi 1, í dag, laugardag, kl. 17-19. Sýningin samanstendur af 49 persónulegum blekteikningum sem unnar eru á vatnslitapappír Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

Passíusálmalestur skreyttur söng

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa samkvæmt áratuga venju sem rekja má til fyrsta flutnings Eyvindar Erlendssonar leikara á verkinu í heild sinni 1988. Í ár ber föstudaginn langa upp á 29 Meira
23. mars 2024 | Kvikmyndir | 849 orð | 2 myndir

Postulínsdúkkan Priscilla

Smárabíó og Bíó Paradís Priscilla ★★★★· Leikstjórn: Sofia Coppola. Handrit: Sofia Coppola. Aðalleikarar: Cailee Spaeny og Jacob Elordi. 2023. Bandaríkin. 113 mín. Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Sýning á verkum Errós í Svartfjallalandi

Yfirlitssýning á verkum Errós var opnuð þriðjudaginn 5. mars í Samtímalistasafni Svartfjallalands og stendur hún yfir til 6. maí 2024. Sýningin er samstarfsverk­efni MSUCG Samtímalistasafns Svartfjallalands og Listasafns Reykjavíkur og á henni eru… Meira
23. mars 2024 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Uggur og usli á kennarastofunni

Carla Nowak er ungur kennari að stíga sín fyrstu spor í nýjum skóla. Hún er samviskusöm og metnaðarfull og ber hag nemenda sinna fyrir brjósti. Henni líst ekki á blikuna þegar yfirkennarinn lætur yfirheyra nemanda úr bekknum og í raun þjófkennir hann svo allir samnemendur vita af því Meira
23. mars 2024 | Menningarlíf | 882 orð | 2 myndir

Við köllum eftir friði í heiminum

„Fæðing disksins hefur verið svolítið tafsöm, því við skiptum um hest í miðri á, Guðmundur Sigurðsson sem stjórnaði kórnum árum saman og stýrði okkur í upptökum á plötunni, hann lét af störfum áður en diskurinn kom út,“ segir Pétur… Meira

Umræðan

23. mars 2024 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Bókaþjóð fær nýja bókmenntastefnu

Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, herrans pínu ég minnast vil. Páskahátíðin er hafin þar sem við njótum samvista með fjölskyldu og vinum. Passíusálmarnir hafa fylgt þjóðinni í nærri 365 ár og … Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 855 orð | 1 mynd

Frelsið er yndislegt

Röddin mín er fyrir okkur – sjálfstæð, óháð og frjáls. Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Norðurlandaráð: Öldungur með mikið aðdráttarafl

Norðurlandaráð er komið á áttræðisaldur en norrænt samstarf hefur sjaldan verið eins kraftmikið og eftirsóknarvert. Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Óæskileg erlend framlög til trúariðkunar á Íslandi

Fjármögnun fyrirhugaðrar trúarlegrar byggingar í Reykjavík af hálfu erlendra aðila væri inngrip sem ber að afstýra. Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 496 orð | 1 mynd

Persónuafsláttur ellilífeyrisþega

Eins og lagaákvæðið er orðað verður hér um hækkun skatts að ræða Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 302 orð

Ritstjórinn Matthías Johannessen

Með Matthíasi Johannessen er genginn einn merkasti blaðamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann var aðeins 29 ára, þegar hann varð ritstjóri Morgunblaðsins árið 1959, og gegndi því starfi í 41 ár, til sjötugs Meira
23. mars 2024 | Pistlar | 561 orð | 4 myndir

Rúmeninn Bogdan-Daniel Deac sigraði á Reykjavíkurskákmótinu

Rúmeninn Bogdan-Daniel Deac sigraði á 38. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu á fimmtudaginn en hann náði að vinna Alisher Suleymenov frá Kasakstan í lokaumferð mótsins í 118 leikjum og hlaut þar með 7½ vinning Meira
23. mars 2024 | Pistlar | 471 orð | 2 myndir

Sólfar

Skáldin hafa löngum látið hugann reika út frá myndum sem borið hefur fyrir augu þeirra. Þannig ortu norræn skáld skjaldarkvæði eftir að hafa fengið í hendur skildi sem „skrifaðir“ [þ.e Meira
23. mars 2024 | Pistlar | 799 orð

Stjórnmálaátök vegna banka

Nýr kafli í sögu ríkisbanka er í mótun. Því miður minnir hann á aðdraganda hrunsins þegar stjórnendur bankanna töldu sig færa um að bjóða stjórnvöldum birginn. Meira
23. mars 2024 | Aðsent efni | 535 orð | 5 myndir

Tvöföld tímamót í sögu líknarmeðferðar á Íslandi

Saga nútímalíknarmeðferðar er rúmlega hálfrar aldar gömul og útbreiðsla meðferðarinnar hefur verið hröð. Meira

Minningargreinar

23. mars 2024 | Minningargreinar | 354 orð | 1 mynd

Guðný Steinsdóttir

Guðný Steinsdóttir fæddist 23. mars 1938. Hún lést 6. júlí 2023. Útför Guðnýjar fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 2603 orð | 1 mynd

Halla Bjarnadóttir

Halla Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1938. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars 2024. Foreldrar Höllu voru hjónin Bjarni Ragnar Jónsson, forstjóri í Reykjavík, frá Dýrafirði, f Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

Jóninna Huld Haraldsdóttir

Jóninna Huld Haraldsdóttir fæddist 2. nóvember 1957. Hún lést 13. desember 2023. Útför fór fram 5. janúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 1289 orð | 1 mynd

Kristján Finnsson

Kristján Finnsson fæddist í Eskiholti 6. mars 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 8. mars 2024. Foreldrar hans voru Finnur Sveinsson, f. 1. október 1887, d. 12. nóvember 1982, og Jóhanna María Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 1240 orð | 1 mynd

Sigríður Kristín Árnadóttir

Sigríður Kristín Árnadóttir fæddist á Ólafsfirði 2. nóvember 1934. Hún andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, 5. mars 2024. Foreldrar hennar voru Árni Maron Sigurpálsson, f. 1907, d Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 2984 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Jóhann Karlsson

Sigurbjörn Jóhann Karlsson fæddist á Smyrlabjörgum 29. júlí 1957. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn 13. mars 2024 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar hans voru hjónin Karl Ágúst Bjarnason bóndi, f Meira  Kaupa minningabók
23. mars 2024 | Minningargreinar | 548 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Sigurðsson

Sveinbjörn Sigurðsson fæddist 13. febrúar 1935. Hann lést 12. mars 2024. Útför hans fór fram 20. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 556 orð | 1 mynd

Bankaráðið svarar fyrir sig

Bankaráð Landsbankans segist hafa upplýst Bankasýslu ríkisins með formlegum hætti í júlí sl. um áhuga bankans á því að kaupa tryggingarfélagið TM af Kviku banka. Þá hafi það einnig verið rætt í símtali milli formanns bankaráðs og formanns stjórnar Bankasýslunnar í desember Meira
23. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

Kaffitár lokar kaffihúsi sínu á Stórhöfða

Kaffitár lokaði kaffihúsi sínu á Stórhöfða í lok febrúar sl. en þar hafði verið starfrækt kaffihús undir merkjum Kaffitárs, og þar áður Kruðerís, frá árinu 2015. Marta Rut Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, segir í samtali við Morgunblaðið að meginorsök lokunarinnar hafi verið erfiður rekstur Meira
23. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Pétur nýr formaður SAF

Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Viator ehf. var kjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára á aðalfundi samtakanna í gær. Pétur tekur við formennskunni af Bjarnheiði Hallsdóttur framkvæmdastjóra Kötlu-DM, sem verið hefur formaður frá 2018 Meira

Daglegt líf

23. mars 2024 | Daglegt líf | 1211 orð | 4 myndir

Hermir undra vel eftir krumma

Þetta er spendýr sem gefur og nærir, allt til síðasta blóðdropa. Þó það sé svolítið bæklað, aðeins með þrjá fótleggi, þá er það til í að gefa allt sem það á. Kannski er ég í þessu verki að hugsa um hversu konur hafa verið til í að fórna sér fyrir… Meira

Fastir þættir

23. mars 2024 | Í dag | 352 orð

Allur gangur á þessu

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Hestsins fótum hafður á, í húsi þínu liggur sá. Fínn í þessum Fíat hér fyrir Manga langur er. „Þessa bráðsnjöllu vísu lærði ég af heimafólkinu á bænum þar sem ég ólst upp Meira
23. mars 2024 | Árnað heilla | 169 orð | 1 mynd

Axel Eyjólfsson

Axel Eyjólfsson fæddist 23. mars 1911 á Bessastöðum á Álftanesi. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Eyjólfsson, f. 1876, d. 1922, og Sigríður Loftsdóttir, f. 1879, d. 1952. Axel varð búfræðingur frá Hvanneyri 1933, reisti nýbýlið Dalsmynni í Saurbæjarlandi á Kjalarnesi og bjó þar 1931-1934 Meira
23. mars 2024 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Gervigreindin helsta áhugamálið

Stefán Atli Rúnarsson Berg er viðskiptafræðingur og tónlistarmaður. Gervigreindin er hans helsta áhugamál og er hann farinn að nota hana mikið í tónlistinni. Hann var gestur í Ísland vaknar Meira
23. mars 2024 | Í dag | 1309 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Aðalsteinn Þorvaldsson og Eyþór Ingi Jónsson.Æðruleysismessa kl. 17. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Maja Eir Kristinsdóttir, Hermann Ingi Arason og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina Meira
23. mars 2024 | Í dag | 54 orð

Roga- er notað sem herðandi forskeyti og stans merkir stöðvun, segir í…

Roga- er notað sem herðandi forskeyti og stans merkir stöðvun, segir í Merg málsins um rogastans. Líkingin vísi trúlega til þess að einhver sé stöðvaður (skyndilega og kröftuglega) Meira
23. mars 2024 | Í dag | 176 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. e5 d5 7. Bb5 Re4 8. cxd4 Bb4+ 9. Bd2 Rxd2 10. Rbxd2 Bxd2+ 11. Dxd2 Bd7 12. 0-0 0-0 13. Bd3 Bg4 14. Rg5 h6 15. Rh7 He8 16. Df4 Be2 Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar… Meira
23. mars 2024 | Í dag | 934 orð | 3 myndir

Starfaði með tíu ráðherrum

Magnús Jóhannesson er fæddur 23. mars 1949 á Ísafirði á heimili móðurforeldra sinna. „Fyrstu árin dvaldi ég töluvert í sveit hjá föðurforeldrum mínum í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi og þar lærði ég að lesa og hlaut gagnlega undirstöðu í… Meira
23. mars 2024 | Í dag | 168 orð

Vafasamt dobl. S-AV

Norður ♠ 105 ♥ ÁD7 ♦ Á102 ♣ D9874 Vestur ♠ – ♥ 10865 ♦ KDG73 ♣ K652 Austur ♠ ÁD9843 ♥ K43 ♦ 5 ♣ G103 Suður ♠ KG762 ♥ G92 ♦ 9864 ♣ Á Suður spilar 2♠ doblaða Meira
23. mars 2024 | Í dag | 336 orð | 1 mynd

Vigdís Sigurðardóttir

40 ára Vigdís er fædd 24. mars 1984 og fagnar því stórafmælinu á morgun. Hún er uppalin á Eyrarbakka, gekk í Barnaskólann á Eyrarbakka og fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Því næst lá leiðin í Háskóla Íslands að læra líffræði og í kjölfarið til… Meira

Íþróttir

23. mars 2024 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Alonso til Bayern?

Spænski knattspyrnustjórinn Xabi Alonso, sem hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen á Spáni, hefur meiri áhuga á að taka við Bayern München en Liverpool. Sky greinir frá, en bæði félög hafa áhuga á þeim spænska Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Arnór líklega ekki með

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verður líklega ekki með landsliðinu í fótbolta í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á lokamóti Evrópumótsins í Wroclaw í Póllandi á þriðjudagskvöld vegna meiðsla. Arnór varð fyrir meiðslunum gegn Ísrael á… Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 518 orð | 2 myndir

„Þetta eru sex úrslitaleikir“

Fanney Inga Birkisdóttir kemur inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leikina tvo gegn Póllandi og Þýskalandi í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss sumarið 2025 Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Daníel Leó í úrvalsliðinu

Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er í úrvalsliði dönsku B-deildarinnar sem Viaplay birti í gær. Daníel og félagar í SönderjyskE stefna hraðbyri upp í dönsku úrvalsdeildina en staða liðsins er mjög vænleg þegar hefðbundinni deildakeppni, 22 umferðum, er lokið Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 497 orð | 2 myndir

Fyrsta tap FH í sex mánuði

ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna FH í úrvalsdeild karla í handbolta frá því 11. september á síðasta ári en lokatölur í leik liðanna í Vestmannaeyjum urðu 32:28. Var leikurinn liður í 19 Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Grátlegt tap hjá Heimi og Jamaíka

Jamaíka, sem Heimir Hallgrímsson þjálfar, mátti sætta sig við tap fyrir Bandaríkjunum eftir framlengingu, 3:1, þegar liðin áttust við í undanúrslitum Þjóðadeildar Norður- og Mið-Ameríku í knattspyrnu karla í Arlington í Texas-ríki í fyrrinótt Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Keflvíkingar freista þess að vinna tvöfalt

Keflavík leikur til úrslita í karla- og kvennaflokki í bikarkeppninni í körfuknattleik en úrslitin karlamegin fara fram í Laugardalshöll í dag klukkan 16, þar sem Tindastóll og Keflavík mætast. Úrslitin kvennamegin fara svo fram klukkan 19 í… Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 583 orð | 1 mynd

Lið sem við getum sigrað

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að íslensku landsliðsmennirnir verði að vera afar klókir í úrslitaleik sínum gegn Úkraínu í Wroclaw á þriðjudag. Úkraínska liðið sé firnasterkt en Ísland geti sigrað Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Midtjylland keypti Egil af Þór

Danska knattspyrnufélagið Midtjylland hefur fest kaup á Agli Orra Arnarssyni frá uppeldisfélagi hans Þór á Akureyri. Egill Orri fagnaði 16 ára afmæli sínu á fimmtudag og í gær skrifaði hann undir þriggja ára samning við danska félagið, sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Tvær íslenskar stoðsendingar

Belgíska knattspyrnukonan Tessa Wullaert stal senunni er hollenska liðið Fortuna Sittard vann 8:0-útisigur á Telstar í efstu deild Hollands í gærkvöldi. Wullaert gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö af átta mörkun síns liðs Meira
23. mars 2024 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Wroclaw í Póllandi. Þaðan á ég góðar minningar. Þangað liggur leiðin um…

Wroclaw í Póllandi. Þaðan á ég góðar minningar. Þangað liggur leiðin um helgina, frá Búdapest, eftir hinn magnaða sigur á Ísrael í fyrrakvöld. Nú er íslenska liðið bara einum leik frá EM en hindrunin er stór: Firnasterkt lið Úkraínu sem meðal annars … Meira

Sunnudagsblað

23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 3798 orð | 4 myndir

Að syrgja er gjaldið fyrir að elska

Anna Stína var svo mögnuð kona. Hún skilur eftir sig gríðarlegt skarð en mikinn lærdóm. Hún hefur kennt okkur allt og við veljum að vera jákvæð þó það sé drulluerfitt. En við erum heppin að vera góð fjölskylda og höfum fengið góða hjálp. Það er mín skylda að koma börnunum og sjálfum mér aftur á lappir svo við getum lifað áfram Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 165 orð | 1 mynd

Aumir afturendar

Fyrirsögnin „Aumir afturendar“ á forsíðu hlaut að vekja athygli lesenda Morgunblaðsins á þessum degi fyrir hálfri öld. Þar sagði: „Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera berstrípaður á almannafæri, og hinir fjölmörgu,… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Á flótta undan stökkbreyttu fólki

Framtíð Áhugafólk um drungalegar framtíðarspár og jafnvel endalok alheimsins ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í nýjum hádramatískum myndaflokki, Fallout, sem Prime Video tekur til sýningar 12. apríl Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 888 orð | 4 myndir

Draugar ríða húsum að Saurum

Aðfaranótt miðvikudags tóku að gerast þeir atburðir á bænum Saurum við Kálfshamarsvík á Skaga, sem ekki hafa verið skýrðir. Þar hafa kastazt til eldhús- og stofuborð, svo og einn stóll, sem svo harkalega fór, að hann brotnaði og er ónothæfur Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 139 orð | 1 mynd

Ferðast um heiminn og tekur stutt viðtöl um Ísland

Ólafur Jóhann Steinsson hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok en þar tekur hann meðal annars viðtöl við ferðamenn, hér á landi og úti í heimi. Í heimsfaraldrinum byrjaði hann að prófa sig áfram en myndskeiðin hans fóru á flug sumarið 2022 Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 918 orð | 1 mynd

Fór í banka, ekki ríkisbanka

Orð stóð gegn orði um heimild til símnotkunar í harkaraprófum á vegum Samgöngustofu. Rökstuddur grunur er um víðtækt prófsvindl útlendinga með símum til þess að öðlast atvinnuréttindi til leigubílaaksturs Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 202 orð | 1 mynd

Hátíðlegt grasker með fyllingu

Fyrir 2-3 1 meðalstórt butternut-grasker 1 bolli soðin villt hrísgrjón frá Gestus 1 bolli soðnar brúnar linsur (gott að sjóða upp úr sveppakrafti) 1 stilkur sellerí 6 litlir sveppir 2 litlir skalottlaukar 2 hvítlauksgeirar 2-3 greinar ferskt timjan… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 1160 orð | 2 myndir

Heimilisbókhaldið er upp á tíu

Í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum Deloitte, fyrirtækis sem fagnar þrjátíu ára afmæli um þessar mundir, hitti blaðamaður forstjórann Þorstein Pétur Guðjónsson. Þorsteinn hóf störf hjá Deloitte aldamótaárið 2000 og vann þá þar meðfram námi Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 685 orð | 1 mynd

Hin mikilvæga aðlögun

Af sumu getum við alls ekki gefið afslátt og við eigum ekki að vera hikandi við að ræða erfiðu málin Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Hnetusteik Hildar

300 g heslihnetur 1 meðalstór sellerírót (ca. 690 g) 2 laukar, gulir 2 dl haframjöl 2 tsk. jurtakraftur 1 tsk. sellerísalt (má sleppa) 1/2 tsk. timjan 1/2 tsk. salt (eða meira) Afhýðið sellerírótina og skerið í smáa bita ásamt lauknum Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 60 orð

Hvolparnir Bingó og Rolli eru vanir því að Bobbi, eigandi þeirra, fari með…

Hvolparnir Bingó og Rolli eru vanir því að Bobbi, eigandi þeirra, fari með þá út að ganga. En nú hafa hlutverkin snúist við. Bobbi fer nefnilega til augnlæknis og fær sterka augndropa. Í kjölfarið sér hann mjög illa svo nú er komið að hvolpunum að… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 344 orð | 5 myndir

Hörmungar stríðs og meistari orðsins

Þó ég lesi talsvert mikið tengist það að langmestu leyti störfum mínum þannig að yndislestur mætir gjarnan afgangi. Ég hef dálæti á bókum og á talsvert safn en því miður hef ég ekki lesið þær allar. Ég minnist þess að hafa lesið viðtal við mann sem átti stórt bókasafn Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 122 orð

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á…

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 31. mars. Þá eigið þið möguleika á að vinna bókina hvolpar – út að ganga með Bobba Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 394 orð | 1 mynd

Leita alltaf sannleikans

Segðu mér frá þessum nýju þáttum. Ég hef verið í þessu nú í bráðum 28 ár en það er áhugavert að þættirnir hafa þróast heilmikið á þessum tíma. En konseptið er í grunninn það sama og þeir eru byggðir á viðtölum, gömlu myndefni, skýrslum, leiknum senum og gögnum í bland við nýtt efni Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 1018 orð | 3 myndir

Liðið sem þekkir ekki að tapa

Þegar aðeins átta umferðir eru óleiknar í Búndeslígunni á Bayern Leverkusen sigurinn vísan; liðið er taplaust á toppnum með 70 stig, 10 meira en meistarar síðustu 11 ára, Bayern München. Miklar sparklegar hamfarir þurfa að dynja yfir eigi… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 20 orð

Lilja 8…

Lilja 8 ára Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 71 orð | 1 mynd

Ný tónleikaplata á leiðinni?

Málmur Charlie Benante, trymbill Pantera, upplýsti í hlaðvarpsþættinum The Vinyl Guide að bandið eins og það lítur út í dag hafi rætt það sín á milli að senda frá sér tónleikaplötu. Mikið hafi verið hljóðritað á tónleikaferðum Pantera undanfarna… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 882 orð | 1 mynd

Pabbaklúbbur fráskilinna feðra

Þegar tómleikinn bankar upp á er gott fyrir karla að hitta aðra karla í sömu sporum og jafnvel eignast nýja vini, frekar en að fara á barinn. Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 675 orð | 2 myndir

Reykjavíkurborg og málshátturinn

Þannig verði holur málflutningur hans við næstu kosningar í borginni þegar rætt verður um íbúalýðræði, skynsamlega og réttláta ráðstöfun fjármuna og í hverra þágu borginni skuli stjórnað. Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 991 orð | 3 myndir

Sannleikur okkar allra

Meira en þremur áratugum eftir að þeir voru flaggaðir rangstæðir spretta gömlu glysrokkararnir úr áttunni nú upp eins og gorkúlur. Skemmst er að minnast leikvangatúrs Def Leppard, Mötley Crüe og fleiri sveita sem gert hefur stormandi (ó)lukku, eftir því hvernig á það er litið Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 90 orð | 1 mynd

Séntilmaður í Moskvu

Helsi Ewan McGregor fer með hlutverk greifa, Alexanders Rostovs, í nýjum myndaflokki, A Gentleman in Moscow, sem byggist á samnefndri skáldsögu Amors Towles frá 2016. Eftir byltinguna 1917 dæma bolsévikar greifa þennan til nauðungarvistar í litlu… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 1589 orð | 4 myndir

Snertir á sárum í samfélaginu

Viðamikil yfirlitssýning á verkum Borghildar Óskarsdóttur stendur yfir á Kjarvalsstöðum, en ferill hennar spannar um sex áratugi. Listasafn Reykjavíkur hlaut árið 2021 Öndvegisstyrk Safnaráðs til að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Styðja Úkraínumenn

Stuðningur Sinfóníska málmbandið Within Temptation, sem á sitt varnarþing í Hollandi, minnir okkur á hörmungar stríðsins í Úkraínu og illan ásetning Rússa í nýjasta lagi sínu, A Fool's Parade, sem kemur formlega út 5 Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 145 orð | 1 mynd

Vegan- súkkulaðimús

Fyrir 3-4 1 ferna vegan-þeytirjómi (250 ml) 150 gr suðusúkkulaði frá Nóa Síríus safi úr 1/2 appelsínu börkur af 1/2 appelsínu 1 dl sykur 1/2 dl hakkaðar möndlur (má sleppa) Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða með því að setja það í… Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 130 orð

Vitleysingur: „Ég er loksins farinn að þekkja kettina mína tvo í…

Vitleysingur: „Ég er loksins farinn að þekkja kettina mína tvo í sundur!“ „Já, hvernig gerir þú það?“ „Þessi hvíti er með aðeins minni eyru en sá svarti!“ „Það er bara tvennt,“ segir þjálfarinn við leikmanninn Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 134 orð | 2 myndir

Þroskasaga tónskálds

Tónskáldið Gunnar Þórðarson nefnist heimildarmynd í tveimur hlutum eftir Ágúst Guðmundsson og Jón Þór Hannesson sem Ríkissjónvarpið sýnir að kvöldi skírdags og föstudagsins langa. Þar verður sjónum beint að ævintýralegum ferli Gunnars og rakin þroskasaga tónskálds sem aldrei fór í tónlistarskóla Meira
23. mars 2024 | Sunnudagsblað | 343 orð | 1 mynd

Þú ert síðhærður!

Þeirri fullyrðingu gat ég ekki með nokkru móti hrundið. Ég var síðhærður. Og við erum ekki að tala um neitt bítlahár, hárið á mér var langleiðina skósítt. Meira

Ýmis aukablöð

23. mars 2024 | Blaðaukar | 870 orð | 7 myndir

„Allir um borð eru afskaplega hjálplegir“

Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sneru nýlega til baka úr fertugasta marsralli stofnunarinnar en þetta viðamikla árlega rannsóknarverkefni er ein af mikilvægustu vísindalegum stoðum fiskveiðiráðgjafar Hafró og tekur allt að þrjár vikur Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 902 orð | 2 myndir

„Ef við veiðum þetta ekki missum við þetta“

Engin útgerð hefur lagt í túnfiskveiðar á undanförnum fimm árum og hefur komið í ljós að lagabreyting sem var gerð til að heimila íslenskum útgerðum að taka á leigu sérhæfð skip fyrir slíkar veiðar stangast á við alþjóðaskuldbindingar Íslands Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 214 orð | 1 mynd

Framfarir síðustu fjögurra áratuga ótvíræðar

Í upphafi þessa árs voru liðin 40 ár frá því að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið í gagnið. Með þessu nýja aflamarkskerfi – eða kvótakerfi – skyldi varðveita nytjastofna þannig að framtíðarkynslóðir gætu treyst á að náttúruleg… Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 1131 orð | 2 myndir

Gagnrýna aðferðir við áhættumat

Verulega er vanmetið hversu oft og hve mikið er farið yfir ágengnismörk í einstökum ám,“ segir í álitsgerð sem unnin er af Arev tölfræði fyrir Landssamband veiðifélaga. Var fyrirtækinu gert að fara yfir þann þátt áhættumats… Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 517 orð | 1 mynd

Greiddu 108 milljónum meira í veiðigjöld

Alls greiddu 127 útgerðir veiðigjöld í janúar síðastliðnum og námu heildargjöldin 737,4 milljónum króna. Það er 108 milljónum meira en í janúar á síðasta ári sem gerir um 17% aukningu milli ára. Um áramótin tóku veiðigjöld nokkrum breytingum fyrir árið 2024 Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 972 orð | 3 myndir

Hvaða útgerðarfélag mun ríða á vaðið?

Hermann Haraldsson tekur undir að æ ríkari kröfur um umhverfisvænni skipaflota geti stangast á við skiptingu fiskveiðiskipa í ólíka flokka eftir stærð: „Þessi sjónarmið fengu töluverða umræðu í tengslum við nýjasta frumvarp stjórnvalda um… Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 697 orð | 2 myndir

Hætt við að útgerðir fari að leggja bátum

Vetrarvertíðin hefur gengið vel og hefur tekist að landa rúmlega 57 þúsund tonnum af þorski frá áramótum til 21. mars. Á sama tíma hefur verið landað meira en sautján þúsund tonnum af ýsu, 2.103 tonn af steinbít, 7.551 tonn af karfa og 1.776 tonnum af löngu Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 542 orð | 1 mynd

Innflutningsbann á rússneskar afurðir í maí

Hinn 22. desember 2023 undirritaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilskipun um breytingar á innflutningsbanni sem sett var á rússneskar sjávarafurðir árið 2022 sem lið í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 565 orð | 1 mynd

Kína mikilvægur markaður fyrir grálúðu

Í heild voru flutt út 3.638 tonn af eldis- og sjávarafurðum til Kína í janúar sem er næstum 100% aukning frá sama mánuði 2022, samkvæmt talnagögnum Hagstofu Íslands. Mest munar um grálúðu og makríl en alls voru flutt út 1.240 tonn af grálúðu á móti… Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 556 orð | 1 mynd

Megnið af fiskveiðum heimsins á huldu

Mannkynið treystir í sífellt auknum mæli á hafið fyrir matvæli, orkuframleiðslu og alþjóðaviðskipti en þó eru athafnir manna á sjó ekki vel kortlagðar,“ segir í greininni „Gervihnattakortlagning sýnir mikla iðnaðarstarfsemi á sjó“ (e Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 967 orð | 5 myndir

Nóg af hráefni og nóg að gera

Páll Snorrason ber sig nokkuð vel þó eðlilega þyki honum óheppilegt að í þriðja skiptið á fimm árum hafi enginn loðnukvóti verið gefinn út. Páll er framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Eskju og segir hann það hjálpa greininni nú að… Meira
23. mars 2024 | Blaðaukar | 202 orð | 7 myndir

Þorskastríð með augum gervigreindar

Mikil bylting hefur átt sér stað í þróun gervigreindar á undanförnum árum og hefur almenningur um nokkurt skeið haft gott aðgengi að gervigreind sem skapað getur eigið myndefni eftir pöntunum. Bent hefur verið á ýmis vandamál sem tengjast þessari… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.