Mánuður frá opnun: Tíu vinsælustu Costco-fréttirnar

Kristinn Magnússon

Það var að morgni 23. maí að langar raðir fóru að myndast strax um morguninn. Eftirvæntingin var mikil enda búið að fjalla töluvert um verðlag í Costco-verslunum erlendis og voru landsmenn spenntir að sjá hvernig verðlagningu hér á landi yrði háttað. 

Strax varð ljóst að verð var talsvert lægra en almennt tíðkaðist og án þess að fara nákvæmlega í saumana á stærð keðjunnar og getu þeirra umfram íslenska verslun til að bjóða lágt vöruverð þykir ljóst að íslenskur neytendamarkaður er gjörbreyttur. 

Hjá nokkrum viðmælendum Matarvefjarins þótti stofnun Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð, sem Sólveig B. Fjólmundsdóttir stofnaði, ansi merkileg. Hún hafði þó ekki átt von á svo miklum vinsældum hópsins en rúmlega 80 þúsund manns eru skráðir félagar í dag. 

Yfirmenn Costco hafa ekki verið áberandi í fjölmiðlum og lítið gefið kost á sér en almennt eru menn sammála um að vel hafi tekist til við opnun verslunarinnar. Margar fréttir hafa verið skrifaðar um opnun verslunarinnar og við tókum saman lista yfir tíu vinsælustu Costco-fréttirnar:

1. Kitchen-Aid kostar 21 þúsund í Costco.

2. Algengustu mistökin sem fólk gerir í Costo.

3. Þetta er maturinn sem mokselst í Costco.

4. Costco-vörurnar sem netið nötrar yfir.

5. Helstu trixin við að versla í Costco.

6. Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í Costco.

7. Ekki öllum hleypt inn í Costco.

8. „Ekki veruleg lækkun á verði heldur stórkostleg.“

9. Svona stýrir Costco fjöldanum.

10. Matvaran í Costco skoðuð – myndband.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert