Sítrónukakan sem Ameríka elskar

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Sítrónukökur eru með því betra sem hægt er að bragða á og sú sem kennd er við Starbucks-kaffihúsakeðjuna í Bandaríkjunum þykir með eindæmum ljúffeng.

Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is bjó í Seattle í Bandaríkjunum þar sem hún fékk sér oftar en ekki sneið af hinni frægu sítrónuköku sem kallast á engilsaxnesku Lemon pound cake. Hún gerði því heiðarlega tilraun til að leika uppskriftina eftir og að hennar sögn er þetta nokkuð vel heppnað.

Sítrónukakan sem Ameríka elskar

  • 3 egg
  • 190 gr. sykur
  • 60 gr. smjör (við stofuhita)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 2 tsk. sítrónudropar
  • 3 msk. sítrónusafi
  • 210 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 100 ml matarolía (ljós)
  • Rifinn börkur af einni sítrónu
  1. Þeytið saman egg, sykur og smjör þar til létt og ljóst.
  2. Bætið þá vanillu- og sítrónudropum saman við ásamt sítrónusafa.
  3. Því næst fara þurrefnin saman við og blandað rólega saman þar til deigið verður slétt og fallegt.
  4. Að lokum er matarolíunni og sítrónuberkinum blandað saman við og hrært vel.
  5. Smyrjið formkökuform vel eða notið matarolíusprey og bakið í 170°C heitum ofni í 40-45 mínútur eða þar til prjónn kemur út með engri kökumylsnu.

Sítrónuglassúr

  • 250 gr. flórsykur
  • 3-4 msk. nýmjólk
  • 1 tsk. sítónudropar

Blandið öllu saman í skál þar til slétt og hellið/smyrjið yfir kökuna.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert