Þess vegna borðum við alltaf það sama á morgnanna

Þeir sem borða morgunmat alla jafna, kannast kannski við að fá sér alltaf það sama dag eftir dag – ekki satt?

Rannsókn hefur verið gerð á því af hverju við borðum alltaf sama morgunmatinn dag hvern. En ástæðan er einfaldlega sú að við fáum okkur yfirleitt eitthvað sem er fljótlegt og þægilegt eins og ristað brauð eða morgunkorn. Og þegar rútínan er komin í vana er erfitt að bregða út af. Sem þýðir, að við bregðum mun frekar út af vananum í hádeginu eða á kvöldin - og þá gerum við vel við okkur. Það er annað að borða sama morgunmatinn oft í viku, en sama kvöldmatinn – það verður að segjast. Þó hefur verið sýnt fram á að fólk njóti þess að borða meiri morgunmat um helgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert