Sumarlegt maíssalat með grillmatnum

Girnilegt og sumarlegt maíssalatið úr smiðju Helgu Möggu.
Girnilegt og sumarlegt maíssalatið úr smiðju Helgu Möggu. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ferskt og sumarlegt maíssalat með ostaívafi sem smellpassar vel með grillmatnum beint úr smiðju Helgu Möggu heilsumarkþjálfa sem heldur úti instagram síðunni @helgamagga. Salatið er líka ótrúlega ljúffengt á taco og vefjur. Hægt er að leika sér með þetta salat og jafnvel útbúa snittur eða hvað eina sem ykkur dettur í hug. Maíssaltið er svo skemmtilegt og litríkt á veisluborðið.

Ferskt og sumarlegt maíssalat sem passar vel með öllum grillmat.
Ferskt og sumarlegt maíssalat sem passar vel með öllum grillmat. Ljósmynd/Helga Magga

Sumarlegt maíssalat

  • 2-3 ferskir maís stönglar
  • 50 g ostakubbur frá MS
  • 120 g sýrður rjómi 10%
  • 1 paprika
  • 1 hvítlauksrif
  • Safi úr einni límónu ásamt berkinum
  • Ferskt kóríander eftir smekk, saxið gróft
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. chili

Aðferð:

  1. Byrjið á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um það bil 10 mínútur.
  2. Eftir þaðgrillið maísinn grillaður í um það bil 12 - 15 mínútur ogsnúið honum reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist.
  3. Kælið maísinn síðan örlítið og skerið hann síðan af stilknum.
  4. Skerið ostakubburinn og paprikuna í litla bita.
  5. Pressið hvítlaukinn og blandaði öllu saman ásamt fersku kóríander.
  6. Berið fram með grillmatnum eða því sem ykkur langar að hafa salatið með. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert