Fanný býður upp á ævintýralega góðan vikumatseðil

Fanný Lára Hjartardóttir matgæðingur býður upp á ævintýralega góðan vikumatseðil.
Fanný Lára Hjartardóttir matgæðingur býður upp á ævintýralega góðan vikumatseðil. mbl.is/Árni Sæberg

Fanný Lára Hjartardóttir matgæðingur með meiru býður upp á á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er ævintýralegur og fjölskyldvænn og mun gleðja bragðlaukana. Fanný hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð, en hún og eiginmaður hennar starfrækja líka veisluþjónustu og bjóða upp á viðburðastjórnun en veisluþjónustan ber nafnið Fannys. Fanný er jafnframt skrifstofustjóri hjá Viðskiptavit/Vinnupöllum.

Gift sálufélaga sínum sem er veitingamaður

Fanný er mikil fjölskyldumanneskja og nýtur þess að vera með fólkinu sínu. „Ég er gift sálufélaga mínum og besta vini, Tolla Jónssyni, veitingamanni sem ég álít vera snilling í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem er að elda mat, gera við bíla og mótorhjól eða hreinlega koma mér á óvart með einhverjum hætti. Ég á eitt stykki ungling af allra bestu gerð hann Victor Breka ljós lífs míns virkilega vandaður piltur sem segir mér að ég hafi gert eitthvað rétt, sem er duglegur að taka þátt í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur,“ segir Fanný.

„Við fjölskyldan erum samstíga í öllu og förum mjög oft saman í spriklið eins og við köllum það þannig að matur og næring skiptir mjög miklu máli hjá okkur, þó að við leyfum okkur smá dekur inn á milli,“ segir Fanný.“

Keyrðu um alla Evrópu og snæddu mat

Ævintýri og óvæntar uppákomur er eitt af því sem heillar Fanný og eiginmann hennar. „Við hjónin erum miklar ævintýramanneskjur og tókum þá snilldar ákvörðun í miðju, Covid faraldi 2021, að fara á tæplega 30 ára gamla Cabriolet Mercerdes „barninu“ okkar og keyra um alla Evrópu ein af þeim allra bestu ákvörðun sem við höfum tekið.

Eiginmaðurinn sér alfarið um eldamennskuna

Eftir að hafa ferðast í tæpa 6 mánuði um Evrópu og keyrt tæpa 30 þúsund kílómetra um gjörvalla Evrópu, þá eru ófáir staðirnir sem við stoppuðum á og snæddum þannig að maður lærði ýmislegt um matargerð á þessum tíma. Samt er ekkert sem toppar manninn minn í eldhúsinu enda sér hann alfarið um eldamennskuna á okkar heimili – enda ný upplifun í hvert skipti sem hann hristir eitthvað fram úr erminni.“

Fanný er mikill lífskúnstner og lifir lífinu lifandi. „Lífsmóttó-ið er einfaldlega að elska eins og enginn sé morgundagurinn og lifa eins og þú hafir engu að tapa.“

Fanný býður hér upp á ævintýralega góðan vikumatseðil sem gleður bragðlaukana og kryddar tilveruna.

Girnileg salat sem bragð er af.
Girnileg salat sem bragð er af. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

„Á mánudögum eftir sprikl hjá okkur fjölskyldunni er fátt betra en „tjúllað“ salat með dass af truffluolíu.“

Unaðslegur þorskhnakki sem bræðir öll matarhjörtu.
Unaðslegur þorskhnakki sem bræðir öll matarhjörtu. Ljósmynd/Jafet Bergmanns Víðisson

„Við erum gífurlega hrifin af fiski og þetta er með því besta sem við fáum.“

Íslenska kjötsúpan slær ávallt í gegn.
Íslenska kjötsúpan slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt

„Þessi súpa er á öðru plani og endalaust hægt að leika sér með hitann í henni sem er æðislegt, fyrir utan það hvað hún er holl og næringarrík.“

Grillaður hamborgari slær ávallt í gegn.
Grillaður hamborgari slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

„Fimmtudagar er svolítið látið eftir unglingum á heimilinu og þessi réttur er hans uppáhald.“

Girnilegar kjúklingatorillur með sætum kartöflum passa vel á föstudagskvöldi.
Girnilegar kjúklingatorillur með sætum kartöflum passa vel á föstudagskvöldi. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Föstudagur, fljótlegt og súper gott eftir annasama viku hjá öllum, líka svo gaman að dúllast í þessu saman.“

Unaðslegt er að njóta þess að borða góðan gúllasrétt á …
Unaðslegt er að njóta þess að borða góðan gúllasrétt á fallegu laugardagskvöld. Líka á sumrin. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Laugardagsgúllas er það besta, sérstaklega á haustin og veturna. Má líka gera sér glaðan dag á sumrin með góðu gúllasi.“

Grilluð grísarif er ómótstæðileg máltíð sem erfitt er að standast.
Grilluð grísarif er ómótstæðileg máltíð sem erfitt er að standast. Ljósmynd/Vignir Þór Birgisson

„Sunnudagsrifin hjá manninum mínum eru sælgæti og oftar en ekki kemur fjölskyldan öll í mat og undantekningarlaust verður ekkert eftir og rifin eru borðuð upp til agna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert