Vetrarlínan sem allir Múmínaðdáendur hafa beðið eftir

Margir bíða óþreyjufullir á hverjum vetri eftir nýju Múmínkrúsinnni. Nú …
Margir bíða óþreyjufullir á hverjum vetri eftir nýju Múmínkrúsinnni. Nú eru vetrarleikarnir í Múmíndal í forgrunni. Ljósmynd/Arabia Finland

Nú er komið að því sem allir Múmínaðdáendur hafa beðið eftir, nýja vetrarlínan frá Moomin Arabia 2023, hefur litið dagsins ljós. Línan ber heitið Sliding og býður upp á hraðvirka vetrarsenu fulla af samkeppnisanda. Á myndskreytingu nýju krúsarinnar og skálarinnar birtast tvær minna þekktar persónur úr Múmín-teiknimyndunum ásamt Múmínálfunum auk Herra Brisk. Línan er söguframhald síðustu vetrarlínu og heldur einnig áfram pastellitaskema vetrarlínu síðasta árs. Myndskreytingarnar draga innblástur sinn frá þeim hluta sögunnar þegar Múmínálfarnir hefja vetrarleikana í Múmíndal og gefa skemmtilega sýn í söguþráðinn.

Nýjar og minni þekktar persónur prýða línuna

Herra Brisk, áhugamaður um vetraríþróttir, kemur til Múmíndals þar sem hann vekur upp ýmsar tilfinningar hjá Múmínálfunum með óbifandi sigurhugarfari sínu. Sagan birtist upphaflega í myndasögu Tove Jansson „Moomin’s Winter Follies“ sem kom fyrst út árið 1955. Á myndum skálarinnar má skynja hraðar sviptingar þar sem ólíkar sögupersónur renna sér niður brekkuna hver með sínu nefi. Framan á krúsinni hefur Múmínsnáði valið sér skíði en Múmínpabbi rennir sér niður brekkuna á maganum. Frá hliðarlínunni fylgist með lítil vera með dökkan feld sem heitir Skuggi, svipaður Snabba í útliti. Skuggi birtist gjarnan sem hjálpleg aukapersóna í Múmín myndasögunum og birtist í fyrsta sinn á Múmínkrúsinni Vetrarbrenna árið 2008.

Í fyrsta og eina skiptið á Múmínkrús

Á bakhlið myndskreytingarinnar heldur skíðabrekkan áfram með þróttmikilli langsleðakeppni milli Herra Brisk og rostungsins Edward. Sá síðarnefndi birtist þar á Múmínkrús í fyrsta sinn og eina skiptið í Múmín myndasögunni.

Vetrarlína er stílhrein og falleg.
Vetrarlína er stílhrein og falleg. Ljósmynd/Arabia Finland
Framan á krúsinni hefur Múmínsnáði valið sér skíði en Múmínpabbi …
Framan á krúsinni hefur Múmínsnáði valið sér skíði en Múmínpabbi rennir sér niður brekkuna á maganum. Ljósmynd/Arabia Finland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka