Kjúklingaleggir sem tekur stutta stund að elda

Ótrúlega góðir kjúklingaleggir sem tekur stutta stund að gera og …
Ótrúlega góðir kjúklingaleggir sem tekur stutta stund að gera og er hagkvæmt fyrir budduna. Ljósmynd/Hanna

Þessir krydduðu kjúklingaleggir eru ótrúlega góðir og það er sáraeinfalt að elda þá auk þess sem það er ótrúlega hagkvæmt fyrir budduna. Heiðurinn af uppskriftinni á Hanna Þóra leirkerasmiður sem heldur úti bloggsíðunni Hanna.is. Hún fann uppskriftina í sænsku blaði og einfaldleikinn við réttinn greip hana á augabragði.

Kjúklingaleggir með kryddjurtakryddi

Fyrir 3-4

  • 8-12 kjúklingaleggir
  • 3-4 msk. ólífuolía
  • 3 msk. Herbes de Provence krydd (t.d. frá Pottagöldrum)
  • Saltflögur og nýmalaður pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C hita.
  2. Setjið kjúklingaleggina á ofnplötu og hellið olíu yfir.
  3. Stráið helmingnum af kryddinu yfir leggina, snúið þeim við og kryddið.
  4. Setjið leggina inn í heitan ofn í rúmlega 15 mínútur, snúið þeim við og látið þá vera í ofninum í rúmlega 15 mínútur í viðbót eða þangað til þeir eru steiktir í gegn.
  5. Berið fram með fersku salati, kúskús eða grjónum.
  6. Sniðugt er að taka bút af bökunarpappír, vefja utan um endana á leggjunum og hnýta með snæri eða teygju og bera þannig fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert