Maríanna býður upp á gómsætan vikumatseðil

Maríanna Pálsdóttir sælkeri býður upp á draumavikumatseðilinn að þessu sinni …
Maríanna Pálsdóttir sælkeri býður upp á draumavikumatseðilinn að þessu sinni sem er vægast sagt gómsætur.

Maríanna Pálsdóttir pistlahöfundur á Smartlandi á mbl.is og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur, býður upp á draumavikumatseðilinn að þessu sinni. Að sögn Maríönnu er hann vægast sagt gómsætur þannig að bragðlaukarnir gætu farið á yfirsnúning.

Maríanna hefur slegið í gegn með pistlana sína sem birtast á Smartlandi en þar ræðir hún um lífið og tilveruna á einkar skemmtilegan og mannlegan hátt. Dagarnir hennar Maríönnu er þéttbókaðir á stofunni sem hún á og rekur og þykir henni fátt betra en að koma heim eftir annasaman dag og fá góða næringu áður en hún leggur af stað í líkamsrækt, gufubað og heitu pottana í Hreyfingu.

Lánsöm að eiga mann sem er frábær kokkur

„Það er algert grundvallar atriði fyrir mig. Ef ég ætla að eiga góða daga þá verð ég að stunda líkamsrækt og hreyfa kroppinn minn og næra hann vel. Ég elska fisk og erum við fjölskyldan yfirleitt með fisk þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég er svo lánsöm að eiga dásamlegan mann sem er frábær kokkur og kemur mér sífellt á óvart með mat sem hann töfrar fram fyrir okkur fjölskylduna þegar ég kem þreytt heim eftir langa vinnudaga. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn upptekin eins og þetta árið en ég opnaði fyrirtækið mitt í byrjun árs og er það lyginni líkast hvað vel hefur gengið. Ég er ofboðslega þakklát og mun ég halda áfram að gera mitt allra besta að þjónusta frábærustu viðskiptavini sem hugsast getur,“ segir Maríanna að lokum.

Svona lítur draumavikumatseðillinn hennar Maríönnu út sem er gómsætur að hennar mati.

Mánudagur – Ofnbakaður lax

„Mánudagar eru laxadagar og við vitum fátt betra en að fá okkur góðan lax með ljúffengu meðlæti.“

Saðsamur og góður ofnbakaður lax.
Saðsamur og góður ofnbakaður lax. Unsplash/Jeff Ahmadi

Þriðjudagur – Svívirðilega góður kjúklingaréttur

„Á þriðjudögum fáum við okkur langoftast kjúkling og þá er oft vinsælt að útbúa kjúklingarétt.“

Syndsamlega góður kjúklingaréttur.
Syndsamlega góður kjúklingaréttur. Ljósmynd/Eyþór Rúnarsson

Miðvikudagur – Ómótstæðilega góð haustsúpa

„Við erum með súpudag einu sinni í viku og miðvikudagarnir eru góðir dagar fyrir súpurnar.“

Næringarrík og ljúffeng haustsúpa.
Næringarrík og ljúffeng haustsúpa.
 

Fimmtudagur – Dýrðlegt laxa-taco með chili-hunangi 

„Við erum mikið laxafólk og fimmtudagar eru okkar taco-dagar. Fátt er betra en laxa-taco þetta taco steinliggur.“

Dýrðlegt laxa-taco með chili-hunangi sem erfitt er að standast.
Dýrðlegt laxa-taco með chili-hunangi sem erfitt er að standast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Föstudagar – Grilluð ribeye-steik

„Föstudagar eru kjötdagar og já, það má grilla allt árið um kring.“

Grilluð ribeye-steik að betri gerðinni.
Grilluð ribeye-steik að betri gerðinni. mbl.is/Arnþór

Laugardagur – Lúxus risarækjur og tiramisu með karamellu 

„Laugardagar hjá okkur eru risarækjupartí-dagar og síðan erum við með guðdómlegt tiramisu í eftirrétt.“

Risarækjur sem gleðja bragðlaukana.
Risarækjur sem gleðja bragðlaukana.
Girnilegt tiramisu með karamellu, fullkominn eftirréttur.
Girnilegt tiramisu með karamellu, fullkominn eftirréttur. Ljósmynd/Erna Sverrisdóttir

Sunnudagar – Brjálæðislega góður bbq-hamborgari 

„Á sunnudögum elskum við að fá okkur gómsætan hamborgara. Okkur finnst sunnudagar vera tilvaldir fyrir hamborgaragleði.“

Ómótstæðilega girnilegur hamborgari.
Ómótstæðilega girnilegur hamborgari. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert