Hakið fyrir reykta hangikjötið

Hafþór Bjarnason hannaði og smíðaði Hakið sem er einstaklega falleg …
Hafþór Bjarnason hannaði og smíðaði Hakið sem er einstaklega falleg hönnun á bretti sem er tilvalið fyrir jólahangikjötið. Samsett mynd

Hakið er framúrskarandi falleg íslensk hönnun og tilvalin fyrir jólahangikjötið. Heimareykta og tvíreykta hangikjötið nýtur mikilla vinsælda á mörgum íslenskum heimilum og það má með sanni segja hátíðarborðið verði mun glæsilegra með hangikjötinu framreiddu á Hakinu. Hakið lyftir jólahangikjötinu upp á hærra plan þegar það er framreidd með þessum hætti. Hakið er hannað og ætlað fyrir tvíreykt hangikjöt og einnig er hægt að nýta það fyrir hin glæsilegu spænsku hráskinkulæri sem einnig njóta líka vinsælda á íslenskum heimilum. Hægt er að færa litla kubbinn á brettinu eftir hvað lærið er stórt. 

Framúrskarandi hönnun og lyftir jólahangikjötinu upp á hærri stall.
Framúrskarandi hönnun og lyftir jólahangikjötinu upp á hærri stall.

Innblásturinn fær Hafþór í sveitinni

Hakið er íslenskt handverk, frá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem leggur metnað sinn í að vera með íslenskt, umhverfisvænt handverk á sanngjörnu verði. Hver einasti hlutur er smíðaður af natni í höndum og lögð í hann mikil vinna og alúð í anda liðinna ára. Þetta er þó eingöngu hugsjónavinna og maðurinn bak við verkin heitir Hafþór Bjarnason. Hafþór nýtur sín allra best í sveitinni, í Móberginu, þar hann og konan hans Brynja Dadda Sverrisdóttir búa og segist fá innblástur fyrir sköpun handverka sinna út í náttúrunni. Í Móberginu smíðar hann og málar eins og enginn sé morgundagurinn. Þá eru það helst nytja- og skrautmunir unnir úr tré eins og gamaldags barnaleikföng, vagnar, vöggur og vörubílar. Einnig hannar hann og smíðar skurðarbretti, eldhúsáhöld og Hakið fyrir hangikjötið.

Hafþór fær innblástur fyrir hönnun sína í sveitinni í Kjós …
Hafþór fær innblástur fyrir hönnun sína í sveitinni í Kjós þar sem hann og eiginkona hans Brynja Dadda búa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka