Nýjasta jólalínan hjá Heklu ber heitið Snjóber

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er búin að frumsýna …
Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður er búin að frumsýna nýju jólalínuna sína sem ber heitið Snjóber. Lína er einstaklega fallega og kemur bæði með brúnum og svörtum undirtón. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hekla Björk Guðmundsdóttir listakona og hönnuður hannar undir merkinu Heklaislandia  fyrstu vörur hennar komu árið 1996 síðan þá hefur bæst jafnt og þétt við fallega hönnun hennar, sem Íslendingar hafa fengið að njóta allt árið um kring. Hún sækir innblástur í villta flóru, dýralíf og náttúru Íslands sem skilar sér vel í hönnun hennar fyrir hverja árstíð og líka þegar það kemur að jólunum.

Svarti liturinn hefur verið að koma sterkur inn með jarðlitinum …
Svarti liturinn hefur verið að koma sterkur inn með jarðlitinum eins og brúnum tónum. Greni passar ákaflega vel með þessum litatónum og hvítu snjóberinn setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýjasta jólalína í brúnu og svörtu

Hvert ár kemur ný jólalína, í byrjun var aðeins jólakort, síðan kom servíetta en í dag hafa bæst við kerti, eldspýtustokkur og viskustykki. Nýja jólalínan hennar Heklu fyrir árið 2023 heitir Snjóber og er einstaklega falleg. Hún kemur í tveimur litum brúnum og svörtum. Þetta er blýantsteikning af snjóberjum með smá dass af grænum lit í laufblöðum. Snjóber hafa verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár og fannst mér að nú að þeirra tími væri kominn. Í ár er brúnn og svartur undirtónn í aðalhlutverki og eins og oft áður er hægt að leika sér með fram og afturhlið servíettanna þar sem hliðarnar eru ekki eins. Jólaborðið verður í mildari kantinum þetta árið, mæli með að skreyta  með grænu til dæmis furu og/eða greni það kemur ótrúlega fallega út ,skella svo til dæmis nokkrum jólakúlum með. Annars þykir mér gaman að öllum litum á jólaborðið og skemmtilegt að breyta til, þessi jól verða brún og svört, í fyrra allt rautt og þar á undan var grænt þema,“ segir Hekla full tilhlökkunar fyrir jólunum.

Snjóber hafa verið í uppáhaldi hjá Heklu í mörg ár …
Snjóber hafa verið í uppáhaldi hjá Heklu í mörg ár og hana fannst að nú að þeirra tími væri kominn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta jólalínan orðin klassík

Gaman er að sjá hvað jólalínurnar eru orðnar margar og fjölbreyttar og þegar Hekla er spurð hvort einhver línan sé í meira uppáhaldi en önnur segir Hekla að erfitt sé að svara því. „Hver er með sinn karakter það er eiginlega ekki hægt að velja einhverja eina sem uppáhalds en sú fyrsta heitir Gleðileg jól er með 2 krökkum í jólarauðum lopapeysum með einn jólasauð á milli sín er enn vinsæl og orðin hálfgerð klassík,“ segir Hekla.

Fyrsta línan hennar Heklu þar sem rauði liturinn spilar aðalhlutverkið …
Fyrsta línan hennar Heklu þar sem rauði liturinn spilar aðalhlutverkið er orðin klassík og nýtur ávallt mikilla hylli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skúlptúrarnir njóta mikilla vinsælda

Hvað er það sem er vinsælast hjá ykkur? „Þegar við komum með fyrstu servíetturnar og síðar kertin fengum við ótrúlega góð viðbrögð, meir en okkur hefði nokkurn tíman grunað, og gengur enn vel. Í dag eru það svo skúlptúrarnir sem hafa verið að gera góða hluti, góðar gjafir fyrir alla aldurshópa og oft hægt að tengja skúlptúrana við minningar sem fólk á, bæði æskuminningar og úr sveitinni svo dæmi séu tekin,“ segir Hekla að lokum sem er í óða önn að undirbúa törnina sem fylgir tímanum fyrir aðventuna og hátíðirnar sem fram undan eru.

Í ár er brúnn og svartur undirtónn í aðalhlutverki og …
Í ár er brúnn og svartur undirtónn í aðalhlutverki og eins og oft áður er hægt að leika sér með fram og afturhlið servíettanna þar sem hliðarnar eru ekki eins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kertin eru einstaklega falleg og snjóberin lýsa upp í skammdeginu.
Kertin eru einstaklega falleg og snjóberin lýsa upp í skammdeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lýsingin verður falleg sem kemur frá kertunum.
Lýsingin verður falleg sem kemur frá kertunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hvíti liturinn hefur líka fengið að njóta sín og hvít, …
Hvíti liturinn hefur líka fengið að njóta sín og hvít, gyllt og grænt er ávallt líka falleg litapalletta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fegurðin í hönnun Heklu skín alls staðar.
Fegurðin í hönnun Heklu skín alls staðar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka