Ebba elskar heitt súkkulaði með haframjólk

Ebba Guðný Guðmundsdóttir elskar að gæða sér á ekta heitu …
Ebba Guðný Guðmundsdóttir elskar að gæða sér á ekta heitu súkkulaði á köldum vetrardögum. mbl.is/Eyþór Árnason

Ebba Guðný Guðmundsdóttir uppskriftahöfundur, leikkona og sjónvarpskokkur er matgæðingur fram í fingurgóma og leggur mikla áherslu að vera með lífræn hráefni. Yfir vetrartímann finnst Ebbu fátt betra en að ylja sér við heitan bolla með ekta súkkulaði og þá velur hún líka lífræn og góð hráefni. „Þegar ég laga heitt súkkulaði finnst mér skipta máli að vera með gott súkkulaði og ég vel ávallt súkkulaðið frá Kaju Organic. Það er langbesta súkkulaðið og miklu sætara, hollara og hreinna en annað 70% kakó finnst mér. Hið mesta hnossgæti, ég elska að njóta þessa,“ segir Ebba og brosir við tilhugsunina að gæða sér á heitu súkkulaði.

Ebba sviptir hér hulunni af sinni uppáhaldsblöndu að heitu súkkulaði sem hún lagar gjarnan á dimmum, köldum vetrardögum í janúar og febrúar.

Ebba með uppáhaldsbollann sinn, fullan af heitu súkkulaði sem gert …
Ebba með uppáhaldsbollann sinn, fullan af heitu súkkulaði sem gert er úr 70% súkkulaði og haframjólk. mbl.is/Eyþór Árnason

Heitt súkkulaði að hætti Ebbu

  • 2 msk. Kaju 70% súkkulaðidropar
  • 2 dl lífræn haframjólk
  • 2 msk. Feel Iceland Kollagen

Aðferð:

  1. Hitað rólega saman í potti.
  2. Oft set ég þetta svo líka í flóarann minn en það að er smekksatriði.
  3. Hellið í ykkar uppáhaldsbolla og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert