Vikumatseðill sem leikur við bragðlaukana

Vikumatseðillinn er sannkallaður sælkeraseðill þessa vikuna sem mun leika við …
Vikumatseðillinn er sannkallaður sælkeraseðill þessa vikuna sem mun leika við bragðlaukana. Samsett mynd

Vikumat­seðilinn að þessu sinni býður upp á fjölbreytta og bragðgóða rétti sem eiga vel við í janúarmánuði. Upp­skrift­irn­ar eru hver annarri girni­leg­ri og leika við bragðlaukana. Hér eru á ferðinni réttir sem eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, Ítalíu, Mexíkó og til Hússtjórnarskólans í Reykjavík svo fátt sé nefnt.

Mánudagur – Fitness fiskur að hætti Gordon Ramsay

„Þessi fiskréttur er ofurhollur og kemur úr smiðju stjörnukokksins Gordon Ramsay.“

Girnilegur fiskréttur úr smiðju stjörnukokksins Gordons Ramsay.
Girnilegur fiskréttur úr smiðju stjörnukokksins Gordons Ramsay. Ljósmynd/Gordon Ramsay

Þriðjudagur – Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu

Þenn­an rétt er fljót­legt að fram­reiða og ekta fyr­ir alla sæl­kera. Rétt­ur­inn er með heima­til­bú­inni tóm­at­basil sósu og fersk­um mozzar­ella.“

Ljúft og létt pastasalat.
Ljúft og létt pastasalat. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Miðvikudagur – Frönsk lauksúpa

„Ekkert er betra en að ylja sér við ljúf­feng­ar og mat­ar­mikl­ar súp­ur, þar sem bragðlauk­arn­ir fá að njóta sín.“ 

Þessi franska lauksúpa er alveg frábær.
Þessi franska lauksúpa er alveg frábær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimmtudagur – Gómsæt vefja með suðrænu ívafi

„Hér er á ferðinni dúndur góð vefja með ljómandi góðu hráefni.“

Guðdómlega góð vefja.
Guðdómlega góð vefja.

 

Föstudagur – Kjúklingaréttur í mexíkósósu

„Þessi kjúk­linga­rétt­ur er guðdóm­lega góður og hittir ávallt í mark.“

Þessi kjúklingaréttur með mexíkóívafi bráðnar í munni.
Þessi kjúklingaréttur með mexíkóívafi bráðnar í munni. Ljósmynd/Sjöfn

Laugardagur – Húsó nautakjötssalat með límónu og engifer

„Hér er á ferðinni dýrðlegt Húsó-nauta­kjötsal­at með límónu- og engi­fersósu sem er full­komið að njóta.“

Ómótstæðilega gott nautasalat að hætti Húsó.
Ómótstæðilega gott nautasalat að hætti Húsó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sunnudagur - Boeuf Bourguignon með heimalagaðri kartöflumús

„Hér er á ferðinni hinn frægi klass­íski franski rétt­ur Boeuf Bourgignon þar sem nauta­kjöt er soðið með rauðvíni og græn­meti. Best er að bera réttinn fram með heima­lagaðri kart­öflumús.“

Þetta er hinn fullkomni vetrarréttur.
Þetta er hinn fullkomni vetrarréttur. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert