Ofureinfaldur kjúklingaréttur með sveppum

Girnilegur þessi ofureinfaldi kjúklingaréttur með sveppum.
Girnilegur þessi ofureinfaldi kjúklingaréttur með sveppum. Ljósmynd/María Gomez

Hér er að ferðinni ofureinfaldur og góður kjúklingaréttur fyrir þá sem elska sveppi. Rétturinn kemur úr smiðju eldhúsgyðjunnar María Gomez sem hefur haldið úti matarbloggi á þessari síðu hér. Það tekur stutta stund að útbúa þennan rétt og allt hráefnið fer beint í fat og inn í ofn. Einfaldara getur þetta ekki orðið.

Kjúklingaréttur með sveppum

  • 500 g sveppir
  • 1 stk. Rose Poultry kjúklingalundir (1 poki)
  • 1 stk. Villisveppa kryddostur
  • 4 stk. marin hvítlauksrif
  • 500 ml matreiðslurjómi
  • 2 tsk. þurrkað timian
  • 1 tsk. fínt borðsalt
  • ½ tsk. gróft malaður svartur pipar
  • 1 tsk. Oscar kjúklingakraftur í dufti
  • 1 msk. Maizena sósujafnari, má vera meira.

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera sveppina í 4 parta hvern svepp eða 2 parta ef sveppirnir eru smáir.
  2. Setjið næst kjúklingalundirnar, í heilu lagi, í stórt eldfast mót.
  3. Saltið lundirnar og piprið og setjið kjúklingakraftinn yfir og hrærið saman með skeið
  4. Setjið næst sveppina yfir og þurrkað timian.
  5. Raspið niður villisveppaostinn og dreifið yfir lundirnar og sveppina ásamt mörðum hvítlauknum.
  6. Hellið svo matreiðslurjómanum yfir og stingið í 210 °C heitan ofninn i 25 mínútur.
  7. Þegar 25 mínútur eru liðnar takið þá mótið út og dreifið maizena sósujafnara yfir allt og stingið aftur inn í 10 mínútur.
  8. Þegar rétturinn er tekinn út er gott að hræra aðeins í honum þar til allt er vel blandað saman og sósan verður þykk og góð.
  9. Berið fram með grjónum eða kús kús og fersku salati að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert