Stórleikkonan Emma Watson er mætt í vínbransann

Stórleikkona Emma Watson hefur haslað sér völl í vínbransanum ásamt …
Stórleikkona Emma Watson hefur haslað sér völl í vínbransanum ásamt yngri bróður sínum Alex Watson og stofnað vínframreiðslu og framleiðir nú gintegundina Renais Samsett mynd

Hin geðþekka leikkona Emma Watson sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter kvikmyndunum þar sem frægðarsól hennar náði mikilli hylli. Nú hefur hún haslað sér völl í vínbransanum og stofnað vínframreiðslu og framleiðir nú gintegundina Renais í samstarfi við yngri bróður sinn Alex Watson. Segja má að þetta sé ekki klassískt London Dry gin úr einiberjum. Renais ginið er ræktað í Chablis-vínhéraðinu í norðurhluta Bourgogne-héraðsins og í framhaldi eimað í Englandi. Ginið er búið til úr endurnýttum vínpressuðum þrúgum frá vínbúgarði fjölskyldu þeirra systkina. Hægt er að fylgjast með systkininum á Instagram síðu Renais hér.

Fjölskyldan á langan bakgrunn í franskri víngerð

Það kann að vera að Watson sé ný í heimi ginsins, en fjölskylda hennar hefur langan bakgrunn í franskri víngerð. Faðir systkinanna, Chris Watson, gróðursetti Domaine Watson vínekrurnar fyrir þremur áratugum. Árið 2002 náði hann öðru sæti sem besti sjálfstæði Chablis ræktandinn og vann Medaille d'Argent og varð í kjölfarið sendiherra Chablis í Bretlandi. Bróðir Emmu, Alex, hefur starfað í áratug í drykkjarvöruiðnaðinum, þar á meðal hjá drykkjarrisanum Diageo.

Hefð og fjölskylduástríða

Domaine Watson fjölskyldu vínbúgarðurinn samanstendur af sjö litlum víngörðum sem liggja þétt saman í hlíðum kalksteinshæða Chablis og Irancy. Víngarðurinn er fullur af hefð og fjölskylduástríðu. Bæði Domain Watson Chablis vínin og Renais ginið eru í uppáhaldskokteilum Emmu Watson. Hér einn af hennar uppáhalds sem ber einfaldlega heitið Emma Spritz kokteill.

Emma Spritz kokteill

  • 30 ml Renais gini
  • 30 ml elderflower tonic (ylliblóm)
  • Nokkrir dropar Suze aperitif
  • 30 ml sítrónusafa
  • Skvetta af Domaine Watson Chablis hvítvíni
  • 200 ml sódavatn
  • Kornblóm, til að skreyta

Aðferð:

  1. Fyllið vínglas af ísmolum og helltu síðan Renais gininu í glasið (eða annarri tegund af gini að eigin vali) og elderflower tonic yfir.
  2. Bætið við nokkrum dropum af Suze líkjör og síðan sítrónusafanum og í framhaldinu skvettu af Domain Watson Chablis hvítvíni (eða aðra tegund af eigin vali),
  3. Fyllið síðan glasið upp að börmum með sódavatni.
  4. Hrærið síðan í blöndunni til að lyfta Renais gininu upp úr botninum á glasinu.
  5. Skreytið með kornblómi eða blómi að eigin vali og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert