Ragnheiður og Liljar kynntu Storm

Fjölmenni mætti á Veður þegar nýtt íslenskt romm var kynnt …
Fjölmenni mætti á Veður þegar nýtt íslenskt romm var kynnt til sögunnar. Meðal þeirra sem fögnuðu með Ragnheiði Axel og Liljari Má voru hjónin Anna Björnsdóttir og Jón Ólafur Stefánsson. Samsett mynd/Sunna Ben

Í síðustu viku var kynnt til sögunnar nýtt íslenskt romm, Stormur, frá Og natura á barnum Veður á Klapparstíg. Um er að ræða veðrað íslenskt romm í tveimur bragðtegundum, annars vegar klassískt þriggja ára tunnuþroskað romm í anda Karíbahafsins og hins vegar hátíðarútgáfu þar sem Stormur er kryddaður með appelsínu, púðursykri, kanil, anís, kardimommum, vanillu og pipar sem gefur kröftuga en hátíðlega stemningu.

Innblásturinn kom þegar sumarbústaðurinn sprakk í óveðri

Og natura er stýrt af Ragnheiði Axel og Liljari Má sem hafa gert garðinn frægan í ginheiminum með Wild Icelandic Gin-línunni en þegar sumarbústaður Ragnheiðar sprakk í óveðri kom innblástur til að stíga inn í rommheiminn með Storm í hendi.

Auglýsingastofan PiparTBWA var fengið í samstarf til að hanna útlit Storms, farnar voru óhefðbundnar leiðir í formum og prenti þar sem meðal annars á bakhlið miðans er áprentuð grafík sem skapar öldusjó rommsins þegar horft er inn í flöskuna.

Rommkokteilar hlýjuðu gestum

Margmenni og fjör var á viðburðinum en bornir voru fram rommkokteilar sem hlýjuðu gestum í febrúargaddinum. Meðal gesta voru meðal annars Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns, Viktor Weisshappell Vilhjálmsson ofurgrafíker og teymið hans á nýju hönnunarstofunni Strik, Sveinn Steinar Benediktsson bruggari hjá Grugg og Makk og ostadrottningin Eirný Sigurðardóttir. 

Ragnheiður Axel og Liljar Már kampakát með Storm.
Ragnheiður Axel og Liljar Már kampakát með Storm. Ljósmynd/Sunna Ben
Valdís Thor.
Valdís Thor. Ljósmynd/Sunna Ben
Litadýrðin var í fyrirrúmi.
Litadýrðin var í fyrirrúmi. Ljósmynd/Sunna Ben
Ljósmynd/Sunna Ben
Farnar voru óhefðbundnar leiðir í formum og prenti þar sem …
Farnar voru óhefðbundnar leiðir í formum og prenti þar sem meðal annars bakhlið miðans er áprentuð grafík sem skapar öldusjó rommsins þegar horft er inn í flöskuna. Ljósmynd/Sunna Ben
Anna Björnsdóttir og Jón Ólafur Stefánsson.
Anna Björnsdóttir og Jón Ólafur Stefánsson. Ljósmynd/Sunna Ben
Fallegir kokteilar voru bornir fram.
Fallegir kokteilar voru bornir fram. Ljósmynd/Sunna Ben
Auður Albertsdóttir.
Auður Albertsdóttir. Ljósmynd/Sunna Ben
Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns.
Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns. Ljósmynd/Sunna Ben
Jakob Hermannsson og Sveinn Steinar Benediktsson.
Jakob Hermannsson og Sveinn Steinar Benediktsson. Ljósmynd/Sunna Ben
Ljósmynd/Sunna Ben
Ljósmynd/Sunna Ben
Ljósmynd/Sunna Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert