Þessi uppskrift er að gera allt vitlaust

Hér er á ferðinni uppskrift úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla …
Hér er á ferðinni uppskrift úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, alla jafna kölluð Jana, sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. Samsett mynd

Uppskriftin hennar Kristjönu Steingrímsdóttur, Jönu, heilsumarkþjálfa, að twix stykkjunum er að gera allt vitlaust. Þeir sem fá að smakka, missa sig í yfir stykkjunum og þau rjúka út eins og heitar lummur. Hér eru á ferðinni hollustu stykki sem gott er að grípa í þegar ykkur langar í góðan bita eða millimál. Fullkomni stykki til að eiga í frysti og njóta þegar freistingin kallar. Það er nokkuð einfalt að gera þau og hráefnalistinn er ekki svo ýkja langur. Hægt er að fylgjast með Jönu á Instagram-síðu hennar hér þar sem hún deilir gjarnan freistandi uppskriftum með fylgjendum sínum.

Twix stykkin hennar Jönu

Kexið

  • 4 bollar  möndlumjöl
  • 1/3 bolli kókosolía, brædd
  • 2 msk. kollagen duft (valfrjálst)
  • ½ -3/4 bolli hlynsíróp eða önnur sæta
  • Smá salt

Aðferð:

  1. Blandið vel saman í skál eða matvinnsluvél.
  2. Setjið bökunarpappír í form sem passar í frysti og þjappið deiginu vel ofan í. 
  3. Frystið meðan þið gerið  karamelluna

Karamella

  • ⅓ bolli hlynsíróp eða önnur sæta
  • 2 msk. kókosolía, brædd
  • ½ bolli möndlusmjör
  • 1 tsk. vanilla
  • Smá salt

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman í skál eða matvinnsluvél.
  2. Takið formið með kexlaginu út úr frysti og setjið karamelluna ofan á og dreifið vel úr henni.

Súkkulaðið

  • 120 g dökkt gæða súkkulaði
  • 1 msk. kókosolía, brædd

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir karamelluna.
  2. Frystið í nokkra klukkutíma.
  3. Takið út úr frysti og skerið í hæfilega bita. 
  4. Geymið í lokuðu íláti inni í frysti og nælið ykkur í bita og bita þegar ykkur langar í og njótið.
Að sögn Jönu er þessi uppskrift að gera allt vitlaust …
Að sögn Jönu er þessi uppskrift að gera allt vitlaust og twix stykki rjúka út hennar heimili likt og heitar lummur. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert