Innkalla brauðskinku vegna gruns um listeríu

Stjörnugrís innkallar brauðskinku vegna gruns um listeríu. Myndin tengist fréttinni …
Stjörnugrís innkallar brauðskinku vegna gruns um listeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Kristinn Ingvarsson


Stjörnugrís innkallar brauðskinku vegna gruns um listeríu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnugrís.

Þeir neytendur sem eiga umræddar vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga henni eða skila í verslunum þar sem hún var keypt, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

  • Vöruheiti: Brauðskinka
  • Framleiðandi: Stjörnugrís
  • Síðasti notkunardagur: 16.05.2024 og 14.05.2024
  • Lotunúmer: 606124096 og 606124093. 
  • Dreifing: Bónus, Krónan, Nettó og Skólamatur. 

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum viðskiptavinum fyrir skilning og samvinnu í þessum efnum,“ segir í tilkynningunni. 

Frekari upplýsingar fást hjá Stjörnugrís á netfang: eftirlit@svinvirkar.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert