Arsenal þægilega á toppinn

Markaskorarinn Martin Ödegaard, til vinstri, ásamt Kai Havertz sem lagði …
Markaskorarinn Martin Ödegaard, til vinstri, ásamt Kai Havertz sem lagði upp markið. AFP/Adrian Dennis

Arsenal vann Luton, 2:0, í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Emirates-leikvanginum í London í kvöld.

Með sigrinum er Arsenal komið á toppinn með 68 stig, einu stigi á undan Liverpool sem á þó leik til góða. 

Arsenal-liðið var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en tókst erfiðlega að skapa sér marktækifæri fyrri helming hálfleiksins. 

Fyrirliðinn Martin Ödegaard braut þá ísinn á 24. mínútu. Þá fékk hann boltann frá Kai Havertz og smellti honum í netið, flott samspil Arsenal, 1:0. 

Seinna mark Arsenal kom undir lok fyrri hálfleiksins. Þá fékk Emilie Smith-Rowe boltann frá Leandro Trossard og sendi hann þvert fyrir markið. Þaðan fór boltinn af Daiki Hashioka, leikmanni Luton, og í netið, 2:0. 

Lítið sem ekkert gerðist í síðari hálfleik en Arsenal var með stjórn á leiknum og sætti sig við stöðuna sem var. 

Næsti leikur Arsenal er gegn Brighton í Brighton næstkomandi laugardag. Luton fær Bournemouth í heimsókn samdægurs. 

Arsenal 2:0 Luton opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við þennan bragðdaufa síðari hálfleik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert