Klopp aftur til síns gamla félags?

Klopp er orðaður við sína gömlu félaga
Klopp er orðaður við sína gömlu félaga AFP/Isabella BONOTTO

Knattspyrnustjóri Liverpool, Jürgen Klopp, hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Borussia Dortmund, í breskum fjölmiðlum í dag. Klopp þjálfaði Dortmund frá 2008 til 2015 en liðið vann þýsku deildina tvisvar og komst í úrslit Meistaradeildarinnar undir hans stjórn.

Klopp tilkynnti í lok janúar að hann hyggðist hætta sem knattspyrnustjóri Liverpool að leiktíðinni lokinni. Þjóðverjinn greindi frá því að orkubirgðir hans væru á þrotum eftir tæp níu ár í starfi og tíminn væri kominn að þakka fyrir sig og hætta störfum.

Klopp er talinn ætla að taka sér frí í eitt ár en hann hefur einnig verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna í heimalandinu. Dortmund mun hins vegar vilja ráða sinn gamla þjálfara sem yfirmann knattspyrnumála þegar Klopp verður tilbúinn að snúa aftur í fótbolta.

Borussia Dortmund mætir PSG í fyrri leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert