Horfir á leiki Liverpool ef fjölskyldan leyfir

Mikel Arteta. knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta. knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Adrian Dennis

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, segist horfa á leiki Liverpool og Manchester City ef fjölskyldan leyfir. 

Arsenal er í mikilli toppbaráttu við Liverpool og City um enska meistaratitilinn en Liverpool er á toppnum með 70 stig, Arsenal í öðru með 68 og City í þriðja með 67. 

Á blaðamannafundi fyrir leik Arsenal gegn Brighton í Brighton á morgun var Arteta spurður hvort hann muni horfa á leiki Liverpool og City næstu vikurnar. 

„Ég veit það ekki alveg. Fer eftir leikjum. Svo mun fjölskyldan mín einnig hafa eitthvað að segja þegar kemur að þeirri ákvörðun. 

Strákurinn minn mun vilja leika við mig eða fara út í fótbolta. En ég held nú að ég horfi á flesta þessa leiki, en með fjölskyldunni,“ sagði Arteta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert