Sannfærandi Arsenal-menn á toppinn

Bukayo Skara fagnar fyrsta marki leiksins.
Bukayo Skara fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Glyn Kirk

Arsenal hafði betur gegn Brighton, 3:0, á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í lokaleik dagsins. 

Bukayo Saka, Kai Havertz og Leandro Trossard skoruðu mörk Arsenal í dag. Með sigrinum komst Arsenal aftur á toppinn en liðið er með 71 stig eftir 32 leiki en Liverpool og Manchester City koma þar á eftir með 70 stig. Liverpool á þó leik til góða en Liverpool mætir Manchester United á Old Trafford á morgun.

Leikurinn byrjaði með látum en strax á 2. mínútu leiksins skallaði Gabriel rétt framhjá eftir aukaspyrnu frá Martin Odegaard. Brighton fékk færi til að komast yfir á 9. mínútu leiksins þegar Tariq Tamptey tók flottan sprett upp hægri kantinn og sendi boltann á Julio Enciso en skot hans fór hátt yfir mark Arsenal.

Eftir þetta tóku gestirnir öll völd á vellinum og var Bukayo Saka ansi nálægt þvi að skora á 12. mínútu leiksins en þá átti hann skot rétt framhjá. Í kjölfarið fékk Gabriel Jesus svo gott skallafæri en Bart Verbruggen varði frá honum. Það var svo sannarlega mark í loftinu hjá Arsenal og það kom loksins á 33. mínútu leiksins en þá var dæmt vítaspyrna á Lamptey en hann virtist tækla Jesus í teignum.

Þetta atvik var skoðað í VAR-herberginu en dómnum var ekki breytt. Saka tók vítið og setti boltann örugglega í netið en Bart Verbruggen valdi rangt horn. Leikmenn Arsenal voru líklegri að bæta við marki en Brighton að jafna metin eftir þetta en eina alvöru færi Brighton kom á 43. mínútu en þá átti Julio Enciso gott skot sem David Raya varði í horn.

Í uppbótartímanum í fyrri hálfleik fengu leikmenn Arsenal nokkur færi til að skora en það besta fékk Kai Havertz en hann fékk boltann óvænt eftir samskiptaleysi milli Lewis Dunk og Bart Verbruggen en skot hans hitti ekki markið.

Í seinni hálfleik héldu gestirnir áfram að stjórna leiknum. Gabriel Jesus átti góðan skalla á 48. mínútu leiksins eftir sendingu frá Kai Havertz en skallinn hjá Jesus fór framhjá. Martin Odegaard átti fínt skot sex mínútum síðar sem Bart Verbruggen varði vel.

Gestunum tókst hns vegar að skora á 62. mínútu leiksins en þá átti einmitt Martin Odegaard góða sendingu inn á teiginn á Jorginho sem sendi boltann fyrir mark Brighton og þar var Kai Havertz umkringum þremur varnarmönnum Brighton en þrátt fyrir það náði hann að koma boltanum í netið.

Það var svo fyrrum leikmaður Brighton, Leandro Trossard, sem kláraði dæmið fyrir Arsenal í dag en hann fékk flotta sending frá Kai Havertz inn fyrir vörn Brighton á 86. mínútu og var ekki í miklum vandræðum með því að setja boltann í markið og tryggja Arsenal mikilvæg þrjú stig í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Öruggur 3:0 sigur Arsenal staðreynd og liðið komið aftur á toppinn. Árangur Arsenal á þessu ári er frábær en síðan liðið tapaði fyrir Fulham á Gamlársdag 2023 hefur liðið spilað 11 leiki í ensku úrvalsdeildinni, unnið 10 leiki og gert eitt jafntefli.

Brighton 0:3 Arsenal opna loka
90. mín. Gabriel Magalhães (Arsenal) á skalla sem er varinn Aftur nær Gabriel skalla á markið eftir hornspyrnu en Bart Verbruggen ver þetta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert