Tottenham í Meistaradeildarsæti

Marki Pedro Porro fagnað í kvöld.
Marki Pedro Porro fagnað í kvöld. AFP/Henry Nicholls

Tottenham Hotspur vann góðan sigur á Nottingham Forest, 3:1, þegar liðin mættust í 31. umferð ensku úrvarlsdeildarinnar í knattspyrnu karla í kvöld.

Með sigrinum fór Tottenham upp fyrir Aston Villa og í fjórða sætið, síðasta Meistaradeildarsætið, þar sem liðin eru bæði með 60 stig en Tottenham með betra markahlutfall.

Forest er sem fyrr í 17. sæti með 25 stig, fyrir ofan Luton Town á markatölu.

Murillo, varnarmaður Forest, skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðungs leik en illu heilli fyrir hann í eigið mark.

Liðsfélagi hans, Chris Wood, jafnaði hins vegar metin eftir tæplega hálftíma leik og staðan 1:1 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik, á 53. mínútu, kom Micky van de Ven heimamönnum í Tottenham í forystu að nýju áður en Pedro Porro innsiglaði sigurinn með þriðja markinu fimm mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert