Ísland - kjörlendi kajakræðara

Ben Brown í einum íslensku fossanna.
Ben Brown í einum íslensku fossanna.

Ben Brown, nýsjálenskur kajakræðari, hefur ferðast víða um heim til að stunda íþrótt sína sem einkum felst um að þræða flúðir, gljúfur og fossa við erfiðustu aðstæður, en hann segir í viðtali við nýsjálenska sjónvarpsstöð að nýleg ferð hans til Íslands hafi slegið allt út í þessu efni.

Brown kom hingað ásamt þremur löndum sínum til mánaðardvalar og hann segir Ísland „drauma áfangastað“.

„Það er eins og sérhannað til róðra, 11% landsins er hulið jöklum, svo að hellingur af vatni er geymdur í ísnum,“ segir hann. Þegar jöklarnir bráðna búi þeir til mikil fljót.

Hann segir aðaltilgang ferðarinnar hafa verið að finna áður óþekkta fossa til að spreyta kajakana á. „Þetta er eiginlega leikvöllur kajakræðaranna,“ segir hann.

Fréttinni fylgir myndskeið sem má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert